Úrskurður fimmtudaginn 19. maí 2022 í máli nr . 9/2022 Endurupptökubeiðni Sindra Sveinssonar 1. Dómararnir Aðalsteinn E. Jónasson, Eiríkur Elís Þorláksson og Jóhannes Karl Sveinsson kveða upp úrskurð í máli þessu. 2. Með beiðni sem barst Endurupptökudómi 30. mars 2022 fór endurupptökubeiðandi , Sindri Sveinsson, [...], fram á endurupptöku á dómi Hæstaréttar 4. febrúar 2016 í máli nr. 842/2014 : Ákæruvaldið gegn Sigurjóni Þorvaldi Árnasyni, Ívari Guðjónssyni, Júlíusi Steinari Heiðarssyni og Sindra Sveinssyni. Enn fremur óskar endurupptökubeiðandi eftir því að allur kostnaður vegna endurupptökumálsins falli á ríkissjóð, þar með talin þóknun skipað s verjanda hans. 3. Gagnaðili endurupptökubeiða nda er ríkissaksóknari sem telur ekki tilefni til að andmæla kröfu um endurupptöku. Málsatvik 4. Sérstakur saksóknari höfðaði mál á hendur endurupptökubeiðanda og þremur öðrum mönnum með ákæru útgefinni 15. mars 2013. Var endurupptökubeiðanda gefin að sök markaðsmisnotkun, sbr. þágildandi a - lið 1. mgr. 117. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti, í störfum fyrir Landsbanka Íslands hf. Með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 19. nóvember 2014 var endurupptökubeiðandi sýknaður af kröfum ákæruvaldsins. Ríkissaksóknari skaut málinu til Hæstaréttar og með dómi réttarins 4. febrúar 2016 í máli nr. 842/2014 var endurupptökubeiðandi dæmdur til að sæta níu mánaða fangelsi og til að greiða tiltekinn sakarkostnað á báðum dómstig um. 5. Endurupptökubeiðandi kærði íslenska ríkið til Mannréttindadómstóls Evrópu. Þann 8. desember 2020, undir rekstri málsins fyrir dómstólnum, gaf íslenska ríkið út yfirlýsingu þar sem viðurkennd voru brot á rétti endurupptökubeiðanda til réttlátrar málsme ðferðar í skilningi 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Vísaði íslenska ríkið annars vegar til dóms mannréttindadómstólsins 25. febrúar 2020 í máli Sigríðar Elínar Sigfúsdóttur gegn íslenska ríkinu og hins vegar til þess með hvaða hætti sýknudómi e ndurupptökubeiðanda í héraði hefði verið snúið við fyrir Hæstarétti. 6. Mannréttindadómstóll Evrópu tók ákvörðun 12. október 2021 um að viðurkenning íslenska ríkisins fæli í sér fullnægjandi lyktir málsins. Rökstuðningur málsaðila R ökstuðningur endurupptökubeiða nda 7. Endurupptökube iðandi byggir á því að skilyrðum 228. gr., sbr. 232. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála sé fullnægt. Héraðsdómur hafi sýknað hann af ákæru á hendur honum en Hæstiréttur hafi snúið þeim dómi við og sakfellt hann. Af forsendum Hæstaréttar megi ráða að ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 9/2022 - 2 - sakfellinguna hafi einkum mátt rekja til annarra viðhorfa Hæstaréttar en héraðsdóms til trúverðugleika skýrslna fyrir héraðsdómi. 8. Þá byggir endurupptökubeiðandi á því að einn dómara Hæstaréttar, Viðar Már Matthíasson, h afi verið vanhæfur til meðferðar málsins. 9. Endurupptökubeiðandi tiltekur að hann hafi kært íslenska ríkið til Mannréttindadómstóls Evrópu. Undir meðferð málsins þar fyrir dómi hafi íslenska ríkið gefið út sérstaka yfirlýsingu þar sem ríkið viðurkenndi brot á endurupptökubeiðanda. Viðurkennt hafi verið að brotið hafi verið gegn rétti hans samkvæmt 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu þar sem einn dómenda í Hæstarétti hafi ekki fullnægt kröfum ákvæðisins um að vera óvilhallur og sjálfstæður. Þá hafi rík ið einnig viðurkennt að aðferð Hæstaréttar að snúa sýkna hans í sakfellingu hafi falið í sér brot á sama ákvæði mannréttindasáttmálans. Íslenska ríkið hafi boðist til að greiða endurupptökubeiðanda 15.600 evrur til að mæta ófjárhagslegu tjóni hans og kostn aði hans vegna meðferðar málsins fyrir mannréttindadómstólnum. Rökstuðningur gagnaðila 10. Ríkissaksóknari tekur fram að það mál sem krafist er endurupptöku á hafi verið endurupptekið hvað varðar einn dómfellda og dæmt aftur í Hæstarétti 12. mars 2021, sbr. dóm Hæstaréttar í máli nr. 35/2019. Rök í máli þessu fyrir endurupptöku á dómi Hæstaréttar í máli nr. 842/2014, sem lúta að hæfi eins dómara Hæstaréttar og staðfest hefur verið að brjóti gegn 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, séu hin sömu og lágu fyrir í dómi Hæstaréttar í máli nr. 35/2019. Niðurstaða 11. Endurupptökubeiðandi byggir endurupptökubeiðni sína meðal annars á d - lið 1. mgr. 228. gr., sbr. 1. mgr. 232. gr. laga nr. 88/2008. 