Úrskurður föstudaginn 21. janúar 2022 í mál i nr . 18/2021 Endurupptökubeiðni Jón s Ásgeir s Jóhannesson ar og Tryggv a Jónsson ar 1. Dómararnir Aðalsteinn E. Jónasson, Eiríkur Elís Þorláksson og Jóhannes Karl Sveinsson kveða upp úrskurð í máli þessu. 2. Með beiðni sem barst Endurupptökudómi 26. mars 2021 fór u endurupptökubeiðendur ; Jón Ásgeir Jóhannesson, með lögheimili í Bretlandi, og Tryggvi Jónsson, Vesturhúsum 22, Reykjavík, fram á endurupptöku hvað þá varðar á dómi Hæstaréttar 7. febrúar 2013 í máli nr. 74 /20 12 : Ákæruvaldið gegn Jóni Ásgeiri Jóhanne ssyni, Tryggva Jónssyni o.fl. 3. Gagnaðili endurupptökubeiðenda er r íkissaksóknari sem telur að hafna eigi beiðninni. 4. Mál þetta var munnlega flutt fyrir Endurupptökudómi 12. janúar 2022. Málsatvik 5. Upphaf máls þessa er að rekja til þess að skattrannsóknarstjóri ríkisins hóf á árinu 2003 rannsókn á ska ttskilum endurupptökubeiðandans Jón s Ásgeir s Jóhanness onar . Skattrannsóknarstjóri hóf svo á árinu 2005 rannsókn á skattskilum endurupptö kubeiðand ans Tryggva Jónss onar . Rannsóknirnar fór u fram samhliða rannsókn á félögum sem þeir höfðu átt aðkomu að og laut að skattskilum vegna tekjuáranna 1998 til 2002. 6. Í október 2004 og nóvember 2005 voru mál endurupptökubeiðenda send ríkisskattstjóra til meðferðar. Með úrskurði 30. desember 2004 komst ríkisskattstjóri að þeirri niðurstöðu að gjaldárið 1999 hafi endurupptökubeiðandinn Jón Ásgeir vantalið í skattframtali sínu vegna gjaldársins 1999 tiltekin skattskyld hlunnindi vegna fasteignar , tekjur vegna eignarhlutar hans í nánar tilgreindu félagi , hagnað vegna sölu hlutabréfa og eignir og skuldir. Ríkisskattstjóri endurákvarðaði opinber gjöld hans að viðbættu 25% álag i og færði til eignar tilteknar bankainnstæður og hækkaði skuldir hans. Með úrskurði 30. desember 2005 endurákvarðaði ríkisskattstjóri opinber gjöld hans vegna gjaldáranna 2000 til 2003 þar sem talið var að hann hefði vantalið kaupréttargreiðslur, árangurs tengda launagreiðslu, greiðslu frá tilteknu félagi, bifreiðahlunnindi, húsnæðishlunnindi og hlunnindi vegna líftrygginga. Þá var endurupptökubeiðandi nn Jón Ásgeir talinn hafa vantalið hagnað af sölu hlutab ré f a og eigni r sínar og skuldir. Tekjuskatts - og út svarsstofn og stofn til ú t reiknings fjármagnstekjuskatts hans var hækkaður til samræmis og eignarskattstofn lækkaður. Þá beitti ríkisskattstjóri 25% álagi á vantalda skattstofna. 7. Með úrskurði 29. desember 2005 endurákvarðaði ríkisskattstjóri opinber gjöld endurupptökubeiðandans Tryggva vegna gjaldáranna 2000 til 2003. Var honum færð til tekna tiltekin kaup á hlutabréfum á árinu 2000 og tekjufærsla kaupréttar felld niður. Þá v oru ho num fæ r ðar til tekna greiðslur vegna líf t ryggingariðgjalda frá tilteknum hlutafélögum 2000 til 2003 . Loks voru honum færðar til fjármagnstekna vextir, arður og hagnaður af verðbréfaviðskiptum á árunum 2000 ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 18/2021 - 2 - til 2003 . Endurupptökubeiðanda var gert að sæta 25 % álagi við hækkun á tekjuskatt s - og útsvarsstofni vegna breytinganna. 8. Með kæru 29. mars 2006 skaut e ndurupptökubeiðandi nn Jón Ásgeir fyrrgreindum úrskurðum ríkisskattstjóra 30. desember 2004 og 30. desember 2005 til yfirskattanefndar . Með kæru 28. mars 2006 skaut e ndurupptökubeiðandi nn Tryggvi úrskurð i ríkisskattstjóra 29. desember 2005 til yfirskattane f ndar . Með úrskurðum 29. ágúst og 26. september 2007 féllst yfir s kattanefnd á hluta krafna endurupptökubeiðenda en kröfum þeirra um niðurfellingu álags va r að mestu hafnað. 9. Ríkisskattstjóri kærði endurupptökubeiðendur til efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra 12. nóvember 20 0 4. Með ákæru 18. desember 20 0 8 höfðaði settur ríkislögreglustjóri sakamál á hendur endurupptökubeiðendum. Í I. og II. kafla ákæru voru endurupptökubeiðendum gefi n að sök meiriháttar brot gegn skattalögum vegna eigin skattskila. Í ákæruköflum III , IV og V var þeim gefið að sök meiriháttar brot gegn skattalögum sem fyrirsvarsm enn tiltekinna félaga. 10. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reyk j avíkur 25. febrúar 2009. Endurupptökubeiðendur kröfðust þess að málinu yrði vísað frá dómi. Reistu þeir kröfur sína um frávísun á því að brotið hefði verið á rétti þeirra til réttlátrar málsmeðferðar samkvæmt 70. gr. stjórnarskrárinnar og 1. mgr. 6. gr. m annréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994. Þá byggðu þeir á því að við meðf erð málsins hefði verið brotið gegn 4. gr. 7 . viðauka við mannréttindasáttmála Evrópu um bann við endurtekinni málsmeðferð og refsingu í sakamálum, það er svokallaðri ne bis in idem reglu . Með ákvörðunum ríkisskattstjóra og úrskurðum yfirskattanefndar um skattaálag hefði þeim verið refsað í skilningi ákvæðisins og af þeim sökum hefði lögreglurannsókn á málinu í kjölfar ákvarðana skattyfirvalda, sem beinst hefði að sömu brotum og þar var fjallað um, brotið gegn ákvæðinu. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst ekki á sjónarmið endurupptökubeiðenda og hafnaði frávísun málsins með úrskurði 20. maí 2009. 