Úrskurður mánudaginn 30. janúar 2023 í mál i nr . 16/2022 Endurupptökubeiðni A 1. Dómararnir Eyvindur G. Gunnarsson, Hólmfríður Grímsdóttir og Jóhannes Karl Sveinsson kveða upp úrskurð í máli þessu. 2. Með beiðni sem barst Endurupptökudómi 9. september 2022 fór endurupptökubeiðandi , A , [...], fram á endurupptöku á máli nr. 246/2005, A gegn B hf. og Sjóvá - Almennum tryggingum hf. til réttargæslu og gagnsök, sem dæmt var í Hæstarétti 20. desember 2005. Þá krefst endurupptökubeiðandi málskostnaðar vegna meðferðar málsins fyrir Endurupptökudómi. 3. Gagnaðilar endurupptökubeiðanda, BBB ehf. og Sjóvá - Almennar tryggingar hf., krefjast þess að beiðni endurupptökubeiðanda og kröfu hans um málskostnað verði hafnað. Þá krefjast gagnaðilar málskostnaðar úr hendi endurupptökubeiðanda. BBB e hf. tók við öllum réttindum og skyldum BB ehf. (áður B hf.), þar á með al aðild að máli þessu, þegar félagið var afskráð í kjölfar sameiningar BB ehf. og BBB ehf. 6. desember 2022. Gagnaöflun í málinu lauk 14. desember 2022. Málsatvik 4. Forsögu máls þessa má rekja til vinnuslyss sem endurupptökubeiðandi varð fyrir 28. júlí 200 1 sem starfsmaður B hf. er h ann var að stikla á milli gólfbita til að komast leiðar sinnar við vinnu að einangrun og klæðningu milligólfs ofan við fyrirhugað verslunarrými. Mun endurupptökubeiðanda hafa skrikað fótur þannig að hann steig á gipsklæðningu se m var á milli gólfbitanna og féll niður á steingólf . Endurupptökubeiðandi höfðaði mál 23. júní 2004 á hendur B hf. og Sjóvá - Almennum tryggingum hf. til réttargæslu og krafðist þess að sér yrðu dæmdar skaðabætur að nánar tilgreindri fjárhæð. 5. Með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 17. mars 2005 í máli nr. 6426/ 2004 voru endurupptökubeiðanda dæmdar bætur úr hendi B hf. en sök var skipt þannig að sjálfur bar hann tjón sitt að hálfu vegna eigin sakar. Í dóminum kom fram að þótt misbrestur hefði orðið á þ ví af hálfu B hf. að öryggisráðstöfunum væri framfylgt hefði endurupptökubeiðanda hlotið að vera ljóst hve háskalegt væri að stikla eftir 5 s m breiðum gólfbitunum en úrbætur hefðu verið auðveldar með því að leggja á þá palla. 6. Endurupptökubeiðandi skaut mál inu til Hæstaréttar en B hf. gagnáfrýjaði málinu fyrir sitt leyti. Með dómi Hæstaréttar 20. desember 2005 í máli nr. 246/2005 var B hf. sýknað af kröfu endurupptökubeiðanda. Í dómi Hæstaréttar kom fram að endurupptökubeiðandi hefði mátt vita hvaða ráðstafa na væri þörf við þessar aðstæður og að honum hefði átt að vera ljós sú hætta sem stafaði af því að fara um svæðið með þeim hætti sem hann gerði. Ekki var talið að átt hefði að gefa honum sérstök fyrirmæli eða leiðbeiningar þar að lútandi. Eins og atvikum v æri háttað hefði raunar mátt telja að það hefði verið í verkahring endurupptökubeiðanda að bregðast við þessu, sbr. 1. mgr. ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 16/2022 - 2 - 26. gr. laga nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum . Var slysið ekki talið verða rakið til atvika sem B hf. b æri ábyrgð á. 7. E ndurupptökubeiðandi höfðaði 23. september 2009 mál á hendur íslenska ríkinu til greiðslu skaðabóta. Hann byggði á því að sýknudómur Hæstaréttar í máli nr. 246/2005 væri bein afleiðing þess að tilskipanir 89/391/EBE og 92/57/EBE hefðu annað h vort ekki verið réttilega innleiddar í íslenskan rétt eða að Hæstiréttur hefði fyrir mistök túlkað íslenskan rétt í andstöðu við tilskipanir Evrópusambandsins og þar með í andstöðu við 3. gr. laga nr. 2/1993 um Evrópska efnahagssvæðið. Íslenska ríkið bæri skaðabótaábyrgð ef EES - reglur væru ekki réttilega innleiddar í íslenska löggjöf. Tjónið sem hann hefði orðið fyrir af þessum sökum samsvaraði þeim fjármunum sem hann hefði krafið B hf. um í nefndu máli. Hefði brot íslenska ríkisins falist í því, hvað innle iðingu tilskipananna varða ði , að Hæstiréttur