Úrskurður miðvikudaginn 20. desember 2023 í mál i nr . 11/2023 Endurupptökubeiðni Danól ehf. 1. Dómararnir Eiríkur Elís Þorláksson, Hólmfríður Grímsdóttir og Stefán Geir Þórisson kveða upp úrskurð í máli þessu. 2. Með beiðni sem barst Endurupptökudómi 16. maí 2023 fór endurupptökubeiðandi , Danól ehf., , fram á endurupptöku á máli nr. 462/2021: Danól ehf. gegn íslenska ríkinu , sem dæmt var í Landsrétti 11. febrúar 2022 . Þá krefst endurupptökubeiðandi málskostnaðar fyrir Endurupp tökudómi . 3. Gagnaðili, íslenska ríkið , krefst þess að beiðni endurupptökubeiðanda verði hafnað auk málskostnaðar fyrir Endurupptökudómi. 4. Gagnaöflun lauk í málinu 27. september 2023 . 5. Málið var munnlega flutt 8. desember 2023. Málsatvik 6. Mál þetta lýtur að kröfu um að heimiluð verði endurupptaka fyrrgreinds l andsréttarmáls þar sem leyst var úr ágreiningi aðila um gildi úrskurðar tollgæslustjóra nr. 3/2021 frá 29. mars 2021 um tollflokkun vörunnar Festino IQF Mozzarella Pizza Mix. Með úrsku rðinum var varan flokkuð í 4. kafla tollskrár , Hvers konar rifinn eða mulinn ostur , nánar tiltekið undir tollskrárnúmerið 0406.2000 . Endurupptökubeiðandi taldi á hinn bóginn að flokka ætti vöruna undir 21. kafla tollskrárinnar, Matvæli, ótalin annars staða r , nánar tiltekið tollskrárnúmerið 2106.9068, J urtaostur . Umrædda vöru mun endurupptökubeiðandi hafa flutt inn frá því síðla árs 2018 og er komið fram af hans hálfu að við tollafgreiðslu vörunnar hafi í samræmi við leiðbeiningar starfsmanns tollyfirvalda v erið miðað við að hún félli undir vörulið 2106 í tollskrá sem jurtaostur. Fram kemur í gögnum málsins að vörur í tollskrárlið 2106 beri enga tolla en að á vörur í 4. kafla tollskrár eru lagðir bæði magn - og verðtollar. Á árinu 2020 tóku tollyfirvöld innflu tning endurupptökubeiðanda á vörunni til nánari athugunar. 7. Í málinu krafðist endurupptökubeiðandi þess að úrskurðurinn yrði felldur úr gildi þar sem hann væri efnislega rangur auk þess sem stjórnsýsluleg meðferð málsins hefði verið haldin miklum annmörkum. Gagnaðili mótmælti öllum sjónarmiðum endurupptökubeiðanda og krafðist sýknu í málinu. 8. Forsaga málsins var sú að 10. nóvember 2020 flutti endurupptökubeiðandi inn rúmlega 18 tonn af umræddri vöru til landsins og flokkaði eins og áður í fyrrgreint tollskrárnúmer undir vörulið 2106. Þann 17. sama mánaðar tilkynnti embætti tollstjóra, sem frá 1. janúar 2020 fellur undir embætti Skattsins, endurupptökubeiðanda um fyrirhugaða endurákvörðun aðflutningsgjalda af umræddri vörusendingu, með vísan til þess að það væri mat tollyfirvalda að tollflokka skyldi vöruna í tollskrá rnúmer 0406.3000 , Ostur og ystingur: Fullunnin ostur, órifinn eða ómulinn. Byggði sú ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 11/2023 - 2 - afstaða tollyfirvalda á því að varan gæti ekki færst yfir í 21. kafla á grundvelli b - liðar 4. athugasemdar við 4. kafla tollskrárinnar þar sem sú athugasemd ætti einungis við þegar mjólkurfitu hefði verið skipt út fyrir jurtafitu. Ekki væri nægjanlegt í þessu tilliti að bæta við vöruna jurtafitu ef hún innihéldi áfram náttúrulega mjólkurfitu þó í hlutfallslega minna magni. Endurupptökubeiðandi mótmælti fyrirhugaðri endurákv örðun og byggði á því að varan, sem ekki væri ostur, væri réttilega tollflokkuð í tollskrárnúmer 2106.9068. Með ákvörðun Skattsins frá 8. janúar 2021 staðfesti tollaendurskoðunardeild embættisins þá niðurstöðu að umrædda vöru bæri að flokka undir tollskrár númer 0406.3000. Endurupptökubeiðandi kærði ákvörðun tollyfirvalda og með úrskurði tollgæslustjóra 29. mars 2021, í máli nr. 3/2021, var ákvörðunin staðfest að því undanskildu að varan ætti með réttu að vera tollflokkuð í tollflokk nr. 0406.2000 , Hvers kon ar rifinn eða mulinn ostur en ekki 0406.3000. 9. Ágreiningur aðila fyrir dómstólum laut aðallega að túlkun þágildandi b - liðar 4. athugasemdar við 4. kafla tollskrárinnar, sbr. viðauka I með tollalögum nr. 88/2005 (sem nú er c - liður 5. athugasemdar við 4. kafla) þar sem tekið er fram að undir kaflann heyri ekki vörur fengnar úr mjólk þar sem einum eða fleiri náttúrulegum þáttum hennar, til dæmis mjólkurfitu, er skipt út fyrir aðra þætti, til dæmis jurtafitu. Hélt en durupptökubeiðandi því fram að skýra bæri umrædda athugasemd á þann veg að til að varan félli utan 4. kafla tollskrár nægði að jurtaolíu hefði verið bætt við vöruna án þess að öðrum náttúrulegum þáttum hennar hefði verið skipt út. 10. Með dómi Héraðsdóms Reyk javíkur 8. júlí 2021 var gagnaðili sýknaður af kröfu endurupptökubeiðanda. Landsrétt u r staðfest i niðurst öðu H éraðsdóms Reykjavíkur með dómi 11. febrúar 2022, með vísan til forsendna. Í dómi héraðsdóms kom fra m að ekki væri um það deilt að varan væri að meg inuppistöðu m ozzarella - ostur og að tollskrárliður fyrir ost væri 0406. Niðurstaða tollgæslustjóra um flokkun v ö runnar undir þennan vörulið væri því í samræmi við almennar reglur um túlkun tollskrárinnar. Fyrrnefnd a thugasemd við 4. k afla tollskrárinnar miðað i að því að undanskilja vörur fengnar úr mj ólk þar sem einum eða fleiri náttúrulegum þáttum hennar hefði verið skipt út fyrir annan. Samkvæmt venjulegum málskilningi fæli það að skipta einhverju út í sér að eitthvað væri fjarlægt eða tekið í burtu og annað sett í staðinn. Það að skipta einu efni út fyrir annað væri því ekki það sama og að bæta efni við til viðbótar því sem fyrir væri og gæti það ekki valdið vafa . Fengi málstæða endurupptökubeiðanda ekki stoð í almennum málskilningi eða skýringu textans samkvæmt orðanna hljóðan. Þá var því jafnframt hafnað að brotið hefði verið gegn meðalhófsreglu, jafnræðisreglu eða réttmætisreglu stjórnsýsluréttar við meðferð málsins. Var það þannig niðurstaða dómsins að tollgæslustjóri hefði réttilega fell t vöruna und ir 4. kafla tollskrárinnar . 