Endurupptökudómur Úrskurður fimmtu daginn 27 . maí 2021 í máli nr. 9/2021 Endurupptökubeiðni Kristjáns S. Guðmundssonar 1. Dómararnir Eyvindur G. Gunnarsson, Jóhannes Karl Sveinsson og Oddný Mjöll Arnardóttir kveða upp úrskurð í máli þessu. 2. Með beiðni til endurupptökunefndar í nóvember 2020 fór Kristján S. Guðmundsson fram á endurupptöku máls er varðar sjóprófsbeiðni frá Rannsóknarnefnd sjóslysa en úrskurður var kveðinn upp í málinu í Héraðsdómi Reykjaness 4. janúar 1993. Samkvæmt 1. mgr. ákvæðis IX til br áðabirgða við lög nr. 50/2016 um dómstóla tók Endurupptökudómur frá og með 1. desember 2020 við meðferð þeirra beiðna um endurupptöku dómsmála sem ekki höfðu þá verið afgreiddar af endurupptökunefnd. Málsatvik 3. Endurupptökubeiðandi kveður málsatvik vera þa u að honum hafi verið falið af þáverandi formanni rannsóknarnefndar sjóslysa að óska eftir sjóprófi og hafi fyrirtaka sjóprófsins í H éraðsdómi Reykjaness verið ákveðin 4. janúar 1993. Við fyrirtöku málsins hafi lögmaður útgerðarfélagsins sem átti í hlut lý st því yfir að engin ákvörðun hefði verið tekin um framkvæmd sjóprófsins innan rannsóknarnefndar sjóslysa og hafi hann vísað til yfirlýsinga tveggja nefndarmanna þess efnis. Endurupptökubeiðandi hafi talið yfirlýsingar nefndarmannanna rangar og af því tile fni hafi hann óskað eftir að hlé yrði gert á þinghaldinu svo formaður rannsóknarnefndarinnar gæti komið fyrir dóminn. Í kjölfarið hafi héraðsdómarinn sem stýrði þinghaldinu hafnað beiðninni með úrskurði. Vísar endurupptökubeiðandi til þess að dómari málsin s hafi haft í frammi meiðandi ummæli um sig í þinghaldinu og vegið að starfsheiðri sínum . Rökstuðningur endurupptökubeiðanda 4. Endurupptökubeiðandi vísar til þess að ákvörðun héraðsdómara um að hafna beiðni um sjópróf hafi verið reist á röngum yfirlýsingum og að dómarinn hafi ranglega sakað endurupptökubeiðanda um að fara ekki að starfsreglum við framlagningu beiðninnar. Byggir endurupptökubeiðandi á því að endurupptaka beri málið svo honum verði unnt að krefjast leiðréttingar á þeim rangfærslum sem fram kom i í úrskurðinum. Auk þess hafi dómarinn farið út fyrir starfssvið sitt. Að öðru leyti er beiðni hans um endurupptöku ekki reist á gögnum eða sjónarmiðum sem lúta að skilyrðum 1. mgr. 191. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. - 2 - Niðurstaða 5. Í máli þessu e r beiðst endurupptöku úrskurðar Héraðsdóms Reykjaness 4. janúar 1993. 6. Samkvæmt 1. mgr. ákvæðis IX til bráðabirgða við lög nr. 50/2016, sbr. lög nr. 47/2020, gilda ákvæði laga um meðferð einkamála eða laga um meðferð sakamála um meðferð þeirra endurupptökubeiðna sem Endurupptökudómur tók við frá endurupptökunefnd 1. desember 2020. Af skýringum með þessu ákvæði í frumvarpi sem varð að lögum nr. 47/2020 verður ráðið að með því hafi verið lögfest sú lagaskilaregla að slíkum endurupptökubeiðnum verði ráðið til lykta á grundvelli lagaákvæða um Endurupptökudóm og á grundvelli og þei rra rýmri skilyrða fyrir endurupptöku einkamála sem kveðið var á um í 8. gr. laga nr. 47/2020, sem breytti áður gildandi ákvæði 191. gr. laga nr. 91/1991. 7. Í 1. mgr. 191. gr. laga nr. 91/1991 segir að hafi héraðsdómur gengið í máli, sem hefur ekki verið áf rýjað, og áfrýjunarfrestur er liðinn, geti Endurupptökudómur orðið við beiðni um að málið verði endurupptekið í héraði ef skilyrði a - eða b - liðar er fullnægt, enda mæli atvik með því að leyfið verði veitt, þar á meðal að stórfelldir hagsmunir aðilans séu í húfi. 8. Framangreint ákvæði 1. mgr. 191. gr. laga nr. 91/1991 gerir samkvæmt orðanna hljóðan aðeins ráð fyrir endurupptöku hafi héraðsdómur gengið í máli en hvergi er vikið að heimild til að endurupptaka úrskurði héraðsdóms. Í 4. og 5. mgr. 192. gr. er jafn framt áréttað að úrskurður Endurupptökudóms skuli fjalla um dóm, sem beiðst er endur upptöku á, og að tekin skuli afstaða til þess hvort áhrif fyrri dóms falli niður á meðan málið er rekið. Ekki er minnst á úrskurði sem gengið hafa undir rekstri máls eða bu ndið endi á málsmeðferð. 