hefði reist niðurstöðu sína á því að það h efð verkahring [endurupptökubeiðanda] sjálfs að bregðast við þessu, sbr. 1. mgr. 26. gr. laga nr. kið til atvika sem [ B Hefði allri ábyrgð verið létt af atvinnurekandanum en hún öll lögð á endurupptökubeiðanda. Vísaði endurupptökubeiðandi til þess að í formála tilskip unar 89/391/EBE kæmi fram að umbætur er vörðuðu öryggi á vinnustö ðum mættu ekki víkja fyrir hreinum efnahagssjónarmiðum auk þess sem gert væri ráð fyrir því að atvinnurekandandi tryggði öryggi og heilsu starfsmanna við allar aðstæður í vinnu. T ilskipun 92/57/EBE væri sértilskipun um framkvæmd lágmarkskrafna um öryggi og hollustuhætti á bráðabirgða - eða færanlegum bygginga r svæðum. Á því var byggt að reglur á grundvelli þessara sjónarmiða hefðu ekki verið réttilega innleiddar í íslenskan rétt eins dómur Hæstaréttar í máli nr. 246/2005 bæri með sér. 8. Með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur 17. febrúar 2010 var fallist á beiðni endurupptökubeiðanda um að leita ð yrði ráðgefandi álits EFTA - dómstólsins um efni tilskipananna. 9. Íslenska ríkið kærði úrskurð inn til Hæstaréttar og krafðist þess að hann yrði felldur úr gildi. Með dómi Hæstaréttar í máli nr. 132/2010 var fallist á að efni væru til að leita ráðgefandi álits EFTA - dómstólsins um þau grunnatriði sem málatilbúnaður endurupptökubeiðanda hvíldi á enda hefði þeim ekki verið ráðið til lykt a með dómi Hæstaréttar í máli nr. 246/2005. Nánar tiltekið var leitað álits EFTA - dómstólsins á eftirfarandi: 1. Samræmist það ákvæðum tilskipunar ráðsins nr. 89/391/EBE frá 12. júní 1989 um lögleiðingu ráðstafana er stuðla að bættu öryggi og heilsu starfsm anna á vinnustöðum og ákvæðum tilskipunar ráðsins nr. 92/57/EBE frá 24. júní 1992 um framkvæmd lágmarkskrafna um öryggi og hollustuhætti á bráðabirgða - eða færanlegum byggingarsvæðum (áttundu sértilskipunar í skilningi 1. mgr. 16. gr. tilskipunar nr. 89/39 1/EBE) að starfsmanni sé sjálfum vegna eigin sakar gert að bera ábyrgð á tjóni, sem hann verður fyrir vegna vinnuslyss, þegar fyrir liggur að vinnuveitandi hefur ekki að eigin frumkvæði fylgt reglum um öryggi og aðbúnað á vinnustað? 2. Ef svarið við frama ngreindri spurningu er neikvætt, er íslenska ríkið þá skaðabótaskylt gagnvart starfsmanni, sem hefur orðið fyrir vinnuslysi og verið látinn í ósamræmi við ofangreindar tilskipanir bera tjón sitt sjálfur í heild eða að hluta vegna eigin sakar, á þeirri fors endu að ríkið hafi ekki staðið réttilega að innleiðingu þessara tilskipana í íslenskan rétt? 10. Með dómi EFTA - dómstólsins 10. desember 2010 lét dómstóllinn uppi svohljóðandi álit um spurningar þær sem beint var til dómstólsins: ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 16/2022 - 3 - 1. Einungis í undantekningartil vikum samræmist það tilskipun ráðsins nr. 89/391/EBE frá 12. júní 1989 um lögleiðingu ráðstafana er stuðla að bættu öryggi og heilsu starfsmanna á vinnustöðum og tilskipun ráðsins nr. 92/57/EBE frá 24. júní 1992 um framkvæmd lágmarkskrafna um öryggi og hol lustuhætti á bráðabirgða - eða færanlegum byggingarsvæðum (áttundu sértilskipunar í skilningi 1. mgr. 16. gr. tilskipunar nr. 89/391/EBE), túlkuðum ljósi 3. gr. EES - samningsins, að gera starfsmann ábyrgan fyrir öllu eða meginhluta tjóns sem hann hefur beðið vegna vinnuslyss á grundvelli skaðabótareglna landsréttar um eigin sök, þegar fyrir liggur að vinnuveitandi hefur ekki að eigin frumkvæði farið að reglum um öryggi og heilsu á vinnustað. Meðal undantekningartilvika má nefna þegar starfsmaður hefur sjálfu r valdið slysi af ásetningi eða stórfelldu gáleysi. Jafnvel í slíkum tilvikum myndi alger höfnun skaðabóta þó eigi síður vera úr hófi íþyngjandi og ekki í samræmi við tilskipanirnar, nema svo sérstaklega hátti til að starfsmaður hafi átt talsvert meiri sök á slysi en vinnuveitandi. 