Úrskurður fimmtudaginn 16. júní 2022 í máli nr . 1/2022 Endurupptökubeiðni Theodórs Magnússonar og Helgu Margrétar Guðmundsdóttur 1. Dómararnir Eiríkur Elís Þorláksson, Hólmfríður Grímsdóttir og Stefán Geir Þórisson kveða upp úrskurð í máli þessu. 2. Með beiðni sem barst Endurupptökudómi 3. janúar 2022 fóru endurupptökubeiðendur, Theodór Magnússon og Helga Margrét Guðmundsdóttir, [...], fram á endurupptöku á dómi Hæstaréttar 26. nóvember 2015 í máli nr. 243 /20 15. 3. Gagnaðili endurupptökubeiðenda, ÍL - sjóður, krefst þess að beiðninni verði hafnað og að endurupptökubeiðendum verði gert að greiða honum málskostnað fyrir Endurupptökudómi. Málsatvik 4. Mál þetta lýtur að kröfu endurupptökubeiðenda um að heimiluð verði endurupptaka fyrr greinds dóms Hæstaréttar í máli þeirra gegn Íbúðalánasjóði, nú ÍL - sjóði, þar sem staðfest var niðurstaða héraðsdóms um sýknu gagnaðila af kröfum þeirra. 5. Málið höfðuðu endurupptökubeiðendur til viðurkenningar á því að eftirstöðvar skuldar þeirra við Íbúðal ánasjóð vegna fasteignaveðláns hefði á tilteknum gjalddaga numið tilgreindri fjárhæð sem var lægri en staða lánsins samkvæmt útreikningum sjóðsins. Var krafa endurupptökubeiðenda reist á því að vegna ófullnægjandi upplýsinga um heildarlántökukostnað og árl ega hlutfallstölu kostnaðar hefði Íbúðalánasjóði verið óheimilt að innheimta verðbætur af láninu en af því leiddi að umframgreiðslur vegna verðbóta á afborganir og vexti yrðu reiknaðar strax við greiðslu hvers gjalddaga til frádráttar höfuðstól lánsins sem ætti að lækka sem því næmi. 6. Niðurstaða Hæstaréttar var sú að sjóðurinn hefði veitt fullnægjandi upplýsingar um höfuðstól lánsins, heildarlántökukostnað, árlega hlutfallstölu kostnaðar og þá heildarupphæð sem greiða ætti. 7. Í umfjöllun Hæstaréttar var vísa ð til þess að í dómi réttarins í máli nr. 160/2015 kæmi fram að 12. gr. þágildandi laga nr. 121/1994 um neytendalán hefði að geyma sérreglu um hvernig ætti í útreikningum að fara með atriði sem eftir fyrirmælum samnings gætu tekið breytingum á síðari stigu m. Gæti það nánar tiltekið stafað af heimildum í samningi til að beita verðtryggingu, breyta vaxtastigi eða breyta öðrum gjöldum sem teldust til árlegrar hlutfallstölu kostnaðar og skyldi hlutfallstalan reiknuð út miðað við þá forsendu að verðlag, vextir o g önnur gjöld yrðu óbreytt út lánstímann. Sem almennum neytendum hefði endurupptökubeiðendum mátt vera ljóst að til undantekninga heyrði að vísitala neysluverðs stæði óbreytt tvo mánuði í senn, fyrir kæmi að hún lækkaði milli mánaða en hækkaði langoftast þ ótt nánast ógerlegt væri að sjá hverju slíkar breytingar kynnu að nema til lengri eða skemmri tíma. Skipti þá máli , eins og fram kæmi í fyrrnefndum dómi réttarins, að með þeim o rðum 1. mgr. 12. gr. laga nr. 121/1994 að miða ætti útreikning við þá ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 1/2022 - 2 - forsendu að verðlag yrði óbreytt til loka lánstímans , væri eftir hljóðan þeirra boðið að fara þá leið að miða við þá forsendu að verðlag, vextir og önnur gjöld yrðu óbreytt til loka lánstímans. Taldi Hæstiréttur að Íbúðalánasjóði hefði ekki verið skylt samkvæmt lög um nr. 121/1994 að láta endurupptökubeiðendum í té við lánveitinguna sérstaka greiðsluáætlun sem gerði ráð fyrir tiltekinni hækkun vísitölu neysluverðs. 