11. Með bókun í héraðsdómi 1. desember 2009 kröfðust endurupptökubeiðendur frávísunar málsins á nýjan leik. Bentu þeir á að 10. febrúar sama ár hefði fallið dómur Mannréttindadómstól s Evrópu í máli Sergey Zolotukhin gegn Rússlandi nr. 14939 /03 sem fjallaði um túlkun á 4. gr. 7. viðauka við mannréttindasáttmála Evrópu. Var byggt á því af hálfu endurupptökubeiðenda að í þeim dómi hefði mannréttindadómstóllinn vikið frá fyrri dómum um túlkun á skilyrðinu um sama brot í skilningi ákvæðisins. 12. Með úrskurði 1. júní 2010 féllst héraðsdómur á frávísun á I. og II. kafla ákærunnar sem fjallaði um eigin skattskil endurupptökubeiðenda . Í úrskurðinum var vísað til áðurnefnds dóms Mannréttindadómstóls Evrópu í máli Sergey Zolotukhin gegn Rússlandi og talið að fullnægt væri því skilyrði að um væri að ræða sama brot í skilningi 4. gr. 7. viðauka mannréttindasáttmála Evrópu. Hins vegar var hafnað frávísun á ákæruköflum III, IV og V er varðaði endurupptökubeiðendur. 13. Ákæruvaldið kærði frávísunarúrskurð héraðsdóms til Hæstarétta r. Með dómi 22. september 2010 í máli nr. 371/2010 var frávísunarúrskurður héraðsdóms felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdóm að taka málið til efnismeðferðar í heild sinni. Í dómi Hæstaréttar kom meðal annars fram að með lögum nr. 62/1994 hafi mannréttindasáttmála Evrópu verið veitt lagagildi hér á landi, þar með töldum 7. viðauka hans. Í 2. gr. laganna kæmi fram að úrlausnir mannréttindanefndar Evrópu, Mannréttindadómstóls Evrópu og ráðherranefndar Evrópuráðsins væru ekki bindandi að íslenskum landsrétti. Með ákvæðinu hefði löggjafinn áréttað að þrátt fyrir lögfestingu sáttmálans væri enn byggt á grunnreglunni um tvíeðli landsréttar og þjóðarétta r að því er varðaði gildi úrlau s n a þeirra stofnana sem settar hefðu verið á fót með sáttmálanum. Þótt dómstólar litu til dóma mannréttindadómstólsins við skýringu sáttmálans þegar reyndi á ákvæði hans sem hluta af ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 18/2021 - 3 - landsrétti leiddi það af þessari skipan að það væri verkefni löggjafans að gera nauðsynlegar breytingar á landsrétti til að virða skuldbindinga r íslenska ríkisins samkvæmt mannréttindasáttmála Evrópu. 14. Þá fjallaði Hæstiréttur sérstaklega um 4. gr. 7. viðauka við mannréttindasáttmála Evrópu . Tók rétturinn fram að dómaframkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu hefði verið að nokkru leyti misvísa ndi um þ au atriði sem miða skyldi við þegar metið væri hvort fjallað væri um sama brot í skilningi ákvæðisins. Gætti því óvissu um bæði skýringu á gildissviði og inntaki þess. Tekið var fram að engin fordæmi væru fyrir því að það færi í bága við 4. gr. 7. viðauka að stjórnvöld beittu mann álagi á skattstofna vegna b rota á reglum um að tel ja fram til skatts og að sama manni væri í öðru máli gerð refsiviðurlög fyrir dómi vegna sömu atvika. Í dómi Hæstaréttar var fjallað um nokkra dóma Mannréttindadómstóls Evrópu og t iltekið að þótt dómur í máli Sergey Zolotukhin gegn Rússlandi hafi markað breytta stefnu um skýringu ákvæðisins yrði að líta til þess að það mál varðaði aðstæður sem væru ólíkar aðstæðum endurupptökubeiðenda. Tiltekið var að svipuð skipan og sú sem væri hé r á landi á stjórnkerfi skattamála væri í allnokkrum aðildarríkjum mannréttindasáttmála Evrópu. Þá var tekið fram að svo að til greina kæmi að slá því föstu að þessi skipan skattamála hér á landi fengi ekki staðist vegna ákvæða mannréttindasáttmálans yrði að minnsta kosti að liggja skýrt fyrir að íslensk lög færu í bága við þau, eftir atvikum í ljósi dóma mannréttindadómstólsins. Þar sem að svo hagaði ekki í málinu yrði úrskurður héraðsdóms um frávísun felldur úr gildi. 15. Málið hélt því áfram fyrir héraðsdóm i og var efnisdómur í málinu kveðinn upp 9. desember 2011. Endurupptökubeiðandi nn Jón Ásgeir var sakfelldur fyrir ýmis brot vegna eigin skattskila samkvæmt ákærukafla I. Þá var hann sakfelldur að hluta samkvæmt ákæru köflum III og IV en s ý knaður af sakargiftum vegna V. kafla ákærunnar. Endurupptökubeiðandi nn Tryggvi var sakfelldur fyrir flest brot samkvæmt ákærukafla II. Þá var hann sakfelldur að hluta vegna ákærukafla III. Frestað var að ákveða refsingu endurupptökubeiðenda og skyldi refsing þeirra niður fall a að liðnu ári frá dómsuppsö gu héldu þeir almennt skilorð. 16. Ríkissaksóknari áfrýjaði dómi héraðsdóms til Hæstaréttar 6. janúar 2012. Hæstiréttur kvað upp dóm 7. febrúar 2013 í máli nr. 74/2012. Með honum var endurupptökubeiðandi nn Jón Ásgeir sakfe lldur samkvæmt tilteknum liðum í I. kafla ákæru er vörðuðu hans eigin skattskil . Þá var hann sakfelldur fyrir nánar tilgreind brot í III. ákærukafla. Endurupptökubeiðandi nn Jón Ásgeir var hins vegar sýknaður af sakargiftum samkvæmt IV. kafla ákæru. Enduru pptökubeiðandi nn Tryggvi var sakfelldur fyrir hluta af sakargiftum um eigin skattskil samkvæmt II. kafla ákæru. Þá var hann sakfelldur að hluta vegna ákæruliða samkvæmt III. kafla ákæru. Endurupptökubeiðandi nn Jón Ásgeir var dæmdur í 12 mánaða fangelsi og til greiðslu 62.000.000 króna sektar en endurupptökubeiðandi nn Tryggvi var dæmdur í 18 mánaða fangelsi og til greiðslu 32.000.000 króna sektar. Fangelsisrefsingar þeirra voru bundnar al mennu skilorði til tveggja ára. 17. Endurupptökubeiðendur lögðu fram kæru g egn Íslandi fyrir Mannréttindadómstól Evrópu 21. mars 2011 og byggðu málatilbúnað sinn á því að þeir hefðu tvívegis sætt lögsökn fyrir sama brot með beitingu álags á stjórnsýslustigi og svo í sakamáli fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum. Þessi tvöfalda meðferð færi gegn 4. gr. 7. viðauka við mannréttindasáttmála Evrópu. Ma nnréttindadómstóll Evrópu kvað upp dóm 18. maí 2017 í máli nr. 22007/11 þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að endurupptökubeiðendur hefðu verið saksóttir og refsað tvívegi s vegna sömu eða efnislega sömu háttsemi í t veimur aðskildum mál um sem hafi ekki tengst með fullnægjandi hætti. Þannig hafi verið brotið gegn rétti endurupptökubeiðenda samkvæmt 4. gr. 7. viðauka við mannréttindasátt mála Evrópu. Íslenska ríkið var dæmt til þess að greiða endurupptökubeiðanda num Jóni Ásgeiri 5.000 evrur í miskabætur og 10.000 evrur í málskostnað. ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 18/2021 - 4 - Þá var íslenska ríkið dæmt til greiðslu 5.000 evra miskabóta til endurupptökubeiðanda ns Tryggv a og 5.000 evrur í málskostnað. 18. E ndurupptökubeiðendur fóru þess á leit við endurupptökunefnd 9. júní 2017 að dómur Hæstaréttar í máli nr. 74/2012 yrði endurupptekinn . Með úrskurði 12. apríl 2018 féllst endurupptökunefnd á að málið yrði endurupptekið í heild er varðaði endurupptökubeiðendu r á grundvelli þágildandi d - lið ar 1. mgr. 228. gr. laga n r. 88/2008 um meðferð sakamála. 19. Ríkissaksóknari gaf út fyrirkall fyrir Hæstarétti 4. maí 2018 vegna endurupptöku málsins. Af hálfu ákæruvaldsins var þess aðallega krafist að málinu yrði vísað frá Hæs tarétti. Til vara að endurupptaka málsins yrði takmörkuð við I. og II. kafla ákæru en ákvörðun endurupptökunefndar að öðru leyti felld úr gildi. Þá yrði I. kafla ákæru á hendur endurupptökubeiðanda num Jóni Ásgeiri og II. kafla ákæru á hendur endurupptökube iðanda num Tryggva vísað frá héraðsdómi en refsing þeirr a ákveðin að nýju. Að því frágengnu krafðist ríkissaksóknari að I. kafla ákæru á hendur endurupptökubeiðanda num Jóni Ásgeiri og II. kafla ákæru á hendur endurupptökubeiðanda num Tryggva yrði vísað frá héraðsdómi en þeir að öðru leyti sakfelldir í samræmi við dóm Hæstaréttar nr. 74/2012 og þeim gerð refsing. Endurupptökubeiðandi nn Jón Ásgeir gerði þær kröfur fyrir Hæstarétti aðallega að I. kafla og öllum ákæruliðum í fyrsta hluta III. kafla og fyrsta hluta IV. kafla ákæru yrði vísað frá héraðsdómi. Til vara að hann yrði sýknaður af öllum ákæruliðum en að því frágengnu að honum yrði ekki gerð refsing. Að öðrum kosti krafðist hann þess að refsing hans yrði skilorðsbundin. Endurupptök ubeiðandi nn Tryggvi gerði þær kröfur fyrir Hæstarétti aðallega að II. kafla ákæru og ákærulið III.2 yrði vísað frá héraðsdómi en til vara að hann yrði sýknaður af öllum ákæruliðum. Að því frágengnu að honum yrði ekki gerð refsing en að öðrum kosti að hún y rði skilorðsbundin. 20. Hæstiréttur kvað upp dóm 21. maí 2019 í máli nr. 12/2018. Var í dómnum fallist á kröfu ríkissaksóknara um að vísa málinu frá Hæstarétti. Í forsendum dóms Hæstaréttar kemur meðal annars fram að endurupptökunefnd heyrði undir framkvæmdar valdið og væri með lögum nr. 88/2008 fengin viðfangsefni sem vörðuðu úrlausn dómstóla. Dómstólar ættu eftir meginreglu fyrri málsliðar 60. gr. stjórnarskrárinnar úrskurðarvald um ákvarðanir nefndarinnar. Samkvæmt því þyrfti að taka afstöðu til þess hvort l ög hafi með réttu staðið til þeirrar niðurstöðu endurupptökunefndar að fallast á endurupptöku máls ins . Forsendur úrskurðar endurupptökunefndar hafi verið reistar á dómi Mannréttindadómstóls Evrópu í máli endurupptökubeiðenda gegn Íslandi nr. 22007/11 þar s em komist hafi verið að þeirri niðurstöðu að brotið hafi verið á réttindum endurupptökubeiðenda samkvæmt 4. gr. 7. viðauka mannréttindasáttmála Evr ópu og því hafi verið rétt að endurupptaka málið á grundvelli þágildandi d - liðar 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88 /2008. Tiltekið var meðal annars í dómi Hæstaréttar að með aðild að mannréttindasát tmála Evrópu hefðu samningsríki sáttmálans ekki undirgengist þjóðréttarskuldbindingu um að tryggja þeim, sem Mannréttindadómstóll Evrópu teldi að hefði verið botið gegn fyrir innlendu m dómstóli, rétt til að fá mál endurupptekið. Hvorki í lögum nr. 88/2008 né öðrum íslenskum lögum væri mælt berum o rðum fyrir um heimild til endurupptöku máls að gengnum dómi Mannréttindadómstóls Evrópu og þegar af þeirri ástæðu yrði endurupptaka máls endurupptökubeiðenda ekki reist á slíkri beinni lagaheimild. 21. Því næst tók Hæstiréttur til skoðunar hvort það gæti engu að síður talist verulegur galli á meðferð máls þannig að áhrif hefði haft á niðurstöðu þess í skilningi þágildandi d - lið ar 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 að Mannréttindadómstóll Evrópu hefði komist að þeirri niðurstöðu að maður hefði, andstætt ákvæðum 4. gr. 7. viðauka mannréttindasáttmála Evrópu, tvívegis verið saksóttur og refsað fyrir sama b ro t þar sem nauðsynlega tengingu í málsmeðferð hefði skort. Í þessum efnum rakti Hæstiréttur ákvæði þágildandi d - liðar 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 og þróun þess ákvæðis ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 18/2021 - 5 - og lagði út frá því að ljóst væri að þau tilvik sem gætu fallið undir ákvæðið væru ekki t æmandi talin í lögskýringargögnum. Á hinn bóginn yrði ekki séð að tilgangur löggjafans hefði verið að veita úrlausnum Mannréttindadómstóls Evrópu meira væ gi en þær hafi haft áður í kjölfar n i ð urstöðu þess dómstóls um að brotið hafi verið gegn mannréttindasáttmálanum. Slík grundvallar breyting á íslenskri löggjöf hefði þurft að koma fram með ótvíræðum hætti við setningu laga nr. 88/2008. Af því leiddi að d - l iður 1. mgr. 228. gr. laganna yrði ekki með rýmkandi lögskýringu talin n veita heimild til þess að enduruppt aka mál þótt fyrir lægi samkvæmt dómi mannréttindadómstólsins að brotið hefði verið gegn sáttmálanum. 