Úrskurður fimmtudaginn 19. október 2023 í mál i nr . 1/2023 Endurupptökubeiðni Karl s Emil s Wernersson ar 1. Dómararnir Eyvindur G. Gunnarsson , Aðalsteinn E. Jónasson og Jónas Þór Guðmundsson kveða upp úrskurð í máli þessu. 2. Með beiðni sem barst Endurupptökudómi 6. janúar 2023 fór endurupptökubeiðandi , Karl Emil Wernersson, , fram á endurupptöku á máli nr. 325 /20 17 , Þrotabú Karls Emils Wernerssonar og þrotabú Steingríms Wernerssonar gegn þrotabúi Milestone ehf. og þrotabú Milestone ehf. gegn þrotabúi Karls Emils Wernerssonar , þrotabúi Steingríms Wernerssonar og [A] , sem dæmt var í Hæstarétti 17. maí 2018 , hvað þrotabú hans varðar. Þá krefst endurupptökubeiðandi málskostnaðar fyrir Endurupptökudómi. Loks krefst endurupptökubeiðandi þess að réttar áhrif dómsins falli niður á meðan málið er rekið. 3. Gagnaðili, þrotabú Milestone ehf., krefst þess að málinu verði vísað frá Endurupptökudómi en t il vara að beiðni endurupptökubeiðanda verði hafnað. Loks er þess krafist að dómurinn hafni því að áhrif fyrri dóms falli niður meðan málið er rekið, verði endurupptaka samþykkt. Í öllum tilvikum er krafist málskostnaðar úr hendi endurupptökubeiðanda. 4. Endurupptökubeiðandi gerir kröfuna í eigin nafni en til hagsbóta fyri r þrotabú Karls Emils Wernerssonar. Með bréfi 7. desember 2022 tilkynnti endurupptökubeiðandi skiptastjóra þrotabúsins um að hann myndi óska eftir endurupptöku á hæstaréttarmáli nr. 325/2017 í eigin nafni til hagsbóta fyrir búið. Hann muni sjálfur bera kos tnað og áhættu af aðgerðum sínum en áskildi sér rétt til að krefja þrotabúið um endurgreiðslu kostnaðar að því leyti sem búinu myndi áskotnast fé af þeim, sbr. 130. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. Með tölvupósti 20. desember 2022 upplýsti sk iptastjóri að þrotabúið ætlaði ekki að halda uppi hagsmunum endurupptökubeiðanda og að hann hefði ekki heyrt að lánardrottnar væru að velta því fyrir sér. Þá hafi hann vísað til 2. mgr. 130. gr. laga nr. 21/1991 . 5. Með úrskurði Endurupptökudóms 28. apríl 20 23 var endurupptökubeiðanda gert að setja tryggingu í formi reiðufjár eða bankatryggingar að fjárhæð 1.000.000 króna fyrir greiðslu málskostnaðar í málinu. Endurupptökudómur varð ekki við kröfu endurupptökubeiðanda um að fella réttaráhrif dóms ins niður á m eðan málið væri rekið fyrir dóminum. 6. Gagnaöflun lauk í málinu 2 8 . ágúst 2023 . Málsatvik Dómur Hæstaréttar 1 7 . maí 2018 í máli nr. 325/2017 7. Með dómi Hæstaréttar 1 7 . maí 2018 í máli nr. 325/2017, sem krafist er endurupptöku á, var staðfest sú niðurstaða héraðsdóms að þrotabúi endurupptökubeiðanda og þrotabúi Steingríms Wernerssonar bæri að greiða þrotabúi Milestone ehf. óskipt ásamt þrotabúi Guðmundar Ólasonar ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 1/2023 - 2 - 5.195. 721.859 krónur með nánar tilgreindum dráttarvöxtum eins og dæmdir voru í héraði. Þá var þrotabúi endurupptökubeiðanda og þrotabúi Steingríms gert að greiða þrotabúi Milestone ehf. óskipt 1.500.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. 8. Málið má rekja til g reiðslna Milestone ehf., samtals 5.195.721.859 krónur, til [A] á árunum 2006 og 2007 en í málinu krafði gagnaðili þremenningana, sem að framan greinir, um greiðslu á þeim fjármunum. Eigendur hluta í Milestone ehf. og skyldum félögum voru endurupptökubeiðan di og bróðir hans, Steingrímur, auk systur þeirra [A] . Gerðu bræðurnir samkomulag við systur sína í desember 2005 um að kaupa hana út úr Milestone ehf., sem var í eigu systkinanna og erlends félags, Leiftra Ltd., sem þau áttu einnig. Samkvæmt samkomulaginu gátu viðskiptin farið fram í þeirra nafni eða aðila sem þeir kynnu að tilnefna í sinn stað. Í kjölfarið voru gerðir sex samningar þar sem skilmálar kaupanna voru skilgreindir nánar. Þar á meðal voru fjórir samningar um gagnkvæman sölu - og kauprétt sem sne ru að 14,60% hlut [A] í gagnaðila, 28% hlut hennar í Milestone Import Export Ltd. og 28% hlut hennar í Leiftra Ltd. Í öllum fjórum samningunum var kveðið á um að kaupréttarhafar og síðari kaupendur væru endurupptökubeiðandi og Steingrímur eða aðrir aðilar sem þeir tilgreindu. 9. Við meðferð þess máls, sem lauk með dómi Hæstaréttar í máli nr. 325/2017, fyrir héraðsdómi var ákveðið að fresta málinu þar til dómur félli í sakamáli sem höfðað hafði verið gegn endurupptökubeiðanda, Steingrími, Guðmundi og þremur öð rum vegna sömu atvika. Í málinu voru endurupptökubeiðandi, Steingrímur og Guðmundur meðal annars bornir sökum um umboðssvik samkvæmt 249. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 með því að hafa í störfum sínum hjá Milestone ehf. misnotað aðstöðu sína og val dið félaginu verulegri fjártjónshættu. Það hafi þeir gert með því að láta félagið fjármagna efndir á samningum sem þeir tveir fyrstnefndu höfðu gert við [A] 4. desember 2005 um sölu hennar á hlutafé í gagnaðila og tveimur öðrum félögum. Með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 17. desember 2014 í máli nr. S - 657/2013 voru endurupptökubeiðandi og aðrir ákærðu sýknaðir af öllum kröfum ákæruvaldsins. Með dómi Hæstaréttar 28. apríl 2016 í máli nr. 74/2015 voru endurupptökubeiðandi og Guðmundur sakfelldir og dæmdir til re fsingar fyrir umboðssvik og Steingrímur fyrir hlutdeild í því broti. Einnig voru þessir ákærðu sakfelldir fyrir meiri háttar brot gegn lögum nr. 145/1994 um bókhald og lögum nr. 3/2006 um ársreikninga. Þá voru [B] og [C] sakfelld fyrir meiri háttar brot ge gn lögum nr. 3/2006 um ársreikninga og lögum nr. 18/1997 um endurskoðendur, sbr. lög nr. 79/2008 um sama efni. Ákvæði héraðsdóms um sýknu [A] af kröfum ákæruvaldsins var staðfest. Ekki voru teknar skýrslur af ákærðu og vitnum fyrir Hæstarétti. 10. Með héraðsdó mi í því máli, sem lauk með dómi Hæstaréttar í máli nr. 325/2017, voru endurupptökubeiðandi, Steingrímur og Guðmundur, dæmdir til að greiða gagnaðila óskipt 5.195.721.859 krónur með dráttarvöxtum af þeirri fjárhæð frá 13. febrúar 2011 til greiðsludags en [ A] var sýknuð af kröfum hans. Niðurstaða héraðsdóms byggði st á því að endurupptökubeiðandi, Steingrímur og Guðmundur bæru skaðabótaábyrgð á tjóni sem Milestone ehf. hefði orðið fyrir þegar félagið var látið efna framangreinda samninga við [A] . Meðal annars lagði héraðsdómur til grundvallar, með vísan til 4. mgr. 116. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, að dómur Hæstaréttar í máli nr. 74/2015 hefði fullt sönnunargildi um atvik málsins nema annað sannaðist. Þá taldi héraðsdómur að samkvæmt undanþágu 1. mgr. 110. gr. laga nr. 138/1994 um einkahlutafélög, sem í gildi var uns ákvæðið var afnumið með lögum nr. 68/2010, kæmi málshöfðunarfrestur ákvæðisins ekki í veg fyrir að þeir yrðu dæmdir til að greiða gagnaðila skaðabætur, enda byggðist skaðabótakrafan á refsiverðum verknaði. ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 1/2023 - 3 - 11. G erð var árangurslaus löggeymsla hjá endurupptökubeiðanda 5. júlí 2017 á grundvelli dóms héraðsdóms og gerði gagnaðili kröfu 20. júlí 2017 um að bú hans yrði tekið til gjaldþrotaskipta. Með úrskurði Héraðsdóms Reykjaness 16. apríl 2018 var krafa gagnaðila samþykkt. 12. Í dómi Hæstaréttar í máli nr. 325/2017, sem staðfesti dóm héraðsdóms, kom fram að samkvæmt 4. mgr. 116. gr. laga nr. 91/1991, sbr. 4. mgr. 186. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, hefði dómur Hæstaréttar í máli nr. 74/2015 fullt sönnunargildi um þau málsatvik, sem í honum grei ndi , þar til það gagnstæða væri sannað. Staðfest var sú niðurstaða héraðsdóms, með vísan til forsendna, að endurupptökubeiðand i og Steingrím ur h efð u borið á grundvelli 1. mgr. 108. gr. laga nr. 138/1994 skaðabótaábyrgð á tjóni gagnaðila sem hlotist hefði af því að félaginu var gert að fjármagna ætluð kaup þeirra á hlutafé í því og tveimur öðrum félögum, Milestone Import Export Ltd. og Leiftra Ltd., án þess að gætt væri nægilega að hagsmunum fyrst nefnda félagsins. Hæstiréttur lagði til grundvallar að þessi háttsemi hefði verið refsiverð enda hefði því verið slegið föstu í dómi Hæstaréttar í máli nr. 74/2015. Ákvæði þágildandi 1. mgr. 110. gr. laga nr. 138/1994 stæði því ekki í vegi fyrir því að end urupptökubeiðandi yrði dæmdur til að greiða gagnaðila skaðabætur. Sátt endurupptökubeiðanda og íslenska ríkisins 27. október 2020 fyrir mannréttindadómstólnum 13. Endurupptökubeiðandi taldi að brotið hefði verið gegn mannréttindum sínum við meðferð málsins fyr ir Hæstarétti og sendi Manréttindadómstól Evrópu kæru 18. október 2016 og byggði á því að málsmeðferð fyrir íslenskum dómstólum hefði brotið gegn 1. mgr. 6. gr. og b - lið 3. