Úrskurður þriðjudaginn 21. mars 2023 í máli nr . 30/2022 Endurupptökubeiðni Guðlaug s Agnar s Guðmundsson ar 1. Dómararnir Aðalsteinn E. Jónasson, Eyvindur G. Gunnarsson og Stefán Geir Þórisson kveða upp úrskurð í máli þessu. 2. Með beiðni sem barst Endurupptökudómi 12. desember 2022 fór endurupptökubeiðandi , Guðlaugur Agnar Guðmundsson , fram á endurupptöku hvað hann varðar á máli nr. 495/2010, ákæruvaldið gegn X, endurupptökubeiðanda og Y, sem dæmt var í Hæstarétti 2. desember 2010. Krefst hann þess að málið verði tekið til meðferðar og dómsuppsögu að nýju í Hæstarétti og að réttaráhrif dómsins verði felld niður meðan málið er rekið fyrir Endurupptökudómi. 3. Gagnaðili, r íkissaksóknari , telur að ekki séu efni til að ve rða við beiðni endurupptökubeiðanda. 4. Endurupptökudómur ákvað 9. janúar 2023 að fallast ekki á beiðni endurupptökubeiðanda um að réttaráhrif dóms Hæstaréttar í fyrrgreindu máli féllu niður við rekstur málsins fyrir dóminum. 5. Sigurður G. Guðjónsson lögmaður kom fram fyrir hönd endurupptökubeiðanda við meðferð málsins fyrir Endurupptökudómi. Hvorki var óskað eftir því í endurupptökubeiðni né síðar við meðferð málsins að endurupptökubeiðanda yrði skipaður verjandi, sbr. 3. málsliður 1. mgr. 230. gr., sbr. 2. mg r. 232. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. 6. Gagnaöflun í málinu lauk 15. mars 2023. Málsatvik 7. M eð ákæru ríkissaksóknara 2. júlí 2010 var höfðað mál gegn endurupptökubeiðanda ásamt fjórum öðrum. Í ákæru var þeim öllum gefið að sök stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa í mars og apríl það ár staðið saman að innflutningi á samtals 1.594,43 g af k ókaíni til Íslands frá Spáni ætluðu til söludreifingar í ágóðaskyni. Fíkniefnin hafi verið falin í þremur ferðatöskum sem einn meðákærði endurupptökubeiðanda hafi flutt til landsins með farþegaflugi. Í ákærulið 1. í I. kafla ákæru var endurupptökubeiðanda gefið að sök að hafa lagt á ráðin um og fjármagnað að hluta innflutning fíkniefnanna ásamt meðákærða Æ og öðrum vitorðsmanni. Hann hafi sett sig í samband við meðákærða Æ í því skyni að finna einstakling til að flytja fíkniefni til landsins, afhent honum 5 .000 evrur til að greiða fyrir fíkniefnin og lagt til bifreið sem fíkniefnin hafi síðar verð sett í. Þá var honum gefið að sök að hafa sett sig í samband við vitorðsmanninn, sem var staddur á Spáni og gefið honum upp símanúmer meðákærða Þ. Var brot þetta í ákæru heimfært til 173. gr. a almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 1. gr. laga nr. 64/1974 og 1. gr. laga nr. 32/2001. 8. Í IV. kafla ákæru var endurupptökubeiðanda gefið að sök peningaþvætti með því að hafa um nokkurt skeið fram til fimmtudagsins 15. a príl 2010, á höfuðborgarsvæðinu aflað sér ávinnings að fjárhæð 4.675.370 króna og skartgripa að verðmæti 2.000.000 króna með sölu og dreifingu ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 30/2022 - 2 - ótiltekins magns ávana - og fíkniefna. Var brotið í ákæru heimfært til 1. mgr., sbr. 2. mgr. og 3. mgr. 264. gr. a lmennra hegningarlaga. 9. Ákærði var sakfelldur fyrir framangreind brot með dómi héraðsdóms 23. júlí 2010. Að því er varðar ætlað peningaþvætti kvaðst endurupptökubeiðandi fyrir héraðsdómi ekki kannast við að hafa fram til 15. apríl 2010 á höfuðborgarsvæðinu aflað sér ávinnings að fjárhæð 4.675.370 krónur og skartgripa að verðmæti 2.000.000 krón a með sölu og dreifingu ávana - og fíkniefna, svo sem honum var gefið að sök í ákæru . Að því er varði fjármál hans þá hafi hann fengið greiddar út slysabætur. Önnur grei ðslan hafi verið innt af hendi á árinu 2007 og hin á árinu 2009. Fyrri greiðslan hafi verið tæpar 3.000.000 króna en sú síðari 3.800.000 krónur. Þá hafi hann fengið greitt fyrir málningarvinnu sem hann hafi ekki gefið upp til skatts. Nánar segir um þetta í dómi héraðsdóms: Þá hafi hann stundað það að kaupa og selja mótorhjól og báta og hagnast af þeim viðskiptum. Einnig hafi hann lánað einstaklingum fjármuni með háum vöxtum. Þá hafi hann unnið einhverja fjármuni í Póker. Að því er varðar málningarvinnuna þá gæti [endurupptökubeiðandi] bent