Úrskurður þriðjudaginn 14. desember 2021 í mál i nr . E - 25 /2021 Endurupptökubeiðni Guðmund a r R . Þorvaldss onar 1. Dómararnir Karl Axelsson , Eyvindur G. Gunnarsson og Jóhannes Karl Sveinsson kveða upp úrskurð í máli þessu. 2. Með beiðni sem barst Endurupptökudómi 6. júní 2021 fór endurupptökubeiðandi fram á endurupptöku á dómi Héraðsdóms Reykjaness 28. mars 2018 í máli nr. S - 164/2017. 3. Ríkissaksóknari telur skilyrði til endurupptöku ekki uppfyllt. Málsatvik 4. Með þeim dómi, sem beiðst er endurupptöku á, var endurupptökubeiðandi sakfelldur fyrir eignaspjöll samkvæmt 1. mgr. 257. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þau fólust í því að hann olli skemmdum á leigubifreið með því að g fjarlægja Taxa ljós merki , festingar eftir því sem greinir í ákæru og héraðsdómi . Í dóminum var kveðið á um 68.000 króna sekt sem endurupptökubeiðandi skyldi greiða en einkaréttarkröfu á hendur honum um greiðslu skaðabóta var vísað frá dómi. 5. Ákæra hafði ver ið gefin út 2. maí 2017 og saka málið þingfest hinn 17. maí 2017. F yrirkall gaf héraðsdómur út þann dag og skyldi málið samkvæmt því tekið fyrir 31. maí 2017. Samkvæmt vottorði boðunarmanns var fyrirkallið, ásamt ákæru, birt á lögheimili ákærða í því máli hinn 24. maí 2017. 6. Í héraðsdómi greinir að ákærði hafi ekki mætt á tilsettum tíma þann 31. maí 2017 . V ar málið því tekið til dóms að ákærða fjarstöddum og fjarvist hans metin til jafns við játning u á brotinu sem honum var gefið að sök í ákæru, allt í samræmi við ákvæði 161. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála , sbr. 1. mgr. 155. gr. sömu lag a. 7. Innheimta var hafin á sektinni með bréfi Sýslumannsins á Norðurlandi vestra til endurupptökubeiðanda síðla árs 2018 og kveðst hann hafa greitt hana eftir að hafa fengið tilkynningu í heimabanka sinn í desember 2018 . 8. Ekki er ástæða til að rekja málsat vik frekar, en fram kemur í gögnum málsins að endurupptökubeiðandi átti lögheimili á þeim stað er boðunarmaður birti fyrirkall. Endurupptökubeiðandi tók ekki við boðuninni heldur annar íbúi. ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. E - 25 /2021 - 2 - Rökstuðningur málsaðila Rökstuðningur endurupptökubeiðanda 9. Endurupptökubeiðandi rökstyður kröfu sína aðallega með því að birting ákærunnar, sem leiddi til sakfellingar í framangreindum dómi, hafi verið verið ólögmæt. Ákæran hafi ekki verið birt í samræmi við fyrirmæli 1. mgr. 156. gr. laga nr. 88/2008 þar sem segi meðal annars að ákæru megi birta fyrir þeim sem hittist fyrir á skráðu lögheimili hins ákærða. Þá er því haldið fram að sá einstaklingur sem birt var fyrir hafi ekki átt sama lögheimili og endurupptökubeiðandi ta telur endurupptökubeiðandi að hafi brotið í bága við reglur um birtingu ákæru og hann hafi aldrei fengið vitneskju um ákæruna fyrr en honum barst tilkynning um sektina sem að framan er rakið. 10. Þá er byggt á því að ákvæði þágildandi laga um lögheimili nr. 21/1990 leiði til þess að sá einstaklingur sem tók á móti ákærunni teljist ekki hafa átt sama lögheimili og endurupptökubeiðandi. Tiltekur endurupptökubeiðandi að hans íbúð hafi verið á 2. og 3. hæð hússins en sá sem tók á móti ákærunni hafi búið á fyr stu hæð. Ekki hafi því mátt birta fyrir þeim sem á móti tók. 11. Um frekari rökstuðning vísar endurupptökubeiðandi til þess að sá háttur sem hafður var á birtingu ákærunnar hafi brotið gegn rétti hans til réttlátrar málsmeðferðar samkvæmt 1. mgr. 70. gr. stjór narskrár og 6. gr. samnings um verndun mannréttinda og mannfrelsis, sbr. lög nr. 62/1994 um mannréttindasáttmála Evrópu. Einnig telur endurupptökubeiðandi að það skipti máli að atvinnufrelsi hans hafi verið skert með óforsvaranlegum hætti með refsidóminum enda hafi honum reynst erfitt að ráða sig til starfa eftir að dómurinn var færður á sakaskrá. Þá rekur endurupptökubeiðandi ýmsa aðra galla sem hann telur hafa verið á rannsókn málsins hjá lögreglu. Rökstuðningur gagnaðila 12. Gagnaðili telur að birting ákæru hafi farið fram með þeim hætti sem tiltekinn er í 1. mgr. 156. gr . laga