Úrskurður föstudaginn 21. júní 2024 í máli nr . 15/2023 Endurupptökubeiðni A 1. Dómararnir Aðalsteinn E. Jónasson, Eyvindur G. Gunnarsson og Stefán Geir Þórisson kveða upp úrskurð í máli þessu. 2. Með beiðni sem barst Endurupptökudómi 21. desember 2023 fór endurupptökubeiðandi, A, Hæstarétti 17. september 2015 . 3. Gagnaðilar, B , C og D , krefjast þess að beiðni endurupptökubeiðanda verði hafnað auk málskostna ðar fyrir Endurupptökudómi. 4. Gagnaöflun lauk í málinu 10. maí 2024 . Málsatvik 5. Atvik máls varða skipti á dánarbúi E , sameiginlegs föður gagnaðila og endurupptökubeiðanda. E lést í 2007 en hafði setið í óskiptu búi F , móður gagnaðila, sem lést í 2002. 6. Skömmu eftir andlát E var gengið frá beiðni til einkaskipta. Í erfðafjárskýrslu og einkaskiptagerð 31. júlí 2007 var kveðið á um að hrein eign til skipta hefði þá verið samtals 215.441.085 krónur. Lýstu erfingjar yfir með undirritun sinni að í eink askiptagerðinni væri að finna tæmandi talningu á eignum og skuldum dánarbúsins. Við skipti á dánarbúinu reiknaðist hlutur hvers gagnaðila 29,17% en endurupptökubeiðanda 12,5%. Fékk endurupptökubeiðandi greiddar 26. 529.625 krónur í arf við uppgjör einkaskip tanna. 7. Atvikum er lýst svo í dómi Hæstaréttar að með bréfi 28. desember 2009 hefði nafngreindur héraðsdómslögmaður tjáð sýslumanni að eftir andlát föður málsaðila hafi komið fram eignir hans við tiltekinn erlendan banka og tekjur af þeim sem erfingjum hefð i ekki verið kunnugt um. Hefði því ekki verið tekið tillit til þessara eigna við fyrrgreind einkaskipti, en andvirði þeirra hefði numið 4.037.178.939 krónum. Hefði af þessu tilefni verið óskað eftir að einkaskiptin yrðu tekin upp en þess hefði jafnframt ve rið getið að skattstjóra hefði verið greint frá þessum atvikum og honum afhent ný skattframtöl fyrir E og dánarbú hans til þess að taka upp álagningu opinberra gjalda vegna gjaldáranna 2004 til 2010. Í framhaldi af því hefðu aðilar undirritað nýja erfðafjá rskýrslu 29. janúar 2010 sem sýslumaður samþykkti 18. febrúar sama ár. Samkvæmt skýrslunni hefði andvirði viðbótareigna dánarbúsins numið fyrrgreindri fjárhæð en til frádráttar hefðu komið endurálagðir skattar og kostnaður, 309.398.738 krónur, þannig að ti l skipta hefðu staðið 3.727.780.201 króna. Arfshlutur endurupptökubeiðanda hefði verið 12,5% af þeirri fjárhæð eða 465.972.525 krónur en erfðafjárskattur af honum 23.298.626 krónur. ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 15/2023 - 2 - 8. igna þeirra samtals fyrrnefndar endurálögð gjöld, kostnaður og erfðafjárskattur, samtals að fjárhæð 494.737.748 krónur. Í samkomulaginu hefði síðan sagt eftirfarandi: Aðilar eru sammála um að ekki liggur fyrir hvað raunverulegt verðmæti skuldabréfaeignar og einingabréfa í fjárfestingasjóðum er miðað við innlausn svo fljótt sem auðið er eða hversu fljótt slík innlausn er möguleg. Að öllu framansögðu hafa undirritaðir er fingjar komist að samkomulagi um að við skiptin skuli greiða [endurupptökubeiðanda] með afhendingu á innistæðubréfi í Banque de Havilland samtals að fjárhæð íslenskar krónur 315.000.000 inn á bankareikning sem hann tilnefnir í Banque de Havilland innan svo fljótt sem auðið er eftir undirritun samkomulags þessa. [ B , C og D ] munu hlutast til um að framangreint innistæðubréf skuli fært af reikningum í þeirra nafni inn á nafn [endurupptökubeiðanda]. Aðrir erfingjar skulu þá teljast réttir eigendur að öðrum eign um sem falla undir þessi viðbótarskipti dánarbúsins og á [endurupptökubeiðandi] ekki frekari kröfur á dánarbúið eða aðra erfingja dánarbúsins. Aðilar eru sammála um að [endurupptökubeiðandi] skuli ekki bera neinn frekari kostnað af skiptum dánarbúsins. Með undirritun samkomulags þessa lýsa erfingjar því jafnframt yfir að þeim sé ekki kunnugt um neinar frekari eignir sem talist geti fallið undir dánarbúið. 9. Í febrúar 2011 hóf skattrannsóknarstjóri rannsókn á skattskilum E , dánarbú i hans og erfingja. Þeirri ra nnsókn mun hafa lokið 2012 með skýrslu sem send var ríkisskattstjóra 29. október sama ár þar sem ýmsar athugasemdir voru gerðar. Rúmlega ári síðar, í bréfi 22. október 2013, lýsti ríkisskattstjóri því hins vegar yfir að hann teldi ekki ástæðu til að aðhafast frekar í máli dánarbúsins. 10. Endurupptökubeiðandi fór í skýrslutöku hjá skattrannsóknarstjóra 4. mars 2011 í tilefni af fyrrgreindri rannsókn. Mun hann fyrst þá hafa fengið ávinning af því að gagnaði lar hefðu haft vitneskju um viðbótareignir dánarbúsins þegar árið 2007. Fram að því hefði hann staðið í þeirri trú að það hefði fyrst verið 2009 í aðdraganda þess að beðið var um endurupptöku á skiptum dánarbúsins. Hefði hann fengið afrit af skýrslu skattr annsóknarstjóra sem hefði meðal annars að geyma upplýsingar um að gagnaðilar hefðu skipt á milli sín umræddum viðbótareignum í september 2007. Hefðu þau haldið þessum eignum leyndum fyrir sér allt til áramóta 2009 og 2010. Hefðu eignirnar verið færðar á re ikninga í þeirra eigu árið 2007. Teldi endurupptökubeiðandi að með þessu hefðu gagnaðilar brotið gegn rétti hans þar sem þau hefðu þegar árið 2007 átt að óska eftir endurupptöku dánarbússkiptanna í stað þess að bíða með það í allan þennan tíma. Þá hefði le gið fyrir að gagnaðilar hefðu að einhverju marki nýtt innstæður þessara reikninga, þótt þær fjárhæðir hefðu ekki komið fram með skýrum hætti í skýrslu skattrannsóknarstjóra. Það fé sem gagnaðilar hefðu þannig nýtt í eigin þágu fyrir endurupptöku skiptanna hefði ekki skilað sér inn í búið. Krafðist endurupptökubeiðandi leiðréttingar á þessu. 11. Endurupptökubeiðandi höfðaði af framangreindu tilefni mál á hendur gagnaðilum 19., 20. og 27. desember 2013. Krafðist hann þess aðallega að þeim yrði gert að greiða sér óskipt 485.708.301 krónur, til vara 345.622.625 krónur en til þrautavara 315.000.000 krónur með vöxtum samkvæmt III. kafla laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, allt að frádreginni innborgun að fjárhæð 315.000.000 króna samkvæmt fyrrgreindu samkomula gi 2. maí 2010. 