Úrskurður fimmtudaginn 30. desember 2021 í mál i nr . 20/2021 Endurupptökubeiðni Karl s Emil s Wernersson ar 1. Dómararnir Aðalsteinn E. Jónasson, Eyvindur G. Gunnarsson og Stefán Geir Þórisson kveða upp úrskurð í máli þessu. 2. Með beiðni sem barst Endurupptökudómi 21. apríl 2021 fór endurupptökubeiðandi fram á endurupptöku á dómi Hæstaréttar 28. apríl 2016 í máli nr. 74/2015, Ákæruvaldið gegn Karli Emil Wernerssyni o.fl. 3. Endurupptökubeiðni í máli þessu beinist að r íkissaksóknara sem gagnaðila. Málsatvik 4. Mál þetta lýtur að kröfu endurupptökubeiðanda um að honum verði heimiluð endurupptaka á fyrrgreindum dómi Hæstaréttar þar sem hann var sakfelldur fyrir umboðssvik samkvæmt 249. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og fyrir meiri háttar brot gegn lögum nr. 145/1994 um bókhald sem varðaði refsingu samkvæmt 2. og 3. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga . Þá var endurupptökubeiðandi dæmdur fyrir meiri háttar brot gegn lögum nr. 3/2006 um ársreikninga. Með dómi réttarins hlaut enduruppt ökubeiðandi refsingu sem var ákveðin fangelsi í þrjú ár og sex mánuði. Um nánari atvik máls vísast til dóms Hæstaréttar í máli nr. 74/2015. Rökstuðningur málsaðila Rökstuðningur endurupptökubeiðanda 5. Endurupptökubeiðandi vísar um heimild til endurupptöku dómsins til 232. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, sbr. a - , c - og d - liði 1. mgr. 228. gr. laganna, eins og þeim var breytt með 1 2 . gr. laga nr. 47/2020 um breytingu á lögum um dómstóla, lögum um meðferð einkamála og lögum um meðferð sakamála (Endur upptökudómur). 6. Endurupptökubeiðandi vísar til þess að með sátt 27. október 2020 sem lögð var fyrir Mannréttindadómstól Evrópu hafi íslenska ríkið viðurkennt að endurupptökubeiðandi hafi ekki notið réttlát rar málsmeðferð ar við meðferð fyrrgreinds máls fyri r Hæstarétti. Í sáttinni komi fram að hún væri gerð með vísan til dóms Mannréttindadómstóls Evrópu 16. júlí 2019 í máli nr. 36292/14, Styrmir Þór Bragason gegn Íslandi. 7. Byggir endurupptökubeiðandi á því að fyrrgreind sátt feli í sér viðurkenningu á að bro tið hafi verið gegn rétti hans samkvæmt 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Um skilyrði fyrir endurupptöku er vísað til a liðar 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 eins og ákvæðinu var breytt með 1 2 . gr. laga nr. 47/2020. Af athugasemdum í frumvarpi til síðastnefndra laga megi ráða að texti a - liðar 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 hafi verið samræmdur þeim breytingum sem gerðar voru á skilyrðum til ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 20/2021 - 2 - endurupptöku einkamála samkvæmt lögum nr. 91/1991 um að nýjar upplýsingar geti verið tilefni enduruppt öku sakamála, sbr. b - lið 11. gr. frumvarpsins. Þá væri þar áréttað að skýra bæri orðalagið - lið 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 svo rúmt að það taki ekki eingöngu til sönnunargagna heldur geti það átt við úrlausnir alþjóðlegra dómstóla. Jafnframt sé þar tekið fram að ef gerð sé sátt vegna þess að fyrir ligg i dómur í sambærilegu máli og geti sá dómur verið grundvöllur fyrir beiðni um endurupptöku. 8. Endurupptökubeiðandi byggir á því að skilyrðum c - liðar 1 . mgr. 228. gr. sé fullnæ gt þar sem Hæstiréttur hafi snú i ð við sýknudómi héraðsdóms og að ljóst sé að Hæstiréttur hafi byggt þá niðurstöðu á endurmati réttarins á framburðum ákærðu og vitna. Íslenska ríkið hafi nú viðurkennt að það endurmat hafi falið í sér brot gegn 1. mgr. 6. gr . mannrétttindasáttmála Evrópu. Feli sú viðurkenning íslenska ríkisins í sér að brotið hafi verið gegn reglunni um milliliðalausa málsmeðferð sem feli jafnframt í sér viðurkenningu á því að sönnunargögn málsins hafi verið rangt metin af Hæstarétti. Augljós t sé að það hafi haft áhrif á niðurstöðu málsins, enda hafi sýknudómi héraðsdóms verið snúið í sakfellingu af Hæstarétti. 