11. Endurupptökubeiðandi sótti um áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar 24. febrúar 2022. Í beiðni hans sagði að niðurstaða dómstóla í máli hans sýndi að annað hvort væri um að ræða grundvallarmisskilning á málatilbúnaði hans eða að alfarið hefði verið litið fram hjá umfjöllun og skýringum hans á málsástæðum. Hann hefði ítarlega rakið fyrir tveimur dómstigum að það eitt að bæta jurtaolíu við vöru sem innihéldi m jólkurfitu leiddi óumflýjanlega til þess að magn mjólkurfitu minnk aði og teldist því skipt út fyrir jurtaolíu. Þegar af þessari ástæðu ætti b - liður 4. athugasemdar við 4. kafla tollskrárinnar við um tollflokkun vörunnar og hefði það í för með sér að vöruna væri ekki unnt að flokka í 4. kafla. Endurupptökubeiðandi taldi túlkun sína á athugasemdinni vera í samræmi við fjölmörg fyrirliggjandi gögn en dómstólar hefðu talið næg j a að vísa til almenns málskilnings. Túlkun og skilningur endurupptökubeiðanda væri í samræmi við túlkun til dæmis belgískra tollyfirvalda, auk þess sem álit Alþjóðatollastofnunarinnar í máli nr. 1901.90/3 styddi túlkunina. Enn fremur lægju nú fyrir ný gögn sem staðfest u með skýrum hætti framangreinda túlkun endurupptökubeiðanda . Endurupptökubeiðandi teldi niðurstöðu dómstóla bersýnilega ranga og ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 11/2023 - 3 - hefði hann með nýfengnum gögnum fengið á því enn frekari staðfestingu. Nauðsynlegt væri að veita honum áfrýjunarleyfi svo að rétt niðurstaða fengist í málið og bersýnilega rang ur dómur Lan dsréttar leiðréttur. 12. Þá sagði í beiðninni að h in nýfengnu gögn vær u skýrsla Ríkisendurskoðunar sem kom ið hefði út í febrúar 2022, Tollframkvæmd vegna landbúnaðarafurða, stjórnsýsluúttekt , og bréf sem vísað væri til í skýrslunni. Endurupptöku beiðandi hefði ekkert þessara gagna haft undir höndum við meðferð málsins á fyrri dómstigum en honum væri nú ljóst að þau lægju fyrir hjá Skattinum og Ríkisendurskoðun og að þau hefðu verulega þýðingu fyrir úrlausn málsins. Hann hefði fyrst fengið vitneskj u um gögnin við munnlegan málflutning fyrir Land s rétti, en gagnaðili hefði látið hjá líða að leggja þau fram í dómsmálinu. 13. Í beiðninni var vísað til þess að í skýrslu Ríkisendurskoðunar kæmi fram að nú lægi annars vegar fyrir staðfesting framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um afstöðu þess til tollflokkunar þeirrar vöru sem um ræddi . Væri þar staðfest sú afstaða að tollflokka ætti vöruna undir tollskrárnúmerið 2106.90. S amkvæmt því sem fram kæmi í skýrslunni væri í umfjöllun um afstöðu f ramkvæmdastjórnar innar vísað til þess að umrædd vara hefði við framleiðsluferli sitt glatað eiginleikum osts. Jafnframt væri vísað til staðals alþjóðleg a staðalskrárráðsins fyrir matvæli (Codex Alimentarius) hvað varða ði ost, en af þeim staðli mæ tti ráða að jurtaolía væri hvorki hráefni né leyfilegt íblöndunarefni í framleiðslu osts. Hins vegar væri, samkvæmt skýrslunni , fyrirliggjandi hjá Skattinum bréf frá skrifstofu Alþjóðatollastofnunarinnar frá 21. október 2021 þar sem upplýst væri um afstöðu stofnunarinnar til túlkunar á b - lið 4. athugasemdar við 4. kafla hinnar samræmdu tollskrár, sem væri á þann veg að skilyrðum athugasemdarinnar væri fullnægt væri jurtafitu bætt við mjólkurfitu viðkomandi vöru að hluta til eða mjólkurfitunni skipt út að öllu leyti fyrir jurtafitu. Þá segir í beiðninni að n ánari umfjöllun um bréfið sé að finna í framlagðri skýrslu Ríkisendurskoðunar. 14. Samkvæmt áfrýjunarleyfisbeiðninni fylgdi með henni dómur Landsréttar frá 11. febrúar 2022, auk áfrýjunarstefn u og áður nefnd rar skýrsl u Ríkisendurskoðunar frá febrúar 2022. Samkvæmt greinargerð gagnaðila fylgdi með henni dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E - 2209/2021 frá 8. júlí 2021 og úrskurðir yfirskattanefndar í málum nr. 125/2021 og 6/2022. 15. Hæstiréttur hafnaði beiðni um áfrýjunarleyfi 21. mars 2022 með þeim rökstuðningi að hvorki væri unnt að líta svo á að úrslit þess gætu haft verulegt almennt gildi né að það varðaði sérstaklega mikilvæga hagsmuni leyfisbeiðanda í skilningi 1. mgr. 176. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Þá yrði ekki séð að dómur Landsréttar væri bersýnilega rangur að formi eða efni til, sbr. 4. málslið sömu málsgreinar. Rökstuðningur málsaðila Rökstuðningur endurupptökubeiðanda 16. Endurupptökubeiðandi reisir beiðni sína á XXIX. kafla laga nr. 91/1991 og telur að uppfyllt séu öll skilyrði 1. mgr. 191. gr. , sbr. 1. mgr. 193. gr . laganna fyrir endurupptöku , sbr. bæði a - og b - lið 1. mgr. 191. gr . Í málinu liggi fyrir ný gögn og upplýsingar sem styðji rökse mdir endurupptökubeiðanda um að niðurstaða dómstóla í máli hans hafi verið röng og allar líkur séu á að þessi nýju gögn muni leiða til breyttrar niðurstöðu og umþrættur úrskurður embættis tollgæslustjóra nr. 3/2021 verði ógiltur. Annars vegar sé um sé að r æða gögn sem hafi verið til orðin er mál endurupptökubeiðanda hafi verið til meðferðar fyrir dómstólum en honum hafi ekki borist í hendur fyrr en síðla árs 2022. Hins vegar sé um að ræða gögn sem séu til komin eftir að máli hans ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 11/2023 - 4 - lauk fyrir dómstólum . Þá sé að lokum um að ræða gögn um samskipti stjórnvalda við hagsmunaaðila í mjólkuriðnaði í júní 2020 um tollflokkun vöru endurupptökubeiðanda sem leiði í ljós að stjórnvöld hafi í raun ákveðið niðurstöðu í máli hans áður en eiginleg málsmeðferð hjá stofnuninni hafi farið fram og í raun lofað að gjöld yrð u endurákvörðuð og staðfesting veitt á því að varan yrði flokkuð í 4. kafla í stað 21. kafla tollskrárinnar í samræmi við álit starfsmanna framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins . 17. Endurupptökubeiðandi vísar til þes s að í athugasemdum við fyrrgreint ákvæði í frumvarpi því er varð að lögum nr. 47/2020 um breytingu á lögum nr. 91/1991 komi fram hvað varði b - lið ákvæðisins að átt sé við öll þau gögn eða upplýsingar sem leitt gætu til breyttrar niðurstöðu málsins í mikil vægum atriðum, þar á meðal geti verið úrlausnir alþjóðlegra dómstóla á borð við Mannréttindadómstól Evrópu og EFTA - dómstólinn. Endurupptökubeiðandi telur að h ér undir falli því m eðal annars niðurstöður alþjóðlegra stofnana, sem Ísland sé aðili að, þar með tali n niðurstaða Alþjóðatollastofnun arinnar . Sú staðreynd að nú liggi fyrir niðurstað a þeirrar stofnunar frá því í mars 2023 um sakarefni málsins leiði því ein og sér til þess að fallast beri á endurupptöku málsins. Málið hafi verið til lykta leitt á grundvelli misvísandi og ófullnægjandi gagnaframlagningar íslenska ríkisins sem leitt hafi til þess að niðurstaða dómstóla sé í ósamræmi við alþjóðlegar skuldbindingar íslenska ríkisins. Sú ranga niðurstaða skerði atvinnufrelsi og eignarrétt endurupptök ubeiðanda auk þess sem hún standi í vegi fyrir eðlilegum og lögmætum viðskiptum milli ríkja. 