Úrskurður föstudaginn 21. janúar 2022 í mál i nr . 10/2021 Endurupptökubeiðni Bjarna Ármannssonar 1. Dómararnir Hólmfríður Grímsdóttir, Eyvindur G. Gunnarsson og Jóhannes Karl Sveinsson kveða upp úrskurð í máli þessu. 2. Með beiðni 1. desember 2020 fór endurupptökubeiðandi fram á endurupptöku á dómi Hæstaréttar 15. maí 2014 í máli nr. 465/2013. 3. Ríkissaksóknari, sem er gagnaðili endurupptökubeiðanda, leggst gegn beiðni hans. 4. Mál þetta var munnlega flutt fyrir Endurupptökudómi 13. janúar 2022. Málsatvik 5. Með dómi Hæstaréttar 15. maí 2014 var endurupptökubeiðandi dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi og gert að greiða 35.850.000 krónur í sekt í ríkissjóð fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum með því að hafa vantalið alls 20. 487.295 krónur í fjármagnstekjur á skattframtölum sínum fyrir gjaldárin 2007, 2008 og 2009. Forsaga málsins var sú að skattrannsóknarstjóri ríkisins hóf í júlí 2009 rannsókn á skattskilum endurupptökubeiðanda í því skyni að kanna hvort endurupptökubeiðandi hefði talið fram ávinning af sölu hlutabréfa í tengslum við starfslok hans sem forstjóri Glitnis banka hf. í aprílmánuði 2007. Í framhaldinu var tekin ákvörðun um að hefja rannsókn á skattskilum hans vegna tekjuáranna 2006, 2007 og 2008 . 6. Að rannsókn lokin ni var skýrsla skattrannsóknarstjóra 6. október 2010 send ríkisskattstjóra til endurákvörðunar á sköttum endurupptökubeiðanda . Í meðförum ríkisskattstjóra á málinu var fallið frá fyrirhugaðri endurákvörðun tekjuskattsstofns vegna meintra vanframtalinna tek na í tengslum við starfslok. Ríkisskattstjóri úrskurðaði 15. maí 2012 að kærandi hefði vantalið verulegar fjármagnstekjur sem hefðu komið í hlut hans á árunum 2006 til 2008 og hækkaði stofn fjármagnstekjuskatts á skattframtali fyrir árin 2007 til 2009. Með úrskurðinum var 25% álagi bætt við vantalinn skattstofn öll gjaldárin, sbr. heimild í 2. mgr. 108. gr. laga nr. 90/2003 um tekjuskatt. Endurupptökubeiðandi undi úrskurðinum og greiddi umkrafða fjárhæð. 7. Skattrannsóknarstjóri ríkisins vísaði máli endurupptökubeiðanda til embættis sérstaks saksóknara með bréfi 1. mars 2012. Ákæra var gefin út 17. desember það sama ár. Var endurupptökubeiðanda gefið að sök meiri háttar brot gegn skattalögum, með því að hafa staðið skil á efnislega röngum skattframtölum gjaldárin 2007, 2008 og 2009 vegna tekjuáranna 2006, 2007 og 2008 og brotin talin varða við 1. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 1. gr. laga nr. 39/1995, sbr. einnig 1. mgr. 109. gr. laga n r. 90/200 3. Héraðsdómur gekk í máli hans 28. júní 2013. Endurupptökubeiðandi var þar sakfelldur fyrir brot samkvæmt ákærunni og ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 10/2021 - 2 - dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu sektar að fjárhæð 35.850.000 krónur. 8. Með dómi Hæstaréttar 15. maí 20 14 var endurupptökubeiðandi dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi en niðurstaða héraðsdóms um sektargreiðslu staðfest. 9. Endurupptökubeiðandi lagði fram kæru gegn Íslandi fyrir Mannréttindadómstól Evrópu 11. nóvember 2014 og byggði málatilbúnað sinn á því að hann hefði tvívegis sætt lögsókn fyrir sama brot með beitingu álags á stjórnsýslustigi og svo í sakamáli fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum. Þessi tvöfalda málsmeðferð færi gegn 4. gr. 7. viðauka við mannréttindasáttmála Evrópu. Mannréttindad ómstóll Evrópu kvað upp dóm 16. apríl 2019 í máli nr. 72098/14 þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að endurupptökubeiðandi hefði verið saksóttur og refsað tvívegis vegna sömu eða efnislega sömu háttsemi í tveimur aðskildum málum sem ekki hafi tengst me ð fullnægjandi hætti. Þannig hafi verið brotið gegn rétti endurupptökubeiðanda samkvæmt 4. gr. 7 viðauka við mannréttindasáttmála Evrópu. Íslenska ríkið var dæmt til að greiða endurupptökubeiðanda 5000 evrur í miskabætur og 29.800 evrur í málskostnað. 