Endurupptökudómur Úrskurður miðvikudaginn 16 . júní 2021 í máli nr. 1 9/2021 Endurupptökubeiðni Kristjáns S. Guðmundssonar 1. Dómararnir Eyvindur G. Gunnarsson, Jóhannes Karl Sveinsson og Oddný Mjöll Arnardóttir kveða upp úrskurð í máli þessu. 2. Með beiðni sem barst Endurupptökudómi 16. apríl 2021 fór Kristján S. Guðmundsson fram á endurupptöku dóms Hæstaréttar 2. október 1992 í máli nr. 15/1991. Málsatvik 3. Af dómi Hæstaréttar, sem beið st er endurupptöku á, verður ráðið að skattstjórinn í Reykjavík hafi 28. maí 1990 lagt virðisaukaskatt á endurupptökubeiðanda. Endurupptökubeiðandi kærði ákvörðun um að hann skyldi talinn virðisaukaskattskyldur aðili . Með úrskurði skattstjóra, sem kynntur var endurupptökubeiðanda 5. júní 1990, var fallist á kröfur han s og endurupptökubeiðandi felldur af skrá um virðisaukaskattskylda aðila. 4. Þrátt fyrir framangreint leitaði tollstjórinn í Reykjavík til fógetaréttar Reykjavíkur um lögtak í eignum endurupptökubeiðanda og 17. september 1990 var gert lögtak fyrir ætlaðri sku ld í fasteign hans . 5. Lögtaksgerðinni var skotið til Hæstaréttar. Í dómi Hæstaréttar kom fram að skuld endurupptökubeiðanda vegna virðisaukaskattsins ásamt kostnaði af lögtakinu hafi verið að fullu strikuð út í bókum embættisins 9. október 1990. Jafnframt hafi lögtakinu verið aflýst. Tollstjóri byggði þó á því fyrir Hæstarétti að lögtakið hefði verið gilt þegar það fór fram en lögtaksgerðin hefði síðar fallið niður vegna niðurfellingar gjaldanna sem gerðin byggði á. Var því óumdeilt með málsaðilum að þegar kom að meðferð málsins fyrir Hæstarétti væri hvorki til staðar gild krafa né heimild til lögtaks. 6. Niðurstaða Hæstaréttar var sú að fulltrúa yfirborgarfógeta hafi brostið hæfi til að fara með málið, sbr. 3. t ölulið 36. gr. þágildandi laga nr. 85/1936 um með ferð einkamála í héraði. Hin kærða lögtaksgerð var því ómerkt og tollstjóranum í Reykjavík því gert að greiða endurupptökubeiðanda kærumálskostnað. Var því fallist á kröfur endurupptökubeiðanda og í forsendum dómsins skýrt að krafan sem lögtaksgerðin byggð i á hafði verið felld niður. - 2 - Rökstuðningur endurupptökubeiðanda 7. E ndurupptökubeiðandi kveður dóm Hæstaréttar 2. október 199 2 í málinu nr. 15/1991 fe la í sér brot gegn stjórnarskránni, þar á meðal ákvæði hennar um að allir skuli vera jafnir fyrir lögum. Hann tekur fram að eftir dóminn hafi álagning virðisaukaskattsins og fjárkrafa tollstjórans verið lögleg en tollstjóri hafi ekki þurft að gera annað en að setja nýjan mann í innheimtuna. Hafi skattur verið lagður á h ann án lagastoðar . Að öðru leyti er beiðni hans um endurupptöku ekki reist á gögnum eða sjónarmiðum sem lúta að skilyrðum 1. mgr. 191. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Niðurstaða 8. Samkvæmt 1. mgr. 193. gr. laga nr. 91/1991 getur Endurupptökudómur leyft, samkvæmt beiðni aðila, að mál sem dæmt hefur verið í Landsrétti eða Hæstarétti verði tekið þar til meðferðar og dómsuppsögu að nýju ef fullnægt er þeim skilyrðum sem greinir í 191. gr. laganna. Í 1. mgr. 191. gr. laga nr. 91/1991 kemur fram að Endurupptökudómur geti orðið við beiðni um að mál verði endurupptekið ef skilyrði a - eða b - liðar ákvæðisins er fullnægt, enda mæli atvik með því að leyfið verði veitt, þar á meðal að stórfelldir hagsmunir aðilans séu í húfi. 9. Með beiðni endurupptökubeiðanda fylgdu ljósrit af skjölum sem hann kveður hafa verið lögð fram í áðurnefndu hæstaréttar máli, þa ð er ljósrit úr þinglýsingabók, staðfesting á aflýsingu hins umdeilda lögtaks og yfirlýsing tollstjóra um heimild til af lýsingar lögtaksins. Endurupptökubeiðandi hefur því ekki lagt fram ný gögn í þessu máli sem ekki lágu fyrir þegar dómur Hæstaréttar 2. október 1992 í máli nr. 15/1991 var kveðinn upp . Í framangreindum dómi Hæstaréttar kemur auk þess fram að sú virðisaukask attskuld sem málið varðaði var felld niður og lögtakinu aflýst auk þess sem fallist var á kröfu endurupptökubeiðanda um að hin kærða lögtaksgerð yrði ómerkt. Er því í málinu hvorki uppfyllt þa ð skilyrði 1. mgr. 191. gr. laga nr. 91/1991 að stórfelldir hagsmunir endurupptökubeiðanda séu í húfi né skilyrði a - og b - liðar sama ákvæðis um ný gögn eða upplýsingar . 10. Samkvæmt framansögðu telst beiðni endurupptökubeiðanda um endurupptöku dóms Hæstarétta r 2. október 1992 í máli nr. 15/1991 bersýnilega ekki á rökum reist í ski l ningi 2. mgr. 192. gr. laga nr. 91/1991 . Verður henni því hafnað. 11. Málskostnaður verður ekki úrskurðaður. Úrskurðarorð: Beiðni Kristjáns S. Guðmundssonar um endurupptöku hæstaréttarmálsins nr. 15/1991, sem dæmt var í Hæstarétti 2. október 1992, er hafnað . Málskostnaður verður ekki úrskurðaður .