Úrskurður fimmtudaginn 19. maí 2022 í máli nr . 40 /2021 Endurupptökubeiðni Péturs Valdimarssonar 1. Dómararnir Eiríkur Elís Þorláksson, Jóhannes Karl Sveinsson og Oddný Mjöll Arnardóttir kveða upp úrskurð í máli þessu. 2. Með beiðni sem barst Endurupptökudómi 22. nóvember 2021 fór endurupptökubeiðandi, Pétur Valdimarsson, [...], fram á endurupptöku á dómi Hæstaréttar 13. september 2007 í máli nr. 611 /20 06 : Gunnar Pétursson gegn Svavari Valtý Valtýssyni, Arnóri Baldvinssyni, Helga Seljan Friðrikssyni, Fjarðabyggð, Sigurði Baldurssyni, Sléttubúinu ehf., Garðari Lárusi Jónassyni, Sæbjörgu Jónasdóttur, Dórótheu Sigurfinnsdóttur, Önnu Elínu Óskarsdóttur, Guðlaugi T. Óskarssyni, Óskari Jósef Óskarssyni, Sigurlín Rósu Óskarsdóttur, Baldvini Páli Óskarssyni, Dýrleifu Jónínu Tryggvadóttur, Guðnýju S. Ásberg Björnsdóttur og Sigurbirni Marinóssyni. 3. Gagnaðilar endurupptökubeiða nda er u Fjarðabyggð, Handlaginn ehf., dánar bú Helga Seljan Friðrikssonar, MyTimePlan ehf., Sigurbjörn Marinósson, Sigurlín Rósa Óskarsdóttir og Svavar Valtýr Valtýsson. 4. Fjarðabyggð, dánarbú Helga Seljan Friðrikssonar, Sigurbjörn Mari nósson og Svavar Valtýr Valtýsson krefjast þess að endurupptökub eiðni verði hafnað og að endurupptökubeiðanda verði gert að greiða þeim málskostnað fyrir Endurupptökud ómi. My TimePlan ehf. leggst gegn endurupptökubeiðninni. 5. Handlaginn ehf. og Sigurlín Rósa Óskarsdóttir hafa ekki látið málið til sín taka. Málsatvik 6. End urupptökubeiðandi er núverandi eigandi jarðarinnar Stuðla í Fjarðabyggð. F ramangreindu r dóm ur H æstaréttar varðar landamerki þeirrar jarðar gagnvart jörðunum Grænuhlíð, Áreyjum, Seljateigi, Seljateigshjáleigu og Sléttu. Í dóminum var kveðið á um landamerki milli Stuðla annars vegar og Áreyja og Grænuhlíðar hins vegar. Eigendur Seljateigs, Seljateigshjáleigu og Sléttu voru aftur á móti sýknaðir af kröfum eiganda Stuðla. Í héraði höfðu eigendur Seljateigshjáleigu höfðað gagnsök gegn eiganda Stuðla en gagnkröfu m þeirra var vísað frá héraðsdómi þar sem eigendum Seljateigs, sem höfðu hagsmuna að gæta af gagnkröfum, hafði ekki verið stefnt til að þola dóm í gagnsakarmálinu. Í greinargerðum sínum í héraði settu eigendur Sléttu einnig fram gagnkröfur en þeim var vísa ð frá héraðsdómi af sjálfsdáðum með vísan til 2. mgr. 28. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. 7. Með dómi Landsréttar 5. október 2018 í máli nr. 121/2018 var dæmt um landamerki jarðanna Stuðla og Sléttu frá Skessugjá í suðri að landamerkjum gagnvart Se . ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 40/2021 - 2 - 8. Stuðla og jarðanna Seljateigs og Seljateigshjáleigu árið 1884 þegar landamerkjabréf voru gerð fyrir en er ódagsett að öðru leyti. 