Úrskurður þriðjudaginn 17. janúar 2023 í máli nr . 17 /2022 Endurupptökubeiðni Ásmundar Gunnars Stefánssonar 1. Dómararnir Aðalsteinn E. Jónasson, Jóhannes Karl Sveinsson og Stefán Geir Þórisson kveða upp úrskurð í máli þessu. 2. Með beiðni sem barst Endurupptökudómi 21. september 2022 fór endurupptökubeiðandi, Ásmundur Gunnar Stefánsson , [...] , fram á endurupptöku á máli nr. 653/2011 sem dæmt var í Hæstaréttar 19. desember 2012 . Þá gerir endurupptökubeiðandi þá kröfu að verjanda hans verði ákvörðuð þóknun með vísan til 1. mgr. 230. gr. , sbr. 2. mgr. 232. gr. og 6. mgr. 231. gr. , sbr. 6. mgr. 232. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála samkvæmt framlögðum reikningi eða að áliti dómsins. 3. Ríkissaksóknari, sem er gagnaðili endurupp tökubeiðanda, sendi athugasemdir sínar með erindi 1 7 . nóvember 2022 þar sem meðal annars kemur fram að hann telji ekki tilefni til að verða við kröfu endurupptökubeiðanda. Málsatvik 4. Með dómi Hæstaréttar 19. desember 2012 í máli nr. 653/2011 var endurupptö kubeiðandi sakfelldur fyrir stórfelld brot gegn lögum nr. 50/1988 um virðisaukaskatt og lögum nr. 145/1994 um bókhald sem framin voru í rekstri X ehf. en endurupptökubeiðandi var framkvæmdastjóri og stjórnarmaður félagsins. Þá var hann einnig sakfelldur fy rir meiriháttar brot gegn lögum nr. 90/2003 um tekjuskatt og lögum nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga. Þá töldust brotin varða við 1. og 2. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Var endurupptökubeiðandi dæmdur til fimm mánaða skilorðsbundi nnar fangelsisvistar. Þá var honum gert að greiða ríkissjóði 19.300 .000 kr ónur í sekt, en sæta ella fangelsi í níu mánuði, svo og til greiðslu sakarkostnaðar. 5. S kattrannsóknarstjóri hóf rannsókn á skattskilum endurupptökubeiðanda 16. október 2006 . V ar honum tilkynnt um lok rannsóknarinnar með bréfi skattrannsóknarstjóra 17. apríl 2007 og var skýrsla skattrannsóknarstjóra send til r íkisskattstjóra sama dag. Skattrannsóknarstjóri sendi kæru, sem reist var á niðurstöðum rannsóknanna til efnahagsbrotadeilda r ríkislögreglustjóra 18. maí 2007. Fyrsta skýrsla af endurupptökubeiðanda hjá því embætti var tekin 5. júní 2007. Rannsókn efnahagsbrotadeildarinnar lauk síðla árs 2007. 6. Ríkisskattstjóri endurákvarðaði stofna endurupptökubeiðanda til tekjuskatts og útsv ars með úrskurði 14. febrúar 2008 og lagði 25% álag á vantalda stofna endurupptökubeiðanda til greiðslu tekjuskatts og útsvars með heimild í 2. mgr. 108. gr. laga nr. 90/2003 og 10% álag á oftalinn innskatt einkahlut a félagsins X með heimild í 27. gr. laga nr. 50/1988 með úrskurði sama dag. 7. Mál var höfðað fyrir Héraðsdómi Norðurlands eystra á hendur endurupptökubeiðanda , fyrrgreindu einkahlutafélagi og starfandi framkvæmdastjóra félagsins með ákæru útgefinni af ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 17/2022 - 2 - ríkislögreglustjóra 15. júlí 2008. Var endurup ptökubeiðandi ákærður fyrir meiriháttar brot gegn skattalögum fyrir að hafa staðið skil á röngum virðisaukaskattsskýrslum fyrir hönd fyrrgreinds einkahlut a félags vegna tímabilanna frá mars 2004 til og með febrúar 2005 með því að færa til gjalda og innskatt s í bókhaldi félagsins 10 tilhæfulausa sölureikninga frá A ehf. og B ehf. og hafa með því komið sér undan greiðslu virðisaukaskatts sem standa hefði átt skil á í samræmi við IX. kafla laga nr. 50/1988 alls 4.465.676 krónur og fyrir meiriháttar bókhaldsbrot með því að hafa rangfært bókhald félagsins tekjuárið 2004 með því að færa til gjalda 6 tilhæfulausa sölureikninga útgefna af A ehf., 3 tilhæfulausa sölureikninga útgefna af B ehf. og einn tilhæfulausan kreditreikning útgefinn af B ehf. alls 22.692.926 kró nur . 