Úrskurður miðvikudaginn 19. apríl 2023 í máli nr . 3/2023 Endurupptökubeiðni Passport Miðlunar ehf. 1. Dómararnir Eyvindur G. Gunnarsson, Karl Axelsson og Stefán Geir Þórisson kveða upp úrskurð í máli þessu. 2. Með beiðni sem barst Endurupptökudómi 22. febrúar 2023 fór endurupptökubeiðandi, Passport Miðlun ehf., [...] , fram á endurupptöku á máli nr. E - 5643/2021: Íslenska lögfræðistofan Kringlan slf. gegn Passport Miðlun ehf., sem dæmt var í Héraðsdómi Reykjavík ur 23. september 2022 . 3. Þess var einnig krafist að réttaráhrifum dómsins yrði frestað. Endurupptökudómur hafnaði beiðni um frestun réttaráhrifa með ákvörðun 23. mars 2023 . 4. Gagnaöflun lauk í málinu 11. apríl 2023 . Málsatvik 5. Með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 23. september 2022 í máli nr. E - 5643/2021: Íslenska lögfræðistofan Kringlan slf. gegn Passport Miðlun ehf. var endurupptökubeiðanda gert að greiða gagnaðila 201.500 krónur ásamt dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 auk 500.000 króna málskostnaðar. Í málinu var deilt um reikninga fyrir lögfræðiþjónustu sem endurupptökubeiðandi hafði falast eftir hjá gagnaðila. 6. Við þingfestingu málsins lagði endurupptökubeiðandi fram, auk endurupptökubeiðni, skjöl héraðsdómsmá lsins sem krafist er endurupptöku á. Einnig lagði hann fram endurrit dómsins, kæru til úrskurðarnefndar Lögmannafélags Íslands 17. febrúar 2022, bréf nefndarinnar 4. ágúst 2022 þar sem tilkynnt var að kærunni hefði verið vísað frá og loks upplýsingar um gr eiðslur til lögmanns sem tók við málinu sem gagnaðili hafði áður sinnt. 7. Í beiðni sinni vísaði endurupptökubeiðandi til þess að hann teldi ekki rétt að öll gögn kæmu fram á þessu stigi málsins. Af þessu tilefni óskað i Endurupptökudómur eftir því við endurup ptökubeiðanda 2 4 . mars 2023 að hann afhenti dóminum þau gögn sem málið varðaði áður en úrskurður yrði lagður á málið. Hinn 11. apríl 2023 lagði endurupptökubeiðandi fram gögn en í skýringum hans kom meðal annars fram að óumdeilt væri að gagnaðili hefði ekk i lagt fram nein gögn til stuðnings fullyrðingu um hagsmunagæslu fyrir sína hönd. Um þau sex skjöl sem endurupptökubeiðandi lagði fram af þessu tilefni skal þess getið að eitt þeirra varðar samskipti hans við Íslensku lögfræðistofuna Kringluna slf., tvö fe la í sér samskipti þess lögmanns sem tók síðar við málinu við stjórnvöld, tvö þeirra varða samskipti endurupptökubeiðanda við sama lögmann og eitt skjal geymir yfirlýsingu innheimtumanns ríkissjóðs 24. júní 2022 um skuldleysi endurupptökubeiðanda. ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 3/2023 - 2 - Rökstuðn ingur endurupptökubeiðanda 8. Málatilbúnaður endurupptökubeiðanda er ekki að öllu leyti svo skýr sem æskilegt væri þótt unnt sé að leggja úrskurð á málið. Endurupptökubeiðnin er annars vegar reist á því að mikilvæg gögn hafi ekki legið fyrir við flutning mál sins fyrir héraðsdómi og hins vegar á því að skort hafi á sönnunarkröfur í héraðsdómi. Byggir endurupptökubeiðandi á því að dómurinn sé bersýnilega rangur. Niðurstaða 9. Samkvæmt 1. mgr. 191. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála getur Endurupptökudómur orðið við beiðni um að mál sem dæmt hefur verið í héraði, sem hefur ekki verið áfrýjað, og áfrýjunarfrestur er liðinn, verði endurupptekið ef skilyrði a - eða b - liðar ákvæðisins er fullnægt, enda mæli atvik með því að leyf ið verði veitt, þar á meðal að stórfelldir hagsmunir aðilans séu í húfi. Í a - lið ákvæðisins er kveðið á um heimild til endurupptöku ef sterkar líkur eru leiddar að því með nýjum gögnum eða upplýsingum að málsatvik hafi ekki verið leidd réttilega í lj ós þegar málið var til meðferðar og aðilanum verður ekki um það kennt og að gögnin eða upplýsingarnar muni verða til breyttrar niðurstöðu í mikilvægum atriðum. Samkvæmt b - lið er endurupptaka heimiluð ef sterkar líkur eru leiddar að því að ný gögn eða upplý singar um annað en málsatvik muni verða til breyttrar niðurstöðu í mikilvægum atriðum . 10. Í héraðsdómsmálinu sem krafist er endurupptöku á var deilt um greiðslur endurupptökubeiðanda til gagnaðila. Með beiðni endurupptökubeiðanda fylgdu afrit af skjölum sem m unu hafa verið lögð fram í máli því sem krafist er endurupptöku á, auk endurrits af dómi í málinu, kæru til úrskurðarnefndar Lögmannafélags Íslands, tilkynningar nefndarinnar um frávísun kærunnar og upplýsingar um greiðslur til lögmanns sem tók síðar við h agsmunagæslu fyrir endurupptökubeiðanda. Síðar lagði endurupptökubeiðandi fram þau sex skjöl sem áður er getið. Önnur gögn en þau sem lögð voru fram í héraðsdómsmálinu og lögð hafa verið fyrir Endurupptökudóm geyma fyrst og fremst upplýsingar um framvindu málsins, sem gagnaðil i tók að sér á sínum tíma, eftir að annar lögmaður tók að sér hagsmunagæslu fyrir endurupptökubeiðanda. 11. Af framansögðu leiðir að engin gögn eða upplýsingar hafa verið lögð fram sem gefa til kynna að framangreindum skilyrðum a - eða b - l iðar 1. mgr. 191. gr. laga nr. 91/1991 sé fullnægt. Verður heldur ekki ráðið af gögnum málsins að stórfelldir hagsmunir endurupptökubeiðanda séu í húfi. Samkvæmt því þykir beiðnin bersýnilega ekki vera á rökum reist, sbr. 2. mgr. 192. gr. laga nr. 91/1991 , og v erður henni þegar af þeirri ástæðu hafnað. 12. Málskostnaður verður ekki úrskurðaður. Úrskurðarorð: Beiðni Passport Miðlunar ehf. um endurupptöku á máli nr. E - 5643/2021: Íslenska lögfræðistofan Kringlan slf. gegn Passport Miðlun ehf., sem dæmt var í Héraðsdóm i Reykjavíkur 23. september 2022, er hafnað. ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 3/2023 - 3 -