Úrskurður miðvikudaginn 20. september 2023 í máli nr . 32/2022 Endurupptökubeiðni Bjarkar Þórarinsdóttur 1. Dómararnir Davíð Þór Björgvinsson, Eiríkur Elís Þorláksson og Stefán Geir Þórisson kveða upp úrskurð í máli þessu. Davíð Þór Björgvinsson var settur dómandi til meðferðar málsins 26. janúar 2023. 2. Með beiðni sem barst Endurupptökudómi 22. desember 2022 fór endurupptökubeiðandi, Björk Þórarinsdóttir, [...] , fram á endurupptöku á máli nr . 498/2015: Ákæruvaldið gegn Hreiðari Má Sigurðssyni, Sigurði Einarssyni, Ingólfi Helgasyni, Einari Pálma Sigmundssyni, Birni Sæ Björnssyni, Pétri Kristni Guðmarssyni, Magnúsi Guðmundssyni, Bjarka H. Diego og Björk Þórarinsdóttur, sem dæmt var í Hæstarétti 6. október 2016 . Krefst hún þess að málið verið endurupptekið hvað hana varðar og að allur kostnaður vegna málsins verði greiddur úr ríkissjóði, þar með talin þóknun verjanda. 3. Ríkissaksóknari, sem er gagnaðili endurupptökubeiðanda, telur ekki tilefni til að fallast á beiðni endurupptökubeiðanda. 4. Við meðferð málsins var Helga Melkorka Óttarsdóttir lögmaður skipuð verjandi endurupptökubeiðanda. Með ákvörðun 3. febrúar 2023 var hafnað beiðni endurupptökubeiðanda um að áhrif dóms Hæstaréttar falli niður á meðan málið er rekið fyrir Endurupptökudómi. Málið var flutt munnlega 14. ágúst 2023. Málsatvik 5. Með ákæru 15. mars 2013 höfðaði sérstakur saksóknari mál á hendur endurupptökubeiðanda og átta öðrum einstaklingum. Var endurupptökubeiðanda gefin að sök , í iii - lið A. liðar III. kafla ákæru , umboðssvik samkvæmt 249. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 með því að hafa í nánar tilgreindu tilviki á árinu 2008 misnotað aðstöðu sína sem nefndarmaður í lánanefnd samstæðu hjá Kaupþingi banka hf. og stefnt fé b ankans í verulega hættu þegar hún fór út fyrir heimildir sínar til lánveitinga. Meðal gagna málsins var tölvubréf dags. 19. september 2008 þar sem fram kom að endurupptökubeiðandi hafði fyrir sitt leyti samþykkt tiltekna l ána beiðni sem hinn 24. september 2 008 var staðfest formlega af lánanefnd stjórnar bankans. 6. Með dómi héraðsdóms 26. júní 2015 var endurupptökubeiðandi sýknuð af framangreindum sakargiftum með vísan til þess að hún hafi ekki tekið ákvörðun um lánveitinguna sem ákært var fyrir . 7. Ríkissaksókna ri skaut málinu til Hæstaréttar. Með dómi réttarins 6. október 2016 í máli nr. 498/2015 var endurupptökubeiðandi sakfelld fyrir ónothæfa tilraun til umboðssvika samkvæmt 249. gr., sbr. 20. gr. almennra hegningarlaga. Í forsendum dómsins kom fram að hún, ás amt öðrum nefndarmönnum í lánanefnd samstæðu Kaupþings banka hf., hefði 18. september 2008 samþykkt ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 32/2022 - 2 - að vísa umræddri lán a beiðni til lánanefndar stjórnar. Degi síðar hefði hún í tölvubréfi til viðskiptastjóra bankans fyrir sitt leyti veitt samþykki fyrir þv í að greiða lánið út, þótt henni væri fullkunnugt að lánanefnd stjórnar hefði á því tímamarki ekki tekið ákvörðun um lánveitinguna. Viðskiptastjórinn hefði ekki verið í vinnu þegar endurupptökubeiðandi sendi tölvubréfið og hafi það ekki verið sent áfram ti l annarra starfsmanna bankans sem sáu um skráningu og afgreiðslu lána. Samþykki endurupptökubeiðanda hafi því í reynd ekki verið óhjákvæmileg forsenda fyrir útgreiðslu lánsins sem fram fór þennan dag, heldur hafi það verið greitt út á grundvelli tölvubréfs meðákærða sem sent hafði verið degi fyrr. Hæstiréttur taldi að með sendingu tölvubréfsins hefði endurupptökubeiðandi talið sig samþykkja útgreiðslu lánsins, sem hafi verið í andstöðu við lánareglur bankans. Þannig hefði hún gerst sek um ónothæfa tilraun t il umboðssvika. Með lögjöfnun frá 3. mgr. 20. gr. almennra hegningarlaga var henni ekki gerð refsing en þó gert að greiða fjórðung sakarkostnaðar. Rökstuðningur málsaðila Rökstuðningur endurupptökubeiðanda 8. Endurupptökubeiðandi byggir kröfu sína um endurupptöku annars vegar á vanhæfi eins dómara við Hæstarétt í máli hennar og hins vegar á því að við meðferð málsins fyrir Hæstarétti hafi verið brotinn á henni réttur til milliliðalausrar sönnunarfærslu. 