2. EES - ríki getur borið skaðabótaábyrgð vegna brota á þeirri reglu um eigin sök sem felst í tilskipunum 89/391 og 92/57, túlkuðum í ljósi 3. gr. EES - samningsins. Sú skaðabótaábyrgð er háð því að brotið teljist nægilega alvarlegt. Það er í verkahring landsdómstólsins að skera úr um hvort þessu skilyrði sé fullnægt í því máli sem hann hefur til umfjöllunar, í samræmi við viðurkennda dómaframkvæmd um skaðabótaábyrgð ríkja vegna brota á EES - reglu. 11. Með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 5. ap ríl 2011 í máli nr. E - 10 8 68/2009 var íslenska ríkið sýknað af kröfu endurupptökubeiðanda. Með dómi Hæstaréttar 9. febrúar 2012 í máli nr. 405/2011 var sá dómur ómerktur og málinu vísað heim í hérað til munnlegs málflutnings og dómsuppsögu að nýju enda hafi ekki verið tekin afstaða til krafna sem aðilar gerðu hvor á hendur hinum um málskostnað. 12. Málið var flutt á ný í héraði. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 9. maí 2012 í máli nr. E - 10 8 68/2009 kom meðal annars fram að vanræksla íslenska ríkisins á skyldum sínum til að leiða tilskipanirnar með réttum hætti í íslenska n rétt gæti ekki leitt til skaðabótaskyldu nema að tilteknum skilyrðum uppfylltum. Talið var að uppfyllt væri skilyrði um að þeirri reglu, sem brotin var, væri ætlað að veita einstaklingum tiltekin rét tindi. Á hinn bóginn var ekki talið uppfyllt skilyrði skaðabótaskyldu um að vanræksla íslenska ríkisins á skuldbindingum sínum væri nægilega alvarleg. V ar því ekki fallist á skaðabótaskyldu íslenska ríkisins vegna ófullnægjandi innleiðingar á tilskipununum í íslenskan rétt. 13. Endurupptökubeiðandi skaut málinu til Hæstaréttar. Með dómi Hæstaréttar 21. febrúar 2013 í máli nr. 532/2012 var niðurstaða héraðsdóms staðfest. 14. Með bréfi 29. janúar 2014 kvartaði endurupptökubeiðandi til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) vegna brota íslenska ríkisins á EES - rétti. Stofnunin tók erindið til meðferðar og fékk það númerið 75004. 15. E SA skilaði rökstuddu áliti sínu 20. janúar 2016. Var stofn unin þeirrar skoðunar að með því að landsréttur, svo sem með ákvæði 116. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, útilokaði hvers konar skaðabótaábyrgð ríkisins sem einstaklingar yrðu fyrir vegna brota á EES - rétt i af hálfu dómstóls á æðsta dómstigi hefði Ísland ekki staðið við skuldbindingar sínar sem lei ddu af meginreglunni um skaðabótaábyrgð ríkisins vegna brota á EES - rétti samkvæmt EES - samningnum. ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 16/2022 - 4 - 16. Með bréfi ESA til endurupptökubeiðanda 23. júní 2021 lýsti stofnunin því yfir að málinu væri lokið af henn ar hálfu. Í þeim efnum var einkum vísað til breytinga á lögum nr. 91/1991, með lögum nr. 47/2020, sem rýmkuðu heimildir dómstóla til að endurupptaka mál. Íslensk löggjöf samrýmdist nú EES - rétti að því er varðaði réttarvernd samkvæmt EES - samningnum. Rökstuð ningur málsaðila Rökstuðningur endurupptökubeiðanda 17. Í fyrsta lagi vísar endurupptökubeiðandi til þess að ljóst sé að um stórfellda hagsmuni hans sé að ræða í skilningi a - liðar 1. mgr. 191. gr. laga nr. 91/1991 enda sé verið að bæta missi aflahæfis og gríðarlegir fjármunir undir. 18. Í öðru lagi liggi fyrir að dómur Hæstaréttar í máli nr. 246/2005 sé í andstöðu við EES - rétt. Það sé meðal annars staðfest með dómi EFTA - dómstólsins í máli nr. 2/10 og dómi Hæstaréttar í máli nr. 532/2012 en hvor t tveggja séu ný gögn eða upplýsingar. 19. Í þriðja lagi beri að skýra ákvæði b - liðar 1. mgr. 191. gr. laga nr. 91/1991 svo að ný málsatvik hafi litið dagsins ljós með ráðgefandi áliti EFTA - dómstólsins í máli nr. 2/10 og dómi Hæstaréttar í máli nr. 532/2012 en í greinargerð m eð frumvarpi til laga nr. 47/2020 séu dómar EFTA - dómstólsins nefndir. Samskipti ESA og íslenska ríkisins séu ein af veigameiri orsökum þess að til Endurupptökudóms hafi verið stofnað með þeim heimildum sem honum hafi verið fengnar að lögum. Einnig komi fra m í héraði, og sé því ekki hafnað af Hæstarétti, að niðurstaða í máli dómsins nr. 246/2005 hafi verið í andstöðu við EES - rétt. Sökum 4. mgr. 116. gr. laga nr. 91/1991 teljist hann sérstakt skjallegt sönnunargagn um það atriði. 