Úrskurður miðvikudaginn 10. maí 2023 í mál i nr . 6/2023 Endurupptökubeiðni Erl u Bótólfsdótt u r 1. Dómararnir Eiríkur Elís Þorláksson , Eyvindur G. Gunnarsson og Hólmfríður Grímsdóttir kveða upp úrskurð í máli þessu. 2. Með beiðni sem barst Endurupptökudómi 29. mars 2023 fór endurupptökubeiðandi , Erla Bótólfsdóttir , [...] , fram á endurupptöku á máli nr. 435/2019 : Erla Bótólfsdóttir gegn Rofabæ 43 - 47, húsfélagi , sem dæmt var í Landsrétti 25. nóvember 2020 . Málsatvik 3. Rofabæ r 43 - 47 , húsfélag höfðaði mál gegn endurupptökubeiðanda með stefnu birtri 30. maí 2018. Gerði húsfélagið þá kröfu að endurupptökubeiðandi greiddi því skuld að fjárhæð 1.573.073 krónur með nánar tilteknum vöxtum að frádregnum 150.980 krónum. Þá gerði húsfélagið kr öfu um staðfestingu á lögveði sínu í fasteign endurupptökubeiðanda. Loks krafðist húsfélagið málskostnaðar úr hennar hendi. Krafan var tilkomin vegna framkvæmda að Rofabæ 43 til 47 sem húsfélagið stóð fyrir. Endurupptökubeiðandi krafðist aðallega sýknu en til vara verulega lækkunar dómkrafna húsfélagsins og byggði á því að húsfélagið hefði ekki verið bært til að taka ákvörðun um framkvæmdirnar. Byggingin að Rofabæ 43 til 47 væri ekki sjálfstætt hús í skilningi fjöleignarhúsalaga nr. 26/1994 heldur tilheyrði stærra fjöleignarhúsi ásamt byggingum að Hraunbæ 176 til 198. 4. Með dómi héraðsdóms 21. maí 2019 var endurupptökubeiðandi dæmd til að greiða húsfélaginu 1.560.683 krónur auk nánar tiltekinna dráttarvaxta, að frádregnum 150.980 krónum, 1.400.000 krónur í málskostnað og til að þola lögveð í fasteign sinni fyrir allri fjárhæð höfuðstóls, vöxtum og innheimtuk ostnaði. Endurupptökubeiðandi áfrýjaði málinu til Landsréttar 14. júní 2019 og fékk málið númerið 435/2019. Landsréttur staðfesti dóm héraðsdóms með dómi 25. nóvember 2020 og dæmdi endurupptökubeiðanda til þess að greiða gagnaðila sínum 800.000 krónur í má lskostnað fyrir Landsrétti. Rökstuðningur endurupptökubeiðanda 5. Endurupptökubeiðandi byggir beiðni um endurupptöku á máli Landsréttar á því að skilyrðum bæði a - og b - liðar 1. mgr. 191. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála sé fullnægt. Fram séu komin ný gögn sem sýni að gerðar hafi verið eignaskiptayfirlýsingar fyrir bæði Rofabæ 45 og 47. Eignaskiptayfirl ýsingunni fyrir Rofabæ 45 hafi verið þinglýst 20. desember árið 2000. Getið sé um í fundargerð húsfélagsins að Rofabæ 47 þann 1. nóvember 2000 að gerð hafi verið ný eignaskiptayfirlýsing fyrir þá byggingu . Eintak af þeirri eignaskiptayfirl ýsingu sé til hjá byggingarfulltrúanum í Reykjavík og sé hún staðfest af byggingarfulltrúa. Þá muni sams konar eignaskiptayfirlýsing vera til fyrir Rofabæ 43 og liggi hún fyrir hjá byggingarfulltrúa. Í þessum ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 6/2023 - 2 - skjölum komi fram að byggingarnar a ð Rofabæ 43 til 47 séu hlutar a f þriggja hæða steinsteyptu fjöleignarhúsi með byggingunum að Hraunbæ 176 til 198. 