9. Enduru pptökubeiðandi telur að hæstaréttardómarinn A , sem stóð ásamt fjórum öðrum dómurum Hæstaréttar að úrlausn málsins hafi verið vanhæfur og því séu skilyrði fyrir endurupptöku þess uppfyllt. Í beiðni endurupptökubeiðanda kemur fram að B , sonur A , hafi gegnt s töðu forstöðumanns lögfræðisviðs skilanefndar Kaupþings á árunum 2009 - 2011, verið aðstoðarframkvæmdastjóri á því sviði árin 2011 - 2013 og svo framkvæmdastjóri 2013 - 2019. 10. Endurupptökubeiðandi vísar til dóms Mannréttindadómstóls Evrópu 4. júní 2019 í máli nr . 39757/15, Sigurður Einarsson o.fl. gegn Íslandi. Þar hafi niðurstaða dómstólsins verið sú að hæstaréttardómarinn C hefði verið vanhæfur til þess að dæma í máli Hæstaréttar nr. 145/2014 þar sem sonur hans, D , hefði starfað á lögfræðisviði Kaupþings banka hf. frá nóvember 2007 og síðar sem framkvæmdastjóri lögfræðisviðs í slitastjórn hans árin 2008 - 2013. Það sé sama staða og B gegndi. Aðstæður í máli endurupptökubeiðanda séu því hliðstæðar þeim sem uppi voru í máli Sigurðar Einarssonar. 11. Íslenska ríkið hafi gert sátt við Magnús Guðmundsson, einn meðákærða í máli Hæstaréttar nr. 498/2015, og viðurkennt að brotið hafi verið gegn mannréttindasáttmála Evrópu með vísan til fyrrnefnds dóms Mannréttindadómstóls Evrópu í máli Sigurðar Einarssonar. Endurupptökubeiðan di byggir á því að sú sátt hafi verið gerð á grundvelli vanhæfis A . Vanhæfi hans varði alla sakborninga í málinu með sama hætti. Brotið hafi verið gegn jafnræði aðila með því að íslenska ríkið viðurkenndi ekki vanhæfi dómarans gagnvart öllum sakborningum í málinu. 12. Þá sé það forsenda fyrir réttlátri málsmeðferð fyrir dómi í skilningi 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrár Íslands nr. 33/1944 og 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994, að reglur um hæfi dómara séu virtar. Vanhæfi dómara telji st verulegur annmarki á málsmeðferð og þess eðlis að áhrif geti haft á niðurstöðu máls í skilningi d - liðar 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakmála. ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 32/2022 - 3 - 13. Endurupptökubeiðandi vísar jafnframt til þess að úrskurður Endurupptökudóms 30. desember 2021 í máli nr. 21/2021 staðfesti að ekki þurfi að liggja fyrir dómur Mannréttindadómstóls Evrópu um brot á mannréttindasáttmála Evrópu eða íslenskum lögum sem byggja á ákvæðum sáttmálans. Eigi þetta jafnt við um það sem snýr að vanhæfi dómara og rétti sakborni nga til milliliðalausrar sönnunarfærslu. 14. Endurupptökubeiðandi hafi sent kvörtun til mannréttindadómstólsins 28. mars 2017 þar sem meðal annars hafi verið kvartað yfir mögulegu vanhæfi hæstaréttardómara í málinu en röksemdir vegna vanhæfis hafi ekki verið nákvæmlega þær sömu og í máli Magnúsar Guð mundssonar. Í ákvörðun mannréttindadómstólsins hafi ekki verið tekið á því hvort um brot á 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu gagnvart endurupptökubeiðanda hafi verið að ræða vegna vanhæfis dómara. Þá hafi dómstóllinn ekki fjallað um mögulegt brot gagnvart endurupptökubeiðanda á rétti til milliliðalausrar sönnunarfærslu. Þegar mál endurupptökubeiðanda hafi verið til meðferðar hjá Mannréttindadómstól Evrópu hafi embætti ríkislögmanns haft frumkvæði af því að sætta málið gegn greiðslu bóta með því skilyrði að málið yrði fellt niður , en án viðurkenningar á að brotið hafi verið á rétti endurupptökubeiðanda á grundvelli ákvæða mannréttindasáttmálans,. 15. Hvað varðar brot á rétti til milliliðalausrar málsmeðferðar bendir endurupptökubeiðandi á að hún hafi verið sýk nuð í héraðsdómi en sakfelld í Hæstarétti. Við meðferð málsins fyrir héraðsdómi hafi hún borið um að hún hefði hvorki verið í aðstöðu til að skuldbinda bankann né misnota aðstöðu sína, hvorki sem lánanefndarmaður né með samþykki sínu í tölvubréfi 19. septe mber 2008. Ástæða þess að hún hafi svarað tölvubréfi viðskiptastjóra með samþykki fyrir sitt leyti hafi verið að eftir að hafa ráðfært sig við yfirmann eða yfirmenn sína hefði hún talið að millifundarsamþykki lánanefndar stjórnar lægi fyrir. Framburðir yfi rmanns hennar og vitna hafi stutt við þennan framburð hennar. Lánanefnd hafi síðar staðfest millifundarsamþykki með formlegri bókun 24. september 2008. Atbeini hennar að lánveitingunni hafi því ekki verið nauðsynleg forsenda fyrir útgreiðslu lánsins. Telur endurupptökubeiðandi ljóst að sýkna