10. End urupptökubeiðandi fór þess á leit við Endurupptökudóm 2. desember 2020 að dómur Hæstaréttar frá 15. maí 2014 í máli nr. 465/2013 yrði endurupptekinn. Rökstuðningur málsaðila Rökstuðningur endurupptökubeiðanda 11. Endurupptökubeiðandi byggir á því að 16 . apríl 201 9 hafi Mannréttindadómstóll Evrópu kveðið upp dóm í máli hans gegn Íslandi nr. 72098 /1 4 þar sem komist hafi verið að þeirri einróma niðurstöðu að íslenska ríkið hefði í hæstaréttarmálinu nr. 465/2013 brotið gegn rétti hans samkvæmt 4. gr. 7. viðauka m a nnréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994. Endurupptökubeið andi hafi verið dæmd ur til refsingar með þeim dómi en áður sætt refsingu með úrskurð i ríkisskattstjóra vegna sömu háttsemi. 12. Í niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu hafi verið vísað til þess að óumdeilt væri milli endurupptökubeið a nda og íslenska ríkisins að sömu málsatvik hafi legið til grundvallar meðferð ríkisskattstjóra og sakamálsins. Þess vegna hafi Mannréttindadómstóll Evrópu skoðað hvort málsmeðferð annars vegar fyrir skattyfirvöldum o g hins vegar fyrir dómstólum, sem byggðust á sömu málsatvik um , hefð i verið réttlætanleg vegna nægjanlegra tengsla í tíma og rúmi. Mannréttindadómstóllinn hafi ekki talið svo vera. Niðurstaðan hafi verið að endurupptökubeið andi hafi sætt tveimur aðskildum r annsóknum og málsmeðferðum fyrir sama brotið andstætt 4. gr. 7. viðauka sáttmálans. 13. Í dómi Mannréttindadómstóls Evrópu segi meðal annars að þegar litið væri til málsatvika, einkum og sér í lagi skortsins á skörun í tíma og til gagnaöflunar, sem að verulegu leyti hafi verið sjálfstæð, geti dómstóllinn ekki fallist á að nægilega náin tengsl hafi verið að efni til og í tíma milli skattamálsins og sakamálsins til þess að þau gætu talist standast bis viðmiðið í 4. gr. 7. viðauka mann réttindasáttmála Evrópu. Af því leiði að endurupptökubeið andi hafi sætt lögsókn og refsingu fyrir sömu eða efnislega sömu háttsemi af hálfu mismunandi yf i rvalda í tveimur mismunandi málum þar sem nauðsynlega tengingu hafi skort. ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 10/2021 - 3 - 14. Með vísan til þessa rökstu ðnings mannréttindadómstólsins óski endurupptökubeið andi eftir endurupptöku sakamálsins fyrir Hæstarétti, enda sé ljóst að sú málsmeðferð sem hafi lokið með sakfellingu hafi brotið gegn rétti hans samkvæmt 4. gr. 7. viðauka m annréttindasáttmála Evrópu. 15. Um skilyrði fyrir endurupptöku sé í fyrsta lagi vísað til a - liðar 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála eins og ákvæðinu hafi verið breytt með 11. gr. laga nr. 47/2020. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi til laganna komi fram að ekki sé með breytingunum gert ráð fyrir efnislegum breytingum á þeim skilyrðum sem sett hafi verið í 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 fyrir endurupptöku sakamála. Þó hafi texti a - liðar 1. mgr. verið samræmdur þeim breytingum sem gerðar hafi verið á skilyrðum til endurupptöku samkvæmt lögum um meðferð einkamála með því að nýjar upplýsingar geti verið tilefni endurupptöku. Þá hafi verið áréttað í eingöngu til sönnunargagna heldu r geti það átt við úrlausnir alþjóðlegra dómstóla. Í athugasemdum við 7. gr. frumvarpsins sé sérstaklega tilgreint að dómar Mannréttindadómstóls Evrópu geti fallið þar undir. 