Úrskurður fimmtudaginn 22. júní 2023 í mál i nr . 28/2022 Endurupptökubeiðni Steinþór s Gunnarsson ar 1. Dómararnir Aðalsteinn E. Jónasson, Eiríkur Elís Þorláksson og Eyvindur G. Gunnarsson kveða upp úrskurð í máli þessu. 2. Með beiðni sem barst Endurupptökudómi 2. desember 2022 fór endurupptökubeiðandi , Steinþór Gunnarsson, [...] , fram á endurupptöku hvað hann varðar á máli nr. 456/2014: Á kæruvaldið gegn Sigurjóni Þorvaldi Árnasyni, Sigríði Elínu Sigfúfsdóttur og Steinþóri Gunnarssyni, s em dæmt var í Hæstarétti 8. o któber 2015. Þá krefst endurupptökubeiðandi þess að verjanda sínum verði ákvörðuð þóknun vegna meðferðar málsins fyrir Endurupptökudómi. 3. Gagnaðili, r íkissaksóknari , leggst ekki gegn endurupptöku málsins . 4. Gagnaöflun lauk í málinu 8. júní 2023 . Málsatvik 5. Sérstakur saksóknari höfðaði mál á hendur endurupptökubeiðanda og tveimur öðrum einstaklingum með ákæru útgefinni 15. mars 2013. Var endurupptökubeiðanda gefin að sök markaðsmisnotkun , sbr. þágildandi a - lið 1. tölulið ar og 2. tölulið ar 1. mgr. 117. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti. Með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 5. júní 2014 var endurupptökubeiðandi dæmdur til að sæta níu mánaða fangelsi. S ex mán uðum af refsingunni var frestað og skyldi sá hluti refsingarinna r falla niður að liðnum tveimur árum frá birti ngu dómsins héldi endurupptökub eiðandi almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þá var endurupptö kubeiðanda gert að greiða helming málsvarnarlauna skipaðra verjenda sinna. Ríkissaksóknari ska ut málinu til Hæstaréttar 23. júní 2014 í samræmi við yfirlýsingu endurupptökubeiðanda. Með dómi Hæstaréttar 8. október 2015 í máli nr. 456/2014 var endurupptökubeiðandi dæmdur til að sæta níu mánaða óskilorðsbundnu fangelsi og til greiðslu sakarkostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti , samtals 10.592.500 krónur. Rökstuðningur málsaðila Rökstuðningur endurupptökubeiðanda 6. Endurupptökubeiðandi byggir á því að skilyrðum a - og d - liðar 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála sé fullnægt. B rotið hafi verið gegn rétti hans til réttlátrar málsmeðferðar fyrir ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 28/2022 - 2 - dómi þar eð Viðar Már Matthíasson, einn dómenda í hæstaréttarmálinu nr. 456/2014 , hafi verið vanhæfur. Þegar hafi verið tekin afstaða til vanhæfis umrædds dómara og þýðingu þess hvað endur upptöku varðar í dómi Hæstaréttar 12. mars 2021 í máli nr. 34/2019: Ákæruvaldið gegn Sigurjóni Þorvaldi Árnasyni og Sigríði Elínu Sigfúsdóttur . Ákærðu í því máli höfðu, ásamt endurupptökubeiðanda, verið sakfelld með dómi Hæstaréttar í máli nr. 456/2014 og leitað í kjölfarið eftir endurupptöku hjá endurupptökunefnd sem hafi meðal annars starfað samkvæmt lögum nr. 88/2008 eins og þau voru fyrir gildistöku laga nr. 47/2020 þegar Endurupptökudómi var komið á fót. Endurupptökunefnd hafi fallist á endurupptöku á þeim grundvelli að umræddur dómari hafi verið vanhæfur. Ríkissaksóknari hafi í kjölfarið gefið út fyrirkall vegna endurup ptöku málsins. Fyrir Hæstarétt i hafi ríkissaksóknari krafist frávísunar málsins frá Hæstarétti meðal annars með þeim rökum að skilyrðum endurupptöku hafi ekki verið fullnægt. 