Úrskurður fimmtudaginn 30. desember 2021 í mál i nr . 2 1 /2021 Endurupptökubeiðni Bjarnfreðs Ólafssonar 1. Dómararnir Aðalsteinn E. Jónasson , Eiríkur Elís Þorláksson og Jóhannes Karl Sveinsson kveða upp úrskurð í máli þessu. 2. Með beiðni sem barst Endurupptökudómi 29. apríl 2021 fór endurupptökubeiðandi fram á endurupptöku á dómi Hæstaréttar 13. mars 2014 í máli nr. 450/2013 . Endurupptökubeiðanda var skipaður verjandi 8. september 2021 og er þess krafist að honum verði úrskurð uð þóknun vegna meðferðar málsins fyrir Endurupptökudómi og að hún verði greidd úr ríkissjóði . 3. Ríkissaksóknari , sem er gagnaðili endurupptökubeiðanda, krefst þess að beiðni um endurupptöku verði hafnað. 4. Málið var flutt munnlega fyrir dóminum 7. desember 2021. Málsatvik 5. Með dómi Hæstaréttar 13. mars 2014 í máli nr. 450/2013 var endurupptökubeiðandi dæmdur til að sæta fangelsi í sex mánuði, en fullnustu þriggja mánaða af þeirri refsingu var frestað skilorðsbundið héldi hann almenn t skilorð í tvö ár frá uppkvaðningu dómsins. Meðákærði endurupptökubeiðanda, Lýður Guðmundsson, var jafn f ramt dæmdur í átta mánaða fangelsi en hluti refsingar var sömuleiðis skilorðsbundinn. Þá var endurupptökubeiðandi sviptur lögmannsréttindum í eitt ár frá uppsögu dómsins. Héraðsdómur hafði sýknað endurupptökubeiðanda en sakfellt meðákærða og dæmt til að greiða sekt í ríkissjóð . 6. Í ákæru var ákærðu gefið að sök að hafa brotið gegn ákvæðum laga nr. 2/1995 um hlutafélög með Var hlutdeild hvors um sig lýst þannig að endurupptökubeiðandi hefði að undirlagi meðákærða sent tilkynningu til hlutafélagaskrár þar sem ranglega hefði komið fram að hækkun hlutafjár að nafnverði 50.000.000.000 krón ur hefði verið að fullu greidd til félagsins Exista hf. þótt einungis hefði verið greitt fyrir hlutaféð með 1.000.000.000 hlutum í öðru félagi, að verðmæti 1.000.000.000 króna. 7. Sem fyrr greinir sýknaði héraðsdómur endurupptökubeiðanda , og einnig meðák ærða hans, af þeim hluta sakargifta sem varðaði rangar upplýsingar til fyrirtækjaskrár . Hæstiréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms um sýknu meðákærða en sakfelldi endurupptökubeiðanda. Forsendur héraðsdóms um sýknu meðákærða voru eftirfarandi: rnfreður kvað tilkynninguna ekki hafa verið senda að undirlagi m eðákærða og hefðu þeir ekki verið í samskiptum vegna hennar. E ngin vitni hafa borið um aðkomu ákærða Lýðs að því að semja eða senda nefnda tilkynningu og engin önnur gögn styðja við fullyrðingu ákæruvaldsins um að tilkynningin hafi verið send að undirlagi ákærða . ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 2 1/2021 - 2 - 8. Um þátt enduruppt ökubeiðanda í broti hans samkvæmt ákæru sagði svo í héraðsdómi: st jórnarfundi. Hlutverk ákærða, sem lögmanns, var að tilkynna til Fyrirtækjaskrár það sem umbj ó ðandi hans hafði gert og hann hafði verið beðinn um. Í tilkynningunni kom fra m það sem gerst hafði varðandi nefnda hækkun hlutafjár, au k þess sem með tilkynningunn i fylgdi skýr s la endurskoðanda þar sem mun nákvæmari grein var gerð fyrir málinu. Það er þ v í ekki hægt að fallast það með ákæruvaldinu að ákærði hafi skýrt rangt og villandi frá hækkuninni. Þvert á móti skýrir tilkynningin og skýrsla endurskoðanda frá því sem gerðist [ ] Samkvæmt þessu verður ákærði Bjarnfreður sýknaður af ákærunni . 9. Ríkissaksóknari skaut málinu til Hæstaréttar og krafðist þess að endurupptökubeiðanda yrði gerð refsing og hann sviptur lögmannsréttindum. Í dómi Hæstaréttar var fallist á kröfur ákæruvaldsins. 10. Í dómnum er lýst aðdraganda hlutafjáraukningarinnar sem var undirbúin og framkvæmd í nóvember og desember árið 2008. Þ rjú einkahlutafélög voru stofnuð á vegum lögmannsstofu sem endurupptökubeiðand i starfaði hjá. Fengu félögin heitin Kvarkur ehf., Korkur vélaleiga ehf. og BBR ehf. og var meðákærði eini stjórnarmaður þeirra allra. Félögin keyptu alla hluti hvert í öðru en hlutafé var síðan aukið um 1.000.000.000 krónur í einu þeirra , Kvakki ehf., og annað þeirra , BBR ehf., skráði sig fyrir allri aukningunni. 11. Í dómi Hæstaréttar greinir einnig að Lýsing hf., dótturfélag Exista hf., hafi veitt Korki vélaleigu ehf. lán að fjárhæð 1.000.000.000 krónur sem það lánaði aftur lánaði til BBR ehf. sem virðist hafa notað þá fjárhæð til greiðslu á hinum nýju hlutum í Kvakki ehf. Sú fjárhæð hafi verið varðveitt á bankareikningi lögmannsstofu á vegum endurupptökubeiðanda með kvöð um að ekki mætti ráðstafa henni nema með samþykki Lýsingar hf. 12. Þá eru í d ómi Hæstaréttar rakin samskipti á milli endurupptökubeiðanda , meðákærða og ráðgjafa sem tóku þátt í undirbúningi hlutafjárhækkunarinnar . Niðurstaðan varð sú að stjórn Exista hf. samþykkti á fundi sínum 4. desember 2008 að auka nafnvirði hluta í félaginu um 50.000.000.000 krón ur sem ætti sér stað með afhendingu hlutanna í Kvakki ehf. Á sama fundi var fjallað um tillögu að lækkun hlutafjár í félaginu um tæpa 63 milljarða. 13. Nafngreint endurskoðunarfyrirtæki útbjó síðan skýrslu mat á þau endanlegu verðmæti sem eftir verða hjá félaginu við hlutafjárhækkun og að hlutafjárlækkun Var niðurstaðan sú að þegar búið var að hækka hlutaféð um 50.000.000.000 krónur eða í 64.174.767.632 krónur og lækka það síðan um 62.891.272.279 krónur yrði heildarhlutaféð 1. 283.495.359 krónur að nafnvirði. Af þeirri fjárhæð ætt i hinn nýi hluthafi, BBR e hf . , 1.000.000.000 krónur eða 77,9% alls hlutafjár. Í skýrslu endurskoðunarfyrirt ækisins kemur og fram að miðað við tvísýna stöðu Exista hf. teldist 100% hlutur í Kvakki ehf. svara að minnsta kosti til 77,9% hlutar í Exista hf. Hin umdeilda hlutafjárhækkun var tilkynnt til f yrirtækjaskrár 8. desember 2008 og skráð þar án athugasemda. 14. Eftir því sem greinir í dómi Hæstaréttar leysti lánveitandi, sem átti tryggingarréttindi í eldri hlutum í Exista hf. , þ á hluti til sín og tók síðar yfirtökutilboði BBR ehf. um að selja þá á tvo aura fyrir hvern nafnverðshlut vorið 2009. 