16. Þá vísa r endurupptökubeið andi til d - liðar 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 um a ð verulegir gallar hafi verið á meðferð málsins sem að áhrif hafi haft á niðurstöðu þess. Þeir ágallar sem um ræði hafi falist í því að málsmeðferð fyrir skattyfirvöldum og dómstólum, sem byggst hafi á sömu málsatvikum, hafi ekki verið réttlætanlegar vegna skorts á nægjanlegum tengsl um í tíma og rúmi. Niðurstaða Mannréttindadómstóls Evrópu hafi því verið sú að endurupptökubeið andi hafi sætt tveimur sjálfstæðum rannsóknum og málsmeðferðum fyrir sama brotið andstætt 4. gr. 7. viðauka m annréttindasáttmála Evró pu. Við endurupptöku málsins muni endurupptökubeið andi gera kröfu um að ákærunni verði vísað frá héraðsdómi og honum dæmdur málskostnaður. 17. Endurupptökubeiðandi gerir athugasemdir við túlkun ríkissaksóknara á a - lið 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 þar sem hann fjalli á ófullnægjandi hátt um athugasemdir með frumvarpi því er varð að lögum nr. 47/2020. Þar komi fram kjarni þeirra þriggja skilyrða sem þurfi að vera uppfyllt til að fallist verði á endurupptöku þegar dæmdra mála; þ.e. að meðal nýrra gagna og up plýsinga í skilningi ákvæðisins geti verið úrlausnir alþjóðlegra dómstóla á borð við Mannréttindadómstól Evrópu, að hin nýju gögn og upplýsingar gætu leitt til breyttrar niðurstöðu málsins í mikilvægum atriðum og að atvik þurfi að mæla með því að leyfi til endurupptöku verði veitt, þar á meðal að stórfelldir hagsmunir aðilans séu í húfi. Endurupptökubeiðandi telur óumdeilt að öll þessi skilyrði séu uppfyllt í máli hans. 18. Þá vekur endurupptökubeiðandi athygli á að dómur Hæstaréttar frá 21. maí 2019 í máli nr . 12/2018, sem gagnaðili vísi til í greinargerð sinni í löngu máli, hafi verið kveðinn upp í gildistíð eldri laga, þ.e. áður en lög nr. 47/2020 tóku gildi. Það fari ekki á milli mála hver tilgangur inn í a - lið 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 og vilji löggjafans sé algerlega ótvíræður í þessum efnum. Þá sé enga afmörkun eða takmörkun að finna í lögum eða lögskýringargögnum þess efnis að úrlausnir alþjóðlegra dómstóla eins og Mannréttindadómstóls Ev rópu þurfi að varða milliliða sönnunarfærslu fyrir dómi, vanhæfi dómara eða tvöfalda refsingu. Sé því nærtækast að álykta sem svo að allir dómar Mannréttindadómstóls Evrópu, sem varði stórfellda hagsmuni endurupptökubeiðanda og leitt gætu til breyttrar nið urstöðu málsins í mikilvægum atriðum falli þar undir. 19. Með breytingarlögum nr. 47/2020 sé ljóst að vilji löggjafans standi ótvírætt t i l þess að - lið 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 skuli skýrð svo rúmt ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 10/2021 - 4 - að þau taki einnig til úrlausna alþjóðlegra dómstóla, enda sé það tekið fram berum orðum í athugasemdum með fru mva rpinu er varð að lögum nr. 47/2020. 