22. Í dómi Hæstaréttar kom enn fremur fram að mann réttindasáttmála Evrópu hefði verið veitt lagagildi hér á landi. Í 2. gr. laga nr. 62/1994 væri tekið fram að meðal annars úrlausnir Mannréttindadómstóls Evrópu væru ekki bindandi að íslenskum landsrétti. Leggja yrði til grundvallar að með þessu hafi íslen ski löggjafinn áréttað að þrátt fyrir lögfestingu sáttmálans væri hér á landi byggt á grunnreglun ni um tvíeðli landsréttar og þjó ðaréttar. Þótt íslenskir dómstólar l itu til dóma mannréttindadómstólsins við skýringu mannréttindasáttmálans, þegar reyndi á ák væði hans sem hluta landsréttar, leiddi af þessari skipan að það væri hlutverk Alþingis samkvæmt 2. gr. stjórnarskrárinnar að gera þær breytingar á lögum sem þyrf t i til svo virða mætti þjóðréttarlegar skuldbindingar íslenska ríkisins samkvæmt mannréttindas áttmálanum. Í dómi Hæstaréttar kom fram að af þessu leiddi að í íslenskum lögum væri ekki að finna heimild til endurupptöku máls í kjölfar þess að Mannréttindadómstóll Evrópu hefði komist að þeirri niðurstöðu að brotið hefði verið gegn mannréttindasáttmála Evrópu við meðferð máls fyrir íslenskum dómstólum. Yrði málinu því vísað frá Hæstarétti. 23. Endurupptökubeiðendur fóru þess svo á leit við Endurupptökudóm með beiðni sem barst dómnum 26. mars 2021 að dómur Hæstaréttar 7. febrúar 2013 í máli nr. 74/2012 yrði endurupptekinn. Rökstuðningur málsaðila Rökstuðningur endurupptökubeiðe nda 24. Endurupptöku beiðendur byggja á því að 18. maí 2017 hafi Mannréttindadómstóll Evrópu kveðið upp dóm í máli þeirra gegn Íslandi nr. 22007/11 þar sem komist hafi verið að þeirri einróma niðurstöðu að íslenska ríkið hefði í hæstaréttarmálinu nr. 74/2012 brotið gegn rétti þeirr a samkvæmt 4. gr. 7. viðauka Mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994. Endurupptökubeiðendur hafi verið dæmdir til refsingar með þeim dómi en áður sætt refsingu með úrskurðum yfirskattanefndar vegna sömu háttsemi. 25. Í niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu hafi verið vísað til þess að óumdeilt væri milli endurupptökubeiðenda og íslenska ríkisins að sömu málsatvik hafi legið til grundvallar meðferð yfirskattanefndar og sakamálsins. Þess vegna hafi Mannréttindadómstóll Evrópu skoðað hvort málsmeðferð annars vegar fyrir skattyfirvöldum og hins vegar fyrir dómstólum, sem vörðuðu sömu málsatvik, hefðu verið réttlætanlegar vegna nægjanlegra tengsla í tíma og rúmi. Mannréttindadómstóllinn hafi ekki talið svo vera. Niðurstaðan hafi verið a ð endurupptökubeiðendur hafi sætt tveimur aðskildum rannsóknum og málsmeðferðum fyrir sama brotið andstætt 4. gr. 7. viðauka sáttmálans. 26. Í dómi Mannréttindadómstóls Evrópu segi meðal annars að þegar litið væri til málsatvika, einkum og sér í lagi skörunar á tíma og gagnaöflunar, sem að verulegu leyti hafi verið sjálfstæð, ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 18/2021 - 6 - geti dómstóllinn ekki fallist á að nægilega náin tengsl hafi verið að efni til og tíma milli skattamálsins og sakamálsins til þess að þau gætu talist standast bis viðmiðið í 4. gr. 7. við auka mannréttindasáttmála Evrópu. Af því leiði að endurupptökubeiðendur hafi sætt óhóflegu ó hagræði af því að hafa sætt lögsókn og refsingu tvisvar fyrir sömu eða efnislega sömu háttsemi af hálfu mismunandi yf i rvalda í tveimur málum þar sem nauðsynlega ten gingu hafi skort. 27. Með vísan til þessa rökstuðnings mannréttindadómstólsins óski endurupptökubeiðendur eftir endurupptöku sakamálsins fyrir Hæstarétti, enda sé ljóst að sú málsmeðferð sem hafi lokið með sakfellingu hafi brotið gegn rétti þei rra samkvæmt 4. gr. 7. viðauka m annréttindasáttmála Evrópu. 28. Um skilyrði fyrir endurupptöku sé í fyrsta lagi vísað til a - liðar 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 eins og ákvæðinu hafi verið breytt með 11. gr. laga nr. 47/2020. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi til la ganna komi fram að ekki sé með breytingunum gert ráð fyrir efnislegum breytingum á þeim skilyrðum sem sett hafi verið í 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 fyrir endurupptöku sakamála. Þó hafi texti a - liðar 1. mgr. verið samræmdur þeim breytingum sem gerðar hafi verið á skilyrðum til endurupptöku samkvæmt lögum um meðferð einkamála með því að nýjar upplýsingar geti verið gu til sönnunargagna heldu r geti það átt við úrlausnir alþjóðlegra dómstóla. Í athugasemdum við 7. gr. frumvarpsins sé sérstaklega tilgreint að dómar Mannréttindadómstóls Evrópu geti fallið þar undir. 