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu og 2. gr. 7. samningsviðauka hans . 14. Með sátt endurupptökubeiðanda og íslenska ríkisins fyrir Mannréttindadómstól Evrópu 27. október 2020 viðurkenndi íslenska ríkið að brotið hefði verið gegn réttindum hans samkvæmt 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmálans við meðferð málsins fyrir Hæstarétti. Íslenska ríkið lýsti því einnig yfir að endurupptökubeiðandi gæti óskað eftir endurupptöku sakamálsins í samræmi við reglur laga nr. 88/2008. Með ákvörðun mannréttindadómstólsins 4. mars 2021 var staðfest að efni sáttarinnar væri í samræmi við inntak þeirra réttind a sem fælust í mannréttindasáttmálanum. Úrskurður Endurupptökudóms 30. desember 2021 í máli nr. 20/2021 15. Með úrskurði Endurupptökudóms í máli nr. 20/2021 fékk endurupptökubeiðandi mál sitt endurupptekið að því er hann varðaði. Í niðurstöðu úrskurðarins eru rakin ákvæði 1. mgr. 111. gr. og 1. mgr. 112. gr. laga nr. 88/2008 um reglu sakamálaréttarfars um millil iðalausa málsmeðferð. Væri reglunni ætlað að tryggja ákærða réttláta málsmeðferð fyrir dómi í skilningi 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. og 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu um sama efni, sbr. lög nr. 62/1994. Einnig var vísað til réttarfr amkvæmdar Hæstaréttar, meðal annars ákvörðunar réttarins um endurupptöku á máli [D] í kjölfar dóms Mannréttindadómstóls Evrópu. Taldi dómurinn að líta bæri svo á að brot gegn reglunni um milliliðalausa málsmeðferð fæli í sér verulegan galla á meðferð sakam áls í skilningi d - liðar 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008. Þá segir orðrétt í úrskurðinum: 17. [...] hefur íslenska ríkið viðurkennt í sátt sem lögð var fyrir Mannréttindadómstól Evrópu að brotið hafi verið gegn rétti endurupptökubeiðanda til réttlátrar málsmeðferðar samkvæmt 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Í sáttinni er vísað sérstaklega til máls Styrmis Þórs Bragasonar gegn Íslandi þar sem dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að brotið hafi verið gegn reglunni um milliliðalausa málsmeðferð . Er þar jafnframt vísað til þess að endurupptökubeiðandi muni eiga kost á að óska eftir endurupptöku á máli nr. 74/2015 sem dæmt var í Hæstarétti 28. apríl 2016. Þá telur ríkissaksóknari, sem fer með lögbundið ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 1/2023 - 4 - fyrirsvar vegna beiðna um endurupptöku sakamá la samkvæmt XXXV. kafla laga nr. 88/2008, sterk rök mæla með endurupptöku málsins. 18. Í ljósi framangreinds verður að líta svo á að ágreiningslaust sé að sömu sjónarmið og lágu til grundvallar niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu í máli Styrmis Þórs Bra gasonar um brot gegn 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmálans eigi við um meðferð máls endurupptökubeiðanda fyrir Hæstarétti. Í því felst meðal annars að leggja verður til grundvallar að óumdeilt sé að Hæstiréttur hafi í máli hans lagt nýtt og víðtækara mat á staðreyndir málsins, meðal annars á grundvelli endurrita munnlegra skýrslna sem gefna r voru fyrir héraðsdómi. Með vísan til þeirrar meginreglu sakamálaréttarfars að sönnunarbyrði um sekt ákærðu hvíli á ákæruvaldinu og að allan vafa um sök hans beri að met a honum í hag, sbr. 108. gr. laga nr. 88/2008 og 2. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar, þykir rétt með hliðsjón af framangreindu og eins og atvikum máls er háttað, að leggja til grundvallar að verulegir gallar hafi verið á meðferð máls endurupptökubeiðanda fy rir Hæstarétti í máli nr. 74/2015 sem hafi haft áhrif á niðurstöðu þess. Samkvæmt því verður fallist á beiðni endurupptökubeiðanda um að málið verði endurupptekið fyrir Hæstarétti, hvað hann varðar, á grundvelli d - liðar 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008. 16. [ B] og [C] , sem einnig gerðu sátt við íslenska ríkið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu, fengu mál sín endurupptekin með úrskurðum í málum nr. 29/2021 og 30/2021 með sama rökstuðningi . Dómur Hæstaréttar 5. október 2022 í máli nr. 7/2022 17. Með úrskurði Enduruppt ökudóms 30. desember 2021 í máli nr. 26/2021 var fallist á beiðni Styrmis Þórs Bragasonar um að endurupptekið skyldi fyrir Hæstarétti mál nr. 135/2013 sem dæmt var í Hæstarétti 31. október 2013. Niðurstaðan byggðist á því að verulegur galli hefði verið á m eðferð málsins fyrir Hæstarétti og var einkum vísað til dóms Mannréttindadómstóls Evrópu í máli Styrmis Þórs Bragasonar gegn Íslandi 16. júlí 2019 nr. 36292/14 um að brotið hefði verið gegn reglunni um milliliðalausa sönnunarfærslu. 18. Með dómi Hæstaréttar 5 . október 2022 í máli nr. 7/2022 var enduruppteknu máli Styrmis vísað frá Hæstarétti. Í dóminum var rakið að með lögum nr. 49/2016 hefði verið felld úr gildi heimild fyrir Hæstarétt til að ákveða að munnleg sönnunarfærsla færi fram fyrir réttinum. Með lögu m nr. 47/2020, sem komið hefðu Endurupptökudómi á fót, hefði verið lögfest heimild fyrir Endurupptökudóm til að ákveða að máli sem dæmt hefði verið í Hæstarétti yrði vísað til meðferðar og dómsuppsögu að nýju í Landsrétti. Gæti munnleg sönnunarfærsla ekki farið fram fyrir Hæstarétti eftir gildistöku laga nr. 47/2020. Taldi Hæstiréttur að Endurupptökudómi hefði að réttu lagi borið, miðað við þær ástæður sem dómurinn lagði til grundvallar endurupptöku málsins, að nýta þá heimild sem hann hefði samkvæmt 2. mál slið 1. mgr. 232. gr. laga nr. 88/2008 til að vísa málinu til meðferðar og dómsuppsögu að nýju í Landsrétti. Þar sem málið hefði verið endurupptekið af þeirri ástæðu að meðferð þess fyrir Hæstarétti hefði verið í ósamræmi við regluna um milliliðalausa sönn unarfærslu yrði ekki úr því bætt nema með því að leiða endurupptökubeiðanda og vitni fyrir dóm til skýrslugjafar. Hæstiréttur gæti ekki bætt úr þessu og hefði hann heldur ekki að lögum heimild til að hnekkja að þessu leyti niðurstöðu Endurupptökudóms eða v ísa málinu til meðferðar hjá Landsrétti. Því væri óhjákvæmilegt að vísa málinu sjálfkrafa frá Hæstarétti enda þjónaði meðferð þess fyrir réttinum fyrirsjáanlega engum tilgangi. ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 1/2023 - 5 - Dómur Hæstaréttar 9. nóvember 2022 í máli nr. 8/2022 19. Með dómi Hæstaréttar 9. nóvember 2022 í máli nr. 8/2022 vísaði rétturinn frá dómi máli endurupptökubeiðanda, [B] og [C] en þau höfðu sem fyrr segir með úrskurðum Endurupptökudóms í málum nr. 20/2021, 29/2021 og 30/2021 fengið hæstaréttarmál nr. 74/2015 endurupptekið að því er þau varðaði. Í forsendum dóms Hæstaréttar kemur fram að í ljósi málsatvika, dóms réttarins í Höfðu endurupptökubeiðandi , [B] og [C] öll krafist þess að málinu yrði vísað frá dómi en til vara að dómur héraðsdóms yrði staðfestur. Ákæruvaldið krafðist jafnframt frávísunar málsins. Niður staðan var sambærileg og í máli Styrmis Þórs Bragasonar sem lauk með dómi Hæstaréttar í máli nr. 7/2022. Úrskurðir Endurupptökudóms 16. maí 2023 í málum nr. 25/2022 og 27/2022 20. Með úrskurðum Endurupptökudóms 16. maí 2023 í málum nr. 25/2022 og 27/2022 var h afnað beiðnum Guðmundar Ólasonar og Steingríms Wernerssonar um endurupptöku á hæstaréttarmáli nr. 74/2015 hvað þá varðaði. Í báðum málunum var vikið að því að í kjölfar úrskurða Endurupptökudóms í málum nr. 2 0 /2021, 29/2021 og 30/2021 hefði máli endurupptö kubeiðanda, [C] og [B] verið vísað frá Hæstarétti með fyrrgreindum dómi í máli nr. 8/2022. Af því leiddi að engin efnisleg endurskoðun hefði átt sér stað fyrir Hæstarétti eða öðrum dómstóli á áfrýjunarstigi á sekt eða sýknu þeirra. Eins og tilvitnaðir úrsk urðir Endurupptökudóms bæru með sér hefði niðurstaðan byggt á viðurkenningu íslenska ríkisins á broti sem og kröfugerð gagnaðila en ekki á sjálfstæðu efnislegu mati dómsins á því hvort telja mætti af fyrirliggjandi gögnum að Hæstiréttur hefði við meðferð m áls nr. 74/2015 brotið gegn reglunni um milliliðalausa málsmeðferð þannig að líta bæri svo á að skilyrðum a - , c - eða d - liðar 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 til endurupptöku málsins teldist vera fullnægt. Þá var vísað til þess að í fyrrgreindum sáttum þr emenninganna væri hvergi að finna efnislega greiningu á því í hverju hið ætlaða brot væri fólgið. Niðurstaða Endurupptökudóms var sú að endurupptökubeiðendur hefðu ekki fært fram líkur fyrir því að Hæstiréttur hefði endurmetið vitnisburð þeirra í héraði, a nnarra ákærðu eða vitna við sakfellingu þeirra samkvæmt I. kafla fyrir umboðssvik, heldur aðeins dregið ályktanir um sekt þeirra út frá annarri lögskýringu en héraðsdómur að teknu tilliti til skriflegra sönnunargagna málsins. Málið hefði því verið rekið og dæmt á sama grundvelli og fyrir héraðsdómi. Hefði niðurstaða Hæstaréttar þannig byggt á sömu gögnum og legið hefð u fyrir héraðsdómi. Rökstuðningur málsaðila Rökstuðningur endurupptökubeiðanda Sterkar líkur á að málsatvik hafi ekki verið leidd réttilega í ljós þegar málið var til meðferðar 21. Endurupptökubeiðandi byggir á því að öll skilyrði 1. mgr. 191. gr., sbr. 1. mgr. 193. gr. laga nr. 91/1991, séu uppfyllt. Hann vísar til þess að bæði sátt endurupptökubeiðanda og íslenska ríkisins fyrir Mannréttindadóms tól Evrópu 27. október 2020 og dómur Hæstaréttar í máli nr. 8/2022 séu ný gögn í skilningi a - og b - liðar 1. mgr. 191. gr. laga nr. 91 /1991. Í athugasemdum við ákvæðið, sem fylgt hafi lögum nr. 47/2020, sé um ný gögn eða upplýsingar meðal annars getið úrlau sna alþjóðlegra dómstóla eins og Mannréttindadómstóls Evrópu en augljóst sé að undir þetta falli einnig sáttir fyrir þeim dómstóli og dómar íslenskra dómstóla. 