á verk sem hann hafi unnið fyrir móður sína. Fyrir dómi kvaðst [endurupptökubeiðandi] ekki eiga peninga er lögregla hafi lagt hald á og fundist hafi í bankahólfi sem skráð væri á föður [endurupptökubeiðanda] . Faðir [enduru pptökubeiðanda] ætti umrædda fjármuni. Hafi [endurupptökubeiðandi] sagt við yfirheyrslur hjá lögreglu að [endurupptökubeiðandi] ætti fjármunina. Það hafi hann gert til að vernda föður sinn, sem þá sat í gæsluvarðhaldi vegna gruns um aðild að málinu. Faðir [endurupptökubeiðanda] hafi lánað [endurupptökubeiðanda] 1.250.000 krónur og [endurupptökubeiðandi] látið föður sinn fá þá skartgripi sem fundist hafi í bankahólfinu að veði fyrir láninu. Er [endurupptökubeiðandi] gaf skýrslu hjá lögreglu 19. apríl 2010 kv aðst hann eiga verðmæti í bankahólfi sem skráð væri á föður [endurupptökubeiðanda] . Í svörtum kassa merktur - 4.000.000 króna er [endurupptökubeiðandi] ætti. Þá hafi hann fengið hring og ermahnappa með demöntum í sennilega að verðmæti 1.000.000 krónur. Umrædda muni hafi [endurupptökubeiðandi] fengið í viðskiptum. Við skýrslugjöf hjá lögreglu 29. apríl 2010 kvað [endurupptökubeiðandi] þá fjármuni er lögre gla hafði lagt hald á í peningahólfi sem skráð væri á föður [endurupptökubeiðanda] vera þannig til komna að hluti væri tryggingabætur sem hann hafi fengið greiddar. Þá hafi hann fengið söluhagnað við sölu á bát, en hann hafi keypt bát af gerðinni Jet í fél agi við vin sinn. Bátinn hafi þeir selt með hagnaði og skipt hagnaðinum á milli sín. 10. Í forsendum dóms héraðsdóms fyrir sakfellingu á peningaþvætti var vísað til þess að endurupptökubeiðandi hefði í skýrslutöku hjá lögreglu getað lýst með nokkuð greinargóðu m hætti þeim munum sem lögregla lagði hald á í bankahólfinu í Íslandsbanka. Hafi hann í tvígang lýst því hjá lögreglu að hann væri eigandi munanna. Hafi faðir endurupptökubeiðanda hins vegar ekki gert grein fyrir innihaldi verðmæta sem fundust í bankahólfi nu. Þegar þessi atriði væru virt teldi dómurinn sannað að endurupptökubeiðandi hafi verið eigandi þeirra muna sem fundust í hólfinu. Þá er í forsendum dómsins vísað til þess að lögreglan hefði ritað greinargerð um fjármál hans en samkvæmt henni næmi munur á ráðstöfunartekjum endurupptökubeiðanda og skráðum tekjum hans á árinu 2009 og fram til mars 2010 ríflega 17.000.000 króna. Hefði endurupptökubeiðandi ekki getað útskýrt þann mismun nema með þeim hætti að um hafi verið að ræða svarta atvinnustarfsemi og ö nnur óskráð viðskipti . Hefði hann hins vegar engin gögn getað lagt fram fullyrðingum sínum til stuðnings. Í forsendum dómsins er vísað til þess að verjandi endurupptökubeiðanda hafi í málflutningi vikið að því að gögn að baki greiningu lögreglu á fjármálum endurupptökubeiðanda lægju ekki frammi í málinu. Taldi héraðsdómur það ekki koma að sök þar sem lögreglan hefði lýst því yfir við aðalmeðferð málsins að þessi gögn væru til staðar ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 30/2022 - 3 - og að verjandi hefði getað óskað eftir framlagningu þeirra við aðalmeðferð i na . Vísaði dómurinn til þess að endurupptökubeiðandi ætti a ð baki sakaferil frá árinu 2003 og hefði frá því ári samtals fimm sinnum verið dæmdur eða gengist undir sáttir vegna brota gegn lögum um ávana - og fíkniefni. Hefði hann því í nokkur ár verið viðrið inn ólögleg ávana - og fíkniefni. Þegar þau atriði málsins væru virt að dómurinn teldi sannað að endurupptökubeiðandi hafi verið eigandi fjármunanna í bankahólfinu, að hann hefði haft mjög miklar ráðstöfunartekjur umfram skráðar tekjur sem hann hefði ekki g etað gefið trúverðugar skýringar á, að á heimili hans hafi fundist minnismiðar sem tengdust viðskiptum með ávana - og fíkniefni og loks að hann hefði ítrekað áður gerst sekur um brot gegn lögum um ávana - og fíkniefni, taldi dómurinn hafið yfir skynsamlegan vafa að hann hefði um nokkurt skeið fram til 15. apríl 2010 á höfuðborgarsvæðinu aflað sér ávinnings að fjárhæð 4.675.370 krónur og skartgripa að verðmæti 2.000.000 króna með sölu og dreifingu ótiltekins magns ávana - og fí kniefna. Var endurupptökubeiðandi því sakfelldur samkvæmt IV. kafla ákæru . Með dómi héraðsdóms var honum gert að sæta fangelsi í fjögur ár og sex mánuði en til frádráttar kæmi gæsluvarðhald hans frá 16. apríl 2010 til dómsuppsögudags. 