20. Endurupptökubeiðandi tekur fram að af hálfu gagnaðila virðist málið snúast um hvort sá háttur íslenskrar réttarframkv æmdar að ákvarða einstaklingi stjórnvaldssekt af skattyfirvöldum og ákæra hann síðan og dæma til refsingar feli í sér brot á 4. gr. 7. samningsviðauka mannréttindasáttmála Evrópu eða ekki. Það sé mikil einföldun. Endurupptökubeiðandi leggur áherslu að mál af þessu tagi séu mjög atviksbundin og því þurfi að rýna í málsmeðferðina í hverju tilviki bæði á stjórnsýslustigi, við rannsókn hjá saksóknara og fyrir dómi. Dómur mannréttindadómstólsins í máli hans endurspegli einmitt þetta. Dómstóllinn hafi fjallað efn islega um meðferð stjórnvalda, saksóknara og dómstóla og komist að þeirri niðurstöðu að á endurupptökubeiðanda hafi verið brotinn réttur samkvæmt 4. gr. 7. viðauka við sáttmálann. Dómur mannréttindadómstólsins sé skýr og afdráttarlaus. Rökstuðningur gagnað il a 21. Ríkissaksóknari, sem er gagnaðili í málinu, leggst gegn því að endurupptökubeiðnin nái fram að ganga. 22. Ríkissaksóknari vísar til þess að krafa endurupptökubeið a nda um endurupptöku á grundvelli a - liðar 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 sé byggð á breyti ngu sem gerð hafi verið með lögum nr. athugasemdum með frumvarpi er varð að lögum nr. 47/2020 hafi komið fram að ekki væri gert ráð fyrir efnislegum breytingum á ski lyrðum 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008. Þó hafi texti a - liðar 1. mgr. verið samræmdur þeim breytingum sem gerðar hefðu verið á skilyrðum til rúmt að það tæki ekki eingöngu til sönnunargagna heldur gæti það átt við um úrlausnir alþjóðlegra dómstóla. 23. Ríkissaksóknari bendir á að endurupptökubeiðnin byggi því á breytingu sem gerð hafi verið til að samræma lög nr. 88/2008 lögum nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Orðalag í greinargerð með lögum nr. 47/2020 hvað þetta varði sé mjög einkennilegt og lýsi algeru skeytingarleysi gagnvart lögum nr. 88/2008. Í stað þess að setja skýra heimild í 228. gr. laga nr. 88/2008 um að endurupptaka sé heimil á grundvelli dóma alþjóðlegra dómstóla sé u dómar þessi r flokkaðir sem upplýsingar í lagatextanum. 24. Ríkissaksóknari telur að lagaheimild skorti til að verða við beiðni um endurupptöku á grundvelli dóms Mannréttindadómstóls Evrópu, enda sé ekki unnt að lesa út úr texta 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 að dómar alþjóðlegra dómstóla geti verið hluti af því sem í textanum sé kallað upplýsinga r. Eðlileg textaskýring á ákvæðinu sé að verið sé að vísa til upplýsinga um staðreyndir máls, ný vitni og svo framvegis, sem ekki hafi verið kunn þegar dómur var kveðinn upp. Dómar Mannréttindadómstóls Evrópu séu ekkert meira en lögskýringargagn fyrir ísle nskum dómstólum vegna tvíeðlis landsréttar og þjóðaréttar og vegna þess að dómar dómstólsins séu ekki frekar en aðrir dómar alþjóðlegra dómstóla bindandi að íslenskum rétti. Gera verði ríkar kröfur um skýrleika lagaheimilda ef víkja eigi til hliðar einni v eigamestu reglu réttarfars um bindandi réttaráhrif dóma, sbr. til dæmis dóm Hæstaréttar 21. maí 201 9 í máli nr. 12/2018. 25. Ríkissaksóknari byggir einnig á því að breytt dómafr a mkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu varð andi beitingu 4. gr. 7. viðauka mannréttin dasáttmála Evrópu vegna álags hjá ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 10/2021 - 5 - skattyfirvöldum og áhrif þess á síðari refsimeðferð verði ekki beitt afturvirkt til þess að endurupptaka eldri dóma Hæstaréttar. Dómur Hæstaréttar, sem krafist er endurupptöku á, hafi verið í fullkomnu samræmi við dóma Man nréttindadómstóls Evrópu þegar hann var kveðinn upp. Hann hafi því verið réttur og væri að æra óstöðugan ef dómaframkvæmd á Íslandi ætti að elta breytta