Endurupptökudómur Úrskurður fimmtudaginn 24. mars 2022 í mál i nr . 4/2022 Endurupptökubeiðni Árn a Harðarson ar og Vilhelm s Róbert s Wessman 1. Dómararnir Eiríkur Elís Þorláksson, Eyvindur G. Gunnarsson og Oddný Mjöll Arnardóttir kveða upp úrskurð í máli þessu. 2. Með beiðni sem barst Endurupptökudómi 25. janúar 2022 fór u endurupptökubeið endur fram á endurupptöku á máli nr. 796/2016 sem dæmt var í Hæstarétti 15. febrúar 2018 . 3. Gagnaðili endurupptökubeiðenda er Matthías H. Johannes s en. Málsatvik 4. Með dómi Hæstaréttar 28. nóvember 2013 í máli nr. 367/2013 var leyst úr ágreiningi gagnaðila við endurupptökubeiðend ur , Magnús Jaroslav Magnússon og Aztiq Pharma Partners ehf. vegna forkaupsréttar að hlutum í félaginu. Gagnaðili byggði á því að m eð samningsviðauka, sem dagsettur var 31. mars 2009, hefði endurupptökubeiðandinn Vilhelm Róbert framselt 470.000 hluti í félaginu til endurupptökubeiðandans Árna. Öllum forkaupsréttarhöfum öðrum en gagnaðila hefði verið kunnugt um framsalið en enginn þeirra kosið að nýta sér forkaupsrétt . Af því leiddi að gagnaðili ætti rétt til þess samkvæmt 2. mgr. 7. gr. samþykkta félagsins að neyta forkaupsréttar að öllum hinum framseldu hlutum á því verði sem miðað h efði verið við í viðskiptunum , sem h e fði verið ein króna á hlut . Endurupptökubeiðendur byggðu meðal annars á því að Vilhelm Róbert hefði aldrei eignast umrædda hluti í félaginu og að hann hefði því ekki framselt þá til Árna. Þá væri sú staðhæfing gagnaðila röng að honum h efði ekk i verið kunnugt um tilvist samningsviðaukan s í öndverðu . Réttur gagnaðila til að krefjast nýtingar forkaupsréttar samkvæmt 2. mgr. 7. gr. samþykkta félagsins hefði því verið löngu liðinn undir lok þegar hann kra fðist þess með bréfi 18. ágúst 2011 að nýta sér forka upsréttinn. Var í þessu sambandi meðal annars vísað til réttar reglna um tómætisáhrif. 5. Í hérað i var komist að þeirri niðurstöðu að ekki hefði verið sýnt fram á að gagnaðila hefði verið kunnugt um framsal hluta í félaginu frá Vilhelm Róberti til Árna á árinu 2009 . Yrði því að leggja til grundvallar þá staðhæfingu gagnaðila að honum h efði fyrst árið 2011 orðið kunnugt um að Vilhelm Rób ert væri ekki hluthafi og jafnframt að gagnaðili hefði fyrst fengið áreiðanlega vitneskju um samningsviðauka um framsalið , sem dagsettur var 31. mars 2009, þegar hann ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 4/2022 - 2 - var lagður fram fyrir dómi 15. ágúst 2011. Með vísan til þess var ekki fallist á að gagna ðili hefði fyrirgert rétti sínum til að neyta forkaupsréttar vegna tómlætis. Var niðurstaða dómsins sú að gagnaðili, ásamt Árna og Magnúsi Jaroslav ættu forkaupsrétt, að Aztiq Pharma Partners ehf. frágengnu, að 470.000 hlutum í félaginu samkvæmt 2. mgr. 7. gr. samþykkta þess , á verðinu ein króna á hlut , vegna framsals umræddra hluta frá Vilhelm Róberti til Árna samkvæmt framangreindum samningsviðauka. Hæstiréttur staðfesti héraðsdóm með vísan til forsendna hans. 6. Með bréfi 2. desember 2013 tilkynnti Aztiq Pharma Partners ehf. gagnaðila að félagið hefði með vísan til framangreinds dóms Hæstaréttar neytt forkaupsréttar að umræddum hlutum. 