7. Með ákvörðun 27. maí 2020 hafi Hæstiréttur hafnað kröfu ríkissaksóknara um frávísun. Sú ákvörðun hafi meðal annars byggst á því að það væri forsenda fyrir réttlátri málsmeðferð fyrir dómstólum að reglur um hæfi dóma ra væru virtar og gilti þá einu á hvaða dómstigi meðferð málsins færi fram og hvort dómurinn væri skipaður einum eða fleiri dómurum. Vanhöld á því að reglur um hæfi væru virtar hlytu jafnan að teljast verulegir annmarkar á málsmeðferð og jafnframt þess eðl is að geta haft áhrif á niðurstöðu máls í skilningi d - liðar 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008. Ákvæðið sé nú efnislega eins og það hafi verið þegar dómur Hæstaréttar í máli nr. 34/2019 féll. 8. Endurupptökubeiðandi vísar þannig til þess að Hæstiréttur hafi þ egar slegið því föstu að vanhæfi dómara í sama máli og hann hafi verið ákærður í eigi að leiða til endurupptöku. Í dómi Hæstaréttar í máli nr. 34/2019 hafi verið tekið fram að endurupptökubeiðandi ætti rétt á endurupptöku málsins eins og aðrir sakborningar . 9. Með bréfi Endurupptökudóms 31. mars 2023 var endurupptökubeiðandi inntur eftir afstöðu til þess, hvort að hann teldi að vísa ætti málinu til meðferðar og dómsupps ögu til Hæstaréttar eða Landsréttar , yrði fallist á kröfu hans um endurupptöku . Vísað var til þess að 30. mars 2023 hafi Alþingi samþykkt lög, sem síðar fengu númerið 15/2023, um breytingu á lögum nr. 88/2008 sem heimiluðu Endurupptökudómi að vísa málum til Landsréttar. Lagabreytingin næði til mála sem dæmd hefðu verið í Hæstarétti fyrir 1. jan úar 2018 og uppfylltu skilyrði til endurupptöku samkvæmt 232. gr. laga nr. 88/2008. Ákvæðið tæki til mála sem Endurupptökudómur hefði ekki úrskurðað um, þar með talið mála sem væru til meðferðar hjá dómstólnum. 10. Afstaða endurupptökubeiðanda var send Enduru pptökudómi með bréfi 21. apríl 2023. Þar kemur meðal annars fram að málsmeðferðartími í málinu v ek t i athygli. Óheimilt væri að fresta máli á meðan að beðið væri eftir nýjum lögum. B eiðni um endurupptöku hefði verið send Endurupptökudómi 30. nóvember 2022. Það væri almenn regla að dómsmál sem höfðuð væru í tíð eldri reglna færu eftir þeim, þótt ný regla hefði öðlast gildi áður en málinu væri lokið. Umrædd lagabreyting væri íþyngjandi fyrir endurupptökubeiðanda og bæri af þeim sökum að gæta sérstakrar varúðar við beitingu hennar honum í óhag. Þá tiltók endurupptökubeiðandi að Mannréttindadómstóll Evrópu hefði gefið út leiðbeiningar um skyldur aðildarríkja ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 28/2022 - 3 - mannréttindasáttmála Evrópu gagnvart einstaklingi sem hefði verið ranglega sakfelldur. Í þeim leiðbeiningu m kæmi fram að reglur um endurupptöku dómsmála skyldu miðast við að hvert mál væri endurupptekið í þeirri stöðu sem það hafi verið áður en brot hefði verið framið. Í máli endurupptökubeiðanda hefði hann verið sýknaður að hluta í héraðsdómi en síðan sakfell dur í H æstarétti. Engir annmarkar hefðu verið á málsmeðferðinni í héraði. Sakfelling Hæstaréttar á þeim ákærulið sem endurupptökueiðanda hafi verið sýknaður af í héraði hefði brotið gegn rétti hans til milliliðalausrar málsmeðferðar. Brotið eða mistökin se m um ræði hafi átt sér stað í Hæstarétti og skyldi við slíkar aðstæður, samkvæmt leiðbeiningum mannréttindadómstólsins , endurskapa þá stöðu sem hafi verið þegar málið var tekið til dóms í Hæstarétti. Loks komi fram í dómi Hæstaréttar í máli nr. 34/2019 að endurupptökubeiðandi ætti sambærilegan rétt til endurupptöku og sakborningar í því máli sem hafi verið meðákærðu endurupptökubeiðanda í því máli sem krafist er endurupptöku á. Rökstuðningur gagnaðila 11. Gagnaðili endurupptökubeiðanda tekur fram að endurupptökunefnd hafi með úrskurðum í málum nr. 7/2016, 11/2016, 6/2017 og 10/2017 fallist á beiðnir um endurupptöku vegna dóma Hæstaréttar í málum nr. 456/2014 og 842/2014. Þá hafi Endurupptökudómur fallist á endurupptöku þessara mála Hæstaréttar , sbr. ú rskurði í málum nr. 9/2022 og 15/2022 . Umræddir hæstaréttardómar tengist þar sem sakamálin sem þar hafi verið dæmd hafi verið höfðuð með sömu ákæru sérstaks saksóknara en málunum skipt upp fyrir héraðsdómi. Hæstiréttur hafi dæmt í máli vegna endurupptöku á máli nr. 456/2014 með dómi í máli nr. 34/2019. Dómur vegna þáttar endurupptökubeiðanda í máli Hæstaréttar nr. 456/2014 standi ei n n eftir óupptekinn. 12. Gagnaðili vísar til þess að endurupptaka á málum Hæstaréttar nr. 456/2014 og 842/2014 hafi byggst á niður stöðu Mannréttindadómstóls Evrópu frá 25. júní 2020 í máli nr. 41382/17 vegna kæru Sigríðar Elínar Sigfúsdóttur. Hafi mannréttindadómstóllinn komist að þeirri niðurstöðu að Viðar Már Matthíasson, sem dæmt hafi í báðum tilgreindum málum Hæstaréttar, hafi ve rið vanhæfur við meðferð m álanna. Endurupptaka á hæstaréttarmáli nr. 456/2014 á þætti endurupptökubeiðanda verði augljóslega byggð á sömu sjónarmiðum og framangreindar endurupptökur. Ríkissaksóknari fái ekki séð að hægt sé að bregðast við beiðni endurupptö kubeiðanda með öðrum hætti en gert hafi verið í málum annarra sakborninga þannig að fallist verði á beiðnina. 13. Gagnaðili tekur fram að leidd hafi verið vitni og tekin skýrsla af ákærðu við meðferð hæstaréttarmála nr. 34/2019 og 35/2019. Miðað við dóm Hæsta réttar í máli nr. 7/2022 sé ljóst að slíkt verði ekki gert vegna endurupptöku á máli endurupptökubeiðanda , verði það endurupptekið fyrir Hæstarétti. Þá megi ætla í ljósi þess að héraðsdómur hafi sýknað endurupptökubeiðanda að hluta í málinu að því kunni að verða vísað frá Hæstarétti. Augljóst sé að leggja beri málið fyrir Landsrétt, ef fallist verður á endurup ptökubeiðnina, sbr. 2. málsl ið 1. mgr. 232. gr. laga nr. 88/2008. Ekki sé ástæða til að fjalla frekar um þann þátt málsins í ljósi úrskurðar Enduruppt ö kudóms í máli nr. 15/2022 en ár éttað sé að sú niðurstaða sé röng og gangi gegn skýru fordæmi Hæstaréttar í máli nr. 7/2022. ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 28/2022 - 4 - 14. Eftir að framangreind sjónarmið gagnaðila voru sett fram samþykkti Alþingi lög nr. 15/2023 með breytingu á lögum nr. 88/2008 sem heimiluðu Endurupptökudómi að vísa málum sem dæmd höfðu verið í Hæstarétti fyrir 1. janúar 2018 til meðferðar og dómsuppsögu í Landsrétti. Endurupptökudómur sendi gagnaðila tölvuskeyti 30. maí 2023. Í því var gagnaðili inntur eftir því hvort og þá með hvaða hætti hann teldi að kæmi til með að reyna á skýrslutökur yfir endurupptökubeiðanda og/eða vitna fyrir Landsrétti, ef fallist yrði á endurupptöku málsins og málið yrði tekið til meðferðar og dómsuppsögu