Úrskurður mánudaginn 31. október 2022 í máli nr . 15/2022 Endurupptökubeiðni Ívars Guðjónssonar 1. Dómararnir Aðalsteinn E. Jónasson, Eiríkur Elís Þorláksson og Jóhannes Karl Sveinsson kveða upp úrskurð í máli þessu . 2. Með beiðni sem barst Endurupptökudómi 18. júlí 2022 fór endurupptökubeiðandi, Ívar Guðjónsson, [...] , fram á endurupptöku á máli nr. 842/2014, sem dæmt var í Hæstarétti 4. febrúar 2016. 3. Ríkissaksóknari, sem er gagnaðili í málinu, vísar til dóms Hæstaréttar 12. mars 2021 í máli nr. 35/2019 og telur ekki tilefni til að andmæla kröfu endurupptökubeiðanda. Málsatvik og rökstuðningur málsaðila 4. Með framangreindum dómi Hæstaréttar var enduruppt ökubeiðandi ásamt þremur öðrum mönnum dæmdur fyrir markaðsmisnotkun samkvæmt þágildandi a - lið 1. mgr. 117. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti. Þegar atvik þess máls áttu sér stað var endurupptökubeiðandi refsingu tveggja ára fangelsi auk þess sem honum var gert að greiða sakarkostnað á báðum dómstigum. Í forsendum dóms Hæstaréttar var byggt á því að brot ákærðu hefðu verið mjög umfangsmikil, þaulskipulö gð og staðið yfir í langan tíma. Einnig er þar tekið fram að brotin hefðu 5. Endurupptökubeiðandi taldi að við meðferð málsin s hefði verið brotið gegn rétti hans til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi á grundvelli 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994. Hann kærði íslenska ríkið til Mannréttindadómstóls Evrópu og undir rekstri þess máls náðist sátt á m illi málsaðila í október 2020. 6. Sáttin fól meðal annars í sér að íslenska ríkið gekkst við því að brotið hefði verið gegn 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmálans við málsmeðferð í áðurnefndu hæstaréttarmáli. Var sérstaklega vísað til dóms mannréttindadómstól sins 16. júlí 2019 í máli nr. 36292/14: Styrmir Þór Bragason gegn Íslandi. Íslenska ríkið tók jafnframt fram að endurupptökubeiðandi ætti þess kost að óska eftir endurupptöku málsins samkvæmt heimild í XXXV. kafla laga nr. 88/2002 um meðferð sakamála og va r sérstaklega vísað til breytingarlaga nr. 47/2020 sem taka áttu gildi 1. desember 2020. 7. Mannréttindadómstóll Evrópu tók ákvörðun 4. mars 2021 um að fella málið niður í ljósi þess að viðurkenning íslenska ríkisins á broti fæli í sér fullnægjandi lyktir mál sins fyrir dómstólnum. Einnig var að því vikið að endurupptökubeiðandi ætti samkvæmt yfirlýsingu íslenska ríkisins kost á að leita endurupptöku á máli sínu. ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 15/2022 - 2 - 8. Endurupptökubeiðandi byggir beiðni sína á því að uppfyllt séu skilyrði a - , c - og d - liðar 1. mgr. 2 28. gr., sbr. 232. gr. laga nr. 88/2008. Fyrsta skilyrðið eigi við ef komin eru fram ný gögn eða upplýsingar sem ætla má að hefðu verulega miklu skipt fyrir niðurstöðu máls hefðu þau komið fram áður en dómur gekk. Annað skilyrðið sé uppfyllt ef verulegar l íkur hafa verið leiddar að því að sönnunargögn hafi verið rangt metin þannig að áhrif hafi haft á niðurstöðu máls og hið þriðja ef veruleg i r gallar hafi verið á meðferð máls þannig að áhrif hafi haft á niðurstöðu þess. 9. Endurupptökubeiðandi færir fram tvær röksemdir fyrir því að framangreind skilyrði séu uppfyllt og að taka eigi kröfur hans um endurupptöku til greina: a. Í fyrsta lagi að einn dómaranna sem dæmdu mál hans í Hæstarétti hafi verið vanhæfur. Hann hafi átt fjárhagslegra hagsmuna að gæta af eigin hl ut a bréfaeign í Landsbankanum en þar hafi endurupptökubeiðandi starfað og meint markaðsmisnotkun átt sér stað. Um þetta vísar endurupptökubeiðandi nánar til dóms Hæstaréttar 12. mars 2021 í máli nr. 35/2019: Ákæruvaldið gegn Sigurjóni Þorvaldi Árnasyni þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að dómarinn hefði með réttu átt að víkja sæti sökum vanhæfis og fallist á niðurstöðu endurupptökunefndar um að taka ætti upp mál Sigurjóns Þorvaldar en um er að ræða sama dóm og er til meðferðar í þessu máli. b. Í öðru lagi er í endurupptökubeiðni vísað til þess að brotið hafi verið gegn rétti endurupptökubeiðanda til milliliðalausrar málsmeðferðar í skilningi 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Refsing hafi í Hæstarétti verið þyngd úr níu mánuðum í tvö ár og byggt á því að mun umfangsmeira brot hafi átt sér stað en héraðsdómur hafði miðað við. Þetta geti ekki staðist með tilliti til kröfunnar um milliliðalausa málsmeðferð enda hafi Hæstiréttur vísað til munnlegra skýrslna sem gefnar voru fyrir héraðsdómi til stuðning s niðurstöðu sinni. Þessa framburði hafi dómarar í Hæstarétti ekki hlýtt á sjálfir og hafi málsmeðferðin því einnig verið í andstöðu við ákvæði þágildandi 2. mgr. 208. gr. laga nr. 88/2008. Þetta brot hafi íslenska ríkið viðurkennt við meðferð máls endurup ptökubeiðanda hjá Mannréttindadómstól Evrópu. 10. Ríkissaksóknari telur ekki tilefni til að andmæla kröfu endurupptökubeiðanda og rekur í greinargerð sinni til Endurupptökudóms að sami dómur Hæstaréttar í máli nr. 842/2014 hafi verið endurupptekinn hvað varðar Sigurjón Þorvald Árnason og dæmt aftur í Hæstarétti 12. mars 2021 í máli nr. 35/2019. Þar hafi verið byggt á því að vanhæfi Viðars Más Matthíassonar hæstaréttardómara hafi falið í sér brot gegn réttlátri málsmeðferð í skiln ingi 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Niðurstaða 11. Endurupptökunefnd féllst 12. mars 2019 á beiðni annars dómfellda, Sigurjóns Þorvaldar Árnasonar um endurupptöku hæstaréttarmáls nr. 842/2014. Við meðferð málsins á ný fyrir Hæstarétti krafðist á kæruvaldið frávísunar málsins. Af því tilefni tók Hæstiréttur ákvörðun 27. maí 2020 þar sem frávísunarkröfu ákæruvaldsins var hafnað. Í forsendum ákvörðunarinnar var tekin efnisleg afstaða til niðurstöðu endurupptökunefndar um vanhæfi hæstaréttardómarans o g hvort vanhæfi eins dómara leiddi til þess að skilyrði væru til endurupptöku vegna galla á meðferð máls samkvæmt þágildandi d - lið 1. mgr. 211. gr. laga nr. 88/2008. Rétturinn komst að þeirri niðurstöðu að ekki væru efni til að hnekkja mati endurupptökunef ndar um bæði þessi atriði og féllst því á endurupptökubeiðni Sigurjóns Þorvaldar Árnasonar, en hann var sem fyrr segir einnig ákærður og ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 15/2022 - 3 - sakfelldur ásamt endurupptökubeiðanda. Í dómi Hæstaréttar 12. mars 2021 í máli nr. 35/2019, þar sem hæstaréttarmál nr. 842/2014 var dæmt á ný hvað varðar Sigurjón Þorvald, var vísað til framangreindra forsendna í ákvörðun réttarins frá 27. maí árið áður en jafnframt tekið fram að hinn 12. Síðastgreindar úrlausnir Hæstaréttar varða að öllu leyti sömu málsatvik og málsmeðferð og í þessu máli. Þar var byggt á því að hæstaréttardómarinn hefði verið vanhæfur og í raun verið einn þeirra sem átti þá hagsmuni sem brot endurupptökubeiðanda beindist gegn. Þá kom fram að það væri forsenda fyrir réttlátri málsmeðferð fyrir dómi í skilningi stjórnarskrár og mannréttindasáttmála Evrópu að reglur um hæfi dómara væru virtar. Gilti þá einu á hvaða dómstigi meðferð máls færi fram og hvort dómurinn væri skipaður einum eða fleiri dómur um. Vanhöld á að virða reglur um hæfi hlytu jafnan að teljast verulegir annmarkar á meðferð máls og jafnframt þess eðlis að geta haft áhrif á niðurstöðu máls í skilningi d - liðar 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008. 