Úrskurður miðvikudaginn 8. september 2021 í máli nr . 16/2021 Endurupptökubeiðni Davíð s Þór s Gunnarsson ar 1. Dómararnir Eiríkur Elís Þorláksson , Jóhannes Karl Sveinsson og Oddný Mjöll Arnardóttir kveða upp úrskurð í máli þessu. 2. Með beiðni sem barst Endurupptökudómi 22. febrúar 2021 fór endurupptökubeiðandi fram á endurupptöku á dómi Héraðsdóms Vesturlands 29. maí 2020 í máli nr. S - 255/2019. 3. Endurupptökubeiðni í máli þessu beinist að r íkissaksóknara sem gagnaðila. 4. Með ákvörðun Endurupptökudóms 14. apríl 2021 var réttaráhrifum framangreinds dóms frestað meðan á meðferð máls þessa stæði fyrir Endurupptökudómi . 5. Greinargerð ríkissaksóknara barst réttinum 11. maí 2021. Skriflegar athugasemdir endurupptökubeiðanda við greinar gerðina bárust réttinum 2. júní sama ár og athugasemdir ríkissaksóknara við þær bárust 14. sama mánaða r. Málsatvik 6. Með framangreindum dómi Héraðsdóms Vesturlands var endurupptökubeiðandi dæmdur sekur um brot gegn 1. mgr. 48. gr., sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987 og brot gegn 2. gr., sbr. 5. og 6. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974 og 2. gr., sbr. 1. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001 um ávana og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni. Var hann dæmdur til sex mánaða fangelsisvis tar og til að sæta upptöku á 7,27 gr. af metamfetamíni. Útivist varð af hálfu endurupptökubeiðanda í málinu. Í dóminum segir meðal annars ítrekað verið gefið út en ekki hefur tekist að birta það fyrir honum. Samkvæmt heimi ld í 3. mgr. 156. gr. laga um meðferð sakamála, nr. 88/2008, var ákæra ásamt fyrirkalli birt í Lögbirtingarblaðinu 22. apríl 2020. Við þingfestingu málsins 25. maí sama ár sótti ákærði ekki þing og var málið þá dómtekið að kröfu ákæruvaldsins samkvæmt 1. m gr. 161. gr. laga um meðferð sakamála, nr. 88/2008. Með vísan til þeirrar lagagreinar þykir mega jafna útivist ákærða til játningar hans, enda 7. Í málinu hafa verið lagðar fram útprentanir úr dagbók lögreglu . Þar kemur meðal annars fram að endurupptökubeiðandi hafi komið í fangageymslu lögreglu 15. janúar 2020 þar sem reynt hafi verið að birta fyrir honum ákæru og fyrirkall vegna þingfestingar málsins 17. sama mánaðar. Hafi hann neitað að taka við birtingu þar sem lögmæltur birtingarfrestur væri liðinn. Jafnframt var bókað í dagbókina að hann hefði hug á að veita Stefáni Karli Kristjánssyni lögmanni skriflegt umboð til móttöku nýs fyrirkalls. 8. Málið var ekki þingfest 17. janúar 2020. Til stóð að þingfesta það 21. febrúar sama ár en birting ákæru og fyrirkalls tókst ekki í tæka tíð. Birting var reynd að nýju vegna þingfestingar 13. mars 2020 en í dagbók lögreglu 28. febrúar sama ár ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 16/2021 - 2 - Karl verjanda Davíðs og sagðist h ann vera kunnugt um þetta og vera með pappíra þess efnis. 9. Samkvæmt gögnum málsins virðist endurupptökubeiðandi ekki hafa haft skráð lögheimili á framangreindum tíma . 10. Ákæra og fyrirkall í málinu var að lokum birt í Lögbirtingablaði 22. apríl 2020 vegna þingfestingar málsins 25. maí sama ár. Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nu var kveðinn upp 29. sama mánaðar. Rökstuðningur málsaðila Rökstuðningur endurupptökubeiðanda 11. Endurupptökubeiðandi byggir beiðni sína á 1. og 3. mgr. 18 7 . gr. laga nr. 88/2008. Hann kveðst fyrst hafa fengið vitneskju um framangreindan dóm Héraðsdóms Vesturlands í febrúar 2021 er hann var boðaður til afplánunar. Hann te lur dóminn rangan og byggir á því að ákæra og fyrirkall hafi hvorki verið birt fyrir honum né lögmanni hans. Hafi honum því ekki gefist færi á að taka til varna í málinu . Rökstuðningur gagnaðila 12. Ríkissaksóknari vísar til þess að samkvæmt framangreindum bókunum í dagbók lögreglu hafi endurupptökubeiðanda verið nægilega kunnugt um málarekstur á hendur honum . Honum hafi því gefist færi á að halda uppi vörnum í málinu . Niðurstaða 13. Þegar sakamáli hefur verið lokið með útivistar dómi á grundvelli 1. mgr. 161. gr. laga nr. 88/2008 getur dómfelldi krafist endurupptöku fyrir héraðsdómi innan fjögurra vikna frá því að dómur var birtur fyrir honum eða frá því að dómur var kveðinn upp ef birtingar var ekki þörf, sbr. 1. mgr. 187. gr. la ga nr. 88/2008 . Eins og áréttað er í athugasemdum við frumvarp það sem varð að lögum nr. 88/2008 eru í ákvæðinu ekki sett önnur skilyrði fyrir endurupptöku en að beiðni komi fram innan framangreind s frests . A ð frestinum liðnum verður slíkt mál aftur á móti ekki tekið upp á ný nema með úrskurði Endurupptökudóms , sbr. 3. mgr. 187. gr. laga nna . 14. Samkvæmt 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 eins og ákvæðinu var breytt með 1 2 . gr. laga nr. 47/2020 getur Endurupptökudómur orðið við beiðn i manns, sem telur sig ranglega sakfelldan, sakfelldan fyrir mun meira brot en það sem hann hefur framið eða telur refsingu bersýnilega ranglega ákvarðaða, um að málið verði endurupptekið í héraði ef fullnægt er einhverju þeirra skilyrða sem fram koma í a - til d - liðum ákvæðisins. Í a - lið er endurupptaka heimiluð ef fram eru komin ný gögn eða upplýsingar sem ætla má að hefðu verulega miklu skipt fyrir niðurstöðu málsins ef gögnin eða upplýsingarnar hefðu komið fram áður en dómur gekk . 15. Í athugasemdum við ákv æðið í frumvarpi til laganna segir m eðal annars að texti a - liðar 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 hafi verið samræmdur þeim breytingum sem gerðar voru á skilyrðum fyrir endurupptöku samkvæmt lögum um meðferð einkamála, með því að nýjar upplýsingar geti ve rið tilefni endurupptöku. Þá er það áréttað í frumvarpinu að skýra ber orðalagið ný gögn eða upplýsingar svo rúmt að það taki ekki eingöngu til sönnunargagna heldur geti það átt við úrlausnir alþjóðlegra dómstóla. Loks er í frumvarpinu tekið fram að með ný jum gögnum eða upplýsingum í ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 16/2021 - 3 - þessum skilningi sé átt við öll þau gögn eða upplýsingar sem leitt gætu til breyttrar niðurstöðu málsins í mikilvægum atriðum. 16. Fyrir liggur að endurupptökubeiðandi telur sig hafa verið ranglega sakfelldan og kemur þá til skoðunar hvort uppfyllt séu skilyrði áðurnefnds a - liðar 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 . Við túlkun þess lagaákvæðis verður meðal annars að horfa til grundvallarréttinda sakaðra manna samkvæmt 70. gr. stjórnarskrárinnar og 6. gr. mannréttindasáttmála Evr ópu, sem lögfestur var hér á landi með lögum nr. 62/1994. Þá athugast að þótt dómar Mannréttindadómstóls Evrópu séu samkvæmt 2. gr. laga nr. 62/1994 ekki bindandi að íslenskum landsrétti hafa íslenskir dómstólar litið til dóma hans þegar reynir á ákvæði ma nnréttindasáttmálans sem hluta af landsrétti, sbr. til dæmis dóm Hæstaréttar 21. maí 2019 í máli nr. 12/2018. Í því ljósi verður við túlkun 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 meðal annars litið til þess hvernig Mannréttindadómstóll Evrópu hefur talið rétt að beita 6. gr. mannréttindasáttmálans þegar refsidómar hafa verið kveðnir upp að sakborningi fjarstöddum og án þess að hann hafi haft vitneskju um málsmeðferðina. 