Úrskurður miðvikudaginn 8. desember 2021 í máli nr . 24/2021 Endurupptökubeiðni A 1. Dómararnir Hólmfríður Grímsdóttir , Jóhannes Karl Sveinsson og Stefán Geir Þórisson kveða upp úrskurð í máli þessu. 2. Með beiðni sem barst Endurupptökudómi 8. júní 2021 fór endurupptökubeiðandi fram á endurupptöku á dómi Landsréttar 15. nóvember 2019 í máli nr. 859/2018, A gegn Lánasjóði íslenskra námsmanna, nú Menntasjóður námsmanna. Af gögnum málsins verður ráðið að aðila greini ekki á um að Menntasjóður námsmanna sé réttur gagnaðili hér fyrir dóminum. Málsatvik 3. Mál þetta lýtur að kröfu endurupptökubeiðanda um að honum verði heimiluð endurupptaka á fyrrgreindum dómi Landsréttar þar sem dómur héraðsdóms í málinu var staðfestur, en samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 31. október 2018 var endurupptökubeiðandi dæmdur til að greiða Lánasjóði íslenskra námsmanna 1.210.380 krónur ásamt þar tilgreindum dráttarvöxtum. 4. Atvik málsins voru nánar tiltekið þau að Lánasjóður íslenskra námsmanna höfðaði mál gegn endurupptökubeiðanda til heimtu skuldar samkvæmt skuldabréfi sem dóttir hans gaf út 2. febrúar 1992 og endurupptökubeiðandi hafði gengist í sjálfskuldarábyrgð fyrir. Með úrskurði héraðsdóms á árinu 2017 var bú dóttur en durupptökubeiðanda tekið til gjaldþrotaskipta og féll lánið þá allt í gjalddaga. 5. Lánasjóðurinn beindi kröfu að endurupptökubeiðanda sem ábyrgðarmanni lánsins en eftirstöðvar þess námu þá 1.210.380 krónum. Í máli sem höfðað var til innheimtu skuldarinnar b yggði endurupptökubeiðandi sýknukröfu sína á því að forsenda fyrir sjálfskuldarábyrgð hans hefði brostið vegna breytinga á reglum gjaldþrotaskiptalaga með lögum nr. 142/2010. Hefði með þeirri lagasetningu verið breytt reglum um fyrningarfrest krafna á hend ur einstaklingum í kjölfar skiptaloka á búi þeirra og slit fyrningar torvelduð frá því sem áður var. Breytt hafi verið þeirri meginreglu íslensks kröfuréttar, sem gilt hefði þegar hann tókst á hendur ábyrgð lánanna, að ábyrgðarmaður sem leysti til sín sku ld ætti óskoraðan kröfurétt á hendur skuldara. Þá vísaði endurupptökubeiðandi til 36. gr. laga nr. 7/1936, um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga sýknukröfu sinni til stuðnings. Í dómi héraðsdóms og Landsréttar var fallist á greiðsluskyldu endurupptö kubeiðanda. 6. Í dómi Landsréttar kom meðal annars fram að endurupptökubeiðandi hefði mátt gera ráð fyrir að löggjöf gæti tekið breytingum er varðaði samningssviðið á lánstímanum. Hefði endurupptökubeiðandi ekki sýnt fram á að með umræddum lagabreytingum hefð i orðið ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 2 4 /2021 - 2 - forsendubrestur þannig að áhrif hefði á ábyrgðarskuldbindingu hans. Þá var ekki heldur fallist á að ósanngjarnt yrði talið af Lánasjóðnum eða andstætt góðri viðskiptavenju að bera fyrir sig loforð hans um sjálfskuldarábyrgð. Var hinn áfrýjaði dómur því staðfestur. 7. Að dómi Landsréttar gengnum hóf sjóðurinn innheimtuaðgerðir á hendur endurupptökubeiðanda sem lauk með því að gert var árangurslaust fjárnám hjá honum 6. október 2020. Endurupptökubeiðandi bar aðfarargerð sjóðsins undir Héraðsdóm Reykjavík ur sem hafnaði kröfu hans með úrskurði 25. mars 2021 með vísan til þess að ekki væri á færi héraðsdóms að breyta dómsúrlausnum Landsréttar, sem væri bindandi um sakarefni málsins, sbr. 116. gr. laga nr. 91/1991. Landsréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms með úrskurði 23. apríl 2021 í máli nr. 218/2021. Rökstuðningur málsaðila Rökstuðningur endurupptökubeiðanda 8. Endurupptökubeiðandi vísar um heimild til endurupptöku til 193. gr. sbr. 191. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála og byggir beiðni sína á því að aðstæður hafi breyst með afgerandi hætti við setningu laga nr. 60/2020 um Menntasjóð námsmanna. Lagabreyt ingin hafi átt sér stað eftir að dómur Landsréttar í máli nr. 859/2018 hafi verið kveðinn upp, en áður en sýslumaður gerði árangurslaust fjárnám hjá endurupptökubeiðanda. Lagabreytingin hafi falið það í sér að ábyrgðir ábyrgðarmanna vegna lána sem voru í s kilum við gildistöku laganna hafi fallið niður, á meðan ábyrgðir ábyrgðarmanna lána sem voru í vanskilum skyldu vera gildar áfram. 9. Endurupptökubeiðandi vísar til ákvæðis II til bráðabirgða með lögum nr. 60/2020 þar sem [á] byrgð ábyrgðar manns á námslánum teknum í tíð eldri laga skal falla niður við gildistöku laga þessara endurupptökubeiðandi það ekki standast að binda niðurfellingu ábyrgðar við það að aðalskuldari sé í sk ilum, en að ábyrgð haldi sér hjá þeim ábyrgðarmönnum þar sem aðalskuldari sé í vanskilum. Með þeim hætti sé verið að mismuna endurupptökubeiðanda gagnvart öðrum ábyrgðarmönnum fyrir þá sök að dóttir hans sem aðalskuldari, hafi verið í vanskilum. Á sama tím a séu ábyrgðir annarra ábyrgðarmanna felldar niður. Telur endurupptökubeiðandi þetta fela í sér skýra mismunun sem brjóti gegn 65. gr. stjórnarskrárinnar þar sem kveðið sé á um að allir skuli vera jafnir fyrir lögum. Rökstuðningur gagnaðila 10. Gagnaðili byggir í öllum meginatriðum á sömu sjónarmiðum og í Landsréttarmálinu nr. 218/2021 og telur að endurupptökubeiðninni beri að hafna. Bendir hann á að fjárnámin hafi farið fram á grundvelli gildra aðfararheimilda sbr. 1. tölulið 1. mgr. 1. gr. la ga nr. 90/1989. Til grundvallar aðfarargerðunum liggi dómar um sakarefnið sem ekki verði endurskoðaðir af hliðsettum eða lægra settum dómstólum sbr. 116. gr. laga nr. 91/1991. Gagnaðili mótmælti því jafnframt að ákvæði 65. gr. stjórnarskrárinnar gæti leitt til þess að fjárnámið yrði fellt úr gildi. Í því efni vísaði hann í fyrsta lagi til þess að ábyrgð endurupptökubeiðanda hafi fallið á hann í gildistíð eldri laga nr. 21/1992 um Lánasjóð íslenskra námsmanna. Lög nr. 60/2020 haggi ekki þeirri ábyrgð, enda v æru þau stjórnskipulega gild lög og efni þeirra fæli ekki í sér brot á ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 2 4 /2021 - 3 - jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Mismunandi reglur um gildi ábyrgða samkvæmt eldri lögum, eftir því hvort lán séu í skilum eða ekki, byggi á málefnalegum forsendum og mismuni ekki aði lum í sambærilegri stöðu. 11. Þá vísar gagnaðili til úrskurðar Endurupptökudóms frá 5. júlí 2021 í máli nr. 12/2021 um það að í ákvæðum 116. gr. laga nr. 91/1991 felist reglur um réttaráhrif dóma byggðar á þeirri grunnreglu að dómur skuli vera endir þrætu og sama sakarefnið því ekki dæmt að nýju. Samkvæmt 2. mgr. ákvæðisins verði krafa sem hafi verið dæmd að efni til ekki borin aftur undir sama eða hliðsettan dómstól framar en í lögunum segi. Nýju máli um slíka kröfu skuli vísa frá dómi. Í 3. mgr. ákvæðisins s egi meðal annars að dómur sé bindandi fyrir dómara þegar hann hafi verið kveðinn upp og samkvæmt 4. mgr. hafi dómur fullt sönnunargildi um þau málsatvik sem í honum greini þar til hið gagnstæða sannist. 