Úrskurður mánudaginn 20. júní 2022 í máli nr . 10 /2022 Endurupptökubeiðni Hafsteins Oddssonar 1. Dómararnir Eyvindur G. Gunnarsson, Jóhannes Karl Sveinsson og Karl Axelsson kveða upp úrskurð í máli þessu. 2. Með beiðni sem barst Endurupptökudómi 16. maí 2022 fór endurupptökubeiðandi , Hafsteinn Oddsson, [...], fram á endurupptöku á dómi Landsréttar 23. október 202 0 í máli nr. 635/2019 . Málsatvik 3. Með dómi Landsréttar 23. október 2020 í máli nr. 635/2019 var endurupptökubeiðandi sakfelldur fyrir stórfellda líkamsárás með því að hafa veist að brotaþola með ítrekuðum höggum og spörkum í andlit og búk, klætt hana úr öllum fötunum og því næst yfirgefið hana þar sem hún lá nakin, mikið slösuð og án bjargar í götunn i. Nánar tiltekið var hann sakfelldur fyrir brot gegn 209. gr., 1. mgr. 217. gr., 2. mgr. 218. gr. og 1. mgr. 220. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 4. Endurupptökubeiðandi neitaði sök vegna allra brota annarra en líkamsárás ar sem var heimfærð undir 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga samkvæmt 1. tölul. ákæru. Hann var sakfelldur fyrir alla ákæruliði og gert að sæta fjögurra ára fangelsi, að frádregnu gæsluvarðhaldi sem hann hafði sætt frá 21. til 28. september 2016, auk þess sem honum var gert að gr eiða brotaþola 2.000.000 króna í miskabætur. Þá var honum var gert að greiða allan sakarkostnað í héraði og áfrýjunarkostnað málsins fyrir Landsrétti. 5. Með beiðni 10. nóvember 2020 leita ði endurupptökubeiðandi leyfis Hæstaréttar til að áfrýja framangreindum dómi Landsréttar á grundvelli 1. mgr., sbr. 4. mgr. 215. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Með ákvörðun Hæstaréttar 13. janúar 2021 , mál nr. 2020 - 278 , var beiðni endurupptökubeiðanda um áfrýjunarleyfi hafnað. Rökstuðningur endurupptökubeiðanda 6. Endurupptökubeiðandi heldur fram sakleysi sínu og telur sig vera ranglega dæmdan fyrir brot samkvæmt 2. tölul. ákæru en gengst þó eftir sem áður við líkamsárás samkvæmt 1. tölul. ákæru sem varði við 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga með því að hafa s legið brotaþola einu höggi í andlit svo hún féll við. Hann byggir á því að skilyrði 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 séu uppfyllt og að endurupptaka beri málið, sbr. 1. mgr. 232. gr. sömu laga. 7. Endurupptökubeiðandi byggir á d - lið 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 en hann kveður vörnum sínum hafa verið áfátt vegna annmarka á málsmeðferð við skýrslugjöf og framlagningu gagna frá dómkvöddum matsmanni við aðalmeðferð málsins. 8. Á því er byggt að héraðssaksóknari hafi á rannsóknarstigi málsins lagt fram matsbeið ni til ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 10/2022 - 2 - líklegast er að [brotaþoli] hafi hlotið áverka bæði á höfði og líkama aðfaranótt 17. september 2016. Matsmaður meti hvort hægt sé að segja til um hvort áverka r í andliti og á höfði hafi orðið til eftir myndu samsvara hörðum hlu 9. Með viðbótarmati 30. júní 2018 hafi matsmanni verið falið að endurtaka fyrra mat sitt á framangreindu atriði á grundvelli frekari gagna, þ.e. ljósmynda. Í viðbótarmatinu hafi komið fram að fyrri matsgerð stæði áfram í heild sinni en hins vegar bæri að breyta áliti um líkur á spörkum og i [brotaþoli] óreglulega mynsturlaga margúla með minniháttar skrámum á vinstra ennissvæði og á vinstri kinn. Þótt áverkar af þessum toga geti verið afleiðing viðkomu vegna falls á sambærilegt mynstrað yfirborð, er einnig mögulegt að tvö spörk eða trömp, an Hafi því lítil breyting orðið á niðurstöðu um mögulega tilkomu áverka brotaþola á höfði og á líkama milli fyrri og seinni matsgerðar. 