8. Þrívegis var gerð krafa um frávísun málsins fyrir héraðsdómi , tvisvar af hálfu allra ákærðu, en einu sinni til viðbótar af hálfu meðákærða . Þeim kröfum var hafnað með úrskurðum Héraðsdóms Norðurlands eystra 12. nóvember 2009, 10. september 2010 og 21 . júlí 2011. 9. Aðalmeðferð fór fram í héraðsdómi 26. júlí 2011. Héraðsdómur kvað upp dóm 14. september 2011 þar sem endurupptökubeiðandi var sakfelldur og dæmdur til fimm mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar auk greiðslu sektar að fjárhæð 19.300 .000 krónur . Vararefsing endurupptökubeiðanda, yrði sektin ekki greidd innan fjögurra vikna frá birtingu dómsins, var ákveðin sex mánaða fangelsi. Dómurinn var staðfestur í Hæstarétti um annað en vararefsingu endurupptökubeiðanda, sem var lengd í níu mánaða fa ngelsi yrði sektin ekki greidd innan fjögurra vikna frá uppkvaðningu dómsins. Endurupptökubeiðandi var einnig dæmdur til greiðslu sakarkostnaðar og áfrýjunarkostnaðar. Rökstuðningur málsaðila Rökstuðningur endurupptökubeiðanda 10. Endurupptökubeiðandi byggi r kröfu um endurupptöku á a - og d - liðum 228. gr. laga nr. 88/2008. Þá vísar hann til 1. mgr. 4. gr. 7. samningsviðauka mannréttindasáttmála Evrópu sem kveður á um að enginn skuli sæta lögsókn eða refsingu að nýju í sakamáli innan lögsögu sama ríkis fyrir b rot sem hann hefur þegar verið sýknaður af eða sakfelldur fyrir með lokadómi samkvæmt lögum og sakamálaréttarfari viðkomandi ríkis. Endurupptökubeiðandi vísar enn fremur til þeirrar meginreglu sakamálaréttarfars að sönnunarbyrði um sekt hvíli á ákæruvaldin u og að allan vafa beri að túlka ákærða í hag, sbr. 108. gr. laga nr. 88/2008 og 2. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar auk 2. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994. 11. Endurupptökubeiðandi vísar til þess að með dómi Mannréttindadómstól s Evrópu 18. maí 2017 í máli nr. 22007/11 , Jón Ásgeir Jóhannesson o.fl. gegn Íslandi , hafi dómstólinn komist að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hafi brotið gegn 1. mgr. 4. gr. 7. viðauka við mannréttindasáttmála Evrópu. Í málinu hafi verið komist að þe irri niðurstöðu að tveir íslenskir ríkisborgarar hefðu verið saksóttir og refsað í tveimur aðskildum málum sem ekki hafi tengst með fullnægjandi hætti. Þá er á því byggt að því skilyrði a - liðar 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 um að hinar nýju upplýsingar hefðu verulega miklu skipt fyrir niðurstöðu málsins sé uppfyllt. Fyrrgreindur dómur m annréttindadómstólsins hefði haft verulega þýðingu fyrir úrslit dóms Hæstaréttar í máli endurupptökubeiðanda ef hann hefði legið fyrir áður en dómur var kveðinn upp í mál i hans. Þá byggir endurupptökubeiðandi á því að Hæstiréttur hafi ítrekað slegið því föstu í dómaframkvæmd að líta beri til dóma Mannréttindadómstóls Evrópu við skýringu ákvæða mannréttindasáttmála Evrópu þegar á hann reynir sem hluta af landsrétti og að sk ýra beri önnur lög til samræmis við hann og úrlausnir m annréttindadómstólsins , sbr. dóm Hæstaréttar 18. mars 2021 í máli nr. 34/2020. ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 17/2022 - 3 - Hæstiréttur hafi sérstaklega litið til ofangreinds dóms m annréttindadómstólsins samanber dóm réttarins 21. september 2017 í máli nr. 283/2016 þar sem á því hafi verið byggt að brotið hafi verið á réttindum manns samkvæmt 1. mgr. 4. gr. 7. samningsviðauka mannréttindasáttmála Evrópu. Ekki fáist annað séð en að dómur Mannréttindadómstóls Evrópu hafi haft verulega þýðingu fyrir úrlausn sakarefnis málsins og leitast hafi verið við að beita þeim sjónarmiðum sem komu fram í honum. Loks vísar endurupptökubeiðandi til þess að hann hafi undir rekstri málsins bæði fyrir héraðsdómi og Hæstarétti gert kröfu um að málinu yrði vísað frá dó mi vegna þess að brotið hafi verið á rétti hans samkvæmt 1. mgr. 4. gr. 7. samningsviðauka mannréttindasáttmála Evrópu og að niðurstaða fyrrgreinds dóms m annréttindadómstólsins hefði haft verulega þýðingu bæði hvað varðar frávísunarkröfuna og efnisþætti má lsins. 12. Á því er byggt af hálfu endurupptökubeiðanda að sambærileg sjónarmið eigi við um skilyrði d - liðar 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 og eigi við um a - lið ákvæðisins. Endurupptökubeiðanda hafi þegar verið refsað með ákvörðun ríkisskattstjóra um að leggja álag á vantalda stofna til tekjuskatts og oftalinn innskatt. Brotið hafi verið gegn ákvæðinu þegar endurupptökubeiðanda hafi verið refsað með d ómi héraðsdóms og Hæstaréttar sem krafist er endurupptöku á. Máli sínu til stuðnings hvað varðar skilyrði fyrir endurupptöku máls á grundvelli d - lið ar 1. mgr. 228. gr. vísar endurupptökubeiðandi til dóms Mannréttindadómstóls Evrópu 8. september 2005 í máli nr. 14939/03 Sergey Zolotukhin gegn Rússlandi auk fyrrnefnds dóms Mannréttindadómstóls Evrópu 18. maí 2017 í máli nr. 22007/11 , Jón Ásgeir Jóhannesson o.fl. gegn Íslandi. Endurupptökunefnd hafi fallist á endurupptöku málsins á grundvelli d - liðar 1. mgr. 2 28. gr. laga nr. 88/2008 sem hafi lokið með frávísun Hæstaréttar á málinu með dómi 21. maí 2019 í máli nr. 12/2018. Loks vísar endurupptökubeiðandi til þess að sömu aðilar hafi fengið mál sitt endurupptekið með úrskurði Endurupptökudóms 21. janúar 2022 í m áli nr. 18/2021. Byggir endurupptökubeiðandi á að sömu sjónarmið eigi við í máli hans og í framangreindum úrskurði Endurupptökudóms í því máli . Rökstuðningur gagnaðila 13. Gagnaðili endurupptökubeiðanda vísar til til þess að bæði héraðsdómur og Hæstiréttur ha fi fjallað um sömu kröfur þegar mál endurupptökubeiðanda hafi verið þar til meðferðar og hafnað frávísun málsins. Dómar Hæstaréttar, sem æðsta dómstóls þjóðarinnar , séu endanlegir og hafi niðurstöðu hans um túlkun á 1. mgr. 4. gr. 7. viðauka við mannréttin dasáttmála Evrópu ekki verið hnekkt af Mannréttindadómstól Evrópu. Með vísan til þessara röksemda telur gagnaðili að ekki sé tilefni til að verða við kröfu endurupptökubeiðanda eða að fjalla frekar um málið. Niðurstaða 14. Samkvæmt 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 getur Endurupptökudómur orðið við beiðni manns sem telur sig ranglega sakfelldan, sakfelldan fyrir mun meira brot en það sem hann hefur framið eða telur refsingu bersýnilega ranglega ákvarðaða um að mál verði endu rupptekið ef eitt fjögurra skilyrða sem greint er frá í a - d liðum eru uppfyllt. Í skilyrði a - liðar 1. mgr. 228. gr. felst að endurupptaka megi mál ef fram eru komin ný gögn eða upplýsingar sem ætla má að hefðu skipt verulega miklu fyrir niðurstöðu málsins ef þau hefðu komið fram áður en dómur gekk. Samkvæmt d - lið 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 getur mál verið endurupptekið ef verulegir gallar haf a verið á meðferð þess þannig að áhrif hafi haft á niðurstöðuna. 