7. Í máli Hæstaréttar nr. 796/2016, sem hér er krafist endurupptöku á, var leyst úr ágreiningi um bótakröfu sem gagna ðil i setti fram á hendur endurupptökubeiðendu m og Magnús i Jaroslav . Taldi gagnaðili sig hafa orðið fyrir tjóni sem hluthaf i í Aztiq Pharma Partners ehf. vegna þess að helsta eign félagsins hefði verið seld á undirverði og án þess að áður hefði verið haldinn hluthafafund ur . Þegar málið var höfðað í héraði hafði dómur ekki gengið í þeirri deilu aðila um forkaupsrétt sem lauk með dómi Hæstaréttar í máli nr. 367/2013. Í stefnu miðuðust kröfur gagnaðila allt að einu við að hann ætti tilte kinn eignarhlut í Aztiq Pharma Partners ehf. á grundvelli forkaupsréttar en um það efni var vísað til þess að sérstakt dómsmál væri rekið um forkaupsréttinn . Var jafnframt á því byggt að ef félagið myndi neyta forkaupsréttar yrði gagnaðili þrátt fyrir það eigandi þriðjungs útistandandi hlutafjár í því. Endurupptökubeiðendur byggðu á því að enginn forkaupsréttur hefði stofnast til handa gagnaðila og vísuðu þar um til málatilbúnaðar síns í sérstöku dómsmáli sem rekið væri um forkaupsréttinn . 8. Aðalmeðferð í héraði fór fram 1. júlí 2016, eftir að dómur Hæstaréttar í máli nr. 367/2013 lá fyrir, en þá hafði Aztiq Pharma Partners ehf. sem fyrr greinir þegar neytt forkaupsréttar að 470.000 hlutum. Niðurstaða héraðsdóms var sú að gagnaðili hefði ekki eignast þriðjungshlut í félaginu þar sem félagið sjálft væri eigandi 94% hlutafjár í því eftir að hafa neytt forkaupsréttarins . J afnframt var lagt til grundvallar að réttaráhrif þess að félagið neytti forkaupsréttar miðuðust við 31. ma rs 2009 . Var engu talið breyta um þá niðurstöðu þótt gagnaðili ætti forkaupsrétt í hlutfalli við hlutafjáreign sína þegar félagið myndi síðar selja hluti sína í því . Aftur á móti var lagt til grundvallar að gagnaðili ætti 2% hlut í félaginu og að e ndurupptökubeiðendur og Magnús Jaroslav v æru skaðabótaábyrgir gagnvart honum . Þeir voru aftur á móti sýknaðir að svo stöddu þar sem ekki lægi fyrir hvert endanlegt tjón gagnaðila yrði. 9. Í greinargerð sinni til Hæstaréttar byggði gagnaðili enn á því að hann í Jafnframt var á því byggt að sú staðreynd að félagið hefði neytt vegna þess að við það hefði gagnaðili eignast þriðjung í útistandandi hlutafé félagsins . Sú staðreynd að félagið hefði neytt forkaupsréttar raskaði því ekki tilkalli gagnaðila. Þá var á því byggt að leggja yrði til ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 4/2022 - 3 - grundvallar að endurupptökubeiðendum hefði þegar í öndverðu verið ljóst að þeim bar að bjóða gagnaðila forkaupsrétt samkvæmt samningsviðaukanum frá 31. mars 2009 . Endurupptökubeiðendur byggðu aftur á móti á því að gagn aðili ætti ekki tilkall til þriðjungshlutar í félaginu . Félagið hefði neytt forkaupsréttar samkvæmt dómi Hæstaréttar en auk þess hefði Vilhelm Róbert aldrei framselt hluti í félaginu til Árna heldur rétt til að kaupa hlutina síðar. Hafi Árni því verið rétt ur eigandi hlutanna sem forkaupsrétturinn varðaði allt þar til félagið nýtti hann . Þá hefði gagnaðili fyrst með bréfi 18. ágúst 2011 lýst því yfir að hann teldi sig eiga forkaupsrétt að hlutabré f um í félaginu vegna samningsins milli Vilhelms Róberts og Árna. Væri því útilokað að hann h efði átt tilkall til þriðjungs hlutafjár í því í júlí 2010 . 