þar . Í svari gagnaðila 8. júní kom fram að þar sem endurupptökubeiðandi hefði verið sakfelldur fyrir sinn þátt í málinu með dómi héraðsdóms teldi gagnaðili ekki þörf á frekari ský rslutökum af endurupptökubeiðanda eða vitnum. Endurupptökubeiðandi kynni hins vegar að vilja tjá sig um sakarefnið eða gefa skýrslu fyrir dómi og ef sú væri raunin væri augljóslega rétt að vísa málinu til meðferðar fyrir Landsrétti. Niðurstaða 15. Endurupptök ubeiðandi byggir endurupptökubeiðni sína meðal annars á d - lið 1. mgr. 228. gr., sbr. 1. mgr. 232. gr. laga nr. 88/2008. 16. Endurupptökubeiðandi var einn af þremur ákærðu í hæstaréttarmálinu nr. 456 /2014 sem voru sakfelld í málinu. Endurupptökubeiðandi byggir á því að í málinu hafi verið brotið gegn rétti hans til réttlátrar málsmeðferðar og vísar meðal annars til þess að einn dómari, Viðar Már Matthíasson, hafi verið vanhæfur við meðferð málsins . 17. Þegar hefur verið tekin afstaða til vanhæfis umrædds dómara og þýðingu þess hvað endurupptöku varðar í dómi Hæstaréttar 12. mars 2021 í máli nr. 34 /2019: Ákæruvaldið gegn Sigurjóni Þorvaldi Árnasyni og Sigríði Elínu Sigfúsdóttur . Sigurjón Þorvaldur og Sigríður Elín höfðu ásamt endurupptökubeiðanda verið sakfelld með d ómi Hæstaréttar í máli nr. 456 /2014 og leitað í kjölfarið eftir endur upptöku hjá endurupptökunefnd sem starfaði meðal annars samkvæmt lögum nr. 88/2008 eins og þau voru áður en þeim var breytt með lögum 47/2020 og Endurupptökudómi var komið á fót. Endurupp tökunefnd féllst á endurupptöku á þeim grundvelli að nefndur dómari Hæstaréttar hefði verið vanhæfur þegar hann dæmdi í hæstaréttarmálinu nr. 456 /2014. Í kjölfarið gaf ríkissaksóknari út fyrirkall vegna endurupptöku málsins. Fyrir Hæstarétti gerði ríkissak sóknari þá kröfu að málinu yrði vísað frá meðal annars með þeim rökum að skilyrðum endurupptöku væri ekki fullnægt. Hæstiréttur hafnaði kröfu ríkissaksóknara um frávísun með ákvörðun þann 27. maí 2020. Sú ákvörðun Hæstaréttar byggði á því að skilyrði d - lið ar 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 væri fullnægt. Í ákvörðuninni kom meðal annars fram að það væri forsenda fyrir réttlátri málsmeðferð fyrir dómstólum í skilningi stjórnarskrár og mannréttindasáttmála Evrópu að reglur um hæfi dómara væru virtar og gilti þá einu á hvaða dómstigi meðferð máls færi fram og hvort dómurinn væri skipaður einum eða fleiri dómurum. Vanhöld á því að reglur um hæfi væru virtar hlytu jafnan að teljast verulegir annmarkar á málsmeðferð og jafnframt þess eðlis að geta haft áhrif á ni ðustöðu máls í skilningi d - liðar 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008. Ákvæðið er nú efnislega eins og það var þegar því var beitt í dómi Hæstaréttar í máli nr. 34 /2019. ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 28/2022 - 5 - 18. Samkvæmt framangreindu liggur fyrir að Hæstiréttur hefur í máli nr. 34 /2019 slegið því föstu að vanhæfi dómara í máli því sem hér er krafist endurupptöku á eigi að leiða til endurupptöku þess hvað varðar aðra dómfelldu. Í dómi Hæstaréttar kom enn fremur fram að forsendur réttarins fyrir því að hafna frávísunarkröfu ákæruvaldsins í málinu og fallast á endurupptöku þes s hvað varðaði ákærðu Sigurjón Þorvald og Sigríði Elínu lagaskilyrðum uppfylltum sambærilegan rétt til endurupptöku málsins gagnvart sér leiti hann eftir Verður því fall ist á með endurupptökubeiðanda að skilyrðum d - liðar 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 sé fullnægt og að endurupptaka skuli hæstaréttarmálið nr. 456 /2014 hvað hann varðar. 