Úrskurður þriðjudaginn 29. ágúst 2023 í mál i nr . 12/2023 Endurupptökubeiðni [A] 1. Dómararnir Eiríkur Elís Þorláksson , Eyvindur G. Gunnarsson og Karl Axelsson kveða upp úrskurð í máli þessu. 2. Með beiðni sem barst Endurupptökudómi 4. júlí 2023 fór endurupptökubeiðandi , [A] , með lögheimili [...] , fram á endurupptöku á máli nr. E - 2044/2020 : [B] gegn [A] , sem dæmt var í Héraðsdómi Reykjavíkur 15. júní 2021 . Málsatvik 3. Mál þetta lýtur að kröfu um að endurupptaka mál sem [B] höfðaði gegn endurupptökubeiðanda fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur 19. mars 20 20. Í málinu gerði stefnandi þá kröfu að forsjá sonar hennar og endurupptökubeiðanda yrði hjá henni . Þá krafðist hún að kveðið yrði á um inntak umgengnisréttar þess foreldris sem ek ki fengi forsjá drengsins. Einnig krafðist hún þess að endurupptökubeiðanda yrði gert að greiða sér meðlag með drengnum til 18 ára aldurs hans. Loks krafðist stefnandi málskostnaðar. Endurupptökubeiðandi krafðist þess að hann yrði sýknaður af kröfum stefna nda og forsjá dreng s ins yrði áfram sameiginleg með a ð ilum og umgengni óbreytt. Þá krafðist hann málskostnaðar . 4. Undir rekstri málsins var aflað tveggja dómkvaddra matsgerða um forsjárhæfni aðila . Annars vegar matsgerðar eins matsmanns . Hins vegar yfir matsgerðar tveggja matsmanna , þar á meðal [C] sálfræðings . Síðarnefndu matsgerðarinnar var aflað samkvæmt mats beiðni endurupptökubeiðanda. Í dómi héraðsdóms kemur meðal annars fram að báðir yfirmatsmenn hafi komi ð fyrir dóminn og staðfest efni matsgerðar þ eirra. Þá kom fram að matsmenn hefðu tekið fram að þrátt fyrir að endurupptökubeiðandi hafi óskað eftir yfirmatinu hafi hann ekki viljað ljúka matsvinnu. Hann hafi mætt á einn matsfund en svo afþakkað öll frekari samskipti við ma t smenn og hafnað allri þátt töku í matsferlinu . 5. Með dómi héraðsdóms 15. júní 2021 var fallist á kröfur stefnanda og henni dæmd forsjá sonar hennar og endurupptökubeiðanda. Þá var kveðið á um meðlagsgreiðslur endurupptökubeiðanda og umgengni. Málskostnaður milli aðila var felldur nið ur. Dómi héraðsdóms var ekki áfrýjað. Rökstuðningur endurupptökubeiðanda 6. Af endurupptökubeiðni verður ráðið að e ndurupptökubeiðandi byggi kröfu sína á því að [C] , y firmatsmaður í héraðsdómsmálinu sem krafist er endurupptöku á, hafi verið vanhæfur til að leggja mat á forsjárhæfni aðila málsins. Yfirmatsmaðurinn haf i áður unnið sérhæft mat á aðil um á vegum VIRK starfsenduræfingarsjóðs. ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 12/2023 - 2 - Niðurstaða 7. Í máli þessu krefst endurupptökubeiðandi endurupptök u héraðsdóms sem ekki var áfrýjað. Um skilyrði fyrir endurupptöku slíkra mála er fjallað í XXVIII. kafla laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Samkvæmt 1. mgr. 191. gr. laganna getur Endurupptökudómur orðið við beiðni um endurupptöku ef skilyrði a - eða b - liðar ákvæðisins er fullnægt, enda mæli atvik með því að leyfið verði veitt, þar á meðal að stórfelldir hagsmunir aðilans séu í húfi. Í a - lið á kvæðisins er kveðið á um heimild til endurupptöku ef sterkar líkur eru leiddar að því með nýjum gögnum eða upplýsingum að málsatvik hafi ekki verið leidd réttilega í ljós þegar málið var til meðferðar og aðilanum verður ekki um það kennt og gögnin eða uppl ýsingarnar muni verða til breyttrar niðurstöðu í mikilvægum atriðum. Samkvæmt b - lið getur endurupptaka verið heimiluð ef sterkar líkur eru leiddar að því að ný gögn eða upplýsingar um annað en málsatvik muni verða til breyttrar niðurstöðu í mikilvægum atri ðum. 8. Endurupptökubeiðandi vísar til þess að [C] , sem dómkvaddur var yfirmatsmaður í héraðsdómsmálinu , hafi verið vanhæfur til að leggja mat á forsjárhæfni aðila málsins, enda hafi hann unnið sérhæft mat á aðilum á vegum starfsendurhæfingarsjóðs áður en ti l dómsmálsins kom. Til þess er að líta varðandi þessa málsástæðu að samkvæmt endurupptökubeiðni fór hið sérhæfða mat fram á árinu 2016 og var endurupptökubeiðandi þá sjálfur til mats . [C] var síðan dómkvaddur á árinu 2021 að beiðni endurupptökubeiðanda sjá lfs . Eins og hér stendur á með aðkomu endurupptökubeiðanda að þeim mötum sem fóru fram á árunum 2016 og 2021 geta það hvorki talist vera ný gögn né nýjar upplýsingar að yfirmatsmaðurinn hafi verið dómkvaddur til starfans þrátt fyrir vinnu við sérhæft mat á endurupptökubeiðanda á fyrri stigum. 9. Samkvæmt framangreindu er hvorki fullnægt skilyrðum a - né b - liðar 1. mgr. 191. gr. laga nr. 91/1991. Telst beiðni endurupptökubeiðanda bersýnilega ekki á rökum reist í skilningi 2. mgr. 192. gr. laganna og er henni þv í hafnað. Úrskurðarorð: Beiðni endurupptökubeiðanda, [A] , um endurupptöku á máli nr. E - 2044 /20 20 sem dæmt var í Héraðsdómi Reykjavíkur 15. júní 2021 er hafnað.