10. Í dómi Hæstaréttar kemur fram að skilja verði málatilbúnað gagnaðila þannig a ð með dómkröfum sínum hafi hann leitast við að verða eins sett ur fjárhagslega og hann hefði orðið ef forkaupsréttur hans samkvæmt samþykktum Aztiq Pharma Partners ehf. og dómi Hæstaréttar í máli 367/2013 hefði verið virtur. Þá var staðfest sú niðurstaða héraðsdóms að helsta eign félagsins hefði verið seld á undirverð i 20. júlí 2010 og að endurupptökubeiðendur og Magnús Jaroslav hefðu bakað sér skaðabótaskyldu gagnvart gagnaðila vegna þess. 11. Í forsendum dóms Hæstaréttar segi r síðan Með dómi Hæstaréttar í máli nr. 367/2013 var því sem fyrr segir slegið föstu að aðaláfrýjandi ásamt gagnáfrýjendunum Árna og Magnúsi Jaroslav ætti, að Aztiq Pharma Partners ehf. frágengnu, forkaupsrétt að 470.000 hlutum í félaginu samkvæmt 2. mgr. 7. gr. samþykkta þess á verðinu ein króna á hlut vegna framsals umræddra hluta frá Vilh elm Róbert til Árna. Með því að stjórn Aztiq Pharma Partners ehf. neytti forkaupsréttarins ekki fyrir félagsins hönd við söluna 20. júlí 2010 þrátt fyrir vitneskju um hana, á þann hátt og innan þeirra tímamarka sem samþykktir félagsins gerðu ráð fyrir, var ð forkaupsréttur annarra hluthafa í félaginu virkur. Í dómi Hæstaréttar í máli nr. 367/2013 var lögð til grundvallar sú staðhæfing aðaláfrýjanda að honum hafi fyrst á árinu 2011 orðið kunnugt um að gagnáfrýjandinn Vilhelm Róbert væri ekki hluthafi í Aztiq Pharma Partners ehf. heldur gagnáfrýjandinn Árni. Þá var í dóminum jafnframt við það miðað að aðaláfrýjandi hafi fyrst fengið áreiðanlega vitneskju um viðauka þann sem gerður var við framsalssamninginn 31. mars 2009, þegar viðaukinn var 15. ágúst 2011 lagð ur fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í vitnamáli, sem þar var rekið, og því hafi aðaláfrýjandi ekki fyrirgert forkaupsrétti sínum með tómlæti. Að þessu gættu gat ákvörðun stjórnar Aztiq Pharma Partners ehf. um að neyta forkaupsréttar fyrir félagsins hönd, sem tilkynnt var aðaláfrýjanda með bréfi 2. desember 2013, engu breytt um tilkall hans til þriðjungs eignarhlutdeildar í Aztiq Pharma Partners ehf. á 12. Niðurstaða Hæstaréttar í málinu var sú að endurupptökubeiðendu m og Magnús i Jar oslav var óskipt gert að greiða gagnaðila 640.089.000 krónur með nánar tilteknum vöxtum. ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 4/2022 - 4 - Rökstuðningur endurupptökubeiðenda 13. Endurupptökubeið endur bygg ja beiðni sína á a - og b - lið 1. mgr. 19 1 . gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. 14. Til stuðnings kröfu um endurupptöku á grundvelli a - liðar framangreinds lagaákvæðis leggja endurupptökubeiðendur fram tölvupóstsamskipti gagnaðila við ýmsa aðila á tímabilinu frá 15. til 28. júní 2009 þar sem að hluta til er fjallað um eignir Vilhelms Róber ts án þess að getið sé um eignarhlut hans í Aztiq Pharma Partners ehf . Jafnframt leggja þeir fram skriflega yfirlýsingu 26. júní 2018 frá Daða Bjarnasyni þar sem fram kemur að hann hafi 23. júní 2009 móttekið frá gagnaðila tölvupóst ásamt viðhengi sem sýni yfirlit yfir eignir og skuldir Vilhelms Róberts án þess að þar sé getið um e ignarhlut í Aztiq Pharma Partners ehf . Þá l eggja þeir fram skriflega yfirlýsingu Marc Lefèbvre 16. apríl 2018 þar sem fram kemur að gagnaðili h efði verið vel meðvitað ur um að Árni væri st ærsti hluthafi í Aztiq Pharma Partners ehf. frá mars 2009 og yfirlýsingu fjögurra starfsmanna Edmond De Rothschi ld Asset Management 13. júlí 2018 þess