Úrskurður föstudaginn 30. desember 2021 í mál i nr . 29/2021 Endurupptökubeiðni Margrétar Guðjónsdóttur 1. Dómararnir Aðalsteinn E. Jónasson, Eyvindur G. Gunnarsson og Stefán Geir Þórisson kveða upp úrskurð í máli þessu . 2. Með beiðni sem barst Endurupptökudómi 23. júní 2021 fór endurupptökubeiðandi fram á endurupptöku á dómi Hæstaréttar frá 28. apríl 2016 í máli nr. 74/2015. 3. Endurupptökubeiðni í máli þessu beinist að r íkissaksóknara sem gagnaðila. Málsatvik 4. Mál þetta lýtur að kröfu endurupptökubeiðanda um að henni verði heimiluð endurupptaka á fyrrgreindum dómi Hæstaréttar þar sem hún var sakfelld fyrir meiri háttar brot gegn lögum nr. 3/2006 um ársreikninga og lögum nr. 18/1997 um endurskoðendur, sbr. lög nr . 79/2008 um sama efni. Með dómi réttarins hlaut endurupptökubeiðandi skilorðsbundinn 9 mánaða fangelsisdóm auk þess sem hún var svipt löggildingu til endurskoðunarstarfa í sex mánuði frá uppsögu dómsins. Um nánari atvik máls vísast til dóms Hæstaréttar í máli nr. 74/2015. Rökstuðningur málsaðila Rökstuðningur endurupptökubeiðanda 5. Endurupptökubeiðandi vísar um heimild til endurupptöku dómsins til 232. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, sbr. a - og d - liði 1. mgr. 228. gr. laganna, eins og þeim var breytt með 1 2 . gr. laga nr. 47/2020 um breytingu á lögum um dómstóla, lögum um meðferð einkamála og lögum um meðferð sakamála (Endurupptökudómur). 6. Endurupptökubeiðandi vísar til þess að 2. febrúar 2021 hafi Mannréttindadómstóll Evrópu staðfest sátt milli hennar og íslenska ríkisins 11. og 18. sept ember 2020 þar sem íslenska ríkið hafi viðurkennt að brotið hafi verið gegn reglunni um réttláta málsmeðferð við meðferð fyrrgreinds máls fyrir Hæstarétti. Endurupptökubeiðandi hafi áður verið sýknuð af fjölskipuð um héraðsdómi sem hafi auk embættisdómara verið skipaður sérfróðum meðdómendum. Í sáttinni komi fram að hún sé gerð með vísan til dóms Mannréttindadómstóls Evrópu í máli Styrmis Þórs Bragasonar gegn Íslandi nr. 36292/14, sem kveðinn hafi verið upp 16. júlí 2019. 7. Byggir endurupptökubeiðandi á því að sáttin feli í sér viðurkenningu á að brotið hafi verið gegn rétti hennar samkvæmt 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Um skilyrði fyrir endurupptöku er annars vegar vísað til a liðar 1. mgr. 228. gr. l aga nr. 88/2008 eins og ákvæðinu var breytt með 1 2 . gr. laga nr. 47/2020. Af athugasemdum í frumvarpi til síðastnefndra laga megi ráða að texti a - liðar 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 hafi verið samræmdur þeim ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 29/2021 - 2 - breytingum sem gerðar voru á skilyrðum til endurupptöku einkamála samkvæmt lögum nr. 91/1991 um að nýjar upplýsingar geti verið tilefni endurupptöku sakamála, sbr. b - lið 11. gr. - lið 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2 008 svo rúmt að það taki ekki eingöngu til sönnunargagna heldur geti það átt við úrlausnir alþjóðlegra dómstóla, samanber skýringar við 7. gr. frumvarpsins um breytingar á sambærilegu ákvæði laga nr. 91/1991. Í athugasemdum við 7. gr. frumvarpsins væri sér staklega tilgreint að dómar Mannréttindadómstóls Evrópu gætu fallið þar undir. 8. Endurupptökubeiðandi vísar jafnframt til þess að enginn greinarmunur sé gerður á dómum og sáttagerðum af því tagi sem hún gerði fyrir Mannréttindadómstól Evrópu og því séu be rsýnilega skilyrði fyrir endurupptöku málsins með vísan til a - liðar 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008. 