15. Með 12. gr. laga nr. 47/2020 um breytingu á lögum um dómstóla, lögum um meðferð einkamála og lögum um meðferð sakamála var leidd í lög sú regla sem nú er í a - lið 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008. Í athugasemdum í greinargerð með frumvarpi til laganna sagði meðal annars að skýra ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 17/2022 - 4 - bæri heldur gæti það einnig átt við úrlausnir alþjóðlegra dómstóla á borð við Mannréttindadómstól Evrópu. Í nefndaráliti meirihluta allsherjar - og menntamálanefndar kom ei nnig fram að skýra ætti rúmt hvað teldist til úrlausna alþjóðlegra dómstóla í skilningi frumvarpsins og því væri ekki nauðsynlegt að um dóm væri að ræða. Þá gæti dómur í sambærilegu máli orðið grundvöllur beiðni um endurupptöku. Núgildandi ákvæði a - liðar 1 . mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 hefur í úrskurðum Endurupptökudóms verið túlkað þannig að dómar Mannréttindadómstóls Evrópu geti leitt til endurupptöku máls að öðrum skilyrðum fullnægðum, sbr. meðal annars úrskurði Endurupptökudóms 15. júní 2022 í máli nr . 6/2022, 11. janúar 2022 í málum nr. 2/2021 og 15/2021 og 22. september 2022 í máli nr. 12/2022. 16. Þótt ný gögn eða upplýsingar liggi fyrir í skilningi a - liðar 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 leiðir það ekki sjálfkrafa til þess að mál verði endurupptekið heldur þarf jafnframt að vera uppfyllt hið almenna skilyrði um að atvik mæli með því að leyfi til endurupptöku verði veitt, þar á meðal að telja verði að verulega miklu hefði skipt fyrir niðurstöðu málsins ef gögnin eða upplýsingarnar hefðu komið fram áður en dómur gekk. 17. Mál endurupptökubeiðanda var til meðferðar hjá skattyfirvöldum frá 16. október 2006 til 14. febrúar 2008 þegar ríkisskattstjóri kvað upp úrskurð um breytingu á opinberum gjöldum endurupptökubeiðanda á grundvelli rannsóknar skattrannsóknars tjóra . Á hluta þess tímabils var málið til rannsóknar hjá efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra, en málin voru rekin samhliða hjá skattyfirvöldum og lögreglu frá 5. júní 2007, þegar lögregla hóf rannsókn sína með skýrslutöku af endurupptökubeiðanda, allt til 14. febrúar 2008 þegar ríkisskattstjóri kvað upp úrskurð sinn. Endurupptökubeiðandi var síðan ákærður með ákæru 15. júlí 2008, um fimm mánuðum eftir að úrskurður ríkisskattstjóra var kveðinn upp. Sakamálið var rekið fyrir héraðsdómi í þrjú ár og tvo má nuði, eða þar til héraðsdómur var kveðinn upp í málinu 14. september 2011. Dómur Hæstaréttar var síðan kveðinn upp rúmum 15 mánuðum síðar eða 19. desember 2012 eins og fyrr segir. 18. Dómur Mannréttindadómstóls Evrópu í máli Jóns Ásgeirs Jóhannessonar o.fl. ge gn Íslandi er einn af fjölmörgum dómum mannréttindadómstólsins sem gengið hafa undanfarin ár um fyrrgreindan samningsviðauka mannréttindasáttmála Evrópu . Svo sem rakið er í úrskurði Endurupptökudóms 22. september 2022 í máli nr. 12/2022 er l jóst að framkvæ md og túlkun dómstólsins hefur tekið talsverðum breytingum og verið að nokkru í innbyrðis ósamræmi. Í þeim efnum er til þess að líta að Hæstiréttur hefur tiltekið að dómaframkvæmd mannréttindadómstólsins hvað samningsviðaukann varðar sé á reiki. Má um það meðal annars vísa til dóms