Endurupptökudómur      Úrskurður  mánudaginn   29. nóvember 2021   í máli nr . 7/2021   Endurupptökubeiðni Einars Péturssonar     1.   Dómararnir  Eiríkur Elís Þorláksson,  Jóhannes Karl Sveinsson  og  Oddný Mjöll Arnardóttir  kveða  upp úrskurð í máli þessu.   2.   Með beiðni sem barst endurupptökunefnd 30. september  2020 óskaði   Einar Pétursson  eftir  endurupptöku dóms Hæstaréttar 16. janúar 2014 í máli nr. 509/2013: Einar Pétursson gegn LBI hf.  Samkvæmt 1. mgr. ákvæðis IX til bráðabirgða við lög nr. 50/2016 tók Endur upptökudómur, frá og  með 1. desember 2020, við meðferð þeirra beiðna um endurupptöku dómsmála sem ekki höfðu  verið afgreiddar af endurupptökunefnd.     3.   LBI hf. framseldi kröfu sína samkvæmt dómi Hæstaréttar í máli nr. 509/2013 til íslenska ríkisins.  Íslenska  ríkið er því gagnaðili endurupptökubeiðanda í máli þessu og legg st gegn beiðni hans.   Málsatvik   4.   Endurupptökubeiðandi og LBI hf., sem þá bar heitið Landsbankinn hf.,  gerðu 25. júlí 2008 tvo  framvirka afleiðusamninga um kaup endurupptökubeiðanda á hlutabréfum í Exista hf. en gjalddagi  samkvæmt samningunum var ákveðinn 29. ágúst sama ár. Samkvæmt samningunum skyldi LBI  hf.  afhenda endurupptökubeiðanda annars vegar 300.00 0 hluti og hins vegar 100.000 hluti í félaginu  gegn greiðslu nánar tilgreindra fjárhæða sem tóku mið af markaðsvirði þeirra á samningsdegi. Í  skilmálum samninganna fólst jafnframt að LBI   hf.   lánaði endurupptökubeiðanda allt kaupverð  hlutabréfanna sem gert  yrði upp á gjalddaga með því að endurupptökubeiðandi legði það inn á  viðskiptareikning LBI   hf. og sá síðarnefndi   afhenti endurupptökubeiðanda hlutabréfin. Færi uppgjör  ekki fram á gjalddaga skyldu reiknast dráttarvextir á samningsfjárhæðir, en ef  enduruppt ökubeiðandi óskaði eftir að framlengja samningana á gjalddaga þyrftu aðilar að semja  um það sérstaklega með tveggja daga fyrirvara. Samningarnir voru hvorki efndir á gjalddaga né  eftir það og frekari samningar voru ekki gerðir milli aðila.    5.   LBI  hf.  höfðaði   mál  á hendur endurupptökubeiðanda  til innheimtu samningsfjárhæða með  stefnu  sem þingfest var í Héraðsdómi Reykjavíkur 5. nóvember 2009 . Með dómi héraðsdóms var  endurupptökubeiðandi dæmdur til að greiða LBI  hf.  12.250.430 krónur með dráttarvöxtum  samkvæmt  1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, frá 29. ágúst 2008 til  greiðsludags.   Enn fremur var endurupptökubeiðanda gert að greiða LBI hf. málskostnað.     ENDURUPPTÖKUDÓMUR                                 NR.  7 /2021       -   2   -   6.   Endurupptökubeiðandi áfrýjaði dómi héraðsdóms til Hæstaréttar 26. júlí 2013. Með dómi  H æstaréttar 16. janúar 2014 í máli nr. 509/2013 var dómur héraðsdóms staðfestur og  endurupptökubeiðanda gert að greiða LBI hf. málskostnað fyrir Hæstarétti.    Rökstuðningur endurupptökubeiðanda   7.   Endurupptökubeiðandi óskar eftir endurupptöku dóms Hæstaréttar  f rá 16. janúar 2014 í máli  nr. 509/2013.    Byggir hann   beiðni sína á því að skilyrði 193. gr., sbr. 191. gr. laga  nr. 91/1991  um  meðferð einkamála séu uppfyllt.   8.   Endurupptökubeiðandi  byggir á því að hann hafi verið almennur fjárfestir í skilningi þágildandi  laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti. Hann sé ljósmyndari að mennt en hafi starfað við fisksölu  þegar umþrætt viðskipti við LBI hf. hafi átt sér stað.    9.   