22. Endurupptökubeiðandi byggir á því að með þessum nýju gögnum séu leiddar sterkar líkur að því að málsatvik hafi ekki verið leidd réttilega í ljós þegar málið var til meðferðar og ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 1/2023 - 6 - endurupptökubeiðanda verði ekki um það kennt, sbr. a - lið 1. mgr. 191. gr. laga nr. 91/1991. Í máli því sem krafist sé endurupptöku á hafi verið lagt til grundvallar að dómur Hæstaréttar í máli nr. 74/2015 hefði fullt sönnunargildi um þau málsatvik sem í honum greini, sbr. 4. mgr. 116. gr. laga nr. 91 /1991, sbr. 4. mgr. 186. gr. laga nr. 88/2008. 23. Af sátt fyrir Mannréttindadómstól Evrópu og dómi Hæstaréttar í máli nr. 8/2022 leiði að málsatvik hafi ekki verið leidd réttilega í ljós við meðferð hæstaréttarmáls nr. 325/2017 enda hafi þar um málsatvik verið vísað til dóms Hæstaréttar í má li nr. 74/2015. 24. Einnig er byggt á því að gögnin muni leiða til breyttrar niðurstöðu í mikilvægum atriðum. Þannig leiði af dómi Hæstaréttar í máli nr. 8/2022, þar sem framangreindu sakamáli hafi verið vísað frá Hæstarétti, að héraðsdómur um sýknu endurupptö kubeiðanda standi óhaggaður. Hafi hann því fullt sönnunargildi um þau málsatvik sem í honum greini þar til annað sannist, sbr. 4. mgr. 116. gr. laga nr. 91 /1991 og 4. mgr. 186. gr. laga nr. 88/2008. Dómur héraðsdóms sé einnig bindandi um úrslit sakarefnis fyrir ákærða, ákæruvaldið og aðra um þau atriði sem þar séu dæmd að efni til, sbr. 1. mgr. 186. gr. laga nr. 88/2008. 25. Með dómi Hæstaréttar í máli nr. 325/2017 hafi verið staðfest sú niðurstaða héraðsdóms að endurupptökubeiðandi bæri skaðabótaábyrgð á tjóni gagnaðila sem eigi að hafa hlotist af því að gagnaðila hafi verið gert að fjármagna ætluð kaup hans og Steingríms á hlutafé í gagnaðila, jafnframt verið vísað til þess að Hæstiréttur hafi slegið því föstu í máli nr. 74/2015 að þessi háttsemi hafi verið refsiverð. 26. Í dómi héraðsdóms, sem Hæstiréttur staðfesti með dómi í máli nr. 325/2017, hafi einnig verið vísað til dóms Hæstaréttar í máli nr . 74/2015 og atvik í honum lögð til grundvallar. Augljóst sé af forsendum héraðsdóms að niðurstaðan sé alfarið byggð á dómi Hæstaréttar í máli nr. 74/2015 sem nú hafi verið felldur úr gildi. Hafi niðurstaða héraðsdóms í máli nr. S - 657/2013, sem hafi fullt sönnunargildi, verið allt önnur en í dómi Hæstaréttar í mái nr. 74/2015. Þar hafi endurupptökubeiðandi, Steingrímur og Guðmundur allir verið taldir hafa haft umboð til þess stöðu sinni samkvæmt að fjármagna umrædd kaup í fyrstu eins og gert hafi verið. Þá hafi í héraðsdómi einnig verið lagt til grundvallar að við mat á því hvort þremenningarnir hefðu valdið gagnaðila verulegri fjártjónshættu með því að láta félagið fjármagna efndir samninganna, yrði að líta til þess að eiginfjárstaða gagnaðila hefði verið m jög sterk á þessum tíma. Hafi því ekki verið talið að endurheimt fjárins hefði verið ótryggð. 27. Endurupptökubeiðandi vísar til þess að með dómi héraðsdómi í máli nr. S - 657/2013 hafi háttsemi n ekki verið talin refsiverð. Af því leiði að þágildandi ákvæði b - liðar 1. mgr. 110. gr. laga nr. 138/1994, sem afnumin var með 28. gr. laga nr. 68/2010, hafi átt að standa því í vegi að hann yrði dæmdur til að greiða gagnaðila skaðabætur enda sé dómur héra ðsdóms í máli nr. S - 657/2013 bindandi um sýknu endurupptökubeiðanda, sbr. 1. mgr. 186. gr. laga nr. 88/2008. Mál gagnaðila á hendur endurupptökubeiðanda hafi ekki verið höfðað fyrr en 8. janúar 2011, löngu eftir að þágildandi tveggja ára málshöfðunarfrestu r b - liðar 1. mgr. 110. gr. laga nr. 138/1994 hafi verið liðinn. Ný gögn sýni því að vísa hefði átt málinu frá dómi. Sterkar líkur á að ný gögn muni verða til breyttrar niðurstöðu í mikilvægum atriðum 28. Endurupptökubeiðandi byggir á því að sterkar líkur séu á því að upplýsingar í nýju gögnunum um annað en málsatvik muni verða til breyttrar niðurstöðu í mikilvægum atriðum, sbr. b - lið 1. mgr. 191. gr. laga nr. 91/1991. Sátt hans og íslenska ríkisins fyrir mannréttindadómstólnum og dómur ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 1/2023 - 7 - Hæstaréttar í máli nr. 8/ 2022 staðfesti að brotið hafi verið gegn stjórnarskrárvörðum mannréttindum endurupptökubeiðanda við málsmeðferð og með dómi Hæstaréttar í máli nr. 74/2015. Þar sem dómur Hæstaréttar í máli nr. 325/2017 sé alfarið byggður á þeim dómi hafi hann einnig brotið gegn sömu réttindum endurupptökubeiðanda. Í öllu falli sé ljóst að hefðu þessi nýju gögn og upplýsingar legið fyrir við meðferð málsins hefði aldrei verið byggt á umræddum dómi. Það hefði leitt til breyttrar niðurstöðu í mikilvægum atriðum enda hefði þá e kki verið stuðst við niðurstöður Hæstaréttar um málsatvik í hæstaréttarmáli nr. 74/2015 og um að háttsemin væri refsiverð. Stórfelldir hagsmunir endurupptökubeiðanda og önnur atvik mæli með endurupptöku 29. Endurupptökubeiðandi kveður atvik mæla með því að dóm ur Hæstaréttar í máli nr. 325/2017 verði endurupptekinn auk þess sem stórfelldir hagsmunir hans séu í húfi, sbr. 1. mgr. 191. gr. laga nr. 91/1991. Í fyrsta lagi hafi endurupptökubeiðanda með dómi Hæstaréttar verið gert greiða gagnaðila 5.195.721.859 krónu r ásamt dráttarvöxtum. Fjárhæð kröfunnar ein og sér geri það að verkum að skilyrðið um stórfellda hagsmuni sé uppfyllt, sérstaklega þar sem endurupptökubeiðandi sé einstaklingur. Í öðru lagi hafi dómur Hæstaréttar leitt til þess að bú endurupptökubeiðanda hafi verið tekið til gjaldþrotaskipta. Í þriðja lagi hafi niðurstaða Hæstaréttar í máli nr. 74/2015 brotið gegn mannréttindasáttmálanum og stjórnarskrá. Bæði endurupptökubeiðandi og samfélagið í heild hafi því stórfellda hagsmuni af því að málið verði endu rupptekið og það dæmt á grundvelli réttra atvika og málsmeðferðar sem samræmist bæði 6. gr. mannréttindasáttmálans og 70. gr. stjórnarskrár innar . Rökstuðningur gagnaðila Aðalkrafa um frávísun 30. Í fyrsta lagi reisir gagnaðili aðalkröfu sína um frávísun málsins frá dómi á því að endurupptökubeiðandi fullnægi ekki skilyrðum til þess að fara með þá hagsmuni sem um sé deilt. Endurupptökubeiðandi hafi átt aðild að héraðsdómsmáli sem lokið hafi með dómi héraðsdóms 8. mars 2017. Í dómi Hæstaréttar í máli nr. 325/2017 komi hins vegar fram að þrotabúið hafi tekið við aðild af endurupptökubeiðanda. Þessu til samræmis hafi þrotabúi endurupptökubeiðanda , ásamt þrotabúum Guðmundar og Steingríms, verið gert að g reiða gagnaðila kröfuna. Þannig hafi endurupptökubeiðandi ekki átt aðild að þeim dómi sem óskað sé endurupptöku á heldur þrotabú hans. Af 72. gr. laga nr. 21/1991 leiði að um leið og úrskurður um gjaldþrotaskipti sé kveðinn upp verði til sjálfstæð lögpersó na, þrotabú skuldarans , sem taki við fjárhagslegum réttindum og skyldum þrotamannsins eftir því sem mælt sé fyrir um í 1. og 2. mgr. 72. gr. laganna. Þá leiði af 1. mgr. 122. gr. laganna að skiptastjóri fari með fyrirsvar fyrir þrotabú. Frá þessari meginre glu sé gerð undantekning í 1. og 2. mgr. 130. gr. sömu laga um heimild þrotamanns, grípi enginn lánardrottinn til aðgerða, ef um einstakling er að ræða. 31. Í ljósi þess að endurupptökubeiðandi reisi aðild sína á 2. mgr. 130. gr. laga nr. 21/1991 byggi gagnaði li á því að af lögskýringargögnum og réttarframkvæmd verði ráðið að heimildin nái til þess að ganga inn í mál, höfða mál eða áfrýja því. Á hinn bóginn fái það ekki stoð í þeim gögnum eða fræðiskrifum að undantekningarregla 130. gr. laga nr. 21/1991 veiti þ rotamanni heimild til að óska eftir endurupptöku dóms, hvað þá dóms sem þrotamaður hafi ekki átt aðild að. 32. Þá sé það fortakslaust skilyrði þess að þrotamaður geti haldið uppi hagsmunum á grundvelli 1. og 2. mgr. 130. gr. laga nr. 21/1991 að slíkt sé til ha gsbóta fyrir þrotabúið, sbr. meðal annars úrskurð Endurupptökudóms 22. ágúst 2022 í máli nr. 37/202 1 . ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 1/2023 - 8 - 33. Gagnaðili kveður álitamál vera hvort skilyrðinu um að þrotamaður haldi uppi hagsmunum til hagsbóta fyrir þrotabúið sé fullnægt en það sé endurupptökubeiða nda að sýna fram á að svo sé. Gagnaðili kveðst munu halda dráttarvaxtakröfu sinni til streitu verði málið tekið upp að nýju en hann hafi gagnáfrýjað málinu. Af þessu leiði að endurupptaka málsins muni mögulega hafa í för með sér umtalsver t fjártjón fyrir þrotabúið. Hækkun á lýstum og samþykktum kröfum í þrotabúið verði í bersýnilegu ósamræmi við bæði tilgang og markmið undantekningarreglu 130. gr. laga nr. 21/1991 og jafnframt fortakslaust skilyrði greinarinnar um að haldið sé uppi hagsmunu m til hagsbóta fyrir þrotabúið. 34. Loks vísar gagnaðili til þess að hvorki skiptastjóri þrotabús endurupptökubeiðanda, sem væri réttur aðili til að fara með hagsmuni málsins, né kröfuhafar ætli sér að halda uppi hagsmunum í málinu en slík afstaða hljóti að k oma til álita við mat á hvort fullnægt sé skilyrðinu um að málið sé rekið til hagsbóta fyrir þrotabúið. 35. Í öðru lagi krefst gagnaðili frávísunar málsins þar sem endurupptökubeiðandi hafi ekki lögvarða hagsmuni af endurupptöku þess. Bú hans sé undir gjaldþro taskiptum. Samþykktar kröfur í búið nemi 13.438.959.285 krónum en krafa gagnaðila, sem lýst hafi verið í búið á grundvelli niðurstöðu Hæstaréttar í málinu nr. 325/2017, nemi 12.184.127.709 krónum. Kröfu - og eignarréttindi gagnaðila á hendur þrotabúinu bygg i st ekki lengur á dómi Hæstaréttar í máli nr. 325/2017 heldur á þeirri afstöðu skiptastjóra, sem sé endanleg við gjaldþrotaskiptin, að samþykkja framgreinda fjárkröfu gagnaðila á hendur búinu. 36. Þá byggir gagnaðili á því að k röfu sem hafi verið endanlega sam þykkt á grundvelli laga nr. 21/1991 verði ekki breytt. Afstöðu skiptastjóra til samþykktrar kröfu verði heldur ekki breytt. Enginn, hvorki kröfuhafar í þrotabúi endurupptökubeiðanda né hann sjálfur, geti gripið til úrræða sem feli það í sér að krafa gagnað ila verði úr þessu lækkuð við gjaldþrotaskiptin eða felld niður. Af þessu leiði að endurupptaka á dómi Hæstaréttar í málinu nr. 325/2017 hafi enga þýðingu fyrir endurupptökubeiðanda, jafnvel þótt fallist yrði á endurupptöku og hann í kjölfarið sýknaður af kröfum gagnaðila í málinu . 37. Gagnaðili kveður endurupptökubeiðanda því enga lögvarða hagsmuni hafa af endurupptöku hæstaréttarmáls nr. 325/2017 og beri þar af leiðandi að vísa málinu frá, sbr. úrskurð Endurupptökudóms í máli nr. 14/2021 . Varakrafa um að bei ðni um endurupptöku verði hafnað Um aðildarskort endurupptökubeiðanda 38. Gagnaðili reisir kröfu sína um að beiðni endurupptökubeiðanda verði hafnað á því að ekki sé fullnæg t skilyrðum til þess að endurupptökubeiðandi eig i aðild að málinu . Því til stuðnings vísist til röksemda með aðalkröfu. 39. Gagnaðili bendir á að þótt endurupptökubeiðandi fari fram á að hæstaréttarmál nr. 325/2017 kröfuréttindi gagnaðil a á hendur þrotabúi sem njóti verndar 72. gr. stjórnarskrárinnar. Sæti endurupptaka slíkra mála verulegum takmörkunum en Mannréttindadómstóll Evrópu líti svo á að réttaröryggið sem fólgið sé í res judicata áhrifum dóma njóti verndar 1. mgr. 6. gr. mannrétt indasáttmálans. Réttaröryggi sé hluti af réttarríkishugtakinu, sem eigi að tryggja stöðugleika í dómskerfinu og stuðla að trausti á því. Því aðeins megi hreyfa við endanlegum dómum að til þess sé veruleg og knýjandi nauðsyn, svo sem ef leiðrétta þurfi grun dvallarannmarka eða ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 1/2023 - 9 - koma í veg fyrir réttvísisbrot. Því séu heimildir til endurupptöku einkamála almennt mun þrengri en til endurupptöku sakamála, sbr. úrskurði Endurupptökudóms í málum nr. 3/2021 og 7/2021, en lögskýringargögn og fræðiskrif styðji það. Um gildi dóms Hæstaréttar í máli nr. 74/2015 og tengsl við dóm í máli nr. 325/2017 40. Gagnaðili mótmælir því sem röngu, sem fram komi í endurupptökubeiðni, að dómur . Dómurinn standi óhaggaður gagnvart tveimur sakborningum um brot gegn 249. gr. almennra hegningarlaga þótt mál þriggja sakborninga hafi verið tekin upp með úrskurðum Endurupptökudóms nr. 20/2021, 29/2021 og 30/2021 og svo vísað frá Hæstarétti með dómi rétt arins í máli nr. 8/2022. Í dómi Hæstaréttar í máli nr. 40/2022 hafi meðal annars verið vikið að dómi réttarins í máli nr. 74/2015 en ummæli í dóminum bendi til að takmörkuð endurupptaka málsins feli í sér að fyrri dómur standi að öðru leyti. 41. Gagnaðili ger ir athugasemdir við málatilbúnað endurupptökubeiðanda þess efnis að dómur að nokkru lagðir að jöfnu. Um tvo aðskilda dóma sé að ræða. Annars vegar í sakam áli, sem meðal annars hafi varðað umboðssvik, og hins vegar í einkamál i um skaðabótaábyrgð. Hafi mannréttindi endurupptökubeiðanda með engu verið skert með dómi Hæstaréttar í máli nr. 325/2017. Endurupptökudómur staðreyni ekki sjálfstætt hvort brotið hafi verið gegn mannréttindum endurupptökubeiðanda heldur taki afstöðu til nýrra gagna eða upplýsinga sem gefi slíkt til kynna en ekkert slíkt liggi fyrir í málinu. Almennum skilyrðum 1. mgr. 191. gr. laga nr. 91/1991 ekki fullnægt 42. Gagnaðili mótmælir því að sk ilyrðum 1. mgr. 191. gr. laga nr. 91/1991 sé fullnægt til endurupptöku málsins. Í fyrsta lagi hafi þrotabúi endurupptökubeiðanda sem sjálfstæðum lögaðila verið gert að endurgreiða kröfuna en ekki endurupptökubeiðanda sjálfum. 43. Í öðru lagi sé rangt að dómur Hæstaréttar í máli nr. 325/2017, að bú hans hafi verið tekið til gjaldþrotaskipta 16. apríl 2018 en dómur Hæstaréttar h afi verið kveðinn upp 17. maí sama ár. 44. Í þriðja lagi telji gagnaðili bersýnilega rangt að dómur Hæstaréttar byggi á niðurstöðu sem brotið hafi gegn mannréttindasáttmála Evrópu og stjórnarskrárvörðum mannréttindum endurupptökubeiðanda enda sé munur á dómum Hæstaréttar í málum nr. 74/2015 og 325/2017. Þá sé haldlaus og órökstudd sú röksemd að það feli í sér sjálfstætt brot gegn 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu og 70. gr. stjórnarskrárinnar að hafna endurupptöku málsins. 45. Ástæðan fyrir brottfalli refsiábyrgð ar endurupptökubeiðanda samkvæmt dómi Hæstaréttar í máli nr. 74/2015 sé tæknilegs eðlis en varði í engu efnisleg skilyrði þess að hann hafi gerst sekur um umboðssvik samkvæmt 249. gr. almennra hegningarlaga. 46. Þá sé með öllu vanreifað hvaða hagsmuni, hvað þá stórfellda hagsmuni, endurupptökubeiðandi hafi af endurupptöku málsins í ljósi þess að ákvæði laga nr. 21/1991 geymi engar heimildir til að endurupptaka eða breyta ákvörðun skiptastjóra, sem hafi verið endanlega staðfest við gjaldþrotaskipti, um samþykki og fjárhæð lýstra krafna í þrotabú. Um þetta vísist til röksemda í tengslum við frávísunarkröfu gagnaðila á þessum grundvelli. Einnig vísar gagnaðili til þess að miðað við þær upplýsingar sem endurupptökubeiðandi hafi sjálfur veitt um eignir sínar skipti e ngu máli hvort þær kröfur sem hann kunni að bera ábyrgð á að loknum gjaldþrotaskiptum, ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 1/2023 - 10 - á grundvelli 2. mgr. 165. gr. laga nr. 21/1991, nemi 1 3.438.959.285 krónum eða einhverri annarri fjárhæð. Muni þær kröfur fyrnast á grundvelli lagaákvæðisins án þess að greiðslur fáist upp í þær. Skilyrðum a - liðar 1. mgr. 191. gr. laga nr. 91/1991 ekki fullnægt 47. Gagnaðili bendir á að endurupptökubeiðandi reisi beiðni sína að nánast öllu leyti á því að skilyrðum a - liðar 1. mgr. 191. gr. laga nr. 91/1991 sé fullnægt og vís i um það til sáttar fyrir Mannréttindadómstól Evrópu og dóms Hæstaréttar í máli nr. 8/2022. Gagnaðili bendir á að slík gögn eða upplýsingar hafi verið felldar undir b - lið 1. mgr. 191. gr. laga nr. 91/1991 en ekki a - lið eins og endurupptökubeiðandi geri. 48. Ga gnaðili vísar til þess að Endurupptökudómur hafi ítrekað slegið því föstu í málum um endurupptöku sakamála að úrlausnir Mannréttindadómstóls Evrópu geti leitt til endurupptöku máls að öðrum skilyrðum fullnægðum. Í þessu máli varði hin nýju gögn, sem vísað sé til, ekki sakarefni þess máls sem óskað sé endurupptöku á. Eins sé gerð krafa um að viðkomandi úrlausn, sem ósambærilegt. Af öllu þessu leiði að skilyrðinu um ný gögn eða upplýsingar sé ekki fullnægt í málinu. 