9. Ákvæði um endurupptöku mála hafa verið í íslenskum lögum allt frá setningu laga nr. 22/1919 um hæstarjett . Í tilvitnuðum lögum sagði í 30. gr. að dómsmálaráðherra gæti, að tillögum nánar tilteknum skilyrðum. Ákvæðið sem tók aðeins til endurupptöku hæstaréttarmála hélst óbreytt við síðari breytingar á lögunum og við setningu nýrra laga nr. 112/1935 um h æstarétt. 10. Með lögum nr. 27/195 1 um meðferð opinberra mála voru lögfestar sérstakar reglur í XXIII. kafla um endurupptöku dæmdra opinberra mála, bæði óáfrýjaðra héraðsdóma og hæstaréttardóma. Í opin beru máli, [yrði] það mál þá ekki síðan tekið upp af nýju, nema til þess séu þau skilyrði, er í um meðferð opinberra mála , það er lögum nr. 74/1974 og lögum nr. 19/1991 , sem og í lögum nr. 88/2008 um meðferð sakamála aðeins verið kveðið á um endurupptöku dóma. 11. Með lögum nr. 57/1962 um Hæstarétt Íslands, sem leystu af hólmi lög nr. 112/1935, var mælt dæmt h meðferðar, að fella niður verkanir dóms þess, sem um er að tefl a, að nokkru leyti eða öllu, þó þannig, - 3 - um Hæstarétt Íslands, sbr. 59. gr. þeirra laga. 12. Við setningu laga nr. 91/1991 var í 157. og 158. gr. laganna heimil uð endurupptaka óáfrýjaðra héraðsdóma. Heimild til endurupptöku hæstaréttardóma var þó áfram að finna í lögum nr. 75/1973 þar til hún var með lögum nr. 38/1994 færð úr þeim lögum yfir í lög nr. 91/1991, sbr. þágildandi 169. gr. laganna. Þau eldri lagaákvæð i sem hér hefur verið vitnað til vísa öll til endurupptöku dóma. Heimildir til endurupptöku óáfrýjaðs máls er nú að finna í 191. og 192. gr. laga nr. 91/1991 en heimildir til endurupptöku máls sem hefur verið dæmt í Landsrétti eða Hæstarétti vísa einnig ti l ákvæðis 191. gr. , sbr. 193. gr. laganna. Eins og áður segir gerir ákvæðið samkvæmt orða nna hljóðan aðeins ráð fyrir heimild til endurupptöku dóma en hvergi er vikið að úrskurðum. Í lögskýringargögnum með framangreindum lagaákvæðum um endurupptöku dóma er ekki að finna skýringar á ástæðu þess að heimild til endurupptöku hefur ávallt verið bundin við dóma. 13. Samkvæmt framansögðu er ljóst að í þeim lagaákvæðum sem fjallað hafa um endurupptöku mála hefur ekki verið heimilað að endurupptaka úrskurði. 14. Í 1. mgr. 1 16. gr. laga nr. 91/1991 kemur fram sú grunnregla einkamálaréttarfars, sem að sínu leyti á jafnframt við um úrskurði, að dómur sé bindandi um úrslit sakarefnis milli aðila og þeirra, sem koma að lögum í þeirra stað, um þær kröfur sem eru dæmdar þar að efni til. Samkvæmt 2. mgr. greinarinnar verður krafa sem hefur verið dæmd að efni til ekki borin aftur undir sama eða hliðsettan dómstól framar en í lögunum segir. Nýju máli um slíka kröfu skal vísað frá dómi. Í 3. mgr. greinarinnar segir meðal annars að dómur sé bindandi fyrir dómara þegar hann hefur verið kveðinn upp og samkvæmt 4. mgr. hefur dómur fullt sönnunargildi um þau málsatvik sem í honum greinir þar til það gagnstæða sannast. Í þessum ákvæðum felast reglur um réttaráhrif dóma byggðar á þeirri grunnre glu að dómur skuli vera endir þrætu og sama sakarefnið því ekki dæmt að nýju. Af þessu leiðir eðli máls samkvæmt að við skýringu lagareglna um endurupptöku dæmdra mála verður orðum þeirra ekki léð rýmri merking en felst í bókstaflegum skilningi þeirra, sbr . dóm Hæstaréttar 21. maí 2019 í máli nr. 12/2018. 15. Með hliðsjón af framansögðu verður ákvæði 191. gr. laga nr. 91/1991 hvorki beitt með rýmkandi lögskýringu né lögjöfnun þannig að það veiti heimild til endurupptöku úrskurðar . 16. Af öllu framangreindu leiðir a ð í lögum er ekki að finna heimild til endurupptöku úrskurðar svo sem endurupptökubeiðandi hefur farið fram á í máli þessu. Samkvæmt því telst beiðni hans um endurupptöku úrskurðar Héraðsdóms Reykjaness 4. janúar 1993 bersýnilega ekki á rökum reist í skiln ingi 1. mgr. 192. gr. laga nr. 91/1991. Á þeim grundvelli verður málinu vísað frá Endurupptökudómi með vísan til 1. mgr. 24. gr., sbr. 7. mgr. 192. gr. laga nr. 91/1991. 17. Málskostnaður verður ekki úrskurðaður. - 4 - Úrskurðarorð: Máli þessu er vísað frá Endurupptökudómi. Málskostnaður verður ekki úrskurðaður .