nr. 88/2008 . Birt hafi verið fyrir nafngreindri konu sem átti lögheimili á sama stað og endurupptökubeiðandi á þeim tíma sem um ræðir. Önnur atriði sem rakin eru í beiðni um endurupptö ku geti ekki haft þýðingu við mat á því hvort uppfyllt séu skilyrði laga fyrir endurupptöku máls. Niðurstaða 13. Samkvæmt 3. mgr. 161. gr. laga nr. 88/2008 verður dómi í útivistarmáli sem kveðinn er upp á grundvelli þeirrar greinar ekki áfrýjað . Á kærði getur þess í stað leitað eftir endurupptöku samkvæmt XXIX. kafla lagann a um endurupptöku útivistarmáls, innan fjögurra vikna frá því að dómur er birtur honum. Slíkri beiðni er beint til viðkomandi héraðsdóms og eru skilyrði til endurupptöku rúm . Þega r frestur inn er liðinn verður mál hins vegar ekki tekið upp á ný nema með úrskurði Endurupptökudóms líkt og greinir í 3. mgr. 187. gr . laga nr. 88/2008 . Í þ ví ákvæði er jafnframt vísað til XXX IV. kafla laga nna en þar er að finna hin almennu ákvæði um endurupptöku óáfrýjaðra mála. Í þessu felst að við mat sitt á skilyrðum endurupptöku máls leggur Endurupptökudómur til grundvallar sömu laga ákvæði XXXIV. kafla laga nna , hvort sem um er að ræða útivistarmál eða ekki . ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. E - 25 /2021 - 3 - 14. Endurupptökubeiðandi byggir kröfu sína á því að skilyrði c - og d - liðar 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 um endurupptöku séu uppfyllt. 15. Í d - lið er sett sú regla að endurupptaka geti verið heimil ef verulegir gallar hafa verið á meðferð máls þannig að áhrif hafi haft á niðurstöðu þess. Endurupptökubeiðandi byggir á því að ef ákæran hefði verið birt með lögmætum hætti hefði hann getað komið við vörnum sem hefðu hnekkt þeim niðurstöðum rannsóknar lögreglu að hann hafi valdið umræddu tjóni á leigubifreiðin ni. 16. Í dómi héraðsdóms , sem beiðst er endurupptöku á, var byggt á því að ákæra hefði verið birt með lögmætum hætti . M álið var því dæmt á grundvelli reglna laga nr. 88/2008 um að fjarvist ákærða kunni að vera metin til jafns við játningu , sbr. 155. gr. laganna, en heimilt er að bei ta þeim reglum meðal annars þegar brot þykir ekki varða þyngri viðurlögum en sex mánaða fangelsi svo sem nánar greinir í b - lið 1. mgr. 161. gr ., svo fremi að dóm ari telji framlögð gögn næg ileg til sakfellingar . 17. Ákæra var birt á lögheimili endurupptökubeiðanda eins og heimilt er samkvæmt 1. mgr. 156. gr. laga nr. 88/2008 og fer þá um sönnunarmat dómara, ef ákærði mætir ekki fyrir dóm, samkvæmt áðurnefndum b - lið 1. mgr. 161. gr. Endurupptökubeiðandi hefur hvorki m eð málflutningi sínum né gagnaframlagningu hnekkt því að þessum reglum hafi verið beitt réttilega við meðferð málsins . Ekki hefur heldur verið sýnt fram á að verulegir gallar hafi verið á meðferð málsins þannig að áhrif hafi haft á niðurstöðu þess í skilningi d - liðar 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 enda var málsmeðferðin í samræmi við reglur sakamálalaga og málsúrslitin í samræmi við þau réttaráhrif sem lögin binda vi ð útivist ákærða. 18. Endurupptaka samkvæmt c - lið 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 er jafnframt heimil ef verulegar líkur hafa verið leiddar að því að sönnunargögn sem færð voru fram í máli hafi verið rangt metin svo áhrif hafi á niðurstöðu máls. Endurupptökubeiðandi hefur ekki leitt að því verulegar líkur að sönnunargögn sem færð voru fram í málinu hafi verið rangt metin svo áhrif hafi á niðurstöðu þess . 19. Beiðni endurupptökubeiðanda verður samkvæmt öllu framansögðu hafnað svo sem nánar greinir í ú rskurðarorði. 20. Endurupptökubeiðanda verður, í samræmi við 1. mgr. 230. gr. og 6. mgr. 231. gr. laga nr. 88/2008, ákvörðuð þóknun til handa skipuðum verjanda sínum sem ákveðin verður með virðisaukaskatti eins og greinir í úrskurðarorði. Úrskurðarorð: Beiðni Guðmundar R. Þorvaldssonar um endurupptöku á dómi Héraðsdóms Reykjaness 28. mars 2018 í máli nr. S - 164/2017 er hafnað. Þóknun verjanda endurupptökubeiðanda, Þórðar Heimis Sveinssonar, lögmanns, 1 86 .000 krónur, greiðist úr ríkissjóði.