10. Í endurupptökubeiðni segir að við aðalmeðferð málsins í héraði 14. júní 2019 hafi matsmaður mætt fyrir dóm þar sem hann hafi gerbreytt niðurstöðum matsins frá því sem fram kom matsgerðum 2. og 30. júní 2018 um tilurð áverka í andliti og á höfði. Hafi matsmaður vísað til heimaunninna ljósmynda hans sjálfs sem sumar hverjar hafi ekk i verið meðal framlagðra gagna málsins sem talin voru upp í matsgerð. Verjandi endurupptökubeiðanda hafi mótmælt framlagningu gagnanna við aðalmeðferð málsins þar sem niðurstaða hafi byggt á myndvinnslu gagna sem ekki hafi verið hluti af forsendum og efnis legum niðurstöðum skriflegra matsgerða sem legið hafi fyrir við aðalmeðferð málsins. Hafi dómari málsins þá sjálfur lagt fram umrædd myndvinnslugögn sem sérstakt dómskjal og heimilað matsmanni að fjalla frekar um breytta niðurstöðu sína fyrir dómi. Er á þv í byggt að þessi málsmeðferð samræmist hvorki ákvæðum laga nr. 88/2008 né reglum um réttláta málsmeðferð fyrir dómi, sbr. 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar og 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994. 11. Einnig vísar endurupptökubeiða ndi til þess að í viðbótarmati matsmanns 30. júní 2018 komi fram að í stað þess að jafn líklegt sé talið að tilteknir áverkar brotaþola í andliti verði raktir til sparka og/eða trampa hafi niðurstaða matsmanns í skýrslugjöf fyrir dómi verið allt önnur. Nán ar tiltekið að rekja megi hina óreglulegu mynsturlaga margúlar á vinstr a ennissvæði og vinstri kinn brotaþola beint til tramps og/eða sparks sem stafað hafi af skó með sóla líkt og finna mætti á skóm endurupptökubeiðanda , án nokkurs fyrirvara eða efasemda. Hafi verjandi endurupptökubeiðanda bókað mótmæli við aðalmeðferð málsins sökum þess að í málinu hafi komið fram nýtt sönnunargagn sem endurupptökubeiðandi hafi ekki áður haft tækifæri til að leggja mat á og undirbúa varnir vegna. Einnig hafi verjandi kraf ist þess að ekki yrði tekið tillit til þessara gagna við ákvörðun um sekt eða sakleysi endurupptökubeiðanda og eftir atvikum ákvörðun um refsingu en ekki hafi verið litið til þeirrar kröfu í niðurstöðu héraðsdóms. Hafi umrædd málsmeðferð brotið gróflega ge gn meginreglu sakamálaréttarfars um jafnræði málsaðila fyrir dómi, sbr. 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrár og 1. og 3. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Þá hafi verið brotið gegn 1. og 4. mgr. 37. gr. laga nr. 88/2008 um aðgengi verjanda að gögnum og 1. mgr. 163. gr. sömu laga um að öll gögn málsins skuli liggja frammi við þingfestingu þess. 12. Endurupptökubeiðandi telur hið nýja sönnunargagn fyrir breyttri niðurstöðu matsmanns hafa orðið grundvöll niðurstöðu héraðsdóms og síðar Landsréttar um sekt og refsin gu endurupptökubeiðanda . Áður en ný niðurstaða matsmanns hafi komið fram við aðalmeðferð í ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 10/2022 - 3 - héraðsdómi hafi skömmu áður borist niðurstöður úr DNA - rannsókn sem hafi staðfest að engin merki væri að finna um DNA - sýni endurupptökubeiðanda á fötum brotaþola. 