Úrskurður þriðjudaginn 16. maí 2023 í mál i nr . 2 7 /2022 Endurupptökubeiðni Steingríms Wernerss onar 1. Dómararnir Aðalsteinn E. Jónasson, Eyvindur G. Gunnarsson og Stefán Geir Þórisson kveða upp úrskurð í máli þessu. 2. Með beiðni sem barst Endurupptökudómi 2 3 . nóvember 2022 fór endurupptökubeiðandi , Steingrímur Wernersson , [...] , fram á endurupptöku á máli nr. 74/2015, ákæruvaldið gegn Steingrími Werner ssyni o.fl., sem dæmt var í Hæstarétti 28. apríl 2016. Krefst hann þess að málið verði endurupptekið hvað hann varðar og tekið til meðferðar og dómsuppsögu að nýju fyrir Hæstarétti . 3. Gagnaðili, r íkissaksóknari , telur ekki tilefni til að fallast á beiðni endurupptökubeiðanda. Gagnaöflun lauk í málinu 13. febrúar 2023 . 4. Málið var flutt munnlega fyrir dóminum 18. apríl 2023. Málsatvik Forsaga og ákæruefni 5. Með dómi Hæstaréttar 28. apríl 2016 í máli nr. 74/2015 var endurupptökubeiðandi dæmdur til að sæta fangelsi í tvö ár. Meðákærðu endurupptökubeiðanda voru einnig sakfelld, Karl Emil Wernersson var dæmdur í þriggja og 1/2 árs fangelsi, Guðmundur Ólason í þriggja ára fangelsi og meðákærðu Margrét Guðjónsdóttir og Sigurþór Charles Guðmundsson hvort um sig í níu mánaða fangelsi en fullnustu þeirrar refsingar var frestað og skyldi hún falla niður að liðnum tveimur árum frá uppsögu dóms Hæstaréttar héldu þau almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þá voru meðákærðu Margrét Guðjónsdóttir og Sigurþór Charles Guðmundsson hvort um sig svipt löggildingu til endurskoðunarstarfa í sex mánuði frá uppsögu dómsins. Loks var staðfest ákvæði héraðsdóms um sýknu ákærðu Þ af kröfum ákæruvaldsins. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði sýk nað endurupptökubeiðanda og öll meðákærðu af kröfum ákæruvaldsins með dómi 17. desember 201 4 í máli nr. S - 657/2013. 6. Mál það sem krafist er endurupptöku á má rekja til viðskipta með hluti í eignarhaldsfélaginu Milestone ehf. og skyldum félögum. Um Milestone ehf. skal þess getið að félagið mun hafa átt beint og óbeint í fjölmörgum öðrum félögum, m eðal annars stóran hlut í Glitni hf., alla hluti í Sjóvá - Almennum tryggingum hf. og meirihluta í Askar Capital hf . Á árinu 2007 mun Milestone ehf. hafa eignast sænsk t vátryggingafélag og banka, Invik & Co. AB, auk dótturfélaga þess (síðar Moderna ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 2 7 /2022 - 2 - Finance AB). Heildareignir Milestone ehf. samkvæmt efnahagsreikningi félagsins 31. desember 2007 voru taldar að andvirði samtals 391.627.000.000 krónur (þar á meðal óefnisleg verðmæti að fjárhæð 88.312.000.000 krónur) en á félaginu hvíldu skuldir að fjárhæð 322.114.000.000 krónur. 7. Eigendur hluta í Milestone ehf. og skyldum félögum voru endurupptökubeiðandi og tvö systk i ni hans . Gerðu endurupptökubeiðandi og bróðir hans Karl samkomulag við systur sína í desember 2005 um að kaupa hana út úr Milestone ehf., sem var í eigu systkinanna og erlends félags, Leiftra Ltd., sem þau áttu einnig. Samkvæmt samkomulaginu gátu viðskiptin farið fram í þeirra nafni eða eftir atvikum annarra. H lut ir systurinnar í Milestone ehf., hinu erlenda félagi Leiftra Ltd., sem átti í Milestone ehf., og öðru erlendu félagi þeirra, Milestone Import Export Ltd. , voru í kjölfarið keyptir svo sem nánar verður rakið síðar . 8. Með ákæru 5. júlí 2013 var endurupptök ubeiðandi, auk fimm annarra, ákærður í tilefni af þessum viðskiptum, auk brota sem ákæruvaldið taldi hafa átt sér stað í rekstri Milestone ehf. Ákæran var í fimm köflum. Í I. - III. kafla ákærunnar voru endurupptökubeiðandi og meðákærðu, Karl Wernersson og G uðmundur Ólason , ákærðir fyrir brot gegn 249. gr. almennra hegningarlaga um umboðssvik, auk brota á nánar tilteknum ákvæðum laga nr. 145/1994 um bókhald, sbr. 2. mgr., sbr. 3. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga, og laga nr. 3/2006 um ársreikninga, sbr. 2 . mgr., sbr. 3. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga. Í IV. og V. kafla ákærunnar voru meðákærðu, Margrét Guðjónsdóttir, Sigurþór Charles Guðmundsson og Þ , ákærð fyrir nánar tilgreind brot en sá hluti málsins hefur ekki þýðingu hér . 9. Í I. kafla ákæru voru endurupptökubeiðand a sem stjórnarmanni í Milestone ehf., meðákærð a Karl i Werner s s yni sem stjórnarforma nni og Guðmundi Ólasyni sem forstjóra , gefi ð að sök umboðssvik sem varða við 249. gr . almennra hegningarlaga með því að hafa í störfum sínum í sameiningu misnotað aðstöðu sína og valdið félaginu verulegri fjártjónshættu þegar þeir hafi látið það fjármagna efndir á samningum, sem endurupptökubeiðandi og ákærð i Karl gerðu 4. desember 2005 við systur þeirra Ingunni Wernersdóttur um sölu hennar á 14,6% hlutafjár í Milestone ehf., 28% hlutafjár í Leiftra Ltd. og 28% hlutafjár í Milestone Import Export Ltd., en þessi viðskipti hafi verið Milestone ehf. óviðkomandi. Hafi þeir í þessu skyni látið Milestone ehf. inna af h endi til Ingunnar nánar tilteknar greiðslur auk þess að skuldbinda félagið til að greiða Sjóvá - Almennum tryggingum hf. nánar tilgreinda fjárhæð vegna þátttöku þess félags í efndum samninganna. Hafi þetta verið gert í fullkominni óvissu um hvort, hvernig eð a hver myndi endurgreiða Milestone ehf. þetta fé, samtals 5.195.721.859 krónur, og án þess að endurheimt þess hafi verið tryggð með veði eða öðrum ráðstöfunum. 10. Í II. kafla ákæru voru endurupptökubeiðandi sem stjórnarmaður í Milestone ehf. og sömu meðákærð u ákærðir fyrir meiri háttar brot gegn lögum nr. 145/1994 með því að haf a ekki hagað nánar tilgreindum færslum í bókhaldi Milestone ehf. á nægilega skýran, öruggan og aðgengilegan hátt á grundvelli áreiðanlegra og fullnægjandi gagna og í samræmi við góða b ókhaldsvenju með þeim afleiðingum að bókhaldið hafi gefið ranga mynd af viðskiptum og notkun fjár. ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 2 7 /2022 - 3 - 11. Í III. kafla ákæru voru endurupptökubeiðandi sem stjórnarmaður í Milestone ehf. og sömu meðákærðu ákærðir fyrir meiri háttar brot gegn lögum nr. 3/2006 með þ ví að hafa í störfum sínum í sameiningu rangfært efnahagsreikninga, sem hafi verið hluti af ársreikningum félagsins og samstæðureikningum fyrir samstæðu Milestone ehf. fyrir árin 2006 og 2007, og hagað gerð þeirra þannig að reikningsskilin hafi ekki gefið glögga mynd í samræmi við settar reikningsskilareglur af rekstrarafkomu og eignabreytingum á þessum reikningsárum og efnahag í lok þeirra. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 17. desember 2014 í máli nr. S - 657/2013 12. Sýkna héraðsdóms af þeim sökum sem fyrrgreindir ákærðu í málinu voru bornir samkvæmt I. kafla ákærunnar var í fyrsta lagi á því byggð að ekki væri talið sannað að þeir hefðu misnotað aðstöðu sína hjá félaginu, svo sem áskilið er samkvæmt 249. gr. almennra hegningarlaga. Um rök fyrir þeirri niðurstöðu ví sað i héraðsdómur til þess að ekki yrði talið óeðlilegt að móðurfélagið Milestone ehf. hefði verið látið fjármagna kaupin af systur ákærðu Karls og endurupptökubeiðanda þegar litið væri til þess að félögin (Milestone ehf., Leiftri Ltd. og Milestone Import E xport Ltd) hefðu öll verið alfarið í þeirra eigu . Hefðu þeir sem stjórnarmenn og forstjóri félagsins haft heimild st ö ðu sinni samkvæmt til þess að ganga frá þessum viðskiptum og hefðu ákærði Karl og endurupptökubeiðandi haft heimild til að tilnefna síðar a ðra kaupendur að hlutunum. Hafnaði héraðsdómur á hinn bóginn skýringum endurupptökubeiðanda í skýrslutöku fyrir héraðsdómi um að hann hefði nánast ekkert komið nærri viðskiptunum nema að undirrita skjöl sem honum hefði verið sagt að undirrita. 13. Í öðru lagi var því jafnframt hafnað að ákærðu hefðu valdið Milestone ehf. verulegri fjártjónshættu með því að láta það fjármagna efndir samninganna. Var um það litið til þess að eigið fé félagsins verið 43,5 milljarðar í árslok 2006 og 84 milljarðar í árslok 2007. Í lok árs 2006 hefði Leiftri Ltd. átt 31,6% í Milestone ehf. og 44,6% í lok árs 2007. Taldi dómurinn að fjárhagsstaða Leiftra Ltd. og Milestone Import Export Ltd. þar af leiðandi hafa verið mjög sterka og samofna fjárhagsstöðu Milestone ehf. Hefðu skuldbindingar síðastnefndra tveggja félaga aðallega verið innbyrðis á milli þeirra en hafi að öðru leyti verið óverulegar. Þá segir í for s endum dómsins að ha fa og þar með að viðskipti þeirra á milli hefðu á endanum alltaf leitt til taps eða hagnaðar ákærðu, Karls og [endurupptökubeiðanda] Samkvæmt því var það niðurstaða héraðsdóms að fjártjónshæ tta Milestone ehf. hefði ekki verið veruleg á þeim tíma sem viðskiptin áttu sér stað . Hefði skilyrði umboðssvika samkvæmt 249. gr. almennra hegningarlaga því ekki verið fullnægt. Með vísan til framangreinds voru ákærðu sýknað i r af þeirri háttsemi sem þeim var gefin að sök samkvæmt I. kafla ákæru. 14. Í forsendum héraðsdóms fyrir sýknu endurupptökubeiðanda og meðákærðu, Karls og Guðmundar , af þeim sökum sem þeir voru bornir samkvæmt II. kafla ákæru, var vísað til þess að ekkert verið athugavert við þær færslur sem þar voru tilgreindar í ákæruliðum a, b og c í þessum kafla ákærunnar . Var þetta nánar útskýrt í forsendum dómsins. ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 2 7 /2022 - 4 - 15. Forsendur héraðsdóms fyrir sýknu endurupptökubeiðanda og meðákærðu, Karls og Guðmundar , af þeim sökum sem þeir voru bornir samkvæmt a - , b - og c - lið í III. kafla ákæru, voru að færa hefði átt þar tilgreindar kröfur sem eign i efnahagsreikningi Milestone ehf. svo sem ákærðu hefðu gert . Dómur Hæstaréttar 28. apríl 2016 í máli nr. 74/201 5 16. Í framhaldi af fyrrgreindum dómi h éraðsdóms skaut ríkissaksóknari málinu til Hæstaréttar 13. janúar 2015 af hálfu ákæruvaldsins og krafðist þess að ákærðu yrðu sakfelld fyrir þá háttsemi sem þeim væri gefin að sök í ákæru og þau dæmd til refsingar. Einnig var þess krafist að meðákærðu Þ , Margrét og Sigurþór yrðu svipt löggildingu til endurskoðunarstarfa. Meðákærði Karl k r afðist þess aðallega að málinu yrði vísað frá héraðsdómi að því er sig varðar en til vara að héraðsdómur y rði staðfestur. Endurupptökubeið andi krafðist aðallega staðfestingar héraðsdóms en til vara að sér yrði gerð vægasta refsing sem lög leyfðu. Meðákærði Guðmundur kafðist staðfestingar héraðsdóms. Meðákærða Þ , Margrét og Sigurþór kröfðust þess aðallega að héraðsdómur yrði staðfestur en til vara að kröfu um sviptingu réttinda yrði hafnað og viðurlög ákveðin svo væg sem lög leyfðu. 17. Í I. kafla dóms Hæstaréttar var leyst úr kröfu meðákærða Karls um frávísun málsins og henni hafnað með rökstuddum hætti. 18. Í II. kafla dómsins er vikið að skráningu og fleiri atriðum varðandi þau þrjú félög sem kom u við sögu í tengslum við sakargiftir í málinu, nánar tiltekið Milestone ehf., Milestone Import Export Ltd., sem skráð var í fyrirtækjaskrá Bresku Jómfrúareyja og Le i ftri Ltd. sem einnig var skráð þar . 19. Í III. kafla dómsins er í ítarlegu máli gerð grein fyrir gögnum málsins í 27 köflum, þar á meðal fundargerðum stjórnarfunda, ákvarðanatöku, samningum, millifærslum vegna umræddra viðskipta, tölvubréfasamskiptum og öðru sem rétturinn telur varpa ljósi á þau viðskipti sem ákært var fyrir. 20. Í IV. kafla dómsins er að finna forsendur Hæstaréttar fyrir niðurstöðu um þá háttsemi sem endurupptökubeiðandi og meðákærðu, Karl og Guðmundur , voru ákærðir fyrir í I. kafla ákæru sem varðaði sem fyrr segir umboðssvik samkvæ mt 249. gr. almennra hegningarlaga. Kemur þar meðal annar s fram, að því er varðar endurupptökubeiðanda, að leggja verði mat á sakargiftir á hendur honum samkvæmt I. kafla ákærunnar með tilliti til þess hvort hann hafi verið hlutdeildarmaður í ætluðum brotu m annarra gegn 249. gr. almennra hegningarlaga, sbr. 1. mgr. 22. gr. laganna, en til þess sé unnt að taka afstöðu samkvæmt 1. mgr. 180. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, enda hafi vörnum hans ekki verið áfátt að þessu leyti. Voru þeir sakfelldir fy rir þá háttsemi , en endurupptökubeiðandi fyrir hlutdeild í broti gegn 249. gr. almennra hegningarlaga . 21. Um forsendur fyrir þeirri niðurstöðu vísað i Hæstiréttur í fyrsta lagi til þess að ekki yrði fallist á þá niðurstöðu héraðsdóms að þýðingu gæti haft þótt fyrrgreind félög hefðu öll verið í eigu ákærða Karls og endurupptökubeiðanda eftir viðskiptin við systur þeirra . Um það vísað i rétturinn til þess að einkahlutafélög væru eftir ákvæðum laga um þau nr. 138/1994 sjálfstæðar persónur að lögum. Þótt slík félög lúti forræði hluthafa, sem hefðu hagsmuni af hlutafjáreign sinni og réttindum sem hún veitti, sneru fjárhagslegir hagsmunir slíkra félaga síst mi nna að lánardrottnum þess og hvílir sú ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 2 7 /2022 - 5 - meginskylda á slíku félagi að haga ráðstöfunum sínum á þann veg að hagsmunir lánardrottna séu virtir og afla ekki hluthöfum ótilhlýðilegra hagsmuna á kostnað félagsins, sbr. 1. mgr. 51. gr. laganna . Yrði af þessum sö kum við mat á því, hvort menn sem eru í aðstöðu til að ráða gerðum einkahlutafélags hefðu misnotað þá aðstöðu þannig að varði við 249. gr. almennra hegningarlaga, að horfa til hagsmuna félagsins sem sjálfstæðrar einingar og þar með einnig lánardrottna þes s, en ekki að samsama félagið við hluthafa í því svo sem gert var í forsendum héraðsdóms . Þá vísað i rétturinn til þess að ákærðu Karl og Guðmundur hefðu haft prókúruumboð fyrir Milestone ehf. og hefðu þar með haft aðstöðu til þess að standa að gerð umræddra samninga auk þess sem Guðmundur hefð i vegna starfs síns haft umboð til ráðstafana í nafni félagsins eftir ákvæðum 2. mgr. 44. gr. laga nr. 138/1994. 22. Í öðru lagi er í forsendum dóms Hæs taréttar rakið efni þeirra samninga sem höfðu í för með sér yfirfærslu eignarréttar umrædda hluta í Milestone ehf., Leiftra Ltd. og Milestone Import Export Ltd. til ákærðu Karls og endurupptökubeiðanda . Nánar tiltekið hefði þar verið um að ræða fjóra samni nga 4. desember 2005 um kauprétt ákærðu að hlutum í Milestone ehf., Leiftra Ltd. og Milestone Import Export Ltd. en sölurétt systur þeirra að sömu hlutum. Hefðu þessir samningar sjálfkrafa orðið kaupsamningar um hlutabréfin er réttur samkvæmt þeim var nýtt ur en hljóðan sinni samkvæmt hefðu þeir engar skuldbindingar lagt á Milestone ehf. heldur eingöngu á ákærða Karl og endurupptökubeiðanda . Þrátt fyrir að heimilt hafi verið samkvæmt efni samninganna að tilgreina aðra kaupendur að bréfunum lægju engin gögn f yrir í málinu um að framsal á samningunum til annarra aðila hefði átt sér stað . Vísað i fjármunaréttar [væri] ekki unnt að líta svo á að þessi heimild ákærðu Karls og [endurupptökubeiðanda hafi getað] staðið lengur en til þess tímamarks, sem kaupsamningur taldist kaup - og söluréttarsamningunum, þótt þeim hafi verið heimilt að framselja þá samninga síðar ef þeir vildu . Engin gögn hefðu á hinn bóginn legið fyrir um slíkt framsal svo sem fyrr greinir. Í forsendum dómsins er ítarlega rakið að á öllum stigum eftir gerð framangreindra samninga hefði verið mjög á reiki hvernig eignarhaldi bréfanna skyldi háttað en af gögnum málsins yrði ráðið að það hefði fyrst verið 23. og 24. október 2007, eftir að skylda til greiðslu kaupverðs hafði þegar verið efnd af Milestone ehf. að nær öllu leyti, sem sá kost u r hafi komið upp að Leiftri Ltd. yrði kaupandi bréfanna. Taldi rétturinn útilokað að líta svo á að ákæ rðu Karl og endurupptökubeiðandi samningunum 4. desember 2005 til að flytja réttindi sín og skyldur vegna kaupanna yfir á eitthvert yrr greinir heimilt að gera. Yrði samkvæmt því að líta svo á að skyldan til að greiða kaupverðið samkvæmt kaupsamningunum hefði aldrei hvílt á Milestone ehf. Yrði því að líta svo á að ákærðu Karl og Guðmundur hefðu misnotað aðstöðu sína hjá Milestone ehf. með því að láta félagið greiða þetta kaupverð og notið í því efni liðsinnis endurupptökubeiðanda , sem í hlutverki stjórnarmanns í félaginu hafi ekki getað dulist hvernig staðið var að verki en hafi engu að síður látið það viðgangast. 23. Í þriðja lagi vísað i H æstiréttur til þess að með greiðslum Milestone ehf. , vegna kaupa á umræddum hlutum, til systur ákærða Karls og endurupptökubeiðanda hefði félagið samkvæmt almennum reglum fjármunaréttar ekki eignast kröfu á hendur henni. Hafi f élagið með greiðslunum ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 2 7 /2022 - 6 - til hennar og yfirtöku nánar tilgreindrar skuldbindingar við Sjóvá - Almennar tryggingar hf., sem hefði gengist undir skuld sömu fjárhæðar við systur þeirra, án skyldu , vísvitandi og án mistaka verið látið efna gagnkvæma samninga annar ra við hana . Þá samninga hafi hún efnt að fullu fyrir sitt leyti. Hefði Milestone ehf. með þessu verið sett í verulega hættu á fjártjóni vegna útborgunar úr sjóðum þess og skuldbindingar við síðastnefnt tryggingarfélag sem það hefði verið látið taka á sig, án þess að hafa að lögum eignast af því tilefni kröfu á hendur öðrum. Af gögnum málsins yrði ráðið að það hafi fyrst 23. maí 2007 verið gerð skilríki fyrir kröfu Milestone ehf. á hendur Milestone Import Export Ltd. með fjárhæð sem hafi svarað til tólf mán aðarlegra greiðslna árið 2006 og skuldbindingar við fyrrgreint tryggingarfélag . Þá hafi við húsleit hjá endurskoðunarfélagi fyrst fundist lánssamningur, sem ekki hafi fundist annars staðar, milli Milestone ehf. og Milestone Import Export Ltd. um lán til sí ðarnefnda félagsins vegna greiðsl n a sem fóru fram á árinu 2007. Hafi skjal þetta verið undirritað af Guðmundi , fyrir hönd Milestone ehf., en það hafi verið óundirritað af hálfu lántakans. Án tillits til þess annmarka taldi Hæstiréttur að þegar ætluð kröfuréttindi samkvæmt þessum tveimur lánssamningum á hendur Milestone Import Export ehf. væru nánar skoðuð með tilliti til gagna málsins væru þau Um rök fyrir því er í forsendum dómsins einkum vísað til þess að s íðastnefnt félag hefði verið félag með takmarkaðri ábyrgð sem hefði aðsetur á Bresku Jó m frúareyjum og hlutafé þess hefði verið að nafnvirði 1.000 bandaríkjadalir . Í öðru lagi hefði eigið fé þessa félags verið að öllu leyti háð tilvist kröfu þess á hendur L eiftra Ltd. Í ársreikningi síðastnefnds félags fyrir árið 2006 hefði hins vegar ekki verið gert ráð fyrir neinni skuld við Milestone Import Export Ltd. en á hinn bóginn hefði í rekstrarreikningi verið færðar til tekna 75.028.000 evrur vegna afskriftar ótil greindra krafna á hendur Leiftra Ltd. Þá hefði í tvennum drögum að ársreikningi Leiftra Ltd. fyrir árið 2007 einskis verið getið um að félagið stæði í skuld við Milestone Import Export Ltd. Loks hafi nánar tilgreind gögn sem lágu fyrir í málinu borið með s ér ráðagerðir um að láta kröfu Milestone Import Export Ltd. á hendur Leiftra Ltd. falla niður án greiðslu á nánar tilgreindan hátt. Taldi Hæstiréttur þegar framangreint væri virt í heild , væri óhjákvæmilegt að líta svo á að kröfuréttindi Milestone ehf. á hendur Milestone Import Export ehf. samkvæmt fyrrgreindum samningum hefðu verið orðin tóm og því einskis virði . Taldi rétturinn að með því að hafa búið á þennan hátt um réttindi Milestone ehf. vegna umræddra greiðslna félagsins hefði ekki aðeins verið sköpuð augljós og stórfelld hætta á fjártjóni félagsins heldur hefði sú hætta að auki orðið að veruleika með því að Milestone Import Export Ltd. var tekið til gjaldþrotaskipta 11. apríl 2011. Taldi rétturinn að framangreint hefði ekki getað dulist en durupptökubeiðanda og ákærð u Karli og Guðmundi og voru þeir Karl og Guðmundur því sakfelldir fyrir umboðssvik samkvæmt 249. gr. almennra hegningarlaga, en endurupptökubeiðandi fyrir hlutdeild í þeim. Voru sakir þeirra metnar mjög miklar í skilningi niðurla gsorða 249. gr. almennra hegningarlaga. 24. Í V. kafla dómsins er að finna forsendur Hæstaréttar fyrir niðurstöðu um þá háttsemi sem endurupptökubeiðandi og meðákærðu, Karl og Guðmundur , voru ákærðir fyrir í II. kafla ákæru um brot á lögum nr. 145/1994, sbr., 2. mgr., sbr. 3. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga. Um þetta segir í forsendum dómsins: Um sakargiftir í II. kafla ákæru er til þess að líta að samkvæmt 1. mgr. 44. gr. laga nr. 138/1994 ber stjórn einkahlutafélags að sjá til þess að skipulag félagsins og starfsemi sé ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 2 7 /2022 - 7 - jafnan í réttu og góðu horfi. Í 3. mgr. sömu lagagreinar er mælt svo fyrir að stjórn einkahlutafélags skuli annast um að nægilegt eftirlit sé haft með bókhaldi og meðferð fjármuna þess. Sé ráðinn framkvæmdastjóri skal hann sjá um að bókhald félagsins sé fært í samræmi við lög og venjur. Sakargiftum samkvæmt þessum kafla ákæru er þannig réttilega beint að ákærðu Karli og [endurupptökubeiðanda] sem stjórnarmönnum í Milestone ehf. og Guðmun di sem framkvæmdastjóra félagsins, þótt hann hafi frá 1. september 2006 borið starfsheitið forstjóri. 25. Því næst víkur Hæstiréttur að færslum í bókhaldi Milestone ehf. á 24 greiðslum sem félagið innti af hendi til systur ákærða Karls og endurupptökubeiðanda , skuldbindingu sem það gekkst undir gagnvart fyrrgreindu tryggingarfélagi og því hvaða fylgiskjöl lágu fyrir í bókhaldsgögnum Milestone ehf. vegna greiðslna nna . Taldi rétturinn færslurnar í bókhaldi félagsins á þessum grunni í andstöðu við 1. mgr. 6. gr. og 1. mgr., sbr. 2. mgr. 8. gr. laga nr. 145/1994. Að því búnu segir í dómi Hæstaréttar: Því hefur einnig verið lýst hér áður hvernig staðið var að því að færa umræddar greiðslu r til IW og skuldbindingu í tengslum við hana fyrst í stað sem eign á biðreikningi í bókhaldi Milestone ehf., en síðan að flytja fjárhæð, sem þannig hafði safnast upp á biðreikningnum, í tveimur áföngum yfir á annan bókhaldsreikning sem eign félagsins vegn a útlána, annars vegar miðað við árslok 2006 og hins vegar lok ársins 2007. Fylgiskjöl í bókhaldi félagsins að baki þessum tveimur færslum milli biðreiknings og reiknings vegna útlána voru alls ófullnægjandi, enda báru þau á engan hátt með sér hvert hafi v erið tilefni færslu né að fyrir hendi væri nokkurt útlán eða viðskipti. Þessar færslur voru því í andstöðu við 1. mgr. 6. gr. og 1. mgr., sbr. 2. og 3. mgr. 8. gr. laga nr. 145/1994. Framangreind háttsemi, sem ákærðu Karl, [endurupptökubeiðandi] og Guðmund ur báru ábyrgð á, var í senn brot gegn 3. tölulið 1. mgr. 37. gr. og 2. tölulið 1. mgr. 38. gr. laga nr. 145/1994 og telst hún þannig meiri háttar brot gegn þeim lögum, sem varðar refsingu samkvæmt 2. og 3. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga. Verða þessi r ákærðu því sakfelldir samkvæmt II. kafla ákæru. 26. Í VI. kafla dómsins er að finna forsendur Hæstaréttar fyrir niðurstöðu um þ á háttsemi sem endurupptökubeiðandi og meðákærðu, Karl og Guðmundur , voru ákærðir fyrir í III. kafla ákæru um brot á lögum nr. 3/20 06, sbr. 2. mgr., sbr. 3. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga. Um þetta tekur Hæstiréttur meðal annars fram að því er varðar ársreikning fyrir samstæðu Milestone ehf. fyrir árið 2006 samkvæmt a - lið þessa kafla ákærunnar: Eins og þegar hefur komið fram í ú rlausn um sakargiftir samkvæmt I. kafla ákæru átti Milestone ehf. aldrei nokkra kröfu á hendur IW vegna greiðslna til hennar eða skuldbindinga, sem félagið var látið taka á sig vegna efnda á samningunum fjórum frá 4. desember 2005 um kaup á hlutabréfum hennar. Var því með öllu haldlaust að telja slíka kröfu að fjárhæð 2.733.326.804 krónur meðal eigna Milestone ehf. í efnahagsreikningi 31. desember 2006. Á þeim tíma gat Milestone ehf. heldur ekki talist eiga kröfu þessarar fjárhæðar á hendur Milestone Import Export Ltd., þegar af þeirri ástæðu að undirritaður ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 2 7 /2022 - 8 - samningur um lán fyrrnefnda félagsins á þess ari fjárhæð til þess síðarnefnda, sem hefði verið eini hugsanlegi grundvöllurinn fyrir færslu slíkrar kröfu á efnahagsreikningnum, lá ekki fyrir fyrr en 23. maí 2007, þremur mánuðum eftir undirritun ársreikningsins. Efnahagsreikningurinn, sem miðaðist við 31. desember 2006, var af þessum sökum rangfærður að þessu leyti. 27. Sakargiftir samkvæmt b - lið þessa kafla ákæru sneru að því að 2.733.326.804 krónur hefðu aftur verið talin meðal eigna Milestone ehf. á efnahagsreikningi 31. desember 2007, sem hafi verið hlu ti ársreikninga móðurfélagsins og þar með samstæðunnar fyrir það ár. Um þetta segir í forsendum dóms Hæst aréttar : Fyrir liggur að þegar þessi reikningsskil voru gerð var í bókhaldi Milestone ehf. færð til eignar krafa á hendur Milestone Import Export Ltd. að fjárhæð 2.733.326.804 krónur, sem var sögð styðjast við lánssamning milli félaganna dagsettan 30. desember 2006. Að baki þeirri kröfu bjó hvorki raunverulegt peningalán milli félaganna né viðskipti þeirra. Í úrlausn um sakargiftir samkvæmt I. kafla ákær u var hér að framan komist að þeirri niðurstöðu að krafa samkvæmt þessum lánssamningi hafi verið Milestone ehf. einskis virði. Á það sama við hér og var efnahagsreikningur félagsins, sem miðaðist við 31. desember 2007, því rangfærður að þessu leyti. 28. Um c - l ið III. hluta ákærunnar sagði Hæstiréttur orðrétt: Í c. lið III. kafla ákæru eru sem fyrr segir einnig bornar sakir á ákærðu Karl, [endurupptökubeiðanda] og Guðmund í tengslum við sama efnahagsreikning, sem var hluti af ársreikningi Milestone ehf. fyrir ár ið 2007, en í þessu tilviki fyrir að færa þar til eignar 2.462.395.055 krónur vegna kröfu á hendur Milestone Import Export Ltd., sem hafi myndast á því ári. Byggja verður á því að sú fjárhæð hafi verið innifalin í áðurgreindri heildarfjárhæð vegna útlána M ilestone ehf. í efnahagsreikningnum, bæði fyrir móðurfélagið og samstæðuna. Að baki þessari kröfu í bókhaldi Milestone ehf. bjó ekkert raunverulegt peningalán, viðskipti milli félaganna eða undirritaður lánssamningur. Þegar af þessum ástæðum var færsla um þessa eign í efnahagsreikningnum haldlaus og hann því rangfærður að þessu leyti. 29. Komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að á þessum rangfærslum í ársreikningum Milestone ehf. hefðu ákærðu Karl, Guðmundur og endurupptökubeiðandi borið refsiábyrgð eftir upphafsorðum 2. mgr. 121. gr. og 1. mgr. 122. gr. laga nr. 3/2006. Voru þeir því sakfelldir fyrir þá háttsemi, sem þeim var gefin að sök í III. kafla ákæru, en þó að því gættu að ekki lá fyrir að þeir hefðu undirritað ársreikninga fyrir M ilestone ehf. sem móðurfélag vegna áranna 2006 og 2007. Kær ur Karls Wernerssonar, Margrétar Guðjónsdóttir og Sigurþórs Charles Guðmundssonar til Mannréttindadómstóls Evrópu og sáttir í kjölfarið 30. Meðákærði Karl Wernersson sendi kæru til Man n réttindadómstóls Evrópu 18. október 2016 og byggði á því að málsmeðferð fyrir íslenskum dómstólum hefði brotið gegn 1. mgr. 6. gr. og b - lið 3. ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 2 7 /2022 - 9 - mgr. 6. gr. og 2. gr. 7. samningsviðauka m annréttindasáttmála Evrópu. Margrét Guðjónsdóttir og Sigurþór Charles G uðmundsson , sem einnig voru sakfelld í sama máli , gerðu hið sama . 31. Með sátt Karls og íslenska ríkisins fyrir Mannréttindadómstól Evrópu 27. október 2020 viðurkenndi íslenska ríkið að brotið hefði verið gegn réttindum Karls samkvæmt 1. mgr. 6. gr. mannréttin dasáttmálans við meðferð málsins fyrir Hæstarétti. Íslenska ríkið lýsti því einnig yfir að Karl gæti óskað eftir endurupptöku sakamálsins í samræmi við ákvæði laga nr. 88/2008. Með ákvörðun m annréttindadómstóls ins 4. mars 2021 var staðfest að efni sáttarinnar væri í samræmi við inntak þeirra réttinda sem í mannréttindasáttmálanum felast. Mannréttindadómstóll inn staðfesti sátt milli Sigurþórs og Margrétar og íslenska ríkisins 2. febrúar 2021. Þessir aðilar, sem allir voru sakfelldir ásamt endurupptökubeiðanda með dómi Hæstaréttar í máli nr. 74/2015, fóru fram á endurupptöku á dómi Hæstaréttar og féllst Endurupptökudóm ur á beiðnirnar eins og að neðan greinir , hvað þessa aðila varðaði. Úrskurðir Endurupptökudóms 30. des ember 2021 í málum nr. 20/2021, 29/2021 og 30/2021 Með úrskurðum Endurupptökudóms 30. desember 2021 í málum Karls Wernerssonar nr. 20/2021, Margrétar Guðjónsdóttur nr. 29/2021 og Sigurþórs Charles Guðmundssonar nr. 30/2021 var fallist á beiðni r þeirra allra . Úrskurður Endurupptökudóms 30. desember 2021 í máli nr. 20/2021 (Karl Wernersson) 32. Karl Wernersson, sem fékk mál sitt endurupptekið, að því er hann varðaði, með úrskurði Endurupptökudóms nr. 20/2021, var ákærður fyrir sömu sakir og endurupptökubeiðan di samkvæmt I. - III. kafla ákæru eins og áður greinir. Í niðurstöðu úrskurðarins eru rakin ákvæði 1. mgr. 111. gr. og 1. mgr. 112. gr. laga nr. 88/2008 um reglu sakamálaréttarfars um milliliðalausa málsmeðferð. Væri reglunni ætlað að tryggja ákærða réttláta málsmeðferð fyrir dómi í skilningi 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. og 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu um sama efni, sbr. lög nr. 62/1994. Einnig var vísað til réttarframkvæmdar Hæstaréttar, m eðal annars ákvörðunar réttarins um endurupp töku á máli Sigurþórs Arnarssonar í kjölfar dóms Mannréttindadómstóls Evrópu. Taldi dómurinn að líta bæri svo á að brot gegn reglunni um milliliðalausa málsmeðferð fæli í sér verulegan galla á meðferð sakamáls í skilningi d - liðar 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008. Þá segir orðrétt í úrskurðinum: 17. að brotið hafi verið gegn rétti endurupptökubeiðanda til réttlátrar málsmeðferðar samkvæmt 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Í sáttinni er vísað sérstaklega til máls Styrmis Þórs Bragasonar gegn Íslandi þar sem dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að brotið hafi verið gegn reglunni um milliliðalausa málsmeðferð. Er þar jafnframt vísað til þess að e ndurupptökubeiðandi muni eiga kost á að óska eftir endurupptöku á máli nr. 74/2015 sem dæmt var í Hæstarétti 28. apríl 2016. Þá telur ríkissaksóknari, sem fer með lögbundið fyrirsvar vegna beiðna um endurupptöku sakamála samkvæmt XXXV. kafla laga nr. 88/20 08, sterk rök mæla með endurupptöku málsins. ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 2 7 /2022 - 10 - 18. Í ljósi framangreinds verður að líta svo á að ágreiningslaust sé að sömu sjónarmið og lágu til grundvallar niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu í máli Styrmis Þórs Bragasonar um brot gegn 1. mgr. 6. gr. ma nnréttindasáttmálans eigi við um meðferð máls endurupptökubeiðanda fyrir Hæstarétti. Í því felst meðal annars að leggja verður til grundvallar að óumdeilt sé að Hæstiréttur hafi í máli hans lagt nýtt og víðtækara mat á staðreyndir málsins, meðal annars á g rundvelli endurrita munnlegra skýrslna sem gefnar voru fyrir héraðsdómi. Með vísan til þeirrar meginreglu sakamálaréttarfars að sönnunarbyrði um sekt ákærðu hvíli á ákæruvaldinu og að allan vafa um sök hans beri að meta honum í hag, sbr. 108. gr. laga nr. 88/2008 og 2. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar, þykir rétt með hliðsjón af framangreindu og eins og atvikum máls er háttað, að leggja til grundvallar að verulegir gallar hafi verið á meðferð máls endurupptökubeiðanda fyrir Hæstarétti í máli nr. 74/2015 sem hafi haft áhrif á niðurstöðu þess. Samkvæmt því verður fallist á beiðni endurupptökubeiðanda um að málið verði endurupptekið fyrir Hæstarétti, hvað hann varðar, á grundvelli d - liðar 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008. 33. Margrét Guðjónsdóttir og Sigurþór Charl es Guðmundsson, sem einnig gerðu sátt við íslenska ríkið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu, fengu mál sín endurupptekin með úrskurðum í málum nr. 29/2021 og 30/2021 með sama rökstuðningi . Dómur Hæstaréttar 5. október 2022 í máli nr. 7/2022 (endurupptekið má l Styrmis Þórs Bragasonar) 34. Með úrskurði Endurupptökudóms 30. desember 2021 í máli nr. 26/2021 var fallist á beiðni Styrmis Þórs Bragasonar um endurupptöku á máli nr. 135/2013 sem dæmt var í Hæstarétti 31. október 2013 en málið skyldi endurupptekið fyrir Hæ starétti. Niðurstaðan byggðist á því að verulegur galli hefði verið á meðferð máls endurupptökubeiðanda fyrir Hæstarétti og var einkum vísað til dóms Mannréttindadómstóls Evrópu í máli Styrmis Þórs Bragasonar gegn Íslandi 16. júlí 2019 nr. 36292/14 um að b rotið hefði verið gegn reglunni um milliliðalausa sönnunarfærslu. 35. Með dómi Hæstaréttar 5. október 2022 í máli nr. 7/2022 var enduruppteknu máli Styrmis vísað frá Hæstarétti. Í dóminum var rakið að með lögum nr. 49/2016 hafi verið felld úr gildi heimild fy rir Hæstarétt til að ákveða að munnleg sönnunarfærsla færi fram fyrir réttinum. Með lögum nr. 47/2020, sem komið hefðu Endurupptökudómi á fót, hefði verið lögfest heimild fyrir Endurupptökudóm til að ákveða að máli sem dæmt hefði verið í Hæstarétti yrði ví sað til meðferðar og dómsuppsögu að nýju í Landsrétti. Gæti munnleg sönnunarfærsla ekki farið fram fyrir Hæstarétti eftir gildistöku laga nr. 47/2020. Taldi Hæstiréttur að Endurupptökudómi hefði að réttu lagi borið, miðað við þær ástæður sem dómurinn lagði til grundvallar endurupptöku málsins, að nýta þá heimild sem hann hefði samkvæmt 2. málsl ið 1. mgr. 232. gr. laga nr. 88/2008 til að vísa málinu til meðferðar og dómsuppsögu að nýju í Landsrétti. Þar sem málið hefði verið endurupptekið af þeirri ástæðu að meðferð þess fyrir Hæstarétti hefði verið í ósamræmi við regluna um milliliðalausa sönnunarfærslu yrði ekki úr því bætt nema með því að leiða endurupptökubeiðanda og vitni fyrir dóm til skýrslugjafar. Hæstiréttur gæti ekki bætt úr þessu og hefði hann held ur ekki að lögum heimild til að hnekkja að þessu leyti niðurstöðu Endurupptökudóms eða vísa málinu til meðferðar ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 2 7 /2022 - 11 - hjá Landsrétti. Því væri óhjákvæmilegt að vísa málinu sjálfkrafa frá Hæstarétti enda þjónaði meðferð þess fyrir réttinum fyrirsjáanlega engum t ilgangi. Úrskurður Endurupptökudóms 31. október 2022 í máli nr. 15/2022 36. Með úrskurði Endurupptökudóms 31. október 2022 í máli nr. 15/2022 var fallist á að mál nr. 842/2014, sem dæmt var í Hæstarétti 4. febrúar 2016, skyldi endurupptekið fyrir Hæstarétti. Í úrskurðinum kemur fram að það falli undir Endurupptökudóm, sem sé sérdómstóll, að taka afstöðu til þess hvort mál sem dæmd hafa verið í Hæstarétti og fallist sé á endurupptöku á eigi með réttu að sæta endurupptöku hjá Hæstarétti samkvæmt meginreglu 1. mál sl iðar 1. mgr. 232. gr. laga um nr. 88/2008 eða hvort beita eigi undantekningunni um að þau séu endurupptekin hjá Landsrétti. Í úrskurði Endurupptökudóms var bent á að við túlkun ákvæðisins væri meðal annars til þess að líta að samkvæmt 59. gr. stjórnarskr árinnar væri skipan dómsvaldsins ekki ákveðin nema með lögum en ákvæðið næði ekki aðeins til þess að þessum stofnunum væri komið á fót með lögum heldur einnig að þar væri mælt fyrir um