13. Að teknu tilliti til þess sem fram kemur í síðastgreindri ákvörðun Hæstaréttar, þar sem fjallað er um sömu réttarstöðu, lagagrundvöll og málsatvik og í þessu máli, verður að leggja til grundvallar að meðferð máls endurupptökubeiðanda, sem lauk með dómi Hæstaréttar 4. febrúar 2016 í máli nr. 842/201 4 hafi, vegna vanhæfis eins af dómurum málsins, verið haldin verulegum göllum í skilningi d - liðar 1. mgr. 228. gr., sbr. 1. mgr. 232. gr. laga nr. 88/2008. Með sama hætti verður að leggja til grundvallar að slíkur annmarki teljist þess eðlis að geta haft á hrif á niðurstöðu máls. Þegar af þessari ástæðu verður fallist á beiðni endurupptökubeiðanda um að málið verði endurupptekið hvað hann varðar. 14. Svo sem nánar er rakið í málsgrein níu er beiðni endurupptökubeiðanda reist öðrum þræði á því að brotið hafi verið gegn rétti hans til milliliðalausrar málsmeðferðar í skilningi 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Í fyrrgreind ri sátt íslenska ríkisins var gengist við því að brotið haf i verið gegn 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmálans við málsmeðferð í áðurnefndu hæstaréttarmáli og var sérstaklega vísað til dóms mannréttindadómstólsins 16. júlí 2019 í máli nr. 36 2 92/14: Styrmir Þór Bragason gegn Íslandi. 15. Samkvæmt fyrri málslið 1. mgr. 232. gr. laga nr. 88/2008 er meginreglan sú að mál sem dæmt hefur verið í Hæstarétti verði tekið þar til meðferðar og dómsuppsögu að nýju ef fullnægt er þeim skilyrðum sem greinir í 228. gr. sömu laga. Í síðari málslið ákvæðisins kemur fram sú undantekning að þó geti Endurupptökudómur ákveðið að sömu skilyrðum uppfylltum að máli sem dæmt hefur verið í Hæstarétti verði vísað til meðferðar og dómsuppsögu að nýju í Landsrétti. Í ákvæðinu er ekki mælt fyrir um við hvaða aðstæður þetta megi gera en a f lögskýring argögnum má ráða að þetta geti einkum átt við þegar ljóst væri, til dæmis vegna þess að fram hefðu komið ný sönnunargögn, sbr. a - lið 1. mgr. 228. gr. laganna, að efna þyrfti til munnlegrar sönnunarfærslu fyrir dómi svo að unnt yrði að fella dóm á málið að nýju . Með því móti yrði það tekið fyrir af áfrýjunardómstóli sem hefði það umfram Hæstarétt að geta tekið sjálfur skýrslur af ákærða og vitnum og þar með leyst úr málinu á nýjan leik á grundvelli milliliðalausrar sönnunarfærslu og málflutnings um hin nýju gögn . Hafi mál verið endurupptekið eftir beiðni dómfellda má þá hlutur hans aldrei verða lakari en hann var eftir hinum upphaflega dómi , sbr. 5. mgr. 231. gr. laga nr. 88/2008, sbr. 6. mgr. 232. sömu laga. 16. Við meðferð málsins óskaði Endurupptökudómur eftir afstöðu endurupptökubeiðanda og gagnaðila til þess hvort þeir teldu rétt, ef fallist yrði á endurupptöku málsins, að dómurinn vísaði því til meðferðar og dómsuppsögu í Landsrétti á grundvelli framangreinds heimildarákvæðis síðari málsliðar 232. gr. laga n r. 88/2008. Endurupptökubeiðandi leggst gegn því og byggir á því að lagaheimild skorti til þess en auk þess lúti beiðni hans að því að málið sæti meðferð og ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 15/2022 - 4 - dómsuppsögu á ný í Hæstarétti en ekki á öðru dómstigi. Þá vísar hann til þess að sama dómsmál hafi nú þegar verið endurupptekið hvað varðar suma aðra dómfell du og vísað til meðferðar á ný í Hæstarétti en ekki Landsrétti. Ekki fái staðist að hann þurfi að sæta annarri málsmeðferð en aðrir dómfelldu sem fengið hafa málið endurupptekið. Þá hafi skýrslutökur verið leyfðar í Hæstarétti hvað varðar suma aðra dómfell du, sbr. dóm Hæstaréttar 12. mars 2021 í mál i nr. 35/2019. Gagnaðili telur á hinn bóginn að rétt sé að málinu verði vísað til meðferðar og dómsuppsögu í Landsrétti. 