9. Þá byggir endurupptökubeiðandi á því að skilyrðum d - liðar 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 sé fullnægt, enda hafi verið verulegir gallar á meðferð málsins fyrir Hæstarétti. Sáttin feli í sér staðfestingu á að verulegir gallar hafi verið á meðferð málsins í Hæstarétti, enda sé það viðurkennt í sáttinni að brotið hafi verið á réttindum endurupptökubeiðanda til réttlátrar málsmeðferðar . L í ta verði til þess að sterk tengsl séu milli 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu og 70. gr. stjórnarskrárinnar, en þar sé öllum mönnum tryggður réttur til að fá úrlausn um réttindi sín og skyldur eða um ákæru á hendur sér með réttlátri málsmeðferð innan h æfilegs tíma fyrir óháðum og óhlutdrægum dómstól. Endur u pptökubeiðandi telur að leggja verði til grundvallar að viðurkenning íslenska ríkisins feli jafnframt í sér viðurkenningu á því að brotið hafi verið gegn rétti hans samkvæmt 70. gr. stjórnarskrárinnar . Telur hann augljóst að þessir annmarkar hafi haft áhrif á niðurstöðu Hæstaréttar, enda hafi breytt sönnunarmat leitt til þess að niðurstöðu héraðsdóms um sýknu hafi verið snúið við í sakfellingu. S kilyrði d liðar 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 séu því uppfyllt. Rökstuðningur gagnaðila 10. Í skriflegum athugasemdum gagnaðila 30. ágúst 2021 er á því byggt að ekki séu skilyrði til endurupptöku málsins á grundvelli a - og c - til þess að verða við beiðninni með vísan til d - 11. Því til stuðnings að heimild til endurupptöku málsins skorti á grundvelli a - liðar 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 vísar gagnaðili til þess að með engu móti sé hægt að lesa það út úr texta þessa ákvæðis hluta ákvæðisins á þá leið að þar sé verið að vísa til upplýsinga um staðreyndir máls, ný vitni o.s.frv. sem ekki hafi legið fyrir upplýsingar um þegar dómur var kveðinn upp. Dómar Mannréttindadómstóls Evrópu séu eingöngu lögskýringargagn fyrir íslenskum dómstólum vegna tvíeðlis landsréttar og þjóðaréttar og séu ekki, frekar en dómar annarra alþjóðlegra dómstóla, bindandi að íslenskum rétti. 12. Gagnaðili telur að gera verði ríkar kröfur til skýrleika lagaheimilda vegna reglu réttarfars um bindandi réttaráhrif dóma og að þeir skuli vera endir deilu, sbr. 186. gr. laga nr. 88/2008. ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 20/2021 - 3 - Endurupptaka dæmdra mála sé viðurhlutamikil ákvörðun sem kalli á skýra lagaheimild sem ummæli í greinargerð geti aldrei talist vera. 13. Þá vísar gagnaðili orðrétt til langra kafla í forsendum dóms Hæstaréttar frá 21. maí 2018, í máli nr. 12/2018. Telur hann að samkvæmt dóminum hafi skort á heimild til endurupptöku á sama grundvelli og í máli endurupptökubeiðanda. Telur gagnaðili að ljóst sé af dóminum að Hæstiréttur hafi lið 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 svo að þau tækju til dóma Mannréttindadómstóls Evrópu. 14. Sem fyrr segir kemur f ram í greinargerð gagnaðila að hann telji að sterk rök standi ti l þess að verða við beiðni endurupptökubeiðanda á grundvelli d - liðar 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008. Í því samhengi vísar hann til ákvörðunar Hæstaréttar um endurupptöku frá 13. j úní 2012, í máli nr. 390/1997, í svokölluðu Vegasmáli. Í dómi Mannréttinda dómstóls Evrópu 15. júlí 2003 í máli nr. 44671/98 , Sigurþór Arnarsson gegn Íslandi, hafi verið komist að þeirri niðurstöðu að við meðferð þess máls fyrir Hæstarétti hefði verið brotinn réttur á dómþola til réttlátrar málsmeðferðar af sömu ástæðum og byggt sé á í þessu máli. Niðurstaða 15. Í 1. mgr. 111. gr. og 1. mgr. 112. gr. laga nr. 88/2008 er kveðið á um reglu sakamálaréttarfars um milliliðalausa málsmeðferð. Felur reglan í sér að sönnunarfærsla fyrir dómi skuli að jafnaði fara fram fyrir sama dómara. Er r eglunni ætlað að tryggja að dómari kynni sér framlögð sönnunargögn af eigin raun, þar með talið að hann hlýði sjálfur á framburð ákærða og vitna. Horfir reglan að því að auka líkur á að dómur byggist á efnislega réttum forsendum og er hún ein af meginreglu m sakamálaréttarfars sem ætlað er að tryggja ákærða réttl áta málsmeðferð fyrir dómi í skilningi 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. og 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu um sama efni , sbr. lög nr. 62/1994. Hafa fyrirmæli 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar og 