dómaframkvæmd mannréttindadómstólsins þannig að endurupptaka þyrfti alla eldri dóma í hvert skipti sem [ sá dómstóll ] fengi nýjar hugmyndir um túlkun sáttmálans í tengslum við eldri dóma . Þetta sé enn bagalegra þar sem [ mannréttindadómstóllinn ] virðist ekki virða eigin viðmið um málshraða . Á árinu 2004 hafi mannréttindadómstóllinn komist að sömu niðu rstöðu í máli Rosenquist gegn Sv íþjóð nr. 60619/00 og í öðrum sambærilegum málum um túlkun á 4. gr. 7. viðauka mannréttindasáttmálans og Hæstiréttur í máli nr. 74/2012. Hæstiréttur hafi því dæmt í samræmi við fordæmi mannréttindadómstólsins í máli endurupp tökubeið a nda. Á fordæmum mannréttindadómstólsins hafi verið gerð breyting þegar dó m ur hafi gengið í máli A og B gegn Noregi 15. nóvember 2016 í málum nr. 24130/11 og 29758/11, nærri fjórum árum eftir að dómur féll í því máli sem krafist er endurupptöku á. 26. Þá bendir Ríkissaksóknari á að ekki séu uppfyllt þau skilyrði a - liðar 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 um að ætla megi að nýjar upplýsingar hefðu verulega skipt máli fyrir niðurstöðu málsins ef þær hefðu komið fram áður en dómur gekk. Það sé óframkvæmanl egt og óhugsandi að dómur mannréttindadómstólsins sem gekk árið 2016 hafi getað legið fyrir við dómsmeðferð í Hæstarétti árið 2013. Dómur mannréttindadómstólsins vitni ekk i um r étta túlkun á 4. gr. 7. viðauka við mannréttindasáttmálann þegar mál endurupptö kubeiðanda var dæmt í Hæstarétti árið 2013 en það geri dómur mannréttindadómstólsins í máli Rosenquist gegn Svíþjóð aftur á móti. Gæta verði að því að dómur mannréttindadómstólsins í máli endurupptökubeið a nda vitni ekki um atvik eða túlkun ákvæða sáttmálan s árið 2013 heldur eingöngu að dómararnir fylgi ekki fastri stefnu heldur eigin duttlungum um að þenja út valdsvið sitt sem ekki ráðist af lögum heldur samningstexta mannréttindasáttmálans sem dómararnir telji heimil t að víkka út að eigin geðþótta . Niðurstaða 27. Endurupptökubeið andi reisir kröfu sína um endurupptöku á a - og d - liðum 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008. Samkvæmt a - lið ákvæðins getur Endurupptökudómur orðið við beiðni um endurupptöku ef fram eru komin ný gögn eða upplýsingar sem ætla má a ð hefðu verulega miklu skipt fyrir niðurstöðu málsins ef gögnin eða upplýsingarnar hefðu komið fram áður en dómur gekk. 28. Endurupptökubeiðandi byggir á því að með dómi Mannréttindadómstóls Evrópu í máli hans gegn Íslandi séu fram komnar nýjar upplýsingar í skilningi a - liðar 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 sem hefðu verulega miklu skipt fyrir niðurstöðu málsins ef þau hefðu komið fram áður en dómur gekk. Ríkissaksóknari mótmælir því sem fyrr segir að dómur M annréttind adómstóls Evrópu geti talist vera nýjar upplýsingar í skilningi a - liðar 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008. Hann byggir meðal annars á því að það verði ekki ráðið af orðalagi ákvæðisins að slíkir dómar teljist vera nýjar upplýsingar. Eðlileg textaskýring á ákvæðinu sé að um sé að ræða upplýsingar um staðreyndir máls, ný vitni og svo framvegis. Gera verði ríkar kröfur um skýrleika lagaheimilda ef víkja eigi til hliðar einni veigamestu reglu réttarfars um bindandi réttaráhrif dóma. Ummæli í greinargerð með lögum breyti engu um að lagaheimild til end urupptöku skorti. ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 10/2021 - 6 - 29. Með lögum nr. 47/2020 voru gerðar breytingar á lögum nr. 50/2016 um dómstóla, lögum nr. 91/1991 og lögum nr. 88/2008. Endurupptökudómi var komið á fót og gerðar breytingar á skilyrðum fyrir endurupptöku bæði einkamála og sakamála. Sú bre yting var gerð á a - lið 1. mgr. endurupptöku sakamála eftir breytingarnar rýmkaðar en áður var endurupptaka aðeins tæk á grundvelli a - fram. Í greinargerð með frumvarpi sem varð að lögum nr. 47/2020 kom meðal annars fram að ekki væri gert ráð fyrir efnislegum breytingum á þeim skilyrðum sem kæmu fram í 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008. Þó hefði texti a - liðar verið samræmdur þeim breytingum sem gerðar væru á skilyrðum fyrir endurupptöku samkvæmt lögum nr. 91/1991. Áréttað v ar það tæki ekki eingöngu til sönnunargagna heldur gæti það átt við úrlausnir alþjóðlegra dómstóla. Var í frumvarpinu um þetta vísað til skýringa við það ákvæði sem breytti lögum nr. 91/1991 að þessu leyti. Í þeim skýringum kom meðal annars fram að með nýjum gögnum eða upplýsingum í umræddum skilningi væri átt við öll þau gögn eða upplýsingar sem leitt gætu til breyttrar niðurstöðu máls í mikilvægum atriðum, þar á meðal gætu verið úrlausnir alþjóðlegra dómstóla á borð við Mannréttindadómstól Evrópu og EFTA - dómstólinn. Í nefndaráliti meirihluta allsherjar - og menntamálanefndar kom einnig fram að skýra ætt i rúmt hvað teldist til úrlausna alþjóðlegra dómstóla í skilningi frumvarpsins. 30. Við mat á því hvort að umræddur dómur Mannréttindadómstóls Evrópu geti talist vera nýjar upplýsingar í skilningi a - liðar 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 verður að hafa til h liðsjónar þá meginreglu réttarfars að dómur sjálfstæðs og óvilhalls dómstóls bindur enda á sérhvert mál og skal sama sakarefni ekki dæmt efnislega nema einu sinni, sbr. meðal annars 186. gr. laga nr. 88/2008. Í ljósi þessarar meginreglu er ekki unnt að ljá lagaheimildum til endurupptöku rýmri merkingu en samkvæmt orðanna hljóðan, sbr. meðal annars dóm Hæstaréttar 21. maí 2019 í máli nr. 12/2018. Við mat á því hvað geti talist til nýrra upplýsinga í skilningi ákvæðisins er til þess að líta að samkvæmt almenn ri málnotkun vísar orðið til sérhverrar vitneskju sem liggur fyrir um viðkomandi atvik eða aðstæður. Af því leiðir að líta verður svo á að dómur Mannréttindadómstóls Evrópu í máli endurupptökubeiðanda gegn Íslandi falli undir ákvæðið eins og það verður ski lið samkvæmt orðanna hljóðan. 31. Þá styður það enn frekar þá túlkun að í greinargerð með frumvarpi er varð að lögum nr. 47/2020, sem breytti ákvæði a - liðar 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 kemur fram, eins og fyrr er rakið, sá skýri vilji löggjafans að fella undir ákvæðið dóma alþjóðlegra dómstóla, þar á meðal Mannréttindadómstóls Evrópu. Liggur þannig fyrir að við rýmkun á skilyrðum endurupptöku var leitast við að veita úrlausnum mannréttindadómstólsins, þar sem fallist er á að brotið hefur verið gegn ákvæðu m mannréttindasáttmála Evrópu við meðferð máls fyrir íslenskum dómstólum, meira vægi í þessu sambandi en þær höfðu áður. 32. Í dómi Hæstaréttar 21. maí 2019 í máli nr. 12/2018 var fjallað um skilyrði þágildandi d - liðar 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 um endu rupptöku. Í þeim dómi komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að í íslenskum lögum væri ekki að finna heimild til endurupptöku máls í kjölfar þess að Mannréttindadómstóll Evrópu hefði komist að þeirri niðurstöðu að brotið hafi verið gegn mannréttindasáttmál a Evrópu við meðferð máls