13. Í e ndurupptökubeiðni grei nir að héraðsdómur hafi tvívegis falið dómkvöddum matsmanni að meta mögulega tilurð áverka brotaþola í andliti og á höfði. Þegar að aðalmeðferð kom hafi ekkert bent til einhvers efnis - eða formgalla á skriflegum matsgerðum matsmanns. Skýring matsmanns um yfirsjón við vinnslu skriflegu matsgerðanna geti ekki talist fullnægjandi skýring sem réttlæti grundvallarbreytingu á niðurstöðum sem er kynntar voru fyrst eftir upphaf aðalmeðferðar. Auk þess gefi slík skýring matsmanns tilefni til að draga í efa aðra þætti matsgerðar. Breyting sem matsmaður kynnti á niðurstöðum sínum fyrir dómi falli utan hinnar skriflegu matsgerðar sem héraðsdómur hafi falið matsmanni að framkvæma. Við meðferð málsins fyrir Landsrétti hafi ákæruvaldið talið að umrædd breyting væri ekki hluti skriflegu matsgerðanna. 14. Endurupptökubeiðandi bendir á að dómkvaddur matsmaður í sakamáli sé ekki hefðbundið vitni í skilningi laga nr. 88/2008 er hann mæti fyrir dóm og gefi skýrslu. Honum sé ætlað að fjalla um skriflegar niðurstö ður í matsgerð og skýra þær. Þannig verði að telja að framburður matsmanns fyrir dómi um annað en skriflega matsgerð sína falli undir skýrslu sérfræðivitnis. Verði slíkur framburður ekki lagður til grundvallar við ákvörðun um sekt eða sakleysi í sakamáli. 15. Á því er byggt að í þeim gögnum, sem matsmaður segist hafa byggt á við gerð matsgerðar, sé ekki getið um skó endurupptökubeiðanda sem matsmaður leggi til grundvallar í framburði sínum . Við aðalmeðf erð fyrir hérað s dómi hafi hvorki saksóknari né matsmaður virst kannast við að hafa tekið myndir af skósólanum né getað upplýst um það hvernig umræddar myndir bárust matsmanni. M yndir nar sem notaðar hafi verið við myndvinnslu matsmanns á síðari stigum, sem lagðar voru fram sem dómskjal, hafi ekki verið skráðar í matsgerðum 2. og 30. júní 2018 sem hluti gagna sem matsgerð var byggð á. 16. Endurupptökubeiðandi byggir einnig á því að skilyrði c - liðar 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 séu uppfyllt og því skuli heimi la endurupptöku. Sönnunargögn sem færð hafi verið fram í málinu hafi verið rangt metin og haft áhrif á niðurstöðu þess. Verjandi endurupptökubeiðanda hafi gert verulegar athugasemdir í Landsrétti við sönnunarmat héraðsdóms á gögnum og skýrslum sem lágu fyr ir. Hafi vitni séð brotaþola og endu ru pptökubeiðanda takast á fyrr um nóttina við veitingarstaðinn hafi ekki verið talið, hvorki í héraði né Landsrétti , að sá möguleiki gæti verið til staðar að blóð úr brotaþola á skóm endurupptöku beiðanda sem fannst við DNA - rannsókn gæti hafa komið til í þeim átökum. Engin rannsókn hafi farið fram á þeim vettvangi sem átökin við veitingastaðinn áttu sér stað. Því sé ekk i hægt að slá því föstu að blóð sem fannst á skónum hafi borist á skó endurupptökubeiðanda á sé rétt að hann njóti vafans varðandi mat á sönnunargögnum og tilurð þeirra. Þá er v akin athygli á því að ekkert blóð hafi fundist á skósóla þrátt fyrir að matsmaður með sinni breyttu niðurstöðu fyrir héraðsdómi hafi talið að áverkar á andliti brotaþola hafi verið tilkomnir vegna tramps og/eða sparks. 