Hæstaréttar 22. gildissviði og inntaki 1. mgr. 4. gr. 7. samningsviðauka mannréttindasáttmála Evrópu, enda [hafi] ekki verið fullt samræmi Hæstaréttar 2. mars 2022 í máli nr. 46/2021 er vísað til tilgreinds orðalags í fyrrnefnda dóminum, og eftir þann tíma sem tilvitnaður dómur féll, [hafi] ekki að öllu leyti verið til þess fallin að varpa skýrara ljósi á 19. Þó tt endurupptökubeiðandi hafi aðeins vísað um beiðni sína varðandi a - lið 1. mgr. 228 . gr. laga nr. 88/2008 til eins dóms Mannréttindadómstóls Evrópu, það er máls Jóns Ásgeirs Jóhannessonar o.fl. gegn Íslandi nr. 22007/11, hefur reynt á málsmeðferð þessa efnis í nokkrum málum gegn Íslandi . Í máli Ragnars Þórissonar gegn Íslandi 12. febrúar 2019 nr. 52623/14 og Bjarna Ármannssonar gegn Íslandi 16. apríl 2019 nr. 72098/14 var komist að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hefði brotið gegn 1. mgr. 4. gr. 7. samningsviðauka við mannréttindasáttmála Evrópu en ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 17/2022 - 5 - öndverð niðurstaða varð í ákvörðun d ómsins vegna kæru Matthildar Ingvarsdóttur gegn Íslandi 4. desember 2018 í máli nr. 22779/14. 20. Í dómi yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu 15. nóvember 2016 í málum 24130/11 og 29758/11, A og B gegn Noregi, var ákvæði 1. mgr. 4. gr. 7. samningsviðaukans skýrt þannig að það útilokaði ekki beitingu staðlaðs skattálags hjá skattyfirvöldum vegna vangreiðslu skatta í alvarlegri málum þar sem jafnframt gæti verið viðeigandi að efna til saksóknar fyrir refsivert brot. Í slíkum tilvikum þyrfti rekstur málanna þó að vera nægilega tengdur að efni til og í tíma til að úr yrði samþætt heild, allt í því skyni að meðalhófs væri gætt og hin samþætta málsmeðferð legði ekki óhóflegar byrðar á viðkomandi. 21. Eins og dregið er saman í dómi Hæstaréttar 2. mars 2022 í máli nr. 46/2021 verða þær ályktanir dregnar a f dómum mannréttindadómstólsins að við mat á því hvort málsmeðferð telst nægilega samþætt að efni til beri í fyrsta lagi að líta til þess hvort meðferð seinna málsins hefur verið til fyllingar eða viðbótar meðferð hins fyrra, í öðru lagi hvort hin tvíþætta málsmeðferð hefur verið fyrirsjáanleg afleiðing þeirrar háttsemi sem um ræðir, í þriðja lagi hvort leitast hefði verið við af fremsta megni að forðast endurtekna öflun og mat á sönnunargögnum og í fjórða lagi hvort í s íðari málsmeðferðinni h afi verið tekið tillit til þeirra viðurlaga sem áður voru á lögð. V ið mat á því hvort rekstur mála tel ji st nægilega samþættur í tíma sé í dómum mannréttindadómstólsins ekki gerð krafa um að meðferð beggja mála hafi farið fram samhlið a frá upphafi til enda en þó þurfa tímaleg tengsl þeirra að vera nægilega náin til að koma í veg fyrir óhóflegt óhagræði, óvissu og tafir vegna málareksturs sem dregst yfir lengri tíma. Svo sem jafnframt er dregið saman í síðastnefndum dómi sýnist um samþæ ttingu í tíma öðru fremur hafa verið í dómaframkvæmd mannréttindadómstólsins litið til fjögurra atriða: heildartíma sem málsmeðferð tekur, tímans sem málsmeðferð skattyfirvalda og meðferð sakamáls fer fram samhliða, tímans sem líður frá endanlegri niðurstö ðu skattyfirvalda til endanlegrar niðurstöðu sakamáls og hvort ákæra í máli er gefin út fyrir eða eftir endanlega niðurstöðu skattyfirvalda. 