18. Máli sínu til stuðnings vísar endurupptökubeiðandi til þess að ljóst sé að gagnaðili hafi við rekstur dómsmálsins búið yfir afgerandi gögnum sem studdu málatilbúna ð endurupptökubeiðanda en kosið að leggja þau ekki fram í dómsmálinu . Íslenska ríkið hafi því haldið leyndum grundvallargögnum um afstöðu Evrópusambandsins og skrifstofu Alþjóðatollastofnunarinnar , bæði fyrir dómstólum og endurupptökubeiðanda. Gagnaðili hafi aflað umræddra gagna í tengslum við þetta tiltekna mál og varði þau því sérstaklega þá vöru sem málið snerist um. Það leiði af skýlausum ákvæðum stjórnsýslulaga að íslenska ríkinu hafi borið skylda til að afhenda endurupptökubeiðanda þessi gögn málsin s. Þá leiði það af almennum reglum stjórnsýsluréttar að íslenska ríkinu hafi borið að leggja þessi gögn fram fyrir dómi sem og önnur sem kynnu að verða til þess að upplýsa málið. Þá hafi Evrópusambandið, eftir að dómur gekk í Landsrétti í umræddu máli, sko tið ágreiningi um tollflokkun vörunnar til Alþjóðatollastofnuna r innar sem hafi nú tekið málið sérstaklega fyrir, úrskurðað í því og staðfest afstöðu endurupptökubeiðanda , sbr. fyrirliggjandi álit stofnunarinnar frá því í mars 2023. Enn fremur liggi fyrir í nýjum gögnum að stjórnsýslulegur annmarki hafi verið á málinu þar sem Skatturinn hafi , í samtölum við þriðja aðila, heitið því að flokka vöruna undir 4. kafla tollskrárinnar í stað 21. kafla hennar, áður en nokkur málsmeðferð í máli endurupptökubeiðanda hefði átt sér stað. 19. Þau gögn sem endurupptökubeiðandi byggi á séu í fyrsta lagi tölvupóstsamskipti sem sýni að sá starfsmaður Evrópusambandsins , sem Skatturinn h e fði verið í samskiptum við 4. júní 2020 og sem hafði þá gefið það álit sitt að vöruna skyldi flokka í 4. kafla tollskrárinnar, hafi síðar í tölvupósti 16. júní 2020 breytt eða dregið úr afstöðu sinni til tollflokkunar vörunnar. Fyrri afstaða starfsmannsins 4. júní 2020 hefði leitt til þess að auglýsing nr. 35/2020 , þar sem bætt hafði verið við nýju tollskrárnúmeri í 21. kafla tollskrár og birst hafði í A - deild Stjórnartíðinda 15. maí 2020 , hefði v erið afturkölluð með auglýsingu nr. 52/2020 sem hafi verið birt 4. júní 2020. Ljóst sé því að fram að því að tölvupóstur starfsmannsins barst 4. júní 2 020 hafi fjármála - og efnahagsráðuneytið talið vöruna falla undir 21. kafla tollsk r árinnar. Hafi ráðuneytið vísað til þess að þá hefðu því borist frekari upplýsingar þar sem embætti tollgæslustjóra hefði framsent ítarlegt svar frá landbúnaðardeild stjórnar sviðs skattamála og tollabandalagsins h j á framkvæmdastjórn ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 11/2023 - 5 - Evrópusambandsins. Nú liggi á hinn bóginn fyrir að gagnaðili hafi leynt mikilvægum upplýsingum sem sýni að framkvæmd in byggði á röngum forsendum þar sem viðkomandi starfsmaður hafði dregið úr fyrri afstöðu sinni um flokkun undir 4. kafla eftir að hann hafði fengið frekari upplýsingar um vöruna . Síðari tölvupóstur starfsmannsins hafi ekki verið lagður fram í málinu og um hann hafi endurupptökubeiðandi ekki haft vitneskju . Ljóst sé að afstaða Evrópusambandsins hafði mikil áhrif á afstöðu Skattsins en þess sjáist ekki merki þegar litið sé til gagnframlagningar ríkisins í dómsmálinu. 20. Í öðru lagi sé um að ræða formlega afstöðu Evrópusambandsins sem hafi borist Skattinum 6. október 2021 eða fimm mánuðum áður en dómur Landsréttar hafi verið kveðinn upp . H e fði Skatturinn þar verið upplýstur um að sá starfsmaður sem veitt h e fði álit sitt áður væri ekki lengur starfandi hjá Evrópusambandinu. Þá h e fði Skatturinn verið upplýstur um að von væri á formlegri afstöðu Evrópusambandsins um vöruna í kjölfar samráðs við aðildarríki sambandsins. Í formlegri afstöðu Evrópusambandsins komi skýrlega fram að það sé með öllu ósammála niðurstöðu Skattsins um tollfl okkun vörunnar. Þessi afstaða Evrópusambandsins muni að mati endurupptökubeiðanda leiða til breyttrar niðurstöðu í málinu. Hafa verði í huga að tollskrá Evrópusambandsins og hin íslenska tollskrá bygg i alfarið á samræmdu tollskránni. Hafi Skatturinn upplý st gagnaðila um niðurstöðuna 16. nóvember 2021. Þessa afstöðu haf i Skatturinn og gagnaðili haft undir höndum áður en málið hafi komið til meðferðar Landsréttar. 21. Í þriðja lagi sé um að ræða svar Alþjóðatollastofnunarinnar til Skattsins 21. október 2021 , í tilefni af fyrirspurn þess s í ðarnefnda , þar sem óskað hafi verið álits á því hvort viðbætt fita við ost valdi því að hann flokkist ekki lengur undir 4. kafla tollskrár óháð því hvort hann komi í stað mjólkurfitu að hluta eða öl l u leyti. Niðurstaða stof nunarinnar styðji afstöðu og tollflokkun endurupptökubeiðanda . Bréfið feli í sér nokkuð almennar útskýringar á sjónarmiðum um túlkun á athugasemdum tollnafnaskrár stofnunarinnar. Telji hún rétt að tollanefnd taki málið til formlegrar meðferðar. Þetta gagn hafi heldur ekki verið lagt fram í dómsmálinu og hafi endurupptökubeiðanda ekki verið kunnugt um tilvist þess. Skatturinn hafi upplýst gagnaðila um bréfið 16. nóvember 2021. 22. Þegar málið hafi verið til meðferðar hjá dómstólum hafi endurupptökubei ðandi byggt á því að álit Alþjóðatollastofnunarinnar nr. 1901/90/3 ætti að leiða til þeirrar niðurstöðu að varan gæti ekki fallið undir 4 . kafla tollskrárinnar. Héraðsdómur hafi ekki fallist á þá niðurstöðu af þeirri ástæð u að niðurstaða álitsins bæri skýr lega með sér að ekki væri um sambærilega vöru að ræða sem feli í sér að hefði varan verið sambærileg hefði álitið haft þýðingu. Ljóst sé með vísan til alþjóðlegra skuldbindinga Íslands og áralangrar dóma - og stjórnsýsluframkvæmdar að álit Alþjóðatollastofnunarinnar hafi mikla þýðingu við skýringu hinnar íslensku tollskrár og að álit stofnunarinnar vegi þungt við mat á breyttri niðurstöðu enda hafi íslenska ríkið m eðal annars byggt á því við meðferð málsins , þ.e. að íslensk stjórnvöld hlíti samræmd u flokkunarkerfi Alþjóðatollastofnunarinnar og að stofnunin tollflokkaði vöruna ekki með sama hætti og Evrópusamband ið . 