8. Þá vísaði Hæstiréttur til þess að í meginatriðum svaraði 1. mgr. 12. gr. laga nr. 121/1994 efnislega ti l 6. mgr. 1. gr. a í tilskipun 87/102/EBE, eins og henni hefði verið breytt með 1. gr. tilskipunar nr. 90/88/EBE, og að EFTA - dómstóllinn hefði komist að þeirri niðurstöðu í ráðgefandi áliti frá 24. nóvember 2014 í máli nr. E - 27/13 að þegar lánssamningur væ ri bundinn vísitölu neysluverðs og lántökukostnaðurinn tæki þar af leiðandi breytingum í samræmi við verðbólgu samrýmdist það ekki neytendalánatilskipuninni að miðað væri við 0% verðbólgu við útreikning á heildarlántökukostnaði og árlegri hlutfallstölu kos tnaðar ef þekkt verðbólgustig á lántökudegi væri ekki 0%. 9. Um áhrif þessa á úrlausn málsins sagði í dómi Hæstaréttar að yrði fyrrgreind skýring EFTA - dómstólsins á ákvæðum tilskipun ar 87/102/EBE lögð til grundvallar væri, eins og segði í dómi réttar ins í má li nr. 160/2015, ljóst að orðalag 1. mgr. 12. gr. laga nr. 121/1994 hefði ekki verið í samræmi við ákvæði tilskipunarinnar. Við mat á afleiðingum slíks ósamræmis væri þess að gæta að tilskipunin hefði ekki lagagildi hér á landi. Lögskýring samkvæmt 3. gr. laga nr. 2/1993 um Evrópska efnahagssvæðið tæki eðli máls samkvæmt til þess að orðum í íslenskum lögum yrðu, svo sem framast væri unnt, gefin merking sem rúmaðist innan þeirra og næst kæmist því að svara til sameiginlegra reglna sem gilda ætti á Evrópska e fnahagssvæðinu. Slík lögskýring gæti á hinn bóginn ekki leitt til þess að orðum íslenskra laga væri gefin önnur merking en leidd yrði af hljóðan þeirra, sbr. meðal annars dóm Hæstaréttar í máli nr. 79/2010. 10. Var niðurstaða Hæstaréttar sú að fyrirmæli 1. mgr . 12. gr. laga nr. 121/1994 um að áætlun um greiðslur samkvæmt lánssamningi, þar sem fjárhæð skuldar væri verðtryggð, skyldi miðað við óbreytt verðlag væru ótvíræð. Væri því ekki svigrúm til að miða við aðra forsendu á grundvelli skýringar á þessu ákvæði s amkvæmt 3. gr. laga nr. 2/1993. Hefði upplýsingagjöf Íbúðalánasjóðs verið í samræmi við ákvæði laga nr. 121/1994 og s ýknaði Hæstiréttur sjóðinn því af kröfum endurupptökubeiðenda. Rökstuðningur málsaðila Rökstuðningur endurupptökubeið e nda 11. Endurupptökubeiðendur telja niðurstöðu Hæstaréttar í máli þeirra hafi farið gegn markmiðum neytendalánatilskipunarinnar um rétt neytenda til upplýsinga um allan beinan kostnað vegna lántöku. Rétturinn hafi gert að engu þá lágmarksvernd neytenda gagnvart fj ármálafyrirtækjum sem hafi falist í tilskipun 87/102/EBE um samræmingu á lögum og stjórnsýslufyrirmælum aðildarríkjanna varðandi neytendalán og þágildandi l ögum nr. 121/1994 um neytendalán. 12. Endurupptökubeið endur byggja beiðni sína á því að skilyrði bæði a - og b - liðar 1. mgr. 191. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála séu uppfyllt. 13. Hvað a - upplýsingar m.a. úr dómi EFTA - dómstólsins eða málsatvik tengd lögskýringargögnum haf i verið réttilega fram borin af Hæstarétti í máli nr. 243/2015 í nokkrum tilvikum sem skipta máli varðandi ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 1/2022 - 3 - endurupptökubeiðendur, gegn neitun þeirra, hafa fengið fjármálará ðgjöf við lántökuna. Það sama verði sagt um þá niðurstöðu réttarins að upplýsingagjöf sjóðsins hafi ekki að öllu leyti verið í samræmi við áskilnað laga nr. 121/1994 hvað varðar árlega hlutfallstölu kostnaðar en rétturinn telji samt að þar hafi ekki skeika ð slíku að úrslitum réði við mat á því hvort upplýsingagjöf hefði verið nægjanleg. Þetta eigi einnig við um umfjöllun Hæstaréttar um hvað endurupptökubeiðendur hafi sem almennir neytendur getað gert sér grein fyrir í viðskiptum við gagnaðila. Þarna hafi má lsatvik ekki verið réttilega í ljós leidd. 