Úrskurður fimmtudaginn 18. júlí 2024 í máli nr . 3/2024 Endurupptökubeiðni Alexander s Kjartansson ar 1. Dómararnir Eyvindur G. Gunnarsson , Karl Axelsson og Stefán Geir Þórisson, kveða upp úrskurð í máli þessu. 2. Með beiðni sem barst Endurupptökudómi 16. maí 2024 fór endurupptökubeiðandi , Alexander Kjartansson fram á endurupptöku á máli nr. S - 273/2023, Lögreglustjórinn á Vesturlandi gegn Alexander Kjartanssyni, sem dæmt var í Héraðsdómi Vesturlands 18. desember 2023 ákærði verði dæmdur til vægustu refsingar sem lög leyfa. Endurupptökubeiðandi krefst þess réttaráhrifum dómsins verði frestað á m eðan endurupptökubeiðni er til meðferðar fyrir Endurupptökudómi. 3. Gagnaðili, r íkissaksóknari , leggst hvorki gegn beiðni um endurupptöku málsins né kröfu endurupptökubeiðanda um frestun réttaráhrifa ofangreinds héraðsdóms á meðan málið er til meðferðar fyri r Endurupptökudómi. 4. Gagnaöflun lauk í málinu 25. júní 2024 . Málsatvik 5. Með dómi Héraðsdóms Vesturlands 18. desember 2023 í máli nr. S - 273/2023 var endurupptökubeiðandi sakfelldur fyrir umferðarlagabrot . Málið var höfðað með ákæru 7. nóvember 2023, þingf est 12. desember sama ár og dómtekið að kröfu ákæruvaldsins samkvæmt 1. mgr. 161. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála en endurupptökubeiðandi sótti ekki þing . Í ákæru kom því að hafa þriðjudaginn 14. febrúar 2023 ekið bifreiðinni , sviptur ökuréttindum og óhæfur til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna (í blóðsýni mældist tetrahýdrókannabínól 6,4 ng/ml) , um Snæfellsnesveg við Straumfjarðará í Eyja - og Miklaholtshreppi. Telst þetta varða við 1. mgr. sbr. 2. mgr. 50. gr. og 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og til sviptingar 6. Í framangreindum dómi kom fram að með brotum sínum hefði endurupptökubeiðandi í þriðja sinn gerst sekur um akstur undir áhrifum ávana - og fíkniefna. Að vi rtum sakaferli hans væri refsing hæfilega ákveðin fangelsi í 30 daga. Enn fremur var endurupptökubeiðandi sviptur ökurétti ævilangt með vísan til þeirra lagaákvæða sem greindi í ákæru. Loks var endurupptökubeiðandi dæmdur til að greiða allan sakarkostnað , sbr. 235. gr. laga nr. 88/2008. ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 3/2024 - 2 - Rökstuðningur málsaðila Rökstuðningur endurupptökubeiðanda 7. Endurupptökubeiðandi reis ir málatilbúnað sinn á því að héraðsdómur sé bersýnilega rangur sökum þess að gamalt sakavottorð hafi verið lagt fyrir dóminn . Í dóminum hafi hann verið talinn hafa gerst sekur um akstur undir áhrifum ávana - og fíkniefna í þriðja sinn og meðal annars vísað til dóms Héraðsdóms Reykjavíkur 11. nóvember 2022 í máli nr. S - 1732/2022. Þegar málið, sem nú sé krafist endurupptöku á, haf i verið dómtekið 12. desember 2023 hafi Landsréttur aftur á móti með dómi sínum 8. desember 2023 í máli nr. verið búinn að ómerkja hinn tilvitnaða dóm nr. S - 1732/2022 og leggja fyrir héraðsdómara að taka málið til löglegrar meðferðar og dómsálagningar að nýju. Hafi síðastnefndur dómur ekki átt að hafa ítrekunaráhrif og því hafi sú n iðurstaða að um þriðja brot endurupptökubeiðanda væri að ræða byggst á röngum forsendum og refsing ákveðin of þung. Hefði rétt sakavottorð legið fyrir hefði niðurstaðan orðið önnur. H afi því ekki verið skilyrði til að dæma endurupptökubeiðanda til að sæta fangelsi í 