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu um réttláta málsmeðferð fyrir dómi verið skýrð svo í íslenskri réttarframkvæmd að þáttur í henni sé að sönnunarfærsla í sakamálum skuli vera milliliðalaus, sbr . dóma Hæstaréttar 16. desember 2021 í máli nr. 31/2021, 18. febrúar 2021 í máli nr. 30/2020 og 29. nóvember 2012 í máli nr. 429/2012. Í ákvörðun Hæstaréttar 13. júní 2012 féllst Hæstiréttur á endurupptöku á máli nr. 390/1997 sem rétturinn kvað upp dóm í 22. maí 1998. Var ákvörðunin byggð á því að við meðferð þess máls fyrir réttinum hafi verið brotið gegn reglunni um milliliðalausa málsmeðferð og að slíkt brot teldist vera verulegur galli á meðferð málsins í skilningi þágildandi d - liðar 1. mgr. 211. gr. l aga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Var niðurstaðan um brot gegn reglunni um milliliðalausa málsmeðferð í samræmi við dóm Mannréttindadómstóls Evrópu í máli Sigurþór s Arnarsson ar gegn Íslandi . 16. Samkvæmt framangreindu verður að líta svo á að brot gegn regl unni um milliliðalausa málsmeðferð feli í sér verulegan galla á meðferð sakamáls í skilningi d - liðar 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008. 17. Eins og fyrr hefur verið rakið hefur íslenska ríkið viðurkennt í sátt sem lögð var fyrir Mannréttindadómstól Evrópu að b rotið hafi verið gegn rétti endurupptökubeiðanda til réttlátrar málsmeðferðar samkvæmt 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Í sáttinni er vísað sérstaklega til máls Styrmis Þórs Bragasonar gegn íslenska ríkinu þar sem dómstóllinn komst að þeirri nið urstöðu að brotið hafi verið gegn reglunni um milliliðalausa málsmeðferð . Er þar jafnframt vísað til þess að endurupptökubeiðandi muni eiga kost á að óska eftir endurupptöku á máli nr. 74/2015 sem dæmt var ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 20/2021 - 4 - í Hæstarétti 28. apríl 2016. Þá telur ríkissaksókn ari , sem fer með lögbundið fyrirsvar vegna beiðna um endurupptöku sakamála samkvæmt XXXV. kafla laga nr . 88/2008, sterk rök mæla með endurupptöku málsins. 18. Í ljósi framangreinds verður að líta svo á að ágreiningslaust sé að sömu sjónarmið og lágu til grundv allar niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu í máli Styrmis Þórs Bragasonar um brot gegn 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmálans eigi við um meðferð máls endurupptökubeiðanda fyrir Hæstarétti. Í því felst meðal annars að leggja verður til g rundvallar að óumd eilt sé að Hæstiréttur hafi í máli hans lagt nýtt og víðtækara mat á staðreyndir málsins, meðal annars á grundvelli endurrita munnlegra skýrslna sem gefnar voru fyrir héraðsdómi. Með vísan til þeirrar meginreglu sakamálaréttarfars að sönnunarbyrði um sekt ákærðu hvíli á ákæruvaldinu og að allan vafa um sök hans beri að meta honum í hag, sbr. 108. gr. laga nr. 88/2008 og 2. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar, þykir rétt með hliðsjón af framangreindu og eins og atvikum máls er háttað, að leggja til grundvallar að verulegir gallar hafi verið á meðferð máls endurupptökubeiðanda fyrir Hæstarétti í máli nr. 74/2015 sem hafi haft áhrif á niðurstöðu þess. Samkvæmt því verður fallist á beiðni endurupptökubeiðanda um að málið verði endurupptekið fyrir H æstarétti , hvað han n varðar , á grundvelli d - liðar 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008. 19. Ekki eru efni til að kveða á um að réttaráhrif dóms í framangreindu máli haldi gildi sínu að neinu leyti þar til nýr dómur hefur verið kveðinn upp, sbr. 3. mgr. 232. gr. o g 1. mgr. 231. gr. laga nr. 88/2008. 20. Endurupptökubeiðanda verður, í samræmi við lokamálslið 1. mgr. 230. gr. og 6. mgr. 23 2 . gr. laga nr. 88/2008, ákvörðuð þóknun til handa skipuðum verjanda sínum sem ákveðin verður með virðisaukaskatti eins og greinir í ú rskurðarorði. Skal þóknunin greiðast úr ríkissjóði. Úrskurðarorð: Fallist er á beiðni endurupptökubeiðanda, Karls Emils Wernerssonar, um endurupptöku á máli nr. 74/2015 sem dæmt var í Hæstarétti 28. apríl 2016 , að því er han n varðar . Þóknun skipaðs verjanda endurupptökubeiðanda, Ólafs Eiríkssonar lögmanns, 471 . 2 00 krónur, greiðist úr ríkissjóði.