14. E ndurupptökubeiðendur nýjar upplýsingar og málsatvik sem varða niðurstöður í 90. og 91. mgr. í áliti EFTA - dómstólsins í máli nr. E - 27/13 þar sem fram komi að lánssamningur sem gerði ráð fyrir að verðbólgustig héldist 0% á tímapunkti þar sem raunveruleg verðbólga væri töluvert hærri gæ f i ekki rétta mynd af þeim kostnaði sem leiddi af verðtryggingu og þar með heildarlántökukostnaði í skilningi tilskipunar 87/102/EBE. Hæstiréttur hafi e ingöngu litið til 96. mgr. álitsins og snúið út úr texta þess. 15. Endurupptökubeiðendur telja að túlkun Hæstaréttar á 1. mgr. 12. gr. laga nr. 121/1994 ekki rétta. Miða hefði átt við að þegar lánssamningur heimilaði verðtryggingu skyldi reikna áhrif verðbóta á lánskostnað út frá því sem kunnugt var um verðlag/verðbólgu/v erðbólgustig á þeim tíma sem hann var gerður og að þessi þekktu áhrif stæðu óbreytt út lánstímann. Sá skilningur sé samrýmanlegur 11. gr. laganna og ákvæðum tilskipana 87/102/EBE og 90/88/EBE á sviði neytendamála og áliti EFTA - dómstólsins máli nr. E - 27/13. Hann hafi svo verið staðfestur með ákvæði 3. mgr. 21. gr. laga nr. 33/2013 sem tóku gildi 1. nóvember 2013 og eðlilegt sé að líta svo fyrir hafi verið og stað festingu löggjafans á þeirri lögskýringu sem rétt hafi verið að leggja til grundvallar við beitingu ákvæðisins og að ofan er lýst. Þessum skýra löggjafarvilja hafi Hæstiréttur litið fram hjá þegar hann hafi kveðið upp dóm sinn í máli nr. 243/2015. 16. Endurupp tökubeiðendur vísa til þess Hæstiréttur hafi ekki byggt á lögskýringargögnum til að skýra orðalag 1. mgr. 12. gr. laga nr. 121/1994 í máli nr. 243/2015. Því felist ný gögn og/eða nýjar upplýsingar í lögskýringargögnum með lögum nr. 30/1993, 101/1994, 121/1 994 og 33/2013 um að málsatvik hafi ekki verið réttilega í ljós leidd í máli nr. 243/2015 og það hafi haft þýðingu fyrir niðurstöðu málsins. Með 7. gr. laga nr. 101/1994 sem tekið hafi gildi 20. maí 1994 hafi hugtakið laga nr. 30/1993 og samkvæmt skýringu í frumvarpinu hafi verið átt við verðtryggingu í víðtækri merkingu eins og það sé orðað þar. Samkvæmt lögskýringargögnum um forsögu og þróun ákvæðisins hafi átt að reikna út árlega hlutfallstölu kostnaðar samkvæmt þeim upplýsingum sem kunnar voru við gerð lánssamnings og ljóst að reiknaðar verðbætur á grundvelli vísitölu verðtryggingar væru innan orðalags ákvæðisins og innan árlegrar hlutfallstölu kostnaðar. Hæstiréttur hafi ekki litið til þessarar forsögu ákvæðisins í máli nr. 243/2015. 17. aðferðarfræði við skýringu laga - - og starfsumhverfi Íbúðalánasjóðs og litið til lögskýri ngargagna varðandi löggjöf og þróun hennar en ekki stuðst við þrönga túlkun á lagatexta viðkomandi ákvæðis eins og í máli nr. 243/2015. 18. Hvað b - lið 1. mgr. 191. gr. laga nr. 91/1991 varðar vísa endurupptökubeiðendur um ný gögn eða upplýsingar um annað en má lsatvik til áðurnefnds dóms Hæstaréttar í máli nr. 3/2021 um að þar hafi Hæstiréttur beitt annarri aðferðarfræði en í máli þeirra og til greinar dr. Páls Hreinssonar um samræmda EES - túlkun landsréttar í 25 ár sem birtist árið 2019 í Tímariti lögfræðinga. Í ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 1/2022 - 4 - greinargerð með ákvæði b - liðar 1. mgr. 191. gr. laga nr. 91/1991 sé fjallað um að þar sé átt við öll þau gögn eða upplýsingar sem leitt gætu til breyttrar niðurstöðu í veigamiklum atriðum og tekið sem dæmi úrlausnir alþjóðlegra dómstóla. Tilvísunin sé set t fram í dæmaskyni og ekki útilokað að önnur gögn, eins og fræðigreinar, geti fallið undir ákvæðið. 