Af hálfu endurupptökubeiða nda er vísað  til þess að hann hafi á árinu 2005 undirritað almenna  skilmála fyrir viðskiptamenn LBI  hf.  og að ágreiningslaust sé að engir aðrir viðskiptaskilmálar eða  samningar er vörðuðu hæfi endurupptökubeiðanda sem fjárfestis hafi verið undirritaðir eða   gerðir  einhliða af hálfu bankans eftir gildistöku laga nr. 108/2007. Vísar endurupptökubeiðandi til þess að  verðbréfamiðlari hjá LBI  hf.  hafi bent honum á þann möguleika að gera framvirka afleiðusamninga  við bankann. Í því hafi falist fjárfestin garráðgjöf   í skilningi þágildandi 4. töluliðar 2. gr. laganna .  Endurupptökubeiðandi telur ágreiningslaust að ekkert mat af hálfu bankans hafi farið fram varðandi  hæfi hans til þess að stunda umrædd framvirk afleiðuviðskipti og byggir endurupptökubeiðandi á  því að ba nkinn hafi brugðist skyldum sem lög  nr. 108/2007   lögðu á hann gagnvart  viðskiptamönnum sínum, sbr. og reglugerð nr. 995/2007 um fjárfestavernd og viðskiptahætti  fjármálafyrirtækja.   10.   Endurupptökubeiðandi telur að í dómi Hæstaréttar í máli nr. 509/2013 hafi v erið fallist á að  viðeigandi ákvæði laga nr. 108/2007  hafi falið í sér veigamiklar breytingar frá eldri lögum, meðal  annars um aukna vernd fyrir fjárfesta. Hæstiréttur hafi hins vegar ályktað að lögin legðu ekki bann  við því að almennir fjárfestar stunduðu   afleiðuviðskipti, en hefðu þó að geyma strangari fyrirmæli  en eldri lög, meðal annars um upplýsingagjöf til viðskiptamanna, öflun upplýsinga um þá,  ráðleggingar til þeirra og fleira. Þá vísar endurupptökubeiðandi til þess að í dómi Hæstaréttar segi  að um  þetta  verði   að gæta að því að í athugasemdum með frumvarpi sem varð að  lögum nr.  108/2007   komi fram að  lögin eigi   aðeins við í þeim tilvikum þegar stofnað  er   til nýrra viðskipta eða  nýrrar tegundar viðskipta eftir gildistöku laganna og ekki hefði áður veri ð aflað þeirra upplýsinga  sem nýju lögin gera kröfu um.  Slíkra upplýsinga  hafi hins vegar aldrei verið aflað í tíð eldri laga og  bankanum hafi ekki verið gert að sýna fram á  hann hefði uppfyllt   skyldur   sínar samkvæmt lögum  nr. 108/2007.     11.   Endurupptökubeiðan di vísar til þess að fyrir héraðsdómi hafi hann, spurður um hvort hann skildi    .   Telur endurupptökubeiðandi að Hæstiréttur hafi  lagt þessa  yfirlýsingu hans til grundvallar þeirri niðurstöðu sinni að bankinn teldist ekki hafa brotið gegn   ENDURUPPTÖKUDÓMUR                                 NR.  7 /2021       -   3   -   skyldum sínum samkvæmt  þágildandi ákvæðum laga nr. 108/2007   og jafnframt hafi rétturinn byggt  á því að endurupptökubeiðandi, sem a lmennur fjárfesti r, hafi átt    viðskiptum auk þess sem hann  [hafi verið]   stjórnarmaður og framkvæmdastjóri félags, sem hafði  meðal annars þann tilgang að kaupa og selja hlutabréf og önnur verðbréf. Þá  [ tel dust]   framvirkir  samningar sem þessir u m hlutabréf ekki til flókinna fjármálagerninga, sbr. til hliðsjónar     dóm   .   Telur endurupptökubeiðandi að Hæstiréttur hafi byggt á þessum  yfirlýsingum hans og ályktunum af þeim við þá ákvörðun að sýkna LBI  hf.  af því að ha fa ekki fylgt  ákvæðum laga um verðbréfaviðskipti við gerð afleiðusamninganna .    