20. Í fjórða lagi er bent á að þó tt íslenskur skaðabótaréttur hafi að mestu verið ólögfestur hafi verið settar reglugerðir til að efna þjóðréttarlegar skyldur íslenska ríkisins samkvæmt tilskipunum EES - réttar. Skýra beri íslensk lög og reglugerðir til samræmis við framangreindar tilskipan ir í samræmi við EES - rétt en það hafi ekki verið gert. 21. Aðrar röksemdir endurupptökubeiðanda eru þær að í héraði hafi hann rækilega byggt á tilskipunum 92/57/EBE og 89/391/EBE og skuldbindingu Íslands um að taka upp reglur EES - réttar í íslenskan rétt, sbr. 3. gr. laga nr. 2/1993. Hafi hann byggt á því að skyldur atvinnurekanda samkvæmt EES - rétti gengju lengra en almennar reglur um aðgæsluskyldu og eigin sök starfsmanna. 22. Þá hafi e ndurupptökubeiðandi talið héraðsdóm í máli nr. 6424/2004 beita réttarreglum um e igin sök í andstöðu við ESS - rétt og að beiting skaðabótareglna hafi farið á svig við 3. gr. laga nr. 2/1993. 23. Í máli endurupptökubeiðanda til heimtu skaðabóta úr hendi íslenska ríkisins vegna brota á EES - samningnum hafi hann aðallega byggt á tveimur máls á st æðum. Annars vegar að dómur Hæstaréttar hefði sýnt fram á að tilskipanir 89/391/EBE og 92/57/EBE hefðu ekki verið réttilega innleiddar í íslenskan rétt. Hins vegar að yrði komist að þeirri niðurstöðu að tilskipanirnar hefðu verið réttilega innleiddar hefði íslenska ríkið orðið skaðabótaskylt sökum þess að dómstólar hefðu fyrir mistök látið hjá líða að dæma samkvæmt því, sbr. m.a. 3. gr. EES - samningsins. 24. Niðurstaða ráðgefandi álits EFTA - dómstólsins í máli nr. 2/10 hafi verið sú að ríkið gæti borið skaðabótaá byrgð í tilfellum sem þessum teldist brotið nægilega alvarlegt. Hafi dómstóllinn ekki svarað spurningunni um ábyrgð dómstóla á mistökum við að gæta að EES - reglum í dómum sínum ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 16/2022 - 5 - þar sem hún hefði ekki verið lögð fyrir hann en í reynd komist að þeirri niðurst öðu í forsendum sínum að slík mistök gætu skapast. 25. Endurupptökubeiðandi kveður máli sínu ekki hafa lokið með dómi Hæstaréttar í máli nr. 532/2012 heldur hafi orðið af því talsverð eftirmál sem orki til skýringar á tvennu. Annars vegar hvað séu ný gögn eða upplýsingar. Hins vegar hvenær skylt sé að endurupptaka mál vegna alþjóðlegra skuldbindinga Íslands á grundvelli lögfestra alþjóðasamninga og vegna 3. gr. laga nr. 2/1993. 26. Endurupptökubeiðandi bendir á að dómstólar hafi komist að því að dómur Hæstaréttar í máli nr. 246/2005 hafi vegna res judicata verkana þau réttaráhrif að ekki sé mögulegt að fjalla um réttmæti hans í öðru máli. Hafi fyrri niðurstaða Hæstaréttar þannig ekki getað komið til endurskoðunar. Þar með hafi engin leið verið til að rétta hlut þess sem sætti samningsbroti af hálfu íslenska ríkisins væri samningsbrot framkvæmt af dómstólunum sjálfum. 27. Loks kveður endurupptökubeiðandi að forsenda ESA fyrir því að fella niður kvörtun hans hafi verið sú að honum væru nú allir vegir færir að leita endurup ptöku máls síns á hendur gagnaðila. Rökstuðningur gagnaðila 28. Gagnaðilar vísa til þess að í heimildum til að endurupptaka dæmd mál felist undantekning frá þeirri meginreglu að úrlausnir dómstóla séu endanlegar og bindandi. Þetta eigi ekki síst við um einkamál enda markist eðli þeirra einkum af því hvernig málsaðilar byggi mál sitt upp í ljósi mál sforræðisreglunnar og útilokunarreglunnar. T úlka beri endurupptökuheimildir þröngt í samræmi við meginregluna um bindandi gildi endanlegra úrlausna dómstóla. 