hennar í héraðsdómi hafi að verulegu leyti verið byggð á munnlegum framburði hennar, meðákærðu og vitna. Þá telur hún að sakfelling hennar í Hæstarétti hafi verið byggð á endurmati dómsins á sönnunargildi framburða henn ar, meðákærðu og vitna þrátt fyrir að ekkert þeirra hafi gefið skýrslu í Hæstarétti. Þá hafi Hæstiréttur endurmetið sönnunarfærslu fyrir héraðsdómi í heild sinni. Þannig hafi verið brotið gegn rétti endurupptökubeiðanda til réttlátrar málsmeðferðar sem mæl t sé fyrir um í 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar og 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Vísar endurupptökubeiðandi til þess að í dómi Hæstaréttar sé fullyrt að henni hafi verið fullkunnugt að lánanefnd stjórnar hefði ekki tekið ákvörðun um lánvei tinguna sem endurupptökubeiðandi samþykkti fyrir sitt leyti með tölvubréfi 19. september 2008. Þá segi í dómi Hæstaréttar að endurupptökubeiðandi hefði talið sig samþykkja útgreiðslu lánsins er hún sendi fyrrnefnt tölvubréf. Endurupptökubeiðandi byggir á þ ví að Hæstiréttur hafi með þessum orðum dregið ályktanir af munnlegum framburði og annarri sönnunarfærslu fyrir héraðsdómi og lagt mat á huglæga afstöðu hennar án þess að hafa hlýtt á framburð endurupptökubeiðanda, meðákærðu eða vitna. Sakfellingin byggi því alfarið á endurmati Hæstaréttar á staðreyndum og sönnunarfærslu. Ekki geti falist í þessu túlkun samtímagagna, eins og byggt sé á í dómi Hæst aréttar. Málsatvik í þessu máli séu því önnur en í úrskurði Endurupptökudóms 30. desember 2021 í máli nr. 21/2021 þar sem niðurstaðan hafi verið sú að sakfelling í Hæstarétti hafi byggt á annarri beitingu laga. 16. Endurupptökubeiðandi vísar til dóms Mannrétt indadómstóls Evrópu 16. júlí 2019 í máli nr. 36292/14, Styrmir Þór Bragason gegn Íslandi. Telur hún að af þeim dómi og öðrum dómum mannréttindadómstólsins verði ráðið að snúi dómstóll sýknu í sakfellingu án þess að gefa ákærða ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 32/2022 - 4 - kost á að gefa skýrslu fyrir áfrýjunardómstól sé um brot gegn réttlátri málsmeðferð að ræða, hafi dómstóllinn byggt sakfellingu á endurmati á munnlegum framburðum eða sönnunarfærslu. Þetta hafi verið lagt til grundvallar í úrskurðum Endurupptökudóms 30. desember 2021 í málum nr. 21/20 21 og 26/2021, 19. maí 2022 í máli nr. 9/2022 og 31. október 2022 í máli nr. 15/2022. 17. Telur endurupptökubeiðandi að virtum þeim kröfum sem gerðar séu í 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu og 70. gr. stjórnarskrárinnar til réttlátrar málsmeðferðar f yrir dómi, eins og þær birtast í dómaframkvæmd Hæstaréttar og mannréttindadómstólsins, svo og að virtri framkvæmd Endurupptökudóms, séu ágallar á meðferð máls nr. 498/2015 fyrir Hæstarétti svo verulegir að fallast beri endurupptöku málsins, sbr. 232. gr. o g a - , c - og d - liði 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008. Rökstuðningur gagnaðila 18. Gagnaðili telur að ekki komi til greina að byggja endurupptöku á c - lið 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 heldur geti röksemdir í beiðninni eingöngu fallið að a - og d - lið 1. mgr. sömu greinar. Vísar hann til úrskurða Endurupptökudóms 30. desember 2021 í málum nr. 20/2021 og 26/2021 þar sem endurupptaka vegna brota gegn reglunni um milliliðalausa sönnunarfærslu hafi verið byggð á d - lið 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008. Þá komi fra m í greinargerð með 211. gr. laganna, sem nú sé 228. gr., að d - liður greinarinnar taki eftir efni sínu til þeirrar stöðu þegar dómari máls telst vera vanhæfur. Þá sé endurupptaka dóma á grundvelli dóma Mannréttindadómstóls Evrópu heimil með vísan til a - lið ar 1. mgr. 228. gr. eftir breytingu sem gerð var með lögum nr. 47/2020. Það liggi þó ekki fyrir dómur mannréttindadómstólsins í máli endurupptökubeiðanda heldur vísi hún til dóma mannréttindadómstólsins í öðrum málum sem geti haft fordæmisgildi um túlkun m annréttindasáttmála Evrópu. 