11. Með dómi meirihluta H æstaréttar var endurupptökubeiðandi sýknaður af þeirri háttsemi sem honum var gefin að sök samkvæmt ákærulið 1. í I. kafla ákæru. Hann var á hinn bóginn sakfelldur fyrir brot gegn 1. mgr. 264. gr. almennra hegningarlaga samkvæmt IV. kafla ákæru . Í forsendu m dómsins var vísað til þess að á kvæði 1. mgr. 264. gr. almennra hegningarlaga, sbr. 4. gr. laga nr. 10/1997, eins og það var fyrir breytingu með 7. gr. laga nr. 149/2009, hefði verið skýrt svo að þótt áskilið væri að um ávinning væri að ræða af broti samk væmt almennum hegningarlögum yrði með tilliti til eðlis og tilgangs ákvæðisins ekki gerð sú krafa að nákvæmlega lægi fyrir hvert brotið væri, heldur yrði að meta í ljósi atvika hverju sinni hvort sýnt væri nægilega fram á að ávinningur væri ekki af lögmætu m toga, sbr. meðal annars dóm Hæstaréttar 8. nóvember 2001 í máli nr. 200/2001. Vísað var til þess að í athugasemdum með frumvarpi, sem leiddi til breytinga á 264. gr. almennra hegningarlaga með lögum nr. 149/2009, segði að þær raski í engu þeirri skýringu á 1. mgr. 264. gr. sem fram kæmi í nefndum dómi Hæstaréttar, en með rýmkun á gildissviði ákvæðisins væri á því byggt að sömu sjónarmið skyldu lögð til grundvallar þegar metið væri hvort ávinningur stafaði af broti samkvæmt öðrum refsilögum en almennum heg ningarlögum. Vísaði Hæstiréttur til þess að endurupptökubeiðandi hefði engar skýringar gefið á þeim verulega mun sem leiddur hefði verið í ljós með greiningu á fjármálum hans á ráðstöfunartekjum hans og skráðum tekjum árið 2009 og fram í mars 2010. Með vís an til þess og forsendna héraðsdóms yrði niðurstaða hans um sakfellingu endurupptökubeiðanda á peningaþvætti samkvæmt 1. mgr. 264. gr. almennra hegningarlaga staðfest . Með dómi Hæstaréttar var endurupptökubeiðanda gert að sæta fangelsi í tvö ár en til frád ráttar kæmi gæsluvarðhaldsvist frá 16. apríl 2010. Rökstuðningur málsaðila Rökstuðningur endurupptökubeiðanda 12. Endurupptökubeiðandi byggir á því að hann hafi verið ranglega sakfelldur fyrir peningaþvætti með dómi Hæstaréttar í máli nr. 495/2010. Við rannsókn málsins hafi lögreglan beitt hann hótunum hótunin verið sett fram til að knýja fram játningu eða skýringar á atvikum sem ekki hafi verið sannlei kanum samkvæmt. Nánar tiltekið hafi hótunin verið fólgin í því að hart hafi verið gengið að honum í yfirheyrslu og því hótað að faðir hans yrði gerður að aðalmanni í fíkniefna - og peningaþvættismálinu sem þá var til rannsóknar og leiddi til útgáfu fyrrgrei ndrar ákæru á hendur endurupptökubeiðanda. Með því hafi endurupptökubeiðandi verið beittur ólögmætri þvingun í ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 30/2022 - 4 - andstöðu við 3. mgr. 63. gr. laga nr. 88/2008 þar sem meðal annars segi að ekki megi beita sakborning ólögmætri þvingun í orði eða verki. 13. Þá vísar endurupptökubeiðandi til þess að lögreglan hafi engra gagna aflað um það hverjir hafi farið í umrætt bankahólf og á hvaða tíma. Engin rannsókn hafi heldur farið fram á því hvort fjárhagur föður endurupptökubeiðanda hafi verið þannig að hann gæti h afa átt þá peninga sem fundust í bankahólfinu. Faðir hans hafi jafnframt aldrei verið spurður um skartgripina og ástæður þess að þeir voru í bankahólfi hans. Endurupptökubeiðandi hafi aldrei játað að hann ætti þá peninga sem fundust í bankahólfinu en dómst ólar hafi hins vegar talið sannað að hann ætti þá þótt hann hefði verið sýknaður af ákærulið 1. í I. hluta ákæru svo sem fyrr hefur verið rakið. Lögreglan og ákæruvald þess leitt til þess að sönnunargögn meðal annars um fjárhag endurupptökubeiðanda hefðu verið talin sönnun þess að hann hafi átt þá fjármuni sem fundust í ba nkahólfinu. Þá hafi leitin og haldlagning á því sem fannst í bankahólfinu ekki ekki verið reist á dómsúrskurði og því verið ólögmæt. Með framangreindri háttsemi lögreglu hafi verið brotið gegn b - og d - liðum 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008. 