6. Endurupptökubeiðandi bendir á að niðurstaða Landsréttar hafi einkum byggst á eignaskiptayfirlýsingu frá 16. maí 1995 og verið lag t til grundvallar að Rofabær 43 til 47 væri sjálfstætt hús í skilningi laga nr. 26/1994 en ekki hluti af stærr a fjöleignarhúsi með Hraunbæ 176 til 198. Þessar nýju upplýsingar staðfesti að gerðar hafi verið eignaskiptayfirlýsingar fyrir byggingarnar að Rofabæ sem séu í samræmi við eignaskiptayfirlýsingar fyrir Hraunbæ 176 til 198. Hefði Landsréttur haft þessar upplýsingar hefði þa ð getað haft veruleg áhrif á niðurstöðu dómsins. 7. Endurupptökubeiðandi byggir jafnframt á því að eignaskiptayfirlýsingin frá 16. maí 1995 sé ekki í samræmi við gildandi reglur um útreikning hlutfallstalna í fjöleignarhúsum þar sem hún styðjist við skiptafl öt en ekki rúmmál. Þá hafi undir meðferð málsins í héraði verið skorað á húsfélagið að leggja fram gildandi eignaskiptayfirlýsingar vegna bygginganna sem um ræði, en nú sé komið í ljós að gildandi eignaskiptayfirlýsingar fyrir byggingarnar að Rofabæ hafi e kki verið lagðar fram. 8. Endurupptökubeiðandi tiltekur að dómur Landsréttar hafi byggt á því að byggingarnar að Rofabæ 43 til 47 annars vegar og Hraunbæ 176 til 198 hins vegar séu ólíkar og útlit þeirra krefjist þess að ekki sé litið á byggingarnar sem eitt hús í skilningi laga nr. 26/1994. Engin gögn liggi þó fyrir í málinu sem renni stoðum undir þá ályktun. Þá sé hún í andstöðu við álit Péturs Ármannssonar arkitekts frá 24. október 2021 . 9. Loks byggir endurupptökubeiðandi á því að hún hafi stórfellda hagsmu ni af endurupptöku málsins því hún þurfi að standa straum af kostnaði við lagfæringu og endurbætur á ytra byrði allra matshluta fjöleignarhússins í samræmi við eignaskiptayfirlýsingarnar. Hins vegar leiði niðurstaða Landsréttar til þess að eigendur að Hrau nbæ 176 til 198 þurfi ekki að taka þátt í kostnaði við viðgerðir og endurbætur á ytra byrði Rofabæjar 43 til 47. Niðurstaða 10. Endurupptökubeiðandi byggir á því að ný gögn eða nýjar upplýsingar bæði um málsatvik og um annað en málsatvik eigi að leiða til þess að mál Landsréttar nr. 435/2019 verði endurupptekið. Vísar endurupptökubeiðandi til skilyrða sem fram koma í 1. mgr. 191. gr. laga nr. 91/1991. 11. Í ákvæðum 116. gr. laga nr. 91/1991 felast reglur um réttaráhrif dóma byggðar á þeirri g runnreglu að dómur skuli vera endir þrætu og sama sakarefnið því ekki dæmt að nýju. Sú grunnregla gildir jafnframt samkvæmt lögunum að málsaðilum ber að tefla fram kröfum og öðrum atriðum sem varða málatilbúnað þeirra, þar á meðal þeim sönnunargögnum sem þ eir vilja reisa hann á, svo fljótt sem kostur er, sbr. 1. mgr. 80. gr. og 2. mgr. 99. gr. laganna. Vanræksla á því að leggja sönnunargögn fram tímanlega leiðir að jafnaði til þess að óheimilt er að leggja þau fram, sbr. 5. mgr. 102. gr., 1. mgr. 160. gr. o g 1. mgr. 184. gr. laga nr. 91/1991. Til samræmis við framangreindar grunnreglur einkamálaréttarfars er sá áskilnaður gerður í a - og b - lið 1. mgr. 191. gr. laga