19. Í greininni fjall i höfundur um álit EFTA - dómstólsins í máli nr. E - 27/13 þar sem fram hafi komið að lánssamningur, sem gerði ráð fyrir því að verðbólgustig h éldist 0% á tímamarki þar sem raunveruleg verðbólga væri töluvert hærri, gæfi ekki rétta mynd af þeim kostnaði sem leiddi af verðtryggingu og þar með heildarlántökukostnaði í skilningi tilskipunar 87/102/EBE. Yrði ráðið af álitinu að byggja hafi átt útreik ning út lánstímann á því verðbólgustigi sem var á lántökudegi en ekki 0% verðbólgu eins og gert hefði verið . Samræmd EES - túlkun í málinu að landsrétti hefði þá lotið að því hvort þetta f æri í bága við orðalag 1. mgr. 12. gr. laga nr. 121/1994 . E kki yrði sé ð að texti ákvæðisins útilokaði þá lögskýringarleið og erfitt væri að skilja rökstuðning Hæstaréttar um að ekki hafi verið hægt að túlka ákvæðið til samræmis við 6. mgr. 1. gr. a í tilskipun 87/102/EBE og álit EFTA - dómstólsins. Að mati endurupptökubeiðenda Hæstaréttar. 20. Samantekið telja endurupptökubeiðendur að í máli nr. 243/2015 hafi Hæstiréttur ekki byggt á öllum upplýsingum sem fram komu hjá EFTA - er snúa að um að veita beri neytendum fullnægjandi upplýsingar um lán þeirra og greiðsluskuldbindingar miðað við þekktar forsendur við gerð lánssamnings og samsvarandi ákvæði í tilskipun 87/102/EBE. Túlkun Hæstaréttar hafi farið í bága við skýringar EFTA - dómstólsins á ákvæðum tilskipunarinnar í máli nr. E - - dómstólsins sem áhrif gætu haft á niðurstöðuna endurupptök ubeiðendum í vil og þannig snúið út úr orðum EFTA - hafi verið sýknaður af kröfum endurupptökubeiðenda í málinu. Það hafi falið í sér brot gegn lögmætum rétti ndum þeirra sem almennra neytenda og valdið þeim verulegu tjóni. 21. Endurupptökubeiðendur byggja á því að atvik mæli með því að leyfi til endurupptöku verði veitt og að þau hafi stórfellda hagsmuni af því að fá leiðréttingu mála sinna og að farið verði að lög um við úrlausn um mikilvæg réttindi þeirra sem falist geti í endurgreiðslu þeirra verðbóta sem þau hafi greitt, fái mál þeirra loks rétta meðferð fyrir dómstólum. 22. Í athugasemdum sínum 27. apríl 2022 í tilefni af athugasemdum gagnaðila 30. mars 2022 settu endurupptökubeiðendur fram málskostnaðarkröfu . Rökstuðningur gagnaðila 23. Gagnaðili endurupptökubeiðenda leggst gegn endurupptöku og telur að skilyrðum 193. gr., sbr. 191. gr. laga nr. 91/1991, sé ekki fullnægt. Ekkert þeirra gagna sem endurupptökubeiðendur leggi fram með beiðni sinni og byggi á uppfylli skilyrði laganna fyrir endurupptöku hvorki á grundvelli a - né b - liða r 1. mgr. 191. gr. laga nr. 91/1991 . 24. Gagnaðili bendir á að jafnvel þó horft væri fram hjá þeim ágöllum sem séu á fylgigögnum með endurupptökubeiðni og einungis metið hvort þau gætu með einhverjum hætti breytt niðurstöðu Hæstaréttar í máli nr. 243/2015 sé ljóst að langur vegur sé frá því. Í heild sinni feli endurupptökubeiðni n ekki í sér neitt annað en gagnrýni á lagatúlkun og niðurs töðu Hæstaréttar. Slík sjónarmið geti aldrei leitt til endurupptöku dómsmála. ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 1/2022 - 5 - 25. Hvað varði rökstuðning endurupptökubeiðenda fyrir endurupptöku á grundvelli a - liðar sé í beiðninni í löngu máli fjallað um að Hæstiréttur hafi í málinu nr. 243/215 komist að ran gri niðurstöðu. Öll umfjöllunin sé því marki brennd að fela í sér gagnrýni á dómsniðurstöðuna en hvergi séu tínd til ný gögn eða upplýsingar sem geti mögulega orðið til breyttrar niðurstöðu. Þegar af þessari ástæðu geti ekkert þeirra sjónarmiða sem endurup ptökubeiðendur reki í beiðni sinni leitt til endurupptöku. Auk þess tekur gagnaðili fram að hann hafni í heild sinni efnislegri umfjöllun í beiðni endurupptökubeiðenda hvað þetta varðar. Niðurstaða Hæstaréttar sé rétt og byggð á gögnum málsins eins og þau hafi legið fyrir við uppkvaðningu dómsins. Hún sé reist á hefðbundnum lagasjónarmiðum og feli í sér fyrirsjáanlega og trausta túlkun á réttarheimildum, þar með töldum lagaákvæðum og úrlausnum EFTA - dómstólsins. 