Úrskurður fimmtudaginn 4. nóvember 2021 í máli nr. 27/2021 Endurupptökubeiðni Dalseigna ehf. 1. Dómararnir Eyvindur G. Gunnarsson , Hólmfríður Grímsdóttir og Jóhannes Karl Sveinsson kveða upp úrskurð í máli þessu. 2. Með beiðni , sem barst Endurupptökudómi 25. júní 2021 , fór endurupptökubeiðandi , Dalseignir ehf., fram á endurupptöku á dómi Hæstaréttar 22. mars 2021 í máli nr. 14/2021, Dalseignir ehf. gegn Fer fasteignum ehf. og Pétri Péturssyni . Málsatvik 3. Fer fasteignir ehf. og Pétur Pétursson höfðuðu í febrúar 2019 mál fyrir Héraðsdómi Reykjaness á hendur endurupptökubeiðanda. Mun u Pétur Pétursson og Magnús E. Eyjólfsson, eigandi og fyrirsvarsmaður endurupptökubeiðanda, hvor um sig hafa átt 50% hlut í félaginu Fer fasteignum ehf. 4. Ágreiningur í málinu laut að sölu fasteignar þess félags að Dalvegi 16b í Kópavogi. Fyrir héraðsdómi var þess annars vegar krafist að ógilt yrði ákvörðun framhaldsaðalfundar hluthafa 4. desember 2018 um að fella tillögu hluthafans Péturs Péturssonar um að rifta kaupsamningi og afsali, frá 30. ágúst 2018, um fyrrnefnda fasteign . Hins vegar var þess krafist að áðurnefndir löggerningar yrð u ógiltir . Til vara var þess krafist að viðurkennt yrði með dómi að hvorki kaupsamningur , né afsal , milli Fer Fasteigna ehf. og endurupptökubeiðanda um fasteignina væri bindandi fyrir Fer fasteignir ehf. og að félagið væri réttmætur eigandi hennar. 5. Endurupptökubeiðandi krafðist aðallega frávísunar málsins frá dómi en til vara sýknu af kröfum stefnanda. Með úrskurði héraðsdóms 9. september 2019 var frávísunarkröfunni hafnað. 6. Með dómi Héraðsdóms Reykjaness 13. nóvember 2019 var fallist á aðalkröfur Fer Fasteigna ehf. og Péturs Péturssonar. 7. Endurupptökubeiðandi áfrýjaði málinu til Landsréttar og krafðist þa r sýknu en leitaði ekki endurskoðunar á úrskurði héraðsdóms um frávísunarkröfu hans í héraði. Fer Fasteignir ehf. og Pétur Pétursson létu málið ekki til sín taka fyrir Landsrétti. 8. Málinu mun fyrst hafa verið áfrýjað 21. nóvember 2019 en ekki orðið af fyri rhugaðri þingfestingu þess 8. janúar 2020. Endurupptökubeiðandi skaut málinu að nýju til Landsréttar með áfrýjunarstefnu sem var gefin út 9. sama mánaðar. Mun frestur stefndu, samkvæmt f - lið 1. mgr. 155. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála , hafa veri ð ákveðinn til 8. júlí 2020 í ljósi ábendinga endurupptökubeiðanda um að þörf væri á að birta stefnuna fyrir stefnda , Pétri Péturssyni, á Spáni þar sem hann væri búsettur. 9. Í dómi Landsréttar 12. febrúar 2021 í máli nr. 6/2020 kom fram að áfrýjunarstefna málsins, hvað varðaði Pétur Pétursson, hefði verið birt í Lögbirtingablaðinu 29. maí 2020, án þess að lögð ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 27/2021 - 2 - hefði verið fram beiðni um birtingu stefnunnar á Spáni . Var ekki talin heimild til birtingar stefnunnar í Lögbirtingablaði s amkvæmt b - lið 1. mgr. 89. gr. laga nr. 91/1991. Þegar af þeim sökum var ekki talið hjá því komist að vísa málinu frá Landsrétti án kröfu . 