9. Endurupptökubeiðandi fór upphaflega fram á endurupptöku á dómi Hæstaréttar í máli nr. 611/20 06 með beiðni sem barst Endurupptökudómi 9. ágúst 2021. Með úrskurði Endurupptökudóms 13. október í máli nr. 31/2021 var beiðninni vísað frá dómi vegna vanreifunar. Endurupptökubeiðandi lagði fram nýja beiðni sem barst Endurupptökudómi sem fyrr segir 22. n óvember 2021. Rökstuðningur málsaðila R ökstuðningur endurupptökubeiða nda 10. Endurupptökube iðandi byggir á því að fullnægt sé skilyrðum fyrir endurupptöku á grundvelli a - og b - liðar 1. mgr. 191. gr., sbr. 193. gr. laga nr. 91/1991. 11. Endurupptökubeiðandi kveðu r sig nú vera rétthafa þeirra hagsmuna sem um var fjallað í dómi Hæstaréttar í máli nr. 611/2006. Sonur hans hafi verið þinglýstur eigandi jarðarinnar Stuðla þegar hæstaréttarmálið var til meðferðar en endurupptökubeiðandi sé nú þinglýstur eigandi hennar. 12. Endurupptökubeiðandi bendir á að deilt hafi verið um landamerki jarðarinnar Stuðla til fjölda ára. Einn angi deilunnar hafi birst í dómi Hæstaréttar sem óskað er endurupptöku á. Í hæstaréttarmálinu hafi eitt helsta ágreiningsefnið verið staðsetning á Fló alækjarósi og hvort miða ætt i við upptök lækjarins eða hvort um tvo ósa hafi verið að ræða. Niðurstaða Hæstaréttar hafi verið að miða bæri við þann stað þar sem lækurinn hafi runnið í Fagradalsá 13. E igandi jarðarinnar Stuðla hafi á árinu 2018 óskað eftir dómkvaðningu matsmanns til að upplýsa betur um farveg Fagradalsár og Sléttuár og landamerki jarðarinnar Stuðla gagnvart jörðunum Seljateig i og Seljateigshjáleigu. Í matsgerð dómkvadds matsmanns sé sérstaklega fjallað um Flóalækjarósinn sem sé lykilstaður þ ar sem landamerki jarða komi saman. Landamerkjalýsingum beri ekki saman um hvar ósinn sé nákvæmlega en matsgerðin sé skýr hvað þetta varði og matsmaður bendi á að þar sem talað er um Flóalækjarós í landamerkjabréfi Stuðla sé að öllum líkindum átt við þann stað þar sem lækurinn falli í Bakkakvísl. 14. Endurupptökubeiðandi byggir á að með matsgerð dómkvadds matsmanns hafi verið færð veigamikil rök fyrir því að dómur Hæstaréttar hvað varðar Flóalækjarós sé rangur. Dómurinn komi í veg fyrir að hægt sé að miða við réttan upphafspunkt í máli sem til standi að höfða gegn þinglýstum eigendum Seljateigs og Seljateigshjáleigu. Niðurstaða matsmanns byggi á jarðfræðilegum, vatnafarslegum og gjóskufræðilegum ummerkjum sem stangist á við dóm Hæstaréttar og megi því álykta se m svo að dómurinn hafi byggst á röngum forsendum. Rökstuðningur gagnaðila 15. Gagnaðilar endurupptökubeiða nda , Fjarðabyggð, dánarbú Helga Seljan Friðrikssonar og Sigurbjörn Marinósson, byggja á því að endurupptökubeiðandi hafi ekki verið aðili að hæstaréttarmálinu nr. 611/2006. Ekkert liggi fyrir um að endurupptökubeiðandi hafi, þegar hann eignaðist jörðina Stuðl a, fengið framseldan rétt til að raska dómsniðurstöðum um landamerki jarðarinnar. Hann geti því ekki verið aðili að málinu fyrir Endurupptökudómi. Þá mótmæla gagnaðilar að matsgerð dómkvadds matsmanns hafi nokkra þá þýðingu að réttlæti endurupptöku. ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 40/2021 - 3 - Matsge rðin sé háð verulegum göllum bæði að efni og formi. Loks byggja gagnaðilar á því að eigendur Stuðla hefðu getað aflað jarðfræðilegrar matsgerðar um staðsetningu Flóalækjaróss í fyrra dómsmáli. Reyndar hafi sú málsókn byggst á málsástæðum um að Flóalækjarós hafi vísað til upptaka lækjarins en ekki afrennslis í Fagradalsá eða árfarvegs hennar. Endurupptökubeiðandi sé bundinn af þeim kröfum og málsástæðum sem settar voru fram í fyrra máli. 16. Gagnaðili, Svavar Valtýr Valtýsson, bendir á að endurupptökubeiðandi h afi ekki verið aðili að því máli sem krafist er endurupptöku á og geti því ekki átt aðild að beiðni um endurupptöku. Þá byggir hann á því að skilyrði 1. mgr. 191. gr. laga nr. 91/1991 séu ekki uppfyllt. Aðili að hæstaréttarmálinu hefði getað aflað matsgerð ar undir rekstri dómsmálsins til að færa sönnur á staðhæfingar s ínar. Loks byggir þessi gagnaðili á því að matsgerðin , sem endurupptökubeiðandi vísar til , grundvallist á matsmáli sem hann hafi ekki átt aðild að . Sé hann því ekki bundinn af matsgerðinni . Af því leiði að ekki geti talist vera um nýtt gagn að ræða. 17. Gagnaðili, MyTimePlan ehf., telur að ekkert í matsgerð dómkvadds matsmanns gefi til kynna að Hæstiréttur hafi komist að rangri niðurstöðu. Niðurstaða 18. Endurupptökubeiðandi byggir á því að í frama ngreindri matsgerð dómkvadds matsmanns sé fjallað um staðsetningu Flóalækjaróss. Sé niðurstaða matsmannsins í því efni önnur en sú sem byggt hafi verið á í framangreindum dómi Hæstaréttar. Með matsgerðinni hafi verið færð veigamikil rök fyrir því að dómur Hæstaréttar sé rangur. Séu því komin fram ný gögn og upplýsingar sem muni verða til breyttar niðurstöðu málsins í mikilvægum atriðum, sbr. a - lið 1. mgr. 191. gr. laga nr. 91/1991. 19. Af 3. mgr. 193. gr., sbr. 7. mgr. 192. gr. laga nr. 91/1991 leiðir að um mál smeðferð fyrir Endurupptökudómi gilda almenn ákvæði laganna að því marki sem ekki er að finna sérreglur um hana í XXVIII. og XXIX. kafla þeirra . Í ákvæðum 116. gr. laga nr. 91/1991 felast reglur um réttaráhrif dóma byggðar á þeirri grunnreglu að dómur skul i vera endir þrætu og sama sakarefnið því ekki dæmt að nýju. Sú grunnregla gildir jafnframt samkvæmt lögunum að málsaðilum ber að tefla fram kröfum og öðrum atriðum sem varða málatilbúnað þeirra, þar á meðal þeim sönnunargögnum sem þeir vilja reisa hann á, svo fljótt sem kostur er, sbr. 1. mgr. 80. gr. og 2. mgr. 99. gr. laganna. Í lögunum er jafnframt leitast við að sporna við því að aðilar geti upp á sitt eindæmi dregið mál á langinn að óþörfu. Sú meginregla að hraða beri máli eftir föngum styðst ekki ein ungis við hagsmuni málsaðila, heldur búa þar einnig að baki ríkir almannahagsmunir. Í samræmi við það er mælt svo fyrir í 2. mgr. 102. gr. laganna að aðilar skuli nota fresti, sem dómari ákveður að veita þeim undir rekstri máls, jöfnum höndum til að leita sátta og til að afla frekari gagna, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar 23. febrúar 2015 í máli nr. 104/2015. Vanræksla á því að leggja sönnunargögn fram tímanlega leiðir að jafnaði til þess að óheimilt er að leggja þau fram, sbr. 5. mgr. 102. gr., 1. mgr. 160. gr. og 1. mgr. 184. gr. laga nr. 91/1991. 