29. Gagnaðilar kveða að ekki séu sterkar líkur leiddar að því að gögnin eða upplýsingarnar verði til b reyttrar niðurstöðu í mikilvægum atriðum, eins og áskilið sé í a - og b - lið 1. mgr. 191. gr. laga nr. 91/1991, hvað sem líði öðrum skilyrðum um endurupptöku. 30. Þegar atvik málsins hafi átt sér stað sumarið 2001 hafi verið í gildi lög nr. 14/1905 um fyrning s kulda og annarra kröfuréttinda sem gilt hafi þegar málinu hafi lokið með dómi Hæstaréttar. Hafi krafan verið gjaldkræf á tjónsdegi samkvæmt 5. gr. laganna og hafi hún fyrnst á tíu árum, sbr. 4. gr. þeirra. Krafa endurupptökubeiðanda hafi því verið fyrnd í rúman áratug. Í ljósi þess að krafan sé fyrir löngu fyrnd liggi fyrir að jafnvel þótt fallist yrði á endurupptöku málsins leiddi það fyrirsjáanlega til þess að gagnaðilar yrðu sýknaðir að nýju. Þannig yrði varla um að ræða breytta niðurstöðu málsins. Með s ama rökstuðningi verði tæpast séð að stórfelldir hagsmunir endurupptökubeiðanda séu í húfi samkvæmt 1. mgr. 191. gr., sbr. 1. mgr. 193. gr. , laga nr. 91/1991. 31. Gagnaðilar benda á að af þeim gögnum sem endurupptökubeiðandi leggi fram verði ekki annað ráðið e n að hann telji aðallega til nýrra gagna eða upplýsinga ráðgefandi álit EFTA - dómstólsins í máli nr. 2/10, dóm Hæstaréttar í máli nr. 532/2012, rökstutt álit ESA 20. janúar 201 6 í máli nr. 75004 og ákvörðun ESA 23. júní 2021 um lokun á máli nr. 75004. Í þes su sambandi sé í lögskýringargögnum hvorki mælt fyrir um að ákvarðanir eða álit ESA í öðru máli geti talist ný gögn eða upplýsingar í skilningi ákvæðisins. 32. Gagnaðilar taka fram að þótt umrædd gögn tengist máli endurupptökubeiðanda muni þau hins vegar ekki verða til breyttrar niðurstöðu í mikilvægum atriðum í skilningi b - liðar 1. mgr. 191. gr. laga nr. 91/1991. Í fyrsta lagi beri að nefna að ráðgefandi álit EFTA - dómstólsins, rökstutt álit ESA og ákvörðun ESA varði ekki með beinum hætti mál endurupptökubeiðan da heldur mál hans á hendur íslenska ríkinu sem lokið hafi með dómi Hæstaréttar . ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 16/2022 - 6 - 33. Vísað er til þess að ráðgefandi álit EFTA - dómstólsins í máli nr. 2/10 hafi varðað meint brot ríkisins á skuldbindingum þess samkvæmt EES - samningnum enda hafi álitsins verið af lað undir rekstri máls endurupptökubeiðanda á hendur ríkinu. Álitið varði ekki niðurstöðuna í máli því sem beiðst sé endurupptöku á nema með óbeinum hætti heldur hvort íslenska ríkið hefð i innleitt ESB - reglugerðir með viðhlítandi hætti í samræmi við skuldb indingar sínar á grundvelli EES - samningsins. Eins og fjallað sé um í dómi héraðsdóms í máli endurupptökubeiðanda 9. maí 2012 hafi íslenskar skaðabótareglur, á þeim tíma sem dómur Hæstaréttar gekk í málinu, verið á þá leið að mikil sök starfsmanns, sem varð fyrir slysi við framkvæmd vinnu sinnar, gat leitt til þess að hann ætti engan rétt til skaðabóta úr hendi vinnuveitanda . Af þessu virðist ljóst að dómur Hæstaréttar sem beiðst sé endurupptöku á hafi verið í samræmi við gildandi íslensk lög á þeim tíma sem dómurinn hafi verið kveðinn upp. Geti álitið því ekki talist til nýrra upplýsinga eða gagna sem leiða muni til breyttrar niðurstöðu í mikilvægum atriðum í skilningi b - liðar 1. mgr. 191. gr. laga nr. 91/1991 í málinu sem beiðst sé endurupptöku á. 34. Þá telja gagnaðilar að Endurupptökudómi sé ekki heimilt að endurmeta inntak ráðgefandi álits EFTA - dómstólsins að því marki sem Hæstiréttur hafi gert það í dómi í máli nr. 532/2012, að öðru leyti en því sem snerti heimildir til endurupptöku samkvæmt XXVIII. og XXIX. kafla laga nr. 91/1991. 35. Hvað varði rökstutt álit ESA um vanrækslu Íslands á að uppfylla skyldur sínar samkvæmt EES - rétti fjalli það um vafaatriði um það hvort Ísland hafi uppfyllt skyldur sínar samkvæmt EES - samningnum, í ljósi dóms Hæstaréttar í máli nr. 532/2012. Hins vegar hafi álitið ekki varðað með neinum beinum hætti dóm Hæstaréttar í máli nr. 246/2005 og geti því ekki talist fela í sér ný gögn eða upplýsingar sem leiða muni til breyttrar niðurstöðu í mikilvægum atriðum í skilningi b - liðar 1. mgr. 191 . gr. laga nr. 91/1991. 