29. Þá vísa endurupptökubeiðendur til d - liðar 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 um að verulegir gallar hafi verið á meðferð málsins sem áhrif hafi haft á niðurstöðu þess. Þeir ágallar sem um ræði hafi falist í því að málsmeðferð ir fyrir skattyfirvöldum og dómstólum, sem byggst hafi á sömu málsatvikum, hafi ekki verið réttlætanleg a r vegna skorts á nægjanleg um tengsl um . Niðurstaða Mannréttindadómstóls Evrópu hafi því verið sú að endurupptökubeiðendur hafi sætt tveimur sjálfstæðum ra nnsóknum og málsmeðferðum fyrir sama brotið andstætt 4. gr. 7. viðauka m annréttindasáttmála Evrópu. Við endurupptöku málsins muni endurupptökubeiðendur gera kröfu um að ákærunni verði vísað frá héraðsdómi og þeim dæmdur málskostnaður en til vara að I. og I I. kafla ákærunnar verði vísað frá dómi og viðurl ög endurákvörðuð í heild sinni. 30. Endurupptökubeiðendur gera athugasemdir við túlkun ríkissaksóknara á a - lið 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008. Í kjölfar dóms Hæstaréttar 21. maí 2019 í máli nr. 12/2018 hafi verið gerð breyting á skilyrðum endurupptöku með lögum nr. 47/2020. Með lagabreytingunni hafi verið brugðist við dómi Hæstaréttar og lögfest heimild til endurupptöku mála sem dæmd hafi verið af alþjóðlegum dómstólum á borð við Mannréttindadómstól Evrópu. Á túlkun nefnds a - liðar hafi reynt í máli Endurupptökudóms í máli nr. 8/2021 og beri með vísan til þess fordæmis að fallast á beiðni endurupptökubeiðenda. 31. Endurupptökubeiðendur telja að misskilnings gæti í umfjöllun ríkissaksóknara á því hvað felist í megi n r eglu réttarfars um bindandi áhrif dóma. Þótt dómar Mannréttindadómstóls Evrópu séu samkvæmt 2. gr. laga nr. 62/1994 ekki bindandi að landsrétti hafi íslenskir dómstólar litið til dóma hans þegar reyni á ákvæði mannréttindasáttmálans sem hluta af landsrét ti, sbr. dóm Hæstaréttar 18. mars 2021 í máli nr. 34/2020. Í athugasemdum við frumvarp er varð að lögum nr. 62/1994 og almennum sjónarmiðum felist að Mannréttindadómstóll Evrópu sé ekki áfrýjunardómstóll. Íslenska ríkið sé hins vegar skuldbundið til að hlí ta úrlausnum dómstólsins, sbr. 46. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Breytingin sem gerð hafi verið á ákvæðum laga um endurupptöku dóma hafi verið gerð til þess að mæta skuldbindingu Íslands um að virða dóma Mannréttindadómstóls Evrópu. ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 18/2021 - 7 - 32. Með breytingarlögum nr. 47/2020 sé ljóst að vilji löggjafans standi ótvírætt t i l þess að hugtökin - lið 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 skuli skýrð svo rúmt að þau taki einnig til úrlausna alþjóðlegra dómstóla, enda sé það tekið fram berum orðum í athugasemdum með frumvarpinu er varð að lögum nr. 47/2020. 33. Endurupptökubeiðendur tiltaka að rangt sé hjá ríkissaksóknara að dómur Hæstaréttar 7. febrúar 201 3 í máli nr. 74/2012 hafi verið í samræmi við gildandi viðmið hjá Mannréttindadómstól Evrópu þegar hann var kveðinn upp. Dómur yfirdeildar mannréttindadómstólsins í máli Zolotukhin gegn Rússlandi nr. 14939/03 hafi verið kveðinn upp 10. febrúar 20 0 9 eða þrem ur árum á undan dómi Hæstaréttar. Í dómi yfirdeildar komi fram að vegna óvissu í úrlausnum mannréttindasáttmála Evrópu hafi yfirdeildin talið skylt að bæta úr o g samræma túlkun á því, enda hafi slík réttaróvissa verið ósamrýmanleg þeim grundvallarréttindum að vera ekki saksóttur tvisvar fyrir sama brot. Í kjölfar þessa hafi dómstóllinn komist að þeirri niðurstöðu að sömu atvik eða efnislega þau sömu hefðu legið a ð baki fyrri og síðari málsmeðferð gagnvart Zolotukhin. Með dómi yfirdeildar hafi verið vikið frá fyrri fordæmum varðandi túlkun á skilyrðinu um sama brot. Stefnubreyting dómstólsins hafi síðar verið staðfest í fleiri dómum til dæmis í máli Routsalainen ge gn Finnlandi frá 16. janúar 2009, Maresti gegn Króatíu frá 25. júní 2009 og Tsonev gegn Búlgaríu frá 14. janúar 2010. Þessir dómar hafi fallið áður en dómur gekk í máli endurupptökubeiðenda. Staðhæfing ríkissaksóknara um að dómur Hæstaréttar í máli nr. 74/ 2012 hafi verið í samræmi við dómaframkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu sé því röng. 34. Endurupptökubeiðendur benda á að á undanförnum árum hafi Mannréttindadómstóll Evrópu kveðið upp fjóra dóma í málum gegn Íslandi þar sem sem reynt hafi á sömu álitaefni o g um ræði í máli endurupptökubeiðenda. Í málunum hafi kærendur haldið því fram að þeir hefðu verið saksóttir tvisvar fyrir sama brot með álagningu á skatta og í framhaldi höfðun sakamáls í andstöðu við 4. gr. 7. viðauka mannréttindasáttmála Evrópu. Í öllum málunum hafi verið fallist á sjónarmið kærenda og íslenska ríkið dæmt brotlegt við 4. gr. 7. viðauka. Undir öllum kringumstæðum sé það meiri háttar galli á meðferð máls að saksækja og refsa ákærðum manni tvívegis vegna sömu háttseminnar í tveimur aðskildu m málum. Hefðu þessi r dómar verið kveðnir upp áður en dómur í máli endurupptökubeiðenda var kveðinn upp í Hæstarétti liggi í augum uppi að það hefði haft áhrif á niðurstöðu málsins. Af þessum sökum sé uppfyllt það skilyrði a - liðar 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 að ætla megi að þessi niðurstaða hefði getað skipt einhverju hefði hún legið fyrir þegar dómur gekk. 35. Endurupptökubeiðendur tiltaka einnig að gerð hafi verið krafa til endurupptökunefndar 9. júní 2017 um að hæstaréttarmál nr. 74/2012 yrði tekið ti l meðferðar og dómsuppsögu að nýju í kjölfar dóms Mannréttindadómstóls Evrópu. Í umsögn ríkissaksóknara 28. júlí 2017 hafi komið fram að ríkissaksóknari teldi sterk rök hníga í þá átt að heimila endurupptöku dómsins yrði það niðurstaðan að Hæstiréttur mynd i fallast á niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu. Hið sama hafi komið fram í bréfi ríkissaksóknara 22. febrúar 2018. Það komi því á óvart að ríkissaksóknari leggist gegn endurupptöku í máli þessu. Rökstuðningur gagnaðila 36. Gagnaðili endurupptökubeiðenda er ríkissaksóknari sem telur að hafna beri beiðni um endurupptöku. ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 18/2021 - 8 - 37. Ríkissaksóknari vísar til þess að krafa endurupptökubeiðenda um endurupptöku á grundvelli a - liðar 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 sé byggð á breytingu sem gerð hafi v erið með lögum nr. athugasemdum með frumvarpi er varð að lögum nr. 47/2020 hafi komið fram að ekki væri gert ráð fyrir efnislegum breytingum á skilyrðum 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008. Þó hafi texti a - liðar 1. mgr. verið samræmdur þeim breytingum sem gerðar hefðu verið á skilyrðum til endurupptöku einkamála. Áréttað væri að skýra ekki eingöngu til sönnun argagna heldur gæti það átt við um úrlausnir alþjóðlegra dómstóla. 38. Ríkissaksóknari bendir á að endurupptökubeiðnin byggi því á breytingu sem gerð hafi verið til að samræma lög nr. 88/2008 lögum nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Orðalag í greinargerð með l ögum nr. 47/2020 hvað þetta varði sé mjög einkennilegt og lýsi algeru skeytingarleysi gagnvart lögum nr. 88/2008. Í stað þess að setja skýra heimild í 228. gr. laga nr. 88/2008 um að endurupptaka sé heimil á grundvelli dóma alþjóðlegra dómstóla sé u dóm ar þessi r flokkaðir sem upplýsingar í lagatextanum. 39. Ríkissaksóknari telur að lagaheimild skorti til að verða við beiðni um endurupptöku á grundvelli dóms Mannréttindadómstóls Evrópu, enda sé ekki unnt að lesa út úr texta 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 að dómar alþjóðlegra dómstóla geti verið hluti af því sem í textanum sé kallað upplýsingar. Eðlileg textaskýring á ákvæðinu sé að verið sé að vísa til upplýsinga um staðreyndir máls, ný vitni og svo framvegis, sem ekki hafi verið kunn þegar dómur var kveði nn upp. Dómar Mannréttindadómstóls Evrópu séu ekkert meira en lögskýringargagn fyrir íslenskum dómstólum vegna tvíeðlis landsréttar og þjóðaréttar og vegna þess að dómar dómstólsins séu ekki frekar en aðrir dómar alþjóðlegra dómstóla bindandi að íslenskum rétti. Gera verði ríkar kröfur um skýrleika lagaheimilda ef víkja eigi til hliðar einni veigamestu reglu réttarfars um bindandi réttaráhrif dóma, sbr. til dæmis dóm Hæstaréttar 21. maí 201 9 í máli nr. 12/2018. 40. Ríkissaksóknari byggir einnig á því að breytt dómafr a mkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu varð andi beitingu 4. gr. 7. viðauka mannréttindasáttmála Evrópu vegna álags hjá skattyfirvöldum og áhrif þess á síðari refsimeðferð verði ekki beitt afturvirkt til þess að endurupptaka eldri dóma Hæstaréttar. Dómu r Hæstaréttar, sem krafist er endurupptöku á, hafi verið í fullkomnu samræmi við dóma Mannréttindadómstóls Evrópu þegar hann var kveðinn upp. Hann hafi því verið réttur og væri að æra óstöðugan ef dómaframkvæmd á Íslandi ætti að elta breytta dómaframkvæ md mannréttindadómstólsins þannig að endurupptaka þyrfti alla eldri dóma í hvert skipti sem [ sá dómstóll ] fengi nýjar hugmyndir um túlkun sáttmálans í tengslum við eldri dóma . Þetta sé enn bagalegra þar sem [ mannréttindadómstóllinn ] virðist ekki virða eigin viðmið um málshraða . Á árinu 2004 hafi mannréttindadómstóllinn komist að sömu niðu rstöðu í máli Rosenquist gegn Sv íþjóð nr. 60619/00 og í öðrum sambærilegum málum um túlkun á 4. gr. 7. viðauka mannréttindasáttmálans og Hæstiréttur í máli nr. 74/2012 . Hæstiréttur hafi því dæmt í samræmi við fordæmi mannréttindadómstólsins í máli endurupptökubeiðenda. Á fordæmum mannréttindadómstólsins hafi verið gerð breyting þegar dó m ur hafi gengið í mál um A og B gegn Noregi 15. nóvember 2016 nr. 24130/11 og 29758/11 , nærri fjórum árum eftir að dómur féll í því máli sem krafist er endurupptöku á. 41. Þá bendir Ríkissaksóknari á að ekki séu uppfyllt þau skilyrði a - liðar 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 að ætla megi að nýjar upplýsingar hefðu verulega skipt máli fyrir nið urstöðu málsins ef þær hefðu komið fram áður en dómur gekk. Það sé óframkvæmanlegt og óhugsandi að dómur mannréttindadómstólsins sem gekk árið 2016 hafi getað legið fyrir við dómsmeðferð í Hæstarétti árið 2013. Dómur mannréttindadómstólsins vitni ekk i um r étta túlkun á 4. gr. 7. viðauka við ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 18/2021 - 9 - mannréttindasáttmálann þegar mál endurupptökubeiðenda var dæmt í Hæstarétti árið 2013 en það geri dómur mannréttindadómstólsins í máli Rosenquist gegn Svíþjóð aftur á móti. Gæta verði að því að dómur mannréttindadómstólsins í máli endurupptökubeiðenda vitni ekki um atvik eða túlkun ákvæða sáttmálans árið 2013 heldur eingöngu að dómararnir fyl gi ekki fastri stefnu heldur eigin duttlungum um að þenja út valdsvið sitt sem ekki ráðist af lögum heldur samningstexta mannréttindasáttmálans sem dómararnir telji heimilt að víkka út að eigin geðþótta . Niðurstaða 42. Endurupptökubeiðendur reisa beið ni sína um endurupptöku á a - og d - liðum 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008. Samkvæmt a - lið ákvæðins getur Endurupptökudómur orðið við beiðni um endurupptöku ef