Úrskurður miðvikudaginn 13. október 2021 í máli nr . 31 /2021 Endurupptökubeiðni Péturs Valdimarssonar 1. Dómararnir Eiríkur Elís Þorláksson , Jóhannes Karl Sveinsson og Oddný Mjöll Arnardóttir kveða upp úrskurð í máli þessu. 2. Með beiðni sem barst Endurupptökudómi 9. ágúst 2021 fór endurupptökubeiðandi fram á endurupptöku á dómi Hæstaréttar 13. september 2007 í máli nr. 611/2006 . Málsatvik 3. Endurupptökubeiðandi er núverandi eigandi jarðarinnar Stuðla í Fjarðabyggð. F ramangreindu r dóm ur H æstaréttar varðar landamerki þeirrar jarðar gagnvart jörðunum Grænuhlíð, Áreyjum, Seljateigi, Seljateigshjáleigu og Sléttu. Í dóminum var kveðið á um landamerki milli Stuðla annars vegar og Áreyja og Grænuhlíðar hins vegar. Eigendur Se ljateigs, Seljateigshjáleigu og Sléttu voru aftur á móti sýknaðir af kröfum eiganda Stuðla. Í héraði höfðu eigendur Seljateigshjáleigu höfðað gagnsök gegn eiganda Stuðla en gagnkröfum þeirra var vísað frá héraðsdómi þar sem eigendum Seljateigs, sem höfðu h agsmuna að gæta af gagnkröfum, hafði ekki verið stefnt til að þola dóm í gagnsakarmálinu. Í greinargerðum sínum í héraði settu eigendur Sléttu einnig fram gagnkröfur en þeim var vísað frá héraðsdómi af sjálfsdáðum með vísan til 2. mgr. 28. gr. laga nr. 91/ 1991 um meðferð einkamála. 4. Með dómi Landsréttar 5. október 2018 í máli nr. 121/2018 var dæmt um landamerki jarðanna r á móti vísað frá dómi . 5. Stuðla og jarðanna Seljateigs og Seljateigshjáleigu árið 1884 þegar landamerkjabréf voru gerð fyrir jarðirnar Stuðla og Sléttu og staðfest af 2019, en er ódagsett að öðru leyti. Niðurstaða 6. Endurupptökubeiðandi byggir á því að í framangreindri matsgerð sé fjallað um staðsetningu Flóalækjaróss. Sé niðurstaða matsmannsins í því efni önnur en sú sem byggt hafi verið á í framangreindum dómi Hæstaréttar. Séu því komin fram ný gögn og upplýsingar sem muni verða til breyttar niðurstöðu málsins í mikilvægum atriðum, sbr. b - lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 91/1991. 7. Í endurupptökubeiðni er engin grein gerð fyrir því hverj ir gagnaðilar en durupptökubeiða nda eru í máli um endurupptöku framangreinds dóms Hæstaréttar , sbr. a - lið 1. mgr. 80. gr. , sbr. 3. mgr. 193. gr. og 7. mgr. 192. gr. laga nr. 91/1991 . M eð beiðni nni fylgdu veðbandayfirlit 7. júlí 2021 yfir jar ðirnar Áreyjar, Grænuhlíð, Seljateig og Seljateigshjáleigu þar sem eigendur ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 16/2021 - 2 - framangreindra jarða eru tilgreindir. Af þeim má meðal annars ráða að meðal eigenda eru einkahlutafélög, dánarbú og sveitarfélag. Engin grein er þó gerð fyrir því í endurupptökubei ðni hverjir fari með fyrirsvar fyrir þessa aðila, sbr. b - lið 1. mgr. 80. gr. , sbr. 3. mgr. 193. gr. og 7. mgr. 192. gr. laga nr. 91/1991. Þá fylgja beiðninni engar upplýsingar um núverandi eiganda eða eigendur Sléttu þótt endurupptökubeiðandi hafi hvorki tekið fram að beiðninni sé ekki beint að þeim né gert skýra grein fyrir því hvort staðsetning Flóalækjaróss hafi áhrif á landamerki Stuðla gagnvart Sléttu . 8. Að öllu framangreindu virtu er fram komin beiðni um endurupptöku dóms Hæstaréttar 13. sept ember 2007 í máli nr. 611/2006 svo vanreifuð að hún er ekki tæk til frekari meðferðar fyrir Endurupptökudómi . Verður henni því vísað frá dómi af sjálfsdáðum. Úrskurðarorð: Beiðni um endurupptöku máls 611/2006 sem dæmt var í Hæstarétti 13. september 2007 er vísað frá dómi.