12.   Endurupptökubeiðandi byggir á því að Hæstarétt u r  hafi  algjörlega  leitt  hjá sér þær jákvæðu  skyldur sem  hafi hvílt   á LBI  hf.  gagnvart honum sem almennum fjárfesti í tengslum við  þá ráðgjöf  bankans að endurupptökubeiðandi stofnaði til afleiðusamninga við hann. Hæstiréttur hafi þannig  lagt sönnunarbyrðina á neytandann, endurupptökubeiðanda, um það hvort bankinn hafi uppfyllt  hinar jákvæðu lagalegu skyldur sínar til þess að geta tali st mega eiga í viðskiptum af þessu tagi við  almennan fjárfesti.    13.   Að mati endurupptökubeiðanda  sé   rökstuðningur  Hæstaréttar   í engu samræmi við þær kröfur  sem gerðar   hafi verið   í lögum  nr. 108/2007 , sbr. og í tilskipun um   2004/39/EB og  2006/73/EB, sem  hafi át t  að innleiða að fullu og án undantekninga með lögu nu m. Það sé hins vegar viðurkennd  lögskýringarregla þegar kemur að skýringu innlendrar löggjafar sem  eigi  uppruna sinn að EES - rétti  að skýra beri hina innleiddu löggjöf til samræmis við EES - rétt.    14.   Endurupptökubeiðandi telur að niðurstaða  Hæstaréttar grundvallist að minnsta kosti á tvenns  konar mati sem fari   gegn ákvæðum tilsk ipana 2004/39/EB og 2006/73/EB.  Annars vegar á því mati   kki til flókinna   .   Þetta mat réttarins tel ur   endurupptökubeiðandi andstætt úrlausnum  Evrópudómstólsins um fyrirmæli tilskipunar 2004/39/EB, sbr. tilskipun 2006/73/EB, sem lúti að  skyldum fjármálafyrirtækja gagnvart almennum fjárfestum, sbr . dóm Evrópudómstólsins í máli nr.  C - 604/11. Að mati endurupptökubeiðanda sé augljóst af tilskipununum að afleiðusamningar teljist   til flókinna fjármálagerninga.  Hins vegar   byggist niðurstaða Hæstaréttar   á því mati réttarins að  sönnunarbyrðin um hvort bank inn hefði uppfyllt jákvæðar skyldur sínar samkvæmt  þágildandi  ákvæðum laga nr. 108/2007  hafi ekki hvílt á bankanum sjálfum, heldur endurupptökubeiðanda. Að  mati endurupptökubeiðanda var réttinum óheimilt að meta eigin yfirlýsingar almenns fjárfestis í  viðs kiptum með framvirka afleiðusamninga við LBI hf. þannig að þær yfirlýsingar  gerðu að engu   skyldu fjármálastofnunar t il þess að uppfylla ákvæði laganna  og reglna sem byggjast á þeim, sbr.  reglugerð nr. 995/2007, og afla upplýsinga, veita ráðgjöf og meta hæf i og getu almenns fjárfestis  til að eiga í slíkum gagnkvæmum viðskiptum við banka.    15.   Afleiðingar  af framangreindu   mati Hæstaréttar  eru að mati endurupptökubeiðanda   þær að  lagður hafi verið til grundvallar rangur skilningur á þeirri Evrópulöggjöf sem ætlunin   hafi verið   að  innleiða með lögum  nr. 108/2007  og hafi það leitt til rangrar dómsniðurstöðu í máli  endurupptökubeiðanda sem  hafi valdið   honum þungu fjárhagstjóni.    ENDURUPPTÖKUDÓMUR                                 NR.  7 /2021       -   4   -   16.   Endurupptökubeiðandi vísar til þess að áður en dómur  Hæstaréttar í máli hans var kveðinn upp   hafi verið kveðinn upp  dómur Evrópudómstólsins í máli nr. C - 604/11. Í málinu  hafi reynt  á  framkvæmd fjárfestingarráðgjafar með afleiður og  sé í dómnum vísað til tilskipana   2004/39/EB   og   2006/73/EB .  