49. Að því er varði tilvísun endurupptökubeiðanda til þess að í dómi Hæstaréttar í máli nr. 325/2017 árétti gagnaðili það sem fyrr greini um réttaráhrif dóms Hæstaréttar í máli nr. 74/2015. Ekkert bendi til að málsatvik hafi ekki verið leidd réttilega í ljós þegar hæstaréttarmál nr. 325/2017 var til meðferðar, hvað þá að sterkar líkur séu fyrir slíku. Mál satvikalýsing í dóminum standi óhögguð. Þá liggi fyrir að háttsemin, sem vísað hafi verið til í tengslum við þágildandi 110. gr. laga nr. 138/1994, hafi verið refsiverð þegar dómur Hæstaréttar í máli nr. 325/2017 var kveðinn upp og sé það enn, meðal annars í ljósi þess að refsingar tveggja annarra sakborninga, sem bornir hafi verið sömu sökum og endurupptökubeiðandi, standi óhaggaðar. Af þessu leiði að skilyrðinu um að sterkur líkur séu fyrir í málinu. 50. Gagnaðili bendir á að það sé skilyrði a - lið ar 1. mgr. 191. gr. laga nr. 91/1991 að gögnin eða upplýsinga rn . Þá sé sú forsenda endurupptökubeiðand a röng að niðurstaðan í hæstaréttar máli nr. 325/2017 hafi ráðist af því hvort hann sjálfur hafi verið sakfelldur eða sýknaður í hæstaréttar máli nr. 74/2015. 51. Í fyrsta lagi liggi fyrir endanlegur dómur Hæstaréttar í máli nr. 74/2015 þar sem tveir sakborninga r voru sakfelldir. Krafa gagnaðila byggi því í grunninn, bæði við meðferð málsins sem og nú, á refsiverðum verknaði samkvæmt þágildandi 1. mgr. 110. gr. laga nr. 138/1994. 52. Í öðru lagi beri að hafna því að þágildandi 1. mgr. 110. gr. laga nr. 138/1994 geri fortakslaust skilyrði um að hver og einn einstaklingur sem skaðabótakröfu sé beint að hafi verið sakfelldur fyrir háttsemi sem rekja megi til refsiverðs verknaðar. Slík túlkun eigi sér hvorki stoð í fræðiskrifum né réttarframkvæmd, sbr. meðal annars dóm H æstaréttar 9. maí 2018 í máli nr. 40/2017 þar sem segi . 53. Í þriðja lagi hafi það aðeins varðað afmarkaðan þátt máls nr. 325/2017 að endu rupptökubeiðandi var sakfelldur fyrir refsiverðan verknað í máli nr. 74/2015, þ að er hvort ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 1/2023 - 11 - skilyrðum þágildandi 110. gr. laga nr. 138/1994 um málsóknarfrest hafi verið fullnægt. Í greinargerð endurupptökubeiðanda í héraði í því dómsmáli, sem nú sé krafist endurupptöku á, hafi hann haft uppi kröfu um frávísun málsins á þeim grundvelli að umræddur málsóknarfrestur væri liðinn þegar málið var höfðað. Sú málsástæða hafi einungis komið fram í kafla um kröfu um frávísun málsins og í engu byggt á þeirri málsástæðu til stuðnings kröfu um sýknu eða lækkun dómkröfu gagnaðila. Í þinghaldi 20. desember 2011 hafi endurupptökubeiðandi fallið frá frávísunarkröfunni og engan fyrirvara gert um að þeim sjónarmiðum sem krafan byggði á yrði haldið uppi sem rökstuðningi fyrir ef . Á grundvelli útilokunarreglu einkamálaréttarfars, sem meðal annars birtist í 5. mgr. 101. gr., 2. mgr. 111. gr. og 2. mgr. 163. gr. laga nr. 91/1991, verði niðurstöður í dómsmáli ekki reistar á kröfum eða málsástæðum sem fallið hafi verið frá undir rekstri málsins. Við þessar meginreglur réttarfars sé endurupptökubeiðandi bundinn og geti því ekki byggt endurupptöku á kröfum, málsástæðum eða sjónarmiðum sem fallið hafi verið frá undir rekstri málsins fyrir dómi. Af sömu reglum leiði að jafnvel þótt fallist yrði á endurupptökubeiðni yrði nýr dómur ekki reistur á framangreindum sjónarmiðum. Þar af leiðandi geti endurupptökubeiðan di ekki byggt beiðni sína á málsástæðum um 110. gr. laga nr. 138/1994 sem hafi ekki verið hafðar uppi við meðferð málsins í héraði og fyrir Hæstarétti. Með sama hætti verði endurupptaka ekki reist á slíkum kröfum. 54. Í fjórða lagi, verði allt að einu talið að endurupptökubeiðandi geti reist kröfur sínar á málsóknarfresti 110. gr. laga nr. 138/1994, hafi einnig áhrif á túlkun ákvæðisins, meðal annars um málshöfðun arfresti beri að túlka þröngt . 55. Í fimmta lagi hefði Hæstiréttur augljóslega getað komist að þeirri niðurstöðu að 110. gr. laga nr. 138/1994 stæði ekki í vegi fyrir því að fallist yrði á skaðabótakröfu gagnaðila á öðrum grundvelli en refsiverð um verknað i end urupptökubeiðanda. Eftir standi refsiverður verknaður tveggja sakborninga fyrir sömu háttsemi. Þá væri sjálfstætt álitamál hvort öðrum skilyrðum 110. gr. laga nr. 138/1994 væri fullnægt, sem og hvort aðrar málsástæður gagnaðila hefðu ekki allt að einu leit t til sömu niðurstöðu. 56. Í sjötta lagi hafi ákvæðið verið afnumið með 28. gr. laga nr. 68/2010. Umrædd lög hafi öðlast hlutafélög og 110. gr. laga um einkahlutaf élög) taka til atvika og háttsemi sem átti sér stað fyrir gildistöku [laganna] . Hafi breytingalögin þannig öðlast gildi áður en það mál, sem krafist sé endurupptöku á, hafi verið höfðað. Hafi endurupptökubeiðandi því aldrei haft réttmætar væntingar til að málshöfðunarfrestir giltu um málsókn gagnaðila á hendur honum. Sé skilyrðinu um 57. Gagnaðili hafnar því loks sem röngu að skilyrðum b - liðar 1. mgr. 191. gr. laga nr. 91/1991 sé fullnægt. Andsvör endurupptökubeiðanda og frekari and svör gagnaðila 58. Vikið verður að andsvörum endurupptökubeiðanda og gagnaðila í niðurstöðukafla úrskurðarins að því mark i sem þau verða talin hafa þýðingu fyrir niðurstöðu málsins. ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 1/2023 - 12 - Niðurstaða Lagaskilyrði endurupptöku 59. Samkvæmt 1. mgr. 191. gr., sbr. 1. mgr. 193. gr. laga nr. 91/1991 , getur Endurupptökudómur orðið við beiðni um að mál sem dæmt hefur verið í Hæstarétti verði endurupptekið ef skilyrði a - eða b - liðar ákvæðisins er fullnægt enda mæli atvik með því að leyfið verði veitt, þar á meðal að stórfelldir hagsmunir aðilans séu í húfi. Í a - lið ákvæðisins er kveðið á um heimild til endurupptöku ef sterkar líkur eru leiddar að því með nýjum gögnum eða upplýsingum að málsatvik hafi ekki verið leidd réttilega í ljós þegar málið var til meðferðar og aðilanum verð ur ekki um það kennt og að gögnin eða upplýsingarnar muni verða til breyttrar niðurstöðu í mikilvægum atriðum. Samkvæmt b - lið er endurupptaka heimiluð ef sterkar líkur eru leiddar að því að ný gögn eða upplýsingar um annað en málsatvik muni verða til breyt trar niðurstöðu í mikilvægum atriðum. 60. Við mat á því hvort skilyrði séu til þess að fallast á beiðni endurupptökubeiðanda er til þess að líta að ákvæði 1. mgr. 191. gr. laga nr. 91/1991 um heimild til endurupptöku dæmdra einkamála felur í sér undantekningu frá þeirri meginreglu að dómar séu endanlegir. Af því leiðir að varfærni er beitt við mat á því hvort skilyrðunum teljist vera fullnægt. Því til samræmis er gerð sú krafa samkvæmt a - trar . Sama krafa er gerð í b - lið sömu greinar hvaða varðar gögn og upplýsingar um annað en málsatvik. 61. Endurupptökubeiðandi byggir á því að framangreind skilyrði 1. mgr. 191. gr., sbr. 1. mgr. 193. gr. laga nr. 91/1991, séu uppfyllt. Vísar hann í þessu sambandi til þess að bæði sátt endurupptökubeiðanda og íslenska ríkisins fyrir Mannréttindadómstól Evrópu 27. október 2020 og dómur Hæstaréttar í máli nr. 8/2022 séu ný gögn í skilningi a - og b - liðar 1. mgr. 191. gr. laga nr. 9 1 /1991. Gagnaðili krefst þess aðallega sem fyrr segir að málinu verði vísað frá Endurupptökudómi en til vara að beiðni endurupptökubeiðanda verði hafnað. Krafa gagnaðila um frávísun og að hafna beri endurupptökubeiðni vegna aðildarskorts 62. Krafa gagnaðila um að málinu verði vísað frá Endurupptökudómi er annars vegar á því reist að endurupptökubeiðandi fullnægi ekki skilyrðum til að fara með þá hagsmuni sem deilt sé um og hins vegar að endurupptökubeiðandi hafi ekki lögvarða hagsmuni af endurupptöku málsins. 63. U m framangreint er þess fyrst að geta að beiðst er endurupptöku á máli sem þrotabú Milestone ehf. höfðaði á hendur endurupptökubeiðanda og þremur öðrum vegna fjártjóns sem þrotabúið taldi sig hafa orðið fyrir af þeirra völdum. Eftir uppkvaðningu héraðsdóms, en áður en Hæstiréttur kvað upp dóm í máli nr. 325/2017, var bú endurupptökubeiðanda tekið til gjaldþrotaskipta og tók þrotabú hans í kjölfarið við aðild málsins . 