19. Gagnaðili vísar til þess að endurupptökubeiðandi hafi ekki fengið efnislega úrlausn máls síns fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. Ekki verði séð að mál Sigurðar Einarssonar sé algerlega sambærilegt við mál endurupptökubeiðanda þó tt synir beggja dómaranna hafi gegnt að nokkru sambærilegum störfum. Bendir gagnaðili á að í dómi mannréttindadómstólsins í máli Sigurðar Einarssonar hafi verið gengið mjög langt þegar hann hafi komist að niðurstöðu um vanhæfi C . Þá hafi mannréttindadómstó llinn komist að þeirri niðurstöðu að máli skipti að aðilar málsins hafi ekki mótmælt setu C í umræddu máli þrátt fyrir að hafa vitað að eiginkona hans hafi setið í stjórn Fjármálaeftirlitsins sem kærði málið til lögreglu. Lýsti dómstóllinn kæruna hvað varð ar mögulegt vanhæfi C vegna stöðu eiginkonu hans ótæka til efnismeðferðar. Öðru máli gegndi um hugsanlegt vanhæfi vegna tengsla sonar C við Kaupþing banka hf. og var sá hluti kærunnar tekinn til efnismeðferðar. Í endurupptökubeiðninni sé ekkert fjallað um vitneskju verjenda í sakamálinu um tengsl þeirra feðga við málið. Nauðsynlegt hefði verið að upplýsa um það, þar sem Mannréttindadómstóll Evrópu hafi ekki talið vanhæfi vera til staðar ef aðilar vissu af tengslunum og hugsanlegu vanhæfi, en létu hjá líða a ð hafa uppi mótmæli við setu dómarans í dóminum. 20. Gagnaðili vísar til þess að í forsendum dóms Mannréttindadómstóls Evrópu í máli Sigurðar Einarssonar hefði verið vísað til þess að sonur C hafi út á við borið formlega ábyrgð á lögfræðilegum málefnum bankan s á sama tíma og bankinn rak einkamál gegn tveimur sakborningum í málinu. Þrátt fyrir að bankinn hafi ekki verið aðili að sakamálinu og málin hafi ekki verið tengd að efni til, vörðuðu sakargiftirnar augljóslega háttsemi þar sem bankinn var brotaþoli og má lin tvö hafi átt uppruna sinn í sömu atvikum. Þá hafi sonur C starfað á lögfræðisviði bankans frá 2007 og orðið í framhaldinu yfirmaður lögfræðisviða skilanefndar hans og slitastjórnar frá 2008 - 2013. C hafi því verið í stöðu dómara í sakamáli sem varðaði v iðskipti sem höfðu átt sér stað í banka sem sonur ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 32/2022 - 5 - hans var í nánum tengslum við sem háttsettur starfsmaður, bæði fyrir og eftir fall hans, og þar sem hann hafi verið mótaðili í einkamáli sem höfðað var gegn tveimur sakborningum meðan hann var yfirmaður lög fræðisviðs bankans. 21. Þegar staða sonar A innan Kaupþings banka hf. fyrir og eftir fall bankans sé skoðuð telji gagnaðili að nokkuð beri á milli í málunum tveimur. Ekki verði séð að höfðað hafi verið einkamál á hendur einhverjum sakborninga í máli Hæstaréttar nr. 498/2015, vegna sömu atvika og þeir sættu ákæru vegna. Ekki verði séð að tilvísun mannréttindadómstólsins til stöðu og starfa sonar C in nan bankans fyrir hrun hans eigi við um son A í þessu máli. Sonur C hafi gegnt starfi á lögfræðisviði bankans í tæpt ár áður en bankinn féll í október 2008 og þar af leiðandi á þeim tíma sem brotin sem um ræðir í máli Hæstaréttar nr. 145/2014 voru framin a f yfirmönnum hans innan bankans. Virðist þetta ekki eiga við um stöðu sonar A í máli Hæstaréttar nr. 498/2015 þar sem brotin hafi öll verið framin fyrir hrun bankans og áður en skilanefnd var skipuð yfir bankanum og áður en hann tók við starfi á lögfræðisv iði skilanefndarinnar á árinu 2009. Þá hafi sonur A verið undirmaður sonar C allt til ársins 2013. 22. Gagnaðili telur að fordæmi Mannréttindadómstóls Evrópu í máli Sigurðar Einarssonar eigi ekki við eftir efni sínu í máli endurupptökubeiðanda og verði því ek ki séð að endurupptökubeiðandi hafi fært fyrir því viðhlítandi rök að beita eigi fordæminu í máli hennar með þeim afleiðingum að taka beri málið upp vegna vanhæfis A hæstaréttardómara. 23. Varðandi röksemdir endurupptökubeiðanda um brot á reglunni um millilið alausa sönnunarfærslu byggir gagnaðili á því að endurupptökubeiðandi hafi verið sýknuð í héraðsdómi á þeim grundvelli að hún hafi ekki tekið ákvörðun um að veita umrætt lán. Ekki virðist hafa verið ágreiningur í héraði um að endurupptökubeiðandi hafi með t ölvubréfi veitt samþykki sitt fyrir útgreiðslu lánsins. Óumdeilt sé að í tölvubréfinu sem sent var til endurupptökubeiðanda 18. samþykki fyrir að þetta sé greitt fyrir lánanefnd stjórnar. Jafnframt sé óumdeilt að endurupptökubeiðandi veitti samþykki sitt fyrir daginn eftir, 19. september, og lánanefnd stjórnar samþykkt lánveitinguna 24. sama mánaðar. 