fram eru komin ný gögn eða upplýsingar sem ætla má að hefðu verulega miklu skipt fyrir niðurstöðu málsins ef gögnin eða upplýsingarnar hefðu komið fram áður en dómur gekk. 43. Endurupptökubeiðendur byggja á því að með dómi Mannréttindadómstóls Evrópu í máli þeirra gegn Íslandi nr. 22007/11 séu fram komnar nýjar upplýsingar í skilningi a - liðar 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 sem hefðu verulega miklu skipt fyrir niðurstöðu málsins ef þ ær hefðu komið fram áður en dómur gekk. Ríkissaksóknari mótmælir því sem fyrr segir að dómur Mannréttindasá ttmála Evrópu geti talist vera nýjar upplýsingar í skilningi a - liðar 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 . Hann byggir meðal annars á því að það verði ekki ráðið af orðalagi ákvæðisins að slíkir dómar teljist vera nýjar upplýsingar. Eðlileg textaskýring á ákv æðinu sé að um sé að ræða upplýsingar um staðreyndir máls, ný vitni og svo framvegis. Gera verði ríkar kröfur um skýrleika lagaheimilda ef víkja eigi til hliðar einni veigamestu reglu réttarfars um bindandi réttaráhrif dóma. Ummæli í greinargerð með lögum breyti engu um að lagaheimild til endurupptöku skorti. 44. Með lögum nr. 47/2020 voru gerðar breytingar á lögum nr. 50/2016 um dómstóla, lögum nr. 91/1991 og lögum nr. 88/2008. Endurupptökudómi var komið á fót og gerðar breytingar á skilyrðum fyrir endurupptö ku bæði einkamála og sakamála. Sú breyting var gerð á a - lið 1. mgr. 228. gr. laga nr. og voru því skilyrði fyrir endurupptöku sakamála eftir breytingarnar rýmkaðar en áður var endurupptaka aðeins tæk á grundvelli a - liðarins að ný hefðu komið fram. Í greinargerð með frumvarpi sem varð að lögum nr. 47/2020 kom meðal annars fram að ekki væri gert ráð fyrir efnislegum breytingum á þeim skilyrðum sem kæmu fram í 1. mgr. 2 28. gr. laga nr. 88/2008. Þó hefði texti a - liðar verið samræmdur þeim breytingum sem gerðar væru á skilyrðum fyr i r endurupptöku samkvæmt lögum nr. 91/1991. Áréttað v ar að skýra sönnunargagna heldur gæti það átt við úrlausnir alþjóðlegra dómstóla. Var í frumvarpinu um þetta vísað til skýringa við það ákvæði sem breytti lögum nr. 91/1991 að þess u leyti. Í þeim skýringum kom m eðal annars fram að með nýjum gögnum eða upplýsingum í u mræddum skilningi væri átt við öll þau gögn eða upplýsingar sem leitt gætu til breyttrar niðurstöðu máls í mikilvægum at r iðum, þar á meðal gætu verið úrlausnir alþjóðlegra dómstóla á borð við Mannréttindadómstól Evrópu og EFTA - dómstólinn. Í nefndaráliti me irihluta allsherjar - og menntamálanefndar kom einnig fram að skýra ætti rúmt hvað teldist til úrlausna alþjóðlegra dómstóla í skilningi frumvarpsins. 45. Við mat á því hvort að umræddur dómur Mannréttindadómstóls Evrópu geti talist vera nýjar upplýsingar í sk ilningi a - liðar 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 verður að hafa til hliðsjónar þá meginreglu réttarfars að dómur sjálfstæðs og óvilhalls dómst óls bindur enda á sérhvert mál og skal sama sakarefni ekki dæmt efnislega nema einu sinni, sbr. meðal annars 186. gr. laga nr. 88/2008 . Í ljósi þessarar meginreglu er ekki unnt að ljá laga heimildum til endurupptöku rýmri merkingu en ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 18/2021 - 10 - samkvæmt orðanna hljóðan, sbr. meðal annars dóm Hæstaréttar 2 1. maí 2019 í máli nr. 12/2018. Við mat á því hvað geti talist til nýrra upplýsinga í skilningi ákvæðisins er til þess að líta að samkvæmt almennri málnotkun vísar orðið til sérhverrar vitneskju sem liggur fyrir um viðkomandi atvik eða aðstæður. Af því lei ðir að líta verður svo á að dómur Mannréttindadómstóls Evrópu í máli endurupptökubeiðenda gegn Íslandi nr. 22007/11 falli undir ákvæðið eins og það verður skilið samkvæmt orðanna hljóðan . 46. Þá styður það enn frekar þá túlkun að í greinargerð með frumvarpi er varð að lögum nr. 47/2020, sem breytti ákvæði a - liðar 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 , kemur eins og fyrr er rakið fram sá skýri vilji löggjafans að fella undir ákvæðið dóma alþjóðlegra dómstóla, þar á meðal Mannréttindadómstóls Evrópu . Liggur þannig fy rir að við rýmkun á skilyrðum endurupptöku var leitast við að veita úrlausnum mannréttindadómstólsins , þar sem fallist er á að brotið h afi verið gegn ákvæðum mannréttindasátt mála Evrópu við meðferð máls fyrir íslenskum dómstólum , meira vægi í þessu samband i en þær höfðu áður . 47. Í dómi Hæstaréttar 21. maí 2019 í máli nr. 12/2018 var fjallað um skilyrði þágildandi d - liðar 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 um endurupptöku á máli endurupptökubeiðenda. Í þeim dómi komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að í íslens kum lögum væri ekki að finna heimild til endurupptöku máls í kjölfar þess að Mannréttindadómstóll Evrópu hefði komist að þeirri niðurstöðu að brotið hafi verið gegn mannréttindasáttmála Evrópu við meðferð máls fyrir ís le nskum dómstólum við þær aðstæður sem uppi voru í máli endurupptökubeiðenda. Hafi því skort lagaheimild til þess að ljá dómum mannréttindadómstólsins það vægi að þeir leiddu til endurupptöku dæmdra mála. Með lögum nr. 47/2020 var þessari reglu breytt með núgildandi ákvæði a - liðar 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 sem verður samkvæmt framangreindu túlkað þannig að dómar Mannréttindadómstóls Evrópu geti leitt til endurupptöku máls að öðrum skilyrðum fullnægðum , sbr. einnig úrskurði Endurupptökudóms 11. janúar 2022 í málum nr. 2/2021 og 15/2021. 