26. Gagnaðili hafnar sjónarmiðum endurupptökubeiðe nda um dóm Hæstaréttar í máli nr. 3/2021 þessum málum hafi verið gerólík og þau reglugerðarákvæði sem þar hafi verið túlkuð og á reynt hafi enga tengingu eða samsvörun við þau lagaákvæði sem verið hafi til skoðunar í máli endurupptökubeiðenda. Ekki sé um það að ræða að rétturinn hafi beitt annars konar lögskýringu í því máli heldur hafi hann einfaldlega verið að túlka texta réttarheimilda sem á reyndi í málunum . 27. Gagnaðili hafnar því að Hæstiréttur hafi ekki litið til lögskýringargagna í máli endurupptökubeið e nda eða að efni þeirra geti leitt til breyttrar niðurstöðu í málinu. Verði raunar ekki séð að lögskýringargögn veiti nokkrar vísbendingar um hvernig skýra b eri þágildandi 1. mgr. 12. gr. laga nr. 121/1994 með öðrum hætti en leiði af orðalagi ákvæðisins og dómum Hæstaréttar. 28. Hvað varði rökstuðning endurupptökubeiðenda fyrir endurupptöku á grundvelli b - liðar sé í beiðninni byggt á að í fræðigrein dr. Páls Hrein ssonar komi fram sjónarmið sem leiða eigi til endurupptöku málsins. Gagnaðili hafnar því að slíkt gagn geti verið grundvöllur endurupptöku mála. Efnislega fjalli greinin um samræmda túlkun landsréttar og EES - réttar og feli í sér gagnrýni á nokkra dóma Hæst aréttar þar sem höfundur telur að betur hefði mátt ná fram slíkri samræmdri túlkun. Sérstaklega sé tekið fram í greininni að ekki beri að líta á hana sem gagnrýni á sjálfa niðurstöðuna í málinu heldur eingöngu þessa túlkun á reglu landsréttar þegar hún sé borin saman við reglu EES - réttar. Hvað sem segja megi um það hvort sú gagnrýni eigi rétt á sér geti hún ekki ein og sér leitt til þess að dómur Hæstaréttar í máli endurupptökubeiðenda teljist rangur. Það sé raunar engan veginn sjálfgefið að niðurstaðan hef ði orðið önnur þó ákvæði 1. mgr. 12. gr. laga nr. 121/1994 hefði verið túlkað með þeim hætti sem endurupptökubeiðendur krefjist. Þau hefðu eftir sem áður þurft að sýna fram á ósanngirni, orsakasamhengi og önnur skilyrði sem þurfi að vera til staðar svo sam ningi verði vikið til hliðar á grundvelli ógildingarreglna samningaréttar. Verði að telja með öllu óvíst að önnur túlkun á 1. mgr. 12. gr. laga nr. 121/1994 hefði leitt til ógildingar á ákvæðum skuldabréfs endurupptökubeiðenda sem kváðu á um verðtryggingu lánsins og þar með breyttrar niðurstöðu í dómsmáli. 29. Gagnaðili bendir á að það sé grundvallarregla í íslenskum rétti að endanlegur dómur í máli bindi enda á þann ágreining sem um ræði. Í 116. gr. laga nr. 91/1991 felist reglur um réttaráhrif dóma sem byggða r séu á þeirri grundvallarreglu. Einungis í undantekningartilvikum eigi að vera unnt að hrófla við fyrri dómsniðurstöðu og verði því að túlka heimildir laga nr. 91/1991 um endurupptöku þröngt . Gagnaðili kveðst telja ljóst að hvorki skilyrði a - né b - liðar 1 . mgr. 191. gr. laga nr. 91/1991 séu uppfyllt í málinu. 30. Gagnaðili tekur fram að gögn sem hafi verið tiltæk og aðgengileg við rekstur dómsmálsins geti ekki - og b - liðar 1. mgr. 191. gr. laga nr. 91/1991 . En auk þess áréttar ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 1/2022 - 6 - gag naðili að ekkert þeirra gagna sem endurupptökubeiðendur vís i til í beiðni sinni uppfylli skilyrði a - eða b - liðar til þess að teljast ný gögn eða upplýsingar sem réttlæti endurupptöku málsins . 