23. Í fjórða lagi sé um að ræða gögn sem borist haf i eftir að endanleg niðurstaða hafi legið fyrir í máli endurupptökubeiðanda þegar Hæstiréttur hafnað i beiðni hans 21. mars 2022. Þar sé annars vegar um að ræða bréf Evrópusambandsins til Alþjóðatollastofnunarinnar 10. janúar 2023 þar sem óskað hafi verið eftir að tollanefnd stofnun arinnar t æ ki til meðferðar þann ágreining sem uppi hafi verið milli sambandsins og íslenska ríkisins . H ins vegar sé um að ræða fo r mlega niðurstöðu Alþjóðatollastofnunarinnar um vöru endurupptökubeiðanda frá mars 2023 sem tekið hafi málið fyrir á vettvangi samskrárnefndarinnar (Harmonized System Com m ittee ) . Fjallað hafi verið sérstaklega ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 11/2023 - 6 - um vöru endurupptökubeiðanda og áhrif þess að bæta jurtaolíu við ost varðandi skýringu á Evrópusambandsins , þ.e. að vöruna skyldi f ella undir tollskrárnúmerið 2106.90. Hafi það verið skýr afstaða stofnunarinnar að varan ætti að falla undir það tollskrárnúmer en ekki 4. kafla eins og gagnaðili hafi byggt á. Álitið sé í ósamræmi við niðurstöðu Landsréttar. 24. Hafa verði í huga að hin samræ mda tollskrá sé hluti af alþjóðlegu flokkunarkerfi yfir flytjanlegar vörur og samin af Tollasamvinnuráðinu í Brussel sem nú sé Alþjóðatoll a stofnunin. Þá sé það ágreiningslaust og óumdeilt í málinu að flokkunarkerfi og álit stofnunarinnar hafi mikið vægi vi ð úrlausn málsins og að Ísland fari eftir samræmdu flokkunarkerfi stofnunarinnar og styð ji st við álit hennar. Bendir endurupptökubeiðandi á að í greinargerð sinni fyrir héraðsdómi hafi gagnaðili í stað þess að vísa til tollaframkvæmdar Evrópusambandsins sér til stuðnings líkt og Skatturinn gerði á stjórnsýslustigi vísað til þess að tollskrá sambandsins væri ólík þeirri íslensku og að íslenska tollskráin væri sambærileg tollnafnaskrá Alþjóðatollastofnunarinnar. Í greinargerð sinni til Landsréttar hafi gag naðili tekið fram að Ísland hlíti samræmdu flokkunarkerfi Alþjóðatoll a stofnunarinnar og að sjálfsögðu væri stuðst við álit hennar þegar það ætti við , en það ætti hins vegar ekki við í því tilviki sem verið væri að fjalla um þar sem u m allt aðra vöru væri a ð ræða. 25. Endurupptökubeiðandi telur ljóst að afstaða Alþjóðatollastofnunarinnar hafi í ljósi alþjóðlegra skuldbindinga ríkisins mikla þýð ingu við túlkun hinnar íslensku tollskrár og sé það ágreiningslaust í málinu. Hér verði að hafa í huga að það sé viðurke nnd regla í íslenskum rétti að skýra skuli lög til samræmis við alþjóðasamninga sem ríkið hafi staðfest eftir því sem kostur sé. 26. Þá hafi íslenska ríkið reist sína afstöðu að miklu leyti á því að afstaða og tollskrá Evrópusambandsins , þar með talið bindandi álit belgískra tollyfirvalda, væri þýðingarlaus enda ólík þeirri íslensku og tollnafnaskrá Alþjóðatollastofnunarinnar. Hafi þessi nýlega afstaða stofnunarinnar um tollflokkun vöru endurupptökubeiðanda því grundvallarþýðingu við úrlausn málsins. 27. Til viðbót ar við framangreind gögn kemur fram í beiðni endurupptökubeiðand a að hann hafi ekki haft undir höndum við meðferð málsins á fyrri stigum samskipti Samtaka afurðastöðva í m jólkuriðnaði og Mjólkursamsölunnar við starfsmenn Skattsins og ráðuneyti sem að mestu hafi átt sér stað fyrri hluta ársins 2020. Samskiptin hafi varðað tollflokkun vöru endurupptökubeiðanda og sýn i fram á að Skatturinn hafi ákveðið niðurstöðu málsins áður en málsmeðferð hjá stofnuninni hafi farið fram og lofað því gagnvart þriðja aðila að gjöld yrðu endurákvörðuð. Komi fram í þessum samskiptum að lögmaður Mjólkursamsölunnar hafi óskað eftir staðfestingu á því að varan yrði tollflokkuð í 4. kafla í stað 21. kafla. Telur endurupptökubeiðandi þessi gögn staðfesta það sem hann hafi haldið fram fyrir dómstólum að stjórnsýslulegir annmarkar hafi verið á meðferð málsins og ómálefnaleg sjónarmið legið að baki þeirri ákvörðun um tollflokka sem málið hverfist um . 28. Gagnaðili hafi sjálfur haldið því fram að við tollflokkun væri fylgt eftir samræmdu flokk unarkerfi Alþjóðatollastofnunarinnar . Niðurstaða stofnunarinnar frá mars 2023 liggi nú fyrir og sé hún þvert á niðurstöðu íslenskra dómstóla og málatilbúnað íslenska ríkisins og séu því miklar líkur á að það eitt muni leiða til breyttra r nið urstöðu. 29. Í 191. gr. laga nr. 91/1991 sé sérstaklega gert ráð fyrir að úrskurðir og dómar alþjóðlegra dómstóla skuli kalla fram endurupptöku dómsmála. Verði í ljósi framangreinds að telja að skilyrði ákvæðisins séu uppfyllt með tilliti til afdráttarlausrar niðurstöð u Alþjóðatollastofnunarinnar í málinu. ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 11/2023 - 7 - 30. Endurupptökubeiðandi vísar til þess að þessi nýju gögn, bæði þau sem lágu fyrir hjá íslenska ríkinu fyrir aðalmeðferð í Landsrétti og þau sem hafi borist eftir niðurstöðu dómstóla, feli í sér nægileg líkindi, sbr. ein kum b - lið 1. mgr. 191. gr., sbr. 1. mgr. 193. gr. laga nr. 91/1991, á því að þau muni leiða til breyttrar niðurstöðu í málinu. Sýni þau bersýnilega fram á að niðurstaðan standist ekki skoðun út frá athugasemdum við tollskrána, sbr. 1. mgr. 5. gr. tollalaga nr. 88/2005 . M á lið hafi ekki verið leitt réttilega í ljós við fyrri meðferð hjá dómstólum enda hafi niðurstaðan byggt á ófullnægjandi gögnum og ófullnægjandi gagnaframlagningu. 31. Að sama skapi liggi nú fyrir ný gögn og upplýsingar um málsatvik sem muni jafn framt leiða til breyttrar niðurstöðu, sbr. einkum a - lið 1. mgr. 191. gr. , sbr. 1. mgr. 193. gr. laga nr. 91/1991 , enda hafi stjórnvöld fyrirfram ákveðið niðurstöðu máls endurupptökubeiðanda í samskiptum sínum við þriðja aðila. Staðreyni þessi gögn í reynd málsástæðu endurupptökubeiðanda um annmarka á stjórnsýslulegri meðferð málsins. 32. E ndurupptökubeiðandi bendir á að honum verði ekki um það kennt að þessi gögn hafi ekki legið fyrir við fyrri meðferð málsins. Gagnaðili hafi haft þessi gögn í fórum sínum en en durupptökubeiðandi verið grunlaus um tilvist þeirra. 33. Að lokum telur endurupptökubeiðandi að lögvarðir hagsmunir hans af endurupptöku málsins séu ótvíræðir en undir séu miklir fjárhagslegir og viðskiptalegir hagsmunir. Niðurstaða Landsréttar hafi leitt til þess að hann hafi þurft að greiða háar fjárhæðir vegna ákvörðunar Skattsins. Þá séu allar forsendur til frekari innflutnings og sölu á vörunni brostnar með tilheyrandi tapi á væntanlegri framlegð. 34. Hvað varði almenna þýðingu á endurskoðun málsins sé ljóst að niðurstaða Landsréttar feli í reynd í sér að íslenska ríkinu sé ekki skylt að fylgja eftir tilmælum og túlkun Alþjóðatollastofnunarinnar . Á réttuð sé sú áralanga stjórnsýsluframkvæmd að tollyfirvö ldum beri að fylgja eftir afstöðu Alþjóðatollastofnunarinnar og túlkun á tollnafnaskrá stofnunarinnar sem hin íslenska tollskrá sé reist á. Rökstuðningur gagnaðila 35. Gagnaðili hafnar sjónarmiðum endurupptökubeiðanda um endurupptöku málsins enda séu skilyrði laga til þess ekki uppfyllt hvort sem litið sé til a - eða b - liðar 1. mgr. 191. gr. laga nr. 91/1991. 