Úrskurður mánudaginn 1. júlí 2024 í mál i nr . 1/2024 Endurupptökubeiðni ríkissaksóknar a 1. Dómararnir Eyvindur G. Gunnarsson, Karl Axelsson og Stefán Geir Þórisson kveða upp úrskurð í máli þessu. 2. Með beiðni sem barst Endurupptökudómi 5. apríl 2024 fór endurupptökubeiðandi , r íkissaksóknari , Suðurlandsbraut 4, Reykjavík, fram á endurupptöku á máli nr. S - 4327/2022: Héraðssaksóknari gegn Sigurði Kristni Árnasyni og X, sem dæmt var í Héraðsdómi Reykjavíkur 12. desember 2023 . Krefst hann þess að málið verði endurupptekið hvað Sigurð Kristinn Árnason varðar. 3. Gagnaðili í málinu, Sigurður Kristinn Árnason , tekur undir kröfu endurupptökubeiðanda og krefst þess að dómurinn haldi ekki réttaráhrifum sínum á meðan málið er rekið fyrir Endurupptökudómi. Þá krefst hann þess að málsvarnarlaun verjanda verði greidd úr ríkissjóði. 4. Við meðferð málsins var Jóhannes Árnason lögmaður skipaður verjandi gagnaðila. Gagnaöflun í málinu lauk 25. júní 2024. Málsat vik 5. Með dómi Héraðsdóm s Reykjavíkur 12. desember 2023 í máli nr. S - 4327/2022 var gagnaðili sakfelldur fyrir að hafa sem framkvæmdastjóri og prókúruhafi einkahlutafélags o g sem framkvæmdastjóri, prókúruhafi og stjórnarmaður tve ggja annarra einkahlutafélaga ekki staðið skil á virðisaukaskattskýrslum félaganna á nánar tilgreindum uppgjörstímabilum og með því brotið gegn 1. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. einnig 1. mgr. 40. gr. laga nr. 50/1988 um virðisaukaskatt, 1. mgr. 262. gr. almennr a hegningarlaga, sbr. 2. mgr. 30. gr. laga nr. 45/1987 um staðgreiðslu opinberra gjalda. Þá var hann sakfelldur fyrir að hafa rangfært skattframtöl sín í tvígang og látið undir höfuð leggjast að telja fram í eitt skipti og með því brotið gegn 1. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga, sbr. einnig 1. og 2. mgr. 109. gr. laga nr. 90/2003 um tekjuskatt og 2. mgr. 22. gr. laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga. Aftur á móti þóttu ekki forsendur til að fallast á kröfu ákæruvaldsins um að honum yrði gert að s æta atvinnurekstrarbanni , sbr. 4. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga og var hann því sýknaður af þeirri kröfu. 6. Í dóminum kom fram að m eð hliðsjón af því að gagnaðili hefði ekki áður sætt refsingu en væri nú sakfelldur fyrir mörg stórfelld brot í tengslum við starfsemi þriggja einkahlutafélaga og vegna eigin framtals - og skattskila yrði refsing hans ákveðin samkvæmt 77. gr. almennra hegningarlaga. Væri einnig til þess að líta að brot hans væru alvarleg og beindust að verulegum fjárhæðum og ætti hann sér af ar takmarkaðar málsbætur. Að þessu virtu var refsing gagnaðila hæfilega ákveðin fangelsi í 14 mánuði en fresta skyldi fullnustu 9 mánaða af þeirri refsingu og sá hluti hennar falla niður að liðnum tveimur árum frá birtingu dómsins, héldi hann almennt skilo rð 57. gr. almennra hegningarlaga. Eins var honum gert að greiða nánar tilgreinda sekt í ríkissjóð innan fjögurra vikna ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 1/2024 - 2 - frá birtingu dómsins en sæta ella fangelsi í tólf mánuði yrði hún ekki greidd innan fjögurra vikna frá birtingu hans . Loks var honum ger t að greiða sakarkostnað, þar með talið málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns. Rökstuðningur málsaðila Rökstuðningur endurupptökubeiðanda 7. Endurupptökubeiðandi byggir kröfu um endurupptöku á heimild 4. mgr., sbr. d - lið 1. mgr., 228. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Í beiðninni kemur fram að héraðsdómari hafi gert þau mistök, sem ekki hafi uppgötvast fyrr en að liðnum áfrýjunarfresti, að óskilorðsbundinn hluti dómsins hafi verið ákveðinn 5 mánuðir og skilorðsbundinn hluti 9 mánuðir af 14. Sú niðurst aða standist ekki 1. mgr. 57. gr. a almennra hegningarlaga og því sé farið fram á að dómurinn verði endurupptekinn svo kveða megi upp réttan dóm í málinu. Rökstuðningur gagnaðila 8. Gagnaðili kveðst ekki hafa áfrýjað dóminum þar sem hann hafi viljað ljúka þes sum kafla í lífi sínu þrátt fyrir að hafa verið ósáttur við þyngd dómsins. Hann hafi því óskað eftir því að hefja þegar afplánun á dóminum en komið hafi í ljós að honum hafi verið gerð of þung refsing þar sem 5 mánuðir af refsingunni hafi verið óskilorðsbu ndnir. Gagnaðili telur að milda verði verulega refsingu hans í nýjum dómi og taka tillit til þess að hann hafi nú þegar hafið afplánun á skilorðstíma sínum. Þá verði að lækka verulega sektarfjárhæð í nýjum dómi þar sem tekið verði tillit til þeirra aðstæðn a sem voru í heiminum þegar brotin áttu sér stað. Niðurstaða 9. Í 4. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 er mælt fyrir um heimild ríkissaksóknara til að beiðast endurupptöku máls til hagsbóta fyrir dómfellda ef hann telur atvik vera með einhverjum þeim hætti sem g reinir í 1. mgr. sömu lagagreinar. Samkvæmt 1. mgr. 228. gr. laganna getur Endurupptökudómur, ef héraðsdómur hefur gengið í sakamáli sem ekki hefur verið áfrýjað og áfrýjunarfrestur er liðinn, orðið við beiðni manns sem telur refsingu bersýnilega ranglega ákvarðaða, að uppfylltum einhverjum af skilyrðum a - til d - liðar sömu málsgreinar. Í d - lið 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 kemur fram að heimila megi endurupptöku ef talið verður að verulegir gallar hafi verið á meðferð máls þannig að áhrif hafi haft á ni ðurstöðu þess. 10. Eins og að framan greinir var gagnaðila gerð refsing með dómi máli nr. S - 4327/2022, sem kveðinn var upp í Héraðsdómi Reykjavíkur 12 . desember 2023. Var gagnaðili dæmdur til að sæta fangelsi í 14 mánuði en skilorðsbundinn hluti dómsins var 9 mánuðir. Í ákvæði 1. mgr. 57. gr. a. almennra hegningarlaga kemur fram að í dómi sé heimilt að ákveða að allt að þrír mánuðir fangelsisrefsingar verði óskilorðsbundnir, en aðrir hlutar skilorðsbundnir. Ljóst er að gagnaðila var gerð refsing í andstöðu við fyrrgreint lagaákvæði með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Á málsmeðferð héraðsdóms var því verulegur galli í skilningi d - liðar 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 sem hafði áhrif á niðurstöðu málsins. Samkvæmt því og með vísan til rökstuðnings endurupptökubeið anda í málinu, sem gagnaðili tekur undir, telur dómurinn að uppfyllt séu skilyrði 4. mgr., sbr. d - lið 1. mgr. , 228. gr. laga nr. 88/2008 til að heimila endurupptöku málsins. Verður því fallist á kröfu endurupptökubeiðanda um endurupptöku málsins. ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 1/2024 - 3 - 11. Gagnaðila verður, í samræmi við 1. mgr. 230. gr. og 6. mgr. 231. gr. laga nr. 88/2008, ákvörðuð þóknun til handa skipuðum verjanda sínum sem ákveðin er með virðisaukaskatti eins og greinir í úrskurðarorði. Úrskurðarorð: Fallist er á beiðni endurupptökubeiðanda, ríkissaksóknara , um endurupptöku á máli nr. S - 4327/2022: Héraðssaksóknari gegn Sigurði Kristni Árnasyni og X , sem dæmt var í Héraðsdómi Reykjavíkur 12. desember 2023 , að því er gagnaðila, Sigurð Kristinn Árnason, varðar . Þóknun skipaðs verjanda gagnaðila , Jóhannesar Árnasonar lögmanns, 186.000 krónur, greiðist úr ríkissjóði.