Úrskurður fimmtudaginn 10. nóvember 2022 í mál i nr . 14/2022 Endurupptökubeiðni Ólaf s Ing a Birgisson ar 1. Dómararnir Eiríkur Elís Þorláksson , Karl Axelsson og Stefán Geir Þórisson kveða upp úrskurð í máli þessu. 2. Með beiðni sem barst Endurupptökudómi 18. júlí 2022 fór Ólafur Ingi Birgisso n, [...] , fram á endurupptöku á máli Héraðsdóms Reykjavíkur nr. E - 2077/2014: Lánasjóður í slenskra námsmanna gegn Anítu Sigurbergsdóttur og endurupptökubeiðanda , sem lauk með því að stefna í málinu var árituð um að dómkröfurnar væru aðfararhæfar svo og ákvörðun um málskostnað . Endurupptökubeiðandi gerir jafnframt kröfu um að kröfu á hendur honum verði vísað frá þar sem stefna á hendur honum var hvorki birt fyrir honum persónulega né á annan lögmætan hátt. Þá krefst endurupptökubeiðandi þess að áhrif áritaðrar stefnu falli niður á meðan endurupptökumálið er rekið. Loks gerir hann kröfu um málskostnað úr hendi gagnaðila. 3. Gagnaðili, Menntasjóður námsmanna , lýsti viðhorfum sínum til endurupptökubeiðninn ar með bréfi til Endurupptökudóms 4. október 2022. G erir gagnaðili ekki neinar athugasemdir við því að fallist verði á endurupptökubeiðni na . Málsatvik 4. Endurupptökubeiðandi kveðst hafa gengist í ábyrgð fyrir námsláni sem þáverandi maki hans , Aníta Sigurbergsdóttir, fékk hjá gagnaðila, sem þá nefndist Lánasjóð ur íslenskra námsmanna. Samkvæmt gögnum málsins mun hafa verið stofnað til skuldarinnar með útgáfu skuldabréfs 27. nóvember 2008. Vegna verulegra vanskila var skuldabréfið gjaldfellt 31. mars 20 14. G agnaðil i stefndi endurupptökubeiðanda ásamt fyrrverandi maka hans með stefnu útgefinni 4. maí 2014 og var málið þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur 3. júní 2014 og fékk málsnúmerið E - 2077/2014. 5. Fyrir liggur vottorð um birtingu stefnunnar 7. maí 2014. Be r vottorðið með sér að stefnan haf i verið birt fyrir Anítu Sigurbergsdóttur sem tilgreind er í vottorðinu sem maki endurupptökubeiðanda . Vottorðið ber með sér að viðtakandi stefnunnar hafi átt að vera endurupptökubeiðandi . Birtingarstaður er sagður vera [...] . Í búsetutímavottorði Þjóðskrár frá 24. mars 2022 kemur fram að þegar birting stefnunnar fór fram hafi endurupptökubeiðandi átt lögheimili að [...] . 6. Útivist varð í málinu og var s tefnan árituð um aðfararhæfi 10. júní 2014. G agnaðil i sendi aðfararbei ðni , dags. 17. nóvember 2014, á grundvelli hinnar árituðu stefnu til s ýslumann s . Aðfararbeiðnin var tekin fyrir hjá s ýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu 27. janúar 2015. 7. Samkvæmt e ndurrit i úr gerða r bók s ýslumannsins mætti endurupptökubeiðandi ekki við gerðina og lauk henni án árangurs með vísan til 2. tl. 62. gr. laga nr. 90/1989 um aðför . Í endurupptökubeiðni er frá því greint að endurupptökubeiðandi hafi ekki vitað af því að innheimtuaðgerðum hefði veri ð beint að honum fy rr en í mars 2022, þegar hann hafi fengið boðun í fjárnám vegna kröfunnar og ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 14/2022 - 2 - honum þá fyrst orðið ljóst að grundvöllu r fjárnámsins væri fyrrgreind árituð stefna sem hann kannaðist ekki við. 8. Samkvæmt endurriti úr gerðarbók s ýslumannsins var ný aðfararbeiðn i gagnaðila á grundvelli hinnar árituðu stefnu tekin fyrir 31. mars 2022. Endurupptökubeiðandi mætti sjálfur við gerðina og mótmælti kröfunni, m eðal annars á þeim grundvelli að hún væri fyrnd þar sem ekki hefði verið grundvöllur fyrir áritun stefnunnar ári ð 2014 því hún hafi ekki verið birt með réttum hætti. Hún hafi ekki verið birt á lögheimili hans heldur á heimili fyrrverandi maka hans auk þess sem hún hafi ekki kvittað fyrir móttöku stefnunnar. 9. Endurrit úr gerða r bók s ýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu frá 31. mars 2022 ber með sér að gerðinni hafi verið frestað með samkomulagi aðila til 29. apríl 2022, en ekki liggja fyrir upplýsingar um frekari afdrif málsins . 