14. Þá byggir end urupptökubeiðandi á því að þar sem engin gögn hafi verið lögð fram um fjárhag föður hans hafi dómstóll ekki getað metið á hlutlægan hátt hverjum féð og verðmætin í bankahólfinu tilheyrðu. Fyrir liggi skýrsla lögreglu 8. júní 2010 um fjármál föður hans en h ún sýni að eðlilegt samhengi hafi verið milli tekna hans og útgjalda. Þar með geti ekkert hrundið þeirri staðhæfingu föður hans við skýrslutöku á sínum tíma um að hann væri eigandi alls þess sem hafi verið í bankahólfinu. Samkvæmt því væri skilyrðum c - liða r 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 fyrir endurupptöku málsins jafnframt fullnægt. 15. Endurupptökubeiðandi byggir á því að hann hafi mátt þola gæsluvarðhaldsvist á lögreglustöðinni við Hverfisgötu við aðstæður sem hafi falið í sér ómannúðlegar og vanvirðandi meðferð í skilningi 68. gr. stjórnarskrárinnar. Um það er í endurupptökubeiðni vísað til þess að með dómi Hæstaréttar 16. mars 2017 í máli nr. 345/2016 hafi því verið slegið föstu að aðstæður í gæsluvarðhaldi hafi verið með þeim hætti en með þeim dómi var íslenska ríkinu gert að greiða föður endurupptökubeiðanda miskabætur vegna þvingunarráðstafana sem talið var að hefðu beinst að honum að ósekju á fyrstu mánuðum ársins 2010 í tengslum við rannsókn sem leiddi til fyrrgreindrar ákæru á hendur endurupptökubei ðanda. Að auki hafi honum verið dæmdar miskabætur þar sem brotið hafi verið gegn honum með ólögmætum og saknæmum hætti við handtöku hans og síðar í gæsluvarðhaldsvistinni sem hann sætti. Fyrir liggur að íslenska ríkinu var gert með dómi Hæstaréttar í máli nr. 345/2016 að greiða föður endurupptökubeiðanda 2.000.000 króna í miskabætur ásamt nánar tilgreindum vöxtum. 16. Endurupptökubeiðandi byggir loks á því að stjórn rannsóknar lögreglu hafi verið í höndum spilltra lögreglumanna, sem virðast hafa verið á mála hj á umsvifamiklum fíkniefnainnflytjendum. Þessu tengt er þess óskað í endurupptökubeiðni að aflað verði gagna frá þeim tíma sem rannsókn þessa máls fór fram. Sé það nauðsynlegt meðal annars í ljósi dóms Landsréttar 23. nóvember 2018 í máli nr. 78/2018 þar se m Z var sakfelldur fyrir nánar tilgreind brot í starfi en hann hafi verið honum og föður hans. Hafi það verið hann sem hafi hótað endurupptökubeiðanda á fyrrgreind an hátt í skýrslutöku lögreglu. ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 30/2022 - 5 - Rökstuðningur gagnaðila 17. Gagnaðili telur engin efni vera til að endurupptaka dóm Hæstaréttar. Er því mótmælt að lögreglan hafi hótað endurupptökubeiðanda að gera föður hans að sakborningi en um það er vísað til þess að faðir hans hafi haft stöðu sakbornings við rannsóknina svo sem fram komi í dómi Hæstaréttar í máli nr. 345/2016. Hafi endurupptökubeiðandi verið upplýstur um það við rannsókn málsins að grunur beindist jafnframt að föður hans. Að mati gagnaðila sé ekkert sem ben di til að endurupptökubeiðandi hafi verið beittur ólögmætri þvingun við rannsókn málsins né að lögregla, ákærandi eða dómari hafi haft í frammi refsiverða háttsemi í því skyni að fá fram þau málalok sem fengust með dómi Hæstaréttar í máli nr. 495/2010. Ski lyrðum b - eða c - liða 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 fyrir endurupptöku málsins sé því ekki fullnægt. 18. Þá vísar gagnaðili til þess að í dómi Hæstaréttar í máli nr. 345/2016 hafi verið komist að þeirri niðurstöðu að faðir endurupptökubeiðanda hafi ekki sý nt fram á að hann hafi verið eigandi þess sem fannst í umræddu bankahólfi. Hafi endurupptökubeiðandi ekki tilgreint neitt sem sannað geti þá fullyrðingu að lögregla og ákæruvald hafi haldið frá dómstólum öllum gögnum og skýringum föður endurupptökubeiðanda um uppruna þeirra verðmæta sem þar fundust. Skilyrðum c - liðar 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 fyrir endurupptöku málsins sé því ekki heldur fullnægt. 19. mála hj endurupptökubeiðanda. Þá hafi þau atvik sem dómur Landsréttar í fyrrgreindu máli nr. 78/2018 fjalli um öll átt sér stað síðar en 2010. Með hliðsjón af því sé ekki ástæða til að afla gagna um hvaða lögreglumenn hafi stýrt umræddri rannsókn. 