Partners SCA SICAR í júlí 2009 . Loks leggja þeir fram yfirlýsingu Jóhanns G. Jóhannssonar 20. júlí 2018 þess efnis að gagnaðili hafi vitað á árinu 2009 að Vilhelm Róbert ætti ekki hlut í Aztiq Pharma Partners ehf. Í endurupptökubeiðni kemur jafnframt fram að endurupptökubeiðendur óski eftir munnlegri málsmeðferð fyrir Endurupptökudómi en þeir telji að taka þurfi skýrslur af framangreindum vitnum og fleiri einstaklingum sem staðfest geti vitneskju gagnaðila um eignarhal d að Aztiq Pharma Partners ehf. á árinu 2009 . 15. Endurupptökubeiðendur byggja á því að framangreind gögn hafi ekki legið f yrir við rekstur máls nr. 796/2016 fyrir Hæstarétti . Því sé um að ræða ný gögn en skýrslutökur fyrir Endurupptökudómi muni staðfesta og leiða frekar í ljós það sem þar komi fram um vitneskju gagnaðila á árinu 2009 . Gögnin sýni jafnframt svo ekki verði um v illst að Hæstiréttur hafi lagt rangar forsendur um málsatvik til grundvallar dómi sínum. 16. Þá er á því byggt að endurupptökubeiðendum verði ekki um það kennt að gögnin hafi ekki legið fyrir við rekstur máls nr. 796/2016 fyrir Hæstarét ti. Í fyrra dóms málinu , sem rekið var um forkaupsréttinn og lauk með dómi Hæstaréttar í máli nr. 367/2013 , hafi í stefnu aldrei verið fullyrt um ra unverulega vitneskju gagnaðila heldur hitt að hann hafi ekki vitað af tilteknum löggerningum fyrr en um síðir. Hafi þannig að eins verið látið að því liggja að gagnaðili hafi ekki vitað fyrr en á árinu 2011 að Vilhelm Róbert hafi ekki verið hluthafi í Aztiq Pharma Partners ehf. Hið sama eigi við í síðara dómsmálinu , sem hér er krafist endurupptöku á. Hafi gagnaðili þannig í raun ekki byggt á málsástæðu um raunverulega vitneskju sína um eignarhald að Aztiq Pharma Partners ehf. Eftir að félagið neytti forkaupsréttar hefði sakarefni síðara málsins auk þess einskorðast við það hvort og þá hvernig sú staðreynd hefði áhrif á bótakröfu g agnaðila , en ekki það hvort hann nyti enn forkaupsréttar . Málatilbúnaður gagnaðila hafi alfarið miðast við að með því að félagið neytti forkaupsréttar hafi hann í raun eignast þriðjungshlut í félaginu . ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 4/2022 - 5 - Allir málsaðilar hafi þ ví gert ráð fyrir að ætlaður ók unnugleiki gagnaðila um viðskiptin árið 2009 skipt i ekki lengur máli . Þetta hafi verið ástæða þess að gögn sem sýndu fram á vitneskju ekki verið lögð fram í síða ra málinu enda hafi forsendur fyrir niðurstöðunni um forkaupsrétt ekki lengur skipt máli. Hæstiréttur hafi síðan litið fram hjá þessum málatilbúnaði aðila í forsendum sínum og niðurstöðu í máli nr. 796/2016 og byggt á því að gagnaðili hafi ekki fyrirgert f orkaupsrétti sínum með tómlæti . Þá hafi niðurstaða réttarins í málinu farið gegn dómsorði í máli nr. 367/2013, þar sem gagnaðila var ekki tryggður forkaupsréttur nema að félaginu sjálfu frágengnu. 17. Endurupptökubeiðendur byggja loks á því að niðurstaða máls Hæstaréttar nr. 796/2016 hefði orðið önnur ef upplýst hefði verið um að gagnaðili hefði frá upphafi vitað um framsal hlutanna frá Vilhelm Róberti til Árna. Dómurinn sjálfur taki af öll tvímæli um að vitneskja um viðskipti leiði til þess að frestur til að neyta forkaupsréttar byrji að líða. Hafi þetta efnisatriði því ráðið úrslitum um niðurstöðu málsins þar sem ráða megi af dóminum að forkaupsréttur gagnaðila að hlutunum hefði verið talinn niður fallinn, hvort sem er á grundvelli samþykkta fé lagsins, almennra reglna um forkaupsrétt eða meginreglna samninga - og kröfuréttar um tómlæti, ef hann hefði verið talinn hafa haft vitneskju um framsalið á árinu 2009. 