15. Í júní 2009 mun f yr irtækjaskrá hafa óskað eftir skýringum frá endurupptökubeiðanda á áðurnefnd r i tilkynningu 8. desember árið áður . Nánar tiltekið var óskað eftir skýringum á því hvort ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 2 1/2021 - 3 - greitt hefði verið nafnverð fyrir hækkunarhlutina og hvernig verðmæti greiðslunnar fyrir hlutina hafi verið staðreynt. Eftir nokkur samskipti mun f yrirtækjaskrá hafa úrskurðað að hlutafjárhækkunin og um haustið 2009 sendi stofnunin bréf til sérstaks saksóknara vegna málsins. Þá kemur fram í dómi Hæstaréttar að Nýi Kaupþing banki hf. hafi í lok september 2009 sent kæru til sérstaks saksóknara vegna málsins. Ákæra var svo gefin út 19. september 2012. 16. Í dómi Hæstaréttar var talið að hlutafjáraukningin hafi br o tið gegn fortakslausu ákvæði 1. mgr. 16. gr. laga nr. 2/1995 um að greiðsla hlutar megi ekki nema minna en na f nverði hans. Dregin var sú ályktun af þeim atvikum sem að framan er lýst að það hafi í raun verið félagið BBR ehf. sem hafi verið áskrifandi að aukning ar hlutunum í Exista hf. og að það hafi verið meðákærði endurupptökubeiðanda sem hafi með því fyrirkomulagi tryggt sér áframhaldandi yfirráð í félagin u. 17. Að því er varðar hlutdeild endurupptökubeiðanda vísaði Hæstiréttur til þess að í tilkynningu hans fyrir hönd Exista hf. hafi komið fram að greitt hafi verið fyrir hina nýju hluti að fullu og vísað í því sambandi til meðfylg j andi sérfræðiskýrslu og staðfestingar endurskoðanda. Ekki hafi komið fram berum orðum í tilkynningunni að umrædd hækkun á hlutafé hefði numið að raunvi rði 1.000.000.000 krón um . Um forsendur sakfellingarinnar segir nánar: Samkvæmt 3. mgr. 1. gr. laga nr. 77/1998 um lögmenn eru þeir opinberir sýslunarmenn og bera skyldur samkvæmt því. Í 18. gr. þeirra laga er mælt svo fyrir að lögmönnum beri í hvívetna að rækja af alúð þau störf sem þeim er trúað fyrir og neyta allra lögmætra úrræða til að gæta lögvarinna hagsmuna umbjóðenda sinna. Af þessum ákvæðum verður ráðið að lögmanni er ekki skylt að hlíta fyrirmælum umbjóðanda síns um að tilkynna til stjórnvalds ák vörðun sem umbjóðandinn hefur tekið en brýtur bersýnilega í bága við lög eins og um hafi verið að ræða lögmæta ákvörðun. Í 1. mgr. 7. gr. laga nr. 2/1995 kemur fram að sérfræðiskýrsla samkvæmt 6. gr. laganna skuli unnin af einum eða fleiri óháðum, sérfróðu m mönnum, annað hvort löggiltum endurskoðendum eða lögmönnum ellegar öðrum sérfróðum mönnum sem dómkvaddir eru til þess starfa. Sökum þess að kveðið er á um að lögmenn séu hæfir til þess að staðfesta í slíkri skýrslu hvert sé verðmæti greiðslu fyrir hlut, sem fólgin er í öðru en reiðufé, við hækkun hlutafjár í hlutafélagi, sbr. 1. tölulið 1. mgr. 5. gr. og 1. mgr. 6. gr., sbr. 1. mgr. 37. gr. laga nr. 2/1995, mátti sá sem tók við tilkynningu ákærða Bjarnfreðs líta svo á, eins og hún var úr garði gerð, að hú n staðfesti að greiddar hefðu verið 50.000.000.000 krónur fyrir hluti að því nafnverði í Exista hf. í samræmi við 1. mgr. 16. gr. laganna. Fram er komið að ákærði Bjarnfreður þekkti efni skýrslunnar og aðdraganda að gerð hennar, en hann hafði meðal annars í tölvubréfi 4. desember 2008 til ákærða Lýðs látið í ljósi efasemdir um að efni tilkynningarinnar væri í samræmi við lög nr. 2/1995. Þá kom fram hjá ákærða Bjarnfreði við skýrslugjöf fyrir dómi að hann hefði haft efasemdir um að fyrirtækjaskrá myndi falla síður ritaði hann sem lögmaður undir hina lögboðnu tilkynningu þar sem tekið var fram eins og áður greinir að hlutafé félagsins hafi verið hækkað að nafnverði um 50. 000.000.000 krónur og hefðu hlutirnir verið greiddir að fullu. Með því að vísa í því sambandi til sérfræðiskýrslu og staðfestingar endurskoðanda var gefið til kynna að greiðsla hlutafjárins hafi verið í samræmi við lagafyrirmæli, þar á meðal 1. mgr. 16. gr . laga nr. 2/1995, og því hafi í raun verið greiddar 50.000.000.000 krónur fyrir hlutina. Samkvæmt framansögðu skýrði ákærði Bjarnfreður með tilkynningunni til fyrirtækjaskrár á villandi hátt frá því sem fólst í greiðslunni fyrir hina nýju hluti í Exista h f. og nam aðeins 1/50 ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 2 1/2021 - 4 - af því sem lögboðið var. Verður hann því sakfelldur fyrir brot á 1. tölulið 153. gr. laga nr. 2/1995 eins og honum er gefið að sök í II. kafla ákæru. 18. Endurupptökubeiðandi beindi erindi ti l Mannréttindadómstóls Evrópu 11. september 2014 vegna dóms Hæstaréttar í máli hans, en í maí 2015 vísaði dómstóllinn kæru hans frá þar sem ekki væru uppfyllt skilyrði 3 4. og 35. gr. m annréttinda sáttmála Evrópu um að mál sé tækt til meðferðar. Rökstuðningur málsaðila Rökstuðningur endurupptökubeiðanda 19. Endurupptökubeiðandi vísar um endurupptökuheimild til a - , c - og d - liða 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála , eins og þeim var breytt með lögum nr. 47/2020. Gallar hafi verið á meðferð máls ins fyrir Hæstarétti sem gefi honum tilefni til að krefjast endurupptöku þess . Sé þar einkum um að ræða brot á rétti hans til milliliðalausrar málsmeðferðar en auk þess byggir hann á því að hann hafi verið sakfelldur fyrir annað en hann var ákærður fyrir og að hann hafi ranglega verið sviptur lögmannsréttindum sínum án þess að Hæstiréttur hafi hlýtt á skýrslu hans um það atriði. Telur hann allar þessar ástæður uppfyll a sjálfstætt skilyrði fyrir endurupptöku málsins . Loks vísar hann til þess að upplýsingar sem aflað hafi verið vegna mála hjá Mannréttindadómstóli Evrópu virðist benda til þess að dómarar í Hæstarétti hafi verið vanhæfir til að dæma í máli hans . Milliliðalaus málsmeðferð 20. Um meint brot á rétti sínum til milliliðalausrar málsmeðferðar vísar endurupptökubeiðandi til þess að við meðferð málsins í Hæstarétti hafi rétturinn í raun endurmetið sönnunargildi framburða vitna og ákærðu fyrir héraði þrátt fyrir að ekkert þeirra hafi gefið skýrslu í Hæstarétti. Með því hafi verið brotið gegn rétti hans til réttlátrar málsmeðferðar sem mælt sé fyrir um í 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar og 1. mgr. 6. gr. m annréttindasáttmála Evrópu. Endurupptökubeiðandi bendir á að um hafi verið að ræða flókið úrlausnarefni þar sem sýna hefði þurft fram á ásetning hans til blekkingar. Úr slíku álitamál i verði ekki skorið nema hlýtt verði á vitnisburði þeirra sem áttu að hafa verið beittir blekkingum og annarra sem varpað gætu ljósi á flókin málsatvik. Sjá megi að ákæruvaldið hafi talið munnlega framburði hafa skipt miklu máli enda hafi það kallað til fjölda vitna í sönnunarfærslu sinni. 