20. Telur gagnaðili með vísan til framangreinds að engum skilyrðum 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 fyrir endurupptöku málsins sé fullnægt og beri því að hafna beiðninni. Niðurstaða 21. Um skilyrði fyrir endurupptöku sakamála sem dæmd hafa verið í Hæstarétti er fjallað í 232. gr. laga nr. 88/2008 en þar segir að Endurupptökudómur geti leyft samkvæmt beiðni að mál sem dæmt hefur verið í Landsrétti eða Hæstarétti verði tekið þar til meðferð ar og dómsuppsögu að nýju ef fullnægt er þeim skilyrðum sem greinir í 228. gr. Þar segir að Endurupptökudómur geti orðið við endurupptökubeiðni manns sem telur sig hafa verið ranglega sakfelldan, sakfelldan fyrir mun meira brot en það sem hann hafi framið eða telur refsingu bersýnilega ranglega ákvarðaða. Endurupptökubeiðandi byggir sem fyrr segir á því að hann hafi verið ranglega sakfelld ur fyrir peningaþvætti sem heimfært var til 1. mgr. 264 . gr. almennra hegningarlaga. 22. Hin efnislegu skilyrði fyrir endur upptöku eru sett fram í fjórum stafliðum í 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 en þar kemur fram að nægilegt sé að einu þeirra sé fullnægt. Samkvæmt því má líta á hvert eftirfarandi skilyrða sem sjálfstæða endurupptökuheimild: Fram eru komin ný gögn eða uppl ýsingar sem ætla má að hefðu verulega miklu skipt fyrir niðurstöðu málsins ef gögnin eða upplýsingarnar hefðu komið fram áður en dómur gekk, Ætla má að lögregla, ákærandi, dómari eða aðrir hafi haft í frammi refsiverða háttsemi í því skyni að fá fram þau málalok sem orðin eru, svo sem ef vitni eða aðrir hafa vísvitandi borið ranglega fyrir dómi eða fölsuð skjöl verið lögð fram og það hefur valdið rangri niðurstöðu málsins, ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 30/2022 - 6 - Verulegar líkur eru leiddar að því að sönnunargögn sem færð voru fram í máli hafi v erið rangt metin svo að áhrif hafi haft á niðurstöðu þess, Verulegir gallar hafi verið á meðferð máls þannig að áhrif hafi haft á niðurstöðu þess. 23. Við mat á því hvort skilyrði séu til þess að fallast á beiðni endurupptökubeiðanda er til þess að líta að ák væði 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 um heimild til endurupptöku dæmdra sakamála felur í sér undantekningu frá þeirri meginreglu að dómar séu endanlegir. Af því leiðir að varfærni er beitt við mat á því hvort skilyrðunum teljist vera fullnægt. Því til sa mræmis er gerð sú krafa samkvæmt a - lið 1. mgr. 228. gr. að fram séu komin ný gögn eða upplýsingar sem ætla má að hefðu hátt þurfa samkvæmt d - lið 1. mgr. 228. gr að áhrif hafi haft á niðurstöðu þess, svo til álita komi að endurupptaka dæmt sakamál á þeim grunni. Þá þurfa samkvæmt c - sem færð voru fram í máli hafi verið rangt metin svo að áhrif hafi haft á niðurstöðu þess. 24. Sem fyrr greinir byggir endurupptökubeiðandi í fyrsta lagi á því að hann hafi verið beittur ólögmætri þvingun í andstöðu við 3. mgr. 63. gr. laga nr. 88/2008 við rannsók n málsins hjá lögreglu en um það vísar hann til þess að lögreglan hafi hótað að gera föður hans að sakborningi við rannsókn málsins og að hann yrði rannsakaður sem aðalmaður varðandi hina ætluðu refsiverðu háttsemi. Hafi hótunin verið sett fram til að knýj a fram játningu eða skýringar á atvikum sem ekki hafi verið sannleikanum samkvæmt . 25. Í gögnum málsins liggur fyrir endurrit af skýrslu sem tekin var hjá lögreglu af endurupptökubeiðanda við rannsókn málsins 19. apríl 2010 þar sem hann var spurður að því hvo rt hann kannaðist við tösku sem fannst á heimili föður hans og grunur lék á að notuð hefði verið til innflutnings á fíkniefnum. Í skýrslutökunni er endurupptökubeiðandi upplýstur um að faðir hans væri ft eftir endurupptökubeiðanda að hann viti að faðir hans tengist ekki þessu máli. Af endurriti skýrslutökunnar má ráða að þá hafi verið sagt við máli. Það eru bara 26. Af gögnum málsins verður ráðið að þegar framangreind skýrsla var tekin af endurupptökubeiðanda 19. apríl 2010 hafði faðir hans verið handtekinn. Nánar tiltekið hafði handtakan átt s ér stað 11. apríl 2010 eftir að umrædd taska fannst í geymslu sem tilheyrði íbúð föður hans en við skýrslutöku af honum þann dag upplýsti hann að auk annarra hefði endurupptökubeiðandi haft aðgang að geymslunni. Við skýrslutöku hjá lögreglu 11. og 14. aprí l naut faðir endurupptökubeiðanda stöðu sakbornings og var verjandi hans viðstaddur skýrslutökurnar svo sem nánar er rakið í dómi Hæstaréttar í máli nr. 345/2016. 