31. Gagnaðili bendir að lokum á að áður en endurupptökubeiðendur óskuðu eftir endurupptöku á dómi Hæstaréttar í máli nr. 243/2015 hafi þau leitað til dómstóla í því skyni að fá dæmdar skaðabætur sér til handa vegna dómsniðurstöðunnar. Hafi þau meðal annars byg 121/1994. Með dómi Landsréttar í málinu nr. 224/2019 hafi þeim kröfum verið hafnað og sérstaklega tekið fram að með dómi Hæstaréttar í málinu n r. 243/2015 hafi sakarefni máls þessa Telur gagnaðili að skilja verði beiðni endurupptökubeiðenda nú sem enn eina tilraun til að breyta fyrrgreindri dó msniðurstöðu Hæstaréttar og að um sé að ræða áframhaldandi málarekstur um sakarefni sem búið er að dæma og gagnrýni á niðurstöðu Hæstaréttar. 32. Gagnaðili kveðst draga í efa að að skilyrði 1. mgr. 191. gr. laga nr. 91/1991 um að sakarefni feli í sér stórfell da hagsmuni endurupptökubeiðenda sé uppfyllt og áréttar að jafnvel þó að svo yrði talið þurfi skilyrðum a - eða b - liðar ákvæðisins að vera fullnægt svo til endurupptöku geti komið. Það eigi ekki við í máli þessu. Þá mótmælir gagnaðili kröfu endurupptökubeið enda um málskostnað sem þau setja fram í athugasemdum sínum 27. apríl 2022 og telur hana of seint fram komna. Niðurstaða 33. Í máli þessu er beiðst endurupptöku á dómi Hæstaréttar í máli nr. 243 /201 5. Í málinu reyndi meðal annars á túlkun 1. mgr. 12. gr. eldri laga nr. 121/1994 sem fól í sér innleiðingu á 6. mgr. 1. gr. a í tilskipun 87/102/EBE. Hafði EFTA - dómstóllinn komist að þeirri niðurstöðu í ráðgefandi áliti 24. nóvember 2014 í máli nr. E - 27/13 að þegar lánssamningur væri bundinn vísitölu neysluverðs samr ýmdist það ekki tilskipun 87/102/EBE að miða við 0% verðbólgu við útreikning á heildarlántökukostnaði og árlegri hlutfallstölu kostnaðar ef þekkt verðbólgustig á lántökudegi var ekki 0%. Taldi Hæstiréttur að lögskýring í samræmi við 3. gr. laga nr. 2/1993 þar sem kveðið væri á um skyldu til að skýra lög og reglur til samræmis við EES - samninginn gæti eðli máls samkvæmt ekki leitt til þess að orðum íslenskra laga yrði gefin önnur merking en leidd yrði af hljóðan þeirra. Komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að orðalag 1. mgr. 12. gr. laga nr. 121/1994 væri það afdráttarlaust að ekki væri unnt að gefa því þá merkingu sem leiddi af áliti EFTA - dómstólsins. 34. Samkvæmt 1. mgr. 193. gr. laga nr. 91/1991 getur Endurupptökudómur samkvæmt beiðni aðila heimilað að mál, sem dæmt hefur verið í Hæstarétti, verði tekið þar til meðferðar og dómsuppsögu að nýju ef fullnægt er þeim skilyrðum sem greinir í 191. gr. laganna. 35. Í 1. mgr. 191. gr. laga nr. 91/1991 kemur fram að Endurupptökudómur geti orðið við beiðni um að m ál verði endurupptekið ef skilyrð um a - eða b - liðar ákvæðisins er fullnægt, enda mæli atvik með því að leyfið verði veitt, þar á meðal að stórfelldir hagsmunir aðilans séu í húfi. Samkvæmt ákvæðinu er nægilegt að annað hvort sé fullnægt skilyrði a - eða b - li ðar 1. mgr. 191. gr. að því gefnu að fullnægt sé hinu almenna skilyrði um að atvik mæli með því að leyfi til endurupptöku sé veitt. 36. Með endurupptökubeiðni er lagður fram töluverður fjöldi gagna sem endurupptökubeiðendur byggja á að leiða eigi til þess að fallist verði á endurupptöku málsins á grundvelli a - eða b - liðar 1. mgr. 191. gr. laga nr. 91/1991 en röksemdir fyrir endurupptöku á grundvelli þessara ákvæða byggja á sambærilegum sjónarmiðum. ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 1/2022 - 7 - 37. Skilyrði a - lið ar er að sterkar líkur séu leiddar að því með n ýjum gögnum eða upplýsingum að málsatvik hafi ekki verið leidd réttilega í ljós þegar málið var til meðferðar og að gögnin eða upplýsingarnar muni verða til breyttrar niðurstöðu í mikilvægum atriðum. 38. Endurupptökubeiðendur byggja á því að Hæstiréttur hafi ekki túlkað ákvæði 1. mgr. 12. gr. laga nr. 121/1994 í samræmi við réttarheimildir og í andstöðu við niðurstöðu EFTA - dómstólsins í máli nr. E - 27/13. Þá hafi rétturinn ekki horft til lögskýringargagna, forsögu og þróunar ákvæðis 1. mgr. 12. gr. laga nr. 121/1994. Þetta hafi leitt til þess að Hæstiréttur hafi dregið rangar ályktanir af gögnum um atvik máls og komist að rangri niðurstöðu í máli þeirra. 39. Dómurinn tekur fram að ekkert þeirra gagna sem enduru pptökubeiðendur tefla fram því til stuðnings að fallast beri á beiðni þeirra á grundvelli a - liðar 1. mgr. 191. gr. laga nr. 91/1991 geti talist til nýrra gagna eða upplýsinga um að málsatvik hafi ekki verið leidd réttilega í ljós. Verður ekki annað séð en að þau hafi flest legið fyrir og verið endurupptökubeiðendum aðgengileg er mál þeirra var til meðferðar fyrir Hæstarétti. Dómur Hæstaréttar í máli nr. 160/2015 og ráðgefandi álit EFTA - dómstólsins í máli nr. E - 27/13 lágu fyrir er dómur í máli endurupptökube iðenda var kveðinn upp. Þegar af þeirri ástæðu geta þessar úrlausnir ekki talist til nýrra upplýsinga í skilningi a - eða b - liðar 1. mgr. 191. gr. laga nr. 91/1991. Hvað varðar sérstaklega yfirlit um uppgreiðslu láns endurupptökubeiðenda eftir að dómur Hæst aréttar gekk í máli þeirra er ekki um að ræða gagn eða upplýsingar sem leitt geta til endurupptöku málsins í skilningi áðurnefndra ákvæða. 40. Sjónarmið endurupptökubeiðenda um lögskýringargögn, lögskýringaraðferðir og túlkun á efni tilskipana Evrópusambandsin s og síðar til komnar lagabreytingar geta ekki talist fela í sér ný gögn um málsatvik í skilningi ákvæðisins sem leitt geta til endurupptöku mála á grundvelli a - liðar 1. mgr. 191. gr. laga nr. 91/1991. 41. Skilyrði b - lið ar er að sterkar líkur séu l eiddar að þv í að ný gögn eða upplýsingar um annað en málsatvik muni verða til breyttrar niðurstöðu í mikilvægum atriðum. 42. Endurupptökubeiðendur vísa um þetta til dóms Hæstaréttar í máli nr. 3/2021 þar sem Hæstiréttur hafi beitt annarri lögskýringaraðferð en í máli þeir ra og fræðigreinar sem birt var á árinu 2019 og fjallar um samræmda túlkun EES - túlkun að landsrétti og sem endurupptökubeiðendur telja sýna fram á ranga niðurstöðu og ranga lögskýringaraðferð Hæstaréttar. 43. Í greinargerð með frumvarpi því er varð að lögum n r. 47/2020 þar sem Endurupptökudómi var komið á fót kemur meðal annars fram að b - liður 1. mgr. 191. gr. laga nr. 91/1991 skuli taka til annarra tilvika en þeirra sem varði málsatvik. Með nýjum gögnum eða upplýsingum sé átt við öll þau gögn eða upplýsingar sem leitt geta til breyttrar niðurstöðu máls í mikilvægum atriðum, þar á meðal geti verið úrlausnir alþjóðlegra dómstóla á borð við Mannréttindadómstól Evrópu og EFTA - dómstólinn. 44. Af 3. mgr. 193. gr., sbr. 7. mgr. 192. gr. laga nr. 91/1991 , leiðir að um má lsmeðferð fyrir Endurupptökudómi gilda almenn ákvæði laganna að því marki sem ekki er að finna sérreglur um hana í XXVIII. og XXIX. kafla laganna. Í ákvæð i 116. gr. laga nr. 91/1991 felast reglur um réttaráhrif dóma byggðar á þeirri grunnreglu að dómur sku li vera endir þrætu og sama sakarefnið því ekki dæmt að nýju. Af þessu leiðir eðli máls samkvæmt að við skýringu lagareglna um endurupptöku dæmdra mála verður orðum þeirra ekki léð rýmri merking en felst í bókstaflegum skilningi þeirra. 