24. aðkomu ákærðu Ingólfs, Magnúsar, Bjarka og Bjarkar að þessari lánveitingu var ekki reist á mati á trúverðugleika framburðar þeirra og vitna heldur á túlkun samtímagagna stendur 2. mgr. 208. gr. Einnig segi í dómi Hæstaréttar að endu rupptökubeiðandi hafi verið framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Kaupþings banka hf. og nefndarmaður í lánanefnd samstæðu og sem slík í aðstöðu væri fullkunnu Þrátt fyrir að svar hennar hafi ekki verið óhjákvæmileg forsenda fyrir útgreiðslu lánsins fengi það því ekki breytt að með sendingu tölvubréfsins að morgni 19. september 2008 taldi hún sig samþykkja útgreiðslu lánsins, sem var í andstöðu við lánareglur bankans. Með þessu hafi hún gerst sek um ónothæfa tilraun til brots gegn 249. gr. almennra hegningarlaga og varði háttsemin við sama ákvæði, sbr. 1. mgr. 20. gr. laganna. 25. Ga gnaðili byggir á því að endurupptökubeiðandi hafi verið sakfelld í Hæstarétti á þeim grundvelli að refsiábyrgð hennar hafi falist í samþykki hennar um útgreiðslu lánsins, vitandi að lánveitingin hefði ekki verið samþykkt í lánanefnd stjórnar. Hún hafi því verið sakfelld á grundvelli ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 32/2022 - 6 - hlutlægra samtímagagna en ekki á grundvelli endurmats Hæstaréttar á sönnunargildi framburða. Vísar gagnaðili til mats Hæstaréttar á skilyrðum 2. mgr. 208. gr. laga nr. 88/2008. Að öðru leyti telur gagnaðili ekki að endurupptaka málsins verði byggð á dómi Mannréttindadómstóls Evrópu í máli Styrmis Þórs Bragasonar enda hátti ekki eins til í málunum. 26. Gagnaðili telur að líta verði til þess að dómur í máli endurupptökubeiðanda hafi gengið 6. október 2016, eða tæpum sex og hálfu ári á ður en h ún skilaði greinargerð sinni til Endurupptökudóms og að þau fordæmi mannréttindadómstólsins sem vísað sé til hafi gengið rúmum þremur árum áður. Vart geti gengið að dómar Hæstaréttar sem öðlast hafi full réttaráhrif, sbr. 186. gr. laga nr. 88/2008, fyrir svo löngu síðan, verði enduruppteknir í tilvikum þegar ekkert nýtt hafi komið fram sem kallar á slíka umfjöllun í rúm þrjú ár. Niðurstaða 27. Um skilyrði fyrir endurupptöku sakamála sem dæmd hafa verið í Hæstarétti er fjallað í 232. gr. laga nr. 88/200 8 en þar segir að Endurupptökudómur geti leyft samkvæmt beiðni að mál sem dæmt hefur verið í Landsrétti eða Hæstarétti verði tekið þar til meðferðar og dómsuppsögu að nýju ef fullnægt er þeim skilyrðum sem greinir í 228. gr. sömu laga. Þar segir að Endurup ptökudómur geti orðið við endurupptökubeiðni manns sem telur sig hafa verið ranglega sakfelldan, sakfelldan fyrir mun meira brot en það sem hann hafi framið eða telur refsingu bersýnilega ranglega ákvarðaða. 28. Hin efnislegu skilyrði fyrir endurupptöku eru sett fram í fjórum stafliðum í 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 en þar kemur fram að nægilegt sé að einu þeirra sé fullnægt. Samkvæmt því má líta á hvert eftirfarandi skilyrða sem sjálfstæða endurupptökuheimild: Fram eru komin ný gögn eða upplýsingar sem ætla má að hefðu verulega miklu skipt fyrir niðurstöðu málsins ef gögnin eða upplýsingarnar hefðu komið fram áður en dómur gekk . Ætla má að lögregla, ákærandi, dómari eða aðrir hafi haft í frammi refsiverða háttsemi í því skyni að fá fram þau málalok sem o rðin eru, svo sem ef vitni eða aðrir hafa vísvitandi borið ranglega fyrir dómi eða fölsuð skjöl verið lögð fram og það hefur valdið rangri niðurstöðu málsins . Verulegar líkur eru leiddar að því að sönnunargögn sem færð voru fram í máli hafi verið rangt met in svo að áhrif hafi haft á niðurstöðu þess . Verulegir gallar hafi verið á meðferð máls þannig að áhrif hafi haft á niðurstöðu þess. 29. Við mat á því hvort skilyrði séu til þess að fallast á beiðni endurupptökubeiðanda er til þess að líta að ákvæði 1. mgr. 22 8. gr. laga nr. 88/2008 um heimild til endurupptöku dæmdra sakamála felur í sér undantekningu frá þeirri meginreglu að dómar séu endanlegir. Af því leiðir að varfærni er beitt við mat á því hvort skilyrðunum teljist vera fullnægt. Því til samræmis er gerð sú krafa samkvæmt a - lið 1. mgr. 228. gr. að fram séu komin ný gögn eða upplýsingar sem ætla má að hefðu verulega miklu skipt ef gögnin eða upplýsingarnar hefðu komið fram áður en dómur gekk. Á sama hátt þurfa samkvæmt d - lið 1. mgr. 228. gr. verulegir