12. Verður ráðið af dómi Hæstaréttar að endurupptökubeiðandi hafi byggt fyrrgreindar kröfur sínar á því að í ágúst 2007 hefðu legið fyrir eignir sem tilheyrðu dánarbúinu sem hafi orðið að engu í ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 15/2023 - 3 - bankahruninu í október 2008. Hefði hann átt tilka ll til hluta þessara eigna í ágúst 2007 og getað ráðstafað þeim þá eða síðar fyrir hrun ef gagnaðilar hefðu farið að lögum. Þá hefði í tilgreiningu eigna í erfðafjárskýrslunni sem var gerð í tilefni af endurupptöku dánarbúsins í lok árs 2009 og í kynningu á eignum búsins fyrir undirritun hennar, ekkert tillit verið tekið til ráðstöfunar gagnaðila á fjármunum búsins í eigin þarfir allt frá því að þau hefðu fært innstæður af reikningi búsins yfir á eigin reikninga í september 2007. Fyrir hafi legið að þau hef ðu byrjað að ráðstafað eignum sem hefðu tilheyrt dánarbúinu þegar í september 2007. Um lagarök var í málatilbúnaðinum í héraði um framangreindar málsástæður vísað til meginreglna erfðalaga nr. 8/1962 og laga nr. 20/1991 um skipti á dánarbúum o.fl. 13. Gagnaðil ar kröfðust sýknu af kröfum endurupptökubeiðanda með vísan til þess að þau hefðu upplýst hann um allar eignir búsins sem hefðu komið í ljós eftir fyrri skiptin. Hefði hann haft aðgang að öllum upplýsingum um eignasafnið, verðmæti þess, samsetningu og breyt ingar á því allt frá árinu 2003 og fram til þess að gengið var frá skiptum á því gagnvart endurupptökubeiðanda með fyrrgreindu samkomulagi 2. maí 2010. Þá hefðu þau ekki skipt eignum dánarbúsins niður á reikninga í þeirra nafni í september 2007 heldur hefð i það verið gert af hálfu bankans án þeirra aðkomu. Hefðu þau því ekki brotið gegn ákvæðum laga nr. 20/1991 vegna millifærslu eigna af reikningi E á reikninga í þeirra nafni. Þá hefði endurupptökubeiðandi með eldra samkomulagi 27. janúar 2006 afsalað sér f rekari erfðakröfum á hendur E , búi hans eða hálfsystkinum. Hefðu gagnaðilar ákveðið að líta framhjá því eftir að umræddar viðbótareignir komu fram eftir upphaflegu einkaskiptin og gert samkomulagið 2. maí 2010 umfram skyldu. Væri því ljóst að endurupptökub eiðandi ætti engar frekari kröfur á hendur dánarbúinu eða þeim. 14. Með dómi héraðsdóms 22. október 2014 voru gagnaðilar sýknaðir af kröfum endurupptökubeiðanda. Taldi héraðsdómur sannað með vísan til vitnisburðar endurskoðanda og lögmanns, sem aðstoðuðu málsa ðila við einkaskiptin, að endurupptökubeiðandi hefði haft fullnægjandi aðgang að fyrirliggjandi upplýsingum um stöðu dánarbúsins vegna viðbótareigna sem hefðu komið fram 2007. Þá hefði vitni sem starfaði við eignastýringu fyrir E í bankanum upplýst fyrir d ómi að umræddir þrír bankareikningar, í eigu gagnaðila, hefðu verið stofnaðir að frumkvæði bankans og án þeirra aðkomu. 15. Niðurstaða héraðsdóms var staðfest með dómi Hæstaréttar í máli nr. 8/2015. Segir í forsendum dómsins að í hinum áfrýjaða dómi hefði veri ð lagt til grundvallar að með framburði fyrrgreindra tveggja vitna, sem hefðu veitt málsaðilum sérfræðilega aðstoð, meðal annars í samskiptum við skattyfirvöld og sýslumann, teldist sannað að endurupptökubeiðandi hefði haft fullnægjandi aðgang að upplýsing um um eignir dánarbúsins fyrir gerð samkomulagsins 2. maí 2010. Var sú niðurstaða héraðsdóms staðfest með vísan til forsendna. Þá segir að endurupptökubeiðanda hefði verið frjálst að ráðstafa hagsmunum sínum með samningi við aðra erfingja E um að falla frá arfstilkalli sínu að hluta og um uppgjör á arfinum með greiðslum úr hendi þeirra. Þá segir: Samkvæmt héraðsdómsstefnu byggði [endurupptökubeiðandi] ekki á því að ákvæði III. kafla laga nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga eða aðrar rétt arreglur gætu leitt til þeirrar niðurstöðu að hann yrði óbundinn af samkomulagi sínu 2. maí 2010 við [gagnaðila] og getur hann ekki komið slíkum málsástæðum að fyrir Hæstarétti, sbr. 2. mgr. 163. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Niðurstaða hins á frýjaða dóms verður því staðfest. 16. Samkvæmt framangreindu byggði endurupptökubeiðandi málatilbúnað sinn ekki á málsástæðum um að efni væru til að víkja samkomulaginu 2. maí 2010 til hliðar í heild eða að hluta á grundvelli ógildingarreglna samningaréttar. ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 15/2023 - 4 - R ökstuðningur málsaðila Rökstuðningur endurupptökubeiðanda 17. Endurupptökubeiðandi krefst endurupptöku máls á grundvelli nýrra gagna sem komu fram eftir að dómur Hæstaréttar var kveðinn upp. Um aðdraganda þess að gögnin komu fram vekur endurupptökubeiðandi sérstaka athygli á að hann hefði beint áskorun til gagnaðila í greinargerð til Kaupþingi Luxemborg og sporgöngubanka hans árin 2007 til 2010 ásamt staðfestingu bankans á orðið við þeirri áskorun og gögnin því ekki verið meðal málsgagna við meðferð málsins þar. 18. Segir í endurupptökubeiðni að 2018 hefði þáverandi lögmaður endurupptökubeiðanda gert gangskör að því að fá aðgang að bankareikningsyfirlitum hjá héraðssaksóknara e n þeirri málaleitan hefði verið synjað 25. maí sama ár. Hefði endurupptökubeiðandi þá krafist þess í bréfi til héraðssaksóknara 27. apríl 2020 að lögreglurannsókn færi fram á ætluðum fjársvikum gagnaðila með gerð samkomulagsins 2. maí 2010. Hefði héraðssak sóknari tilkynnt 7. júlí 2020 að rannsóknin hefði verið felld niður. Hefði hann óskað eftir rökstuðningi fyrir þeirri ákvörðun 16. júlí sama ár og degi síðar að hann fengi afrit af þeim skýrslum sem voru teknar við rannsókn málsins. Í svari héraðssaksóknar a 20. sama mánaðar hefði sá rökstuðningur verið veittur fyrir þeirri ákvörðun að fella málið niður, að framburður sakborninga og vitna hefð i ekki rennt stoðum undir fullyrðingar endurupptökubeiðanda um ætluð fjársvik og að ekki yrði talið að frekari rannsó kn myndi upplýsa málið frekar. Hefði því ekki verið grundvöllur fyrir áframhaldandi rannsókn málsins. Hefði þar jafnframt komið fram að teknar hefðu verið skýrslur af gagnaðilum og fyrrgreindum þremur vitnum við meðferð málsins í héraði. Hefði honum hins v egar verið synjað um aðgang að þeim gögnum. 19. Kemur fram í endurupptökubeiðni að endurupptökubeiðandi hafi kært framangreinda ákvörðun héraðssaksóknara um að fella rannsókn málsins niður til ríkissaksóknara 19. ágúst 2020 en hann hefði staðfest ákvörðun héra ðssaksóknara 3. nóvember sama ár. Endurupptökubeiðandi hafi sent kvörtun til umboðsmanns Alþingis 10. febrúar 2021 sem hafi vakið athygli hans 25. júní 2021 á þeim möguleika að senda kæru til ríkissaksóknara vegna synjunar héraðssaksóknara á beiðni um afhe ndingu fyrrgreindra gagna sem hann hefði gert 6. júlí sama ár. Ríkissaksóknari hefði hins vegar hafnað þeirri kæru með vísan til þess að kærufrestur hefði þá verið liðinn. Í kjölfar þess að umboðsmaður hafi gert athugasemdir við málsmeðferð ríkissaksóknara á síðastnefndri beiðni endurupptökubeiðanda hefði hann hins vegar loks fengið umrædd rannsóknargögn