Úrskurður miðvikudaginn 22. nóvember 2023 í mál i nr . 13/2023 Endurupptökubeiðni Kristrún ar Friðriksdótt u r 1. Dómararnir Eyvindur G. Gunnarsson , Ragnheiður Harðardóttir og Stefán Geir Þórisson kveða upp úrskurð í máli þessu. 2. Með beiðni sem barst Endurupptökudómi 6. júlí 2023 fór endurupptökubeiðandi , Kristrún Friðriksdóttir, , fram á endurupptöku á máli nr. E - 20/2018: Lánasjóður íslenskra námsmanna gegn endurupptökubeiðanda og Hrefnu Friðriksdóttur, sem lauk með því að st efna í málinu var í Héraðsdómi Reykjavíkur 12. febrúar 2018 árituð um að dómkröfurnar væru aðfararhæfar auk ákvörðunar um málskostnað. 3. Gagnaðili, Menntasjóður námsmanna, krefst þess að beiðni endurupptökubeiðanda verði hafnað auk málskostnaðar fyrir Enduru pptökudómi. 4. Gagnaöflun lauk í málinu 7. nóvember 2023. Málsatvik 5. Mál þetta varðar kröfu gagnaðila á hendur endurupptökubeiðanda vegna námsláns en stofnað var til skuldarinnar með útgáfu skuldabréfs 19. nóvember 2005. Samkvæmt gögnum málsins tókst Hrefna Friðriksdóttir á hendur sjálfskuldarábyrgð á endurgreiðslu lánsins með áritun á skuldabréfið. Fyrsti gjalddagi lánsins var 1. mars 2014 en vegna verulegra vanskila var það fellt í gjalddaga 12. janúar 2017. 6. Gagnaðili gaf 30. október 2017 út stefnu á hendur endurupptökubeiðanda og ábyrgðarmanni lánsins og var hún birt í L ögbirtingablaðinu 17. nóvember 2017. Í stefnu kom fram að samkvæmt Þjóðskrá væri endurupptökubeiðandi með skráð lögheimili í Bretlandi en ekki hafi tekist að hafa uppi á heimilisfangi hennar þar. Leitað hafi verið atbeina þar til bærs stjórnvalds í Bretlan di (Foreign Process Section, Royal Courts of Justice) við stefnubirtingu. Í svari stjórnvaldsins hafi verið vísað til Haag - samnings um birtingu á réttarskjölum og utanréttarskjölum í einkamálum og verslunarmálum frá 15. nóvember 1965 en samkvæmt 2. mgr. 1. gr. samningsins gildi hann ekki þegar heimilisfang viðtakanda er óþekkt. Var beiðninni hafnað á þeim grunni. Gagnaðila hafi því verið nauðsynlegt að birta stefnu fyrir endurupptökubeiðanda í Lögbirtingablaði, sbr. a - og b - lið 89. gr. laga nr. 91/1991 um m eðferð einkamála. 7. Málið var þingfest við Héraðsdóm Reykjavíkur 9. janúar 2018 og var stefnan árituð um aðfararhæfi 12. febrúar það ár. Í kjölfarið hóf gagnaðili innheimtuaðgerðir á hendur endurupptökubeiðanda en þeim mun hafa verið frestað uns niðurstaða Endurupptökudóms liggur fyrir í málinu. ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 13/2023 - 2 - Rökstuðningur málsaðila Rökstuðningur endurupptökubeiðanda 8. Endurupptökubeiðandi reisir kröfu sína um endurupptöku í fyrsta lagi á þeirri röksemd að endurupptökubeiðandi að ekki hafi verið uppfyllt skilyrði a - og b - liðar 1. mgr. 89. gr. laga nr. 91/1991 til að birta stefnu á hendur henni í Lögbirtingablaðinu. Gagnaðili hafi ekki sýnt fram á að ekki hafi verið unnt að fi nna þær upplýsingar sem þurft hafi til að birta stefnu samkvæmt 2. og 3. mgr. 85. gr. laganna. Upplýsingar um heimilisfang hennar hafi verið aðgengilegar á netinu, meðal annars á heimasíðu hennar og á Linkedin. Þá hafi bresk stjórnvöld synjað beiðni um bir tingu þar sem henni hafi verið ábótavant vegna þess að gagnaðili hafi ekki gefið upp heimilisfang endurupptökubeiðanda. 9. Í öðru lagi telur endurupptökubeiðandi að hún hafi ekki notið réttlátrar málsmeðferðar þar sem hún hafi ekki átt þess kost að áfrýja nið urstöðu héraðsdóms, sem hún hafi ekki vitað um fyrr en áfrýjunarfrestur var liðinn. Vísar hún til ákvæða 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar og 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu í því sambandi. 