21. Þá rekur endurupptökubeiðandi að í sýknudómi héraðsdóms hafi verið lagðar til grundvallar forsendur um hvað gerðist á áðurnefndum stjórnarfundi Exista hf. 4. desember 2008 og hvernig skýrsla endurskoðunarfyrirtækisins o g tilkynning endurupptökubeiðanda frá 8. desember 2008 hafi samrýmst ákvörðunum sem teknar voru á stjórnarfundinum. Við mat sitt á þessum forsendum hafi héraðsdómur stuðst við vitnaskýrslur sem hlýtt var á við aðalmeðferð málsins. 22. Endurupptökubeiðandi vísa r einnig til þess að í dómi Hæstaréttar sé fjallað um munnlegan framburð hans í tengslum við sakfellingu. Sérstaklega er nefnt orðalag í dómi Hæstaréttar þar sem minnst er á að endurupptökubeiðandi hafi þekkt til efni skýrslu um raunvirði hlutafjárgreiðslu nnar og meðal annars látið í ljós efasemdir um að efni tilkynningarinnar væri í samræmi við ákvæði laga nr. 2/1995. Með því að vísa til skýrslugjafar endurupptöku beiðanda um þetta fyrir dómi hafi Hæstiréttur dregið aðra ályktun en héraðsdómur gerði og í raun snúið við sönnunarmati héraðsdóms. 23. Til frekari stuðnings sjónarmiðum um að brotið hafi verið gegn reglunni um milliliðalausa málsmeðferð er jafnframt vísað til dóma Mannréttindadómstóls Evrópu í málum Sigurþórs Arnars s onar g egn Íslandi, nr. 4467 1 /98 sem kveðinn var upp 21. maí 2002 og Styrmis Þórs Bragasonar ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 2 1/2021 - 5 - gegn Íslandi, nr. 36292/14 sem kveðinn var upp 19. júlí 2019. Leiða megi þá reglu a f síðarnefnda dóminum að lagaleg atriði og sönnunarmat geti í mörgum tilvikum verið svo samofin að erfitt sé að greina þar á milli. Einnig hafi mannréttindadómstóllinn byggt á því að ef sakfelling í æðra rétti byggði á öðrum lagalegum grunni þyrfti að meta staðreyndir máls á breiðari grunni en héraðsdómur hefði gert í því tilviki. Hefði þá verið nauðsynlegt að fá fram sjónarmið ákærða og gefa honum kost á að upplýsa um atvikin sem skiptu máli við aðra skýringu refsiákvæðisins. 24. Þá bendir endurupptökubeið andi á að með því að ákveða refsingu án þess að hafa hlýtt á framburð ákærða og án þess að hafa refsiákvörðun héraðsdóms til að styðjast við hefði Mannréttindadómstóll Evrópu talið í áðurgreindu máli Styrmis Þórs Bragasonar gegn Íslandi að brotið hafi veri ð gegn réttindum sem felast í 1. mgr. 6. gr. mannréttindasátt m álans. 25. Endurupptökubeiðandi telur að í framgreindu felist slíkir gallar á málsmeðferð í skilningi d - liðar 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 að rétt sé að endurupptaka mál hans. Málið varði einnig mikilvæga hagsmuni hans enda hafi hann verið dæmdur til fangelsisvistar auk þess sem hann hafi verið sviptur lögmannsréttind um sín um . Þá skuli hafa í heiðri regluna um að vafi skuli skýrður ákærða í hag. Sakfellt fyrir annað og meira br ot en ákært var fyrir 26. Endurupptökubeiðandi byggir einnig á því að með dómi Hæstaréttar hafi hann verið sakfelldur fyrir aðra h egðun en greindi í ákæru . Annars vegar hafi einfaldri tilkynningu hans til f yrirtækjaskrár verið jafnað til sérfræðiskýrslu sem rætt er um í hlutafélagalögum að lögmenn séu hæfir til að staðfesta. Hvorki hafi verið byggt á því í ákæru né í málsmeðferðinni fyrir héraðsdómi að hann hafi verið í slíku hlutverki heldur hafi hans þáttur einungis verið skilgreindur með tilliti til ei nfaldrar tilkynningar sem hann sendi fyrir hönd stjórnar Exista hf. um ákvarðanir sem sú stjórn tók. 27. Endurupptökubeiðandi bendir á að í 1. mgr. 180. gr. laga nr. 88/2008 sé sú grundvallarregla sakamálaréttarfars áréttuð að ekki megi dæma ákærða fyrir aðra hegðun en þá sem í ákæru greinir eða dæma aðrar kröfur en þar komi fram . Það séu einungis aukaatriði brots sem megi skeika á milli ákæru og dóms í sakamál i og í þessu tilviki sé um að ræða algjör grundvallaratriði við sönnunarmat og heimfærslu til refsiákvæðis. Hann hafi ekki fengið að tjá sig um álitamál sem virðist hafa ráðið úrslitum í dómi Hæstaréttar. 28. Endurupptökubeiðandi byggir einnig á því að það sé a nnar verulegur galli á rökstuðningi og niðurstöðu Hæstaréttar. Hann hafi verið sakfelldur fyrir brot gegn 153. gr. laga nr. 2/1995 sem áskilji vísvitandi blekkingu eða aukinn ásetning. Hann hafi hins vegar ekki gert neitt annað en að segja satt og rétt frá með tilkynningunni um hækkun hlutafjár og Hæstiréttur rökstyðji hvorki né fjalli um í hverju hin vísvitandi blekking hafi falist. Svipting lögmannsréttinda 29. Í endurupptökubeiðni er jafnframt byggt á því að svipting lögmannsréttinda hafi falið í sér sjálfkrafa refsiauka. Á kæruvaldið hafi lítt rökstutt kröfuna um sviptingu lögmannsréttinda en með hliðsjón af orðalagi 2. mgr. 68. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 , sem fjall i um réttindasviptingar, og lögskýringargögnum með því ákvæði, sé ljóst að það ákvæði áskilji að brot sé í beinum og óhjákvæmilegum tengslum við þau starfsréttindi sem um ræði. 30. Einnig verði að skýra þröngt íþyngjandi refsilagaákvæði líkt og Hæstiréttur hafi meðal annars gert með dómi sínum í máli nr. 538/201 3. Í forsendum þess d óms segi að heimild til réttindasviptingar sé íþyngjandi úrræði sem beri að skýra þröng t og einnig beri að líta til þess hvort líklegt sé að hætta stafi ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 2 1/2021 - 6 - af því að sá sem krafa beinist að muni fremja brot í stöðu sinni eða starfsemi . Það eigi ekki við um endurupptökubeiðanda og hafi málflutningur inn ekki snúist um það atriði. Sönnunargögn rangt metin 31. Endurupptökubeiðandi byggir á því að sönnunargögn hafi verið rangt metin í Hæstarétti þannig að áhrif hafi haft á niðurstöðu máls. Því sé endurupptaka jafnframt heimil á grundvelli c - lið a r 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 . 