22. Í endurupptökubeiðni og athugasemdum gagnaðila skortir verulega á umfjöllun um framangreind sjónarmið með tilliti t il atvika í því máli sem leitað er endurupptöku á. Af atvikum þess máls er ljóst að rekstur mála endurupptökubeiðanda hjá skattyfirvöldum, lögreglu, ákæruvaldi og fyrir dómstólum tók í heild um sex ár og tvo mánuði. Þar af tók málarekstur fyrir héraðsdómi rúmlega helming tímans eða þrjú ár og tvo mánuði. Svo sem rakið er í dómi Hæstaréttar í málinu mátti hins vegar rekja t afir í rekstri héraðsdómsmálsins að miklu leyti til endurupptökubeiðanda sjálfs og annarra meðákærðu en a uk þess að óska þrívegis eftir frávísun málsins frá héraðsdómi óskuðu þeir ítrekað eftir að málinu yrði frestað af ýmsum ástæðum. Þ ótt dráttur hafi orðið á málinu við rekstur þess fyrir héraðsdómi var lagt til grundvallar í dómi Hæstaréttar að sá dráttur hefði að mestu verið á ábyrgð en durupptökubeiðanda og meðákærðu . Af hálfu endurupptökubeiðanda hafa engin ný gögn verið lögð fram sem gefa til kynna að sú niðurstaða Hæstaréttar hafi ekki átt við rök að styðjast. Verður af þeim sökum tekið mið af þeirri niðurstöðu við mat á því hvort ski lyrðum fyrir endurupptöku málsins teljist fullnægt. 23. Við mat á því hvort skilyrði séu til þess að fallast á beiðni endurupptökubeiðanda er til þess að líta að ákvæði 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 um heimild til endurupptöku dæmdra sakamála felur í sér u ndantekningu frá þeirri meginreglu að dómar séu endanlegir. Af því leiðir að varfærni er beitt við mat á því hvort skilyrðunum teljist vera fullnægt. Því til samræmis er gerð sú krafa samkvæmt a - lið 1. mgr. 228. gr. að fram séu komin ný gögn eða upplýsinga r sem ætla má að hefðu ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 17/2022 - 6 - hátt þurfa samkvæmt d - að áhrif hafi haft á niðurstöðu þess, svo til álita komi að endurupptaka dæmt sakamál á þeim grunni. 24. Af framangreindum lögskýringarsjónarmiðum leiðir að við mat á því hvort forsendur séu til að fallast á endurupptöku dæmds sakamáls vegna ætlaðs brots gegn 1. mgr. 4. gr. 7. samningsviðauka við mannréttindasáttmála Evrópu þurfa að liggja fyrir ný gögn eða upplýsingar sem bera nægilega skýrt með sér að brotið hafi verið gegn ákvæðinu. Getur slíkt til dæmis átt við þegar fyrir liggur dómur Mannréttindadómstóls Evrópu í máli endurupptökubeiðanda, s br. til hliðsjónar úrskurð Endurupptökudóms 21. janúar 2022 í máli nr. 18/2021. Getur slíkt jafnframt átt við þegar sátt hefur verið gerð fyrir þeim dómstól þar sem brot gegn ákvæðinu er viðurkennt, sbr. til hliðsjónar úrskurð Endurupptökudóms 30. desember 2021 í máli nr. 20/2021 eða þegar fyrir liggur að atvik í máli eru í öllum grundvallaratriðum eins og dómur mannréttindadómstólsins þannig að áhrif hafi haft á dómaframkvæmd Hæstaréttar í samskonar máli, sbr. til hliðsjónar úrskurð Endurupptökudóms 15. jú ní 2022 í máli nr. 6/2022. 25. Þegar atvik málsins eru virt í heild varðandi samþættingu meðferðar máls endurupptökubeiðanda í tíma verður ekki fallist á að ný gögn eða upplýsingar liggi fyrir sem telja má að hefðu skipt verulega miklu fyrir niðurstöðu Hæstaréttar í máli hans 19. desember 2012 í skilningi a - liðar 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008. Er þá litið til þess að fyrir liggur að mál endurupptökubeiðanda var samhliða til meðferðar hjá skattyfirvöldum og lögre glu í rúmlega átta mánuði fram að uppkvaðningu úrskurðar ríkisskattstjóra en þar er horft til tímabilsins frá 5. júní 2007, er endurupptökubeiðandi var fyrst yfirheyrður hjá lögreglu, til 