9. Hins vegar vísar endurupptökubeiðandi til d - liðar 228. gr. laga nr. 88/2008 um að verulegir gallar hafi verið á meðferð málsins fyrir Hæstarétti sem haf i haft áhrif á niðurstöðu þess. Þeir ágallar sem um ræði hafi falist í því að brotið hafi verið gegn rétti hennar til réttlátrar málsmeðferðar. Þannig hafi verulegir gallar verið á málsmeðferðinni sem hafi haft áhrif á niðurstöðu málsins. Endurupptökubeiða ndi telur ljóst af sáttinni og dómi Mannréttindadómstóls Evrópu í má i nr. 36292/14 að sú málsmeðferð sem lauk með sakfellingu hennar hafi brotið gegn rétti hennar samkvæmt 1. mgr. 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu og sé því skilyrði d liðar 1. mgr. 228. g r. laga nr. 88/2008 bersýnilega uppfyllt. Rökstuðningur gagnaðila 10. Gagnaðili skilaði skriflegum athugasemdum til dómsins 6. október 2021. Kemur þar fram að - liðar 1 . mgr. 228. 11. Því til stuðnings að heimild til endurupptöku málsins skorti á grundvelli a - liðar 1. mgr. 228. gr. laga nr . 88/2008 vísar gagnaðili til þess að með engu móti sé hægt að lesa það út úr texta skýra beri þennan hluta ákvæðisins á þá leið að þar sé verið að vísa til uppl ýsinga um staðreyndir máls, ný vitni o.s.frv. sem ekki hafi legið fyrir upplýsingar um þegar dómur var kveðinn upp. Dómar Mannréttindadómstóls Evrópu séu eingöngu lögskýringargagn fyrir íslenskum dómstólum vegna tvíeðlis landsréttar og þjóðaréttar og séu e kki, frekar en dómar annarra alþjóðlegra dómstóla, bindandi að íslenskum rétti. 12. Gagnaðili telur að gera verði ríkar kröfur til skýrleika lagaheimilda vegna reglu réttarfars um bindandi réttaráhrif dóma og að þeir skuli vera endir deilu, sbr. 186. gr. laga nr. 88/2008. Endurupptaka dæmdra mála sé viðurhlutamikil ákvörðun sem kalli á sk ýra lagaheimild sem ummæli í greinargerð geti aldrei talist vera. 13. Þá vísar gagnaðili orðrétt til langra kafla í forsendum dóms Hæstaréttar frá 21. maí 2018, í máli nr. 12/2018. Telur hann að samkvæmt dóminum hafi skort á heimild til endurupptöku á sama gr undvelli og í máli endurupptökubeiðanda. Telur gagnaðili að ljóst sé af dóminum að lið 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 svo að þau tækju til dóma Mannréttindadómstóls Evrópu. ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 29/2021 - 3 - 14. Sem fyrr greinir kemur fram í greinargerð gagnaðila að sterk rök standi til þess að verða við beiðni endurupptökubeiðanda á grundvelli d - liðar 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008. Í því samhengi vísar hann til ákvörðunar Hæstaréttar um endurupptöku frá 13. j úní 2012, í máli nr. 390/1997, í svokölluðu Vegasmáli. Í dómi Mannréttindadómstóls Evrópu 15. júlí 2003 í máli nr. 44671/98 , Sigurþór Arnarsson gegna Íslandi, hafi verið komist að þeirri niðurstöðu að við meðferð þess máls fyrir Hæstarétti hefði verið brotinn réttur á dómþ ola til réttlátrar málsmeðferðar af sömu ástæðum og byggt sé á í þessu máli. Niðurstaða 15. Í 1. mgr. 111. gr. og 1. mgr. 112. gr. laga nr. 88/2008 er kveðið á um reglu sakamálaréttarfars um milliliðalausa málsmeðferð. Felur reglan í sér að sönnunarfærsla fyr ir dómi skuli að jafnaði fara fram fyrir sama dómara. Er reglunni ætlað að tryggja að dómari kynni sér framlögð sönnunargögn af eigin raun, þar með talið að hann hlýði sjálfur á framburð ákærða og vitna. Horfir reglan að því að auka líkur á að dómur byggis t á efnislega réttum forsendum og er hún ein af meginreglum sakamálaréttarfars sem ætlað er að tryggja ákærða réttl áta málsmeðferð fyrir dómi í skilningi 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. og 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu um sama efni , sbr. lög nr. 62/1994. Hafa fyrirmæli 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar og 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu um réttláta málsmeðferð fyrir dómi verið skýrð svo í íslenskri réttarframkvæmd að þáttur í henni sé að sönnunarfærsla í sakamálum skuli ve ra milliliðalaus, sbr. dóma Hæstaréttar 18. febrúar 2021 í máli nr. 30/2020 og 29. nóvember 2012 í máli nr. 429/2012. Í