málsmeðferðina. Sama leiddi af 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evró pu, sbr. lög nr. 62/1994. Af þessu leiddi eðli máls samkvæmt, sem og því að um undantekningarreglu væri að ræða, að við skýringu ákvæðisins yrði orðum þess ekki léð rýmri merking en fælist í bókstaflegum skilningi þess. Lagði dómurinn til grundvallar að he fðbundin orðskýring sýndist fela það í sér að einungis væri heimilt að notast við þetta heimildarákvæði við þær aðstæður að mál hefði áður sætt meðferð og dómsuppsögu í Landsrétti og að það gæti þar með ekki átt við um endurupptöku mála sem hefðu verið dæm d í Hæstarétti án þess að hafa áður fengið meðferð fyrir Landsrétti. Af lögskýringargögnum yrði ekki ráðið að til hafi staðið að ákvæðið gæti átt við þegar mál hefði ekki áður sætt meðferð og dómsuppsögu í Landsrétti. Að teknu tilliti til alls þessa lagði dómurinn þá skýringu til grundvallar að ekki væri heimilt að vísa máli til meðferðar og dómsuppsögu í Landsrétti sem ekki hefði áður fengið meðferð þar heldur yrði að beita meginreglunni um að endurupptekið mál væri tekið fyrir á ný fyrir sama dómstól og d æmt hefði í málinu. Dómur Hæstaréttar 9. nóvember 2022 í máli nr. 8/2022 (endurupptekið mál Karls Wernerssonar, Margrétar Guðjónsdóttur og Sigurþórs Charles Guðmundssonar ) 37. Með dómi Hæstaréttar 9. nóvember 2022 í máli nr. 8/2022 vísaði rétturinn frá dómi má li Karls Wernerssonar, Margrétar Guðjónsdóttur og Sigurþórs Charles Guðmundssonar en þau höfðu með úrskurðum Endurupptökudóms 30. desember 2022 í málum nr. 20/2021, 29/2021 og 30/2021 fengið hæstaréttarmál nr. 74/2015 endurupptekið að því er þau varðaði. Í forsendum dóms Hæstaréttar kemur fram að Höfðu Karl, Margrét og Sigurþór öll krafist þess að málinu yrði vísað frá dóm i en til vara að dómur héraðsdóms yrði staðfestur. Ákæruvaldið krafðist jafnframt frávísunar málsins. Niðurstaðan var því með sama hætti og í fyrrgreindum dómi Hæstaréttar í máli nr. 7/2022 ( mál Styrmis Þórs Bragasonar ) . Frumvarp til laga um breytingu á lö gum nr. 88/2008 (málsmeðferð hjá Endurupptökudómi) ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 2 7 /2022 - 12 - 38. Hinn 14. nóvember 2022 lagði dómsmálaráðherra fram frumvarp á Alþingi um breytingu á lögum nr. 88/2008 (málsmeðferð hjá Endurupptökudómi). Í greinargerð með frumvarpinu kom fram að nauðsynlegt væri að breg ðast við niðurstöðu Endurupptökudóms í fyrrgreindu máli nr. 15/2022 um að dómurinn hefði ekki heimild til að vísa málum sem dæmd hafa verið í Hæstarétti til endurtekinnar málsmeðferðar í Landsrétti þrátt fyrir að Hæstiréttur teldi þá heimild vera fyrir hen di. Því væri ekki hjá því komist að gera breytingar á lögum um meðferð sakamála og veita Endurupptökudómi slíka heimild. Ef ekki yrði við brugðist með lagasetningu væri ljóst að mál sem dæmd hefðu verið í Hæstarétti fyrir tilkomu Landsréttar og Endurupptök udómur teldi að uppfylltu skilyrði til endurupptöku, sökum þess að brotið hefði verið gegn reglunni um milliliðalau sa sönnunarfærslu, fengju ekki endurtekna málsmeðferð fyrir dómi eins og endurupptökubeiðendur ættu rétt á. Því væri lagt til að gera breytin gar á lögum um meðferð sakamála og gefa þeim sem fengju mál sitt endurupptekið tækifæri til að láta munnleg a sönnunarfærslu fara fram í málum sínum á áfrýjunarstigi. 39. Framangreint frumvarp var ð að lögum nr. 15/2023 um breytingu á lögum nr. 88/2008, sem tóku gildi 4. apríl 2023. Við lögin bættist nýtt ákvæði til bráðabirgða, sem er svohljóðandi: Ef Endurupptökudómur telur að mál sem dæmt hefur verið í Hæstarétti fyrir 1. janúar 2018 uppfylli ski lyrði til endurupptöku skv. 232. gr. er dóminum heimilt að vísa málinu til meðferðar og dómsuppsögu í Landsrétti. Ákvæði þetta tekur til mála sem Endurupptökudómur hefur ekki úrskurðað um, þ.m.t. mála sem eru þar til meðferðar. Rökstuðningur málsaðila Rök stuðningur endurupptökubeiðanda 40. Endurupptökubeiðandi vísar til 232. gr. laga nr. 88/2008, sbr. 228. gr. laganna , um heimild til endurupptöku málsins. 41. Endurupptökubeiðandi telur sig haf a verið ranglega sakfelld an eða sakfelldan fyrir mun meira brot en það sem hann á að hafa framið . F ram séu komin ný gögn og upplýsingar sem hefðu haft verulega þýðingu fyrir niðurstöðu málsins hefðu þau komið fram áður en dómur gekk, sbr. a - lið 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008. Þá telur hann að sönnunargögn sem færð hafi verið fram í máli hans hafi verið rangt metin svo að áhrif hafi haft á niðurstöðu þess, sbr. c - lið sömu málsgreinar. Að lokum telur hann að verulegir gallar hafi verið á meðferð málsins þannig að áhrif hafi haft á n iðurstöðu þess, sbr. d - lið sömu málsgreinar. 42. Í 70. gr. stjórnarskrárinnar sé öllum mönnum tryggður réttur til að fá úrlausn um réttindi sín og skyldur eða um ákæru á hendur sér með réttlátri málsmeðferð innan hæfilegs tíma fyrir óháðum og óhlutdrægum dómst óli. Náin tengsl séu á milli 70. gr. stjórnarskrárinnar og 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu sem birtist skýrlega í dómaframkvæmd. Í skýringum á 70. gr. stjórnarskrárinnar sé jafnvel vísað jöfnum höndum til þeirrar greinar og 6. gr. mannréttindasáttmálans . ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 2 7 /2022 - 13 - 43. Í fyrsta lagi byggir e ndurupptökubeiðandi á því að hann hafi lagt fram ný gögn og upplýsingar, sbr. a - lið 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 , sem skipt hefðu verulega miklu máli fyrir niðurstöðu málsins hefðu þau komið fram áður en dómur gekk. V ísar hann um þetta til sáttar Karls Wernerssonar við íslenska ríkið 27. október 2020 vegna dóms Hæstaréttar í máli nr. 74/2015. Með ákvörðun m annréttindadómstólsins 4. mars 2021 hafi mál Karls Wernerssonar verið fellt af málaskrá réttarins, sbr. 39. gr. mannréttinda sáttmálans . Þetta nýja gagn sýni glögglega fram á að íslenska ríkið hafi viðurkennt að brotið hafi verið gegn rétti endurupptökubeiðanda við meðferð hæstaréttarmálsins nr. 74/2015, nánar tiltekið til milliliðalausrar málsmeðferðar, þar sem ekki hafi verið hlýtt milliliðalaust á framburð ákærða og vitna áður en dómur var kveðinn upp og að Mannréttindadómstóll Evrópu hafi staðfest að efni sáttarinnar væri í samræmi við inntak þeirra réttinda sem í mannréttindasáttmálanum felast. Þrátt fyrir að sáttin hafi ver ið gerð við Karl Wernersson hafi hún snúið að því að við málsmeðferð í hæstaréttarmáli nr. 74/2015 hafi verið brotið gegn rétti Karls . 44. Þá leggur endurupptökubeiðandi fram dóm Mannréttindadómstóls Evrópu í máli Styrmis Þórs Bragasonar gegn Íslandi , sem vís að ha fi verið til í framangreindri sátt. Í því máli hafi Hæstiréttur snúið við sýknudómi héraðsdóms í sakamáli án þess að kalla fyrir ákærða og þau vitni sem skiptu máli til að hlýða milliliðalaust á framburð þeirra áður en dómur var kveðinn upp. Hafi m ann réttindadómstóllinn talið að með þessu hefði íslenska ríkið brotið gegn réttindum kærandans samkvæmt 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmálans . Í því sambandi hafi sérstaklega verið áréttað að engu máli skipti þótt Hæstiréttur hefði haft aðgang að endurritum a f hinum munnlega framburði í máli kæranda fyrir héraðsdómi. Með framangreindri sátt við Karl Wernersson hafi íslenska ríkið viðurkennt að hafa brotið með sambærilegum hætti gegn réttindum Karls og þar af leiðandi endurupptökubeiðanda, þar sem um sé að ræða sama dóminn, sem dæmdur var í einu lagi í sama málinu með sömu rökum Hæstaréttar. 45. Í beiðni endurupptökubeiðanda segir að í lögskýringargögnum að baki frumvarpi til laga nr. 47/2020, um breytingu á lögum um dómstóla, lögum um meðferð einkamála og lögum um meðferð sakamála (Endurupptökudómur), sé tekið fram að túlka beri orðalag a - liðar 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 svo rúmt að það taki ekki eingöngu til sönnunargagna heldur geti það átt við úrlausnir alþjóðlegra dómstóla. Jafnframt komi fram að sé gerð sátt vegna þess að fyrir liggi dómur í sambærilegu máli geti sá dómur orðið grundvöllur fyrir beiðni um endurupptöku. 46. Þá bendir endurupptökubeiðandi á að sátt Karls Wernerssonar við íslenska ríkið hafi byggt á dómi m annréttindadómstólsins í máli Styrmis Þórs Bragasonar gegn Íslandi . Í tengslum við þá sátt hafi íslenska ríkið einnig lýst því yfir að Karl gæti sótt um endurupptöku samkvæmt ákvæðum laga nr. 88/2008 . Með hliðsjón af þessu og af ummælum í framangreindum lögskýringargögnum sé ljó st að skilyrði a - liðar 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 séu uppfyllt. Beri að fallast á kröfu um endurupptöku enda hefðu þessi nýju gögn og upplýsingar skipt verulegu máli hefðu þau komið fram áður en dómur gekk. 47. Í öðru lagi byggir endurupptökubeiðandi á því að sönnunargögn hafi verið rangt metin, sbr. c - lið 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 . Hann vísar til þess að í máli nu, sem krafist er endurupptöku á , ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 2 7 /2022 - 14 - hafi verið talið að utanumhald og skjalafrágangur hefði mátt vera betri hjá Milestone Import Export L td. og Leiftra Ltd. Auk þess hafi verið að finna ýmis drög og gögn um hugmyndir starfsmanna Milestone ehf. í tengslum við viðskiptin sem þó hafi ekki komið til framkvæmda. Hafi því legið fyrir í málinu gögn og upplýsingar sem hafi ekki endurspeglað það sem raunverulega hafi gerst. Hafi framburðir ákærðu og vitna um viðskiptin því skipt gríðarlegu máli til að komast að réttri niðurstöðu um málsatvik. 48. N iðurstaða sönnunarmats við meðferð málsins fyrir héraðsdómi hafi verið sú að endurupptökubeiðandi og meðákæ rðu hafi ekki gerst seki r um refsivert afbrot. Við meðferð málsins fyrir Hæstarétti hafi þeirri niðurstöðu hins vegar verið snúið við en ljóst sé að hún sé byggð á endurmati réttarins á framburðum ákærðu og vitna. Íslenska ríkið hafi nú ítrekað viðurkennt að það endurmat hafi falið í sér brot gegn 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmálans . Þessi viðurkenning íslenska ríkisins á því að brotið hafi verið gegn r eglunni um milliliðalausa málsmeðferð feli einnig í sér viðurkenningu á því að sönnunargögn málsins hafi verið metin rangt af hálfu Hæstarétt ar . Augljóst sé að þetta hafi haft áhrif á niðurstöðu málsins enda hafi Hæstiréttur snúið sýknudómi héraðsdóms í sa kfellingu. Því séu skilyrði c - liðar 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 uppfyllt. 49. Í þriðja lagi byggir endurupptökubeiðandi á því að verulegir gallar hafi verið á meðferð málsins, sbr. d - lið 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 . Hann telur að fyrrgreind sátt K arls feli í sér staðfestingu á því að verulegir gallar hafi verið á meðferð málsins fyrir Hæstarétti enda sé þar viðurkennt af hálfu ríkisins að brotið hafi verið á réttinum til réttlátrar málsmeðferðar samkvæmt 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmálans . Í þes su sambandi er vísað til þess að sterk tengsl séu á milli 6. gr. mannréttindasáttmálans og 70. gr. stjórnarskrárinnar. Þannig verði að leggja til grundvallar að viðurkenning íslenska ríkisins feli einnig í sér viðurkenningu á því að brotið hafi verið gegn rétti hans samkvæmt 70. gr. stjórnarskrárinnar. A ugljóst sé að þessir annmarkar hafi haft áhrif á niðurstöðu Hæstaréttar enda hafi breytt sönnunarmat leitt til þess að niðurstöðu héraðsdóms um sýknu hafi verið snúið í sakfellingu. Því séu skilyrði d - liðar 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 uppfyllt. 