fyrir íslenskum dómstólum við þær aðstæður sem uppi voru í því máli. Hafi því skort lagaheimild til þess að ljá dómum mannréttindadómstólsins það vægi að þeir leiddu til endurupptöku dæmdra mála. Með lögum nr. 47/2020 var þessari reglu breytt með núgildandi ákvæði a - liðar 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 sem verður samkvæmt framangreindu túlkað þannig að dómar Mannréttindadómstóls ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 10/2021 - 7 - Evrópu geti leitt til endurupptöku máls að öðrum skilyrðum fullnægðum, sbr. einnig úrskurði Enduruppt ökudóms 11. janúar 2022 í málum nr. 2/2021 og 15/2021. 33. Samkvæmt framangreindu verður talið að dómur Mannréttindadómstóls Evrópu í máli endurupptökubeiðanda gegn Íslandi feli í sér nýjar upplýsingar í skilningi a - liðar 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008. 34. Ke mur þá til skoðunar hvort fullnægt sé því skilyrði a - liðar 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 hvort ætla megi að hinar nýju upplýsingar hefðu verulega miklu skipt fyrir niðurstöðu málsins ef þær hefðu komið fram áður en dómur í máli því sem krafist er endu rupptöku á var kveðinn upp. 35. Við mat á því verður meðal annars að líta til þess hvaða þýðingu dómur Mannréttindadómstóls Evrópu í máli endurupptökubeiðanda hefði haft ef hann hefði legið fyrir. Eðli máls samkvæmt gat sá dómur ekki legið fyrir áður en dómur Hæstaréttar í máli endurupptökubeiðanda var kveðinn upp. Verður að leysa úr málinu á þann veg að taka afstöðu til þess hvernig Hæstiréttur hefði dæmt í málinu ef þau sjónarmið sem felast í dómi mannréttindadómstólsins hefðu verið kunn þegar málið var dæmt í Hæstarétti að teknu tilliti til þess að sjónarmiðin eiga sérstaklega við um endurupptökubeiðanda. 36. Í dómaframkvæmd Hæstaréttar hefur því ítrekað verið slegið föstu að líta beri til dóma Mannréttindadómstóls Evrópu við skýringu ákvæða mannréttindasáttmála Evrópu þegar reynir á hann sem hluta af landsrétti og að skýra beri önnur lög til samræmis við sáttmálann og úrlausnir mannréttindadómstólsins, sbr. til dæmis dóm Hæstaréttar 18. mars 2021 í máli nr. 34/2020. 37. Þá hefur Hæstiréttur sérstaklega litið til dó ms Mannréttindadómstóls Evrópu í máli Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar gegn Íslandi nr. 22007/11 í öðru efnislega sambærilegu máli , sbr. d óm Hæstaréttar 21. september 2017 í máli nr. 283/2016. Í því máli var maður ákærður fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum með því að hafa staðið skil á efnislega röngum skattframtölum. Varnir hans byggðu meðal annars á því að við málsmeðferðina hefði verið brotið gegn réttindum hans samkvæmt 4. gr. 7. viðauka mannréttindasáttmála Evrópu. Í dómi Hæstarétt ar er ítarleg umfjöllun um síðastgreindan dóm Mannréttindadómstóls Evrópu. Verður ekki annað ráðið af dómi Hæstaréttar en að dómurinn hafi haft verulega þýðingu við úrlausn sakarefnis málsins og leitast hafi verið við að beita þeim sjónarmiðum sem fram kom u í honum. 