10. [séu] fyrir því að árið 2018 hafi verið greiðslna sem gagnaðili kveðst hafa innt af hendi til hennar. Meðal annars taki krafa gagnaðila til greiðslu sem hún haf i ekki átt rétt á samkvæmt reglum sjóðsins en hún hafi ekki getað skilað inn einkunnum svo sem tilskilið var þar sem hún hafi lent í húsbruna og ekki haft aðgang að tölvu. Höfuðstóll kröfunnar sé ranglega ákvarðaður, sem og útreikningur vaxta á þeim grunni . Endurupptökubeiðandi kveðst hafa kvartað við gagnaðila vegna þessa en ekki fengið aðrar 11. Í fjórða lagi vísar endurupptökubeiðandi til viðkvæmrar stöðu sinnar og þeirra afleiðinga sem það myn di hafa fyrir hana ef ekki yrði fallist á beiðni hennar. Rökstuðningur gagnaðila 12. Gagnaðili gerir kröfu um að endurupptökubeiðninni verði hafnað auk þess að gera kröfu um málskostnað að mati dómsins. 13. Gagnaðili kveður námslán endurupptökubeiðanda hafa gengið til innheimtu hjá lögmanni gagnaðila 22. desember 2016 vegna vanskila. Samkvæmt Þjóðskrá hafi endurupptökubeiðandi þá verið með skráð lögheimili í Bretlandi. Leitað hafi verið aðstoðar innheimtufyri rtækisins Credit Limits International Ltd. í Bretlandi við að hafa uppi á heimilisfangi endurupptökubeiðanda þar en sú leit hafi ekki borið árangur. Þar sem vísbending hafi verið um að endurupptökubeiðandi gæti verið búsett í Kanada hafi verið leitað aðsto ðar Optimum Credit Ltd. þar í landi , sem einnig hefur innheimtu með höndum, við að finna heimilisfang hennar en það hafi ekki heldur borið árangur. Þá hafi verið leitað til þar til bærs stjórnvalds í Bretlandi um birtingu réttarskjala en beiðni þar um veri ð synjað með vísan til 2. mgr. 1. gr. Haag - samningsins. 14. Eftir árangurslausa leit að heimili endurupptökubeiðanda í Bretlandi og víðar hafi verið ákveðið að birta stefnu á hendur henni í Lögbirtingablaðinu. Stefna hafi verið gefin út á hendur endurupptökubeiðanda og ábyrgðarmanni vegna lánsins 30. október 2017 og hún árituð um ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 13/2023 - 3 - aðfararhæfi 12. febrúar 2018. Þegar fyrir lá áritun héraðsdóms á stefnuna um aðfararhæfi hafi verið leitað atbeina Credit Limits International Ltd. til að innheimta kröfu na hjá endurupptökubeiðanda. 15. Gagnaðili vísar til þess að samkvæmt úthlutunarreglum sjóðsins sé lánþegum skylt að upplýsa um breytingar á högum sínum og um heimilisfang sitt. Af gögnum sem endurupptökubeiðandi hefur lagt fram með beiðni sinni verði ráðið að hún hafi verið í samskiptum við starfsmenn gagnaðila vegna greiðslukrafna og hafi henni því verið í lófa lagið að upplýsa um heimilisfang sitt á fyrri stigum málsins. Athugasemdir endurupptökubeiðanda við rökstuðning gagnaðila 16. Endurupptökubeiðanda var gef inn kostur á að gera athugasemdir við rökstuðning gagnaðila og áréttaði hún fyrri rökstuðning sinn. Athugasemdir gagnaðila við athugasemdir endurupptökubeiðanda 17. Gagnaðili vísar til þess að sjóðnum sé ekki skylt að lögum að leita að heimilisfangi lánþega se m skráð hefur heimili hjá Þjóðskrá í erlendu ríki. Allt að einu hafi gagnaðili reynt að hafa uppi á heimilisfangi endurupptökubeiðanda, eins og áður hefur verið gerð grein fyrir. Þá upplýsti gagnaðili að meðferð innheimtumáls á hendur endurupptökubeiðanda í Bretlandi hefði verið frestað uns niðurstaða Endurupptökudóms í málinu lægi fyrir. Niðurstaða 18. Í 1. mgr. 96. gr. laga nr. 91/1991 er um