nr. 91/1991 að um ný gögn eða upplýsingar sé að ræða . Þá er áskilið í a - lið 1. mgr. 191. gr. la ganna að málsaðilanum sé ekki um að kenna að málsatvik hafi ekki verið réttilega í ljós leidd þegar málið var til meðferðar. Samkvæmt því eru ekki lagaskilyrði til að bæta úr því við endurupptöku máls á grundvelli XXVIII. eða XXIX. kafla laga nr. 91/1991 e f aðilar hafa látið hjá líða að hlutast til um þá sönnunarfærslu sem þeim var tæk við rekstur dómsmáls. ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 6/2023 - 3 - 12. Endurupptökubeiðandi tiltekur að eignaskiptayfirlýsingar fyrir Rofabæ 45 og 47 séu ný gögn eða upplýsingar í skilningi a - og b - liðar 1. mgr. 191. gr. l aga nr. 91/1991. Til þess er að líta að samkvæmt málatilbúnaði endurupptökubeiðanda var eignaskiptayfirlýsingu vegna Rofabæjar 45 þinglýst á árinu 2000. Þá var eignaskiptayfirlýsing vegna Rofabæjar 47 móttekin og undirrituð af byggingafulltrúa Reykjavíkur á sama ári. Voru þessar eignaskiptayfirlýsingar því aðgengilegar hjá opinberum aðilum við meðferð máls endurupptökubeiðanda fyrir almennum dómstólum. Er af þessum sökum ekki unnt að fallast á að um sé að ræða ný gögn eða upplýsingar í skilningi a - og b - lið ar 1. mgr. 191. gr. laga nr. 91/1991 sem ekki hefði verið unnt að afla og leggja fram þegar málið var rekið fyrir héraðsdómi og Landsrétti , sbr. til dæmis úrskurð Endurupptöku d óms í m áli nr. 12/2021. 13. Endurupptökubeiðandi byggir einnig á því að Land s réttur hafi ranglega talið að byggingarnar annars vegar að Rofabæ 43 til 47 og hins vegar Hraunbæ 176 til 198 væru ólíkar og bæru það með sér að hafa ekki verið byggðar á sama tíma og útlit þeirra krefðist þess að ekki væri litið á þær sem eitt hús í skiln ingi laga nr. 26/1994. Til stuðnings þessari málsástæðu vísar endurupptökubeiðandi til álits gerðar arkitekts frá 24. október 2021. Hvað sem líður s önnunargildi þeirrar álitsgerðar er ljóst að um er að ræða gagn sem endurupptökubeiðandi gat aflað og lagt fr am fyrir dóm i þegar mál hennar var þar til meðferðar en hlutaðist ekki til um það. Endurupptökubeiðandi getur ekki bætt úr gagnaöflun með því að leggja fram álitsgerðina fyrir Endurupptökudómi, sbr. til hliðsjónar úrskurð Endurupptökudóms í m áli nr. 40/2021. Er því ekki fullnægt því skilyrði a - liðar 1. mgr. 191. gr. laga nr. 91/1991 að endurupptökubeiðanda verði ekki um það kennt að álitsgerðin lá ekki fyrir þegar Landsréttur dæmdi í máli hennar. Þá verður ekki heldur fallist á að efni álitsge rðarinnar sé um annað en málsatvik í skilningi b - liðar 1. mgr. 191. gr. laganna. 14. Samkvæmt framansögðu er hvorki fullnægt skilyrðum a - né b - liðar 1. mgr. 191. gr. laga nr. 91/1991. Telst beiðni endurupptökubeiðanda bersýnilega ekki á rökum reist í skilning i 2. mgr. 192. gr. laganna og er henni því hafnað. Úrskurðarorð: Beiðni endurupptökubeiðanda, Erlu Bótólfsdóttur , um endurupptöku á máli nr. 435 /20 19 sem dæmt var í Landsrétti 25. nóvember 2020 er hafnað.