18. Til stuðnings kröfu um endurupptöku á grundvelli b - liðar 1. mgr. 191. gr. laga nr. 91/1 991 vísa endurupptökubeiðendur til þess að í forsendum Hæstaréttar greini að með því að stjórn mræddan dag hafi allir hlutir í dótturfélaginu Aztiq Par t ners A . B . verið seldir en e kki hlutir í Aztiq Pharma Partners ehf. Sú sala hafi ekki virkjað forkaupsrétt að hlutum í síðarnefnda félaginu. Hæstiréttur hafi því þarna ruglað saman tveimur ólíkum söl um á hlutum. Séu mistökin alvarleg og eigi þau með sjálfstæðum hætti að leiða til endurupptöku málsins. Niðurstaða 19. Samkvæmt 1. mgr. 191. gr., sbr. 1. mgr. 193. gr. laga nr. 91/1991 getur Endurupptökudómur orðið við beiðni um að mál sem dæmt hefur verið í Hæstarétti verði endurupptekið ef skilyrði a - eða b - liðar ákvæðisins er fullnægt, enda mæli atvik með því að leyfið verði veitt, þar á meðal að stórfelldir hagsmunir aðilans séu í húfi. Í a - lið ákvæðisins er kveðið á um heimild til endurupptöku ef sterkar líkur eru leiddar að því með nýjum gögnum eða upplýsingum að málsatvik hafi ekki verið leidd réttilega í ljós þegar málið var til meðferðar og aðilanum verður ekki um það kennt og að gögnin eða upplýsingarnar muni verða til breyttrar niðurstöðu í m ikilvægum atriðum. S amkvæmt b - lið er endurupptaka heimiluð ef sterkar líkur eru leiddar að því að ný gögn eða upplýsingar um annað en málsatvik muni verða til breyttrar niðurstöðu í mikilvægum atriðum. ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 4/2022 - 6 - 20. Endurupptökubeiðendur byggja á því að framangreind ski lyrði a - liðar 1. mgr. 191. gr. laga nr. 91/1991 séu uppfyllt. Vísa þeir í þessu sambandi til þess að það sé rangt, sem Hæstiréttur hafi byggt á, að það hafi ekki verið fyrr en á ár inu 2011 sem gagnaðil a hafi orðið kunnugt um að Vilhelm Róbert væri ekki hlu thafi í Aztiq Pharma Partners ehf. og að gagnaðili hafi ekki fengið áreiðanlega vitneskju um samningsviðauka um framsal hluta í félaginu frá Vilhelm Róberti til Árna fyrr en 15. ágúst 2011. Þá byggja þeir á því að þetta atriði hafi ráðið úrslitum um niðurs töðu málsins þar sem ráða megi af dóminum að forkaupsréttur gagnaðila að hlutunum hefði verið niður fallinn ef hann hefði verið talinn hafa haft vitneskju um framsalið á árinu 2009. M eð beiðni sinni leggja endurupptökubeiðendur fram nokkur gögn , sem ekki lágu fyrir við meðferð málsins fyrir dómi, sem þeir telja sýna fram á að framangreind forsenda í dóminum sé efnislega röng . Í því sambandi hafa þeir einnig óskað eftir munnlegri málsmeðferð fyrir Endurupptökudómi svo þeir geti leitt vitni sem borið ge ti um það, sbr. 2. mgr. 192. gr. laga nr. 91/1991. Loks byggja endurupptökubeiðendur á því að ekki sé við þá að sakast um að hafa ekki lagt þessi gögn fram fyrr, enda hafi mál ið sem krafist er endurupptöku á í raun ekki snúist um framangreinda vitneskju ga gnaðila . Hafi þeir því ekki haft neina ástæð u til að leggja gögnin fram við rekstur þess . 