send 17. ágúst 2022. Hefur síðastnefnt bréf verið lagt fram hér fyrir dómi ásamt lögregluskýrslum sem teknar voru af gagnaðilum 29. og 30. apríl 2020 og 5. maí sama ár af fyrrgreindum lögmanni sem veitti málsaðilum sérfræðiaðstoð við einkaskiptin. Segir í endurupptökubeiðni að endurupptökubeiðandi hafi í kjölfar móttöku gagnanna farið fram á það við héraðssaksóknara að rannsókn málsins yrði tekin upp á ný en þeirri beiðni hafi verið hafnað 2. janúar 2023. Hafi hann þá sent kvörtun á ný til umboðsmanns sem hefði tilkynnt honum 19. júlí sama ár að hann myndi ekki aðhafast frekar vegna málsins. 20. Endurupptökubeiðandi byggir endurupptökubeiðni sína einkum á því að framangreind ný gögn varpi skýru ljósi á að hann hefði ekki verið rétt upplýstur um eignir dánarbúsins í aðdraganda þess að gengið var frá samkomulaginu 2. maí 2010. Beri gögnin með sér að eignum hafi vísvitandi verið haldið fyrir utan dánarbússkiptin og h ann hafi þar með verið blekktur. Liggi nú fyrir að gagnaðilar hafi nýtt fjármuni á tímabilinu 2007 til 2009 sem með réttu tilheyrðu dánarbúinu. Hefði einn ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 15/2023 - 5 - gagnaðila þannig beinlínis upplýst við skýrslugjöf hjá lögreglu um millifærslu að jafnvirði um 50.000 .000 króna til sín, sem með réttu hefði átt að vera hluti þeirra eigna sem áttu að koma til skipta. Þá bæru gögnin með sér ýmsar frekari millifærslur. Hefði eignastaða dánarbúsins breyst umtalsvert á þessu tímabili án þess að hann hefði verið upplýstur um það. 21. Þá gerir endurupptökubeiðandi ýmsar efnislegar athugasemdir við forsendur dóms Hæstaréttar í máli nr. 8/2015. 22. Um lagaskilyrði fyrir endurupptöku málsins vísar endurupptökubeiðandi til a - liðar 1. mgr. 191. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, sb r. 3. mgr. 193. gr. sömu laga. Þannig hafi sterkar líkur verið leiddar að því með nýjum gögnum eða upplýsingum að málsatvik hafi ekki verið leidd réttilega í ljós þegar málið var til meðferðar í Hæstarétti. Þá hafi hann stórfellda hagsmuni af málinu enda s núist það um verulega fjárhagslega hagsmun i . Rökstuðningur gagnaðila 23. Gagnaðilar hafna þeim sjónarmiðum sem fram koma í endurupptökubeiðni og vísa einkum til þess að endurupptökubeiðandi hafi verið upplýstur á fullnægjandi hátt um allar viðbótareignir dánar búsins þegar gengið var frá samkomulaginu við hann 2. maí 2010. Er athygli vakin á því að skýrsla skattrannsóknarstjóra 29. október 2012, sem fyrr hefur verið vikið að, hafi verið meðal gagna málsins í Hæstarétti. Þar væri að finna nákvæmar upplýsingar um skattskil og fjármuni sem hefðu átt að koma til skipta í dánarbúinu við endurupptöku þess, þar með talið allar upplýsingar um hreyfingar á umræddum reikningum á tímabilinu 2007 til 2009. Er vísað til þess að beinlínis sé að þessu vikið í dómi héraðsdóms se m Hæstiréttur staðfesti en þar komi meðal annars fram að fyrir E innig komi þar fram að endurupptökubeiðandi hefði byggt á því að gagnaðilar hefðu nýtt sér eignir í eigin þágu fyrir endurupptöku skiptanna sem hefðu ekki skilað sér inn í búið. Hefði málatilbúnaður hans í máli Hæstaréttar meðal annars verið reistur á þess u. Sé því ekki um ný gögn eða upplýsingar að ræða. Þá