38. Í dómi Mannréttindadómstóls Evrópu í máli endurupptökubeiðanda gegn íslenska ríkinu var sem fyrr segir komist að þeirri niðurstöðu að brotið hefði verið gegn rétti hans samkvæmt 4. gr. 7. viðauka mannréttindasáttmála Evrópu. Undir rekstri sakamá lsins gegn endurupptökubeiðanda krafðist hann frávísunar málsins þar sem brotið hefði verið gegn rétti hans samkvæmt nefndu ákvæði . Í dómi Hæstaréttar 14. maí 2014 í máli nr. 465/2013 var frávísunarkröfu endurupptökubeiðanda hafnað með vísan til dómafordæm a Hæstaréttar 22. september 2010 í máli nr. 371/2010 og 23. janúar 2014 í máli nr. 323/2013 en í þeim dómum var það ekki talið brjóta í bága við bann við endurtekinni málsmeðferð þótt stjórnvöld hefðu áður gert manni að greiða skatt af álagi á skattstofn o g sama manni væri síðan í öðru máli gerð viðurlög vegna sömu málsatvika. Í dómi Hæstaréttar í máli nr. 371/2010 er að finna ítarlega umfjöllun um dómaframkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu og byggt á því að óvissu gætti um skýringu á inntaki og gildissviði 1. mgr. 4. gr. 7. viðauka mannréttindasáttmála Evrópu, og að misræmi væri í þeirri framkvæmd og var frávísunarkröfu hafnað. Í dómi Hæstaréttar í máli ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 10/2021 - 8 - nr. 323/2013 er byggt á dómi í máli nr. 371/2010 sem fordæmi þegar kom að úrlausn um frávísunarkröfu af sa ma toga. Verður því byggt á því hér að dómaframkvæmd M annréttindadómstóls Evrópu, eins og Hæstiréttur taldi rétt að skilja hana, hafi legið til grundvallar niðurstöðu um höfnun frávísunarkröfu endurupptökubeiðanda í dómi Hæstaréttar í máli hans. 39. Hæstiréttur hefur ítrekað tekið fram í dómum sínum að líta beri til dóma Mannréttindadómstóls Evrópu þegar reynir á túlkun ákvæða mannréttindasáttmála Evrópu. Hæstiréttur hefur jafnframt leitast við að beita sjónarmiðum sem fram koma í dómi Mannréttindadóm stóls Evrópu í máli Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar gegn Íslandi nr. 22007/11 í öðru efnislega sambærilegu máli , sbr. d óm Hæstaréttar 21. september 2017 í máli nr. 283/2016 . Þá liggur það fyrir að Mannréttindadómstóll Evrópu hefur í dómi endurupptökubeiðanda gegn Íslandi komist að þeirri niðurstöðu að brotið hafi verið gegn rétti hans samkvæmt 4. gr. 7. viðauka mannréttindasáttmálans. Verður því talið að fullnægt sé því skil yrði a - liðar 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 að ætla megi að hinar nýju upplýsingar, sem felast í dómi mannréttindadómstólsins, hefðu verulega miklu skipt fyrir niðurstöðu málsins ef þær hefðu komið fram áður en dómur í máli því sem krafist er endurupptö ku á var kveðinn upp. Við það mat hefur þá jafnframt verið litið til þeirrar meginreglu sakamálaréttarfars að sönnunarbyrði um sekt ákærða hvíli á ákæruvaldinu og að allan vafa um sök beri að meta ákærða í hag, sbr. 108. gr. laga nr. 88/2008 og 2. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar. 40. Að þessari niðurstöðu fenginni þarf ekki að taka afstöðu til þess hvort skilyrðum d - liðar 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 sé fullnægt. 41. Samkvæmt öllu framangreindu verður fallist á að skilyrði séu fyrir því að endurupptaka dóm Hæ staréttar í máli nr. 465/2013. 42. Ekki eru efni til að kveða á um að réttaráhrif dóms í framangreindu máli haldi gildi sínu að neinu leyti þar til nýr dómur hefur verið kveðinn upp, sbr. 1. mgr. 231. gr. og 3. mgr. 232. gr. laga nr. 88/2008. 43. Skipuðum verjand a endurupptökubeiðanda verður í samræmi við 1. mgr. 230. gr., sbr. seinni málslið 2. mgr. 232. gr., og 6. mgr. 231. gr., sbr. 6. mgr. 232. gr. laga nr. 88/2008 ákvörðuð þóknun með virðisaukaskatti eins og greinir í úrskurðarorði. Úrskurðarorð: Fallist er á beiðni endurupptökubeiðanda, Bjarna Ármannssonar, um endurupptöku á dómi Hæstaréttar 15. maí 2014 í máli nr. 465/2013 . Þóknun skipaðs verjanda endurupptökubeiðanda, Helga Birgissonar lögmanns, 1.240.000 krónur, greiðist úr ríkissjóði.