Úrskurður fimmtudaginn 2. maí 2024 í mál i nr . 2/2024 Endurupptökubeiðni H. Hallgríms ehf. 1. Dómararnir Eyvindur G. Gunnarsson , Karl Axelsson og Stefán Geir Þórisson kveða upp úrskurð í máli þessu. 2. Með beiðni sem barst Endurupptökudómi 9 . apríl 2024 fór endurupptökubeiðandi , H. Hallgríms ehf. , fram á endurupptöku á máli nr. E - 292/2022 Old Town Apartments ehf. gegn H. Hallgríms ehf. sem dæmt var í Héraðsdómi Norðurlands eystra 24. mars 2023 . Gagnaðili í málinu er því stefnandinn í málinu Old Town Apartments ehf. Málsatvik 3. Endurupptökubeiðandi og gagnaðili undirrituðu kauptilboð 12. og 19. júlí 2021 um kaup gagnaðila á fasteigninni Aðalstræti 12b, Akureyri, sem er lýst þannig í kauptilboðinu að um sé að ræða íbúðarhúsalóð merkt 01 sem er alls 1042,5 m2 að stærð ásamt öllu því sem henni fylgir og fylgja ber. Landeignanúmer lóðar sé L212175 og fasteignanúmer F2337890. Lóðarmat sé 6.770.000 krónur. 4. Hinn 10. nóvember 2021 höfðaði gagnaðili mál geg n endurupptökubeiðanda fyrir Héraðsdómi Norðurlands eystra til viðurkenningar á því að í gildi væri bindandi kaupsamningur milli aðila um framangreinda fasteign. Því máli lauk með úrskurði 6. apríl 2022 í máli nr. E - 499/2021 þar sem málinu var vísað frá dómi án kröfu og gagnaðili dæmdur til að greiða endurupptökubeiðanda 850.000 krónur í málskostnað. 5. Gagnaðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 19. apríl 2022, en því var vísað frá Landsrétti með úrskurði 10. júní 2022 í máli nr. 259/2022 þar sem kærugj ald var ekki greitt samhliða afhendingu kæru, sbr. 3. mgr. 145. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. 6. Í kjölfarið höfðaði gagnaðili mál það sem hér er krafist endurupptöku á. Með dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra 24. mars 2023 í máli nr. E - 292/2022 v ar endurupptökubeiðandi dæmdur til að gefa út afsal til gagnaðila fyrir lóðinni Aðalstræti 12b, Akureyri fastanúmer F2337890, ásamt öllu sem fylgir og fylgja ber að engu undanskildu, gegn greiðslu gagnaðila á 12.000.000 krónum, allt í samræmi við kauptilbo ð gagnaðila frá 12. júlí 2021, samþykktu af endurupptökubeiðanda 19. júlí 2021. Þeim dómi var ekki áfrýjað til Landsréttar. Rökstuðningur málsaðila Rökstuðningur endurupptökubeiðanda 7. Málatilbúnaður endurupptökubeiðanda er ekki að öllu leyti svo skýr sem æskilegt væri. Ekki er hægt að skilja beiðni hans öðruvísi en svo að hann telji dóminn rangan þar sem ekki hafi verið búið að undirrita kaupsamning við sölu fasteignarinnar . Byggir endu rupptökubeiðandi beiðni sína á a - lið ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 2/2024 - 2 - 191. gr. laga nr. 91/1991 . Þ ar er kveð ið á um heimild til endurupptöku dóms ef s terkar líkur eru leiddar að því með nýjum gögnum eða upplýsingum að málsatvik hafi ekki verið leidd réttilega í ljós þegar málið var til me ðferðar og aðilanum verður ekki um það kennt og að gögnin eða upplýsingarnar muni verða til breyttrar niðurstöðu í mikilvægum atriðum. Þá er það skilyrði fyrir heimildinni að atvik mæli með því að leyfið verði veitt, þar á meðal að stórfelldir hagsmunir að ilans séu í húfi. Niðurstaða 8. Af gögnum þeim sem lögð hafa verið fyrir Endurupptökudóm fæst ekki séð að um sé að ræða ný gögn eða upplýsingar um málsatvik sem ekki hafi verið leidd réttilega í ljós þegar mál það var til meðferðar fyrir Héraðsdómi Norðurland s eystra sem beiðst er endurupptöku á . Eru skilyrði a - liðar 1. mgr. 191. gr. laga nr. 91/1991 fyrir endurupptöku því ekki uppfyllt. Samkvæmt því telst beiðni endurupptökubeiðanda um endurupptöku á dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra á máli nr. E - 292/2022 Old Town Apartments ehf. gegn H. Hallgríms ehf. sem dæmt var í Héraðsdómi Norðurlands eystra 24. mars 2023 bersýnilega ekki á rökum reist í skilningi 2 . mgr. 192. gr. laga nr. 91/1991 og er henni því hafnað . 9. Af framansögðu leiðir að ekki þarf að taka afstöðu til þess hvort uppfyllt sé skilyrð i 191. gr. laga nr. 91/1991 um að stórfelldir hagsmunir endurupptökubeiðanda séu í húfi. 10. Málskostnaður verður ekki úrskurðaður. Úrskurðarorð: Beiðni endurupptökubeiðanda H. Hallgríms ehf. um endurupptöku á máli nr. E - 292/2022 sem dæmt var í Héraðsdómi Norðurlands eystra 24. mars 2023 er hafnað. Málskostnaður verður ekki úrskurðaður .