liggi fyrir að hvorki skattyfirvöld né héraðssaksóknari hafi aðhafst neitt þar sem fyrir hafi legið að allar viðbótareignir, verðbréf og peningainnstæður, hafi komið til skipta við endurupptöku á skiptu m á dánarbúinu í árslok 2009. Hefðu því engar forsendur verið til að bregðast við athugasemdum endurupptökubeiðanda. Loks vísa gagnaðilar til þess að málatilbúnaður endurupptökubeiðanda fyrir Endurupptökudómi hafi að öðru leyti sætt efnislegri meðferð í dó mi Hæstaréttar og verið hafnað þar. Sæti hann ekki endurskoðun Endurupptökudóms. Samkvæmt þessu sé skilyrðum a - liðar 1. mgr. 191. gr. laga nr. 91/1991 til endurupptöku málsins ekki fullnægt. Niðurstaða 24. Sam kvæmt 1. mgr. 193. gr. laga nr. 91/1991 getur Endur upptökudómur leyft samkvæmt beiðni aðila að mál sem dæmt hefur verið í Landsrétti eða Hæstarétti verði tekið þar til meðferðar og dómsuppsögu að nýju ef fullnægt er þeim skilyrðum sem greinir í 191. gr. laganna. Í 1. mgr. 191. gr. laga nr. 91/1991 kemur fr am að Endurupptökudómur geti orðið við beiðni um að mál verði endurupptekið ef skilyrði a - eða b - liðar ákvæðisins er fullnægt, enda mæli atvik með því að leyfið verði veitt, þar á meðal að stórfelldir hagsmunir aðilans séu í húfi. Skilyrði endurupptöku sam kvæmt a - lið ákvæðisins er að sterkar líkur séu leiddar að því með nýjum gögnum eða upplýsingum að málsatvik hafi ekki verið leidd réttilega í ljós þegar málið var til meðferðar og að gögnin eða upplýsingarnar muni verða til breyttrar niðurstöðu í mikilvægu m atriðum. Samkvæmt b - lið gildir hið ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 15/2023 - 6 - sama ef leiddar eru líkur að því að ný gögn eða upplýsingar um annað en málsatvik muni verða til breyttrar niðurstöðu í mikilvægum atriðum. 25. Af 3. mgr. 193. gr., sbr. 7. mgr. 192. gr. laga nr. 91/1991 leiðir að um málsmeðferð fyrir Endurupptökudómi gilda almenn ákvæði laganna að því marki sem ekki er að finna sérreglur um hana í XXVIII. og XXIX. kafla laganna. Í ákvæðum 116. gr. laga nr. 91/1991 felast reglur um réttaráhrif dóma byggðar á þeirri grunnreglu að dómur skuli vera endir þrætu og sama sakarefnið því ekki dæmt að nýju. Sú grunnregla gildir jafnframt samkvæmt lögunum að málsaðilum ber að tefla fram kröfum, málsástæðum og öðrum atriðum sem varða málatilbúnað þeirra, þar á meðal þeim sönnunargögnum sem þeir vi lja reisa hann á, svo fljótt sem kostur er. Samkvæmt 5. mgr. 101. gr. laga nr. 91/1991 skulu þannig málsástæður og mótmæli sem aðili einkamáls byggir mál sitt á koma fram jafnskjótt og tilefni verður til. Að öðrum kosti má ekki taka slíkar yfirlýsingar til greina nema gagnaðili samþykki eða aðili hefur þarfnast leiðbeiningar dómara en ekki fengið þær, sbr. og 2. mgr. 163. gr. og 2. mgr. 187. gr. sömu laga að því er varðar meðferð máls fyrir Landsrétti og Hæstarétti. Samkvæmt 2. mgr. 111. gr. laga nr. 91/199 1 verða dómar jafnframt ekki byggðir á öðrum málsástæðum eða mótmælum en sem komu fram við meðferð máls. Í þessu felst að óheimilt er að byggja dómsniðurstöðu í einkamáli á málsástæðu eða mótmælum sem hefðu mátt koma fram við meðferð máls en gerðu það ekki , sbr. og 1. mgr. 163. gr. og 1. mgr. 187. gr. sömu laga. Af framangreindum reglum leiðir