21. Af 3. mgr. 193. gr., sbr. 7. mgr. 192. gr. laga nr. 91/1991 leiðir að um málsmeðferð fyrir Endurupptökudómi gilda almenn ákvæði laganna að því marki sem ekki er að fi nna sérreglur um hana í XXVIII. og XXIX. kafla þeirra . Í ákvæðum 116. gr. laga nr. 91/1991 felast reglur um réttaráhrif dóma byggðar á þeirri grunnreglu að dómur skuli vera endir þrætu og sama sakarefnið því ekki dæmt að nýju. Sú grunnregla gildir jafnfram t samkvæmt lögunum að málsaðilum ber að tefla fram kröfum og öðrum atriðum sem varða málatilbúnað þeirra, þar á meðal þeim sönnunargögnum sem þeir vilja reisa hann á, svo fljótt sem kostur er, sbr. 1. mgr. 80. gr. og 2. mgr. 99. gr. laganna. Í lögunum er j afnframt leitast við að sporna við því að aðilar geti upp á sitt eindæmi dregið mál á langinn að óþörfu. Sú meginregla að hraða beri máli eftir föngum styðst ekki einungis við hagsmuni málsaðila, heldur búa þar einnig að baki ríkir almannahagsmunir. Í samr æmi við það er mælt svo fyrir í 2. mgr. 102. gr. laganna að aðilar skuli nota fresti, sem dómari ákveður að veita þeim undir rekstri máls, jöfnum höndum til að leita sátta og til að afla frekari gagna, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar 23. febrúar 2015 í máli nr. 104/2015. Vanræksla á því að leggja sönnunargögn fram tímanlega leiðir að jafnaði til þess að óheimilt er að leggja þau fram, sbr. 5. mgr. 102. gr., 1. mgr. 160. gr. og 1. mgr. 184. gr. laga nr. 91/1991. 22. Til samræmis við framangreindar grunnreglur einkamálaréttarfars er sá áskilnaður gerður í a - lið 1. mgr. 191. gr. laga nr. 91/1991 að e n durupptökubeiðanda sé ekki um að kenna að málsatvik hafi ekki verið réttilega í ljós leidd þegar málið var til meðferðar . Samkvæmt því eru ekki lagaskilyrði til að bæta úr því við endurupptöku máls á grundvelli XXVIII. eða XXIX. kafla laga nr. 91/1991 ef aðilar hafa látið hjá líða að hlutast til um þá sönnunarfærslu sem þeim var tæk við rekstur dómsmáls. ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 4/2022 - 7 - 23. Í dómi Hæstaréttar 15. febrúar 2018 í máli nr. 796/2016, sem hér er beiðst endurupptöku á, kemur skýrt fram að framangreind forsenda um síðbúna vitneskju gagnaðila og að hann hafi ekki fyrirgert forkaupsrétti sínum með tómlæti er fengin úr dómi réttarins 28. nóvember 2013 í máli nr. 367/2013. Endurupptökubeiðendur og gagnaðili áttu einnig aðild að því máli. Í því var deilt um forkaupsrétt gagnaðila að umræddum hlutum, þar með talið um það hvort hann hefði fyrirgert forkaupsréttinum fyrir sakir tómlætis. Leituðust endurupptöku beiðendur í því sambandi við að sanna að gagnaðili hefði þegar á árinu 2009 haft vitneskju um framsal hlutanna frá Vilhelm Róberti til Árna . Sú sönnun tókst ekki . 24. Mál Hæstaréttar nr. 796/2016 varðaði bótakröfu gagnaðila sem hluthafa í Aztiq Pharma Partners ehf. vegna sölu á helstu eign þess á undirverði í júlí 2010 . Málið var frá öndverðu rekið á þeim grundvelli að um forkaupsrétt gagnaðila myndi fara eftir dómi í þ ví dómsmáli sem lauk með framangreindum dómi Hæstaréttar í máli nr. 367/2013 . Hann lá fyrir þegar málið var flutt í héraði og var bindandi fyrir aðila, sbr. 1. mgr. 116. gr. laga nr. 91/1991. Jafnframt lá þá fyrir að félagið hefði , með vísan til dómsins , n ýtt sér forkaupsrétt. Þá athugast að gagnaðili byggði enn á því í máli nr. 796/2016 að hann hefði í krafti forkaupsréttar átt tilkall til þriðjungshlutar í Aztiq Pharma Partners ehf . Endurupptökubeiðendur byggðu aftur á móti á því að gagnaðili hefði fyrst með bréfi 18. ágúst 2011 lýst því yfir að hann teldi sig eiga slíkan rétt vegna samnings viðaukans milli Vilhelms Róberts og Árna. Væri því útilokað að hann hefði átt tilkall til þriðjungs hlutafjár í því í júlí 2010. Að öllu framangreindu virtu verður ekki fallist á það með endurupptökubeiðendum að í máli nr. 796/2016 hafi Hæstiréttur farið út fyrir m álatilbúnað aðila . 