30 daga enda eingöngu um að ræða annað brot. Rökstuðningur gagnaðila 8. Gagnaðili telur, með vísan til a - og d - liða 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008, efni til að ver ða við beiðni enduru pptökubeiðanda . Niðurstaða 9. Samkvæmt 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 getur Endurupptökudómur, ef héraðsdómur hefur gengið í sakamáli sem ekki hefur verið áfrýjað og áfrýjunarfrestur er liðinn, orðið við beiðni manns sem telur refsingu bersýnilega ranglega ákvarðaða, að uppfylltum einhverjum af skilyrðum a - til d - liðar sömu málsgreinar. Í d - lið 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 kemur fram að heimila megi endurupptöku ef talið verður að verulegir gallar hafi verið á meðferð máls þannig að áhrif hafi haft á niðurstöðu þess. 10. Eins og að framan greinir varðar mál þetta dóm héraðs dóms sem kveðinn var upp á grundvelli 1. mgr. 161. gr. laga nr. 88/2008 en slíkum dómi getur ákærði ekki áfrýjað, sbr. 3. mgr. sömu lagagreinar. Ekki var krafist endurupptöku málsins fyrir héraðsdómi innan þess frests sem í 1. mgr. 187. gr. laga nr. 88/200 8 greinir og verður það því ekki t ekið upp á ný nema með úrskurði Endurupptökudóms, sbr. 3. mgr. sömu lagagreinar. 11. Eins og áður segir var í héraðsdómi lagt til grundvallar að endurupptökubeiðandi hefði með brotum sínum í þriðja sinn gerst sekur um akstur undir áhrifum ávana - og fíkniefna. Þeirri niðurstöðu til grundvallar lá sakavottorð, sem lagt var fram í málinu, þar sem meðal annars var tilgreindur dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 11. nóvember 2022 í máli nr. S - 1732/2022. Eftir að tilvitnað sakavottorð var gefið út, en áður málið var dómtekið, ómerkti Landsréttur með úrskurði 8. desember 2023 í máli nr. dóm Héraðsdóms Reykjavíkur 11. nóvember 2022 í máli nr. S - 1732/2022. Af þessu leiðir að við úrlausn þess máls, sem krafist er endurupptöku á, hefði síðas tgreindur dómur Héraðsdóms Reykjavíkur ekki átt að hafa ítrekunaráhrif við ákvörðun refsingar og annarra viðurlaga. Með dómi í því máli sem hér er krafist endurupptöku á var refsing endurupptökubeiðanda, að virtum sakarferli hans, ákveðin fangelsi í 30 dag a. Einnig var ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 3/2024 - 3 - 12. Þótt umferðarlög mæli ekki fyrir um lögbundin ítrekunaráhrif hvað refsingu varðar byggir dómvenja um að litið sé til brotaferils manns við ákvörðun refsingar á hliðstæðum sjónarmiðum um ítrekunaráhrif og þar sem kveðið er á um þau í lögum , eins og meðal annars greinir í úrskurði Endurupptökudóms í máli nr. 7/2023 . Samkvæmt því og með ví san til rökstuðnings endurupptökubeiðanda, en gagnaðili telur efni til að verða við beiðninni, t elur dómurinn að uppfyllt séu skilyrði d - lið ar 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 til að heimila endurupptöku máls nr. S - 273/2023 sem dæmt var í Héraðsdóms Vestu rlands 18. desember 2023 . Verður því fallist á kröfu endurupptökubeiðanda um endurupptöku málsins . 13. Í málinu er ekki krafist þóknunar til handa verjanda endurupptökubeiðanda. Málskostnaður verður því ekki úrskurðaður. Úrskurðarorð: Fallist er á beiðni endurupptökubeiðanda, Alexander Kjartansson , um endurupptöku á máli nr. S - 273/2023 sem dæmt var í Héraðsdómi Vesturlands 18. desember 2023 . Málskostnaður verður ekki úrskurðaður .