17. Endurupptökubeiðandi vísar til þeirra r skyldu lögreglu að rannsaka bæði það sem horfir til sektar og sýknu sakbornings, sbr. meginregluna um hlutlægni við rannsókn sakamála , sbr. 3. mgr. 18. gr. laga nr. 88/2008. Einnig liggi fyrir að við skýrslugjöf endurupptökubeiðanda hjá lögreglu hafi ran nsakandi ítrekað reynt að ná fram játningu. Hafi það verið gert á þann veg að rannsakandi hafi borið um í yfirheyrslu að framburður annarra vitna hjá lögreglu væri á annan veg en raun hafi borið vitni. Þetta hafi fengist staðfest við málflutning í Landsrét ti. Aftur á móti sé hvergi í dómi Landsréttar fjallað um hvort slík aðferð eða hegðun rannsakanda við skýrslutökur kunni að hafa áhrif á hvernig ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 10/2022 - 4 - Landsréttur meti sönnunargildi skýrslna endurupptökubeiðanda hjá lögreglu. Endurupptökubeiðandi telur að með ré ttu hefði Landsréttur átt að fjalla sérstaklega um sönnunargildi lögregluskýrslna með tilliti til framangreinds en ekki verði séð að það hafi verið gert. 18. Þá er vísað til þeirrar meginreglu sakamálaréttarfars að á ákæruvaldinu hvíli sú skylda að afla allra sönnunargagna til stuðnings sakfellingar og jafnframt að dómstólum beri að skýra allan vafa um sekt ákærða honum í hag. Í málinu hafi aldrei verið litið þess af hálfu lögreglu að annar einstaklingur en endurupptöku beiðandi gæti hafa átt þátt í árás á brotaþola. Hins vegar hafi vísbendingar gefið tilefni til að taka skýrslur af fleiri aðilum en var gert í málinu. Til dæmis hafi vitni sem kom að brotaþola á vettvangi borið um að hann hefði tjáð því að tiltekinn einsta klingur, sem nú sé látinn, hafi haft upplýsingar um málið. 19. Bent er á að brotavettvangur umræddrar árásar sé fyrir framan hús einstaklings sem brotaþoli hafi átt í erjum við. Þá liggi fyrir upplýsingar um að brotaþoli hafi reynt að komast inn í það hús fyrr um kvöldið. Engar skýrslur hafi verið teknar vegna þessara upplýsinga. Að mati endurupptöku beiðanda hafi lögreglan gengið hart fram í því að sanna sök hans . Til að mynda hafi níu úrskurðir og dómar gengið í málinu á rannsóknarstigi. Þá hafi komið fram í skýrslu varðstjóra fyrir dómi við aðalmeðferð í héraði að af hálfu lögreglu hafi ekki komið til álita við rannsókn málsins að annar en endurupptökubeiðandi gæti hafa framið umrætt brot. 20. En durupptökubeiðandi vísar til meginreglunnar um að leiða skuli hið sanna í ljós. Líta verði til atriða sem horfi til sýknu og til sektar. Ekki hafi verið gætt að þessu við rannsókn og meðferð málsins og því hafi verið brotið gegn framangreindri meginreglu um hlutlægni rannsakenda og réttláta málsmeðferð. Loks vísi endurupptöku rannsó kn málsins var lögð myndsakbending fyrir vitnin C og B, þar sem ákærði var meðal annarra, en hvorugt þeirra kvaðst kannast við hann. Þá var myndsakbending lögð fyrir brotaþola og bent i á mynd af ákærða og kvaðst eitthvað kannast við hann, en kvaðst ekki ve ra að segja að hann væri kannaðist við endurupptökubeiðanda. Eins liggi fyrir að brotaþoli hafi sagt að endurupptökubeiðandi væri ekki árásarmaðurinn . Niðurstaða 21. Sam kvæmt 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 getur Endurupptökudómur orðið við beiðni manns sem telur sig ranglega sakfelldan, sakfelldan fyrir mun meira brot en það sem hann hefur framið eða telur refsingu bersýnilega ranglega ákvarðaða um að mál verði endurup ptekið ef uppfyllt er eitt þeirra fjögurra skilyrða sem greinir í a - d liðum. Samkvæmt c - lið 1. mgr. 228. gr. er heimilt að endurupptaka mál ef verulegar líkur eru leiddar að því að sönnunargögn sem færð voru fram í máli hafi verið rangt metin svo að áhrif hafi haft á niðurstöðu þess. Í d - lið sömu málsgreinar segir að endurupptaka megi mál ef verulegir gallar hafi verið á meðferð þess þannig að áhrif hafi haft á niðurstöðu. Heimilt er að endurupptaka mál á grundvelli c - og d - liðar 1. mgr. 228. gr. þótt engin ný gögn eða upplýsingar liggi fyrir eins og raunin er í máli þessu. 