27. Í ljósi þess sem að framan er rakið verður ekki talið að unnt sé að líta svo á að sá sem lei ddi skýrslutökuna af endurupptökubeiðanda 19. apríl 2010 hafi með tilvitnuðum orðum um réttarstöðu föður hans við rannsóknina farið með ósannindi eða verið að beita hann ólögmætri þvingun í andstöðu við 3. mgr. 63. gr. laga nr. 88/2008. Þá er til þess að l íta um þetta að endurupptökubeiðandi játaði aldrei þau brot sem hann var grunaður um og síðar ákærður fyrir. Var sakfelling hans fyrir brot gegn 1. mgr. 264. gr. almennra hegningarlaga byggð á heildstæðu sönnunarmati Hæstaréttar sem rakið er hér að framan í málsgrein 1 1 en að hluta til vísað i rétturinn til forsend n a héraðsdóms sem raktar eru í málsgrein 10 . Svo sem þar kemur fram viðurkenndi endurupptökubeiðandi í tvígang við skýrslutöku hjá lögreglu að hafa átt þau verðmæti sem fundust ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 30/2022 - 7 - í bankahólfinu en hafnaði því ávallt að þau væru ávinningur brota hans. Voru síðari skýringar hans á því fyrir dómi að hann ætti ekki þessi verðmæti ekki metnar trúverðugar meðal annars með vísan til þess að hann hefði áður en hann var upplýstur um hvað væri í bankahólfinu getað lýst því sem þar fannst með nokkuð greinargóðum hætti andstætt því sem gilti um föður hans. Verður e kki ráðið af gögnum málsins að endurupptökubeiðandi hafi með ósannindum, ólögmætri þvingun eða á annan hátt verið knúinn eða blekktur til þess að lýsa því sem þar var að finna. Verður samkvæmt því ekki fallist á að framangreint geti leitt til þess að talið verði að skilyrðum b - og d - liða 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 til endurupptöku málsins teljist fullnægt. 28. Ekki verður fallist á að forsendur séu til að fallast á beiðni um endurupptöku þótt greining fjármála föður endurupptökubeiðanda frá 8. júní 20 1 0 hafi ekki legið fyrir Hæstarétti. Af greiningunni verður ráðið að fram hafi komið að eðlilegt samhengi væri milli tekna og útgjalda föður s. Um þetta er til þess að líta að í dómi Hæstaréttar í máli nr. 345/2016 var komist að þeirri niðurstöðu að faðir endurupptökubeiðanda hefði ekki fært sönnur á að hann hafi átt þau verðmæti sem fundust í bankahólfinu. Var af þeim sökum lagt þar til grundv allar í dóminum að hann hefði við skýrslutöku hjá lögreglu skýrt rangt frá er hann kvaðst vera eigandi þeirra. Hefði af þeim sökum verið tilefni til að krefjast gæsluvarðhalds yfir honum 11. apríl 2010 á grundvelli a - liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 uns tóm gæfist til að leita í bankahólfinu. Hefur dómurinn fullt sönnunargildi um þessi málsatvik þar til hið gagnstæða sannast, sbr. 4. mgr. 186. gr. laga nr. 88/2008. Af þessu leiðir óhjákvæmilega að ekki verður f allist á að verulegar líkur hafi verið le iddar að því með framlagningu greiningar á fjármálum föður endurupptökubeiðanda frá 8. júní 2010 og gögnum sem henni tengjast að sönnunargögn sem færð voru fram í máli endurupptökubeiðanda um eignarhald hans á verðmætunum í bankahólfinu hafi verið rangt me tin svo að áhrif hafi haft á niðurstöðu þess, sbr. áskilnað c - liðar 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008. Í því samhengi er jafnframt litið til þess að af forsendum dóms Hæstaréttar í máli nr. 495/2010 verður skýrlega ráðið að niðurstaðan um að endurupptökube iðandi teldist vera eigandi þeirra réðst af heildstæðu mati á sönnunar gögnum málsins, þar með talið því sem fyrr greinir um lýsingu hans sjálfs á því sem fannst í bankahólfinu svo sem fyrr er rakið og kom fram í forsendum héraðsdóms sem rétturinn vísað i ti l. Þá var í forsendum dómsins vísað til þess að endurupptökubeiðandi hefði engar skýringar gefið á þeim verulega mun sem leiddur hefði verið í ljós með greiningu á fjármálum hans á ráðstöfunartekjum hans og skráðum tekjum árið 2009 og fram í mars 2010. Kem ur fram í dómi Hæstaréttar að gögn sem lágu til grundvallar greiningu á fjármálum endurupptökubeiðanda hefðu verið lögð fram í Hæstarétti en verjandi hans hafði gert athugsemdir við að þau gögn lágu ekki fyrir héraðsdómi. 