Sending endurupptökubeiðna


Sending endurupptökubeiðna og annarra gagna til Endurupptökudóms

Endurupptökubeiðnir skal senda bæði rafrænt og á pappír.

Rafrænt eintak skal senda í gegnum miðlara, ekki verður tekið við gögnum í gegnum tölvupóst.

Gögn teljast móttekin þegar Endurupptökudómur móttekur rafrænt eintak. Móttökukvittun sem hægt er að sækja í miðlarann jafngildir móttökustimpli.

Jafnframt skal skila frumriti endurupptökubeiðni á pappír. Aðeins þarf að skila einu eintaki á pappír. Pappírsgögn skulu send með pósti á heimilisfang Endurupptökudóms.

Hér að neðan má finna hlekk með leiðbeiningum um hvernig rafræn gögn eru send í gegnum miðlara. Hlekk að miðlaranum má finna í leiðbeiningaskjalinu.

Leiðbeiningar um rafrænar sendingar gagna