64. Í 1. mgr. 130. gr. laga nr. 21/1991 segir að ákveði skiptastjóri að halda ekki uppi hagsmunum sem þrotabúið kann að njóta eða geta notið hvort sem það er gert samkvæmt ályktun skipt afundar eða ekki geti lánardrottinn, sem hefur lýst kröfu á hendur búinu sem hefur ekki þegar verið hafnað, gert það í eigin nafni til hagsbóta búinu hafi skiptastjóri ekki þegar skuldbundið það á annan veg. Sá sem vill gera slíkt skal þá tilkynna það skip tastjóra tafarlaust og bera sjálfur kostnað og áhættu af aðgerðum sínum en hann getur krafið þrotabúið um endurgreiðslu kostnaðar að því leyti sem búinu áskotnast fé af þeim. Grípi enginn lánardrottinn til aðgerða s amkvæmt 1. mgr. 130. gr. má þrotamaðurinn gera það ef um einstakling er að ræða , sbr. 2. mgr. sömu lagagreinar . Hafi lánardrottinn eða þrotamaðurinn tekið að sér hagsmuni þrotabúsins s amkvæmt 1. eða 2. mgr. getur ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 1/2023 - 13 - skiptastjóri hvenær sem er tekið við þeim á ný, enda greiði þá þrotabúið hlutaðeigan da um leið þann kostnað sem hefur fallið til af þessum sökum. 65. Í ljósi þess að þrotabú endurupptökubeiðanda var í hæstaréttar máli nr. 325/2017 dæmt til að greiða gagnaðila skaðabætur að fjárhæð 5.195.721.859 krón ur auk dráttarvaxta og málskostnaðar, verður að líta svo á að það kunni að hafa hagsmuni af endurupptöku málsins . Af sömu ástæðu verður að ætla að endurupptökubeiðandi kunni persónulega að hafa hagsmuna að gæta hafi hann í hyggju að fr ei sta þess síðar að ná samkomulagi við þá lánardrottna sem lýstu k röfum í þrotabú hans . Í málinu liggur fyrir yfirlýsing skiptastjóra þrotabús endurupptökubeiðanda í tölvupósti 20. desember 2022 um að þrotabúið ætli ekki að halda uppi hagsmunum búsins vegna hugsanlegrar endurupptöku málsins en jafnframt kemur þar fram að skiptastjóri viti ekki til þess að lánardrottnar hafi slíkt í hyggju. Í því ljósi verður að líta svo á að fullnægt sé skilyrði 2. mgr. 130. gr. laga nr. 21/1991 að endurupptökubeiðanda sé heimilt að halda uppi hagsmunum þrotabúsins í eigin nafni en til ha gsbóta fyrir búið. Verður samkvæmt því ekki fallist á frávísunarkröfu gagnaðila sem byggir á framangreindum grunni. 66. Krafa gagnaðila um að endurupptökubeiðni verði hafnað vegna aðildarskorts endurupptökubeiðanda byggist á sömu rökum og hann færir fram fyrir frávísun á kröfu hans. Fyrir liggur að þrotabú endurupptökubeiðanda átti aðild að hæstaréttarmáli nr. 325/2017. Getur þrotabúið þar af leiðandi átt aðild að beiðni um endurupptöku þess samkvæmt ákvæðum laga nr. 91/1991. Eins og fyrr er rakið er beiðn i endurupptökubeiðanda sett fram í hans nafni en til hagsbóta fyrir þrotabúið með stoð í 2. mgr. 130. gr. laga nr. 21/1991. Þegar af þeirri ástæðu verður ekki fallist á að hafna beri beiðninni vegna aðildarskorts endurupptökubeiðanda . N ý gögn eða upplýsing ar í skilningi 1. mgr. 191. gr. laga nr. 91/1991 67. Eins og áður segir byggir endurupptökubeiðandi á því að bæði sátt in fyrir Mannréttindadómstól Evrópu 27. október 2020 og dómur Hæstaréttar í máli nr. 8/2022 séu ný gögn í skilningi a - og b - liðar 1. mgr. 191. gr. laga nr. 91 /1991. Vísar hann til þess að í athugasemdum við ákvæðið, sem fylgt hafi lögum nr. 47/2020, sé um ný gögn eða upplýsingar meðal annars getið úrlausna alþjóðlegra dómstóla eins og Mannréttindadómstóls Evrópu en að undir það falli einnig sáttir fyrir þeim dómstóli og dómar íslenskra dómstóla. 68. Með lögum nr. 47/2020 voru gerðar breytingar á lögum nr. 50/2016 um dómstóla, lögum nr. 91/1991 og lögum nr. 88/2008. Endurupptökudómi var komið á fót og gerðar breytingar á skilyrðum fyrir endurupptöku bæði einkamála og sakamála. Sú breyting var gerð á 1. mgr. 191. gr. laga nr. rýmk uð með breytingunni gögnum eða upplý leitt til breyttrar niðurstöðu máls í mikilvægum atriðum en þar á meðal gætu verið úrlausnir alþjóðlegra dómstóla á borð við Mannréttindadómstól Evrópu og EFTA - dómstólinn. Þó var áréttað að þótt ný gögn eða upplýsingar lægju fyrir að þessu leyti leiddi það ekki sjálfkrafa til þess að mál yrði endurupptekið, heldur þyrfti jafnframt að vera uppfyllt hið almenna skilyrði um að atvik mæltu með því að leyfi til endurupptöku yrði veitt, þar á meðal að stórfelldir hagsmunir aðilans væru í húfi. Þannig ætti ávallt að fara fram gaumgæfilegt mat á því hvort skilyrði til endurupptöku væru uppfyllt og endurupptaka þannig ekki heimiluð nema að loknu slíku mati. Í nefndaráliti meirihluta allsher jar - og menntamálanefndar kom einnig fram að skýra ætti rúmt hvað teldist til úrlausna alþjóðlegra dómstóla í skilningi frumvarpsins og því væri ekki nauðsynlegt að um dóm væri að ræða. Þá gæti ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 1/2023 - 14 - dómur í sambærilegu máli verið grundvöllur beiðni um enduruppt öku. Væri gerð sátt vegna þess að fyrir lægi dómur í sambærilegu máli gæti sá dómur orðið grundvöllur fyrir endurupptöku máls. 69. Samkvæmt framansögðu leikur enginn vafi á því að dómar innlendra og alþjóðlegra dómstóla, sem og sáttir gerðar fyrir þeim, geta t alist nýjar upplýsingar í skilningi 1. mgr. 191. gr. laga nr. 91/1991. Úrskurðir Endurupptökudóms í málum nr. 20/2021, 29/2021 og 30/2021 70. Í úrskurðum Endurupptökudóms í málum nr. 20/2021, 29/2021 og 30/2021 var fallist á endurupptöku hæstaréttarmáls nr. 74/2015, að því er varðaði endurupptökubeiðanda, [B] og [C] . Í öllum úrskurðunum er rakið að íslenska ríkið hafi viðurkennt í sátt sem lögð var fyrir Mannréttindadómstól Evrópu að brotið hefði verið gegn rétti þeirra til réttlátrar málsmeðferðar samkvæmt 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Hafi í sáttinni verið vísað sérstaklega til máls Styrmis Þórs Bragasonar gegn Íslandi um brot geg n reglunni um milliliðalausa málsmeðferð. Þar sé jafnframt vísað til þess að endurupptökubeiðandi muni geta óskað eftir endurupptöku á hæstaréttar máli nr. 74/2015. Eins hefði ríkissaksóknari, sem færi með lögbundið fyrirsvar vegna beiðna um endurupptöku sa kamála, talið sterk rök mæla með endurupptöku málanna. Því yrði að líta svo á að ágreiningslaust væri að sömu sjónarmið ættu við um meðferð máls þessara endurupptökubeiðenda og lágu til grundvallar niðurstöðu mannréttindadómstólsins í máli Styrmis Þórs Bra gasonar gegn Íslandi. Með vísan 108. gr. laga nr. 88/2008 og 2. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar þætti rétt með hliðsjón af þessu, eins og atvikum máls væri háttað, að leggja til grundvallar að verulegir gallar hafi verið á meðferð hæstaréttar málsins nr. 74 /2015 sem hafi haft áhrif á niðurstöðu þess. Endurupptökudómur féllst því á beiðni um að málið yrði endurupptekið fyrir Hæstarétti, hvað varðaði endurupptökubeiðanda, [B] og [C] , á grundvelli d - liðar 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008. 71. Í kjölfar f ram angrein dra úrskurða Endurupptökudóms var sem fyrr greinir máli endurupptökubeiðanda, [B] og [C] vísað frá Hæstarétti með dómi 9. nóvember 2022 í máli nr. 8/2022. Af framangreindu leiðir að engin efnisleg endurskoðun hefur átt sér stað fyrir Hæstarétti eða öðrum d ómstól i á áfrýjunarstigi á sekt eða sýknu endurupptökubeiðanda, [B] eða [C] . Stendur því niðurstaða héraðsdóms um sýknu þeirra. Dómur Hæstaréttar í máli nr. 325/2017 72. Málið, sem lauk með dómi Hæstaréttar í máli nr. 325/2017, var þingfest í héraði 13. janúar 2011. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 8. mars 2017 er rakið að málinu var frestað í þinghaldi 22. september 2014 uns dómur félli í sakamáli sem hefði verið höfðað gegn endurupptökubeiðanda og meðákærðu. Í saka málinu voru endurupptökubeiðandi, Steingrímur Wernersson og Guðmundur Ólason meðal annars bornir sökum um umboðssvik samkvæmt 249. gr. almennra hegningarlaga með því að hafa í störfum sínum hjá Milestone ehf. misno tað aðstöðu sína og valdið félaginu verulegri fjártjónshættu þegar þeir hefðu látið það fjármagna efndir á samningum sem þeir tveir fyrstnefndu höfðu gert við [A] 4. desember 2005 um sölu hennar á hlutafé í Milestone ehf. og tveimur öðrum félögum. Endanleg ur dómur í málinu var kveðinn upp í Hæstarétti 28. apríl 2016 þar sem endurupptökubeiðandi og Guðmundur voru meðal annars sakfelldir og dæmdir til refsingar fyrir umboðssvik en Steingrímur fyrir hlutdeild í sama broti. 