10. Endurupptökubeiðandi skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 25. febrúar 2021 sbr. a - lið 1. mgr. 167. gr. laga nr. 91/19 91 og krafðist þess að dómur Landsréttar yrði felldur úr gildi og lagt fyrir réttinn að taka málið til efnismeðferðar. Varnaraðilar, Fer fasteignir ehf. og Pétur Pétursson, skiluðu greinargerð í málinu þar sem þeir kröfðust staðfestingar hins kærða dóms. H æstiréttur staðfesti niðurstöðu hins kærða dóms. Í dómi Hæstaréttar var vísað til þess að áfrýjunarstefna hefði í tilviki hvorugs varnaraðila verið birt með þeim hætti sem lög áskildu. Tekið var fram að ekki hefði verið leitt í ljós að yfirvöld á Spáni hef ðu neitað, eða látið hjá líða, að verða við ósk um birtingu áfrýjunarstefnu á hendur varnaraðilanum, Pétri Péturssyni, sbr. b - lið 1. mgr. 89. gr. laga nr. 91/1991. Rökstuðningur endurupptökubeiðanda 11. Endurupptökubeiðandi vísar til þess að heimilt sé að endurupptaka mál samkvæmt 193. gr. laga nr. 91/1991 ef skilyrðum a - og/eða b - liðar 1. mgr. 191. gr. laganna sé fullnægt enda mæli atvik með því og að stórfelldir hagsmunir aðilans séu í húfi. 12. Hvað varðar a - lið 1. mgr. 191. gr. laga nr. 91/1991 byggir endurupptökubeiðandi á því að misskilnings hafi gætt varðandi málsatvik er málið hafi verið til meðferðar fyrir dómi sem leitt hafi til rangrar niðurstöðu í málinu. Í yfirlýsingu sýslumanns ins á Suðurnesjum frá 19. maí 2020 hafi komið fram að flugsamgöngur hafi legið niðri milli landanna frá mars 2020 og a.m.k. fram í júlí 2020, miðstjórnarvald á Spáni hafi verið lokað og þá hafi ríkt útgöngubann í landinu. Endurupptökubeiðandi hafi því þar til sýslumaður teldi að nú væri hægt að koma til hans beiðni um birtingu. Endurupptökubeiðandi hafi beðið með það fram til 19. maí 2020 að senda sýslumanni beiðni um birtingu en þá hafi það verið jafn tilgangslaust og í byrjun mars 2020 og engin von til þess að slík birting færi fram. Hafi endurupptökubeiðandi af þeim sökum fengið yfirlýsingu frá sýslumanni um þetta og ákveðið að koma áfrýjunarstefnunni með öðrum hætti til aðilans, Péturs Péturssonar, þ.e. með tölvupósti og með birtingu áfrýjunarstefnunnar í Lögbirtingablaðinu 10 dögum síðar eða 29. maí 2020. 13. Endurupptökubeiðandi kveður upplýsingar liggja fyrir um að yfirvöld á Spáni hafi neitað að birta gögn þar í landi . Með því hafi spænsk yfirvöld látið hjá líða að verða við ósk um birtingu eins og áskilið sé í b - lið 1. mgr. 89. gr. laga nr. 91/1991 og því hafi verið heimilt að birta áfrýjunarstefnuna í Lögbirtingablaðinu. Því hafi niðurstaða Hæstaréttar vart staðist . 14. Hvað varðar b - lið 1. mgr. 191. gr. laga nr. 91/1991 vísar e ndurupptökubeiðandi til nýrrar yfirlýsingar embættis miðstjórnarvald Spánar tekur sér a.m.k. 9 - Í fyrri yfirlýsingu hefði komi ð fram að yfirvöld á Spáni áskild u sér níu mánuði til þess að birta samkvæmt Haag - samnin gnum um birtingu erlendis á réttarskjölum og utanréttarskjölum í einkamálum og verslunarmálum frá 15. nóvember 1965 . Spænsk yfirvöld hefðu í öllum tilvikum nýtt sér þennan birtingartíma og væru málin ekki að koma til baka úr birtingu fyrr en ári seinna. 15. Þá telur endurupptökubeiðandi niðurst ö ð u dómstóla um að ekki hafi verið leitt í ljós að yfirvöld á Spáni hafi neitað eða látið hjá líða að verða við ósk um birtingu vera ranga . Staðan hafi einmitt verið sú að ekki var hægt að ná sambandi við yfirvöld á Spáni . Þarlend yfirvöld hafi því neitað og ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 27/2021 - 3 - látið hjá líða að birta gögn þar í landi. Skilyrði b - liðar 1. mgr. 89. gr. l aga nr. 91/1991 um birtingu stefnu í Lögbirtingablaðinu hafi því verið uppfyllt. 