óhjákvæmilega að málsaðili dæmds einkamáls getur ekki fengið mál endurupptekið til þess að koma að nýjum kröfum eða málsástæðum eða eftir atvikum til að leggja fram s önnunargögn sem hann gat lagt fram en gerði ekki. Til þess standa ekki lagaskilyrði samkvæmt 1. mgr. 191. gr. laga nr. 91/1991. Þessu til samræmis er sá áskilnaður gerður fyrir heimild til endurupptöku máls í síðastnefndu ákvæði að málsaðila sem leitar end urupptöku verði ekki um það kennt að ný gögn eða upplýsingar um málsatvik hafi ekki komið fyrr fram og að sterkar líkur séu á að gögnin eða upplýsingarnar muni verða til breyttrar niðurstöðu í mikilvægum atriðum. 26. Við mat á því hvort efni séu til að fallast á fyrirliggjandi beiðni um endurupptöku er til þess að líta að dómur Hæstaréttar í máli nr. 8/2015 ber með sér að endurupptökubeiðandi byggði kröfugerð sína frá upphafi meðal annars á þeirri málsástæðu að gagnaðilar hefðu haft umráð umræddra viðbótareigna þegar á árinu 2007 og að þau hefðu ráðstafað hluta þeirra í eigin þágu er skipti dánarbúsins voru tekin upp í árslok 2009. Af forsendum dóms héraðsdóms, sem staðfestur var með dómi Hæstaréttar, verður meðal annars ráðið að aðalkrafa hans hafi tekið mið af upplýsingum sem fram komu í skýrslu skattrannsóknarstjóra um heildarstöðu eignasafns dánarbúsins 1. ágúst 2007. Þannig hefðu heildareignir þess þá numið 4 .0 90.175.167 krónum en 12,5% af þeirri fjárhæð, sem væri hans arfshlutur, hefði þá numið 511.271.896 krónu m . Hefði hlutur hans í dánarbúinu því með réttu átt að nema þeirri fjárhæð að frádregnum erfðafjárskatti, eða samtals 485.708.301 krónu. Af dóminum verður jafnframt ráðið að endurupptökubeiðandi hafi byggt á því að gagnaðilar hefðu búið yfir vitneskju um þessar eignir allt frá 29. mars 2002 er þau hefðu undirritað nánar tilgreint umboð og einnig 28. og 30. ágúst 2007 er þau hefðu stofnað þá reikninga sem eignirnar voru færðar inn á eftir að faðir þeirra féll frá. Segir meðal annars orðrétt um þetta í f orsendum dóms héraðsdóms: Í tilgreiningu eigna í erfðafjárskýrslu dags 29. desember 2009 og kynningu á eignum búsins fyrir undirritun hennar, sé ekkert tillit tekið til ráðstöfunar [gagnaðila] á fjármunum búsins í eigin þarfir allt frá því að þau hafi fært innistæður af reikningi búsins inn á eigin reikninga í september 2007 og þar til gagna hafa verið aflað til frágangs á síðari erfðafjárskýrslu dags 29. desember 2009. Fyrir liggi að [gagnaðilar] hafi þegar í september 2007 byrjað að ráðstafa eignum búsins . ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 15/2023 - 7 - 27. Af gögnum sem fylgja endurupptökubeiðni verður ráðið að nánar tilgreindum fjármunum sem tilheyrðu dánarbúinu hafi verið ráðstafað áður en skiptin voru endurupptekin 2009. Er þar að hluta til um að ræða gögn sem lágu ekki fyrir við meðferð málsins í Hæsta rétti og eru þau ný í þeim skilningi. Nánar tiltekið eru þetta lögregluskýrslur sem teknar voru af gagnaðilum í apríl og maí 2020 og af fyrrgreindum lögmanni sem gaf vitnaskýrslu við meðferð málsins fyrir héraðsdómi. Hvað sem þessu líður verður ekki framhj á því litið að endurupptökubeiðandi byggði málatilbúnað sinn frá upphafi á þessum grundvelli. Þótt nánari upplýsingar liggi nú fyrir um