36. Niðurstaða héraðsdóms hafi verið afgerandi og byggst á hefðbundinni textaskýringu og almennum málskilningi . Hafi dómurinn talið það ljó st að þa ð að skipta einu efni út fyrir annað væri ekki það sama og að bæta efni við til viðbótar því sem fyrir væri. Sú málsástæða endurupptökubeiðanda að skýra bæri b - lið 4. athugasemdar við 4. kafla íslensku tollskrárinnar með þeim hætti að það næg ð i eit t og sér að jurtaolíu væri bætt við vöruna svo hún félli utan vöruliðar 0406 fengi því hvorki stoð í almennum málskilningi eða skýringu textans samkvæmt orðanna hljóðan og hafi henni verið hafnað . Landsréttur hafi staðfest niðurstöðu héraðsdóms. Þá hafi Hæ stiréttur hafnað beiðni endurupptökubeiðanda um áfrýjunarleyfi. 37. Gagnaðili tekur fram að hvort sem litið sé til a - eða b - lið ar 1. mgr. 191. gr. laga nr. 91/1991 þurfi að leiða sterkar líkur að því að ný gögn eða upplýsingar muni verða til breyttrar niðurstö ðu í mikilvægum atriðum svo unnt sé að endurupptaka mál . Það hafi endurupptökubeiðanda ekki tekist. Þá hafnar gagnaðili þeim skilningi endurupptökubeiðanda á athugasemdum með frumvarpi því er varð að lögum nr. 47/2020 að ákvæði b - liðar taki til allra alþjóðastofnana , þar á meðal stofnana eins og Alþjóðatollastofnunarinnar . ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 11/2023 - 8 - 38. Þá hafnar gagnaðili túlkun endurupptökubeiðanda á niðurstöðu héraðsdóms vegna áðurnefnds álits Alþjóðatollastofnunarinnar frá 2013 þar sem hann fullyrði að orð a lag dómsins sé þannig að niðurstaða um sambærilega vöru hefði haft þýðingu fyrir úrslit málsins. Dómurinn segi einungis að ekki sé um sambærilega vöru að ræða. Auk þess hafni dómurinn því að niðurstaða belgískra tollyfirvalda geti með réttu bundið hendur tollyfirvalda hér á la ndi jafnvel þótt sýnt væri fram á að hún væri í andstöðu við niðurstöðu þeirra íslensku. 39. Gagnaðili hafn ar þeim sjónarmið um að hann hafi haldið grundvallargögnum leyndum fyrir bæði endurupptökubeiðanda og dómstólum . T ekur gagnaðili fram að tölvupóstur starfsmanns Evrópusambandsins 16. júní 2020 hafi ekkert vægi í þessu sambandi. Auk þess sé þar á engan hátt dregið úr fyrri afstöðu starfsmannsins til tollflokkunar enda komi fram í póstinum að óformlegt álit hans 4. júní 2020 hafi verið gefið út frá tækniupplýsingum um vöruna sem virst hafi á skjön við órökstudd ummæli framleiðandans um vöruna og álit hans á tollflokkun. 40. Þá hafi enginn stjórnsýslulegur annmarki verið á meðferð málsins við uppkvaðningu hins umþrætta úrsku rðar tollgæslustjóra nr. 3/2021. Jafnframt liggi fyrir að á fyrri hluta árs 2020 hafi verið sótt um bindandi álit á þeirri vöru sem fjallað hafi verið um í úrskurð inum . Veiti þau álit vísbendingu um hver ni g skyldi fara með vöruna og hafi niðurstaða úrskurð arins verið í samræmi við það. Engin kúvending hafi orðið á afstöðu gagnaðila til flokkunar vörunnar líkt og gefið sé í skyn í máli endurupptökubeiðanda. Endurupptökubeiðandi hafi svo farið fram á bindandi álit Skattsins vegna sömu vöru 5. apríl 2023 og ni ðurstaðan orðið sú sama og áður. 41. Gagnaðili tekur fram að í ágúst 2021 hafi tollyfirvöld aflað , að eigin frumkvæði og ekki í þágu dómsmálsins, upplýsinga frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins varðandi tollflokkun á m ozzarella osti og skrifstofu Alþjóðatollastofnunarinnar um túlkun á b - lið 4. athugasemdar við 4. kafla tollskrár. Tollyfirvöld hafi fengið gögnin 6. og 21. október 2021 og 16. nóvember 2021 sent þau fjármála - og efnahagsráðuneytinu, atvinnuvega - og nýsköpunarráðune ytinu, utanríkisráðuneytinu, Hagstofunni, Ríkisendurskoðun og ríkislögmanni. Of seint hafi verið að leggja þau fram í landsréttarmálinu þar sem gagnaöflunarfresti hafi verið lokið auk þess sem þau h efðu engu breytt varðandi niðurstöðu málsins. 42. Afstaða fra mkvæmdastjórnar E vrópusambandsins 6. október 2021 hafi verið í samræmi við bindandi álit belgískra tollyfirvalda frá 1 6 . febrúar 2021 en það bindandi álit og þá um leið afstaða Evrópusambandsins hafi legið fyrir í málinu þegar það var til umfjöllunar hjá dómstólum . Þá tekur gagnaðili fram að skýringarbækur Evrópusambandsins gangi lengra en skýringarbækur Alþjóðatollastofnunarinnar en líkt og fram komi í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur þá séu ákvæði íslensku tollskrárinnar í samræmi við skýringarbækur Alþjóðato llastofnunarinnar . Umrædd afstaða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins frá 6. október 2021 sé því ekki nýtt gagn í málinu sem leiða megi líkum að því að breyti niðurstöðu íslenskra dómstóla enda afstaða og túlkun Evrópusambandsins aðilum ljós frá upphafi m álsins. Orðalag íslenskra tollalaga og tollskrár sé allt annað. Gagnaðili fái ekki séð að umrætt gagn h e f ð i breytt neinu um niður stöðu mál sins eða að því hafi verið leynt fyrir endurupptökubeiðanda. 43. Gagnaðili bendir á að umþrættur úrskurður tollgæslustjóra taki ekki mið af túlkun Evrópusambandsins. Í úrskurðinum sé bent á að Evrópusambandið taki mið af allt annarri tollflokkun en sé í íslensku tollskránni eða tollnafnaskrá Alþjóðatollastofnunarinnar. Þá segi þar að tollskrá Evrópus ambandsins, skýringarrit sambandsins eða bindandi álit hafi ekkert gildi sem lögskýringargögn í málinu eða öðrum sem varði tollflokkun. Í dómi héraðsdóms komi fram að fyrir liggi álit Alþjóðatollastofnunarinnar nr. 1901.90/3 sem varði ekki sambærilega vöru og hafi ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 11/2023 - 9 - dómurinn því ekki fallist á að sú málsástæða endurupptökubeiðanda í málinu stæðist skoðun. Þá taki dómurinn sérstaklega fram að misræmi í túlkun eða framkvæmd aðildarríkja á samningnum um samræmda tollnafnaskrá og skýringum á henni geti eftir atvi kum orðið tilefni til ágreinings milli aðildarríkja samningsins en verði ekki lagður til grundvallar úrlausn um réttmæti tollyfirvalda sem lúti reglum landsréttar hvers ríkis. 