12. Telur gagnaðili beiðni endurupptökubeiðanda vart sam rýmast þessum lagafyrirmælum, þ. á m. skilyrðum réttarfarslaga fyrir endurupptöku mála. Endurupptökubeiðandi virðist freista þess að reka málið að nýju fyrir Landsrétti á grundvelli laga, sem tóku gildi eftir að sakarefnið hafi verið til lykta leitt, og se m þess utan, samkvæmt skýru efni sínu, geti ekki átt við um sakarefnið, enda sé gildissvið þeirra takmarkað við tilteknar ábyrgðarskuldbindingar. Niðurstaða 13. Í endurupptökubeiðni gerir endurupptökubeiðandi kröfu um að fyrri málsúrslitum verði breytt á þann veg að hann verði sýknaður af öllum kröfum gagnaðila. Endurupptökudómur er ekki áfrýjunardómstóll, heldur dómstóll sem sker úr um hvort heimila skuli endurupptöku dæmdra mála fyrir héraðsdómi, Landsrétti eða Hæstarétti, að tilteknum skilyrðum fullnægð um. Gagnaðili gerir athugasemd við þessa kröfugerð endurupptökubeiðanda, en gengur út frá því að kröfugerð hans taki að réttu lagi til þess, að fá framangreindan dóm Landsréttar endurupptekinn. Með vísan til þess gengur dómurinn út frá því að beiðnin varði heimild til endurupptöku framangreinds dóms Landsréttar með vísan til 193. gr. laga nr. 91/1991, sbr. 191. gr. sömu laga. 14. Samkvæmt 1. mgr. 193. gr. laga nr. 91/1991 getur Endurupptökudómur leyft samkvæmt beiðni aðila, að mál sem dæmt hefur verið í Landsré tti eða Hæstarétti verði tekið þar til meðferðar og dómsuppsögu að nýju, ef fullnægt er þeim skilyrðum sem greinir í 191. gr. laganna. Í 1. mgr. 191. gr. laga nr. 91/1991 kemur fram að Endurupptökudómur geti orðið við beiðni um að mál verði endurupptekið e f skilyrði a - eða b - liðar ákvæðisins er fullnægt, enda mæli atvik með því að leyfið verði veitt, þar á meðal að stórfelldir hagsmunir aðilans séu í húfi. Skilyrði endurupptöku samkvæmt a - lið ákvæðisins er að sterkar líkur séu leiddar að því með nýjum gögnu m eða upplýsingum að málsatvik hafi ekki verið leidd réttilega í ljós þegar málið var til meðferðar og að gögnin eða upplýsingarnar muni verða til breyttrar niðurstöðu í mikilvægum atriðum. Samkvæmt b - lið gildir hið sama ef leiddar eru sterkar líkur að því að ný gögn eða upplýsingar um annað en málsatvik muni verða til breyttrar niðurstöðu í mikilvægum atriðum. 15. Af 3. mgr. 193. gr., sbr. 7. mgr. 192. gr. laga nr. 91/1991 leiðir að um málsmeðferð fyrir Endurupptökudómi gilda almenn ákvæði laganna að því mark i sem ekki er að finna sérreglur um hana í XXVIII. og XXIX. kafla laganna. Í ákvæðum 116. gr. laga nr. 91/1991 felast reglur um réttaráhrif dóma byggðar á þeirri grunnreglu að dómur skuli vera endir þrætu og sama sakarefnið því ekki dæmt að nýju. ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 2 4 /2021 - 4 - 16. Lög nr. 60/2020 tóku gildi 26. júní 2020. Ákvæði II til bráðabirgða felur í sér ívilnun fyrir þann hóp ábyrgðarmanna eldri námslána þar sem lánþegi er í skilum við gildistöku laganna, dánarbú hans er undir skiptum eða ábyrgðarmaður fellur frá þegar lán er í skilum . Dómur Landsréttar sem beiðst er endurupptöku á var kveðinn upp 15. nóvember 2019. Lagabreytingin sem átti sér stað með lögum nr. 60/2020 og endurupptökubeiðandi byggir á að feli í sér brot á jafnræðisreglu gagnvart honum telst ekki ný gögn eða upplýsinga r í skilningi a - eða b - liðar 191. gr. laga nr. 91/1991. Með vísan til þess er kröfu endurupptökubeiðanda hafnað. 17. Gagnaðili gerir kröfu um málskostnað sér til handa, að skaðlausu samkvæmt mati dómsins. Með vísan til 7. mgr. 192. gr. sbr. 130. gr. laga nr. 91/1991 verður endurupptökubeiðanda gert að greiða gagnaðila, Menntasjóði námsmanna, málskostnað sem telst hæfilega ákveðinn 100.000 krónur, að meðtöldum virðisaukaskatti. Við ákvörðun málskostnaðar er litið til þess að fyrir dóminum er rekið annað samk ynja mál á milli sömu aðila. Úrskurðarorð: Beiðni A um endurupptöku á dómi Landsréttar 15. nóvember 2019 í máli nr. 859/2018 er hafnað. Endurupptökubeiðandi greiði gagnaðila, Menntasjóði námsmanna, 100.000 krónur í málskostnað.