73. Í málavaxtalýsingu héraðsdóms segir meðal annars um dóm Hæstaréttar í máli nr. 74/2015: réttarins síðar í dómi þessum eftir því sem efni er til . á segir meðal annars í dómi héraðsdóms: ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 1/2023 - 15 - Með vísan til 4. mgr. 116. gr. laga nr. 91/1991, sbr. 4. mgr. 186. gr. laga nr. 88/2008, verður að líta svo á að úrlausn Hæstaréttar Íslands frá 28. apríl 2016 í framangreindum dómi [í máli nr. 74/2015] um þau atvik sem reynir á í þessu máli hafi fullt sön nunargildi og að leggja beri hana til grundvallar nema að annað sannist. Í framangreindum dómi Hæstaréttar Íslands er ítarlega fjallað um samninga þá sem stefnda [A] gerði við bræður sína, stefndu Karl og Steingrím, 4. desember 2005. Þar kemur fram að hver þeirra fjögurra samninga sem þar eru til umfjöllunar hafi átt að skoðast sem kaupsamningur frá þeim tíma sem tilkynnt yrði um að neytt væri kaupréttar eða söluréttar samkvæmt þeim. Ágreiningslaust er í máli þessu að stefnda [A] tilkynnti ávallt í tæka tíð um að hún neytti söluréttar síns, enda fóru greiðslur fram eftir því sem ákveðið var í samningunum frá 6. janúar 2006. Í dóminum er því slegið föstu að allir þessir samningar hafi þannig orðið sjálfkrafa kaupsamningar um hlutabréfin sem um ræddi. Samkvæmt hljóðan sinni hafi þeir ekki lagt neinar skuldbindingar á Milestone ehf., heldur eingöngu á stefndu Karl og Steingrím. Á það er bent að bræðurnir Milestone ehf., Leiftra L 74. Að þessu búnu er í héraðsdómi rakin umfjöllun Hæstaréttar um hvort endurupptökubeiðandi og Steingrímur hafi neytt framangreindrar heimildar til að tilgreina annan aðila sem kaupanda hlutabréfan na. 75. Þessu næst greinir í héraðsdómi að í dómi Hæstaréttar sé vikið að ýmsum gögnum er tengst hafi áætlunum um skiptingu hlutabréfanna og kaupverðsins eftir að kaupsamningar komust á. Í fyrstu virðist hafa endurupptökubeiðanda og Steingríms hins vegar með nánar tilgreindum hætti. Með félögunum hefði þá verið vísað til Milestone ehf., Milestone Import Export Ltd. og Leiftra Ltd. Jafn framt hafi þar verið vikið að fleiri gögnum, þar á meðal hlutaskrá félaganna og öðrum upplýsingum um eignarhald á þeim eftir viðskiptin. Að þessu búnu segir í héraðsdómi að Hæstiréttur hefði síðan dregið eftirfarandi ályktun í dómi sínum í máli nr. 74/2015 : Að virtu því, sem hér var greint frá, var á öllum stigum eftir gerð samninganna 4. desember 2005 mjög á reiki hver ætti að teljast hafa keypt hlutabréf [A] í Milestone ehf., Leiftra Ltd. og Milestone Import Export Ltd., hvenær það hafi gerst og fyrir hva ða verð. Ýmist virðist hafa verið lagt til grundvallar að ákærðu Karl og Steingrímur hafi einir keypt bréfin, þeir tveir ásamt félögunum einhverjum eða öllum eða eingöngu Leiftri Ltd. Síðastnefndi kosturinn virðist þó ekki hafa komið upp að ráði fyrr en í tölvubréfum 23. og 24. október 2007 eftir að skylda til greiðslu kaupverðs hafði þegar verið efnd að nær öllu leyti. Útilokað er að líta svo á að ákærðu Karl og Steingrímur hafi á einhverju stigi í orði eða verki neytt heimildar samkvæmt samningnum frá 4. desember 2005 til að flytja réttindi sín og skyldur vegna kaupanna yfir á eitthvert tiltekið félag á sínum vegum. Verður þannig að leggja til grundvallar að ákærðu Karl og Steingrímur hafi að lögum í raun verið kaupendur hlutabréfanna, svo sem leiddi einni g af meginefni þessara samninga eftir orða þeirra hljóðan. Skuldbinding ákærðu Karls og Steingríms til að greiða kaupverðið, sem mælt var fyrir um í samningnum, hvíldi aldrei á Milestone ehf. 76. Í framhaldi af ofangreindri tilvitnun í dóm Hæstaréttar í máli n r. 74/2015 segir orðrétt í héraðsdómi: Í máli þessu hafa ekki verið færðar sönnur á að atvik hafi verið með öðrum hætti en hér er lýst. ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 1/2023 - 16 - 77. Í beinu framhaldi segir í dómi héraðsdóms að samkvæmt framansögðu bæri að leggja til grundvallar að með tilkynningum [A] í samræmi við þá fjóra samninga sem gerðir voru 4. desember 2005, og lýst væri í dómi Hæstaréttar, hefð u endurupptökubeiðandi og Steingrímur keypt af [A] nánar tilgreinda hluti í fyrrgreindum þremur félögum. Aldrei hefði á nokkru stigi málsins hvílt sú skylda á Milestone ehf. að inna af hendi umsamið kaupverð. Félagið hefði eftir sem áður verið látið greiða kaupverðið með þeim hætti sem lýst hefði verið í málavaxtalýsingu héraðsdóms í kafla II. Þá fái fullyrðing sumra stefndu um að félagið Leiftri Ltd. hefði í raun keypt umrædd hlutabréf, en að félagið Milestone Import Export Ltd. hafi fjármagnað kaupin, samkvæmt framansögðu ekki staðist. 78. Nokkru síðar segir meðal annars í dómi héraðsdóms: Ágreiningslaust er í máli þessu hvernig greiðsla kaupverðsins var færð til bókar í reikningsskilum Milestone ehf. Eins og því er lýst í fyrrgreindum dómi Hæstaréttar Íslands 28. apríl 2016 [nr. 74/2015] var fjárhæð greiðslnanna, sem Milestone ehf. innti af hendi á árinu 2006, sem og skuldbindingar sem félagið gekkst und ir við Sjóvá - Almennar tryggingar hf. vegna láns stefndu [A] til þess félags, færð jafnharðan á biðreikning í bókhaldi Milestone ehf. [...]. 79. Þessu næst kemur fram í dómi héraðsdóms að í dómi Hæstaréttar í máli nr. 74/2015 hefði jafnframt verið gerð grein fyrir samskiptum starfsmanns endurskoðunarfyrirtækis og starfsmanna Milestone ehf. á árinu 2007, þar sem rætt hefði verið um hvernig færa mætti kröfu félagsins yfir á Milestone Import Export Ltd. en að sökum nánar tiltekinna ástæ ðna hefði ríkt mikil óvissa um það hvort Milestone ehf. eða lánardrottnum þess félags væri yfirhöfuð unnt að innheimta ætlaða kröfu á hendur Milestone Import Export Ltd. 80. Í framhaldi af þessu er rakið í dómi héraðsdóms að eftir sem áður hafi í dómi Hæstarét tar verið hugað nánar að því hvers virði krafa Milestone ehf. á hendur Milestone Import Export Ltd. gæti hafa verið eftir að skilríki fyrir 2.733.326.804 krónum af henni lágu fyrir 23. maí 2007. Að lokinn þeirri umfjöllun er eftirfarandi tilvitnun í dóm Hæ staréttar í máli nr. 74/2015: Þegar framangreind atriði eru virt í heild er óhjákvæmilegt að líta svo á að í raun hafi kröfuréttindi Milestone ehf. á hendur Milestone Import Export Ltd. samkvæmt ætluðum lánssamningum dagsettum 30. desember 2006 og 31. dese mber 2007 verið orðin tóm og því einskis virði. Með því að búið var á þennan hátt um réttindi Milestone ehf. vegna greiðslna félagsins til [A] og skuldbindinga þess í hennar þágu á tímabilinu frá 6. janúar 2006 til 6. desember 2007 var ekki aðeins sköpuð a ugljós og stórfelld hætta á fjártjóni félagsins, heldur varð sú hætta að auki að veruleika með því að Milestone Import Export Ltd. var tekið til gjaldþrotaskipta 11. apríl 2011, en ekkert í málinu bendir til að þrotabú félagsins hafi getað eða muni nokkuð geta greitt upp í kröfu þrotabús Milestone ehf. af þessu tilefni. 81. Í beinu framhaldi segir í dómi héraðsdóms: Aðilar máls þessa hafa ekki fært sönnur á að atvik hafi verið önnur en hér er lýst. Í þessu ljósi verður að leggja til grundvallar að Milestone eh f. hafi með framangreindum ráðstöfunum verið látið greiða kaupverð hlutabréfanna samkvæmt samningunum 4. desember 2005, sem hafi við kaupin orðið eign stefndu Karls og Steingríms, án þess að leitast væri við að tryggja þá augljósu hagsmuni félagsins að það fengi fjármunina greidda til baka eða að öðrum kosti eitthvert endurgjald er svaraði kaupverðinu. Breytir engu í því sambandi þó að reynt hafi verið að láta Milestone Import Export Ltd., er laut yfirráðum ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 1/2023 - 17 - stefndu Karls og Steingríms, taka á sig skyldu til að greiða Milestone ehf. þessa fjármuni til baka, enda gat krafa Milestone ehf. á hendur því félagi í raun ekki verið neins virði. Þessar ráðstafanir voru bersýnilega til þess fallnar að afla hluthöfum Milestone ehf., stefndu Karli og Steingrími, ótilhlýð ilegra hagsmuna á kostnað félagsins, auk þess að fela í sér misnotkun á aðstöðu innan félagsins í viðskiptum með hluti í því og öðrum félögum innan sömu samstæðu. 82. Nokkru síðar segir í dómi héraðsdóms: Eins og rakið hefur verið voru greiðslurnar til stefnd u [A] ekki lán heldur var með þeim verið að efna kaupsamninga um hlutabréf í Milestone ehf., Leiftra Ltd. og Milestone Import Export þess að nokkuð fáist greitt upp í kröfu stefnanda. Stefndu hafa ekki hnekkt þessari ályktun við meðferð málsins. Þá áréttar dómurinn að Milestone ehf. fékk ekkert endurgjald fyrir þá fjármuni sem félagið var látið inna af hendi, auk þess sem ekkert er fram komið um að Milestone ehf. hafi f engið arð eða aðrar greiðslur er tengjast þessum fjárútlátum. Í ljósi þess sem hér hefur verið rakið telur dómurinn nægjanlega fram komið að stefnandi hafi orðið fyrir tjóni vegna fjármögnunar Milestone ehf. á kaupum stefndu Karls og Steingríms á umræddum hlutabréfum og að tjónið nemi heildarfjárhæð greiðslnanna, 5.195.721.859 krónum. 83. Í framhaldi af f r a ma ngreindu er að finna sjálfstæða umfjöllun í dómi héraðsdóms um mat á skaðabótaskyldu stefndu. Niðurstaðan varð sú að þrotabú endurupptökubeiðanda, þrotabú Steingríms og þrotabú Guðmundar voru dæmd til að greiða gagnaðila skaðabætur, með nánar tilgreindum dráttarvöxtum, en [A] var sýknuð. 