32. B endir endurupptökubeiðandi á að samkvæmt framburðum fyrir héraðsdómi hafi innsend gögn til fyrirtækjaskrár ekki verið lesin þar eins og lög hafi gert ráð fyrir. Sé því ekki hægt að tala um vísvitandi blekkingu í því ljósi. Í gögnunum til f yrirtækjaskrár hafi skýrt komið fram hvernig hlutafjárhækkunin hafi verið úr garði gerð . 33. Endurupptökubeiðandi vísar til orðalags í dómi Hæstaréttar þess efnis að lögmenn séu opinberir sýslu narmenn og að af ákvæðum laga nr. 77/1998 megi leiða þá ályktun að lögmenn megi ekki reka erindi sem bersýnilega fari í bága við lög. Ljóst sé hins vegar að mati endurupptökubeiðanda að hann hafi ekki haft það verkefni með höndum að útbúa eða staðfesta sér fræðiskýrslu samkvæmt 6. gr. laga nr. 2/1995. Sú skýrsla hafi verið á ábyrgð endurskoðunarfyrirtækisins og Exista hf. Tilkynninguna hefði hver sem er getað sent og að hann hafi ekki með nokkrum hætti vottað eða staðfest lögmæti hlutafjár aukningarinnar eða virði greiðslu fyrir aukningarhluti. Meint vanhæfi dómara 34. Að síðustu byggir endurupptökubeiðandi á því að skilyrði a - og d - liða 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 til endurupptöku séu uppfyllt þar sem dómarar Hæstaréttar í máli hans hafi verið vanhæfir ti l að koma að meðferð þess . 35. Í fyrsta lagi byggir þessi málsástæða endurupptökubeiðanda á tengslum sonar eins dómarans við Kaupþing hf. , meint fórnarlamb þeirra brota sem um ræði. Horfa þurfi til dóms M annréttindadómstóls Evrópu í máli nr. 39757/15 , Sigurður Einarsson o.fl. gegn Íslandi, frá 4. júní 2019, þar sem aðstæður hafi verið áþekkar. Í því máli hafi sonur dómara starfað sem lögfræðingur hjá Kaupþingi hf. og síðar slitastjórn bankans . Kaupþing hf. hafi rekið einkamál gegn ákærðu vegna sömu málsatvika o g hafi dómstóllinn talið að fjöls k yldutengsl gætu hlutlægt séð vakið réttmæ t an ótta um að dómarinn gæti verið hlutdrægur í sakamálinu gegn kærendum. 36. Endurupptökubeiðandi bendir á að sonur eins dómenda í hans máli í Hæstarétti hafi starfað sem yfirmaður hjá Kaupþingi hf. , sem telja megi að hafi verið fórna r lamb hinnar refsiverðu háttsemi sem endurupptökubeiðandi var sakaður um. Sá hafi samkvæmt blaðafregnum h l otið árangurstengdar kaupaukagreiðslur fyrir störf sín hjá Kaupþingi hf . Þá hafi Kaupþing hf. verið eigandi 87% hlutar í Arion banka hf. sem áður hét Nýi Kaupþing banki hf. og tók við hluta af rekstri og eignum forvera síns Kaupþings hf. en meðal þeirra hafi verið óbeinn eignarhlutur í Exista hf . Sá eignarhluti hafi verið þynntur út með hlutafjárau kningunni umdeildu og Arion banki hf. síðan kært ráðstöfunina til embættis sérstaks saksóknara. Þá hafi Kaupþing hf. á tt í ýmsum deilum við umbjóðendur lögmannsins í tengslum við eignarhald og uppgjör vegna málefna Exista hf . Er u nefn dir til stuðnings dóma r Hæstaréttar í málum nr. 738/2013 , 739/2013 og nr. 195/2014. ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 2 1/2021 - 7 - 37. Endurupptökubeiðandi byggir á því að sonur hæstaréttardómarans hafi haft beinna hagsmuna að gæta af niðurstöðum um fjárhagsskipti vegna eignarhlutarins og lánveitinga til Exista hf. og hluthafa félagsins. Árangurstengdar greiðslur hafi verið umtalsverðar. 38. Í öðru lagi byggir endurupptökubeiðandi á því að fall íslensku bankanna hafi haft veruleg áhrif á dómara í máli hans. Hann hafi sjálfur setið í stjórn Kaupþings hf. frá árinu 2003 og þar til ba nkinn féll í október 2008. Mikil reiði hafi blossað upp í samfélaginu og dómarar því orðið fyrir þrýstingi að refsa einstaklingum sem tilheyrðu þessum hópi bankamanna. 39. Endurupptökubeiðandi telur að eignarhald hæstaréttardómara á hlutdeildarskírteinum í verðbréfasjóðum sem bankarnir ráku og hlutabréfum í bönkunum sjálfum hafi valdið vanhæfi þeirra til að fara með sakamál sem beindust gegn hluthöfum, stjórnendum og öðrum starfsmönnum bankanna. Þótt enginn dómaranna í máli hans hafi átt slíka hagsmuni í Kau pþingi hf. leiði þessi staða allt að einu af sér vanhæfi í skilningi íslenskra réttarfarslaga, sbr. d - og g - lið i 6. gr. laga nr. 88/2008 . Endurupptökubeiðandi álítur að Endurupptökudómi beri að afla upplýsinga um fjárhagsmálefni dómenda Hæstaréttar og nánu stu ættingja þeirra til að geta endurmetið hæfi þeirra til að fara með mál hans . Rökstuðningur gagnaðila 40. Gagnaðili endurupptökubeiðanda er Rík issaksóknari . V ið munnlegan málflutning fyrir Endurupptökudómi krafðist hann þess að beiðni um endurupptöku yrði hafnað. Í skriflegum athug a semdum sínum hafði hann hins vegar ekki tekið eindregna afstöðu til beiðninnar. 41. Gagnaðili gerir ekki ágreining um lýsingu í endurupptökubeiðni á málsmeðferð og sönnunarmat i Hæstaréttar. Ríkissaksóknari kveðst ekki endurupptökubeiðanda á skilyrðum og túlkun 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu og telur að með hliðsjón af þeim fordæmum sem endurupptökubeiðandi hafi um að brotið h afi verið gegn rétti til milliliðalausrar málsmeðferðar. Þetta verði þó Endurupptökudómur að meta. 42. Gagnaðili telur að sakfelling endurupptökubeiðanda í Hæstarétti byggi að verulegu leyti á skjallegum sönnunargögnum. Hann bendir einnig á að ákvörðun Hæstaréttar 13. júní 2012 í máli nr. 390/1997, svokölluðu Vegasmáli, sýni að rétturinn hafi ekki talið að dómur Mannréttindadómstóls Evrópu um að brotið hafi verið gegn rétti Sigurþórs Ar n arssonar til réttlátrar málsmeðfer ðar í skilningi 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmálans, leiði sjálfkrafa til þess að skilyrði laga um meðferð sakamála um endurupptöku teljist uppfyllt. Þá er bent á að ekki liggi í þessu máli fyrir afstaða mannréttindadómstólsins um að brotið hafi verið g egn 6. gr. sáttmálans og íslenska ríkið hafi ekki gert sátt við endurupptökubeiðanda . Því þurfi ekki að fjalla sérstaklega um a - li ð 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 en gagnaðili telur að breyting sem gerð var á þeirri lagagrein árið 2020 hafi ekki leitt til efnisbreytingar frá því sem var slegið föstu við áðurgreinda ákvörðun Hæstaréttar í máli nr. 390/1997 . 