44. Hvað varði bréf Alþjóða tollastofnunarinnar 21. október 2021 tekur gagnaðili fra m að í bréfinu sé ekki tekin nein afstaða til dómsmálsins eða vöru endurupptökubeiðanda enda sé bréfið almenns eðlis og þar segi að afstöðu til flokkunar þurfi að taka á grundvelli raunverulegrar vöru hverju sinni. Bréfið svari engum spurningum og hefði en gu breytt við skýringu íslenskrar tollskrár og athugasemda með henni . Bréfið sé almenns eðlis og þau sjónarmið sem þar séu reifuð hafi legið fyrir í dómsmálinu. Hafi það því engu bætt við til lausnar á málinu. Sé því ekki unnt að halda því fram að þar hafi upplýsingum verið leynt. Geti þetta bréf ekki orðið tilefni til endurupptöku málsins. 45. Gagnaðili tekur fram að hann hafi ekki lagst gegn áfrýjunarleyfisbeiðni endurupptökubeiðanda . Hæstiréttur hafi metið umrædd gögn fyrir dómsmálið í heild en greinilega ekki talið að þau vörpuðu nýju ljósi á málið eða breyttu málinu frá því dómur Landsréttar var kveðinn upp. Þessi gögn hafi því þegar verið metin af æðsta dómstól landsins. Engu að síður fari endurupptökubeiðandi fram á að Endurupptökudómur komist að annarr i niðurstöðu en Hæstiréttur. 46. Að lokum tekur gagnaðili fram að fundargerð tollskrárnefndar Alþjóðatollastofnunarinnar frá 24 . mars 2023 geti engu breytt um dómsmál sem dæmt hafi verið 11. febrúar 2022 samkvæmt íslenskum lögum og lögskýringum á þeim tíma. Ál itið sé samkvæmt fundargerðinni fengið með atkvæðagreiðslu þar sem Ísland hafi lent í minnihluta. Ríki Evrópusambandsins hafi verið ósammála Íslandi á meðan til dæmis Bandaríkin hafi verið sammála skoðun Íslands á tollflokkun . Álitið sé ekki rétthærra álit i íslenskra dómstóla , sbr. 2. gr. og V. kafla stjórnarskrárinnar sem og 2. mgr. 74. gr. reglugerðar nr. 100/2006 um vörslu og tollmeðferð vöru þó vissulega sé leitast eftir fremsta megni að fara eftir álitum og skýringarritum Alþjóðatollastofnunarinnar til að viðhalda samræmdri túlkun á flokkunarkerfi stofnunarinnar. Sú staða sem nú sé komin upp varðandi flokkun vörunnar hér á landi sé ekkert einsdæmi og töluverðum fjölda álita tollflokkunarnefndar Alþjóðatollastofnunarinnar sé ekki unnt að framfylgja í ákveðnum ríkjum meðal annars vegna andstæðra niðurst aðna dómstóla viðkomandi rík ja . Með vísan til fullveldis Íslands og þ ess að fyrir liggi niðurstaða íslenskra dómstóla verði að telja að álit tollflokkunarnefndar breyti ekki eftir á lögskýringum í l andsréttarmáli nr. 462/2021 rúmu ári eftir að dómurinn féll. Geti álitið ekki orðið tilefni til endurupptöku málsins. 47. Gagnaðili telur endurupptökubeiðand a ekki hafa fært fram sterkar líkur fyrir því að framangreind gögn muni verða t il breyttrar niðurstöðu í mikilvægum atriðum. E kkert hafi komið fram í málinu sem réttlæti endurupptöku þess. Öll lykilgögn hafi legið fyrir þegar það hafi verið dómtekið og álit tollflokkunarnefndar Alþjóðatollastofnunarinnar sé ekki rétthæ rra niðurstöðu íslenskra dómstóla. Beiðninni beri því að hafna. Athugasemdir endurupptökubeiðanda við rökstuðning gagnaðila 48. Endurupptökubeiðandi ítrekar þau sjónarmið sem fram koma í beiðni hans um endurupptöku. Hann hafnar því að bréf Evrópusambandsins 6. október 2021 og bréf Alþjóðatollastofnunarinnar 21. október 2021 hafi legið fyrir hjá honum og verið lögð fram með áfrýjunarleyfisbeiðni hans til Hæstaréttar. Það sé rangt. Hið rétta sé að endurupptökubeiðandi hafi fyrst fengið vitneskju um tilvist gagnanna við útkomu skýrslu Ríkisendurskoð unar um málið í febrúar 2022 . Hafi endurupptökubeiðandi vísað til hennar við gerð beiðni um áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar . ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 11/2023 - 10 - 49. Þá liggi fyrir að Félag atvinnurekenda hafi sérstaklega óskað eftir þessum gö g num frá Skattinum 17. mars 2022 í kjölfar umfjöllunar í skýrslu Ríkisendursk oðunar . Á þeim tíma hafi beiðni um áfrýjun verið til skoðunar hjá Hæstarétti. Engin svör hafi borist við gagnabeiðninni og erindið verið ítrekað 24. mars 202 2. Hæstiréttur hafi hafnað beiðni um leyfi til áfrýjunar 21. mars 2022. Erindið hafi enn á ný verið ítrekað 28. september 2022 og hafi þá gögnin loksins borist. Gagnaðili hafi ekki lagt þessi gögn fyrir dómstóla þegar málið var þar til meðferðar . E ndurupptökubeiðandi hafi ekki fengið afrit af þeim fyrr en sex mánuðum eftir höfnun áfrýjunarleyfis . G ögnin haf i því aldrei komið til skoðunar dómstóla. 50. Endurupptökubeiðandi hafnar þeim sjónarmiðum gagnaðila að framlögð ný gögn hafi enga þýðingu fyrir máli ð . Endurupptökubeiðandi bendir á að álit Evrópusambandsins hafi haft þýðingu á fyrri stigum málsins þar sem vísað hafi verið til skoðana eins starfsmanns þess sem formlegs álits Evrópusambandsins. Það skjóti skökku við að nú hafi gögn af þeim vettvangi eng a þýðingu að mati gagnaðila þar sem tollskrá sambandsins taki mið a f allt annarri tollflokkun en sú íslenska og tollnafnaskrá Alþjóðatollastofnunarinnar. Hvað varði gögn frá Alþjóðatollastofnuninni þá sé það svo að í hinum umdeilda úrskurði tollgæslustjóra hafi verið vikið að þýðingu álita þeirrar stofnunar varðandi tollflokkun og að niðurstaðan varðandi vöru endurupptökubeiðanda væri í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar Íslands. Nú þegar fyrir liggi að Alþjóða tolla stofnunin sé ósammála túlkun gagnaðila hafi það enga þýðingu að mati gagnaðila. Athugasemdir gagnaðila við athugasemdir endurupptökubeiðanda 51. Gagnaðili tekur fram í athugasemdum sínum að umfjöllun í áfrýjunarleyfisbeiðni endurupptökubeiðanda hafi gefið tilefni til ætla að hann hefði haft gögnin undir höndum því að öðrum kosti hefði endurupptökubeiðandi ekki vísað til þeirra með þeim hætti sem gert hafi verið í beiðninni. Óumdeilt sé þó að Hæstiréttur hafi haft aðgang að þessum framlögðu upplýsingum við á kvörðun um að hafna áfrýjunarleyfisbeiðni. Sú ákvörðun hafi væntanlega verið byggð á því að túlkun íslenskra dómstóla á íslenskum lögum í þessu máli væri byggð á réttum aðferðum við skýringum og túlkun viðkomandi lagaákvæða og því hafnað að dómur Landsrétt ar væri bersýnilega rangur. 52. Þá tekur gagnaðili fram að tilvísun í athugasemdum endurupptökubeiðanda til afstöðu Alþjóðatollastofnunarinnar frá 24. mars 2023, rúmu ári eftir að dómur hafi fallið í Landsrétti , breyti engu um lögmæta niðurstöðu íslenskra dómstóla í máli endurupptökubeiðanda og sé heldur ekki rétthærri . Þessi þróun á alþjóðavettvangi geti ekki verið röksemd fyrir endurupptöku málsins. 