17. Réttur sakbornings t il þess að vera viðstaddur réttarhöld yfir sér og til að taka til varna er u grundvallar þ ættir í réttinum til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi sem tryggður er í 1 . mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar og 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Ákvæði 1. og 3. mgr. 156. gr. laga nr. 88/2008 heimila þó birtingu ákæru og fyrirkalls fyrir öðrum en ákærða sjálfum eða lögmanni hans og í Lögbirtingablaði ef óvíst er um dvalarstað hans . Útivistardómur á grundvelli 1. mgr. 161. gr. laganna, að undangengi nni slíkri birtingu, verður ekki sjálfkrafa talinn fela í sér brot á réttinum til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi . Mannréttindadómstóll Evrópu hefur aftur á móti talið það brot á 6. gr. mannréttindasáttmálans ef maður sem dæmdur hefur verið til refsing ar að sér fjarstöddum getur ekki fengið mál sitt endurupptekið , enda hafi hvorki verið sýnt fram á að hann hafi með háttsemi sinni afsalað sér réttinum til að koma fyrir dóm né að hann hafi haft ásetning til að koma sér undan réttarhöldunum , sbr. málsgreinar 81 - 84 í dómi m annréttindadómstóls ins frá 1. mars 2006 í máli Sejdovic gegn Ítalíu . 18. M annréttindadómstóll Evrópu hefur einnig byggt á því að t il þess að lagt verði til grundvallar að dómfelldi hafi afsalað sér réttinum til að koma fyrir dóm eða a ð hann hafi haft ásetning til að koma sér undan réttarhöldum verð i að sýna fram á hann hafi mátt sjá fyrir afleiðingar háttsemi sinnar. Í því sambandi hefur birting ákæru og kvaðningar fyrir dóm grundvallarþýðingu og verða óformlegar eða óljósar upplýsinga r um málareksturinn ekki taldar nægja, sbr. málsgrein ar 34 og 35 í dóm i Mannréttindadómstóls Evrópu frá 31. janúar 2012 í máli Stoyanov gegn Búlgaríu. 19. Í máli þessu liggur hvorki fyrir að ákærði né lögmaður hans hafi með tryggum hætti tekið við birtingu ákæru og kvaðning ar fyrir dóm er málið skyldi þingfest 25. maí 2020 . Þá verður b irting í Lögbirtingablaði ekki talin fela í sér að endurupptökubeiðanda hafi verið nægilega kunnugt um málareksturinn til að litið verði svo á að hann hafi afsalað sér réttindum sínum . Þá athugast að þegar endurupptökubeiðandi neitaði að taka við birtingu fyrirkalls 15. janúar 2020 var lögbundinn frestur til birtingarinnar samkvæmt 1. mgr. 155. gr. laga nr. 88/2008 liðinn auk þ ess sem ákærði vísaði við það tækifæri til þess að hann hygðist gefa lögmanni sínum umboð til að taka við birtingu nni . Liggur því ekkert fyrir um það í málinu að endurupptökubeiðandi hafi haft ásetning til að koma sér undan málarekstrinum . 20. Að öllu framan greindu gættu og í ljósi vilja endurupptökubeiðanda til að taka til varna í málinu verður að leggja til grundvallar að fram séu komnar nýjar upplýsingar sem ætla má að hefðu verulega miklu skipt fyrir niðurstöðu málsins hefð u þær komið fram áður en dómur gekk í því . Eru ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 16/2021 - 4 - því uppfyllt skilyrði a - liðar 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 til að fallist verði á beiðni hans um endurupptöku á máli Héraðsdóms Vesturlands nr. S - 255/2019. 21. Ekki eru efni til að kveða á um að réttaráhrif dóms í framangreindu máli haldi gildi s í nu að neinu leiti þar til nýr dómur hefur verið kveðinn upp, sbr. 1. mgr. 231. gr. laga nr. 88/2008. 22. Stefán Karl Kristjánsson lögmaður gætti hagsmuna endurupptökubeiðanda hér fyrir dómi en þess var ekki óskað að hann yrði skipaður verjandi í málinu . Verður lögmanninum þ ví ekki ákvörðuð þóknun , sbr. 1. mgr. 230. gr. laga nr. 88/2008 . Úrskurðarorð: Fallist er á endurupptöku máls nr. S - 255/2019 sem dæmt var í Héraðsdómi Vesturlands 29. maí 2020.