Úrskurður miðvikudaginn 1. desember 2021 í máli nr . 32/2021 Endurupptökubeiðni Sigurðar Lyngberg Sigurðssonar 1. Dómararnir Eyvindur G. Gunnarsson, Hólmfríður Grímsdóttir og Stefán Geir Þórisson kveða upp úrskurð í máli þessu. 2. Með beiðni sem barst Endurupptökudómi 18. ágúst 2021 fór Borverk ehf. fram á endurupptöku á dómi Landsréttar frá 23. október 2020 í máli nr. 343/2019, Þjótandi ehf. gegn Borverki ehf. og gagnsök. Endurupptökudómi barst 29. september 2021 skjal dagsett 21 . september 2021 um framsal kröfu Borverks ehf. sem Landsréttarmálið snýst um til Sigurðar Lyngberg Sigurðssonar. Í skjalinu var jafnframt mælt fyrir um að hann tæki við aðild málsins hér fyrir dóminum. Málsatvik 3. Mál þetta lýtur að kröfu endurupptökubeiðanda um að heimiluð verði endurupptaka á fyrrgreindum dómi Landsréttar. Í málinu deildu einkahlutafélögin Þjótandi og Borverk um uppgjör á samningi vegna útboðs á hluta lagningar Landvegar frá maí til júlí 2016. Um atvik máls að öðru leyti vísast til dóms Landsréttar, en beiðni endurupptökubeiðanda varðar upplýsingar sem hann telur hafa komið í ljós eftir uppkvaðningu dómsins um hæfi eins dómarans við meðferð málsins fyrir Landsrétti. Endurupptökubeiðandi kveður uppl ýsingarnar varða dómsformanninn í málinu. Rökstuðningur endurupptökubeiðanda 4. Endurupptökubeiðandi vísar um heimild til endurupptöku dómsins til 1. mgr. 193. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála sbr. 191. gr. sömu laga. Telur endurupptökubeiðandi að dómarinn hafi verið vanhæfur til að sitja í dóminum með vísan til g - liðar 1. mgr. 5. gr. laga nr. 91/1991. Reynist það á rökum reist séu komnar fram upplýsingar í skilningi 191. gr. laga nr. 91/1991 sem leiða til þess að fallast beri á endurupptöku dómsins . Telur endurupptökubeiðandi það hvorki standast 70. gr. stjórnarskrárinnar né 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu að við svo búið standi. 5. Frá vanhæfisástæðunum er þannig greint í beiðni endurupptökubeiðanda að í ljós hafi komið náið viðskiptasamband milli einkahlutafélaganna Þjótanda og Jáverks en síðarnefnda félagið sé samkvæmt upplýsingum Creditinfo að 40% í eigu maka dómsformannsins. Maki dómsformannsins sé jafnframt formaður stjórnar Jáverks ehf. Er frá því greint í beiðninni að endurupptökubeiðandi te lji sig vita að þessi nánu tengsl hafi verið fyrir hendi er málið var rekið fyrir Landsrétti. Landsréttur hafi dæmt málið Þjótanda ehf. í vil, en héraðsdómur hafi fallið á annan veg. Eru síðan rakin þrenns konar viðskipti milli Þjótanda ehf. og Jáverks ehf . sem dæmi um hið nána viðskiptasamband sem endurupptökubeiðandi telur að hafi verið fyrir hendi, sem ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 32 /2021 - 2 - hann telur aðeins lítinn hluta þeirra og boðar að frekari viðskipti milli félaganna verði leidd í ljós við meðferð málsins hjá Endurupptökudómi. Niðurstað a 6. Samkvæmt 1. mgr. 193. gr. laga nr. 91/1991 getur Endurupptökudómur heimilað, samkvæmt beiðni aðila, að mál sem dæmt hefur verið í Landsrétti eða Hæstarétti verði tekið þar til meðferðar og dómsuppsögu að nýju ef fullnægt er þeim skilyrðum sem greinir í 1 91. gr. laganna. Í 1. mgr. 191. gr. laga nr. 91/1991 kemur fram að Endurupptökudómur geti orðið við beiðni um að mál verði endurupptekið ef skilyrði a - eða b - liðar ákvæðisins er fullnægt, enda mæli atvik með því að leyfið verði veitt, þar á meðal að stórfe lldir hagsmunir aðilans séu í húfi. Skilyrði endurupptöku samkvæmt a - lið ákvæðisins er að sterkar líkur séu leiddar að því með nýjum gögnum eða upplýsingum að málsatvik hafi ekki verið leidd réttilega í ljós þegar málið var til meðferðar og að gögnin eða u pplýsingarnar muni verða til breyttrar niðurstöðu í mikilvægum atriðum. Samkvæmt b - lið gildir hið sama ef leiddar eru sterkar líkur að því að ný gögn eða upplýsingar um annað en málsatvik muni verða til breyttrar niðurstöðu í mikilvægum atriðum. 7. Enduruppt ökubeiðandi greinir ekki á mili þess hvort upplýsingarnar sem hann kveður að fram séu komnar teljist falla undir a - eða b - lið 1. mgr. 191. gr. laga nr. 91/1991. Ákvæði a - liðar gerir ráð fyrir að upplýsingarnar sem um ræðir varði atvik máls og að þær leiði til þess að þau verði ekki talin hafa verið leidd réttilega í ljós. Upplýsingar um hæfi dómara varða ekki atvik máls í skilningi ákvæðisins. Verður beiðni um endurupptöku því ekki byggð á a - lið 1. mgr. 191. gr. laga nr. 91/1991. 8. Samkvæmt b - lið 191. gr. þu rfa sterkar líkur að vera leiddar að því að ný gögn eða upplýsingar um annað en málsatvik muni verða til breyttrar niðurstöðu í mikilvægum atriðum svo endurupptaka verði heimiluð á grundvelli ákvæðsins. Þær upplýsingar sem endurupptökubeiðandi byggir á eru ekki þess eðlis að þær fullnægi því skilyrði b - liðar 191. gr. að þær muni verða til breyttrar niðurstöðu dómsins í mikilvægum atriðum. Það er þannig niðurstaða dómsins að þær nýju upplýsingar sem endurupptökubeiðandi byggir á um hæfi eins dómara málsins f eli ekki í sér heimild til endurupptöku á grundvelli b - liðar 191. gr. laga nr. 91/1991. 9. Samkvæmt framansögðu telst beiðni endurupptökubeiðanda um endurupptöku dóms Landsréttar 23. október 2020 í máli nr. 343/2019 bersýnilega ekki á rökum reist í skilningi 2. mgr. 192. gr. laga nr. 91/1991. Verður henni því hafnað. 10. Málskostnaður verður ekki ú rskurðaður. Úrskurðarorð: Beiðni Sigurðar Lyngberg Sigurðssonar um endurupptöku á dómi Landsréttar 23. október 2020 í máli nr. 343/2019 er hafnað. Málskostnaður verður ekki úrskurðaður.