Úrskurður föstudaginn 10. júní 2022 í mál i nr . 38/2021 Endurupptökubeiðni Einars Ágústssonar 1. Dómararnir Eyvindur G. Gunnarsson , Hólmfríður Grímsdóttir og Jóhannes Karl Sveinsson kveða upp úrskurð í máli þessu. 2. Með beiðni sem barst Endurupptökudómi 1. nóvember 2021 fór endurupptökubeiðandi , Einar Ágústsson, [...], fram á endurupptöku á máli nr. 64/2018, Ákæruvaldið gegn Einari Ágústssyni , sem dæmt var í Landsrétti 23. nóvember 2018. 3. Ríkissaksóknari, sem er gagnaðili endurupptökubeiðanda, telur ekki efni til að veita umsögn í málinu. Endurupptökudómur ákvað einnig að gefa einkaréttarkröfuhöfum kost á að tjá sig um endurupptökubeiðnina. Gagnaöflun í málinu lauk 5. maí síðastliðinn. Málsatvik 4. Endurupptökubeiðan di krefst þess að mál nr. 64/2018, sem lauk með dómi Landsréttar 23. nóvember 2018, verði endurupptekið. Með þeim dómi var dómur Héraðsdóms Reykjaness frá 2. júní 2017 staðfestur. Endurupptökubeiðandi var sakfelldur fyrir fjársvik samkvæmt 248. gr. almennr a hegningarlaga nr. 19/1940 og fyrir að hafa brotið gegn lögum nr. 87/1992 um gjaldeyrismál með því að hafa staðið að ólögmætum fjármagnshreyfingum á milli landa. 5. Endurupptökubeiðandi var dæmdur til að sæta fangelsi í þrjú ár og níu mánuði vegna síðastgrei ndra brota auk þess sem honum var gert að greiða nánar tilgreinda þóknun skipaðs verjanda síns. Til viðbótar var í dómsorði kveðið á um að endurupptökubeiðandi greiddi skaðabætur vegna brota sinna gegn 248. gr. laga nr. 19/1940 til tveggja einkaréttarkröfu hafa, annars vegar að fjárhæð 30.000.000 króna og hins vegar að fjárhæð 40.756.000 krónur auk dráttarvaxta og málskostnaðar sem nánar greinir í dóminum. 6. Í héraðsdómi, sem staðfestur var sem fyrr segir með dómi Landsréttar, var einnig kveðið á um upptöku fj ármuna í þrotabúi félagsins Skajaquoda ehf. að fjárhæð 74.981.746 krónur og skyldi þeim ráðstafað til greiðslu skaðabótakrafna einkaréttarkröfuhafanna, þannig að höfuðstóll þeirra greiddist að fullu en eftirstöðvar uppteknu fjármunanna skyldi skipta að jöf nu milli kröfuhafanna til greiðslu á vöxtum, dráttarvöxtum og málskostnaði. 7. Í dómi Landsréttar kemur fram að endurupptökubeiðandi hafi auk þess að krefjast ómerkingar á hinum áfrýjaða dómi krafist sýknu af bæði refsikröfum og einkaréttarkröfum. Brotaþolarn ir kröfðust staðfestingar héraðsdóms um einkaréttarkröfur sínar auk málskostnaðar. Þrotabú Skajaquoda ehf. ákvað, eftir því sem greinir í dómi Landsréttar, að una héraðsdómi sem kveðið hafði á um upptöku fjármuna til greiðslu á einkaréttarkröfunum. ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 38/2021 - 2 - Rökstuð ningur málsaðila 8. Endurupptökubeið ni byggir á heimild í 1. mgr. 232. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála og að endurupptökubeiðandi hafi verið ranglega sakfelldur. Hann telur að uppfyllt séu skilyrði a - og d - liðar 1. mgr. 228. gr. sömu laga um endurupptöku vegna nýrra gagna og upplýsi nga og galla á meðferð máls. 9. Endurupptökubeiðandi vísar kröfum sínum til stuðnings til dóms Mannréttindadómstóls Evrópu í máli nr. 26374/18, Guðmundur Andri Ástráðsson gegn Íslandi. Í þeim dómi hafi verið lagt til grundvallar að dómsmálaráðherra hafi brot ið málsmeðferðarreglur stjórnsýsluréttar við skipan fjögurra dómara við Landsrétt og jafnframt hafi verið staðfest að seta eins af umræddum dómurum í dómi hafi falið sér brot gegn rétti til réttlátrar málsmeðferðar sem kveðið er á um í 1. mgr. 6. gr. mannr éttindasáttmála Evrópu. Endurupptökubeiðandi telur að eins standi á í hans máli. Sami ágalli hafi verið á skipun eins af dómendum Landsréttar í máli nr. 64/2018 og greinir í áðurnefndum dómi Mannréttindadómstóls Evrópu. 