Endurupptökubeiðandi vísar til þess að í dómnum segi að 38 . gr. tilskipunar 2006/73/EB  mæli fyrir um að fjármálagerningur sem sé ekki tilgreindur í fyrsta undirlið 6. mgr. 19. gr. tilskipunar  2004/39/EB, skuli    - complex)   ef, meðal annars,   hann  uppfyllir skilyrði sem kveðið  er á um í   c - lið 18. tölul iðar   1. mgr. 4. gr. eða lið um   4 - 10 í þætti C í  viðauka I  við þá   tilskipun. Þá vísar endurupptökubeiðandi til þess að í dómnum sé tekið upp orðalag  52. gr. tilskipunar 2006/73/EB.   17.   Endurupptökubeiðandi vísar til þess að í dómi Evrópu dómstólsins séu raktir málavextir málanna  tveggja en álitaefnið þar hafi varðað skiptasamninga (e. swap agreements) sem sé ein tegund  afleiðusamninga og hafi tilgangur þeirra samninga verið að vernda viðsemjendur bankanna fyrir  vaxtabreytingum í þeim fjárm álagerningum sem málsaðilarnir höfðu gert. Samkvæmt  skiptasamningunum  hafi  hvor aðili samninganna tekið á sig áhættu af vaxtabreytingum, þannig að  bankinn greiddi   viðskiptavini sínum ef Euribor - vextir hækkuðu umfram umsamið vax tastig og svo  öfugt, ef Eurib or - vextir yrð u   lægri en umsamið vaxtastig. Í málinu kom fram að bankarnir höfðu ekki  framkvæmt mat á viðskiptavinum sínum í samræmi við 4. og 5. mgr. 19. gr. tilskipunar 2004/39/EB  eins og þau ákvæði voru innleidd í spænska löggjöf. Í málunum  hafi  viðskipt avinir bankanna  krafist  ógildingar frá upphafi á skiptasamningunum á þeim grunni að mat hefði ekki verið framkvæmt á  þeim í samræmi við frama ngreind ákvæði tilskipunarinnar   áður en til viðskiptanna var stofnað.    18.   Endurupptökubeiðandi byggir á því að það sem   skipti máli í dómi Evrópudómstólsins að því er  varðar dóm Hæstaréttar í máli nr. 509/2013 sé í fyrsta lagi að afleiðusamningar séu flóknir  fjármálagerningar í skilningi tilskipunar 2004/39/EB, sbr. 38. gr. tilskipunar 2006/73/EB. Samkvæmt  þeirri grein séu   þeir fjármálagerningar skilgreindir sem flóknir sem falla undir liði 4 - 10 í C - þætti I.  viðauka tilskipunar 2004/39/EB. Ályktanir Hæstaréttar um hið gagnstæða stangist því algjörlega á  við megin fyrirmæli tilskipananna, sbr. 38. gr. tilskipunar 2006/7 3 /EB, sbr. og 6. mgr. 19. gr.  tilskipunar 2004/39/EB. Vísar endurupptökubeiðandi til þess að í  skýringum við  16. gr.  í frumvarpi  til  laga  nr. 108/2007  sé tekið fram að skýra beri ákvæðið í samræmi við 38. gr. tilskipunar 2006/73/EB  og því sé  vandséð hvernig   Hæstiréttur  hafi komist að þeirri niðurstöðu  að afleiðusamningur sé  einfaldur fjármálagerningur. Vísar endurupptökubeiðandi enn   fremur í því samhengi til 7. mgr.  skýringarrits EB um hvenær fjármálagerningar  séu  flóknir og einfaldir.  Telji  endurupptökubeið andi  að allir afleiðusamningar séu flóknir samkvæmt tilskipun 2004/39/EB. Þannig  ráðist   sá skilningur  hvort fjármálagerningur sé flókinn eður ei ekki af áhættunni sem tengist gerningnum heldur af því  hvernig  hann  sé uppbyggður.    19.   