19. Ekki eru efni til að kveða á um að réttaráhrif dóms í framangreindu máli haldi gildi sínu að neinu leyti þar til nýr dómur hefur verið kveðinn upp, sbr. 1. mgr. 231. gr. og 3. mgr. 232. gr. laga nr. 88/2008. 20. Endurupptökubeiðandi krefst þess að máli nu verði vísað til meðferðar og dómsuppsögu fyrir Hæstarétti. Gagnaðili telur á hinn bóginn að leggja beri málið fyrir Landsrétt. Með lögum nr. 15/2023 um breytingu á lögum nr. 88/2008 var bætt við síðarnefndu lögin bráðabirgðaákvæði XI þar sem Endurupptökudómi var veitt heimild til þess að vísa end u r uppteknum hæstaréttarmálum til Landsréttar. Nánar tiltekið segir í ákvæðinu: Ef Endurupptökudómur telur að mál sem dæmt hefur verið í Hæstarétti fyrir 1. janúar 2018 uppfylli skilyrði til endurupptöku skv. 232. gr. er dóminum heimilt að vísa málinu til meðferðar og dómsuppsögu í Landsrétti. Ákvæði þetta tekur til mála sem Endurupptökudómur hefur ekki úrskurðað um, þ.m.t. mála sem eru þar til meðferðar. 21. Í frumvarpi til fyrrgreindra breytinga á lögum nr. 88/2008 eins og það var í upphafi lagt fram á Alþin gi var aðeins fyrri málslið ur bráðabirgðaákvæðis XI eins og það var síðan endanlega samþykkt en ekki vikið sérstaklega að lagaskilum . Í greinargerð með frumvarpinu var vísað til þess að með úrskurði Endurupptökudóms 30. desember 2021 í máli nr. 26/2021 haf i verið fallist á beiðni um endurupptöku m áls sem dæmt haf i verið í Hæstarétti 31. okt óber 2013, nr. 135/2013. Samkvæmt úrskurðinum skyldi endurupptaka málið fyrir Hæstar étti. Endurupptakan he f ð i byggst á þv í að verulegur galli haf i verið á meðferð máls endurupptökubeiðanda fyrir Hæstarétti og hafi í því sambandi einkum verið vísað til niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu í máli endurupptökubeiðanda þar sem komist hafi verið að þeirri niðurstöðu að Hæstaréttu r hafi brotið gegn endurupptökubeiðanda, nána r tiltekið á reglunni um milliliðalausa sönnunarfærslu. Hið endurupptekna mál hafi fengið meðferð að nýju í Hæstarétti, sbr. mál nr. 7/2022. Í dómi Hæstaréttar í því máli, uppkveðnum 5. október 2022, hafi málinu verið vísað frá Hæstarétti. Í dómi Hæstarétt ar hafi verið vísað til þess að eftir gildistöku laga nr. 47/2020 gæti munnleg sönnunarfærsla ekki farið fram fyrir réttinum. Þá hafi Hæstiréttur tiltekið að Endurupptökudómi hefði að réttu lagi borið, miðað við þær ástæður sem dómurinn lagði til grundvall ar endurupptöku málins, að nýta þá heimild sem hann hefði samkvæmt 2. málslið 1. mgr. 232. gr. laga nr. 88/2008, að vísa málinu til meðferðar og dómsuppsögu að nýju í Landsrétti. Þar sem málið hefði verið endurupptekið vegna brots gagnvart endurupptökubeið anda á reglunni u m milliliðalausa sönnunarfærslu yrði ekki úr því bætt nema með því að leiða endurupptökubeiðanda og vitni fyrir dóm til skýrslugjafar. Hæstaréttur hefði tekið fram að réttinum væri ókleift að bæta úr þessu og einnig að hann hefði ekki að l ögum heimild ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 