43. Gagnaðili mótmælir því að við skýringu á refsiákvæði 1. t öluliðar 153. gr. laga nr. 2/1995 felist krafa um aukinn ásetning í skilningi refsiré en geri ekki greinarmun á hinum ýmsu stigum ásetnings. Því hafi ekki verið tilefni fyrir Hæstarétt að fjalla um stig ásetnings endurupptökubeiðanda. Þá andmælir gagnaðili því að endurupptökub eiðandi hafi verið dæmdur fyrir aðra háttsemi en honum var gefin að sök og telur að sakfelling hafi verið byggð á því að hann hefði sent tilkynningu til f yrirtækjaskrár . Ekki hefði verið byggt á ábyrgð á sérfræðiskýrslu í skilningi 6. gr. laga nr. 2/1995. ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 2 1/2021 - 8 - 44. Að því er varðar málsástæðu endurupptökubeiðanda um vanhæfi dómara við Hæstarétt telur gagnaðili að hafna beri henni enda sé hún langsótt. Niðurstaða Meðferð sakamáls endurupptökubeiðanda fyrir dómi 45. Endurupptökubeiðanda var sem fyrr greinir gefið að sök í ákæru að hafa brotið gegn 1. t ölulið 153. gr. laga nr. 2/1995 en í því ákvæði er lýst refsivert að skýra vísvitandi rangt eða villandi frá högum hlutafélags eða öðru er það varðar í tilkynningum til hlutafélagaskrár . Endurupptökubeiðandi va r sýknaður af ákæruatriðum í héraðsdómi með vísan til þess að hann hefði ekki gert annað en að tilkynna réttilega u m orðinn hlut, það er ákvörðun stjórnar Exista hf. frá 4. desember 2008 um að hækka hlutafé félagsins . Segir í forsendum héraðsdóms að í tilk Þá taldi héraðsdóm ur að hlutverk endurupptökubeiðanda sem lögmanns hafi verið k ynna til Fyrirtækjaskrár það sem umbj ó ðandi hans hafði gert og hann hafði verið Þá er það nefnt í forsendum héraðsdóms að með tilkynningunni hefði fylgt skýrsla endurskoðanda þar sem mun ná k væmari grein var gerð fyrir málinu og því hafi ekki verið unnt að fallast á að endurupptökubeiðandi hefði skýrt rangt og villandi frá hækkuninni. 46. Í forsendum dóm s Hæstaréttar, sem hér er krafist endurupptöku á, er í fyrsta lagi tekið fram að í tilkynning u endurupptökubeiðanda til f yrirtækjaskrár hafi sagt að ákvörðun hefði verið tekin u m að hækka hlutaféð í Exista hf. um 50.000.000.000 krónur að nafnverði og að hinir nýju hlutir hefðu verið greiddir að full u. V ísað hefði verið til meðfylgjandi sérfræðiskýrslu og staðfestingar endurskoðanda. Eftir að hafa lýst meginefni sérfræðiskýrslunnar segir í forsendum dóms Hæstaréttar að hvergi hafi komið berum orðum fram í tilkynningunni að hækkun á hlutafé í Exista hf. hafi numið að raunvirði 1.000.000.000 krónum . 47. Í öðru lagi er tiltekið í forsendum Hæstaréttar að samkvæmt 3. mgr. 1. gr. laga nr. 77/1998 séu lögmenn opinberir sýslunarmenn og beri skyldur samkvæmt því. Er síðan rakið efni 18. gr. sömu laga og dregin sú ályktun að lögmanni sé ekki skylt að hlíta fyrirmælum u m bjóðanda síns um að tilkynna til stjórnvalds ákvörðun sem umbjóðandinn hefur tekið en brýtur bersýnilega í bága við lög eins og um hafi verið að ræða lögmæta ákvörðun. 48. Hæstiréttur dró þá ályktun af framangreindum forsendum að sá sem tók við tilkynningu endurupptökubeiðanda , sem send var fyrir hönd Exista hf. , hafi mátt líta svo á að hún staðfesti að greiddar hefðu verið 50.000.00 0.000 krónur fyrir hluti að því nafnverði í Exista hf. í samræmi við 1. mgr. 16. gr. laga nr. 2/1995. 49. Að lokum er í dómi Hæstaréttar vísað til þess að endurupptökubeiðandi hefði þekkt efni sérfræðiskýrslunnar svokölluðu og á fyrri stigum látið í ljós efasemdir um að efni tilkynningarinnar væri í samræmi við lög nr. 2/1995 . Einnig er þar nefnt að endurupptökubeiðandi hafi borið við skýrslutöku fyrir dómi að hann hefði efasemdir um að fyrirtækjaskrá myndi fallast á réttmæti tilkynningarinna Eigi að síður hafi endurupptökubeiðandi ritað undir hina lögboðnu t i lkynningu þar sem tekið var fram að hluta fé hafi verið hækkað um 50.000.000.000 krónur og að hlutirnir hefðu verið greiddir að fullu . H ann hafi vísað til sérfræðiskýrslunnar og með því gefið til kynna að greiðsla hlutafjárins hafi verið i samræmi við ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 2 1/2021 - 9 - lagafyrirmæli. Þetta taldi Hæstiréttur vera villandi enda hefði falist í greiðslunni fyrir hlutaféð einungis 1/50 af því sem lögboðið var. 50. F yrir liggur að við meðferð málsins fyrir Hæstarétti voru engar munnlegar skýrslur teknar af vitnum eða ákærð u . Málið var flutt skriflega og munnlega og gögn héraðsdómsmálsins lögð fyrir réttinn. Þá voru skýrslur af vitnum og báðum ákærðu fyrir héraðsdómi skrifaðar upp eftir upptöku og lagðar fram fyrir Hæstarétti. Íslensk dómaframkvæmd um milliliðalausa sönnunarfærslu 51. Í íslenskri réttarframkvæmd hefur verið lagt til grundvallar að réttindi sakbo rning a sem njóta verndar samkvæmt 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu séu liður í réttlátri málsmeðferð samkvæmt 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. til dæmis dóm a Hæstaréttar 16. desember 2021 í máli nr. 31/2021 og 18. febrúar 2021 í máli nr. 30/2020 , og dómaframkvæmd sem þar er vísað til. Þá hefur í réttarframkvæmd Hæstaréttar ítrekað verið litið til úrlausna Mannréttindadómstóls Evrópu við skýringu mannréttindasáttmálans þegar reynir á ákvæði hans sem hluta af lands rétti . 52. Réttur til milliliðalausrar sönnunarfærslu á áfrýjunarstigi er þáttur í því að tryggja réttláta málsmeðferð samkvæmt framangreindum ákvæðum og einnig er kveðið á um nánari útfærslu þess réttar í 1. mgr. 111. gr. laga nr. 88/2008 og reglan fest í s essi með öðrum þeim breytingum sem g erðar voru á íslensku dómskerfi með lögum nr. 49/2016 er breyttu lögum nr. 88/2008. 53. Að því er varðar réttarstöðuna í tengslum við endurupptöku mála þar sem brotið hefur verið gegn þessum réttindum hefur einnig þýðingu fyrrgreind ákvörðun Hæstaréttar 13. júní 2012 um endurupptökubeiðni á dómi réttarins í máli nr . 