Endurupptökubeiðandi byggir á því að það leiði af  þágildandi ákvæðum laga nr. 108/2007   og  þeim tilskipunum sem  hann vísi til  að fjárfestingarráðgjöf sem veitt  sé   til almenns fjárfestis megi  aðeins  veita   á grundvelli mats, sem framkvæmt  sé  með þeim hætti se m  þágildandi  15. gr. laga   nr.  108/2007 tilgreini . LBI  hf.  hafi því borið að framkvæma ítarlegt mat á endurupptökubeiðanda,  fjárhagsstöðu hans, þekkingu og reynslu af gerð afleiðusamninga og markmiðum með   ENDURUPPTÖKUDÓMUR                                 NR.  7 /2021       -   5   -   fjárfestingunni og ráðleggja honum að því mati loknu   hvort afleiðuviðskipti af þessu tagi hentuðu  honum. Það hafi bankinn ekki gert og þá hafi ekki verið gerð tilraun til þess að gera sér grein fyrir  því hvernig bankinn hefði staðið að slíku mati og komist að þeirri niðurstöðu að afleiðusamningar  af þessu t agi hentuðu endurupptökubeiðanda.    20.   Endurupptökubeiðandi vísar til þess að  hann hafi samþykkt  almenna  skilmála fyrir  markaðsviðskipti   hjá LBI  hf.  þann 4. febrúar 2005, í tíð eldri laga um verðbréfaviðskipti   nr. 33/2003 .  Samkvæmt  þágildandi  ákvæði 9. gr.  lag a nr. 108/2007   giltu  slíkir almennir skilmálar ekki um  fjárfestingarráðgjöf. Að mati endurupptökubeiðand a   hafi bankanum  því  ekki verið heimilt að  skírskota til þessara almennu skilmála  við mat   á hæfi hans. Ekkert mat, sambærilegt því sem lög  nr.  108/2007 h afi áskilið , hafi því nokkru sinni verið framkvæmt af bankanum á tilhlýðileika  afleiðusamninga af þessu tagi fyrir endurupptökubeiðanda. Byggir endurupptökubeiðandi á því að  slíkt sé ágreiningslaust þar sem í málinu sé ekki getið um önnur gögn en hina alme nnu skilmála frá  2005 og svo afleiðusamningana frá 2008.    21.   Endurupptökubeiðandi byggir á því að í niðurstöðu sinni leggi bæði héraðsdómur og  Hæstiréttur sönnunarbyrðina á hann um það að bankinn hafi ekki gætt skyldna sinna samkvæmt  lögum um verðbréfaviðskip ti, þrátt fyrir að fyrirmæli laganna séu skýr um skyldur LBI  hf.  Endurupptökubeiðandi telur með þessu að í dómi Hæstaréttar sé öllum grundvallaratriðum um  fjárfestavernd tilskipunar 2004/39/EB snúið á hvolf   og í  reynd verið að leysa fjármálafyrirtækið  unda n þeim jákvæðu skyldum sem á því hvíla, sem sé andstætt tilskipuninni.    22.   Endurupptökubeiðandi telur ljóst af  þágildandi  15. gr. laga   nr. 108/2007   að skyldan til að meta  almennan fjárfesti, áður en fjárfestingarráðgjöf er veitt, hvíli á herðum fjármálafyrirt ækisins og það  sé því fyrirtækisins að sýna fram á að það hafi uppfyllt lögboðnar skyldur. Í þessu sambandi vísar  endurupptökubeiðandi til athugasemda  við   15. gr. laga   nr. 108/2007 í frumvarpi til laga nna. Enn   fremur telur endurupptökubeiðandi að reglugerð   nr. 995/2007 kveði skýrar   á   um inntak þessarar  skyldu.    23.   Endurupptökubeiðandi byggir á því að í málinu sé engin grein gerð fyrir því á hvaða grundvelli  bankinn taldi hann hæfan til að eiga í afleiðuviðskiptum við bankann. Vísar endurupptökubeiðandi  til þes s að samkvæmt yfirlýsingu KPMG hf. frá 9. mars 2 011 hafi hann haft tiltölulega lágar tekjur á  árunum 2006 til 2009 . Sé því augljóst að tekjur hans hafi ekki gefið tilefni til að meta það sem svo  að afleiðuviðskipti hentuðu honum. Endurupptökubeiðandi vísar til þess að hann hafi haft öll  viðskipti sín hjá bankanum og að bankinn hafi vitað, eða mátt vita, um fjárhagsstö ðu hans  þegar  samningarnir voru gerðir.   24.   Endurupptökubeiðandi vísar til þess að í 4. gr. reglugerðar nr. 995/2007 sé kveðið á um það  skipulag sem fjármálafyrirtæki á að hafa utan um viðskipti sín við viðskiptamenn sína, sbr. f - lið þar  sem fram kemur að fjár   .   