10. Ríkissaksóknari taldi ekki ástæðu ti l að veita umsögn í málinu og vísaði til úrskurða Endurupptökudóms í málum nr. 2/2021 og 15/2021, sem kveðnir voru upp 11. janúar 2022, en í þeim úrskurðum var heimiluð endurupptaka mála þar sem eins stóð á. 11. Sem fyrr greinir gaf Endurupptökudómur þeim brot aþolum, sem höfðu fengið dóm um kröfur sínar í því sakamáli sem mál þetta snýst um, kost á að gæta hagsmuna sinna með skriflegri umsögn um kröfur endurupptökubeiðanda. Þeir hafa stöðu aðila máls hvað þessar kröfur varðar samkvæmt 5. mgr. 39. og 3. mgr. 172 . gr. laga nr. 88/2008 og eins og aðstæðum er háttað í þessu máli teljast þeir til gagnaðila endurupptökubeiðanda í skilningi 1. mgr. 230. gr. sömu laga. Báðir einkaréttarkröfuhafarnir andmæltu endurupptöku málsins og sérstaklega að það yrði endurupptekið hvað varðar niðurstöðu dómstóla um bótakröfur þeirra. Þá var bent á að endurupptökubeiðnin gæti ekki tekið til þess hluta héraðsdóms sem ekki var áfrýjað, það er um upptöku fjármuna úr þrotabúi Skajaquoda ehf. og ráðstöfun þeirra fjármuna til greiðslu á sk aðabótakröfum. 12. Einkaréttarkröfuhafarnir vísuðu jafnframt til þess að ef fallist yrði á endurupptöku bæri að ákveða að réttaráhrif fyrri dóms um skaðabótakröfurnar héldust þar til málið væri dæmt að nýju eins og heimilað væri í 1. mgr. 231. gr. laga nr. 88/ 2008. 13. Endurupptökubeiðandi og ríkissaksóknari tjáðu sig sérstaklega um sjónarmið einkaréttarkröfuhafanna. 14. Ríkissaksóknari taldi að ekki gæti annað komið til álita en að endurupptaka málið í heild sinni enda væri beint samhengi á milli sakar í refsiþætti m álsins og bótakrafnanna. Var það meðal annars rökstutt svo að yrði málið endurupptekið gæti niðurstaða Landsréttar orðið sú að sýkna ákærða og vísa þar með bótakröfum frá dómi. 15. Endurupptökubeiðandi hafnaði sjónarmiðum um að einungis bæri að fjalla um endu rupptöku á refsiþætti málsins enda væri nauðsynlegt að dæma á ný um einkaréttarréttarlegar kröfur samhliða öðrum þáttum. Endurupptökubeiðandi vísað einnig til þess að það varðaði hann miklu að fá jafnframt dóm á ný um upptöku fjármuna úr þrotabúi Skajaquod a ehf. og ráðstöfun þeirra til einkaréttarkröfuhafa. Ekki gæti skipt máli þótt þeim þætti í dómi héraðsdóms hefði ekki verið áfrýjað. ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 38/2021 - 3 - Niðurstaða 16. Við mat á skilyrðum samkvæmt 228. gr. laga nr. 88/2008 kemur fyrst til skoðunar hvort fullnægt sé því skilyrði að endurupptökubeiðandi telji sig ranglega sakfelldan. Á því er byggt í endurupptökubeiðni og er það skilyrði því uppfyllt. 