galla r að hafa verið á meðferð máls þannig að áhrif hafi haft á niðurstöðu þess, svo til álita komi að endurupptaka dæmt sakamál á þeim grunni. Þá þurfa samkvæmt c - lið sömu greinar verulegar líkur að vera leiddar að því að sönnunargögn sem færð voru fram í máli hafi verið rangt metin svo að áhrif hafi haft á niðurstöðu þess. 30. Endurupptökubeiðandi byggir í fyrsta lagi á því að A hafi verið vanhæfur til að dæma í máli nr. 498/2015 þar sem sonur hans hafi verið forstöðumaður lögfræðisviðs skilanefndar Kaupþings hf. á ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 32/2022 - 7 - árunum 2009 til 2011, aðstoðarframkvæmdastjóri á lögfræðisviði árin 2011 til 2013 og framkvæmdastjóri á lögfræðisvið i árin 2013 til 2019. Hún hafi því ekki fengið réttláta málsmeðferð fyrir óháðum og óhlutdrægum dómstól í skilningi 70. gr. stjórnarskrárinnar og 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Endurupptökubeiðandi vísar til d - liðar 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 u m skilyrði endurupptöku vegna þessa. 31. Endurupptökubeiðandi byggir meðal annars á því að íslenska ríkið hafi gert sátt við Magnús Guðmundsson, einn meðákærða endurupptökubeiðanda í máli Hæstaréttar nr. 498/2015, og viðurkennt að brotið hafi verið gegn rétti hans samkvæmt mannréttindasáttmála Evrópu með vísan til dóms Mannréttindadómstóls Evrópu í máli nr. 39757/15, Sigurður Einarsson o.fl. gegn Íslandi. Sú sátt hafi verið gerð á grundvelli vanhæfis A . Vanhæfi hans varði alla sakborninga í málinu með sama hæt ti. Brotið hafi verið gegn jafnræði aðila með því að íslenska ríkið viðurkenndi ekki vanhæfi dómarans gagnvart öllum sakborningum í málinu. 32. Sátt sú sem gerð var við Magnús Guðmundsson varðar sama dóm Hæstaréttar og endurupptökubeiðandi gerir nú kröfu um e ndurupptöku á að því er hana varðar . Þá er vísað í sáttinni til dóms Mannréttindadómstóls Evrópu í fyrrnefndu máli Sigurðar Einarssonar þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að brotið hefði verið gegn 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmálans vegna tengsla C hæstaréttardómara og sonar hans sem lög fræðings hjá Kaupþing i , bæði fyrir og eftir fall bankans. Hvorki nefnd sátt né umræddur dómur mannréttindadómstólsins bindur Endurupptökudóm við meðferð þessa máls, heldur leggur dómurinn sjálfstætt mat á það hvort l agaskilyrði fyrir endurupptöku séu fyrir hendi , sbr. meðal annars úrskurði Endurupptökudóms í málum nr. 25/2022 og 27/2022 . Við mat Endurupptökudóms á því hvort broti ð hafi verið á rétti sem leiðir af mannréttindasáttmála Evrópu er á hinn bóginn litið til dóma Hæstaréttar og Mannréttindadómstóls Evrópu en í dómum Hæstaréttar, sem Endurupptökudómur hefur vísað til, hefur ítrekað verið litið til úrlausna mannréttindadómstólsins við skýringu mannréttindasáttmálans þegar reynir á ákvæði hans sem hluta af landsr étti eins og á við í þessu máli. 33. Af þeim upplýsingum sem liggja fyrir í málinu um störf sona hæstaréttardómaranna tveggja verður ráðið að talsverður munur er á aðstæðum sem lýst er í dómi Mannréttindadómstóls Evrópu í máli Sigurðar Einarssonar annars vegar og þeim sem uppi eru í þessu máli hins vegar. Þannig var í forsendum dóms mannréttindadómstólsins vísað til þess að sonur C hafi út á við borið formlega ábyrgð á lögfræðilegum málefnum bankans á sama tíma og bankinn rak einkamál gegn tveimur sakborningum um sama sakarefni og ákært var fyrir og dómur féll í Hæstarétti 12. febrúar 2015 í máli nr. 145/2014. Sakamálið og einkamálið hafi átt uppruna sinn í sömu atvikum þar sem bankinn var brotaþoli. Þá ber það á milli að sonur C starfaði á lögfræðisviði bankans fyrir fall hans, það er frá 2007 og varð í framhaldinu yfirmaður lögfræðisviða skilanefndar hans og slitastjórnar frá 2008 til 2013. C hafi því verið í stöðu dómara í sakamáli sem varðaði viðskipti sem höfðu átt sér stað í banka sem sonur hans var í nánum tengslum við sem hátt settur starfsmaður, bæði fyrir og eftir fall hans, og þar sem hann var í raun mótaðili í einkamáli sem höfðað var gegn tveimur sakborningum meðan hann var yfirmaður lögfræðisviðs bankans. Á hinn bóginn var ekki höfðað einkamál á hend ur endurupptökubeiðanda eða öðrum sakborningum vegna þeirra atvika sem fjallað er um í dómi Hæstaréttar í máli nr. 498/2015. Ráðið verður af dómi mannréttindadómstólsins að þ etta atriði hafi vegið þungt í niðurstöðu dómstólsins varðandi hæfi C . Þá á tilvís un mannréttindadómstólsins til stöðu og starfa sonar C innan bankans fyrir fall h ans ekki við um son A í þessu máli. Þannig gegndi sonur A ekki starfi í bankanum áður en hann féll í október 2008 þegar þau brot áttu sér stað sem ákært var fyrir og dæmt í má li Hæstaréttar nr. 498/2015. ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 32/2022 - 8 - 34. Þá er til þess að líta að rannsókn, ákvörðun um ákæru og rekstur sakamálsins á hendur endurupptökubeiðanda var framkvæmd af til þess bærum handhöfum opinbers valds í kjölfar þess að Fjármálaeftirlitið tók yfir rekstur Kaupþing s banka hf. og skipaði bankanum skilanefnd samkvæmt lögum nr. 125/2008. 35. Að framangreindu virtu verður ekki fallist á að störf sonar A hjá Kaupþingi hafi leitt til þess að sá síðarnefndi hafi haft hagsmuna að gæta af úrlausn málsins eins og endurupptökubeiðandi byggir á. Þá verður ekki heldur á það fallist að þessi staða hafi gefið endurupptökubeiðanda tilefni til þess að draga með réttu í efa óhlutdrægni A í málinu. Er því ekki fullnægt skilyrði d - liðar 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 um endurupptöku máls Hæstaréttar nr. 498/2015. 36. Endurupptökubeiðandi byggir í öðru lagi á því að með dómi Hæstaréttar hafi verið brotinn á henni réttur t il milliliðalausrar sönnunarfærslu fyrir dómi, enda hafi Hæstiréttur með sakfellingu endurupptökubeiðanda snúið við sýknudómi héraðsdóms og endurmetið sönnunargildi munnlegs framburðar sem gefinn var fyrir héraðdómi. Endurupptökubeiðandi vísar um skilyrði endurupptöku vegna þessa til a - , c - og d - liðar 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008. 37. Endurupptökubeiðandi kærði fyrir sitt leyti niðurstöðuna í dómi Hæstaréttar í máli nr. 498/2015 til Mannréttindadómstóls Evrópu. Í kærunni var ekki byggt á því að brotið hef ði verið gegn rétti endurupptökubeiðanda til milliliðalausrar sönnunarfærslu fyrir dómi. Í máli þessu liggur þannig ekki fyrir dómur mannréttindadómstólsins um að brotið hafi verið gegn þeim rétti endurupptökubeiðanda. Öðrum gögnum um það atriði er varða e ndurupptökubeiðanda beint er heldur ekki til að dreifa. Endurupptökudómur metur hvort brotinn hafi verið á endurupptökubeiðanda réttur hennar til milliliðalausrar sönnunarfærslu. Í því sambandi er sem fyrr segir meðal annars litið til dóma Hæstaréttar Ísla nds sem og dóma Mannréttindadómstóls Evrópu , en í réttarframkvæmd Hæstaréttar og Endurupptökudóms hefur ít rekað verið litið til úrlausna m annréttindadómstóls ins við skýringu mannréttindasáttmálans þegar reynir á ákvæði hans sem hluta af landsrétti. 38. Enduru pptökubeiðandi telur hvað sönnunarfærsluna varðar, mega jafna aðstæðum í máli hennar við aðstæður í máli Styrmis Þórs Bragasonar gegn Íslandi fyrir Mannréttindadómstól Evrópu í máli nr. 36292/14. Kærandi hafði verið ákærður meðal annars fyrir hlutdeild í u mboðssvikum vegna tiltekinnar lánveitingar. Með dómi héraðsdóms var hann sýknaður af þeim sakargiftum. Kom meðal annars fram í dómnum að framburður hans hefði verið trúverðugur og ekki hefði verið sýnt fram á af hálfu ákæruvaldsins að honum hafi ekki getað dulist að meðákærðu hans hefðu staðið að lánveitingu með ólögmætum hætti. Með dómi Hæstaréttar 31. október 2013 í máli nr. 135/2013 var Styrmir Þór sakfelldur og dæmdur til fangelsisrefsingar. Í rökstuðningi Hæstaréttar kom meðal annars fram að fallist væ ri á það með ákæruvaldinu að ákærða Styrmi Þór hafi ekki getað dulist að umrædd lánveiting hefði verið ólögmæt. Málið kom til kasta Mannréttindadómstóls Evrópu sem taldi að brotið hefði verið gegn rétti Styrmis Þórs til milliliðalausrar sönnunarfærslu fyrir dómi, sbr. 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. 