20. Til samræmis við framangreindar grunnreglur einkamálaréttarfars er sá áskilnaður gerður í a - lið 1. mgr. 191. gr. laga nr. 91/1991 að málsaðilanum sé ekki um að kenna að málsatvik hafi ekki verið réttilega í l jós leidd þegar málið var til meðferðar. Samkvæmt því eru ekki lagaskilyrði til að bæta úr því við endurupptöku máls á grundvelli XXVIII. eða XXIX. kafla laga nr. 91/1991 ef aðilar hafa látið hjá líða að hlutast til um þá sönnunarfærslu sem þeim var tæk við rekstur dómsmáls. Á þetta við um matsgerð hins dómkvadda matsmanns sem endurupptökubeiðandi byggir á til stuðnings málatilbúnaði sínum. ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 40/2021 - 4 - 21. Óumdeilt er að endurupptökubeiðandi var ekki að aðili að því dómsmáli sem lauk með dómi Hæstaréttar í máli nr. 611/ 2006 heldur sonur hans, sem var aðalstefnandi í héraði og áfrýjandi fyrir Hæstarétti. Endurupptökubeiðandi getur ekki öðlast betri rétt heldur en fyrri eigandi jarðarinnar hafði hvað varðar framangreint skilyrði um endurupptöku og þannig leitast við að fá málið endurupptekið á grundvelli gagna sem aðili málsins gat hlutast til um að afla. Af þeim sökum verður ekki bætt úr því fyrir Endurupptökudómi að látið var hjá líða að afla matsgerðar undir rekstri málsins. Er skilyrðum fyrir endurupptöku á grundvelli a - liðar 1. mgr. 191. gr. laga nr. 91/1991 þar af leiðandi ekki fullnægt. 22. Matsgerð dómkvadds matsmanns fellur ekki undir b - lið 1. mgr. 191. gr. laga nr. 91/1991 þannig að um sé að ræða nýtt gagn eða upplýsingar um annað en málsatvik. Verður því ekki heldur f allist á endurupptöku á þeim grunni. 23. Gagnaðilar endurupptökubeiðanda, Fjarðabyggð, dánarbú Helga Seljan Friðrikssonar, Sigurbjörn Mari nósson og Svavar Valtýr Valtýsson krefjast málskostnaðar fyrir Endurupptökudómi. Með hliðsjón af úrslitum þessa máls úrsku rðast að endurupptökubeiðandi greiði Fjarðabyggð, dánarbúi Helga Seljan Friðrikssonar og Sigurbirni Marinóssyni hverju fyrir sig 100.000 krónur og Svavari Valtý Valtýssyni 300.000 krónur í málskostnað. 24. Gagnaðili endurupptökubeiðanda MyTimePlan ehf. hefur ekki krafist málskostnaðar. Þá hafa gagnaðilarnir Handlaginn ehf. og Sigurlín Rósa Óskarsdóttir ekki látið málið til sín taka. Verður málskostnaður ekki úrskurðaður hvað þessa aðila varðar. Úrskurðarorð: Kröfu endurupptökubeiðanda, Péturs Valdimarssonar, um endurupptöku á máli nr. 611/2006 sem dæmt var í Hæstarétti 13. sep tember 2007, er hafnað. Endurupptökubeiðandi greiði Fjarðabyggð, dánarbúi Helga Seljan Friðrikssonar og Sigurbirni Mar i n óssyni hverju f yrir sig 100.000 krónur og Svavari Valtý Valtýssyni 300.000 krónur í málskostnað.