10. Endurupptökubeiðandi kveður fjárnámið hvorki hafa verið skráð hjá fyrirtækinu Creditinfo eða að hægt hafi verið að fá upplýsingar um það hjá fullnustudeild s ýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu . Rökstuðningur málsaðila Rökstuðningur endurupptökubeiðanda 11. Endurupptökubeiðandi byggir á því að skilyrði b - liðar 1. mgr. 191. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála sé uppfyllt í máli nu . Er á því byggt af hans hálfu að birting stefnunnar hafi ekki verið lögmæt í skilningi 83. gr. laga nr. 91/1991 og því hefði ekki átt að dómtaka málið hvað hann varðar eða árita stefnuna á hendur honum, heldur vísa máli nu frá dómi . Endurupptökubeiðandi vísar til þess að um háa fjárhæð sé að ræða og að það skipti miklu máli fyrir hann fjárhagslega að hann verði ekki þvingaður til að greiða skuld á grundvelli stefnu sem aldrei hafi verið birt honum og hann hafi talið löngu niðurfallna vegna gjaldþrotaskipta aðalskuldara. Rökstuðningur gagnaðila 12. Gagnaðili gerir, með vísan til endurupptökubeiðninnar og vottorðs Þjóðskrár sem lagt var fram með endurupptökubeiðni , ekki neinar athugasemdir við að fallist verði á hana . Niðurstaða 13. Samkvæmt 1. mgr. 191. gr. laga nr. 91/1991 getur Endurupptökudómur orðið við beiðni um að héraðsdómur sem gengið hefur í máli verði endurupptekinn sé öðrum tilteknum skilyrðum laganna fullnægt. 14. Í endurupptökubeiðni kemur fram að þess sé krafist að málið verði ekki aðeins endurupptekið kröfugerðina þannig að Endurupptökudómur taki afstöðu til afdrifa málsins í kjölfar endurupptöku þess. Slíkt er ekki á færi Endurupptökudóms sem er í XXVIII. kafla laga nr. 91/1991 falið það hlutverk að taka afstöðu til skilyrða endurupptöku og annarra atriða sem tengjast endurupptöku máls. Verður þessari kröfu endurupptökubeiðanda þegar af þeirri ástæðu vísað frá Endurupptöku dómi. 15. Endurupptökudómur hefur í fyrri úrskurðum sínum tekið fram að af orðalagi 191. gr. og ákvæða 4. og 5. mgr. 192. gr. laga nr. 91/1991 verði ráðið að eingöngu sé lagaheimild til þess að ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 14/2022 - 3 - endurupptaka dóma en ekki úrskurði, sbr. meðal annars úrskurði End urupptökudóms í málum nr. 1/2021, 4/2021 og 9/2021. Í þessum málum var farið fram á endurupptöku úrskurða og vísaði Endurupptökudómur málunum frá dómi án kröfu. Þarf því fyrst að taka til þess afstöðu hvort að árituð stefna á grundvelli 113. gr. laga nr. 9 1/1991 geti talist héraðsdómur í skilningi 1. mgr. 191. gr. svo sem það hefur verið sk ý rt í úrskurðum Endurupptökudóms, sbr. tilvitnaða úrskurði. 16. Samkvæmt 2. mgr. 113. gr. laga n r. 91/1991 hefur áritun dómara á stefnu sama gildi og dómur. Ákvæði XXIII. kafl a sömu laga fjalla um endurupptöku útivistarmál a í héraði. Í 137. gr. laganna er kveðið á um fresti sem stefndi hefur til að óska eftir endurupptöku málsins hjá þeim dómstól þar sem stefnan var árituð, en hámarkstími til þess er samkvæmt 2. mgr. 137. g r. laganna eitt ár frá því að málinu lauk í héraði. Í 5. mgr. 137. gr. er síðan kveðið á um að þegar frestur samkvæmt 2. mgr. er liðinn verði málið ekki tekið fyrir í héraði nema með úrskurði Endurupptökudóms. Í síðastnefnda ákvæðinu er því beinlínis gert ráð fyrir því að unnt sé að endurupptaka áritaðar stefnur, að öðrum skilyrðum XXVIII. kafla laga nr. 91/1991 uppfylltum. Með samanburðarskýringu 2. mgr. 113. gr., 137. gr. og 191. gr. laga nr. 91/1991 liggur fyrir að Endurupptökudómur hefur heimild til að fjalla um endurupptöku máls sem lokið hefur með áritun héraðsdómara á stefnu. Verður máli þessu því ekki vísað frá dómi. 17. Að þessu frágengnu kemur til skoðunar hvort endurupptaka megi málið á grundvelli 1. mgr. 191. gr. laga nr. 91/1991. Endurupptökubeiðandi byggir á því að skilyrði b - liðar ákvæðisins sé uppfyllt í máli nu . Samkvæmt því getur Endurupptökudómur orðið við beiðni um að mál