50. Í málatilbúnaði endurupptökubeiðanda við munnlegan málflutning fyrir E ndurupptökudómi kom fram að mál hans væri hið sama og endurupptekið mál meðákærða Karls enda hafi allir ákæruliðir snúið að meintri háttsemi s em unnin hafi verið í sameiningu. Í ákæru væri ekki greint á milli háttsemi endurupptökubeiðanda og annarra ákærðu. Hafi því ávallt verið um að ræða sömu sönnunarfærslu og málsmeðferð gagnvart öllum ákærðu. Á það hafi verið bent að í héraði hefði hann og m eðákærðu verið sýknaðir með sömu röksemdum. Þannig hafi öll ákærðu verið sýknuð, annað hvort eingöngu eða meðal annars á grundvelli framburða vitna. 51. Endurupptökubeiðandi kveður Hæstarétt hafa endurmetið gildi ofangreinds framburðar vitna og sakfellt sig og aðra meðákærðu án þess að taka skýrslu af neinu vitni að nýju. Ljóst sé að Hæstiréttur endurmeti frásagnir aðila og vitna í niðurstöðum sínum um sakfellingu endurupptökubeiðanda og annarra meðákærðu, líkt og íslenska ríkið hafi í raun viðurkennt í sáttarg erð sinni í máli Karls. Þannig bendir endurupptökubeiðandi á eftirfarandi texta úr dómi Hæstaréttar: ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 2 7 /2022 - 15 - Þegar framangreind atriði eru virt í heild er óhjákvæmilegt að líta svo á að í raun hafi kröfuréttindi Milestone ehf. á hendur Milestone Import Export Ltd. samkvæmt ætluðum lánssamningum dagsettum 30. desember 2006 og 31. desember 2007 verið orðin tóm og því einskis virði. Með því að búið var á þennan hátt um réttindi Milestone ehf. vegna greiðslna félagsins til IW og skuldbindinga þess í hennar þágu á tímab ilinu frá 6. janúar 2006 til 6. desember 2007 var ekki aðeins sköpuð augljós og stórfelld hætta á fjártjóni félagsins , heldur varð sú hætta að auki að veruleika með því að Milestone Import Export Ltd. var tekið til gjaldþrotaskipta 11. apríl 2011, en ekker t í málinu bendir til að þrotabú félagsins hafi getað eða muni nokkuð geta greitt upp í kröfu þrotabús Milestone ehf. af þessu tilefni. Í ljósi þess, sem að framan er rakið, verður að líta svo á að þetta hafi á engan hátt getað dulist ákærðu Guðmundi , Karl i og [endurupptökubeiðanda] . Í samræmi við þetta verða þeir sakfelldir fyrir þau brot, sem þeim eru gefin að sök í I. kafla ákæru , en ákærði Steingrímur þó fyrir hlutdeild í brotum ákærðu [endurupptökubeiðanda] og Karls. Sakir þeirra allra eru jafnframt mj ög miklar í skilningi niðurlagsorða 249. gr. almennra hegningarlaga [leturbr eyting endurup p tökubeiðanda]. 52. Þá var í munnlegum málflutningi fyrir Endurupptökudómi jafnframt vísað til neðangreinds texta í dómi héraðsdóms um sömu ákæruefni: Í öðru lagi er ákær ðu gefið að sök að hafa valdið félaginu verulegri fjártjónshættu með því að láta það fjármagna efndir samninganna. Við mat á þessu verður að líta til þess að eiginfjárstaða Milestone ehf. var mjög sterk á þessum tíma verður og að hafa í huga aðstæður á árunum 2005 til 2007 er viðskipti þessi áttu sér stað . Við fjármálahrunið haustið 2008 breyttust allar forsendur fyrir fjármálastarfsemi hér á landi sem og annars staðar. Það leiddi svo til gjaldþrots Milestone ehf. á árinu 2009 eins og rakið var. Samkvæmt öllu framansögðu er það niðurstaða dómsins að ósannað sé að ákærðu hafi gerst sekir um umboðssvik eins og þeim er gefið að sök í þessum kafla ákærunnar og verða þeir því sýknaðir [leturbr eyting endurup p tökubeiðanda]. 53. Endurupptökubei ðandi telur ljóst að Hæstiréttur hafi endurmetið vitnisburð i sem varði huglæga afstöðu hans til framangreinds. Hæstiréttur hafi í dómi sínum ekki vikið einu orði að framburði endurupptökubeiðanda, meðákærðu eða vitna en engu að síður fullyrt að brotin hafi verið framin . 54. Einnig vísaði endurupptökubeiðandi til þess að við mat á fjártjónshætt u bæri að horfa til vitundar eða vitneskju hins brotlega um að hann hafi valdið verulegri fjártjónshættu með ráðstöfun sinni. Með þessum hætti væri tekið mið af bæði tilteknu hlutrænu hættustigi og huglægum hættulíkum (í vitund hins brotlega). 55. Hvað varðar kröfu endurupptökubeiðanda um að málinu verði vísað til Hæstaréttar, yrði fallist á endurupptöku, lagði hann áherslu á að sú breyting, sem gerð hefði ver ið á lögum nr. 88/2008, með lögum nr. 15/2023 um heimild Endurupptökudóms til að vísa enduruppteknu máli, sem dæmt hefur verið í Hæstarétti fyrir 1. janúar 2018 , til Landsréttar gæti ekki átt við í tilviki hans. Myndi ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 2 7 /2022 - 16 - niðurstaða um að vísa málinu til Lands réttar fela í sér brot gegn jafnræði en um sama verknað væri að ræða og í tilviki meðákærðu . Rökstuðningur gagnaðila 56. Gagnaðili vísar til þess að Endurupptökudómur hafi fallist á endurupptöku á dómi Hæstaréttar í máli nr. 74/2015 á þætti þriggja hinna meðákærðu, Karls, Margrétar og Sigurþórs. Þau hafi öll verið sýknuð í héraði en sakfelld í Hæstarétti. Hafi dómur í máli þeirra þrig gja verið endurupptekinn þar sem brotið hafi verið gegn reglu 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu um milliliðalausa málsmeðferð fyrir Hæstarétti . Á það er bent að öll þrjú hafi gert sáttir við íslenska ríkið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu og vísað til niðurstöðu dómstólsins í máli Styrmis Þórs Bragasonar þar sem íslenska ríkið hefði verið talið brotlegt. Í sáttunum hafi falist að íslenska ríkið viðurkenndi brotin. 57. Gagnaðili bendir á að mál i framangreindra þriggja meðákærðu hafi að kröfu ákæruvalds ins verið vísað frá Hæstarétti 9. nóvember 2022 með dómi í máli nr. 8/2022. Hafi það verið gert með vísan til þess að máli Styrmis Þórs Bragasonar, sem endurupptekið var með sömu rökum skömmu áður með dómi Hæstaréttar í máli nr. 7/2022, hafi verið vísað fr á Hæstarétti 5. október 2022. Í dóminum hafi verið vísað til þess að ekki væri heimild til að láta skýrslutökur fara fram fyrir réttinum sem leiddi til þess að ekki yrði bætt úr fyrri málsmeðferðargalla í seinni meðferð málsins þar fyrir dómi og þar með þj ónaði frekari málsmeðferð þess fyrir Hæstarétti ekki frekari tilgangi. Hafi Endurupptökudómi borið að vísa málinu til Landsréttar sem hefði heimild til að taka skýrslur, sbr. 1. mgr. 232. gr. laga nr. 88/2008. Með úrskurði Endurupptökudóms í máli nr. 15/20 22 hafi mál verið lagt fyrir Hæstarétt en ekki Landsrétt, þrátt fyrir nefndan dóm Hæstaréttar og kröfu ákæruvaldsins. 58. Gagnaðili telur ekki efni til að fallast á beiðni endurupptökubeiðanda með vísan til þess að hvorki liggur fyrir að Mannréttindadómstóll Evrópu hafi talið að brotið hafi verið gegn rétti hans til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi né hafi íslenska ríkið viðurkennt brot gegn honum. Hafnar gagnaðili öllum rök semdum endurupptökubeiðanda enda geti þær ekki leitt til endurupptöku málsins. Gagnaðili telur augljóst að leggja beri málið fyrir Landsrétt verði fallist á beiðnina. 59. Í málflutningi gagnaðila fyrir E ndurupptökudómi kom fram að hann teldi sátt sem gerð var við meðákærðu Karl, Margréti og Sigurþór ganga lengra en dóm í máli Styrmis Þór s Bragasonar gegn Íslandi, þrátt fyrir að til hans væri vísað í sáttinni. Þannig myndi mannréttindadómstóllinn ekki stöðva sáttargerð sem gengi lengra en sá réttur sem fælist í mannréttindasáttmál a Evrópu. Ríkislögmaður hafi haft forræði á málinu en ekki á kæruvaldið og hafi það enga aðkomu átt að málunum áður en fyrrgreindar sáttir voru gerðar . Hafi sáttargerð ákveðna þýðingu samkvæmt 39. og 46. gr. mannréttindasáttmálans og þá verði ekki litið framhjá loforði íslenska ríkisins um endurupptöku máls á grundv elli sáttar. Þess sé hins vegar að gæta að sáttargerð hafi ekki fordæmisgildi með sama hætti og dómur mannréttindadómstólsins. Að mati gagnaðila verði Endurupptökudómur að meta það með hliðsjón af dómi mannréttindadómstólsins í máli Styrmis Þórs Bragasonar gegn Íslandi hvort brotið hafi verið á rétti endurupptökubeiðanda til milliliðalausrar málsmeðferðar fyrir dómi. Úrskurðir Endurupptökudóms í málum Karls Wernerssonar nr. 20/2021, Margrétar Guðjónsdóttur ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 2 7 /2022 - 17 - nr. 29/2021 og Sigurþórs Charles Guðmundssonar nr. 30/2021 geti ekki haft fordæmisgildi þar sem þeir byggi á sátt fyrir mannréttindadómstólnum en ekki efnislegu mati dómsins á því hvort brotið hafi verið gegn réttindum endurupptökubeiðenda. 60. Þá kom fram í munnlegum málflutningi að gagnaðili teldi sakfelling u í máli því sem krafist er endurupptöku á alfarið byggja á lagatúlkun en ekki endurmati á munnlegum framburði endurupptökubeiðanda eða vitna. Niðurstaðan byggi alfarið á skriflegum gögnum sem hafi legið fyrir í málinu . Andsvör endurupptökubeiðanda 61. Í andsv örum e ndurupptökubeiðand a 9 . febrúar 2023 bendir hann á að endurupptökubeiðandi hafi ekki gert sátt við íslenska ríkið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. Þá komi fram í greinargerð gagnaðila að þrír sakborningar í sama máli hafi fengið mál sín endurupptekin með úrskurðum E ndurupptökudóms í málum nr. 20/2021, 29/2021 og 30/2021, sbr. dóma Hæstaréttar í málum nr. 7/2022 og 8/2022. 62. Í andsvörunum vísar endurupptökubeiðandi ennfremur til sjónarmiða í 16. 19. gr. úrskurðar E ndurupptökudóms í máli nr. 15/2022 um að ekki verði fallist á það með gagnaðila að vísa beri máli hans til Landsréttar. Er á því byggt að endurupptökubeiðandi eigi sama rétt og aðrir dómfelldu í sama máli til endurupptöku máls síns, þó tt hvorki liggi fyrir formleg staðfesting Mannréttindadómstóls Evrópu á að brotið hafi verið gegn honum né formleg staðfesting íslenska ríkisins á því . Svör gagnaðila við andsvörum endurupptökubeiðanda 63. Gagnaðili vísar til þess að í andsvörum endurupptökubeiðanda sé um það fjallað að hann eigi að njóta sömu meðferðar og aðrir í sama máli og gæta eigi jafnræðis við meðferð Endurupptökudóms á máli hans. Sé þar vísað til þess að Endurupptökudómur hafi ákveði ð að endurupptaka mál a þriggja sakborninga í sama hæstaréttarmáli skyldi fara fram fyrir Hæstarétti sem síðar hafi leitt til frávísunar þeirra. Gagnaðili telur það ekki standast að krefjast af Endurupptökudómi að hann gangi áfram gegn skýru fordæmi Hæstaréttar í því skyni að mál enduru pptökubeiðanda eyðileggist með sama hætti og mál þremenninganna . Réttur til að njóta slíks við meðferð máls geti ekki talist vera lögvarinn. Niðurstaða Lagaskilyrði endurupptöku 64. Um skilyrði fyrir endurupptöku sakamála sem dæmd hafa verið í Hæstarétti er f jallað í 232. gr. laga nr. 88/2008 en þar segir að Endurupptökudómur geti leyft samkvæmt beiðni að mál sem dæmt hefur verið í Landsrétti eða Hæstarétti verði tekið þar til meðferðar og dómsuppsögu að nýju ef fullnægt er þeim skilyrðum sem greinir í 228. gr . sömu laga. Þar segir að Endurupptökudómur geti orðið við endurupptökubeiðni manns sem telur sig hafa verið ranglega sakfelldan, sakfelldan fyrir mun meira brot en það sem hann hafi framið eða telur refsingu bersýnilega ranglega ákvarðaða. ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 2 7 /2022 - 18 - 65. Hin efnislegu skilyrði fyrir endurupptöku eru sett fram í fjórum stafliðum í 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 en þar kemur fram að nægilegt sé að einu þeirra sé fullnægt. Samkvæmt því má líta á hvert eftirfarandi skilyrða sem sjálfstæða endurupptökuheimild: Fram eru komin ný gögn eða upplýsingar sem ætla má að hefðu verulega miklu skipt fyrir niðurstöðu málsins ef gögnin eða upplýsingarnar hefðu komið fram áður en dómur gekk . Ætla má að lögregla, ákærandi, dómari eða aðrir hafi haft í frammi refsiverða háttsemi í því skyni að fá fram þau málalok sem orðin eru, svo sem ef vitni eða aðrir hafa vísvitandi borið ranglega fyrir dómi eða fölsuð skjöl verið lögð fram og það hefur valdið rangri niðurstöðu málsins . Verulegar líkur eru leiddar að því að sönnunargögn sem færð vor u fram í máli hafi verið rangt metin svo að áhrif hafi haft á niðurstöðu þess . Verulegir gallar hafi verið á meðferð máls þannig að áhrif hafi haft á niðurstöðu þess. 66. Við mat á því hvort skilyrði séu til þess að fallast á beiðni endurupptökubeiðanda er til þess að líta að ákvæði 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 um heimild til endurupptöku dæmdra sakamála felur í sér undantekningu frá þeirri meginreglu að dómar séu endanlegir. Af því leiðir að varfærni er beitt við mat á því hvort skilyrðunum teljist vera f ullnægt. Því til samræmis er gerð sú krafa samkvæmt a - lið 1. mgr. 228. gr. að fram séu komin ný gögn eða upplýsingar sem ætla má að hefðu verulega miklu skipt ef gögnin eða upplýsingarnar hefðu komið fram áður en dómur gekk. Á sama hátt þurfa samkvæmt d - lið 1. mgr. 228. gr. verulegir gallar að hafa verið á meðferð máls þannig að áhrif hafi haft á niðurstöðu þess, svo til álita komi að endurupptaka dæmt sakamál á þeim grunni. Þá þurfa samkvæmt c - lið sömu greinar verulegar líkur að vera leiddar að því a ð sönnunargögn sem færð voru fram í máli hafi verið rangt metin svo að áhrif hafi haft á niðurstöðu þess. 67. Endurupptökubeiðandi byggir sem fyrr segir á því að brotið hafi verið gegn rétti hans samkvæmt 70. gr. stjórnarskrárinnar og 1. mgr. 6. gr. mannréttin dasáttmála Evrópu um milliliðalausa sönnunarfærslu fyrir dómi. Um rétt sinn til endurupptöku málsins vísar hann til a - , c - og d - liða 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008. Gagnaðili krefst þess að endurupptökubeiðni verði hafnað enda geti endurupptökubeiðandi hvorki vísað til sátta annarra meðákærðu fyrir Mannréttindadómstól Evrópu né séu efnisleg skilyrði fyrir endurupptöku uppfyllt. 68. Fyrir liggur að við meðferð málsins fyrir Hæstarétti voru engar munnlegar skýrslur teknar af vitnum eða ákærðu. Málið var flutt skriflega og munnlega og gögn héraðsdómsmálsins lögð fyrir réttinn. Þá voru skýrslur af vitnum og ákærðu fyrir héraðsdómi skrifaðar upp eftir upptöku og lagðar fram fyrir Hæstarétti. Engin ný sönnunargögn voru lögð fram í Hæstarétti að því frátöldu að af h álfu meðákærða Karls var lagt fram ráðningarbréf endurskoðanda. Þá voru af hálfu ríkissaksóknara lögð fram ný sakavottorð. Íslensk dómaframkvæmd um milliliðalausa sönnunarfærslu ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 2 7 /2022 - 19 - 69. Í íslenskri réttarframkvæmd hefur verið lagt til grundvallar að réttindi sakb orninga sem njóta verndar samkvæmt 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu séu liður í réttlátri málsmeðferð samkvæmt 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. til dæmis dóma Hæstaréttar 16. desember 2021 í máli nr. 31/2021 og 18. febrúar 2021 í máli nr. 30/2020 , og dómaframkvæmd sem þar er vísað til. Þá hefur í réttarframkvæmd Hæstaréttar ítrekað verið litið til úrlausna Mannréttindadómstóls Evrópu við skýringu mannréttindasáttmálans þegar reynir á ákvæði hans sem hluta af landsrétti. 70. Réttur til milliliðalausrar sönnunarfærslu á áfrýjunarstigi er þáttur í því að tryggja réttláta málsmeðferð samkvæmt framangreindum ákvæðum og einnig er kveðið á um nánari útfærslu þess réttar í 1. mgr. 111. gr. laga nr. 88/2008 og reglan fest í sessi með öðrum þeim breytingum sem g erðar voru á íslensku dómskerfi með lögum nr. 49/2016 er breyttu lögum nr. 88/2008. 71. Að því er varðar réttarstöðuna í tengslum við endurupptöku mála þar sem brotið hefur verið gegn þessum réttindum hefur einnig þýðingu fyrrgreind ákvörðun Hæstaréttar 13. jú ní 2012 um endurupptökubeiðni á dómi réttarins í máli nr. 390/1997. Beiðni um endurupptöku á því máli hafði verið lögð fram í framhaldi af niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu í máli Sigurþórs Arnarssonar gegn Íslandi. Í því máli komst dómstóllinn að þei rri niðurstöðu að málsmeðferð Hæstaréttar hefði ekki samrýmst 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Í ákvörðun Hæstaréttar um endurupptökubeiðnina kom fram að sakfelling Sigurþórs hefði byggt á mati á munnlegum framburði vitna sem ekki höfðu gefið sk ýrslu fyrir réttinum. Hæstiréttur hefði dregið aðrar ályktanir af framburði þeirra en héraðsdómur án þess að hafa hlýtt á vitnin eða ákærðu. Með því hefði verið farið gegn fyrirmælum þágildandi laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála og áleit Hæstiréttu r að verulegir gallar hefðu verið á meðferð málsins sem hafi haft áhrif á niðurstöðu þess í ljósi þeirrar meginreglu sakamálaréttarfars að sönnunarbyrði um sekt ákærða hvíldi á ákæruvaldinu og að allan vafa um sök bæri að meta ákærða í hag. Var málið því e ndurupptekið á grundvelli d - liðar þágildandi 1. mgr. 211. gr. laga nr. 88/2008, sem er að þessu leyti samsvarandi núgildandi d - lið 1. mgr. 228. gr. laganna. 72. Samkvæmt framangreindu ber að líta til dómaframkvæmdar Mannréttindadómstóls Evrópu við mat á því hv ort telja megi að verulegur galli hafi verið á meðferð máls endurupptökubeiðanda fyrir Hæstarétti svo efni séu til að verða við beiðni hans um endurupptöku málsins. Dómaframkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu um milliliðalausa sönnunarfærslu 73. Af dómaframkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu sem varðar regluna um milliliðalausa sönnunarfærslu má ráða að dómstóllinn hefur lagt til grundvallar að gildi 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmálans um málsmeðferð eftir áfrýjun velti á sérkennum þeirrar málsmeð ferðar sem um ræðir hverju sinni. Taka verði mið af málsmeðferðarkerfi viðkomandi lands í heild sinni og þess hlutverks sem viðkomandi dómstóll gegnir í því samhengi. Að málsmeðferð varðandi áfrýjunarleyfi og málsmeðferð sem varðar aðeins lagaatriði en ek ki málsatvik kunni að uppfylla kröfur 1. mgr. 6. gr. enda þótt áfrýjanda hafi ekki verið veitt færi á að gefa munnlega skýrslu fyrir viðkomandi áfrýjunardómstóli, sbr. málsgrein 63 í dómi Mannréttindadómstóls Evrópu í máli Styrmis Þórs Bragasonar gegn Ísl andi og dómaframkvæmd sem þar er rakin um sama efni. ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 2 7 /2022 - 20 - 74. Af dómum mannréttindadómstólsins má jafnframt ráða að gerður er greinarmunur á því hvort áfrýjunardómstóll hafi einungis heimild til að fjalla um lagaatriði eða hvort heimilt sé að ráðast í heildarmat á álitaefninu um sekt eða sýknu, það er bæði á málsatvikum og lagaatriðum. Brýnna sé í síðarnefndu tilvikunum að dómstóll ráðist í milliliðalaust mat á framburði ákærða sjálfs haldi hann því fram að hann hafi ekki framið þann verknað sem talinn hefur verið refsivert brot , sbr. meðal annars málsgrein 64 í dómi mannréttindadómstólsins í áðurnefndu máli Styrmis Þórs Bragasonar gegn Íslandi. 75. Þegar kemur að því að greina það hvort áfrýjunardómstóll hafi í raun beitt heimildum sínum til að endurmeta málsatvik án þess að hlýða á framburð ákærða og vitna á ný má vísa til eftirfarandi forsendna í málsgrein 67 í máli Styrmis Þórs Bragasonar gegn Íslandi og í málsgrein 36 í máli Júlíusar Þórs Sigurþórssonar gegn Íslandi í máli nr. 38797/17, sem einnig var kveðinn upp 1 6. júlí 2019: Enn fremur er í dómaframkvæmd dómstólsins um þetta atriði, þegar litið er á framkvæmdina í heild og samhengi, gerður greinamunur annars vegar á aðstæðum þar sem áfrýjunardómstóll, sem sneri við sýknudómi án þess að hlýða sjálfur á hinn munnl ega framburð sem sýknudómurinn byggðist á, hafði ekki einvörðungu heimild til að rannsaka málsatvik og lagaatriði heldur réðist beinlínis í nýja rannsókn á atvikum, og svo hins vega r þar sem áfrýjunardómstóllinn var einungis ósammála dómstólnum á lægra stigi varðandi skýringu laga og/eða gildi þeirra varðandi þær staðreyndir sem fyrir lágu, jafnvel þótt hann hefði einnig haft lögsögu varðandi málsatvik. 76. Mannréttindadómstóllinn hefur t alið það vera brot gegn 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmálans ef ráðist er á áfrýjunarstigi í ,, nýtt mat á málsatvikum út fyrir hrein lagaleg atriði eða þegar áfrýjunardómstóll hefur ,, tjáð sig um álitamál varðandi málsatvik, það er að segja trúverðugleik a vitnis og þannig breytt þeim málsatvikum sem slegið hefði verið föstum á fyrsta dómstigi og tekið nýja afstöðu varðandi staðreyndir sem réðu úrslitum um ákvörðun um sekt kæranda , sbr. málsgreinar 33 - 34 í dómi dómstólsins 16. nóvember 2010 í máli García Hernández gegn Spáni nr. 15256/07. 77. Af hálfu mannréttindadómstólsins hefur það ekki verið talið fela í sér brot gegn 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmálans ef þeir þættir sem áfrýjunardómstóll hefur þurft að meta til þess að sakfella ákærða eru fyrst og fre mst af lagalegum toga, sbr. málsgrein 38 í dómi 16. desember 2008 í máli Bazo González gegn Spáni nr. 30643/04. 78. Af dómaframkvæmd mannréttindadómstólsins verður samkvæmt framangreindu ráðið að ef sakfelling ræðst af hreinu mati á lagaatriðum feli það ekki í sér brot gegn 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmálans um réttláta málsmeðferð þótt ákærða, í máli þar sem sýknu e r snúið í sakfellingu, hafi ekki verið gefinn kostur á að gefa skýrslu fyrir áfrýjunardómstól. Hafi dómstóll hins vegar við slíkar aðstæður byggt sakfellingu á endurmati á munnlegum framburðum, sé um að ræða brot. Af áðurnefndum dómi réttarins í máli Styrm is Þórs Bragasonar gegn Íslandi verður sú ályktun jafnframt dregin að brotið sé gegn reglunni um réttláta málsmeðferð við þessar aðstæður þegar ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 2 7 /2022 - 21 - áfrýjunardómstóll metur huglæga þætti ,, á breiðari staðreyndagrunni en gert var á lægra dómstigi. Um þetta segi r í málsgrein 78 í forsendum dómsins að Hæstiréttur hafi í því máli tekið; nok kuð víðtækari afstöðu en héraðsdómur til þess hvaða þættir skiptu máli fyrir matið frá lagalegu sjónarhorni. Enn fremur leiddi þessi víðtækari nálgun til þess að Hæstiréttur byggði sakfellingu sína á kæranda á breiðari staðreyndagrunni en héraðsdómur hafði gert í sínum dómi. Jafnvel þótt ágreiningur Hæstaréttar við héraðsdóm væri þannig í upphafi alfarið lagalegs eðlis, hefði framkvæmd Hæstaréttar óhjákvæmilega í för með sér a ð rétturinn yrði að leggja nýtt og víðtækara mat á staðreyndir málsins. Ráða má af dómi Hæstaréttar að rétturinn byggði þetta nýja mat á gögnum málsins, þar með talið endurritum af framburði kæranda og vitna fyrir héraðsdómi út yfir það sem fram kom í dómi héraðsdóms. 79. Dómstóllinn taldi að þótt málið hefði í raun snúist um nokkuð óumdeild málsatvik hefði eðli ágreiningsins falið í sér endurmat Hæstaréttar á huglægum þáttum. Hefðu framburðir sakborninga og vitna hlotið að hafa haft áhrif á það mat. Ný gögn eða upplýsingar sem ætla má að hefðu verulega miklu skipt fyrir niðurstöðu málsins , sbr. a - lið ur 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 80. Eins og áður segir byggir endurupptökubeiðandi á því að hann hafi lagt fram ný gögn og upplýsingar, sbr. a - lið 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008, sem skipt hefðu verulega miklu máli fyrir niðurstöðu málsins hefðu þau komið fram áður en dómur gekk. Í þessu sambandi vísar hann til sáttar Karls Wernerssonar við íslenska ríkið 27. október 2020 vegna dóms Hæstaréttar í máli nr. 74/2 015 auk sátta Sigurþórs Charles Guðmundssonar og Margrétar Guðjónsdóttur sama efnis en hann telur hið sama eig a við í hans tilviki. Einnig vísar endurupptökubeiðandi sem fyrr segir til dóms Mannréttindadómstóls Evrópu í máli Styrmis Þórs Bragasonar gegn Íslandi. 