Úrskurður miðvikudaginn 28. júní 2023 í mál i nr . 10/2023 Endurupptökubeiðni Glaucia Da Conceicao Pereira 1. Dómararnir Eyvindur G. Gunnarsson , Helgi Sigurðsson og Jónas Þór Guðmundsson kveða upp úrskurð í máli þessu. 2. Með beiðni sem barst Endurupptökudómi 16. maí 2023 fór endurupptökubeiðandi , Glaucia Da Conceicao Pereira, [...] , fram á endurupptöku á máli nr. 392 /20 21 , Glaucia Da Conceicao Pereira gegn Efstasundi 100, húsfélagi , sem dæmt var í Landsrétti 13. maí 2022 . Þá krefst endurupptökubeiðandi málskostnaðar fyrir Endurupptökudómi. 3. Í endurupptökubeiðni er jafnframt farið fram á úrskurð um að vernda endurupptökubeiðanda frá árásargirni, hótunum og mismunandi misnotkun frá meðeigendum . Krafist er dómsúrskurðar um að húsfélagsfundir verði haldnir í viðurvist nefndarmanns og ákvarðani r tiltekinn a húsfunda verði felld a r niður . Þá fer umsækjandi fram á nafnleynd þar sem hún sé að birt a mjög persónulegar upplýsingar um fötlun sína og verið sé að rægja hana og henni sé mi smunað á götum úti . Þá er í umfjöllun undir gögn gerð krafa um dómsúrskurð um að gang að gögnum máls sem áfrýjunardómstóll hefur undir höndum. Í umfjöllun um málsástæður er einnig að finna kröfu um skaðabætur sem eru fimm milljónir króna að meðtöldum málskostnaði. Þá er farið fram á að Endurupptökudómur leggi mat á hugsanlega hagsmunaárekstra meðeig e nda hennar og lögmanna þeirra við dómara Landsréttar og Héraðsdóms Reykjavíkur sem höfðu mál hennar til meðferðar. Allar þ ess ar kröfur eiga augljóslega ekki undir E ndurupptökudóm enda taka heimildir E ndurupptökudóms einungis til endurupptöku óáfrýjaðs máls og máls sem dæmt hefur verið í Landsrétti eða Hæstarétti , sbr. 191. og 192. gr. laga nr. 91/1991 , að öðru leyti en því að En durupptöku dómur getur tekið afstöðu til þess hvort úrskurðir séu birtir undir nafnleynd . 4. Endurupptökubeiðandi hefur lagt fram endurupptöku beiðni sem virðist unnin að verulegu leyti með gervigreind og síðan yfirfærð í gegnum þ ýðingarforrit. Orðalag beiðninnar er oft og tíðum illskiljanlegt og efni hennar að verulegu leyti málinu óviðkomandi. Þetta kemur m eðal annars fram í kröfugerð, skýringu á gögnum og málsástæðu m . Hér á eftir verður reynt að lagfæra málfar endurupptökubeiðan da að einhverju leyti, en stundum er þó óhjákvæmilegt að nota orðalag beiðninnar. Málsatvik 5. Endurupptökubeiðandi gegndi formennsku hjá húsfélagi á árunum 2017 til 2019. Eftir að hún lét af formennsku gerðu aðrir sameigendur athugasemdir við ýmsar millifærslur af reikningi húsfélagsins inn á reikninga í eigu endurupptökubeiðanda og fimm annarra ei nstaklinga. Húsfélagið höfðaði í kjölfarið mál á hendur endurupptöku beiðanda til greiðslu skaðabóta á grundvelli 2. mgr. 71. gr. laga nr. 26/1994 um fjöleignarhús. Bæði héraðsdómur og Landsréttur komust að þeirri niðurstöðu að endurupptökubeiðandi hefði me ð ólögmætum hætti greitt sér þóknanir fyrir störf sín án þess að þær greiðslur hefðu verið bornar upp og samþykktar á húsfundi ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 10/2023 - 3 - Sama er að segja u m upptökur á dskj. nr. 3 sem merkt er sem upptaka nr. 2 og endurupptökubeiðandi segir að sýni samhljóða samþykkt húsfundar fyrir öllum útgjöldum á árunum 2017 og 2018. Á upptökunni er endurupptöku beiðandi sjálf að fara yfir kostnað og vísa til viðræðna sinna við framkvæmdaaðila. Engin samþykkt er borin upp , hvorki af henni sjálfri né öðrum fundarmönnum , fyrir þessum greiðslum sem heyrist á upptökunni . Önnur gögn sem lúta að skemmdum á eignum og upptökum af ummælum meðeig e nda eða lögmann s þeirra í garð en durupptökubeiðanda hafa enga þýðingu við úrlausn þess a máls. 1 0 . Með vísan til þess sem hér hefur verið rakið verður að hafna því að þau gögn sem endurupptökubeiðandi hefur lagt fram því til stuðnings að fallast beri á beiðni hennar á grundvelli a - liðar 1 . mgr. 191. gr. laga nr. 91/1991, geti talist til nýrra gagna eða upplýsinga um að málsatvik hafi ekki verið leidd réttilega í ljós eða geti leitt til breyttrar niðurstöðu. Þá verður ekki annað séð en að þau hafi flest legið fyrir og verið endurupptökubeiðanda aðgengileg þegar mál hennar var til meðferðar fyrir Landsrétti. Þegar af þeirri ástæðu geta þessi gögn ekki talist til nýrra upplýsinga í skilningi a - eða b - liðar 1. mgr. 191. gr. laga nr. 91/1991. Hvað varðar sérstaklega skýrslutöku af einum meðeiganda sem barst dóminum eftir móttöku endurupptökubeiðnarinnar er ekki um að ræða gagn eða upplýsingar sem leitt geta til endurupptöku málsins í skilningi áðurnefndra ákvæða . 11 . Með vísan til framanritaðs hefur endurupptökubeiðandi því að ma ti dómsins ekki leitt líkur að því með nýjum gögnum eða upplýsingum að við meðferð máls h ennar hafi málsatvik ekki verið leidd réttilega í ljós í skilningi a - liðar 1. mgr. 191. gr. laga nr. 91/1991 þannig að leitt gæti til breyttrar niðurstöðu í máli h enna r í mikilvægum atriðum. Þá hefur endurupptöku beiðandi heldur ekki leitt líkur að því að ný gögn eða upplýsingar um annað en málsatvik gætu leitt til breyttrar niðurstöðu í máli h ennar í mikilvægum atriðum í skilningi b - liðar 1. mgr. 191. gr. laga nr. 91/ 1991. Eru skilyrði a - og b - liðar 1. mgr. 191. gr. laga nr. 91/1991 fyrir endurupptöku því ekki uppfyllt . Telst beiðni endurupptökubeiðanda bersýnilega ekki á rökum reist í skilningi 2. mgr. 192. gr. laganna og er henni því hafnað. 12 . Af öllu framansögðu l eiðir einnig að ekki þarf að taka afstöðu til þess hvort uppfyllt séu skilyrði 191. gr , sbr. 193. gr. , laga nr. 91/1991, um að stórfelldir hagsmunir endurupptöku beiðanda séu í húfi. Samkvæmt framansögðu verður ekki fallist á beiðni endurupptökubeiðanda um endurupptöku dóms Landsrétta r 1 3. maí 20 22 í máli nr. 392 /20 21 . Úrskurðarorð: Beiðni endurupptökubeiðanda, Glaucia Da Conceicao Pereira , um endurupptöku á máli nr. 392 /20 21 sem dæmt var í Landsrétti 13. maí 2022 er hafnað. Málskostnaður verður ekki úrskurðaður. Öllum öðrum kröfum endurupptökubeiðanda er vísað frá Endurupptökudómi.