Vísar endurupptökubeiðandi í þessu sambandi einnig til 6. gr. sömu reglugerðar.  Endurupptökubeiðandi byggir á því að Hæstiréttur hafi ekki gert neina slíka kröfu til bank ans og  raunar hafi ekkert verið upplýst um það hvort og hvenær eða hvernig mat hafi verið gert á hæfi   ENDURUPPTÖKUDÓMUR                                 NR.  7 /2021       -   6   -   hans eða hver hafi verið niðurstaða slíks mats .   Þá hafi ekkert komið fram um hvort sú niðurstaða  hafi ve rið kynnt endurupptökubeiðanda.   25.   Af hálfu e nduruppt ökubeiðand a   er byggt  á því að skýra skuli lög og reglur, að svo miklu leyti  sem við  eigi , til samræmis við EES - samninginn og þær reglur sem á honum byggja, sbr. 3. gr. laga  nr. 2/ 1993 um Evrópska efnahagssvæðið og til dæmis  dóm Hæstaréttar  13. maí 2015 í m áli nr.  160/2015 .    26.   Með vísan til framangreinds telur endurupptökubeiðandi að Hæstiréttur hafi komist að rangri  niðurstöðu í máli nr. 509/2013 þegar hann dæmdi endurupptökubeiðanda greiðsluskyldan . Þá hafi  endurupptökubeiðandi  verulega fjárhagslega hagsmuni   af því að lagður sé dómur á málið að nýju .  Séu því   uppfyllt skilyrði 191. gr. laga   nr. 91/1991   til þess að málið verði  endurupptekið.   Rökstuðningur gagnaðila endurupptökubeiðanda   27.   Gagnaðili endurupptökubeiðanda leggst gegn endurupptöku og telur að skilyrðu m 193. gr.,  sbr. 191. gr. laga nr. 91/1991 sé ekki fullnægt.    28.   Við rekstur málsins fyrir héraðsdómi og Hæstarétti hafi endurupptökubeiðandi byggt kröfur  sínar um sýknu meðal annars á því að skilyrðum þágildandi ákvæða laga nr. 108/2007 hafi ekki verið  fulln ægt svo hann gæti hafa átt í viðskiptum af þeim toga sem um hafi rætt í málinu. Hafi  endurupptökubeiðandi talið að ógilda bæri gerða samninga. Héraðsdómur og Hæstiréttur hafi  fjallað um málsástæður hans þar að lútandi, þar á meðal stöðu endurupptökubeiðand a sem  fjárfestis, viðskipti og réttarsamband við LBI hf. og eðli umræddra samninga. Þá hafi Hæstiréttur  fjallað um eldri lög um verðbréfaviðskipti nr. 33/2003, ásamt lagaskilum við lög nr. 108/2007.  Niðurstaða Hæstaréttar hafi verið sú að ekki hafi verið s ýnt fram á að brotið hafi verið gegn  fyrirmælum laga með því að heimila endurupptökubeiðanda að eiga viðskiptin. Samningar sem um  var að ræða hafi ekki talist til flókinna fjármálagerninga.    29.   Gagnaðili byggir á því að málið fyrir Endurupptökudómi snúi aðein s að því hvort skilyrðum fyrir  endurupptöku á dómi Hæstaréttar sé fullnægt en Endurupptökudómur sé ekki áfrýjunardómstóll  sem ætlað sé að taka til endurskoðunar mat Hæstaréttar á gögnum málsins, sönnunarfærslu eða  lögskýringu.   30.   Það sé grundvallarregla rétta rríkis að endanlegur dómur í máli bindi enda á þann ágreining  sem um ræði. Í ákvæðum 116. gr. laga nr. 91/1991 felist reglur um réttaráhrif dóma sem byggðar  séu á þeirri grundvallarreglu. Aðeins í algjörum undantekningartilvikum eigi að vera kostur á því a ð  hrófla við fyrri dómsniðurstöðu. Verði því að túlka heimildir laga nr. 91/1991 um endurupptöku  þröngt.    31.   