45. Ekki verður séð að dómur Hæstaréttar í máli nr. 3/2021, sem laut að greiðslu uppgreiðslugjalds við uppgreiðslu skulda fyrir gjalddaga, varði sama sakarefni og mál það sem krafist er endurupptöku ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 1/2022 - 8 - á eða að þar hafi reynt með sama hætti á reglur um verðtryggingu eða upplýsingag jöf til neytenda á grundvelli laga um neytendalán. Er raunar ekki skýrt af málatilbúnaði endurupptökubeiðenda hvernig mál þetta gæti leitt til endurupptöku máls þeirra, en þó virðist á því byggt að þar beiti Hæstiréttur rýmri lögskýringaraðferð en í máli n r. 243/2015 og málið hafi einnig varðað gagnaðila endurupptökubeiðenda. Getur framangreint ekki leitt til endurupptöku málsins á grundvelli b - liðar 1. mgr. 191. gr. laga nr. 91/1991. 46. Hvað varðar þá fræðigrein sem endurupptökubeiðendur vísa til fjallar greinarhöfundur um niðurstöðu Hæstaréttar í máli nr. 160/2015 sem vísað var til í máli endurupptökubeiðenda . Telur greinarhöfundur að unnt hefði verið að ljá 1. mgr. 12. gr. laga nr. 121/1994 sama inntak og EFTA - dómstóllinn taldi felast í 6. mgr. 1. gr. a tilskipunar 87/102/EBE. Ekki verður fallist á að efni fræðigreinarinnar teljist vera ný gögn eða upplýsingar í skilningi b - liðar 1. mgr. 191. gr. laga nr. 91/1991, sbr. einnig hvernig ákvæðið er skýrt í athugasemdum með því í frumvarpi því er varð að lögum nr. 47/2020 og endurspeglast í fyrri úrskurðum Endurupptökudóms. Verður málið ekki endurupptekið á grundvelli b - liðar 1. mgr. 191. gr. laga nr. 91/1991. 47. Í dómi þeim sem beiðst er endurupptöku á leysti Hæstiréttur úr ágreiningsefnum málsins með hliðsjón af þeim málsástæðum sem settar voru fram í málinu og komst að því loknu að efnislegri niðurstöðu að lokinni sönnunarfærslu um málsatvik, skýringu innlends réttar og beitingu EES - samningsins að íslenskum lögum. Í endurupptökubeiðni er að finna ýmis sjónarmið endurupptökubeið e nda um það að mat Hæstaréttar hafi verið rangt, byggt á misskilningi og að ekki hafi með réttum hætti verið horft til lagasjónarmiða, lögskýringargagna og álits EFTA - dómstólsins um ákvæði tilskipunar nr. 89/102/EB E sem innleidd voru með þá gildandi lögum nr. 121/1994. Hvorki í endurupptökubeiðni né fylgigögnum með henni er að finna gögn eða röksemdir sem uppfylla skilyrði fyrir endurupptöku. 48. Samkvæmt öllu framansögðu er hvorki fullnægt skilyrðum a - né b - liðar 1. mgr. 191. gr. laga nr. 91/199 1 og verður beiðni endurupptökubeiðenda um endurupptöku á dómi Hæstaréttar frá 26. nóvember 2015 í máli nr. 243/2015 því hafnað. Af því leiðir að ekki þarf að taka afstöðu til þess hvort uppfyllt séu skilyrði 191 . gr. um að stórfelldir hagsmunir endurupptö kubeið e nda séu í húfi eða hvort atvik mæli með því . 49. Gagnaðili gerir kröfu um málskostnað sér til handa úr hendi endurupptökubeiðenda. Með vísan til 7. mgr. 192. gr., sbr. 130. gr., laga nr. 91/1991 verður endurupptökubeið e nd um gert að greiða gagnaðila óskipt málskostnað sem telst hæfilega ákveðinn 550.000 krónur . Úrskurðarorð: Beiðni endurupptökubeiðenda, Theodór s Magnússon ar og Helg u Margrét ar Guðmundsdótt u r, um endurupptöku á dómi Hæstaréttar frá 26. nóvember 2015 í máli nr. 243/2015 er hafnað. Endur upptökubeiðendur greiði gagnaðila, ÍL - sjóði, óskipt 550.000 krónur í málskostnað.