390/1997 . Beiðni um endurupptöku á því máli hafði verið lögð fram í framhaldi af niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu í máli Sigurþórs Arnarssonar gegn Íslandi 15. júlí 2003 nr. 44671/98 . Í því máli komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að málsmeðferð Hæstaréttar hefði ekki samrýmst 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu . Í ákvörðun Hæstaréttar um endurupptökubeiðnina kom fram að sakfelling Sigurþórs h e fði byggt á mati á munnlegum framburði vitna sem ekki höfðu gefið skýrslu fyrir réttinum. Hæstiréttur h e fði dregið aðrar ályktanir af framburði þeirra en héraðsdómur án þess að hafa hlýtt á vitnin eða ákærðu. Með því hefði verið farið gegn fyrirmælum þágildandi laga nr. 19/1 991 um meðferð opinberra mála og áleit Hæstiréttur að verulegir gallar hefðu verið á meðferð málsins sem hafi haft áhrif á niðurstöðu þess í ljósi þeirrar meginreglu sakamálaréttarfars að sönnunarbyrði um sekt ákærða hvíldi á ákæruvaldinu og að allan vafa um sök bæri að meta ákærða í hag . Var málið því endurupptekið á grundvelli d - liðar þá gildandi 1. mgr. 211. gr. laga nr. 88/2008 , sem er að þessu leyti samsvarandi núgildandi d - lið 1. mgr. 228. gr. laganna. 54. Samkvæmt framangrei ndu ber að líta til dómaframkvæmdar Mannréttindadómstóls Evrópu við mat á því hvort telja megi að verulegur gall i hafi verið á meðferð máls endurupptökubeiðanda fyrir Hæstarétti svo efni séu til að verða við beiðni hans um endurupptöku málsins. Dómaframkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu um milli li ðalausa sönnunarfærslu 55. Af dómaframkvæmd Mannréttinda d ómstól s Evrópu sem varða r regluna um milliliðalausa sönnunarfærslu má ráða að dómstóllinn hefur lagt til grundvallar að gildi 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmálans um málsmeðferð eftir áfrýjun velti á sérkennum þeirrar málsmeðferðar sem um ræðir hverju sinni . T aka verði mið af málsmeðferðarkerfi viðkomandi lands í heild sinni og þess hlutverks sem viðkomandi dómstóll gegnir í því samhengi. A ð málsmeðferð varðandi áfrýjunarleyfi og málsmeðferð sem varðar aðeins lagaatriði ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 2 1/2021 - 10 - enda þótt áfrýjanda hafi ekki verið veitt færi á að gefa munnlega skýrslu fyrir viðkomandi áfrýj unar dómstól i , sbr. má lsgrein 63 í dóm i Mannréttindadómstóls Evrópu í máli Styrmi s Þórs Bragasonar gegn Íslandi nr. 36292/14 frá 16. júlí 2019 og dómaframkvæmdar sem þar er rakin um sama efni. 56. Af dómum mannréttindadómstólsins má jafnframt ráða að gerður er greinarmunur á því hvort áfrýjunardómstóll hafi einungis heimild til að fjalla um lagaatriði eða hvort heimilt sé að ráðast í heildarmat á álitaefni nu um sekt eða sýknu, þ að er bæði á málsatvik um og lagaatrið um . Brýnna sé í síðarnefndu tilvikunum að dómst óll ráðist í milliliðalaust mat á framburði ákærða sjálfs , sbr. meðal annars málsgrein 64 í dómi mannréttindadómstólsins í áðurnefndu máli Styrmis Þórs Bragas onar gegn Íslandi. 57. Þegar kemur að því að greina það hvor t áfrýjunardómstóll hafi í raun beitt heimildum sínum til að endurmeta málsatvik án þess að hlýða á framburð ákærða á ný má vísa til eftirfarandi forsendna í málsgrein 67 í máli Styrmis Þórs Bragasonar gegn Íslandi og í mál s grein 36 í máli Júlíusar Þórs Sigurþórssonar gegn Íslandi í máli nr. 38797/17, sem einnig var kveðinn upp 16. júlí 2019 : Enn fremur er í dómaframkvæmd dómstólsins um þetta atriði, þegar litið er á framkvæmdina í heild og samhengi, gerður greinamunur annars vegar á aðstæðum þar sem áfr ý junardómstóll, sem sneri við sýknudómi án þess að hlýða sjálfur á hinn munnlega framburð sem sýknudómu r inn byggðist á, hafði ekki einvörðungu heimild til að rannsaka m álsatvik og lagaatriði heldur r éðist b e inlínis í nýja rannsókn á atvikum, og svo hins vegar þar sem áfrýjunardómstóllinn var einungis ósammála dómstólnum á lægra stigi varðandi skýringu laga og/eða gi l di þ eirra varða n di þær staðreyndir sem fyrir lágu, jafn vel þótt hann hefði einnig haft 58. Mannréttindadómstól linn hefur talið það vera brot gegn 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmálans ef ráðist er á áfrýjunarstigi þegar áfrýj unardómstóll hefur og þannig breytt þeim málsatvikum sem slegið hefði verið föstum á fyrsta dómstigi og tekið nýja afstöðu varðandi sta ð reyndir sem réðu úrslitum um ákvörðun um sekt kæranda , sbr. mál s greinar 33 - 34 í dóm i dómstólsins 16. nóvember 2010 í máli García H e rnández gegn Spáni nr. 15256/07. 59. Af hálfu mannréttinda dómstólsins hefur það ekki verið talið fela í sér brot gegn 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmálans ef þeir þætt ir sem áfrýjunardómstóll hefur þurft að meta til þess að sakfella ákærða eru fyrst og fremst af lagalegum toga , sbr. málsgrein 38 í dóm i 16. desember 2008 í máli Bazo González gegn Spáni nr. 30643/04. 60. Af dómaframkvæmd mannréttindadómstólsins verður samkvæmt framangreindu ráðið að ef sakfelling ræðst af hreinu mati á lagaatrið um fel i það ekki í sér brot gegn réttlátri málsmeðferð í skilningi 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmálans þótt ákærða , í máli þar sem sýknu er snúið í sakfellingu , hafi ekki verið gefinn kostur á að gefa skýrslu fyrir áfrýjunardómstól. Hafi dómstóll hins vegar við slíkar aðstæður byggt sakfellingu á endurmati á munnlegum framburðum eða sönnunarfærslu í heild sinni , sé um að ræða brot. Af áðurnefndum dómi réttarins í máli Styrmis Þórs Bragasonar gegn Íslandi verður sú ályktun jafnframt dregin að brotið sé gegn reglunni um réttláta málsmeðferð við þessar aðstæður þegar læg ra dómstigi. Um þetta segir í málsgrein 7 8 að Hæstiréttur hafi í því máli tekið ; ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 2 1/2021 - 11 - lagalegu sjónarhorni . Enn fremur leiddi þessi víðtækari nálgun til þess að Hæstiréttur byggði sakfellingu sína á kæranda á breiðari staðreyndagrunni en héraðsdómur hafði gert í sínum dómi. Jafnvel þótt ágre i ningur Hæstaréttar við héraðsdóm væri þannig í upphafi alfarið lagale gs eðlis, hefði framkvæmd Hæstaréttar óhjákvæmilega í för með sér að rétturinn yrði að leggja nýtt og víðtækara mat á st að reyndir málsins. R áða m á af dómi Hæstaréttar að rétturinn byggði þetta nýja mat á gögnum málsins, þar með talið endurritum af framburð i kæranda og vitna fyrir héraðsdómi út yfir það sem fram kom í dómi héraðsdóms . 