17. Endurupptökudómi var komið á fót með lögum nr. 47/2020 sem breyttu meðal annars lögum nr. 8 8/2008. Samkvæmt 2. mgr. 231. gr. laga nr. 88/2008 eru úrlausnir Endurupptökudóms endanlegar og verður ekki skotið til annars dómstóls. Það heyrir undir Endurupptökudóm , sem er sérdómstóll, að taka afstöðu til þess hvort mál sem dæmd hafa verið í Hæstarétt i og fallist er á endurupptöku á eigi með réttu að sæta endurupptöku hjá Hæstarétti samkvæmt meginreglunni í fyrri málslið 1. mgr. 232. gr. laga nr. 88/2008 eða hvort beita eigi undantekningunni í síðari málslið ákvæðisins. 18. Sem fyrr segir telur ríkissaksó knari að vísa beri málinu til Landsréttar til meðferðar og dómsuppsögu en endurupptökubeiðandi er því andvígur. Við mat á því hvort beita eigi framangreindri undantekningu síðari málsliðar 1. mgr. 232. gr. laga nr. 88/2008 er rétt að líta til orðalags ákvæ ðisins en eins og ráða má af dómi Hæstaréttar 5. október 2022 í máli nr. 7/2022 og því sem síðar verður rakið koma fleiri en ein lögskýringarleið til skoðunar. Við túlkun ákvæðisins er meðal annars til þess að líta að samkvæmt 59. gr. stjórnarskrárinnar ve rður skipan dómsvaldsins ekki ákveðin nema með lögum en ákvæðið nær ekki aðeins til þess að þessum stofnunum sé komið á fót með lögum heldur einnig að þar sé mælt fyrir um málsmeðferðina. Sama leiðir af 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994. Af þessu leiðir eðli máls samkvæmt, sem og því að um undantekningarreglu er að ræða, að við skýringu ákvæðisins verður orðum þess ekki léð rýmri merking en felst í bókstaflegum skilningi þess. Í ákvæðinu segir orðrétt að heimilt sé að vísa mál að einhver atburður eða aðstaða eigi sér aftur stað með sama hætti og áður. Að þessu gættu sýnist hefðbundin orðskýring fela það í sér að einungis sé heimilt að notast við þetta heimildarákvæði við þær aðstæður að mál hafi áður sætt meðferð og dómsuppsögu í Landsrétti og að það geti þar með ekki átt við um endurupptöku m ála sem hafa verið dæmd í Hæstarétti án þess að hafa áður fengið meðferð fyrir Landsrétti. Af lögskýringargögnum verður ekki ráðið að til hafi staðið að þetta ákvæði gæti átt við þegar mál hefur ekki áður sætt meðferð og dómsuppsögu í Landsrétti. Að teknu tilliti til alls framangreinds verður sú skýring ákvæðisins lögð til grundvallar að ekki sé heimilt að vísa máli til meðferðar og dómsuppsögu í Landsrétti sem hefur ekki áður fengið meðferð þar. 19. Fyrir liggur að sá dómur Hæstaréttar sem beiðni endurupptökub eiðanda beinist að gekk fyrir gildistöku laga nr. 49/2016 og sætti því ekki meðferð og dómsuppsögu í Landsrétti. Verður samkvæmt því ekki talið að lagaheimild standi til þess að Endurupptökudómur vísi málinu til meðferðar og dómsuppsögu í Landsrétti heldur verði að beita meginreglunni um að endurupptekið mál sé tekið fyrir á ný fyrir sama dómstól og dæmdi í málinu. 20. Samkvæmt öllu framangreindu verður fallist á beiðni um endurupptöku á máli nr. 842/2014 sem dæmt var í Hæstarétti 4. febrúar 2016 hvað varðar e ndurupptökubeiðanda. Málið skal taka til meðferðar og dómsuppsögu að nýju í Hæstarétti, sbr. fyrri málslið 232. gr. laga nr. 88/2008. ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 15/2022 - 5 - 21. Skipuðum verjanda endurupptökubeiðanda verður í samræmi við 1. mgr. 230. gr., sbr. seinni málslið 2. mgr. 232. gr., og 6. mgr. 231. gr., sbr. 6. mgr. 232. gr. laga nr. 88/2008 ákvörðuð þóknun með virðisaukaskatti eins og greinir í úrskurðarorði. Úrskurðarorð: Fallist er á beiðni endurupptökubeiðanda , Ívars Guðjónssonar, um endurupptöku á mál i nr. 842/2014, sem dæmt var í Hæstarétti 4. febrúar 2016 hvað hann varðar. Þóknun skipaðs verjanda endurupptökubeiðanda, Óttars Pálssonar lögmanns, 500.000 krónur, greiðist úr ríkissjóði.