81. Með 12. gr. laga nr. 47/2020 var leidd í lög sú regla sem nú er í a - lið 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008. Í athugasemdum í greinargerð með frumvarpi til laganna segir meðal annars að skýra beri taki ekki eingöngu til sönnunargagna heldur geti það einnig átt við úrlausnir alþjóðlegra dómstóla á borð við Mannréttindadómstól Evrópu. Í nefndaráliti meirihluta allsherjar - og menntamálanefndar kemur einnig fram að skýra eigi rúmt hvað teljist til úrla usna alþjóðlegra dómstóla í skilningi frumvarpsins og því sé ekki nauðsynlegt að um dóm sé að ræða. Þá geti dómur í sambærilegu máli verið grundvöllur beiðni um endurupptöku. Segir jafnframt að sé gerð sátt vegna þess að fyrir liggi dómur í sambærilegu mál i geti sá dómur verið grundvöllur fyrir endurupptöku máls. 82. Að framan var vikið að úrskurðum Endurupptökudóms í málum nr. 20/2021, 29/2021 og 30/2021 þar sem fallist var á að endurupptaka skyldi hæstaréttarmál nr. 74/2015, að því er varðaði meðákærðu enduru pptökubeiðanda, Karl, Margréti og Sigurþór. Í öllum úrskurðunum er rakið að íslenska ríkið hafi viðurkennt í sátt sem lögð var fyrir Mannréttindadómstól Evrópu að brotið hafi verið gegn rétti þeirra til réttlátrar málsmeðferðar samkvæmt 1. mgr. 6. gr. mann réttindasáttmála Evrópu. Hafi í sáttinni verið vísað sérstaklega til máls Styrmis Þórs Bragasonar gegn Íslandi um brot ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 2 7 /2022 - 22 - gegn reglunni um milliliðalausa málsmeðferð. Þar sé jafnframt vísað til þess að endurupptökubeiðandi muni eiga kost á að óska eftir endur upptöku á máli nr. 74/2015. Eins hefði ríkissaksóknari, sem færi með lögbundið fyrirsvar vegna beiðna um endurupptöku sakamála, talið sterk rök mæla með endurupptöku málanna . Því yrði að líta svo á að ágreiningslaust væri að sömu sjónarmið ættu við um meðf erð máls meðákærðu og lágu til grundvallar niðurstöðu mannréttindadómstólsins í máli Styrmis Þórs Bragasonar gegn Íslandi. Með vísan 108. gr. laga nr. 88/2008 og 2. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar þætti rétt með hliðsjón af þessu, eins og atvikum máls væri háttað, að leggja til grundvallar að verulegir gallar hafi verið á meðferð málsins nr. 74/2015 fyrir Hæstarétti sem hafi haft áhrif á niðurstöðu þess. Endurupptökudómur féllst því á beiðni um að málið yrði endurupptekið fyrir Hæstarétti, hvað varðaði þess a meðákærðu endurupptökubeiðanda , á grundvelli d - liðar 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008. 83. Í kjölfar of angreindra úrskurða Endurupptökudóms var sem fyrr greinir máli þriggja fyrrgreindra meðákærðu endurupptökubeiðanda vísað frá Hæstarétti með dómi 9. nóvember 2022 í máli nr. 8/2022. Af framangreindu leiðir að engin efnisleg endurskoðun hefur átt sér stað fyrir Hæstarétti eða öðrum dómstól á áfrýjunarstigi á sekt eða sýknu meðákærðu. 84. Um beiðni endurupptökubeiðanda er þes s að gæta að hann kærði ekki fyrir sitt leyti til M annréttindadómstóls Evrópu málsmeðferðina í hæstaréttarmáli nr. 74/2015. Hefur málið samkvæmt því enga máls meðferð fengið fyrir mannr éttindadómstólnum svo sem á við um fyrrgreind mál Karls, Margrétar og Si gurþórs sem öll gerðu sátt við íslenska ríkið fyrir dómstólnum í kjölfar málsmeðferðar þar fyrir dómi . Íslenska ríkið hefur samkvæmt því ekki viðurkennt að brotinn hafi verið á honum réttur til milliliðalausrar málsmeðferðar fyrir dómi. Þá hefur ríkissaksó knari, sem fer með lögbundið fyrirsvar málsins hér fyrir dómi, krafist þess að beiðni endurupptökubeiðanda verði hafnað. Er aðstaðan að þessu leyti ólík því sem hún var í málum Endurupptökudóms í málum nr. 20/2021, 29/2021 og 30/2021. Eins og þessir úrskurðir Endurupptökudóms bera með sér byggði niðurstaða dómsins um endurupptöku málanna alfarið á viðurkenningu íslenska ríkisins á broti sem og kröfugerð gagnaðila en ekki á sjálfstæðu efnislegu mati Endurupptökudóms á því hvort telja mætti af fyrirligg jandi gögnum að Hæstiréttur hefði við meðferð máls nr. 74/2015 brotið gegn reglunni um milliliðalausa málsmeðferð þannig að líta bæri svo á að skilyrðum a - , c - eða d - lið ar 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 til endurupptöku málsins teldist vera fullnægt. 85. Svo sem fyrr greinir byggir endurupptökubeiðandi á því að ekki eigi að hafa þýðingu fyrir beiðni hans þótt hann hafi ekki gert sátt fyrir Mannréttindadómstól Evrópu þar sem íslenska ríkið hafi í fyrrgreindum sáttum viðurkennt brot gegn mannréttindasáttmála Evrópu. Nái sú viðurkenning í reynd til málsmeðferðar fyrir Hæstarétti í heild sinni. Þá eigi kröfugerð gagnaðila ekki heldur að hafa neina þýðingu í þessu sambandi . Mál hans varði sömu ákæru og verði ekki greint á milli háttsemi hans og þeirra þriggja se m fengu mál sitt endurupptekið . 86. Hvað sem framangreindu líður verður ekki fallist á að viðurkenning íslenska ríkisins í sátt um sem varða aðra en endurupptökubeiðanda geti haft þau réttaráhrif að Endurupptökudómur taki ekki til efnislegrar skoð unar við mat á beiðni um endurupptöku hvort telji megi af fyrirliggjandi gögnum að við meðferð máls endurupptökubeiðanda fyrir Hæstarétti kunni að hafa verið brotið ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 2 7 /2022 - 23 - gegn reglunni um milliliðalausa málsmeðferð . Um síðastnefnt er meðal annars til þess að líta að í f yrrgreind um sátt um Karls, Margrétar og Sigurþórs er hvergi að finna efnislega greiningu á því í hverju hið ætlaða brot sé fólgið. Því síður er þar að finna mat á því hvernig málið horfi við endurupptökubeiðanda enda átti hann ekki aðild að kæru til dómstólsins . Er samkvæmt því óhjákvæmilegt að líta svo á að Endurupptökudómi beri skylda til að meta sjálfstætt hvort gögn málsins gefi til kynna að efni séu til að verða við beiðni endurupptökubeiðanda. 87. Verður samkvæ mt framangreindu ekki fallist á að s átt ir fyrir Mannréttindadómstól Evrópu í mál um Karls, Margrétar eða Sigurþórs geti á einhvern hátt bundið hendur Endurupptökudóms . Gildir eðli máls samkvæmt hið sama um þýðingu dóm s M annréttindadómstóls Evrópu í máli Styrmis Þórs Bragasonar gegn Íslandi enda varðar sá dómur allt önnur málsatvik sem fjallað var um í öðrum dómi Hæstaréttar. Verður nú nánar að þessu vikið. Ætlaðir v erulegir gallar á málsmeðferð, sbr. d - liður 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008, vegn a brots á reglunni um milliliðalausa málsmeðferð 88. Endurupptökubeiðandi kveður Hæstarétt hafa endurmetið gildi framburða vitna og sakfellt endurupptökubeiðanda sem og aðra meðákærðu án þess að taka skýrslu af neinu vitni að nýju. Telur hann að ljóst sé að Hæstiréttur endurmeti frásagnir ákærðu og vitna í niðurstöðum sínum um sakfellingu, líkt og íslenska ríkið hafi í raun viðurkennt í fyrrgreindum sáttargerð um í mál um Karls , Margrétar og Sigurþórs . Forsendur dóms Hæstaréttar fyrir niðurstöðu um I. k afla ákæru varðandi umboðssvik 89. Í málsgreinum 20 til 23 hér að framan er rakið á hvaða forsendum niðurstaða Hæstaréttar byggði um sakfellingu endurupptökubeiðanda fyrir hlutdeild í þeirri háttsemi sem honum var gefin að sök í I. hluta ákæru. Eins og þar greinir má í fyrsta lagi skýrlega ráða af forsendum dómsins að rétturinn var ósammála þeirri niðurstöðu héraðsdóms að ekkert hefði verið óeðlilegt við það að móðurfélagið Milestone ehf. væri látið fjármagna umrædd kaup af þeirri ástæðu að félögin hefðu öll verið í eigu endurupptökubeiðanda og með ákærð a Karls og hefðu það á endanum verið þeir sem hefðu hagnast eða tapað á þessum viðskiptum . Um þetta kemur fram sú lögskýring í dómi Hæstaréttar að e inkahlutafélög séu sjálfstæðar persónur að lögum og verði hagsmunir þess ekki samsamaðir hagsmunum hluthafa. Sú meginskylda hvíli á félögum að haga ráðstöfunum sínum á þann veg að hagsmunir lánardrottna séu virtir og að ekki megi af la hluthöfum ótilhlýðilegra hagsmuna á kostnað félagsins, sbr. 1. mgr. 51. gr. laga nr. 138/1994. Af þessum sökum yrði við mat á því hvort menn sem eru í aðstöðu til að ráða gerðum einkahlutafélags hefðu misnotað þá aðstöðu að horfa til hagsmuna félagsins sem sjálfstæðrar einingar og þar með einnig lánardrottna þess, en ekk i að samsama félagið við hluthafa þess. Þetta hafði héraðsdómur ekki gert . Þessi niðurstaða Hæstaréttar sem lagði grunn að breytt ri niðurstöðu um þennan ákærulið byggði samkvæmt því á hre inni lögskýringu sem ekki fæst séð að skýrslur vitna og ákærðu fyrir héraðsdómi hafi getað breytt neinu um . 90. Í öðru lagi hafnaði Hæstiréttur þeirri lögskýringu héraðsdóms að þýðingu hefði í málinu að endurupptökubeiðandi og meðákærð i Karl hefðu samkvæmt umræddum samningum um kaup á ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 2 7 /2022 - 24 - hlutum í Milestone ehf., Leiftra Ltd. og Milestone Import Export Ltd. haft heimild til að tilnefna aðra aðila sem kaupendur hlutanna eins og síðar hefði verið gert . Um þetta er í forsendum dómsins sérstakle ga vísað til almennra reglna fjármunaréttar um að eftir að réttur samkvæmt kaup - og söluréttarsamningu m var nýttur hafi komist á kaupsamningur milli meðákærð a Karls og endurupptökubeiðanda og systur þeirra en við það hefði samningsbundin heimild þeirra til að tilgreina annan aðila sem kaupanda ekki lengur verið til staðar þótt þeim hefði síðar verið frjálst að framselja þann rétt sem engin gögn hefðu hins vegar legið fyrir um að hafi verið gert . Var þannig lagt til grundvallar í dóminum að ákærð i Karl og endurupptökubeiðandi verið kaupendur hlutabréfanna orða þeirra hljóðan. Yrði af þessari ástæðu að leggja til grundvallar að skyldan til að greiða kaupverðið samkvæmt kaup samningunum hefði aldrei hvílt á Milestone ehf. , heldur ákærð a Karli og endurupptökubeiðanda , en með þessu hefðu ákærð u Karl og Guðmundur misnotað aðstöðu sína hjá félaginu með því að láta það greiða kaupverðið og notið í því efni liðsinnis endurupptökubei ðanda , sem í hlutverki stjórnarmanns í félaginu hafi ekki getað dulist hvernig staðið var að verki en hafi engu að síður látið það viðgangast . Byggði niðurstaða Hæstaréttar um framangreint þannig á annarri lögskýringu en niðurstaða héraðsdóms að teknu till iti til skriflegra gagna málsins . Hafa ekki verið færð haldbær rök fyrir því að skýrslur vitna og ákærðu hefðu nokkra þýðingu getað haft um þetta atriði enda hvergi til þeirra vísað í forsendum dóms Hæstaréttar fyrir þessari niðurstöðu . 91. Í þriðja lagi vísaði Hæstiréttur til þess sem fyrr segir að með greiðslum Milestone ehf., vegna kaupa á umræddum hlutum , hafi félagið samkvæmt almennum reglum fjármunaréttar ekki eignast kröfu á hendur systur Karls og endurupptökubeiðanda . Hafi félagið með greiðslunum t il hennar og yfirtöku nánar tilgreindrar skuldbindingar við Sjóvá - Almennar tryggingar hf., sem hefði gengist undir skuld sömu fjárhæðar við systur þeirra, án skyldu, vísvitandi og án mistaka verið látið efna gagnkvæma samninga annarra við hana. Þá samninga hefði hún efnt að fullu fyrir sitt leyti. Af gögnum málsins verður ekki annað ráðið en að þessi ályktun hafi byggst á hreinni lögskýringu að teknu tilliti til þeirra samninga sem lágu fyrir í skriflegum gögnum málsins. Af forsendum dóms Hæstaréttar má ráð a að rétturinn t aldi að Milestone ehf. hefði með þessu verið sett í verulega fjártjónshættu vegna útborgunar úr sjóðum þess og skuldbindingar við síðastnefnt tryggingarfélag sem það hefði verið látið taka á sig, án þess að hafa að lögum eignast af því tile fni kröfu á hendur öðrum. Með þessari lögskýringu hafnaði Hæstiréttur þeirri niðurstöðu héraðsdóms að umræddir ákærðu hefðu ekki valdið Milestone ehf. verulegri hættu á fjártjóni . Í forsendum dómsins varðandi fjárhagslega stöðu félagsins á umræddum tíma er sérstaklega vísað til þess a ð bókfært verðmæti óefnislegra réttinda Milestone ehf. hafi verið hærra samkvæmt efnahagsreikningi félagsins í árslok 2007 en eigið fé þess. Um þetta segir orðrétt í forsendum dómsins: Milestone ehf. átti þó ekki aðeins eigni r, sem samkvæmt efnahagsreikningi félagsins 31. desember 2007 voru taldar að andvirði samtals 391.627. 