39. Í því máli sem hér um ræðir liggur fyrir að héraðsdómur sýknaði endurupptökubeiðanda af ákæru. Í gögnum málsins lá fyrir að endurupptökubeiðandi sat í lánanefnd samstæðu Kaupþings banka hf. Lána nefnd samstæðu hafði vísað tiltekinni lánabeiðni til lánanefndar stjórnar 18. september 2008 og lágu fyrir gögn um það. Enn fremur lá fyrir í gögnum málsins að lánanefnd stjórnar væri æðri lánanefnd samstæðu. Í dómi héraðsdóms var þetta tiltekið, að lánsbe iðni sem um ræddi hefði verið tekin fyrir í lánanefnd samstæðu og samþykkt þar að vísa henni til lánanefndar kvæmt þessu ekki séð að ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 32/2022 - 9 - héraðsdómur hafi byggt á framburði endurupptökubeiðanda eða annarra vitna við úrlausn málsins að þessu leyti. 40. Í dómi Hæstaréttar í máli nr. 498/2015 var sýknudómi héraðsdóms snúið við og endurupptökubeiðandi sakfelld fyrir ónothæfa tilraun til brots gegn 249. gr. almennra hegningarlaga. Í rökstuðningi Hæstaréttar kom fram að endurupptökubeiðandi hefði verið framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Kaupþings banka hf. og nefndarmaður í lánanefnd samstæðu og sem slík í aðstöðu til að skuldbind a bankann. Hún hafi samþykkt á fundi lánanefndarinnar 18. september 2008 ásamt öðrum nefndarmönnum að vísa lánsbeiðni Holt Investment Group Ltd. til lánanefndar stjórnar, en hafi degi síðar, í tölvubréfi til starfsmanns bankans, veitt samþykki fyrir sitt l 41. Sýknudómur héraðsdóms var samkvæmt framansögðu ekki reistur á framburði endurupptökubeiðanda eða annarra vitn a heldur gögnum málsins. Verður því ekki fallist á að Hæstiréttur hafi endurmetið sönnunargildi munnlegs framburðar fyrir dómi, sem hefði verið óheimilt eftir þágildandi 2. mgr. 208. gr. laga nr. 88/2008, nema ef endurupptökubeiðandi eða vitni hefðu gefið skýrslu þar fyrir dómi. Verður stöðu endurupptökubeiðanda því ekki jafnað til þeirrar aðstöðu sem var uppi í áðurnefndu máli ákæruvaldsins gegn Styrmi Þór Bragasyni þar sem héraðsdómur hafði sýknað Styrmi, meðal annars á grundvelli trúverðugleika framburða r fyrir dómi, en Hæstiréttur snúið þeim dómi við meðal annars á þeim grundvelli að ákærða í því máli hefði ekki getað dulist að tiltekin lánveiting væri ólögmæt. 42. Af forsendum dóms Hæstaréttar verður ráðið að einvörðungu hafi verið dregnar ályktanir út frá þeim skjallegu sönnunargögnum sem lögð voru fram í málinu. Er þar meðal annars um að ræða gögn sem lágu fyrir bæði við rekstur málsins fyrir héraðsdómi og Hæstarétti, en meðal þeirra eru tölvubréfasamskipti nokkurra starfsmanna Kaupþings banka hf. 43. Samkvæm t öllu framangreindu er ekki á það fallist að brotinn hafi verið á endurupptökubeiðanda réttur hennar til milliliðalausrar sönnunarfærslu fyrir dómi. Er því ekki fullnægt því skilyrði d - liðar 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 að verulegir gallar hafi verið á meðferð málsins þannig að áhrif hafi haft á niðurstöðu þess. Af framangreindri niðurstöðu fenginni sem og því að stöðu endurupptökubeiðanda verði ekki jafnað til þeirrar stöðu sem var uppi í máli ákæruvaldsins gegn Styrmi Þór Bragasyni leiðir að ekki ve rður heldur fallist á að fram séu komin ný gögn eða upplýsingar sem ætla megi að hefðu verulega miku skipt fyrir niðurstöðu málsins ef gögnin eða upplýsingarnar hefðu komið fram áður en dómur gekk, sbr. a - lið 1. mgr. 228. gr. laganna, eða að leiddar hafi v erið verulegar líkur að því að sönnunargögn sem færð voru fram í hæstaréttarmáli 498/2015 hafi verið rangt metin svo að áhrif hafi haft á niðurstöðu þess, sbr. c - lið 1. mgr. 228. gr. laganna. 44. Með vísan til alls framangreinds er ekki fallist á að skilyrðum laga nr. 88/2008 um endurupptöku sé fullnægt. Er beiðni um end urupptöku á máli Hæstaréttar nr. 498/2015 að því er endurupptökubeiðanda varðar því hafnað. 45. Í ljósi þess að ekki er fallist á beiðni um endurupptöku eru ekki skilyrði til að verða við kröfu end urupptökubeiðanda um að þóknun skipaðs verjanda hennar verði greidd úr ríkissjóði, sbr. 6. mgr. 231. gr. og 6. mgr. 232. gr. laga nr. 88/2008. Endurupptökubeiðanda verður samkvæmt því gert að greiða verjanda sínum þóknun sem telst hæfilega ákveðin 1.240.00 0 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti. ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 32/2022 - 10 - Úrskurðarorð: Beiðni endurupptökubeiðanda, Bjarkar Þórarinsdóttur, um endurupptöku á máli Hæstaréttar nr. 498/2015 frá 6. október 2016 hvað hana varðar er hafnað. Endurupptökubeiðandi greiði þóknun skipaðs verjanda síns, Helgu Melkorku Óttarsdóttur lögmanns, 1.240.000 krónur.