16. Að lokum tekur endurupptökubeiðandi fram að hagsmunir hans af endurupptöku málsins séu ótvíræðir. Í málinu hafi eina eign félagsins verið undir, eign sem hann hafi verið búinn að kaupa fyrir 80.000.000 króna og fá afsal fyrir. Hagsmunir hans séu því stórfelldir af því að fá leiðréttingu á efnisdómi Héraðsdóms Reykjaness og nú Hæstaréttar í máli nr. 14/2021 vegna túlkunar réttarins á ákvæði 89. gr. laga nr. 91/1991 um birtingu á frýjunarstefnu. Niðurstaða 17. Endurupptökubeiðandi vísar í beiðni sinni um endurupptöku dóms Hæstaréttar í máli nr. 14/2021 til 193. gr., sbr. a - og/eða b - lið 191. gr. laga nr. 91/1991 , eins og segir í beiðni hans. Skilja verður málatilbúnað endurupptökubeiðanda svo að byggt sé á því að með nýjum gögnum eða upplýsingum séu leiddar að því sterkar líkur að málsatvik hafi ekki verið leidd réttilega í ljós þegar málið var til meðferðar fyrir dómstólum , og að honum sé ekki um það að kenna. Jafnframt verður beiðnin skilin svo að á því sé byggt að sterkar líkur séu á að ný gögn muni leiða til breyttrar niðurstöðu í mikilvægum atriðum. Þá byggir endurupptökubeiðandi á því að málið varði stórfelld a hagsmuni hans . 18. Samkvæmt 1. mgr. 193. gr. laga nr. 91/1991 getur Endurupptökudómur heimilað, samkvæmt beiðni aðila , að mál , sem dæmt hefur verið í Landsrétti eða Hæstarétti , verði tekið þar til meðferðar og dómsuppsögu að nýju ef fullnægt er þeim skilyrðu m sem greinir í 191. gr. laganna. Í 1. mgr. 191. gr. laga nr. 91/1991 kemur fram að Endurupptökudómur geti orðið við beiðni um að mál verði endurupptekið ef skilyrði a - eða b - liðar ákvæðisins er fullnægt, enda mæli atvik með því að leyfið verði veitt, þar á meðal að stórfelldir hagsmunir aðilans séu í húfi . Skilyrði endurupptöku samkvæmt a - lið ákvæðisins er að sterkar líkur séu leiddar að því með nýjum gögnum eða upplýsingum að málsatvik hafi ekki verið leidd réttilega í ljós þegar málið var til meðferðar o g að gögnin eða upplýsingarnar muni verða til breyttrar niðurstöðu í mikilvægum atriðum. Samkvæmt b - lið gildir hið sama ef leiddar eru líkur að því að ný gögn eða upplýsingar um annað en málsatvik muni verða til breyttrar niðurstöðu í mikilvægum atriðum. 19. E ndurupptökubeiðandi hefur í beiðni sinni leitast við að sýna fram á að við úrlausn máls hans hafi dómstólar litið fram hjá því að í gögnum hafi komið fram að á tilteknu tímabili hafi ekki verið unnt að birta áfrýjunarstefnu á Spáni . 20. Þegar litið er til þess gagns sem endurupptökubeiðandi hefur lagt fram til stuðnings kröfum sínum um endur upptöku málsins, þ.e. yfirlýsingar embættis sýslumannsins á Suðurnesjum frá 14. júní 2021, verður ekki annað séð en að efnislega felist í henni sömu upplýsingar og f ram komu í yfirlýsingu embættisins frá 19. maí 2020 og sem lá fyrir við meðferð máls endurupptökubeiðanda fyrir dómstólum. 21. Endurupptökubeiðandi hefur því að mati dómsins ekki leitt líkur að því með nýjum gögnum eða upplýsingum að við meðferð máls hans hafi málsatvik ekki verið leidd réttilega í ljós í skilningi a - liðar 1. mgr. 191. gr. laga nr. 91/1991 sem leitt gæti til breyttrar niðurstöðu í máli hans í mikilvægum atriðum. Þá hefur endurupptökubeiðandi heldur ekki leitt líkur að því að ný gögn eða upplýsi ngar um annað en málsatvik gætu leitt til breyttrar niðurstöðu í máli hans í mikilvægum atriðum í skilningi b - liðar 1. mgr. 191. gr. laga nr. 91/1991. ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 27/2021 - 4 - 22. Samkvæmt framansögðu verður ekki fallist á beiðni endurupptökubeiðanda um endurupptöku dóms Hæstaréttar 22. mars 2021 í máli nr. 14 / 2021 þar sem hún er bersýnilega ekki á rökum reist í skilningi 2. mgr. 192. gr. laga nr. 91/1991. Verður beiðninni því hafnað. 23. Málskostnaður verður ekki úrskurðaður. Úrskurðarorð: Beiðni Dalseigna ehf. um endurupptöku á dómi Hæ staréttar frá 22. mars 2021 í máli nr. 14/2021 er hafnað. Málskostnaður verður ekki úrskurðaður.