fjárhæðir sem voru millifærðar til gagnaðila á tímabilinu 2007 til 2009 af upphaflegum eignum dánarbúsins verður ráðið a f dómi Hæstaréttar að slíkar upplýsingar hafi ekki ráðið úrslitum fyrir niðurstöðu málsins. Verður skýrlega ráðið af forsendum hans að niðurstaðan hafi fyrst og fremst ráðist af því að fullnægjandi sönnun lægi fyrir um að endurupptökubeiðandi hefði haft fu llnægjandi aðgang að öllum upplýsingum um eignastöðu búsins í aðdraganda þess að gengið var frá samkomulaginu 2. maí 2010, þar með talið um þær viðbótareignir sem hefðu komið fram í kjölfar þess að faðir málsaðila féll frá. Hefði endurupptökubeiðanda verið frjálst að ráðstafa eignum sínum á þann hátt sem gert var með samkomulaginu og falla frá arfstilkalli sínu að hluta með greiðslum frá gagnaðilum. Auk þess hefði endurupptökubeiðandi ekki reist málatilbúnað sinn í héraði á III. kafla laga nr. 7/1936 eða öð rum réttarreglum sem gætu leitt til þess að þeim samningi yrði vikið til hliðar. Yrði slíkum málsástæðum ekki komið að við meðferð málsins fyrir Hæstarétti. Leiddi af þessum forsendum dómsins að enga þýðingu hafði þótt gagnaðilar hefðu kosið að verða ekki við áskorunum endurupptökubeiðanda, sem fram komu við meðferð málsins fyrir Hæstarétti, að leggja fram yfirlit vörslusafna og bankareikninga til að varpa ljósi á millifærslur gagnaðila af umræddum reikningum á tímabilinu 2007 til 2009. Í þeirri afstöðu rét tarins fólst eðli máls samkvæmt að ekki var talið að upplýsingar sem þar kynnu að koma fram hefðu þýðingu fyrir niðurstöðu málsins, eins og endurupptökubeiðandi kaus að haga málatilbúnaði sínum. 28. Með vísan til framangreinds hefur endurupptökubeiðandi ekki l eitt sterkar líkur að því með nýjum gögnum eða upplýsingum að við meðferð máls hans hafi málsatvik ekki verið réttilega í ljós leidd, sbr. a - lið 1. mgr. 191. gr. laga nr. 91/1991 þannig að leitt gæti til breyttrar niðurstöðu í máli hans í mikilvægum atriðu m. Auk þess sem fyrr hefur verið rakið felst í þeirri niðurstöðu að ekki er fallist á að endurupptökubeiðandi hafi með nýjum gögnum eða upplýsingum leitt sterkar líkur að því að hann hafi verið blekktur til að undirrita samkomulagið 2. maí 2010, eftir atvi kum á grundvelli rangra eða blekkjandi upplýsinga sem fram hafi komið í excel skjali sem legið hafi fyrir við undirritun samkomulagsins. Þá hefur endurupptökubeiðandi ekki heldur leitt líkur að því að ný gögn eða upplýsingar um annað en málsatvik gætu leit t til breyttrar niðurstöðu í málinu í skilningi b - liðar 1. mgr. 191. gr. sömu laga. Endurupptökubeiðandi hefur ekki að öðru leyti fært haldbær rök fyrir því að uppfyllt séu skilyrði laganna til að verða við beiðni hans og verður beiðninni því hafnað. 29. Með v ísan til 7. mgr. 192. gr., sbr. 3. mgr. 193. gr. og 130. gr. laga nr. 91/1991, verður endurupptökubeiðanda gert að greiða gagnaðilum, hverju um sig, málskostnað svo sem nánar greinir í úrskurðarorði. Úrskurðarorð: Beiðni endurupptökubeiðanda, A , um endurupptöku á máli nr. 8/2015 sem dæmt var í Hæstarétti 17. september 2015 er hafnað. ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 15/2023 - 8 - Endurupptökubeiðandi greiði gagnaðilunum, B, C og D , hverju um sig 300.000 krónur í málskostnað.