61. Dómstóllinn taldi að þótt málið hefði í raun snúist um nokkuð óumdeild málsatvik hefði eðli ágreiningsins falið í sér endur mat Hæstaréttar á huglægum þáttum . Hefðu framburðir sakbornin g a og vitna hl o tið að hafa haft áhrif á það mat. Niðurstaða um meint brot gegn reglunni um milliliðalausa sönnunarfærslu 1 62. Ákæra á hendur endurupptökubeiðanda laut sem fyrr segir að því að hann hefði skýrt vísvitandi rangt og villandi frá hækkun á hlutafé Exista hf. í tilkynningu 8. desember 2008 til fyrirtækja s krár þar sem ranglega hafi komið fram að hækkun á hlutafé Exista hf. að nafnverði 50 .000.000.000 krón ur hefði verið að fullu greidd til félagsins þegar fyrir lá að einungis 1.000.000.000 króna h afi verið greiddur fyrir hlutina . 63. Óumdeilt var í málinu að endurupptökubeiðandi sendi tilkynningu na til fyrirtækjaskrár . Mat héraðsdóms og Hæstaréttar á því hvort endurupptökubeiðandi hefði gerst brotlegur við 1. tölulið 153. gr. laga nr. 2/1995 laut því fyrst og fremst að því að skoða efni tilkynningarinnar og þeirrar sérfræðiskýrslu sem hún vísaði til og meta útfrá fyrirliggjandi málsatvikum hvort hún hafi verið efnislega röng eða villandi . Fæst ekki séð af forsendum dóms Hæstaréttar að við skoðun á refsinæmi háttseminnar hafi á neinn hátt reynt á endurskoðun á munnlegum skýrslum sem gefnar voru fyrir héraðsdómi eða endurskoðun á huglægum þáttum sem þeim tengdust . Fæst heldur ekki séð að nýtt eða víðtækara mat hafi átt sér stað af hálfu Hæstaréttar á staðreyndum. 64. Niðurstaða héraðsdóms um sýknu endurupptökubeiðanda byggði heldur ekki á mati á munnlegum skýrslutökum sem fram fóru fyrir dóminum heldur mati á skyldum endurupptökubeiðanda sem lögmanns. Var niðurstaða dómsins byggð á því að hann hefði eingöngu verið að sinna sínum skyldum sem lögmaður auk þess sem í tilkynningunni hafi hann vísað til sérfræðiskýrslu . Hæstiréttur mat skyldur endurupptökubeiðanda sem lögmanns með öðrum hætti en héraðsdómur auk þess sem rétturinn túlkað i efni tilkynningarinnar og sérfræðiskýrslunnar með öðrum hætti að teknu tilliti til fyrirliggjandi málsatvika . 65. Í þeim fordæmum sem endurupptökubeiðandi hefur vísað til úr dómaframkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu hefur verið miðað við að sakfelling á efra dómstigi hafi byggt á öðrum staðreyndum eða breiðari staðreyndagrunni en sýkna á lægra dóm stigi. Verður ekki fallist á að slíkar aðstæður eigi við í máli endurupptökubeiðanda. Endurskoðun Hæstaréttar byggir sem fyrr segir á ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 2 1/2021 - 12 - annar ri lögskýringu , mati á skriflegum sönnunargögnum og mati á lögbundnum skyldum og stöðu aðila. Ekki verður séð með hvaða hætti endurtekin munnleg sönnunarfærsla, hvort sem er fyrir Hæstarétti eða á ný fyrir héraðsdómi, hefði getað haft áhrif á þetta mat. 2 66. Í málatilbúnaði endurupptökubeiðanda er einnig byggt á því að Hæstiréttur hafi í máli hans endurmetið bæði lagaatriði og málsatvik og að það mat hafi verið svo samofið að í raun hafi farið fram endurskoðun á atvikum máls og staðreyndum. 67. U m framangreint ví sar endurupptökubeiðandi til þess að matið á því hvort vísvitandi hafi verið reynt að blekkja f yrirtækjaskrá feli óhjákvæmilega í sér bæði lagalegt mat og almennt sönnunarmat. Dómstóll þurfi meðal annars að taka afstöðu til hvort ætlunin hafi verið að blekkja og hver afstaða þess sem átti að blekkja hafi verið. Þetta sé ekki hægt að meta nema hlýtt verði á framburði þessara aðila og hvernig þeir upplifðu málavexti. 68. Í dómi Hæstaréttar er sem fyrr greinir byggt á því að það hafi falið í sér brot gegn 1. tölulið 153. gr. laga nr. 2/1995 að senda tilkynningu með röngu efni til f yrirtækjaskrár og talið að sá sem tók á móti tilkynningu nni hafi mátt líta svo á , eins og hún var úr garði gerð, að hún staðfesti að greiddar hefðu verið 50.000.000.000 krónur fyrir hlutina í Exista hf. Þá er það nefnt í forsendum dómsins að fram kæmi í gögnum málsins að endurupptökubeiðandi hefði haft efasemdir um að fyrirtækjaskrá myndi fallast á réttmæti tilkynningarinnar en með því var tekin afstaða til ásetningsstigs hans til brotsins . 69. Sakfelling í Hæstarétti byggði samkvæmt framangreindu á annarri beitingu laga . Verður ekki fallist á að þar hafi verið lagðar aðrar staðreyndir til grundvallar en lágu fyrir héraðsdómi . Ekki verður heldur séð að nokkur ágreiningur hafi verið um þær staðreyndir sem máli skiptu fyrir niðurstöðu Hæstaréttar . Í þessu samhengi skiptir einnig máli að ákæruvaldið byggði hvorki á nýjum gögnum né breytti í neinu málatilbúnaði sínum við meðferð má ls endurupptökubeiðanda fyrir Hæstarétti. Þá er til þess að líta að endurmat Hæstaréttar var bundið lögbundnum takmörkunum samkvæmt þágildandi 3. mgr. 208. gr. laga nr. 88/2008 . 70. Samkvæmt framangreindu verður ekki fallist á að sakfelling í málinu hafi byggst á samþættu endurmati á lögum og staðreyndum. 3 71. Þá hefur endurupptökubeiðandi rökstutt beiðni sína að þessu leyti með því að Hæstarétti hafi í öllu falli borið að kalla hann til skýrslugjafar um atriði sem varða ð gátu ákvörðun refsingar. Af dómum Mannréttindadómstóls Evrópu má ráða að þegar sýknu í undirrétti hefur verið snúið í sakfellingu án skýrslugjafar ákærða fyrir æðra dómi , geti það talist vera galli á málsmeðfer ð ef honum hefur verið gert að sæta fangelsisvist án þess að áfrýjunardómstóll mannréttindadómstólsins í máli Júlíusar Þórs Sigurþórssonar g egn Íslandi sem áður er getið. 72. Ekki er ljóst af dómaframkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu hvort þetta atriði geti eitt og sér að leitt til þess að málsmeðferð teljist stangast á við 1. mgr. 6. gr. m annréttindasáttmála Evrópu. Hvað sem því líður verður ein s og atvikum máls þessa háttar engan veginn talið að annmarki af þessu tagi geti einn og sér leitt til þess að fullnægt sé skilyrðum d - liðar 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 um að um verulegan galla sé að ræða á málsmeðferð sem áhrif hafi haft á niðurstöðu máls. ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 2 1/2021 - 13 - 4. 73. S kilyrði d - liðar 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 telst uppfyllt ef verulegir gallar hafa verið á meðferð máls þannig að áhrif hafi haft á niðurstöðu þess. Samkvæmt framansögðu verður ekki fallist á að þessu skilyrði sé fullnægt í mál i endurupptökubeiðanda . Verður beiðni hans um endurupptöku á máli Hæstaréttar nr. 450/2013 á þeim grundvelli því hafnað . Sakfelling fyrir annað og m eira brot en ákært var fyrir. 74. Endurupptökudómur telur að rök endurupptökubeiðanda um að hann hafi verið sakfelldur fyrir annað og meira brot en ákært var fyrir , og þar með að brotið hafi verið gegn 1. mgr. 180. gr. laga nr. 88/2008, eigi sér enga stoð . 75. A f dómi Hæstaréttar í máli endurupptökubeiðanda verður ekki séð að byggt hafi verið á því að umrædd tilkyn ning endurupptökubeiðanda til fyrirtækjaskrár væri heldur hafi sú staðreynd að lögmaðurinn hafði réttindi til að staðfesta skýrslu samkvæmt 6. gr. laga nr. 2/1995 haft þýðingu við mat á refsinæmi háttseminnar. Vanhæfi dómara 76. Endurupptökubeiðandi telur loks að tengsl sonar eins af dómurunum sem dæmdi í máli hans við Kaupþing hf. vald i vanhæfi hans og hann hafi því ekki fengið réttláta meðferð fyrir óháðum og óhlutdrægum dómstól í skilningi 70. gr. stjórnarskrár innar og 6. gr. m annréttindasáttmála Evrópu. Einnig hafi dómarar í málinu verið vanhæfir vegna þess að þeir hafi átt beinna og óbeinna hagsmuna að gæta af falli íslensku bankanna haustið 2008. 77. S íðargreindu ástæðuna fyrir vanhæfi sem grunn fyrir endurupptöku verður hafnað þegar af þeirri ástæðu að miðað við framlögð gögn átti enginn dómaranna sem dæmdi í máli endurupptökubeiðanda eignarhlut eða virðist hafa átt hagsmuna að gæta af þeirri hlutafjárhækkun í Exista hf. sem málið fjallaði um. 78. Af gögn um málsins verður ráðið að umrædd hlutafjárhækkun í Exista hf. hafi haft þau áhrif að umbjóðendur endurupptökubeiðanda fengu notið réttinda sem eigendur tiltekins meirihluta hlutafjár í Exista hf . Eftir því sem f ram kemur í dómi Hæstaréttar í máli nr. 450/2013 hafði Nýi Kaupþing banki hf. (síðar Arion banki hf.) leyst til sín 45,2% hlutaf jár í Exista hf. áður en kom að hlutafjárhækkuninni umdeildu . Í dómi num kemur fram að umbjóðandi endurupptökubeiðanda , BBR ehf., hafi fljótlega eftir hlutafjárhækkunina gert öðrum hlu thöfum í Exista hf. yfirtökutilboð með vísan til ákvæða X. og XI. kafla laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti sem Nýi Kaupþing banki hf. hafi samþykkt og þegið greiðslu á 134.683.376 krónum til samræmis við tilboðið. BBR ehf. höfðaði síðar mál gegn Arion banka hf. til endurgreiðslu á fjárhæðinni sem greidd var á þeim grunni að niðurst a ð a f yrirtækjaskrár að afturkalla skráningu hlutafjárhækkunarinnar 29. júní 2009 hefði breytt forsendum viðskiptanna. Arion banki hf. var sýknaður af þeim kröfum með dóm i Hæstaréttar 20. nóvember 2014 í máli nr. 195/2014. 79. Eftir því sem greinir í endurupptökubeiðni og gögnum sem lögð hafa verið fram var sonur eins dómaranna í máli endurupptökubeiðanda starfsmaður Kaupþings hf. um tíma, en Fjármálaeftirlitið tók yfir rekstur þess félags aðfaranótt 9. október 2008 og skipaði því félagi skilanefnd samkvæmt lög um nr. 125/2008. Fjármálaeftirlitið tók síðan ákvörðun 22. október sama ár um að ráðstafa eignum Kaupþings hf., þar með talið tryggingarréttindum, til Nýja Kaupþing s banka hf. Eftir það fór hinn nýi banki með þau réttindi sem færð voru til hans en á vettvangi skilanefndar og síðan slitastjórnar Kaupþings hf. var unnið að uppgjöri vegna eigna sem ekki voru fluttar til nýja bankans . Einnig kemur ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 2 1/2021 - 14 - fram í gögnum málsins a ð meðal eigna gamla bankans hafi verið hlutafé í Nýja Kaupþingi banka hf. sem var hluti þess endurgjalds sem nýi bankinn lét í té fyrir þær eignir sem til hans voru fluttar með ákvörðun Fjármálaeftirlitsins í október 2008. 80. Í ljósi framangreindra atvika ver ður ekki séð á hvaða hátt úrlausn um sakamál endurupptökubeiðanda haf i getað haft þýðingu um fjárhagslega hagsmuni sonar dómarans og þar með hugsanlega á hæfi dómarans í því máli sem hér er krafist endurupptöku á. Nýi Kaupþing banki hf. og umbjóðandi endurupptökubeiðanda komust að samkomulagi um greiðslu til þess fyrrnefnda fyrir það hlutafé sem hann átti í Exista hf. Það virðist hins vegar hafa verið félagið BBR ehf. sem taldi sig hlunnfarið í þeim viðskiptum samkvæmt því sem greinir í dómi Hæstarétta r í máli nr. 195/2014. Önnur atriði sem tilgreind eru í beiðni um endurupptöku hafa ekki þýðingu að þessu leyti en ekki verður fallist á að efni séu til þess að Endurupptökudómur eigi frumkvæði að gagnaöflun samkvæmt 3. mgr. 230. gr. laga nr. 88/2008, sbr. 2. mgr. 232. gr. sömu laga. Samantekt 81. Samkvæmt öllu framangreindu verður ekki talið að fram hafi komið ný gögn eða upplýsingar í málinu ; að leiddar hafi verið verulegar líkur að því að sönnunargögn hafi verið rangt metin svo áhrif hafi haft á niðurstöðu máls ; eða að verulegir gallar teljist hafa verið á meðferð máls endurupptökubeiðanda þannig að áhrif hafi haft á niðurstöðu þess , sbr. a - , c - og d - lið i r 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008. Verður beiðni endurupptökubeiðanda því hafnað. 82. Í ljósi þess að ekk i er fallist á beiðni um endurupptöku eru ekki skilyrði til að verða við kröfu endurupptökubeiðanda um að þóknun skipaðs verjanda hans verði greidd úr ríkissjóði, sbr. 6. mgr. 231. gr. og 6. mgr. 232. gr. laga nr. 88/2008. Endurupptökubeiðanda verður samkv æmt því gert að greiða honum þ óknun sem telst hæfilega ákveðin 1.240.000 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti. Úrskurðarorð: Beiðni endurupptökubeiðanda, Bjarnfreðs Ólafssonar, um endurupptöku dóms Hæstarétta r í máli nr. 450/2013 frá 13. mars 2014 er hafnað. Endurupptökubeiðandi greiði þóknun skipaðs verjanda síns, Þorsteins Einarssonar lögmanns, 1.240.000 krónur.