29. Í málinu hefur ekkert komið fram sem bendir til þess að verulegir gallar hafi verið á málinu þannig að áhrif hafi haft á niðurstöðu þess í skilningi d - liðar 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008. Breytir ekki þeirri niðurstöðu þótt fram komi í dómi Hæstaréttar í máli nr. 345/2016 að úrskurðu r héraðsdóms 11. apríl 2010 um að fjármálafyrirtækjum væri skylt að láta lögreglu í té allar upplýsingar um bankareikninga, bankahólf og fleira í eigu föður endurupptökubeiðanda hafi ekki heimilað leit sem var gerð í bankahólfinu degi síðar. Er um síðastne fnt meðal annars horft til þess að lagt hefur verið til grundvallar í dómaframkvæmd Hæstaréttar að í íslensku réttarfari gildi ekki sú regla að sönnunargögn hafi fortakslaust ekkert gildi ef þeirra hefur verið aflað andstætt lögum, sbr. til hliðsjónar dóma Hæstaréttar 17. september 2020 í máli nr. 54/2019 og 3. mars 2006 í máli nr. 97/2006. Svo sem fram kemur í dómi Hæstaréttar í máli nr. 54/2019 á þetta sér stoð í þeirri grundvallarreglu sakamálaréttarfars að leiða skuli hið sanna í ljós. Verður samkvæmt þ ví ekki fallist á að líkur standi til þess að önnur niðurstaða hefði fengist í máli Hæstaréttar nr. 495/2010 þótt við ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 30/2022 - 8 - rekstur þess hefði legið ótvírætt fyrir að dómsúrskurð hafi skort til leitar í bankahólfinu, svo sem áskilið er í 1. mgr. 75. gr. laga nr. 88/2008 þegar ekki liggur fyrir ótvírætt samþykki eiganda eða umráðamanns. 30. Endurupptökubeiðandi byggir á því að hann hafi mátt þola gæsluvarðhaldsvist á lögreglustöðinni við Hverfisgötu við aðstæður sem hafi falið í sér ómannúðlega og vanvirðandi meðferð í skilningi 68. gr. stjórnarskrárinnar. Að í dómi Hæstaréttar í máli nr. 345/2016 hafi því verið slegið föstu að aðstæður í gæsluvarðhaldi hafi verið þannig hjá föður hans en hið sama gildi um endurupptökubeiðanda . 31. Samkvæmt fyrirliggjandi gögnum var endur upptökubeiðandi handtekinn í Flugstöð Leifs Eiríkssonar 15. apríl 2010 og færður á lögreglustöðina á Suðurnesjum þar sem hann var vistaður í eina nótt. Daginn eftir var hann sóttur og færður á lögreglustöðina á Hverfisgötu í Reykjavík þar sem fyrir liggur að hann var yfirheyrður 19. og 20. apríl sama ár. Samkvæmt útprentun úr dagbók lögreglu sem var lögð fram hér fyrir dómi var endurupptökubeiðandi vistaður á lögreglustöðinni á Hverfisgötu frá 16. til 23. apríl 2010 er hann var færður til vistunar á Litla - H raun. 32. Í dómi Hæstaréttar í máli nr. 345/2016 var meðal annars komist að þeirri niðurstöðu að ekki hefðu verið forsendur til að vista föður endurupptökubeiðanda í gæsluvarðhaldi á lögreglustöðinni á Hverfisgötu á tímabilinu 13. til 21. apríl 2010. Þá hefði leit í fyrrgreindu bankahólfi verið lokið og taska sem fannst í geymslu hans verið afhent tæknideild lögreglustjórans til rannsóknar. Hefðu lög ekki staðið til þess að halda honum lengur í gæslu af þeirri ástæðu einni að sonur hans, endurupptökubeiðandi, hefði þá enn verið frjáls ferða sinna. Vegna þess ætti hann rétt til bóta vegna þeirrar gæsluvarðhaldsvistar. Þá var vísað til þess að samkvæmt 4. mgr. 3. gr. þágildandi laga nr. 49/2005 væri einungis heimilt að vista gæsluvarðahaldsfanga í skamman tíma í fangageymslu lögreglu og þá ekki lengur en í fjóra sólarhringa nema sérstakar ástæður væru fyrir hendi, sbr. nú 4. mgr. 17. gr. laga nr. 15/2016 um fullnustu refsinga. Var talið að vegna lélegra aðstæðna í þeirri fangageymslu sem faðir hans var vistaður í hefði ekki mátt vista hann þar lengur en í fjóra sólarhringa auk þess sem vafi væri á hvort almennt hafi verið heimilt að vista gæsluvarðhaldsfanga við þær aðstæður sem þar voru. Var það talin vanvirðandi meðferð gagnvart honum að hafa verið látinn sæta sl íkum aðbúnaði meðan hann sat í gæsluvarðhaldi. 