25. Í tengslum við meðferð máls þess sem lauk með dómi Hæstaréttar í máli nr. 367/2013 höfðu endurupptökubeiðendur tök á því að afla og leggja fram þau gögn sem þeir hafa nú lagt fram fyrir Endurupptökudómi og leiða þau vitni sem þeir óska n ú eftir að gefi skýrslu fyrir dóminum . Sú s önnunarfærsla lýtur öll að atvikum sem áttu sér stað á árinu 2009. S amkvæmt 4. mgr. 116. gr. laga nr. 91/1991 hefur framangreindur dómur fullt sönnunargildi um þau málsatvik sem í honum greinir þar til hið gagnstæ ða er sannað. Endurupptökubeiðendur h öfðu því að lögum einnig tækifæri til að leitast við að sanna vitneskju gagnaðila frá fyrra tímamarki í dómsmálinu sem lauk með dómi Hæstaréttar í máli nr. 796/2016 , þegar deilt var um það h vaða áhrif fyrri dómurinn og eftirfarandi atvik skyldu hafa á bótakröfu gagnaðila. Þ að gerðu þeir þó ekki. 26. Samkvæmt öllu framangreindu er bersýnilegt að endurupptökub eiðendur hafa látið hjá líða að hlutast til um þá sönnunarfærslu sem þeim var tæk við rekstur dómsmáls ins sem lauk með dómi Hæstaréttar í máli nr. 796/2016. Er u skilyrði a - liðar 1. mgr. 191. gr. laga nr. 91/1991 fyrir endur upptöku því ekki uppfyllt. 27. Endurupptökubeiðendur byggja sem fyrr greinir einnig á því að skilyrðum b - liðar 1. mgr. 191. gr. laga nr. 91/1991 sé fullnægt en samkvæmt ákvæðinu getur Endurupptökudómur orðið við beiðni um endurupptöku ef sterkar líkur eru leiddar að því að n ý gögn eða upplýsingar um ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 4/2022 - 8 - annað en málsatvik muni verða til breyttrar niðurstöðu í mikilvægum atriðum. Í þessu sambandi benda endurupptökubeiðendur á að Hæstiréttur hafi vísað til þess að stjórn Aztiq Pharma Partners ehf. hafi ekki neytt forkaupsréttar sín forkaupsréttur annarra hluthafa orðið virkur. Hér sé um villu að ræða þar sem 20. júlí 2010 hafi ekki verið seldir hlutir í félaginu Aztiq Pharma Partners ehf., heldur í dótturfélaginu Aztiq Partners A . B . í Svíþjóð. Sú sala hafi ekki virkjað forkaupsrétt í móðurfélaginu. 28. Sé tilvitnaður hluti dóms Hæstaréttar í máli nr. 796/2016 lesinn í samhengi við dóminn að öðru leyti má fallast á þ að með endurupptökubeiðendum að þarna sé um villu að ræða. Aftur á móti er bersýnilegt að villan er smávægileg og að hún hafi ekki h aft nein áhrif á niðurstöðu dómsins . Er skilyrðum sbr. b - liðar 1. mgr. 191. gr. laga nr. 91/1991 fyrir endurupptöku því ekki fullnægt. 29. Að öllu framangreindu virtu er það niðurstaða dómsins að beiðni endurupptökubeiðenda sé bersýnilega ekki á rökum reist, sbr. 2. mgr. 192. gr. laga nr. 91/1991 , og ber því að synja henni þegar í stað. 30. Málskostnaður verður ekki úrskurðaður. Úrskurðarorð: Beiðni endurupptökubeiðenda, Árna Harðarsonar og Vilhelms Róberts Wessman, um endurupptöku á dómi Hæstaréttar 15. febrúar 2018 í máli nr. 796/2016 er hafnað . Málskostnaður verður ekki úrskurðaður .