Áskilnaði a - liðar 1. mgr. 191. gr. laga nr. 91/1991 sé ekki fullnægt í málinu. Allar þær röksemdir  sem endurupptökubeiðandi reifi í beiðni sinni hafi  legið fyrir við meðferð málsins í Hæstarétti og  engin ný gögn hafi því verið lögð fram af hálfu endurupptökubeiðanda.     ENDURUPPTÖKUDÓMUR                                 NR.  7 /2021       -   7   -   32.   Önnur skilyrði fyrir endurupptöku séu heldur ekki fyrir hendi. Langur vegur sé frá því að leiddar  hafi verið sterkar líkur að því að ný gögn eða upplýsingar muni verða til breyttrar niðurstöðu í  mikilvægum atriðum, sbr. a -   og b - lið 1. mgr. 191. gr. laga nr . 91/1991.    Niðurstaða   33.   Í 193. gr. laga nr. 91/1991 er kveðið á um að Endurupptökudómur geti leyft samkvæmt beiðni  aðila að mál sem dæmt hefur verið í Hæstarétti verði tekið þar til meðferðar og dómsuppsögu að  nýju ef fullnægt er þeim skilyrðum sem greinir  í 191. gr.    34.   Í 1. mgr. 191. gr. laga nr. 91/1991 kemur fram að Endurupptökudómur geti orðið við beiðni um  að mál verði endurupptekið ef skilyrðum a -   eða b - liðar er fullnægt, enda mæli atvik með því að  leyfið verði veitt, þar á meðal að stórfelldir hagsmunir   aðilans séu í húfi. Samkvæmt ákvæðinu er því  nóg að annað hvort sé fullnægt skilyrði a -   eða b - liðar 1. mgr. 191. gr. að því gefnu að fullnægt sé  hinu almenna skilyrði um að atvik mæli með því að leyfi til endurupptöku sé veitt.    35.   Af málatilbúnaði enduruppt ökubeiðanda verður ráðið að hann byggi á því að endurupptaka  eigi mál hans á grundvelli a -   eða b - l iðar 191. gr. laga nr. 91/1991.    36.   Skilyrði a - liðar 191. gr. er að sterkar líkur séu leiddar að því með nýjum gögnum eða  upplýsingum að málsatvik hafi ekki veri ð leidd réttilega í ljós þegar málið var til meðferðar og  aðilanum verði ekki um það kennt og að gögnin eða upplýsingarnar muni verða til breyttrar  niðurstöðu í mikilvægum atriðum.    37.   Ekki verður annað ráðið af gögnum málsins en að atvik í hæstaréttarmálinu  nr. 509/2013, sem  beiðst er endurupptöku á, hafi verið að mestu óumdeild. Þannig liggur óumdeilt fyrir að gerðir voru  tveir afleiðusamningar sem kröfur LBI hf. byggðust á, að þeir samningar hafi verið vanefndir og að  höfðað hafi verið mál til greiðslu kraf na á grundvelli samninganna. Í málinu hafa ekki verið lögð  fram nein ný gögn eða upplýsingar sem lúta sérstaklega að atvikum málsins.  Verður  málið því ekki  endurupptekið   á grundvelli a - liðar 1.  mgr. 191. gr. laga nr. 91/1991.   38.   Skilyrði fyrir endurupptöku  samkvæmt b - lið 1. mgr. 191. gr. er að sterkar líkur séu leiddar að  því að ný gögn eða upplýsingar um annað en málsatvik muni verða til breyttrar niðurstöðu í  mikilvægum atriðum.   39.   Með lögum nr. 47/2020 var Endurupptökudómi komið á fót og skilyrðum til enduru pptöku  einkamála breytt í nokkrum atriðum. Í greinargerð með frumvarpi til laganna kemur meðal annars  fram að b - liður 1. mgr. 191. gr. laga nr. 91/1991   skuli taka til annarra  tilvika  en þeirra sem varði  málsatvik. Með nýjum gögnum eða upplýsingum í skilnin gi ákvæðisins væri átt við öll þau gögn eða  upplýsingar sem leitt gætu til breyttrar niðurstöðu máls í mikilvægum atriðum, þar á meðal geti  verið úrlausnir alþjóðlegra dómstóla á borð við Mannréttindadómstól Evrópu og EFTA - dómstólinn.  