53. Þá sé l jóst að álit Evrópusambandsins um tollflokkun séu ekki bindandi fyrir tollflokkun íslenskra tollyfir valda. T ollskrá sambandsins sé töluvert frábrugðin þeirri íslensku . Evrópusamband ið stjórni ekki tollflokkun eða gjaldtöku á Íslandi heldur Alþingi. Þetta svari því í raun hvaða gildi bréfið frá Evrópusambandinu 6. október 2021 hafi í málinu. Þar hafi ekkert nýtt komið fram auk þess sem þetta hafi verið í samræmi við bindandi álit belgísk ra yfirvalda sem þegar hafi legið fyrir í málinu . 54. Hvað varði álit Alþjóðatollastofnunarinnar frá 21. október 2021 tekur gagnaðili fram að í stefnu málsins hafi endurupptökubeiðandi harðlega mótmælt því að stuðst væri við enska þýðingu á tollskránni í niðurstöðu um tollflokkun samkvæmt hinni íslensku tollskrá. Það bæri að túlka íslenska tollskrá samkvæmt orðanna hljóðan og líta til íslenska textans. Við tollflokkun hér á landi skuli, sérstaklega í vafatilvikum, styðjast við orðalag í hinni íslensku tollskrá ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 11/2023 - 11 - 55. Allt þetta hafi legið fyrir og bréf Alþjóðatollastofnunarinnar frá 21. október 2021 breyt t i þar engu eða bætti nokkru við og hafi því ekki verið nauðsynlegt til framlagningar enda hafi endurupptökubeiðandi sjálfur talið að dómsmálið snerist um íslenska tollskrá og túlkun hennar . 56. Þetta stangist á við það sem endurupptökubeiðandi haldi nú fram þegar hann vísi til stuðnings endurupptöku málsins til bréfs Alþjóðatollastofnunarinnar og þess enska texta sem þar komi fram og sé hann því kominn í talsverða mótsögn við þau sjónarmið sem hafi upphaflega legið til grundvallar málarekstri hans . Auk þess komi efnislega fram í þessu bréfi að skoða verði hvert tilvik fyrir sig og meta hverja vöru fyrir sig . Þegar e ndurupptökubeiðandi viðurkenni í sínum athugasemdum fyrir Endurupptökudómi að það sé rétt hjá gagnaðila að álit Alþjóðatollastofnunarinnar sé ekki rétthærra niðurstöðum íslenska dómstóla sé það kjarni málsins. Endurupptökubeiðandi geti ekki gerbreytt grundvelli eigin málatilb únaðar til þess að ná fram endurupptöku dómsmáls . 57. Málatilbúnaður endurupptökubeiðanda sé í raun á þann veg að hann sé að setja málið í farveg þess að Endurupptökudómur dæmi málið efnislega , sem sé ekki hlutverk þess dómst óls. Niðurstaða 58. Samkvæmt 1. mgr. 191. gr., sbr. 1. mgr. 193. gr. laga nr. 91/1991, getur Endurupptökudómur orðið við beiðni um að mál sem dæmt hefur verið í Landsrétti verði endurupptekið ef skilyrði a - eða b - liðar 1. mgr. 191. gr. er fullnægt, enda mæli atvik með því að leyfið verði veitt, þar á meðal að stórfelldir hagsmunir aðilans séu í húfi. Í a - lið ákvæðisins er kveðið á um heimild til endurupptöku ef sterkar líkur eru leiddar að því með nýjum gögnum eða upplýsingum að málsatvik hafi ekki verið leidd réttilega í ljós þegar málið var til meðferðar og aðilanum verður ekki um það kennt og að gögnin eða upplýsingarnar muni verða til breyttrar niðurstöðu í mikilvægum atriðum. Samkvæmt b - lið ákvæðisins er endurupptaka heimiluð ef sterkar líkur eru leiddar að því að ný gögn eða upplýsingar um annað en málsatvik muni verða til breyttrar niðurstöðu í mikilvægum atriðum. 59. Við mat á því hvort skilyrði séu til þess að fallast á beiðni endurupptökubeiðanda er til þess að líta að ákvæði 1. mgr. 191. gr. laga nr. 91/1991 um heimild ti l endurupptöku dæmdra einkamála felur í sér undantekningu frá þeirri meginreglu að dómar séu endanlegir . Af því leiðir að varfærni er beitt við mat á því hvort skilyrðunum teljist vera fullnægt. Því til samræmis er gerð sú krafa samkvæmt a - lið að ný gögn e - lið hvað varðar gögn og upplýsingar um annað en málsatvik. 60. Eins og fram er komið staðfesti Landsréttur í máli endurupptökubeiðanda niðurstöðu héraðsdóms með vísan til forsendna. Með dóminum var leyst úr ágreiningsefn i málsins með hliðsjón af þeim málsástæðum sem settar höfðu verið fram af hálfu beggja aðila um íslenska tollskrá og túlkun hennar og komist að því búnu að efnislegri niðurstöðu. 61. Fyrir dóminum var - lið 4. athugasemdar við 4. kafla samræmdrar tollnafnaskrár Alþjóðatollastofnunarinnar. Komist var að niðurstöðu í málinu á grundvelli almennra lögskýringarsjónarmiða íslensks réttar og að teknu tilliti til sjónarmiða sem aðilar settu fram um gögn og röksemdir Alþjóðatollastofnun arinnar og af vettvangi Evrópusambandsins og vægi þeirra sjónarmiða sem þar komu fram. Skýrlega kemur fram í dóminum að sú málsástæða endurupptökubeiðanda að skýra áðurnefnda athugasemd í tollskrá með þeim hætti að það nægði að jurtaolíu væri bætt við vöruna svo hún f é lli utan vöruliðar 0406 fengi ekki stoð í almennum ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 11/2023 - 12 - málskilningi eða skýringu textans samkvæmt orðanna hljó ðan. Þá er áréttað í dóminum að tollskráin sjálf og þær skýringarreglur sem fram kæmu í henni, sbr. viðauka I við tollalög nr. 88/2005, hefði lagagildi hér á landi. 62. Í endurupptökubeiðni er að finna ýmis sjónarmið endurupptökubeið a nda um það að mat dómstól a hafi verið efnislega rangt í máli hans. Telur endurupptökubeiðandi að ófullnægjandi gagnaframlagning af hálfu gagnaðila hafi leitt til rangrar niðurstöðu dómstóla um tollflokkun vöru hans. 63. Endurupptökubeiðandi byggir á því að framangreind skilyrði a - og b - liðar 1. mgr. 191. gr. laga nr. 91/1991 séu uppfyllt og vísar hann í máli sínu jöfnum höndum til a - og b - liðar ákvæðisins. Hefur hann lagt fyrir dóminn gögn frá Evrópusambandinu og Alþjóðatollastofnuninni frá 6. og 21. október 2021 auk tölvupósts frá sta rfsmanni Evrópusambandsins 16. júní 2020. Þá hefur hann vísað til þess að nú liggi fyrir álit Alþjóðatollastofnunarinnar frá mars 2023 um flokkun umræddrar vöru. Jafnframt telur endurupptökubeiðandi að gögn sem varða samskipti við hagsmunaaðila sýni fram á að annmarkar hafi verið á meðferð máls hans hjá stjórnvöldum. 64. Bréf Evrópusambandsins frá 6. október 2021 er efnislega í samræmi við niðurstöðu bindandi álits belgískra tollyfirvalda frá 1 6 . febrúar 2021 þar sem umrædd vara var flokkuð í tollskrárlið 2106 og lá sú niðurstaða fyrir er málið var til umfjöllunar hjá dómstól um . Sama má segja um þau megin sjónarmið sem fram koma í bréfi Alþjóðatollastofnunarinnar frá 21. október 2021 . 