Endurupptökubeiðni A 1. Dómararnir Eyvindur G. Gunnarsson, Karl Axelsson og Stefán Geir Þórisson kveða upp úrskurð í máli þessu. 2. Með beiðni sem barst Endurupptökudómi 24. febrúar 2023 fór endurupptökubeiðandi, A, [...], fram á endurupptöku á máli Q - [...]/2022: B og C gegn A sem lauk með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur 7. júní 2022 og á máli nr. 387/2022: A gegn B og C sem lauk með ú rskurði Landsréttar 9. september 2022. Málsatvik 3. Með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur 7. júní 2022 í máli nr. Q - [...]/2022 var endurupptökubeiðanda gert að þola ógildingu kaupmála sem hún og eiginmaður hennar D , sem nú er látinn, höfðu gert 21. maí 2019. S óknaraðilar í málinu voru tveir synir D heitins. Endurupptökubeiðandi skaut málinu til Landsréttar með kæru 21. júní 2022. Landsréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms um ógildingu með úrskurði 9. september 2022 í málinu nr. 387/2022. Rökstuðningur endurupp tökubeiðanda 4. Málatilbúnaður endurupptökubeiðanda er ekki að öllu leyti svo skýr sem æskilegt væri. Þannig málsmeðferð í máli Landsréttar nr. 387/2022 og Héraðsdóms Q - [...] /2022 verði endurupptekin og að umræddur kaupmáli hafi í raun ekki öðlast gildi í upphafi og því hafi málsmeðferð fyrir héraðsdómi og Landsrétti verið t ilhæfulaus og tilgangslaus á þeim forsendnum sem nánar eru raktar í endurupptökubeiðninni. Niðurstaða 5. Kröfugerð endurupptökubeiðanda verður að skilja á þann veg að hún krefjist endurupptöku máls Landsréttar nr. 387/2022 en hvorki standa til þess lagaskily rði, samkvæmt 28. og 29. kafla laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, né lögvarðir hagsmunir endurupptökubeiðanda að endurupptaka samhliða úrskurð héraðsdóms í sama máli. Með tilvitnuðum úrskurði Landsréttar var staðfest sú niðurstaða héraðsdóms að ógilda umræddan kaupmála endurupptökubeiðanda og látins eiginmanns hennar. 6. Samkvæmt 1. mgr. 193. gr. laga nr. 91/1991 getur Endurupptökudómur leyft samkvæmt beiðni aðila að mál sem dæmt hefur verið í Landsrétti eða Hæstarétti verði tekið þar til meðferðar og d ómsuppsögu að nýju ef fullnægt er þeim skilyrðum sem greinir í 1. mgr. 191. gr. laganna. Mál ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 4/2023 - 2 - verður ekki endurupptekið í Landsrétti nema frestur til að leita áfrýjunarleyfis til Hæstaréttar sé liðinn eða Hæstiréttur hafi synjað um áfrýjunarleyfi. Í 1. mgr. 191. gr. laga nr. 91/1991 segir að hafi héraðsdómur gengið í máli, sem hefur ekki verið áfrýjað, og áfrýjunarfrestur er liðinn, geti Endurupptökudómur orðið við beiðni um að málið verði endurupptekið í héraði ef skilyrði a - eða b - liðar er fullnægt, enda m æli atvik með því að leyfið verði veitt, þar á meðal að stórfelldir hagsmunir aðilans séu í húfi. 7. Í framangreindum ákvæðum laga nr. 91/1991 er ráð fyrir því gert að verða megi við beiðni um endurupptöku á dómum, svo sem orðalag ákvæðanna ber með sér. Í 1. mgr. 193. gr., sem heimilar endurupptöku á málum sem dæmd hafa verið í Landsrétti eða Hæstarétti, er vísað til 191. gr. en hún gerir samkvæmt orðanna hljóðan aðeins ráð fyrir endurupptöku hafi héraðsdómur gengið í máli en hvergi er vikið að heimild til að endurupptaka úrskurði dómstóla. Í 4. og 5. mgr. 192. gr. er jafnframt áréttað að úrskurður Endurupptökudóms skuli fjalla um dóm, sem beiðst er endurupptöku á, og að tekin skuli afstaða til þess hvort áhrif fyrri dóms falli niður á meðan málið er rekið. Ekk i er minnst á úrskurði sem gengið hafa undir rekstri máls eða bundið endi á málsmeðferð. Í lögskýringargögnum með framangreindum lagaákvæðum um endurupptöku dóma er ekki að finna skýringar á ástæðu þess að heimild til endurupptöku hefur ávallt verið bundin við dóma. 8. Í 1. mgr. 116. gr. laga nr. 91/1991 kemur fram sú grunnregla einkamálaréttarfars, sem að sínu leyti á jafnframt við um úrskurði, að dómur sé bindandi um úrslit sakarefnis milli aðila og þeirra, sem koma að lögum í þeirra stað, um þær kröfur sem eru dæmdar þar að efni til. Samkvæmt 2. mgr. greinarinnar verður krafa sem hefur verið dæmd að efni til ekki borin aftur undir sama eða hliðsettan dómstól framar en í lögunum segir. Nýju máli um slíka kröfu skal vísað frá dómi. Í 3. mgr. greinarinnar segir meðal annars að dómur sé bindandi fyrir dómara þegar hann hefur verið kveðinn upp og samkvæmt 4. mgr. hefur dómur fullt sönnunargildi um þau málsatvik sem í honum greinir þar til það gagnstæða sannast. Í þessum ákvæðum felast reglur um réttaráhrif dóma by ggðar á þeirri grunnreglu að dómur skuli vera endir þrætu og sama sakarefnið því ekki dæmt að nýju. Af þessu leiðir eðli máls samkvæmt að við skýringu lagareglna um endurupptöku dæmdra mála verður orðum þeirra ekki léð rýmri merking en felst í bókstaflegum skilningi þeirra, sbr. dóm Hæstaréttar 21. maí 2019 í máli nr. 12/2018. 9. Með hliðsjón af framansögðu, og með vísan til meðal annars úrskurða Endurupptökudóms 27. maí 2021 í málum nr. 1, 4, 9 og 17/2021 og 12. október 2021 í máli nr. 33/2021, verður ákvæði 193. gr. laga nr. 91/1991, sbr. 191. gr. laganna, hvorki beitt með rýmkandi lögskýringu né lögjöfnun þannig að það veiti heimild til endurupptöku úrskurðar. Samkvæmt því telst beiðni endurupptökubeiðanda um endurupptöku úrskurðar Landsréttar 9. september 2 022 í máli nr. 387/2022 bersýnilega ekki á rökum reist í skilningi 1. mgr. 192. gr. laga nr. 91/1991. Á þeim grundvelli verður málinu vísað frá Endurupptökudómi með vísan til 1. mgr. 24. gr., sbr. 7. mgr. 192. gr. laga nr. 91/1991. 10. Málskostnaður verður ekk i úrskurðaður. Úrskurðarorð: Máli þessu er vísað frá Endurupptökudómi. ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 4/2023 - 3 -