22. Eins og áður greinir styður endurupptökubeiðandi beiðni sína þeim rökum að gallar hafi verið á málsmeðferð í skilningi d - liðar 228. gr. laga nr. 88/2008. Beiðni endurupptökubeiðanda að þe ssu leyti snýr að skýrslugjöf og framlagningu gagna af hálfu dómkvadds matsmanns við aðalmeðferð málsins í héraði 14. júní 2019. Þar hafi matsmaðurinn vísað til ljósmynda sem sumar hverjar hafi ekki verið taldar upp í matsgerð en þegar verjandi hafi mótmæl t framlagningu þeirra hafi dómari sjálfur lagt gögnin fram. ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 10/2022 - 5 - 23. Um framangreint er þess að gæta að í niðurstöðu dóms Landsréttar kemur fram að endurupptökubeiðandi hafi gert kröfu um að hinn áfrýjaði dómur yrði ómerktur og að málinu yrði vísað aftur heim í hérað til löglegrar meðferðar. Fyrir þeirri kröfu voru færð sam bærileg rök og hér eru til umfjöllunar. Um þetta segir í dómi Landsréttar að endurupptökubeiðandi hafi ekki gert kröfu um ómerkingu málsins í áfrýjunaryfirlýsingu og kæmi hún því ekki til umfjöllunar nema að því leyti sem dómurinn teldi að varnir hans kynn u að leiða til ómerkingar án kröfu, sbr. 2. mgr. 199. gr. laga nr. 88/2008. Fjallaði Landsréttur síðan um röksemdirnar og komst að þeirri niðurstöðu að framlagning gagnanna hefði ekki haft áhrif á varnir eða að endurupptökubeiðandi hefði ekki fengið nægan tíma eða aðstöðu til að undirbúa varnir sínar í héraði með hliðsjón af þeim réttindum sem honum eru búin í 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar og b - lið 3. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994. 24. Samkvæmt framansögðu tók Landsréttur ti l skoðunar þau atriði sem sneru að breyttri niðurstöðu matsmanns og framlagningu nýrra gagna við úrlausn um ómerkingu héraðsdóms án kröfu. Endurupptökubeiðandi styður kröfu sína um endurupptöku með með vísan til d - liðar 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 sö mu málsástæðum og hann hélt fram fyrir Landsrétti að þessu leyti. Af dómi Landsréttar er ljóst að umræddar matsgerðir og framlagning gagna kom til ítarlegrar skoðunar þar fyrir dómi með tilliti til réttinda sakbornings um réttláta málsmeðferð. Með hliðsjón af því sem greinir í dóminum verður ekki fallist á að málsmeðferð hafi verið gölluð að þessu leyti eða að neitt hafi verið fram fært í málinu sem leiði til endurskoðunar á því mati Landsréttar . Að mati Endurupptökudóms verður talið að endurupptökubeiðandi hafi fengið nægan tíma og aðstöðu til að undirbúa vörn sína í héraði. 25. Með vísan til alls framanritaðs verður að hafna beiðni um endurupptöku málsins á grundvelli d - liðar 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008. 