36. Þá telja gagnaði l ar ákvörðun ESA 23. júní 2021 um lokun máls nr. 75004 ekki fel a í sér ný gögn eða upplýsingar sem leiða muni til breyttrar niðurstöðu í mikilvægum atriðum. 37. Gagnaðilar byggja einnig á því að ráðgefandi álit EFTA - dóm stólsins í máli nr. 2/10, sem endurupptökubeiðandi styðji endurupptökubeiðni sína við , teljist ekki vera nýtt gagn . 38. Á meðal skilyrða fyrir endurupptöku í a - lið 1. mgr. 191. gr. laga nr. 91/1991 sé að aðila megi ekki vera um að kenna að málsatvik hafi ekki verið leidd réttilega í ljós þegar mál var til meðferðar. Þó að b - liður 1. mgr. 191. gr. laga nr. 91/1991 geri engan sl í kan áskilnað sé ljóst að sömu sjónarmið undirbyggi túlkun á því hvað teljist til nýrra gagna eða upplýsinga. Þetta hafi Endurupptökudómur m.a. staðfest í úrskurði sínum í máli nr. 12/2021 . 39. Þó að álit EFTA - dómstólsins hafi ekki legið fyrir við höfðun þ ess máls, sem endurupptökubeiðni byggist á, megi ljóst vera að endurupptökubeiðanda hefði verið unnt að krefjast ráðgefandi álits EFTA - dómstólsins undir rekstri þess. Beri í þessu tilliti að líta til þess að endurupptökubeiðandi hafi byggt málatilbúnað sin n rækilega á tilgreindum tilskipunum ESB. Hins vegar hafi hann ákveðið að gera það ekki sem honum hefði þó auðvitað verið heimilt í ljósi málsforræðisreglu einkamálaréttarfars. Með vísan til rökstuðnings Endurupptökudóms í úrskurði sínum í máli nr. 12/2021 verði að telja að þau gögn og upplýsingar sem endurupptökubeiðandi leggi nú fram uppfylli ekki skilyrði b - liðar 1. mgr. 191. gr. laga nr. 91/1991 um að vera ný og því beri að hafna endurupptökubeiðninni. 40. Þá hafna gagnaðilar því að ný málsatvik hafi litið dagsins ljós með ráðgefandi áliti EFTA - dómstólsins og dómi Hæstaréttar í máli nr. 532/2012. Atvik þau sem beiðst sé endurupptöku á varði ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 16/2022 - 7 - slys sem endurupptökubeiðandi varð fyrir sumarið 2001. Atvik sem gerst hafi eftir það, svo sem málsókn á hendur ríkinu og samskipti við ESA, teljist ekki til nýrra málsatvika. Athugasemdir endurupptökubeiðanda við rökstuðning gagnaðila 41. Endurupptökubeiðandi kveður endurupptöku ekki á neinn hátt íþyngjandi fyrir gagnaðila enda sé hann tryggður fyrir umræddu tjóni og hafi tryggingafélög atvinnu af því að greiða tjón. 42. Dómur EFTA - dómtólsins og meðferð málsins hjá ESA teljist til nýrra gagna. Einnig hafi héraðsdómur komist að því að EES - samningurinn hafi verið brotinn þótt Hæstiréttur hafi látið það liggja milli hluta. Hafi mál verið endurupptekin vegna dóma Mannréttindadómstóls Evrópu þótt íslenskum lögum hafi ekki verið breytt. 43. Endurupptökubeiðandi telur umfjöllun gagnaðila um fyrningu villandi. Hafi fyrningarfrestir ekki áhrif á niðurstöðu þessa máls en fyrningu sé sl itið með birtingu stefnu. Verði mál endurupptekið teljist fyrningarslit frá þeirri stundu sem héraðsdómsstefnan var birt í hinu endurupptekna máli. 44. Endurupptökubeiðandi kveður mikilvægt að tilefnið til að leita ráðgefandi álits EFTA - dómstólsins hafi fyrst orðið til eftir að Hæstiréttur hafi litið fram hjá tilskipunum EES - réttar en hann hafi mátt vænta þess að 3. gr. EES - samningsins yrði beitt við túlkun réttarins. 