28/2022 - 6 - til að hnekkja að þessu leyti niðurstöðu Endurupptökudóms eða vísa málinu til meðferðar hjá Landsrétti. Því væri óhjákvæmilegt að vísa málinu sjálfkrafa frá Hæstarétti, enda þjónaði meðferð þess fyrir réttinum fyrirsjáanlega engum tilgangi. Í greinargerð með frumvarpi sem va rð að lögum nr. 15/2023 er enn f remur vísað til þess að með úrskurði Endurupptökudóms 31. október 2022 í máli nr. 15/2022 hafi verið fallist á að annað hæstaréttarm ál, sem dæmt var 4. febr úar 2016 , nr. 842/2016, skyldi endur upptekið fyrir Hæstarétti. Endurupptökudómur hafi túlkað 1. mgr. 232. gr. laga nr. 88/2008 hefðbundinni orðskýring u sem fæli það í sér að eingöngu skyldi endurupptaka mál fyrir Landsrétti ef það hefði áður fengið meðferð fyrir þeim dómstól. Væri því ekki u nnt að mæla fyrir um endurupptöku máls fyrir Landsrétti sem ekki hefði fengið meðferð þar heldur yrði að beita meginreglunni um að endurupptekið mál væri tekið fyrir á ný fyrir sama dómstól og dæmt hefði í málinu. Í frumvarpinu er tiltekið að bregðast yrði við niðurstöðu Endurupptökudóms um að dómurinn teldi sig ekki hafa heimild til að vísa málum sem dæmd hefðu verið í Hæstarétti , en ekki fengið meðferð fyrir Landsrétti, til meðferðar í Landsrétti. Yrði ekki brugðist við með lagasetningu væri ljóst að mál sem dæmd hefðu verið í Hæstarétti fyrir tilkomu Landsréttar og Endurupptökudómur teldi að uppfylltu skilyrði til endurupptöku vegna brots á reglunni um milliliðalausa sönnunarfærslu fengju ekki endurtekna málsmeðferð fyrir dómi eins og endurupptökubeiðendu r ættu rétt á. Því væri lagt til í frumvarpinu að gera breytingar á lögum nr. 88/2008 og gefa þeim sem fengju mál sitt endurupptekið tækifæri til að fá munnlega sönnunarfærslu í málum sínum á áfrýjunarstigi. 22. Síðari málsliður fram angreinds bráðabirgðaákvæð is XI, um lagaskil, kom inn í frumvarp undir meðferð málsins á Alþingi, nánar tiltekið eftir breytingartillögu meiri hluta allsherjar - og menntamálanefndar. Í nefndaráliti með breytingartillögunni sagði meðal annars að nefndin hefði fjallað sérstaklega um það hvort frumvarpið gæti verið íþyngjandi fyrir endurupptökubeiðendur eða falið í sér afturvirka réttindaskerðingu. Af hálfu dómsmálaráðuneytisins hefði komið fram það markmið frumvarpsins að stuðla að auknu réttaröryggi og að frumvarpið leiddi til þess a ð unnt yrði að bæta úr ágöllum á meðferð máls fyrir dómi þar sem brotið hefði verið gegn reglunni um milliliðalaus a sönnunarfærslu. Endurtekin málsmeðferð eftir réttum reglum leiddi jafnframt til efnislegrar endurskoðunar þeirra héraðsdóma sem frumvarpið tæki til. Það hefði verið afstaða ráðuneytisins, sem nefndin tæki undir, að ekki yrði séð að heimild til að bæta úr ágalla á málsmeðferð með þessum hætti gæti falið í sér íþyngjandi eða afturvirka beitingu laga. Þá kom fram að með heimild til að vísa málum til meðferðar og dómsuppsögu í Landsrétti ættu ákærðu möguleika á þeirri réttlátu málsmeðferð sem þeir hefðu farið á mis við en ekki væri um íþyngjandi breytingu að ræða fyrir þá. 23. Í máli þessu hefur samkvæmt framangreindu verið fallist á endurupptöku hæs taréttarmáls nr. 456/2014 hvað endurupptökubeiðanda varðar en áður hefur verið fallist á endurupptöku málsins hvað varðar hina tvo sakborninga í því og