26. Samkvæmt c - lið 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 er það sem fyrr greinir skilyrði endurupptöku að verulegar líkur séu leiddar að því að sönnunargögn sem færð voru fram í máli hafi verið rangt metin svo að áhrif hafi haft á niðurstöðu þess. Endurupptökudómur metur hvort skilyrði ákvæðisins séu uppfyllt en leggur ekki heildarmat að nýju á sönnunarfærslu í máli. 27. Endurupptökubeiðandi gerir athugasemdir við að hvorki í héraði né Landsrétti hafi verið talið mögulegt að blóð úr brotaþola væri á skóm endur u pptökubeiðanda gæti hafa komið til í átökum fyrir utan ve Í dómi héraðsdóms, sem Landsréttur tekur undir að þessu leyti, kemur fram að gögn málsins og framburðir bendi ekki til þess að við þá atlögu hafi brotaþoli hlotið mikla áverka eða að úr henni hafi blætt. Er því ljóst að dómstólar komust að rökstuddri niðurstöðu úr brotaþola. 28. Þá verður ek ki fallist á það með endurupptökubeiðanda að Landsrétti hafi borið að fjalla sérstaklega um sönnunargildi l ögregluskýrslna með tilliti til þess að lögregla hafi ítrekað reynt að knýja fram játningu hans þótt verjandi kunni að hafa gert athugasemdir við skýrslurnar . Í dómi Landsréttar greinir að í málinu liggi fyrir skýrslur sem endurupptökubeiðandi og brotaþol i gáfu hjá lögreglu við rannsókn málsins. Þá er einnig til þess að líta að í e - lið 2. mgr. 183. gr. laga nr. 88/2008 er gert ráð fyrir því að í dómi skuli meðal annars greina, svo glöggt sem verða má, andsvör ákærða við sönnunargögnum og rökum að baki ákæru eftir því sem þörf krefur. Samkvæmt þessu verður að hafna því að brotið hafi verið gegn meginreglunni um hlutlægni við rannsókn sakamála , sbr. 3. mgr. 18. gr. laga nr. 88/2008. ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 10/2022 - 6 - 29. Hvað varðar röksemdir endurupptökubeiðanda um það að lögregla hafi ekki ranns akað hvort annar einstaklingur en hann gæti hafa átt þátt í árás inni skal þess getið að í málinu liggja fyrir lögregluskýrslur af endurupptökubeiðanda, brotaþola og vitnum, auk þess sem skýrslur voru teknar af vitnum fyrir dómi. Eru þ ær skýrslur grundvöllu r sönnunarmat s Landsréttar. Sama máli gegnir um þær röksemdir að brotavettvangur árásar innar hafi verið fyrir framan hús einstaklings sem brotaþoli mun hafa átt í erjum við. V erður kröfu um endurupptöku málsins á þessum grundvelli því hafnað . 30. Að því er varðar þýðingu myndsakbending ar , sem vísað er til í héraðsdómi, verður ekki á það fallist með endurupptökubeiðanda að hún bendi til þess að sönnunargögn hafi verið rangt metin. H ér hefur meðal annars þýðingu að sömu vitni og þar er getið komu fyrir dóminn og gáfu skýrslur. Á grundvelli þeirra skýrslna og annarra gagna málsins komust dómstólar að rökstuddri niðurstöðu um háttsemi endurupptökubeiðanda. 31. Samkvæmt öllu framangreindu verður hvorki talið að leiddar hafi verið verulegar líkur að því að sönnunargögn hafi verið rangt metin svo áhrif hafi haft á niðurstöðu máls né að verulegir gallar teljist hafa verið á meðferð þess þannig að áhrif hafi haft á niðurstöðu, sbr. c - og d - liðir 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008. Að mati Endurupptökudóms er beiðni endurupp tökubeiðanda bersýnilega ekki á rökum reist, sbr. 3 . mgr. 229 . gr. laga nr. 88/2008 , og ber því að synja henni þegar í stað . 32. Málskostnaður verður ekki úrskurðaður . Úrskurðarorð: Beiðni endurupptökubeiðanda, Hafsteins Odds s onar , um endurupptöku á dómi Landsréttar 23. október 2020 í málinu nr. 635/2019 er hafnað.