45. Í máli sínu gegn íslenska ríkinu hafi endurupptökubeiðandi byggt á því að dómstólum hafi orðið á bótaskyld mistök með því að sýkna gagnaðila án þess að gæta að skyldum Íslands samkvæmt EES - samningnum. Dómstólar hafi vikið sér undan því að dæma um þá málsástæðu sem þó hafi skýrlega verið sett fram. Hafi ESA tekið málið upp af þeim sökum. Ekki síst v egna þessa hafi íslenska ríkið gert breytingu á lögum um endurupptöku mála fyrir íslenskum dómstólum. Hafi ESA sætt sig við þau málalok á þeirri forsendu að endurupptaka dæmdra mála væri úrræði sem stæði þeim til boða sem væru í sporum endurupptökubeiðanda . Athugasemdir gagnaðila við athugasemdir endurupptökubeiðanda 46. Hvað fyrningu varðar benda gagnaðilar á að fyrningarfrestur hafi verið rofinn samkvæmt 11. gr. laga nr. 14/1905 þegar stefna var birt í málinu 23. júní 2004. Sé skuldari með dómsúrlausn sýknaðu r af kröfum sé sú úrlausn endanleg og tilvist kröfunnar teljist þar með lokið. Jafnvel þótt hliðsjón væri höfð af gildandi fyrningarlögum nr. 150/2007, sem þó gildi ekki um kröfuna, hefjist nýr tíu ára fyrningarfrestur þegar krafa er dæmd. Hvernig sem niðu rst aðan verð i sé í öllu falli ljóst að krafa endurupptökubeiðanda, hafi hún nokkurn tímann stofnast, sé fallin niður fyrir fyrningu. Af því leiði að endurupptaka málsins mun i ljóslega ekki hafa í för með sér verulega breytta niðurstöðu þess og því séu skilyrði fyrir endurupptöku málsins ekki uppfyllt. 47. Gagnaðilar benda á að meðal skilyrða fyrir endurupptöku samkvæmt a - og b - lið 1. mgr. 191. gr. laga nr. 91/1991 sé að sterkar líkur skuli leiddar að því að ný gögn eða upplýsingar muni verða til breyttrar niðurstöðu í mikilvægum atriðum. Með þeim áskilnaði sé Endurupptökudómi bæði veittur sá réttur og lagðar á herðar sú skylda að meta hvort fyrirséð sé að endurupptaka muni verða til breyttrar niðurstöðu í mikilvægum atriðum. Af þessu leiði að dómurinn verði að meta hvort skilyrði fyrir endurupptöku séu uppfyllt og geti hann ekki komið sér undan því með því að vísa til þess að það sé almennra dómstóla að meta hvort krafa málsins sé fyrnd. 48. Af hálfu gagnaðila er vísað til þess að íslenskur réttur byggist á tvíe ðli landsréttar og þjóðaréttar og því haf i Evrópureglur ekki bein réttaráhrif í lögskiptum hér á landi fyrr en þær hafi verið leiddar í lög. Hafi Evrópureglur ekki verið leiddar í íslensk lög og íslensk lagaregla verið túlkuð í ósamræmi ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 16/2022 - 8 - við EES - rétt geti þ að varðað íslenska ríkið bótaskyldu . Slíkt geti hins vegar ekki leitt til þess að beita skuli hinni erlendu lagareglu afturvirkt í lögskiptum milli aðila. 49. Dómur Hæstaréttar sem krafist er endurupptöku á hafi verið í samræmi við lög og dómafordæmi sem giltu á þeim tíma sem hann var kveðinn upp. Hafi sá dómur byggt á röngu mati á EES - rétti geti slíkt aðeins leitt til bótaskyldu ríkisins en ekki verið grundvöllur að endurupptöku. Regla 23. gr. a skaðabótalaga nr. 50/1993 hafi fyrst verið lögfest með lögum nr. 124/2009. 50. Hvað varði fullyrðingu endurupptökubeiðanda um að endurupptaka málsins sé ekki á neinn gagnaðilar þess að þótt Sjóvá sé tryggingafélag njóti það sömu réttarverndar og aðrir. 51. Gagnaðilar benda á að í endurupptökubeiðni hafi ekki verið krafist málskostnaðar úr hendi gagnaðila en að sú krafa hafi fyrst komið fram í athugasemdum endurupptökubeiðanda við röksemdir gagnaðila. Af þessum sökum sé krafan of seint fram komin o g sé þess krafist að henni verði hafnað. Niðurstaða 52. Samkvæmt 1. mgr. 191. gr., sbr. 1. mgr. 193. gr. laga nr. 91/1991 , getur Endurupptökudómur orðið við beiðni um að mál sem dæmt hefur verið í Hæstarétti verði endurupptekið ef skilyrði a - eða b - liðar ákvæðisins er fullnægt, enda mæli atvik með því að leyfið verði veitt, þar á meðal að stórfelldir hagsmunir aðilans séu í húfi. Í a - lið ákvæðisins er kveðið á um heimild til endurupptöku ef sterkar líkur eru leiddar að því með nýjum gögnum eða upplýsingum um að málsatvik hafi ekki verið leidd réttilega í ljós þegar málið var til meðferðar og aðilanum verður ekki um það kennt og að gögnin eða upplýsingarnar muni verða til breyttrar niðurstöðu í mikilvægum atriðum. Samkvæmt b - lið er endurupptaka h eimiluð ef sterkar líkur eru leiddar að því að ný gögn eða upplýsingar um annað en málsatvik muni verða til breyttrar niðurstöðu í mikilvægum atriðum. 