verði endurupptekið ef sterkar líkur eru leiddar að því að ný gögn eða upplýsingar um annað en málsatvik muni verða til breyttar niðurstöðu í mikilvægum atriðum. Þá þarf því almenna skilyrði að vera fullnægt að atvik mæli með því að endurupptaka verði leyfð, þar á meðal að stórfelldir hagsmunir aðilans séu í húfi. Er á því byggt af hálfu endurupptökubeiðanda að birting stefnu á hendur honum hafi ekki verið lögmæt í skilningi 83. gr. laga nr. 91/1991 og því hefði ekki átt að dómtaka málið hvað hann varðar eða árita stefnuna á hendur honum, heldur vísa frá dómi . Fjöldi dóma liggur fyrir um að þ egar stefn a er ekk i birt með þeim hætti sem lög áskilja sæti mál frávísun frá dómi , sbr. til dæmis dóm Hæstaréttar í máli nr. 14/2021. 18. Endurupptökubeiðandi hefur lagt fyrir dóminn b úsetutímavottorð Þjóðskrár. Ber vottorðið með sér að endurupptökubeiðandi hafi ekki átt lögheimili í því húsnæði sem stefnan var birt fyrrverandi maka hans að [...] þann 7. maí 2014. Samkvæmt v ottorð inu færði hann lögheimil i sitt að [...] í Reykjavík 4. desember 2013 og það var þar til 5. september 2016. Gögn málsins og staðhæfingar endurupp tökubeiðanda um hjúskaparstöðu hans og Anítu Sigurbergsdóttur, sem ekki er mótmælt af hálfu gagnaðila, bera með sér að stefnubirtingin hafi ekki farið fram í samræmi við ákvæði XIII. kafla laga nr. 91/1991. Með því að stefnubirtingin var ólögmæt og áritun stefnu fór fram í kjölfarið verður að teljast uppfyllt það skilyrði að um nýjar upplýsingar sé að ræða í skilningi b - liðar 1. mgr. 191. gr. laga nr. 91/1991. Endurupptökub e iðandi hafði ekki þessar upplýsingar og gat ekki haft þær þegar málið var til meðferðar fyrir héraðsdómi. Er fullnægt þeim áskilnaði að þessar nýju upplýsingar leiði sterkar líkur að því að breytt niðurstaða verði í málinu í mikilvægum atriðum , enda hafi átt að vísa því frá dómi . Er og fallist á að sá áskilnaður 1. mgr. 191. gr. laganna sé fyrir hendi að atvik mæli með því að öðru leyti að leyfið verði veitt, þar með talið að þeir hagsmunir sem í húfi eru séu stórfelldir fyrir endurupptökubeiðanda í skilningi niðurlags 1. mgr. 191. gr. laga nr. 91/1991. 19. Samkvæmt öllu framansögðu er fullnægt skilyrðum b - liðar 1. mgr. 191. gr. laga nr. 91/1991 . Er því fallist á beiðni um endurupptöku málsins að því er varðar endurupptökubeiðanda. ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 14/2022 - 4 - 20. Endurupptökubeiðandi krefst þess að áhrif hinnar árituðu stefnu falli niður á meðan endurupptökumálið er rekið. Í 5. mgr. 192. gr. laga nr. 91/1991 er kveðið á um að fallist Endurupptökudómur á beiðni um endurupptöku skuli hann um leið taka afstöðu til þes s hvort áhrif fyrri dóms falli niður meðan málið er rekið. Þá kemur fram að endurupptaka hindri ekki aðför eftir dómi nema áhrif hans séu felld niður með þessum hætti. Fyrir liggur að gagnaðili endurupptökubeiðanda hefur krafist þess að gert verði fjárnám hjá honum á grundvelli hinnar árituðu stefnu. Í ljósi þess þykir rétt að fallast á að áhrif árit u ðu stefnu nnar í máli endurupptökubeiðanda falli niður á meðan mál hans er rekið í skilningi 5. mgr. 192. gr. laga nr. 91/1991. 21. Endurupptökubeiðandi gerir kröfu um málskostnað úr hendi gagnaðila. Með vísan til 7. m gr. 192. gr., sbr. 130. gr. laga nr. 91/1991 verður gagnaðila gert að greiða endurupptökubeiðanda málskostnað sem telst hæfilega ákveðinn 3 72 .000 krónur. Úrskurðarorð: Kröfu endurupptökubeiðanda , Ólafs Inga Birgissonar, um að Endurupptökudómi. Fallist er á kröfu endurupptökubeiðanda um endurupptöku á máli Héraðsdóms Reykjaví kur nr. E - 2077/2014 , að því er hann varðar . Fallist er á beiðni endurupptökubeiðanda um að áhrif áritaðrar stefnu í máli Héraðsdóms Reykjavíkur nr. E - 2077/2014 falli niður meðan málið er rekið. Gagnaðili , Menntasjóður námsmanna , greiði endurupptökubeiðanda, Ólafi Inga Birgissyni 3 72 .000 krónur í málskostnað.