12. Endurupptökubeiðandi var einn af fjórum ákærðu í hæstaréttarmálinu nr. 842/2014 sem allir voru sakfelldir í málinu. Endurupptökubeiðandi byggir á því að í málinu hafi verið brotið gegn rétti hans til réttlátrar málsmeðferðar og vísar meðal annars til þess að einn dómari, Viðar Már Matthíasson, hafi verið vanhæfur. 13. Þegar hefur verið tekin afstaða til vanhæfis umrædds dómara og þýðingu þess hvað endurupptöku varðar í dómi Hæstaréttar 12. mars 2021 í máli nr. 35/2019: Ákæruvaldið gegn Sigurjóni Þorvaldi Árnasy ni. Sigurjón Þorvaldur hafði ásamt endurupptökubeiðanda verið sakfelldur með dómi Hæstaréttar í máli nr. 842/2014 og leitaði í kjölfarið eftir endurupptöku hjá endurupptökunefnd sem starfaði meðal annars samkvæmt lögum nr. 88/2008 eins og þau voru fyrir gi ldistöku laga nr. 47/2020 og Endurupptökudómi var komið á fót. Endurupptökunefnd féllst á endurupptöku á þeim grundvelli að nefndur dómari Hæstaréttar hefði verið vanhæfur þegar hann dæmdi í hæstaréttarmálinu nr. 842/2014. Í kjölfarið gaf ríkissaksóknari ú t fyrirkall vegna endurupptöku málsins. Fyrir Hæstarétti gerði ríkissaksóknari þá kröfu að málinu yrði vísað frá meðal annars með þeim rökum að skilyrðum endurupptöku væri ekki fullnægt. Hæstiréttur hafnaði kröfu ríkissaksóknara um frávísun með ákvörðun þa nn 27. maí 2020. Sú ákvörðun Hæstaréttar byggði á því að skilyrði d - liðar 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 væri fullnægt. Í ákvörðuninni kom meðal annars fram að það væri forsenda fyrir réttlátri málsmeðferð fyrir dómstólum í skilningi ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 9/2022 - 3 - stjórnarskrár og ma nnréttindasáttmála Evrópu að reglur um hæfi dómara væru virtar og gilti þá einu á hvaða dómstigi meðferð máls færi fram og hvort dómurinn væri skipaður einum eða fleiri dómurum. Vanhöld á því að reglur um hæfi væru virtar hlytu jafnan að teljast verulegir annmarkar á málsmeðferð og jafnframt þess eðlis að geta haft áhrif á niðurstöðu máls í skilningi d - liðar 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008. Ákvæðið er nú efnislega eins og það var þegar tekin var afstaða til þess í dómi Hæstaréttar í máli nr. 35/2019. 14. Sa mkvæmt framangreindu liggur fyrir að Hæstiréttur hefur í máli nr. 35/2019 slegið því föstu að vanhæfi dómara í máli því sem hér er krafist endurupptöku á eigi að leiða til endurupptöku þess hvað varðar einn dómfelldu. Engin efni eru til að líta svo á að an nað gildi um endurupptökubeiðanda. Þá hefur íslenska ríkið viðurkennt brot á rétti endurupptökubeiðanda til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi af sömu ástæðu. Loks hefur ríkissaksóknari í máli þessu lýst því yfir að ekki sé tilefni til að andmæla kröfu en durupptökubeiðanda. Verður því fallist á með endurupptökubeiðanda að skilyrðum d - liðar 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 sé fullnægt og að endurupptaka skuli dóm Hæstaréttar í máli nr. 842/2014 hvað hann varðar. 15. Ekki eru efni til að kveða á um að réttaráh rif dóms í framangreindu máli haldi gildi sínu að neinu leyti þar til nýr dómur hefur verið kveðinn upp, sbr. 1. mgr. 231. gr. og 3. mgr. 232. gr. laga nr. 88/2008. 16. Skipuðum verjanda endurupptökubeiðanda verður í samræmi við 1. mgr. 230. gr., sbr. seinni m álslið 2. mgr. 232. gr., og 6. mgr. 231. gr., sbr. 6. mgr. 232. gr. laga nr. 88/2008 ákvörðuð þóknun með virðisaukaskatti eins og greinir í úrskurðarorði. Úrskurðarorð: Fallist er á beiðni endurupptökubeiðanda, Sindra Sveinssonar, um endurupptöku á mál i nr. 842/2014, sem dæmt var í Hæstarétti 4. febrúar 2016, hvað hann varðar. Þóknun skipaðs verjanda endurupptökubeiðanda, Reimars Péturssonar lögmanns, 446.400 krónur, greiðist úr ríkissjóði.