ákvörðun Hæstaréttar 13. júní 2012 féllst Hæstiréttur á endurupptöku á máli nr. 390/1997 sem rétturinn kvað upp dóm í 22. maí 1998. Var ákvörðunin byggð á því að við meðferð þess máls fyrir réttinum hafi verið brotið gegn reglunni um milliliðalausa málsmeðferð og að slíkt brot teldist vera verulegur galli á meðferð málsins í skilningi þágildandi d - liðar 1. mgr. 211. gr. laga nr. 88/2008 u m meðferð sakamála. Var niðurstaðan um brot gegn reglunni um milliliðalausa málsmeðferð í samræmi við dóm Mannréttindadómstóls Evrópu 15. júlí 2003 í máli Sigurþór s Arnarsson ar gegn Íslandi . 16. Samkvæmt framangreindu verður að líta svo á að brot gegn reglunn i um milliliðalausa málsmeðferð feli í sér verulegan galla á meðferð sakamáls í skilningi d - liðar 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008. 17. Eins og fyrr hefur verið rakið hefur íslenska ríkið viðurkennt í sátt sem lögð var fyrir Mannréttindadómstól Evrópu að brot ið hafi verið gegn rétti endurupptökubeiðanda til réttlátrar málsmeðferðar samkvæmt 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Í sáttinni er vísað sérstaklega til máls Styrmis Þórs Bragasonar gegn íslenska ríkinu þar sem dómstóllinn komst að þeirri niðurs töðu að brotið hafi verið gegn reglunni um milliliðalausa sönnunarfærslu. Er þar jafnframt vísað til þess að endurupptökubeiðandi muni eiga kost á að óska eftir endurupptöku á máli nr. 74/2015 sem dæmt var í Hæstarétti 28. apríl 2016. Þá telur ríkissaksókn ari, sem fer með lögbundið fyrirsvar vegna enduru p ptöku sakamála samkvæmt XXXV. kafla laga nr. 88/2008, sterk rök mæla með endurupptöku málsins. 18. Í ljósi framangreinds verður að líta svo á að ágreiningslaust sé að sömu sjónarmið og lágu til grundvallar niðu rstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu í máli Styrmis Þórs Bragasonar um brot gegn 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmálans eigi við um meðferð máls endurupptökubeiðanda fyrir Hæstarétti. Í því felst meðal annars að leggja verður til grundvallar að óumdeilt sé að Hæstiréttur hafi í máli hennar lagt nýtt og víðtækara mat á staðreyndir málsins, meðal annars á ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 29/2021 - 4 - grundvelli endurrita munnlegra skýrslna sem gefnar voru fyrir héraðsdómi. Með vísan til þeirrar meginreglu sakamálaréttarfars að sönnunarbyrði um sekt ákærðu h víli á ákæruvaldinu og að allan vafa um sök hans beri að meta honum í hag, sbr. 108. gr. laga nr. 88/2008 og 2. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar, þykir rétt með hliðsjón af framangreindu og eins og atvikum máls er háttað, að leggja til grundvallar að verule gir gallar hafi verið á meðferð máls endurupptökubeiðanda fyrir Hæstarétti í máli nr. 74/2015 sem hafi haft áhrif á niðurstöðu þess. Samkvæmt því verður fallist á beiðni endurupptökubeiðanda um að málið verði endurupptekið fyrir Hæstarétti hvað han a varðar á grundvelli d - liðar 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008. 19. Ekki eru efni til að kveða á um að réttaráhrif dóms í framangreindu máli haldi gildi sínu að neinu leyti þar til nýr dómur hefur verið kveðinn upp, sbr. 3. mgr. 232. gr. og 1. mgr. 231. gr. la ga nr. 88/2008. 20. Endurupptökubeiðanda verður, í samræmi við lokamálslið 1. mgr. 230. gr. og 6. mgr. 23 2 . gr. laga nr. 88/2008, ákvörðuð þóknun til handa skipuðum verjanda sínum sem ákveðin verður með virðisaukaskatti eins og greinir í úrskurðarorði. Skal þó knunin greiðast úr ríkissjóði. Úrskurðarorð: Fallist er á beiðni endurupptökubeiðanda, Margrétar Guðjónsdóttur, um endurupptöku á máli nr. 74/2015 sem dæmt var í Hæstarétti 28. apríl 2016 að því er hana varðar . Þóknun skipaðs verjanda endurupptökubeiðanda, Gests Jónssonar lögmanns, 353 . 4 00 krónur, greiðist úr ríkissjóði.