000.000 krónur, heldur hvíldu einnig á þeim tíma skuldir á því alls að fjárhæð 322.114.000.000 krónur. Mismunurinn á þessum tveimur fjárhæðum, 69.513.000. 000 krónur sem myndaði eigið fé Milestone ehf., var lægra en bókært verðmæti óefnislegra réttinda, 88.312.000.000 krónur, sem talið var meðal eigna ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 2 7 /2022 - 25 - félagsins í efnahagsreikningnum. Gagnvart stöðu lánardrottna félagsins hefðu slík réttindi lítið gildi ef ti l greiðsluþrots kæmi. Hvíldi í þessu ljósi langt um fremur en almennt gerðist rík skylda á ákærðu Karli, Steingrími og [endurupptökubeiðanda] að virða ákvæði 1. mgr. 51. gr. laga nr. 138/1994 með því að haga ráðstöfunum Milestone ehf. þannig að hagsmunir f élagsins sem slíks og lánardrottna þess yrðu að fullu virtir og ekki síður en þeirra eigin hagsmunir. Með þessu hafnaði Hæstiréttur þeirri ályktun héraðsdóms að eiginfjárstaða Milestone ehf. hefði á umræddum tíma verið það sterk vegna bókfærðrar eiginfjárs töðu í árslok 2007 að ekki væru efni til að líta svo á að fjártjónshætta hefði skapast við gerð umræddra samninga . Ekki hafa verið færð haldbær rök fyrir því að skýrslur vitna eða ákærðu hefðu getað haft þýðingu fyrir þessa ályktun réttarin s enda má ráða af forsendum dómsins að hún byggði á skriflegum gögnum sem lágu fyrir réttinum en ekki framburði vitna eða ákærðu . Loks vísað i Hæstiréttur til þess varðandi fjártjónshættu að ætluð kröfuréttindi Milestone ehf. sem hefði verið stofnað til í maí 2007 og í lok þess árs, á hendur Milestone Import Export Ltd. , hefðu verið einskis virði. Byggði sú niðurstaða á heildstæðu mati á nánar tilgreindum skriflegum gögnum málsins svo sem nánar er rakið í málsgrein 23 og í forsendum dómsins . Að teknu tilliti til þe irra skriflegu gagna sem þar er vísað til verður ekki fallist á að haldbær rök hafi verið færð fram fyrir því að skýrslur vitna eða ákærðu hefðu getað haft þar þýðingu. 92. Samkvæmt öllu framansögðu verður ekki talið að endurupptökubeiðandi hafi fært fram líkur fyrir því að Hæstiréttur hafi endurmetið vitnisburð hans í héraði, annarra ákærðu eða vitna við sakfellingu hans samkvæmt I. kafla ákæru heldur aðeins dregið ályktanir um sekt hans út frá annarri lögskýrin gu en héraðsdómur að teknu tilliti til skriflegra sönnunargagna málsins . Í forsendum dómsins er rakið mjög nákvæmlega hvaða skriflegu sönnunar gögn ráða þar úrslitum . Af forsendum dómsins verður hvergi ráðið að lagaleg atriði hafi verið samtvinnuð mati á tr úverðugleika framburða vitna eða ákærðu en eins og fyrr segir voru engin ný gögn lögð fram við meðferð málsins fyrir Hæstarétti sem vörðuðu þennan ákærulið . Málið var því rekið og dæmt á sama grundvelli og gert var fyrir héraðsdómi . Byggði niðurstaða Hæstaréttar þannig á sömu gögnum og lágu fyrir héraðsdómi. Forsendur dóms Hæstaréttar fyrir niðurstöðu um I I. og III. kafla ákæru 93. Að því er varðar sakargiftir samkvæmt II. kafla ákæru á hendur endurupptökubeiðanda, um meiriháttar brot g egn lögum nr. 145/1994 , verður ekki annað ráðið af forsendum dómsins en að ályktanir Hæstaréttar um hvernig hagað var færslum í bókhaldi Milestone ehf. hafi ein g öngu byggst á skriflegum gögnum sem lágu fyrir í málinu en í engu á framburði vitna eða ákærðu . Verður ekki annað ráðið af forsendum dómsins en þar sé um að ræða lögfræðilegar ályktanir byggðar á skriflegum gögnum málsins um lagalegar skyldur stjórnar og framkvæmdastjóra í þessum efnum að teknu tilliti til niðurstöðu dómsins um I. kafla ákæru . Ekki verður séð að framburður endurupptökubeiðanda eða annarra hefði í ljósi þeirra sönnunargagna sem þar er vísað til getað haft þýðingu um niðurstöðu málsins að þessu leyti. ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 2 7 /2022 - 26 - 94. Um sakargiftir samkvæmt III. kafla ákæru á hendur endurupptökubeiðanda, um meirihátt ar brot gegn lögum nr. 3/2006 , gegnir hinu sama um þær ályktanir Hæstaréttar, sem getið er að framan um færslur í bókhald . Verður ekki annað ráðið af forsendum Hæstaréttar en að niðurstaðan um sakfellingu byggist eingöngu á skriflegum gögnum sem lágu fyrir í málinu. Um þetta segir Hæstiréttur meðal annars um efnahagsreikning sem miðaðist við 31. desember 2006, sem ákært var fyrir samkvæmt a - lið III. kafla ákæru: Eins og þegar hefur komið fram í úrlausn um sakargiftir samkvæmt I. kafla ákæru átti Milestone ehf. aldrei nokkra kröfu á hendur IW vegna greiðslna til hennar eða skuldbindinga, sem félagið var látið taka á sig vegna efnda á samningunum fjórum frá 4. desember 2005 um kaup á hlutabréfum hennar. Var því með öllu haldlaust að telja slíka kröfu að fjár hæð 2.733.326.804 krónur meðal eigna Milestone ehf. í efnahagsreikningi 31. desember 2006. Á þeim tíma gat Milestone ehf. heldur ekki talist eiga kröfu þessarar fjárhæðar á hendur Milestone Import Export Ltd., þegar af þeirri ástæðu að undirritaður samning ur um lán fyrrnefnda félagsins á þessari fjárhæð til þess síðarnefnda, sem hefði verið eini hugsanlegi grundvöllurinn fyrir færslu slíkrar kröfu á efnahagsreikningnum, lá ekki fyrir fyrr en 23. maí 2007, þremur mánuðum eftir undirritun ársreikningsins. Efn ahagsreikningurinn, sem miðaðist við 31. desember 2006, var af þessum sökum rangfærður að þessu leyti. 95. Hæstiréttur taldi hið sama og að framan greinir eiga við um efnahagsreikning sem miðaðist við 31. desember 2007, sem ákært var fyrir samkvæmt b - lið III. kafla ákæru. 96. Hvað varða r brot sem ákært var fyrir samkvæmt c - lið III. kafla ákæru taldi Hæstiréttur að endurupptökubeiðandi og meðákærðu, Karl og Guðmundur hefðu meðal annars talið til eignar í ársreikningum kröfur sem svöruðu til greiðslna til systur Karl s og endurupptökubeiðanda án þess að fyrir lægi peningalán, viðskipti eða undirritaður lánssamningur. Af dóminum verður ekki annað ráðið en að s ú ályktun hafi alfarið verið byggð á skriflegum gögnum málsins að teknu tilliti til niðurstöðu dómsins um I. kaf la ákæru . 97. Samantekið um II. og III. kafla ákæru verður ekki annað ráðið af gögnum málsins en að Hæstiréttur hafi sakfellt endurupptökubeiðanda fyrir þá háttsemi sem þar greinir alfarið á grundvelli annarrar lögskýringar en héraðsdómur að teknu tilliti til skriflegra sönnunar gagna málsins en ekki með endurmati á framburð i hans , annarra ákærðu eða vitna fyrir dómi. Þá voru sem fyrr segir engin ný gögn lögð fram í málinu fyrir Hæstarétti sem gáfu tilefni til frekari skýrslutöku af ákærðu eða vitnum og var málið þannig dæmt á sama grundvelli og í héraði. 98. Samkvæmt öllu framangreindu verður ekki fallist á að endurupptökubeiðandi hafi fært fram haldbær rök fyrir því að brotið hafi verið gegn reglunni um milliliðalausa málsmeðferð við meðferð málsins í Hæstarét ti þannig að fyrir liggi verulegur galli á meðferð málsins þar fyrir dómi . Þá hefur endurupptökubeiðandi ekki vísað til annarra mögulegra galla á meðferð málsins. Verður samkvæmt því ekki fallist á að sýnt hafi verið fram á að veruleg ir gallar hafi verið á meðferð málsins fyrir Hæstarétti þannig að áhrif hafi haft á niðurstöðu þess, sbr. áskilnað d - liðar 1. mgr. 228. gr. laga nr. ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 2 7 /2022 - 27 - 88/2008. Af umfjöllun hér að framan leiðir jafnframt að ekki verður fallist á að verulegar líkur hafi verið leiddar að því að sönnunargögn sem voru færð fram í málinu hafi verið rangt metin svo að áhrif hafi haft á niðurstöðu þess , sbr. c - lið 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008. Verður enduru pptöku málsins á þeim grunni því jafnframt hafnað. 99. Þegar allt framangreint er virt verður eðli máls samkvæmt ekki fallist á að með fyrrgreindum sáttum Karls, Margrétar eða Sigurþórs fyrir Mannréttindadómstól Evrópu eða með dómi hans í máli Styrmis Þórs Bra gasona r gegn Íslandi séu fram komin ný gögn eða upplýsingar í skilningi a - liðar 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008, sem skipt hefðu verulega miklu máli fyrir niðurstöðu málsins hefðu þau komið fram áður en dómur gekk. Ætlað b rot gegn jafnræði sreglu 100. E ndurupptökubeiðand i hefur vísað sérstaklega til þess að ekki sé unnt að hafna beiðni hans um endurupptöku með vísan til grundvallarreglu réttarríkisins um jafnræði . Svo sem fyrr hefur verið rakið er staða endurupptökubeiðanda ólík stöðu Karls, Margrétar og Sigurþórs að því leyti að hann gerði ekki sátt við íslenska ríkið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu og íslenska ríkið hefur ekki viðurkennt brot á mannréttindasáttmála Evrópu í hans tilviki. Eins og áður segir fengu þessir meðákærðu mál sín endurupp tekin með úrskurðum Endurupptökudóms án þess að efnisleg skoðun hefði farið fram á mögulegum galla á málsmeðferð fyrir Hæstarétti vegna afstöðu ríkisins í sáttinni og kröfugerðar ríkissaksóknara fyrir dóminum . Að þessu leyti hafa málin fengið ólíka meðferð í kjölfar dóms Hæstaréttar í málinu nr. 74/2015. Með vísan til þessa verður að hafna því að um brot gegn jafnræði sreglu geti verið að ræða þótt ekki sé fallist á beiðni endurupptökubeiðanda . V erður ekki talið hafa þýðingu í því sambandi þótt atvik hafi þr óast með þeim hætti hvað varðar mál Karls, Margrétar og Sigurþórs að málu m þeirra hafi í samræmi við þeirra eigin kröfugerð og kröfugerð ákæruvaldsins verið vísað frá Hæstarétti og þannig ekki fengið endurskoðun á áfrýjunarstigi , enda gerðu úrskurðir Endur upptökudóms á málum þeirra ráð fyrir því að málin yrðu tekin til efnismeðferðar og dóms að nýju. Á þeim tíma sem úrskurðir Endurupptökudóms voru kveðnir upp var ekkert sem gaf tilefni til að ætla annað en að málin fengju efnismeðferð á áfrýjunarstigi óháð því hvort fram færu skýrslutökur eða ekki. Samantekt 101. Samkvæmt öllu framangreindu verður ekki fallist á: að fram séu komin ný gögn eða upplýsingar sem ætla má að hefðu verulega miklu skipt fyrir niðurstöðu máls endurupptökubeiðanda ef gögnin eða uppl ýsingarnar hefðu komið fram áður en dómur gekk; eða að verulegar líkur hafi verið leiddar að því að sönnunargögn sem færð voru fram í máli endurupptökubeiðanda hafi verið rangt metin svo að áhrif hafi haft á niðurstöðu þess; eða að verulegir gallar hafi v erið á meðferð málsins þannig að áhrif hafi haft á niðurstöðu þess. ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 2 7 /2022 - 28 - 102. Beiðni endurupptökubeiðanda verður samkvæmt því hafnað svo sem nánar greinir í úrskurðarorði. 103. Í ljósi þess að ekki er fallist á beiðni um endurupptöku eru ekki skilyrði til að verða við kröfu endurupptökubeiðanda um að þóknun skipaðs verjanda h ans verði greidd úr ríkissjóði, sbr. 6. mgr. 231. gr. og 6. mgr. 232. gr. laga nr. 88/2008. Endurupptökubeiðanda verður samkvæmt því gert að greiða skipuðum verjanda sínum þóknun sem telst hæfilega ákveðin 1. 500 .000 krónur, að meðtöldum virðisaukaskatti. Úrskurðarorð: Beiðni endurupptökubeiðanda, Steingríms Wernerssonar , um endurupptöku á máli Hæstaréttar nr. 74/2015 frá 2 8 . apríl 20 1 6 , hvað hann varðar, er hafnað. Endurupptökubeiðandi greiði þóknun skipaðs verjanda síns, Sigmundar Hannessonar lögmanns, 1. 500 .000 krónur.