Hafi Eftirlitsstofnun   EFTA lagt áherslu á að til væri heimild í réttarfarslöggjöf til endurupptöku  dómsmála er varði EES - löggjöf ef niðurstöður frá EFTA - dómstólnum bentu til breyttrar niðurstöðu  íslenskra dómstóla í máli er varði EES - löggjöf.     ENDURUPPTÖKUDÓMUR                                 NR.  7 /2021       -   8   -   40.   Endurupptökubeiðandi byggir  beiðn i sína um endurupptöku  á því að  Hæstiréttur hafi túlkað  lög nr. 108/2007 án þess að gæta að skýringum Evrópudómstólsins á viðeigandi ákvæðum  tilskipana nr. 2004/39/EB og 2006/73/EB. Telur hann niðurstöðu Hæstaréttar í málinu hafa  grundvallast að minnsta ko sti á tvenns konar mati sem fari gegn ákvæðum tilskipananna. Þá vísar  endurupptökubeiðandi í þessu sambandi sérstaklega til dóms Evrópudómstólsins í máli nr. C - 604/11 sem kveðinn var upp 30. maí 2013.   41.   Í 116. gr. laga nr.  91/1991  er kveðið á um   að dómur sé  bindandi um úrslit sakarefnis milli aðila  og þeirra, sem koma að lögum í þeirra stað, um þær kröfur sem eru dæmdar þar að efni til.  Samkvæmt 2. mgr. greinarinnar verður krafa sem hefur verið dæmd að efni til ,   ekki borin aftur undir  sama eða hliðsettan dóms tól framar en í lögunum segi. Nýju máli um slíka kröfu  skuli   vísað frá dómi.  Í 3. mgr. greinarinnar segir meðal annars að dómur sé bindandi fyrir dómara þegar hann hefur verið  kveðinn upp og samkvæmt 4. mgr. hefur dómur fullt sönnunargildi um þau málsatvik   sem í honum  greinir þar til það gagnstæða sannast. Í þessum ákvæðum felast reglur um réttaráhrif dóma byggðar  á þeirri grunnreglu að dómur skuli vera endir þrætu og sama sakarefnið því ekki dæmt að nýju. Af  þessu leiðir eðli máls samkvæmt að við skýringu  lagareglna um endurupptöku dæmdra mála verður  orðum þeirra ekki léð rýmri merking en felst í bókstaflegum skilningi þeirra .    42.   Í dómi þeim sem beiðst er endurupptöku á leysti Hæstaréttur úr ágreiningsefnum málsins með  hliðsjón af þeim málsástæðum sem settar  voru fram í málinu og komst að niðurstöðu um  greiðsluskyldu endurupptökubeiðanda. Í endurupptökubeiðni er að finna ýmis sjónarmið  endurupptökubeiðanda um það að mat Hæstaréttar hafi verið rangt, byggt á misskilningi og að  ekki hafi verið tekið tillit til r áðandi sjónarmiða um túlkun á þeim lögum og tilskipunum sem  endurupptökubeiðandi telur að hafi átt við um sakarefni málsins.  Sjónarmið endurupptökubeiðanda  um túlkun á þeim tilskipunum sem hann vísar til fela ekki í sér ný gögn eða upplýsingar í skilningi  b - liðar 1. mgr. 191. gr. laga nr. 91/1991.   Þá var nefndur dómur Evrópudómstólsins kveðinn upp áður  en dómur féll í því má li sem beiðst er endurupptöku á og telst hann því þegar af þeirri ástæðu ekki  fela í sér ný gögn eða upplýsingar í skilningi ákvæðisins .   43.   Samkvæmt öllu framansögðu er hvorki fullnægt skilyrðum a -   né b - liðar 1. mgr. 191. gr. laga nr.  91/1991 og verður  beiðni endurupptökubeiðanda um endurupptöku á dómi Hæstaréttar frá 16.  janúar 2014 í máli nr. 509/2013  því  hafnað.    44.   Hvorugur aðili gerir í máli þessu kröfu um málskostnað og verður hann því ekki úrskurðaður.      Úrskurðarorð:   Beiðni endurupptökubeiðanda, Einars Péturssonar, um endurupptöku á dómi Hæstaréttar Íslands  frá 16. janúar 2014 í máli nr. 509/2013 er hafnað.   Málskostnaður   verður ekki úrskurðaður.