65. Dómstólar ha fa samkvæmt framansögðu fjallað um , tekið rökstudda afstöðu til og hafnað þeim sjónarmiðum sem endurupptökubeiðandi heldur fram í máli þessu til stuðnings beiðni sinni um endurupptöku og hann telur fá stuðning í framlögðum gögnum . Þegar litið er til efnis framangreindra gagna verður ekki talið að þau varpi nýju eða öðru ljósi á þau málsatvik sem lágu dómi Landsréttar til grundvallar , þannig að skilyrði séu til endurupptöku málsins. Ljóst má vera af úrlausn dómstóla í máli endurupptökubeiðanda að niðurstaðan réðist af túlkun b - liðar 4. athugasemdar við 4. kafla tollskrár . Verður ekki séð að ný gögn eða upplýsingar sem lögð hafa verið fram í máli þessu hefðu getað leitt til þess að orðum ákvæðisins væri gefin önnur og rýmri merking en leiddi af hefðbundinni textaskýringu sem héraðsdómur og Landsréttur lögðu til grundvallar . 66. Þá er fram komið í málinu að beiðni endurupptökubeiðanda um áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar fylgdi meðal annars skýrsla Ríkisendurskoðunar frá febrúar 2022 þar sem efni fyrrgreindra gagna frá Evrópusambandinu og Alþjóðatollastofnuninni er lýst auk þess sem endurupptökubeiðandi fjallaði einnig efnislega um þau í áfrýjunarleyfisbeiðninni sjálfri. 67. Þá geta a tvik að setningu auglýsinga nr. 35/2020 og síðar 52/2020 um mitt ár 2020, samskipti við starfsmann Evrópusambandsins eða skiptar skoðanir starfsmanna innan einstakra eininga embættis tollstjóra ekki leitt til endurupptöku málsins. 68. Hvað varðar sérstaklega röksemdir endurupptökubeiðanda um endurupptöku á grundvelli b - liðar 1 mgr. 191. gr. laga. nr. 91/1991 tekur dómurinn fram að í athugasemdum með frumvarpi því sem varð að lögum nr. 47/2020 , þar sem Endurupptökudómi var komið á fót , kemur meðal annars fram að b - liður skuli taka til annarra tilvika en þeirra sem varði málsatvik. Með nýjum gö gnum eða upplýsingum sé átt við öll þau gögn eða upplýsingar sem leitt get i til breyttrar niðurstöðu máls í mikilvægum atriðum, þar á meðal geti verið úrlausnir alþjóðlegra dómstóla á borð við Mannréttindadómstól Evrópu og EFTA - dómstólinn. ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 11/2023 - 13 - 69. Enginn vafi leik ur á því að dómar alþjóðlegra dómstóla eins og Mannréttindadómstóls Evrópu geta talist nýjar upplýsingar í skilningi b - liðar 1. mgr. 191. gr. laga nr. 91/1991 eins og margítrekað hefur verið slegið föstu í úrskurðum Endurupptökudóm s . Á hinn bóginn verður ekki á það fallist eins og hér stendur á að ákvæðið verði skýrt svo rúmt að fyrirliggjandi álit Alþjóðatollastofnunarinnar frá 24. mars 2023 geti verið grundvöllur endurupptöku máls Landsréttar nr. 462/2021 á grundvelli ákvæðisins. Hér ber að hafa í huga a ð í 189. gr. tollalaga nr. 88/2005 eru sérstök ákvæði um réttarverkanir ýmissa ákvarðana Alþjóðatollastofnunarinnar er lúta að tollflokkun og breytinga á íslensku tollskránni af því tilefni. 70. Með vísan til framan ritaðs hefur endurupptökubeiðandi því að mati dómsins ekki leitt sterkar líkur að því með nýjum gögnum eða upplýsingum að við meðferð máls hans hafi málsatvik ekki verið leidd réttilega í ljós í skilningi a - liðar 1. mgr. 191. gr. laga nr. 91/1991 þannig að leitt gæti til breyttrar niðurstöðu í máli hans í mikilvægum atriðum. Þá hefur endurupptökubeiðandi heldur ekki leitt sterkar líkur að því að ný gögn eða upplýsingar um annað en málsatvik gætu leitt til breyttrar niðurstöðu í máli hans í mikilvægum atriðum í sk ilningi b - liðar 1. mgr. 191. gr. laga nr. 91/1991. 71. E ndurupptökubeiðandi telur að lokum að gögn sem hann hefur lagt fyrir dóminn sýn i fram á að ómálefnalega hafi verið staðið að ákvarðanatöku í máli hans og þriðja aðila lofað að varan yrði flokkuð undir 4. kafla tollskrár en ekki 21. kafla áður en eiginleg málsmeðferð í máli hans hafi hafist. Vísar endurupptökubeiðandi einnig til þess að gögnin sýni að stjórnvöld hafi byggt ákvörðun um flokkun vöru n nar undir 4. kafla á áliti eins starfsmanns Evrópusambandsi ns en í raun litið fram hjá því þegar starfsmaðurinn hafi dregið úr áliti sínu og ekki upplýst endurupptöku beiðanda um það. 72. E r mál endurupptökubeiðanda var til lykta leitt með úrskurði tollgæslustjóra 29. mars 2021 lá fyrir bindandi álit embættisins frá 17. febrúar 2020 um flokkun vörunnar undir 4. kafla og varð niðurstaða tollgæslustjóra í máli endurupptökubeiðanda í samræmi við það. Ráðagerðir um afturköllun fyrrnefnds álits frá febrúar 2020 virðast samkvæmt gögnum málsins hafa verið innan embættis tollgæslustjóra en aldrei kom til þess að það yrði gert . Verður ekki annað séð en að svar stjórnvalda 23. júní 2020, sem endurupptökubeiðandi hefur vísað til , hafi verið í samræmi við stöðu mála á þessum tíma . 73. Endurupptökubeiðandi hefur fyr i r dóminum bent á að niðurstaða dómstóla um flokkun vöru hans kunni að valda vandkvæðum í milliríkjaviðskiptum og samskiptum Íslands við Alþjóðatollastofnuni na . Ísland hafi skuldbundið sig að þjóðarrétti til að beita samræmdri vörulýsingar - og vörunúmeraskr á Alþjóðatollastofnunarinnar við tollflokkun og löggjafinn lagt hana til grundvallar við setningu tollalaga . Fyrir E ndurupptökudómi liggur að taka afstöðu til þess hvort skilyrði laga nr. 91/1991 til endurupptöku málsins eru uppfyllt. Af þessu tilefni teku r dómurinn fram að e ins og fram kemur í niðurstöðu héraðsdóms , sem staðfestur var með vísan til forsendna í Landsrétti , getur misræmi í túlkun eða framkvæmd aðildarríkja að samningnum um samræmda tollnafnaskrá og skýringum á henni eftir atvikum orðið tilef ni til ágreinings milli aðildarríkja samningsins en verður ekki lagður til grundvallar úrlausn um réttmæti niðurstöðu tollyfirvalda sem lúta reglum landsréttar hvers ríkis. Hið sama á við hér að slíkt getur ekki orðið tilefni til endurupptöku þegar dæmdra mála þegar skilyrði fyrir endurupptöku eru að öðru leyti ekki uppfyllt. 74. Samkvæmt öllu framansögðu verður ekki fallist á beiðni endurupptökubeiðanda um endurupptöku á máli nr. 462/2021 sem dæmt var í Landsrétt i 11. febrúar 2022 þar sem hvorki eru uppfyllt skilyrði a - eða b - liðar 1. mgr. 191. gr. laga nr. 91/1991 til endurupptöku þess . Að fenginni þessari niðurstöðu verður ekki tekin afstaða til þess hvort uppfyllt séu hin almennu skilyrði ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 11/2023 - 14 - ákvæðisins, sbr. 193. gr. laganna, um að atvik mæli með því að leyfið verði veitt, þar á meðal að stórfelldir hagsmunir endurupptökubeiðanda séu í húfi . 75. Rétt þykir að málskostnaður fyrir Endurupptökudómi falli niður. Úrskurðarorð: Beiðni endurupptökubeiðanda, Danól ehf., um endurupptöku á máli nr. 462 /20 21 sem dæmt var í Landsrétti 11. febrúar 2022 er hafnað. Málskostnaður fellur niður .