53. Endurupptökubeiðandi byggir á því að framangreind skilyrði a - og b - liðar 1. mgr. 191. gr. laga nr. 91/199 1 séu uppfyllt. Af framlögðum gögnum má ráða að endurupptökubeiðandi telji ráðgefandi álit EFTA - dómstólsins 10. desember 2010 í máli nr. 2/10, dóm Hæstaréttar 21. febrúar 2013 í máli nr. 532/2012, rökstutt álit ESA 20. janúar 201 6 í máli nr. 75004 og ákvör ðun ESA 23. júní 2021 um lokun á máli nr. 75004 til nýrra gagna eða upplýsinga í skilningi a - liðar 1. mgr. 191. gr. laga nr. 91/1991. Einnig vísar endurupptökubeiðandi í þessu sambandi til þess að tilvitnuð gögn hafi að til breyttrar niðurstöðu í mikilvægum atriðum í skilningi b - liðar sömu greinar . 54. Um framangreindar röksemdir endurupptökubeiðanda skal þess fyrst getið að ráðgefandi álit EFTA - dómstólsins, rökstutt álit ESA og ákvörðun ESA varða ekki mál endurupptökubeiðand a á hendur gagnaðilum heldur mál hans á hendur íslenska ríkinu sem lauk með dómi Hæstaréttar í máli nr. 532/2012. Ráðgefandi álit EFTA - dómstólsins laut að mögulegri skaðabótaábyrgð íslenska ríkisins á skuldbindingum þess samkvæmt EES - samningnum sökum þess að ranglega hefði verið staðið að innleiðingu tiltekinna tilskipana í íslenskan rétt eða vegna mistaka dómstóla við beitingu skaðabótareglna. Máli endurupptökubeiðanda gegn íslenska ríkinu til heimtu skaðabóta af þessum sökum lauk með dómi Hæstaréttar í má li nr. 532/2012 en þar var kröfu endurupptökubeiðanda hafnað á þeim grundvelli að vanræksla ríkisins á skuldbindingum sínum samkvæmt EES - samningnum teldist ekki nægilega alvarleg. Af þessu má ljóst vera að endurupptökubeiðandi getur ekki krafist endurupptö ku á máli sínu gegn gagnaðilum á grundvelli gagna sem hann hefur lagt ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 16/2022 - 9 - fram í málinu. Hér er þess einnig að gæta að þegar dómur Hæstaréttar í máli nr. 246/2005, sem krafist er endurupptöku á, gekk gat mikil sök starfsmanns, sem varð fyrir slysi við framkvæm d vinnu sinnar, leitt til þess að hann ætti engan rétt til skaðabóta úr hendi vinnuveitanda. Eftir að dómurinn gekk var skaðabótalögum breytt með lögum nr. 124/2009, þegar lögfest var 23. gr. a þess efnis að yrði starfsmaður fyrir líkamstjóni í starfi sínu skertist ekki réttur hans til skaðabóta vegna meðábyrgðar nema hann hefði af stórkostlegu gáleysi eða ásetningi átt þátt í að tjónsatburður varð. 55. Með vísan til framanritaðs verður ekki fallist á að endurupptökubeiðandi hafi leitt að því sterkar líkur með nýjum gögnum eða upplýsingum að málsatvik hafi ekki verið leidd réttilega í ljós þegar mál hans gegn gagnaðilum var til meðferðar og að gögnin eða upplýsingarnar muni verða til breyttrar niðurstöðu í mikilvægum atriðum, eins og áskilið er í a - lið 1. mgr. 1 91. gr. laga nr. 91/1991. 56. með ráðgefandi áliti EFTA - dómstólsins, dómi Hæstaréttar í máli nr. 532/2012, málsókn á hendur ríkinu og samskipt um við ESA, sem heimila eigi endurupptöku á grundvelli b - liðar 1. mgr. 191. gr. í ákvæðinu. E r skilyrðum b - liðar 1. mgr. 191. gr. laga nr. 91/1991 fyrir endurupptöku því ekki fullnægt. 57. Gagnaðilar gera kröfu um málskostnað sér til handa, að skaðlausu samkvæmt mati dómsins. Með vísan til 7. mgr. 192. gr., sbr. 130. gr. laga nr. 91/1991, verður endur upptökubeiðanda gert að greiða gagnaðilum, BB B e hf. og Sjóvá - Almennum tryggingum hf., óskipt málskostnað sem telst hæfilega ákveðinn 372.000 krónur, að meðtöldum virðisaukaskatti. Úrskurðarorð: Beiðni A um endurupptöku á máli nr. 246/2005 sem dæmt var í Hæstarétti 20. desember 2005, er hafnað. Endurupptökubeiðandi greiði óskipt gagnaðilum, B BB e hf. og Sjóvá - Almennum tryggingum hf., 372.000 krónur í málskostnað.