14. febrúar 2008 er úrskurður ríkisskattstjóra var kveðinn upp. Eru atvik að þessu leyti ólík þeim atvikum sem lágu fyrir í dómi Mannréttindadómstóls Evrópu 18. maí 2017 í máli nr. 22007/11 , Jón Ásgeir Jóhannesson o.fl. gegn Íslandi , sbr. úrskurð Endurupptökudóms í máli nr. 18/2021 . Þá eru atvik málsins jafnframt ólík at vikum í úrskurði Endurupptökudóms 15. júní 2022 í máli nr. 6/2022 þar sem fallist var á beiðni um endurupptöku máls þar sem fyrir lá að engin samþætting var í tíma við meðferð máls hjá skattyfirvöldum og lögreglu. 26. Af hálfu endurupptökubeiðanda hafa engin ný gögn verið lögð fram í málinu sem renna stoðum undir að meðferð máls endurupptökubeiðanda hjá lögreglu hafi ekki verið til fyllingar eða viðbótar meðferð þess hjá skattyfirvöldum. Þá hefur endurupptökubeiðandi ekki heldur lagt fram nein ný gögn eða uppl ýsingar sem bera með sér að öðrum skilyrðum sem lesa má úr dómaframkvæmd mannréttindadómstólsins og Hæstaréttar og vikið er að hér að framan um efnislega samþættingu mála sem rekin eru samhliða hjá skattyfirvöldum og lögreglu hafi ekki verið fullnægt. Verð ur samkvæmt því ekki fallist á að ný gögn eða upplýsingar um efnislega samþættingu meðferðar máls endurupptökubeiðanda geti leitt til endurupptöku málsins samkvæmt a - lið 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008. 27. Máli sínu til stuðnings hvað skilyrði fyrir endurup ptöku á grundvelli d - lið ar 1. mgr. 228. gr. vísar endurupptökubeiðandi til tveggja dóma Mannréttindadómstóls Evrópu 8. september 2005 í máli nr. 14939/03 Sergey Zolotukhin gegn Rússlandi auk fyrrnefnds dóms Mannréttindadómstóls Evrópu 18. maí 2017 í máli n r. 22007/11 , Jón Ásgeir Jóhannesson o.fl. gegn Íslandi. Að öðru leyti vísar endurupptökubeiðandi einkum til úrskurðar e ndurupptökunefndar í máli Jóns Ásgeirs Jóhannessonar o.fl., dóms Hæstaréttar í kjölfarið og úrskurðar Endurupptökudóms 21. janúar 2022 í máli nr. 18/2021. Hvorugur hinna tilvitnuðu dóma mannréttindadómstólsins eða aðrir framangreindir úrskurðir eða dómur Hæstaréttar verða skilin þannig að með vísan til þeirra megi sjá að verulegir gallar hafi verið á meðferð máls endurupptökubeiðanda, þan nig að áhrif hafi haft á ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 17/2022 - 7 - niðurstöðu þess. Samkvæmt því verður ekki fallist á að málið verði endurupptekið fyrir Hæstarétti á grundvelli d - liðar 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008. 28. Samkvæmt framangreindu verður ekki fallist á að skilyrðum a - eða d - liðar 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 sé fullnægt. Þá verður ekki talið að önnur atriði sem vikið er að í málatilbúnaði endurupptökubeiðanda geti leitt til þess að fallist verði á beiðnina. Verður henni því hafnað. 29. Í ljósi þess að ekki er fallist á beiðni um en durupptöku eru ekki skilyrði til að verða við kröfu endurupptökubeiðanda um að þóknun skipaðs verjanda hans verði greidd úr ríkissjóði, sbr. 6. mgr. 231. gr. og 6. mgr. 232. gr. laga nr. 88/2008. Endurupptökubeiðanda verður samkvæmt því gert að greiða verj anda sínum þóknun sem telst hæfilega ákveðin 248.000 krónur, að meðtöldum virðisaukaskatti . Úrskurðarorð: Beiðni endurupptökubeiðanda, Ásmundar Gunnars Stefánssonar , um endurupptöku á máli nr. 653/2011 sem dæmt var í Hæstarétti 19. desember 2012 er hafnað. Endurupptökubeiðandi greiði þóknun skipaðs verjanda síns , Páls Kristjánssonar lögmanns, 248 .000 krónur.