33. Eins og fyrr er rakið liggur fyrir að endurupptökubeiðandi var vistaður í fangageymslu lögreglunnar á Hverfisgötu á tímabilinu 16. til 23. apríl 2010. Samkvæmt því var hann vistaður þar í samtals sjö sólarhringa að stórum hluta til á sama tíma og faðir han s. Jafnvel þótt lagt sé til grundvallar að sú vist hafi í öllu verið sambærileg við vist föður hans á fyrrgreindum tíma og þannig jafnframt verið vanvirðandi gagnvart honum verður ekki ráðið af gögnum málsins að hún hafi haft áhrif á sakfellingu endurupptö kubeiðanda í dómi Hæstaréttar í máli nr. 495/2010. Er þá meðal annars litið til þess að hann neitaði frá upphafi sök samkvæmt ákæru og bar því við fyrir dómi að hann ætti ekki þau verðmæti sem fundust í bankahólfinu. Komst Hæstiréttur engu að síður að þeir ri niðurstöðu á grundvelli heildstæðs sönnunarmats á gögnum málsins að hann ætti verðmætin. Með dómi Hæstaréttar í máli nr. 345/2016 var því sem fyrr segir slegið föstu að faðir endurupptökubeiðanda hefði við skýrslutöku hjá lögreglu skýrt rangt frá er han n kvaðst vera eigandi verðmætanna. Þá neitaði endurupptökubeiðandi því ávallt að verðmætin sem fundust í bankahólfinu væru afrakstur afbrota og færði fram ýmsar skýringar á uppruna þeirra svo sem fyrr er rakið. Eins og atvikum máls háttar verður ekki falli st á að þýðingu hafi í þessu sambandi þótt fyrir liggi að endurupptökubeiðandi hafi lýst því yfir í skýrslutöku hjá lögreglu á þeim tíma sem hann var vistaður á lögreglustöðinni að hann væri eigandi þeirra verðmæta sem fundust í bankahólfinu og að sú viður kenning kunni að hafa haft áhrif á heildstætt sönnunarmat dómsins. Er þá litið til þess ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 30/2022 - 9 - sem fyrr greinir um að ekki megi ráða af gögnum málsins að sú viðurkenning hans hafi verið reist á ólögmætri þvingun eða þrýstingi frá rannsakendum málsins. Er þá jafnf ramt litið til þess að endurupptökubeiðandi gaf sjálfur þá skýringu fyrir þeirri viðurkenningu að um hafi verið að ræða stöðu sakbornings, meðal annars vegn a þess að hann var skráður fyrir bankahólfinu. Samkvæmt þ essu verður ekki fallist á , eins og atvikum máls háttar, að dómur Hæstaréttar í máli nr. 345/2016 þar sem því var slegið föstu að aðstæður í fangageymslu á lögreglustöðinni á Hverfisgötu hafi á umræd dum tíma verið óboðlegar og vanvirðandi gagnvart föður hans, renni stoðum undir að fullnægt sé skilyrðum 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 til endurupptöku málsins. 34. Endurupptökubeiðandi byggir loks á því að stjórn rannsóknar lögreglu hafi verið í höndum þessu samhengi er meðal annars vísað til dóms Landsréttar í máli nr. 78/2018 þar sem Z var endurupptökubeiðanda og komið að flestum yfirheyrslum yfir honum og föður hans. 35. Um framangreint er þess að geta að dómur Landsréttar í máli nr. 78/2018 varðar atvik sem áttu sér stað eftir 2010 og varðar ekki þá atburði se m fjallað er um í dómi Hæstaréttar í máli nr. 495/2010. Þá hafa engin gögn verið lögð fram sem bera með sér að lögreglumenn sem stjórnuðu rannsókn í máli endurupptökubeiðanda hafi haft í frammi refsiverða háttsemi í því skyni að fá fram þau málalok sem fen gust með dómi Hæstaréttar í máli nr. 495/2010 en samkvæmt því verður ekki fallist á skilyrðum b - liðar 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 fyrir endurupptöku málsins sé fullnægt. 36. Samkvæmt öllu framangreindu verður ekki fallist á að skilyrðum 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 fyrir endurupptöku dóms Hæstaréttar í máli nr. 495/2010 sé fullnægt. Verður beiðni endurupptökubeiðanda því hafnað . 37. Endurupptökubeiðanda óskaði sem fyrr greinir ekki eftir að honum yrði skipaður verjandi vegna meðferðar málsins fyrir Endur upptökudómi, sbr. heimild í 1. mgr. 230. gr., sbr. 2. mgr. 232. gr. laga nr. 88/2008. Verður þóknun verjanda samkvæmt lokamálslið 1. mgr. 230. gr. því ekki úrskurðuð. Úrskurðarorð: Beiðni endurupptökubeiðanda, Guðlaugs Agnars Guðmundssonar , um endurupptöku á máli Hæstaréttar nr. 495/2010 frá 2. desember 2010 hvað hann varðar, er hafnað.