84. Mál þau sem lauk með dómum Hæstaréttar í málum nr. 74/2015 og 325/2017 eru sprottin af sömu atvikum, nánar tiltekið kaupum endurupptökubeiðanda og Steingríms á hlutum í fyrrgreindum þremur félögum. Sá munur er á málunum að fyrrnefnda málið var sakamál en hið síðarnefnda einkamál, sem var frestað í héraði uns dómur gekk í sakamálinu. 85. Af því sem ítarlega hefur verið rakið hér að framan um þær forsendur sem dómur Hæstaréttar í máli nr. 325/2017 byggðist á er ljóst að sjálfstætt mat var lagt á staðreyndir málsins og ályktanir dregnar af því sem sannað taldist á grundvelli sönnunarfærslu fyrir dómi. Þótt fyrir liggi að vísað hafi v erið til sönnunargildis dóms Hæstaréttar í máli nr. 74/2015 gafst endurupptökubeiðanda og öðrum aðilum málsins kostur á að leggja fram gögn og upplýsingar við meðferð hæstaréttar máls nr. 325/2017 til sönnunar á því að atvik máls hefðu verið með öðrum hætt i. Komst dómurinn sem fyrr segir að þeirri niðurstöðu að sú sönnunarfærsla hefði ekki tekist. 86. Sem fyrr greinir er það skilyrði endurupptöku máls á grundvelli a - liðar 1. mgr. 191. gr. laga nr. 91/1991 að sterkar líkur séu leiddar að því með nýjum gögnum eð a upplýsingum að málsatvik hafi ekki verið leidd réttilega í ljós þegar málið var til meðferðar og aðilanum verður ekki um það kennt og að gögnin eða upplýsingarnar muni verða til breyttrar niðurstöðu í mikilvægum atriðum. Um síðastnefnt atriði er þess a ð gæta að v ið meðferð málsins fyrir Endurupptökudómi hafa engin ný gögn eða upplýsingar verið lagðar fram sem varpa nýju ljósi á þau málsatvik sem lágu dómi Hæstaréttar í máli nr. 325/2017 til grundvallar . Einu gögnin sem endurupptökubeiðandi hefur lagt fram í þessu skyni varða fyrrgreindar sátt ir sem gerð ar voru fyrir Mannréttindadómstól Evrópu vegna sakamálsins , endurupptöku á dómi Hæstaréttar nr. 74/2015 hvað varðar þrjá af þeim sem þar voru sakfelldir og frávísun málsins að hluta til frá Hæstarétti í kjölfarið . Í þessum gögnum eða öðrum sem endurupptökubeiðandi hefur lagt fram hér fyrir dómi er hins vegar hvergi vikið efnislega ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 1/2023 - 18 - að því hvort þau málsatvik sem voru lögð til grundvallar niðurstöðu dóms Hæstaréttar í máli nr. 325/2017 hafi verið efnislega röng en sem fyrr segir gafst endurupptökubeiðanda kostur á því við meðferð þess máls að leggja fram gögn eða upplýsingar um önnur málsatvik . Sú sönnun tókst hins vegar ekki svo sem fyrr greinir og hefur engin tilraun verið gerð af hálfu endurupptöku b eiðand a til að færa slík gögn eða upplýsingar um málsatvik fram hér fyrir dómi til að renna stoðum undir að skilyrðum a - liðar 1. mgr. 191. gr. laga nr. 91/1991 geti talist fullnægt . Verður ekki fallist á að sú staðreynd að sýknudómur héraðsdóms í sakamálinu gegn endurupptökubeiðanda standi í kjölfar fyrrgreinds frávísunar dóms Hæstaréttar í máli nr. 8/2022 geti haft þýðingu í þessu sambandi í ljósi þess að endurupptökubeiðanda tókst ekki við meðferð máls nr. 325/2017 að leiða í ljós önnur atvik en þar voru lö gð til grundvallar. Þótt fyrir liggi að sýknudómur héraðsdóms í sakamálinu gegn endurupptökubeiðanda sé bindandi um úrslit þess máls samkvæmt 1. mgr. 186. gr. laga nr. 88/2008 hefur hann eins og fyrrgreindum atvikum máls háttar engin áhrif á sjálfstætt gil di dóms Hæstaréttar í máli nr. 325/2017 samkvæmt 1. mgr. 116. gr. laga nr. 91/1991. Er þá einkum horft til þess að niðurstaða Hæstaréttar í máli nr. 325/2017 var reist á sjálfstæðum grunni og að endurupptökubeiðanda gafst færi á að leggja fram gögn og uppl ýsingar við meðferð þess máls , meðal annars til að hnekkja sönnunargildi dóms Hæstaréttar í máli nr. 74/2015 um nánar tilgreind málsatvik . Sem fyrr segir tókst það ekki. Sönnunargildi dóms í sakamáli samkvæmt 4. mgr. 186. gr. laga nr. 88/2008 raskar ekki sjálfkrafa dómi í einkamáli sem varðar sömu málsatvik, enda byggir sönnunarfærsla einkamála á allt öðrum grunni en sönnunarfærsla í sakamálum. Verður samkvæmt því ekki fallist á að sönnunargildi dóms héraðsdóms í umræddu sakamáli endurupptökubeiðanda hafi eins og fyrrgreindum atvikum háttar áhrif á dóm Hæstaréttar í máli nr. 325/2017. 87. Af hálfu endurupptökubeiðanda er vísað sérstaklega til þess að verði dómur Hæstaréttar í máli nr. 325/2017 látinn standa óhaggaður hafi íslenska ríkið öðru sinni brot ið gegn s tjórnarskrárvörðum réttindum hans, sbr. og lög nr. 62/1994. Byggir endurupptökubeiðandi á því að með því að hafna beiðni hans um endurupptöku væri dómurinn að taka undir afstöðu um refsiverða háttsemi hans sem vísað sé til í dómi Hæstaréttar í máli nr. 325 /2017 . 88. Um framangreint er þess að gæta að í dómaframkvæmd mannréttindadómstólsins hefur einkum á það reynt hvort dómstólar í aðildarríkjum mannréttindasáttmálans hafi brotið gegn 2. mgr. 6. gr. sáttmála ns þegar þeir hafa leyst úr bótakröfu manns, sem sætt hefur gæsluvarðhaldi, en er síðar sýknað u r í viðkomandi saka máli. Í þeim málum hefur verið lögð áhersla á að hafi ákærði verið sýknaður af þeirri háttsemi sem hann var ákærður fyrir, verði að gæta þess að lýsa því ekki yfir með beinum eða óbeinum hætti í forsendum úrlausnar í einkamál i sem höfðað er síðar að ákærði hafi eigi að síður gerst sekur um refsiverða háttsemi , sbr. til dæmis dómur mannréttindadómstólsins 25. mars 1983 í máli nr. 8660/79, Minelli gegn Sviss. 89. Um tilvísun í dómi Hæstaréttar í máli nr. 325/2017 til refsiverðrar háttsemi endurupptökubeiðanda er þess að gæta að dómurinn gekk þegar dómur Hæstaréttar í máli nr. 74/2015 hafði ekki verið enduruppteki nn hvað hann varðar. Er aðstaðan að þes su leyti ólík þeim málum mannréttindadómstólsins sem hann hefur vísað til þar sem í dómi í einkamáli var vísað beint eða óbeint til refsiverðrar háttsemi sem viðkomandi hafði áður verið sýknaður af með dómi . 90. Í dómi Hæstaréttar í máli nr. 325/2017 var vísa ð til þess að tveggja ára málshöfðunarfrestur þágildandi 1. mgr. 110. gr. laga nr. 138/1994 um einkahlutafélög ætti ekki við þar sem fyrir lægi samkvæmt dómi Hæstaréttar í máli nr. 74/2015 að um refsiverða n verknað hefði verið að ræða . Svo sem fyrr hefur verið rakið stendur dómur Hæstaréttar í máli nr. 74/2015 enn óhaggaður hvað varðar háttsemi Steingríms og Guðmundar en með dómi Hæstaréttar í máli nr. 325/2017 voru þrotabú þeirra dæmd bótaskyld ásamt þrotabúi endurupptökubeiðanda. Samkvæmt því hafa ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 1/2023 - 19 - forsen dur fyrir því að tveggja ára málshöfðunarfresturinn hafi ekki gilt gagnvart Steingrími og Guðmundi ekkert breyst . Liggur því enn fyrir að bótaskylda samkvæmt dómi Hæstaréttar í máli nr. 325/2017 var reist á refsiverðum verknaði þeirra, það er Steingríms og Guðmundar. Í ljósi þess sem fyrr hefur verið rakið um að endurupptökubeiðandi hefur engin ný gögn eða upplýsingar lagt fram um málsatvik sem lágu dómi Hæstaréttar í máli nr. 325/2017 til grundvallar eru í ljósi framangreinds engin efni fyrir Endurupptökudóm til að sá því föstu að sterkar líkur hafi verið færðar fram fyrir því að ný gögn eða upplýsingar muni leiða til breyttrar niðurstöðu um bótaskyldu hans á einkaréttarlegum grundvelli , yrði málið endurupptekið hvað hann varðar . 91. Verður samkvæmt öllu framangreindu ekki fallist á að endurupptökubeiðandi hafi lagt fram ný gögn eða upplýsingar sem renna stoðum undir að sterkar líkur séu á því að málsatvik hafi ekki verið leidd réttilega í ljós við meðferð máls Hæstaréttar nr. 325/2017 og aði lanum verður ekki um það kennt og að gögnin eða upplýsingarnar muni verða til breyttrar niðurstöðu í mikilvægum atriðum, sbr. a - lið 1. mgr. 191. gr. laga nr. 91/1991. Þá verður af sömu ástæðu ekki fallist á að ný gögn og upplýsingar sem endurupptökubeiðand i hefur lagt fram og varða önnur atriði en málsatvik geti leitt til annarrar niðurstöðu, sbr. áskilnað b - liðar sömu málsgreinar. Er því ekki fallist á beiðni endurupptökubeiðanda um endurupptöku dóms Hæstaréttar 17. maí 2018 í máli nr. 325/2017. 92. Með vísan til 7. mgr. 192. gr ., sbr. 3. mgr. 193. gr. og 130. gr. laga nr. 91/1991, verður endurupptökubeiðanda gert að greiða gagnaðila málskostnað sem telst hæfilega ákveðinn 1. 0 00.000 krónur. Úrskurðarorð: Hafnað er beiðni endurupptökubeiðanda, Karl s Emil s Wernersson ar , um endurupptöku á máli nr. 325 /20 17 sem dæmt var í Hæstarétti 17. maí 2018 , að því er hann varðar . Endurupptökubeiðandi greiði gagnaðila, þ rotabú i Milestone ehf. , 1. 0 00.000 krónur í málskostnað.