það fjallað hvernig farið verður með mál þegar stefndi sækir ekki þing við þingfestingu þess og ekki er kunnugt að hann hafi lögmæt forföll. Ef skilyrðum er að öðru leyti fullnægt til að taka kröfu stefnanda til greina er almennt leyst úr útivistarmáli með áritun dómara á stefnu samkvæmt 113. gr. laganna. Áritun á stefnu hefur sama gildi og dómur og henni verður ekki skoti ð til æðri dóms, sbr. 2. mgr. 113. gr. Stefndi nýtur á hinn bóginn heimildar til að leita eftir endurupptöku málsins fyrir héraðsdómi, sbr. 137. gr. laganna. Þegar frestur samkvæmt 2. mgr. þeirrar lagagreinar er liðinn, eins og hér háttar til, verður mál e kki tekið upp í héraði nema með úrskurði Endurupptökudóms, sbr. XXVIII. kafla laganna. 19. Málatilbúnaður endurupptökubeiðanda verður skilinn svo að byggt sé á því að uppfyllt séu skilyrði a - og b - liðar 1. mgr. 191. gr. laga nr. 91/1991 svo að fallast megi á beiðni hennar. Hún hefur vísað til þess að ekki hafi verið skilyrði til að birta stefnu á hendur henni í Lögbirtingablaðinu, sbr. a - og b - lið 1. mgr. 89. gr. laga nr. 91/1991, þar sem gagnaðila hafi verið unnt að finna upplýsingar um heimilisfang hennar í Bretlandi. Gagnaðili hefur í rökstuðningi sínum gert grein fyrir aðgerðum sínum til að hafa uppi á heimilisfangi endurupptökubeiðanda og að þær hafi reynst árangurslausar. Þá er fram komið að þar til bært stjórnvald í Bretlandi hafnaði beiðni gagnaðila um stefnubirtingu með vísan til 2. mgr. 1. gr. Haag - samnings um birtingu á réttarskjölum og utanréttarskjölum í einkamálum og verslunarmálum frá 15. nóvember 1965, þar sem heimilisfang hennar var óþekkt. Verður því ekki fallist á það með endurupptökubeiðanda að ekki hafi verið uppfyllt skilyrði framangreindra lagaákvæða til að birta stefnu á hendur henni í Lögbirtingablaðinu. 20. Þá hefur endurupptökubeiðandi gert athugasemd við fjárhæð skuldarinnar sem gagnaðili krefur hana um og kveðst telja hana of háa. Samkvæm t gögnum málsins var stofnað til skuldarinnar með útgáfu skuldabréfs 19. nóvember 2005, upphaflega að fjárhæð 7.867.663 krónur, og var um verðtryggt lán að ræða með nánar tilgreindum vöxtum. Fyrsti gjalddagi lánsins var 1. mars 2014 en vegna verulegra vans kila var það fellt í gjalddaga 12. janúar 2017. Kröfufjárhæðin er í stefnu ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 13/2023 - 4 - sundurliðuð eftir gjalddögum og nemur hún samtals 9.229.335 krónum. Hefur endurupptökubeiðandi ekki lagt fram gögn til stuðnings því að sú fjárhæð sé ekki rétt. 21. Með vísan til framan greinds hefur endurupptökubeiðandi að mati dómsins ekki leitt líkur að því með nýjum gögnum eða upplýsingum að við meðferð máls hennar hafi málsatvik ekki verið réttilega í ljós leidd, sbr. a - lið 1. mgr. 191. gr. laga nr. 91/1991 þannig að leitt gæti til b reyttrar niðurstöðu í máli hennar í mikilvægum atriðum. Þá hefur hún ekki heldur leitt líkur að því að ný gögn eða upplýsingar um annað en málsatvik gætu leitt til breyttrar niðurstöðu í málinu í skilningi b - liðar sömu málsgreinar. Endurupptökubeiðandi hef ur ekki að öðru leyti fært haldbær rök fyrir því að uppfyllt séu skilyrði laganna til að verða við beiðni hennar. Verður endurupptökubeiðninni því hafnað. 22. Rétt þykir að málskostnaður falli niður. Úrskurðarorð: Beiðni endurupptökubeiðanda, Kristrúnar Friðriksdóttur , um endurupptöku á máli nr. E - 20/2018 sem lauk í Héraðsdómi Reykjavíkur 12. febrúar 2018 með áritun stefnu og ákvörðun málskostnaðar er hafnað. Málskostnaður fellur niður .