dæmt í því að nýju fyrir Hæstarétti, sbr. dóm réttarins í máli nr. 34/2019 . Kemur því til skoðunar hvort málið verði tekið til meðferðar og dómsuppsögu að nýju fyrir Hæstarétti á grundvelli 1. mgr. 232. gr. laga nr. 88/2008 eða því vísað til Landsréttar á grundvelli bráðabirgðaákvæði s XI laganna , sbr. 1. gr. laga nr. 15/2023 . Sem fyrr segir gerir ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 28/2022 - 7 - endurupptök ubeiðandi þá kröfu að mál hans verði endurupptekið fyrir Hæstarétti en gagnaðili telur að vísa eigi málinu til Landsréttar. 24. Við mat á því hvort endurtekin málsmeðferð eigi að fara fram fyrir Hæstarétti eða Landsrétti er rétt að líta til þess að endurupptö kubeiðandi hefur tekið fram í skriflegum sjónarmiðum sínum fyrir Endurupptökudómi að hann telji að brotinn hafi verið á honum réttur til milliliðalausrar sönnunarfærslu fyrir Hæstarétti þegar hann var sakfelldur fyrir þann hluta ákæru sem hann var sýknaður af í héraði. Þó að mál þetta sé endurupptekið á grundvelli þess að einn dómari við Hæstarétt hafi verið vanhæfur til meðferðar málsins þegar það var dæmt þar verður í ljósi fyrrgreinds að meta hvort unnt sé að leiða vitni á ný fyrir dóm við málsmeðferð fyrir dómi í kjölfar endurupptöku málsins og þannig tryggja rétt endurupptökubeiðanda til milliliðalausrar sönnunarfærslu , sem hann telur samkvæmt framansögðu að hafi verið brotinn á honum við meðferð málsin s fyrir Hæstarétti . Í því sambandi vísast til þess að Hæstiréttur hefur slegið því föstu í áðurgreindum í máli nr. 7/2022 að munnleg sönnunarfærsla geti ekki farið fram fyrir réttinum eftir gildistöku laga nr. 47/2020. Markmið með áðurnefndum breytingarlög um nr. 15/2023 var fyrst og fremst að tryggja að ákærðu nytu þeirra mannréttinda að munnleg sönnunarfærsla geti farið fram á áfrýjunarstigi. Verður fallist á þau sjónarmið, sem komu fram undir þinglegri meðferð málsins, að heimild til að senda enduruppteki n mál til Landsréttar í stað Hæstaréttar sé ívilnandi fyrir ákærðu en ekki íþyngjandi. Lagaskilaákvæði 2. málsliðar bráðabirgðaákvæðis XI felur því ekki í sér afturvirkni sem brýtur á rétti endurupptökubeiðanda. Þá verður hlutur endurupptökubeiðanda aldrei lakari eftir endurupptöku en hann var eftir hinum upphaflega dómi, sbr. 5. mgr. 231. gr. laga nr. 88/2008 , sbr. 6. mgr. 232. gr. sömu laga . Loks má líta til þess að aðrir sakborningar í því máli sem hér hefur verið fallist á endurupptöku á nutu slíkra rét tinda fyrir Hæstarétti að leidd voru fyrir dóm ákærðu og vitni milliliðalaust. Með vísan til alls framangreinds falla atvik málsins að bráðabirgðaákvæði XI við lög nr. 88/2008 og er því málinu vísað til meðferðar og dómsuppsögu í Landsrétti. 25. Skipuðum ver janda endurupptökubeiðanda verður í samræmi við 1. mgr. 230. gr., sbr. seinni málslið 2. mgr. 232. gr. , og 6. mgr. 231. gr., sbr. 6. mgr. 232. gr. laga nr. 88/2008 ákvörðuð þóknun með virðisaukaskatti eins og greinir í úrskurðarorði. Úrskurðarorð: Hæstaréttarmálið nr. 456/2014 sem dæmt var 8. október 2015 skal endurupptekið hvað varðar endurupptökubeiðanda, Steinþór Gunnarsson. Skal það tekið til meðferðar og dómsuppsögu í Landsrétti . Þóknun skipaðs verjanda endurupptökubeiðanda, Almars Möller lögma nns, 622.500 krónur, greiðist úr ríkissjóði.