17. Með úrskurðum Endurupptökudóms í málum nr. 2/2021 og 15/2021 sem kveðnir voru upp 11. janúar 2022 var fallist á endurupptöku í tveimur málum þar sem svo háttaði til að einn dómenda í Landsrétti var skipaður með sama hætti og leiddi til dóms Mannréttindadómstól s Evrópu 12. mars 2019 í máli nr. 26374/18 og dóms yfirdeildar sama dómstóls 1. desember 2020 þar sem viðurkennt var að brotið hefði verið gegn 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Sama niðurstaða varð í úrskurði Endurupptökudóms 31. mars 2022 í mál i nr. 3/2022. 18. Í síðastnefndum úrskurðum Endurupptökudóms var á því byggt að skilyrði a - liðar 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 væru uppfyllt enda mætti gera ráð fyrir því að ef dómur mannréttindadómstólsins hefði legið fyrir áður en dómar voru kveðnir up p í málunum hefði það skipt verulega miklu máli. Með sama hætti og þar greinir telur dómurinn skilyrði til að fallast á beiðni endurupptökubeiðanda um endurupptöku á grundvelli a - liðar 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 enda liggur fyrir að einn dómenda í m áli hans í Landsrétti var skipaður með sama hætti og þeir dómarar sem um ræddi í hinum málunum. Verður því ekki tekin afstaða til þess hvort skilyrði d - liðar sömu greinar teljist jafnframt uppfyllt í málinu. 19. Einkaréttarkröfurnar voru samkvæmt heimild í 2. mgr. 2. gr. laga nr. 88/2008 hafðar uppi og dæmdar í sakamálinu. Brotaþolar nutu þar sérstakrar stöðu á grundvelli 5. mgr. 39. gr. og XXVI. kafla laganna. Kveðið er á um það í 2. mgr. 176. gr. laga nr. 88/2008 að ef ákærði er sýknaður með dómi skuli vísa e inkaréttarkröfu frá dómi. Bein tengsl eru því á milli sakfellingar og þeirra bótakrafna sem dæmdar eru efnislega við meðferð sakamáls sem ekki er almennt unnt að aðskilja við meðferð máls til endurupptöku. Í því máli sem hér um ræðir eru brot gegn 248. gr. laga nr. 19/1940 og beindust gegn einkaréttarkröfuhöfunum grundvöllur bótakrafnanna sem þeim voru dæmdar. Ekki verður því fallist á að einskorða eigi endurupptöku málsins við refsiþátt þess. 20. Sem fyrr grein ir var ekki áfrýjað til Landsréttar því ákvæði héraðsdóms sem laut að upptöku fjármuna úr þrotabúi Skajaquoda ehf. og kemur sá þáttur því ekki til úrlausnar við endurupptöku á dómi Landsréttar sem nú er fjallað um. 21. Samkvæmt 1. mgr. 231. gr. laga nr. 80/200 8 fellur fyrri dómur úr gildi ef fallist er á beiðni um endurupptöku. Endurupptökudómur getur þó ákveðið að réttaráhrif hans haldist þar til nýr dómur hefur verið kveðinn upp. Með hliðsjón af atvikum í þessu máli þykir rétt að beita þeirri heimild að því e r varðar þær einkaréttarkröfur sem dæmdar voru eins og nánar greinir í úrskurðarorði. 22. Endurupptökubeiðanda verður, í samræmi við 1. mgr. 230. gr. og 6. mgr. 231. gr. laga nr. 88/2008, ákvörðuð þóknun til handa skipuðum verjanda sínum sem ákveðin verður með virðisaukaskatti eins og greinir í úrskurðarorði. Úrskurðarorð: Fallist er á beiðni Einars Ágústssonar um endurupptöku á máli nr. 64/2018, Ákæruvaldið gegn Einari Ágústssyni , sem dæmt var í Landsrétti 23. nóvember 2018. ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 38/2021 - 4 - Réttaráhrif dómsins í hinu endurup ptekna máli, að því er varðar bætur, vexti og málskostnað til brotaþolanna A og B , skulu haldast þar til nýr dómur verður kveðinn upp. Þóknun verjanda endurupptökubeiðanda, 372.000 krónur, greiðist úr ríkissjóði.