48. Samkvæmt framangreindu verður talið að dómur Mannréttindadómstóls Evrópu í máli endurupptökubeiðenda gegn Íslandi nr. 22007/11 feli í sér nýjar upplýsingar í skilningi a - liðar 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008. 49. Kemur þá til skoðunar hvort fullnægt sé því skilyrði a - liðar 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 hvort ætla megi að hinar nýju upplýsingar hefðu verulega miklu skipt fyrir niðurstöðu málsins ef þær hefðu komið fram áður en dómur í máli því sem krafist er end urupptöku á var kveðinn upp. 50. Við mat á því ve rður meðal annars að líta til þess hvaða þýðingu dómur Mannréttindadómstóls Evrópu í máli endurupptökubeiðenda hefði haft ef hann hefði legið fyrir. Eðli máls samkvæmt gat dómur Mannréttin d adómstóls Evrópu í má li endurupptökubeiðenda ekki legið fyrir áður en dómur Hæstaréttar 7. febrúar í máli nr. 74/2012 var kveðinn upp. Verður að leysa úr málinu á þann veg að taka afstöðu til þess hvernig Hæstiréttur hefði dæmt í málinu ef þau sjónarmið sem felast í dómi mannr éttindadómstólsins hefðu verið kunn þe gar málið var dæmt í Hæstarétti að teknu tilliti til þess að sjónarmiðin eiga sérstakleg a við um endurupptökubeiðendur. 51. Í dómaframkvæmd Hæstaréttar hefur því ítrekað verið slegið föstu að líta beri til d óma Mannréttindadómstóls Evrópu við skýringu ákvæða mannréttindasáttmála Evrópu þegar reynir á hann sem hluta af landsrétti og að skýra beri önnur lög til samræmis við sáttmálann og úrlausnir mannréttindadómstólsins, sbr. til dæmis dóm Hæstaréttar 18. mars 20 21 í m áli nr. 34/2020. 52. Þá hefur Hæstiréttur sérstaklega litið til dóms Mannréttindadómstóls Evrópu í máli endurupptökubeiðenda gegn Íslandi nr. 22007/11 í öðru efnislega sambærilegu máli , sbr. d óm ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 18/2021 - 11 - Hæs taréttar 21. september 2017 í máli nr. 283/2016. Í því m áli var maður ákærður fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum með því að hafa staðið skil á efnislega röngum skattframtölum. Varnir hans byggðu meðal annars á því að við málsmeðferðina hefði verið brotið gegn réttindum hans samkvæmt 4. gr. 7. viðauka man nréttindasáttmála Evrópu. Í dómi Hæstaréttar er ítarleg umfjöllun um dóm Mannréttindadómstóls Evrópu í máli endu rupptökubeiðenda gegn Íslandi . V erður ekki annað ráðið af dómi Hæstaréttar en að dómurinn hafi haft verulega þýðingu við úrlausn sakarefnis máls ins og leitast hafi verið við að beita þeim sjónarmiðum sem fram komu í honum. 53. Í dómi Mannréttindadómstóls Evrópu í máli endurupptö kubeiðenda gegn Íslandi nr. 22007/11 var sem fyrr segir komist að þeirri niðurstöðu að brotið hefði verið gegn rétti þeirra s amkvæmt 4. gr. 7. viðauka mannréttindasáttmála Evrópu. Undir rekstri sakamálsins gegn endurupptökubeiðendum kröfðust þeir eins og rakið hefur verið frávísunar málsins þar sem brotið hefði verið gegn rétti þeirra samkvæmt nefndu ákvæði. Í dómi Hæstaréttar 22. september 2010 í máli nr. 371/2010 var frávísun arkröfu endurupptökubeiðenda hafnað. Í dómnum voru raktir ýmsir dómar Mannréttindadómstóls Evrópu um túlkun á 4. gr. 7. viðauka mannréttindasáttmálans. K om fram í dómnum að svo að til greina kæmi að slá þ ví föstu að sú skipan skattamála , sem var fyrir hendi hér á landi þegar mál endurupptökubeiðenda var til meðferðar, fengi st ekki staðist vegna ákvæða mannréttindasáttmála Evrópu yrði að minnsta kosti að liggja skýrt fyrir að íslensk lög færu í bága við þau , eftir atvikum í lj ó si dóma Mannréttindadómstóls Evrópu. Þá kom fram í dómnum að óvissu gætti um skýringu bæði á gildissviði og inntaki 4. gr. 7. viðauka mannréttindasáttmála Evrópu, end a hefði ekki verið samræmi í skýringu á ákvæðinu í dómum Mannréttinda dómstóls Evrópu. Með dómi Mannréttindadómstóls Evrópu í máli endurupptökubeiðenda gegn Íslandi liggur fyrir túlkun dómstólsins á ákvæðinu sem skorti á í dómi Hæstaréttar í framangreindu máli nr. 371/2010 . 54. Hæstiréttur hefur ítrekað tekið fram í dómum sínum að líta beri til dóma Mannrétt indadómstóls Evrópu þegar reynir á tú l kun ákvæða mannréttindasáttmála Evrópu . H æstir é ttur hefur jafnframt leitast við að beita sjóna r miðum sem fram koma í dómi Mannréttindadómstóls Evrópu í máli enduruppt ö kubeiðenda gegn Íslandi við afgreiðslu annars máls . Þá liggur það fyrir að Mannréttindadómstóll Evrópu hefur í dómi endurupptökubeiðenda gegn Íslandi komist að þeirri niðurstöðu að brotið hafi verið gegn rétti þeirra samkvæmt 4. gr. 7. viðauka mannréttindasáttmálans . V erður því talið að fullnægt sé því skilyrði a - liðar 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 að ætla megi að hinar nýju upplýsingar, sem felast í dómi mannréttindadómstólsins, hefðu verulega miklu skipt fyrir niðurstöðu málsins ef þær hefðu komið fram áður en d ómur í máli því sem krafist er endurupptöku á var kveðinn upp. Við það mat hefur þá jafnframt verið litið til þeirrar meginreglu sakamálaréttarfars að sönnunarbyrði um sekt ákærða hvíli á ákæruvaldinu og að allan vafa um sök beri að meta ákærða í hag, sbr. 108. gr. laga nr. 88/2008 og 2. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar. 55. A ð þessari niðurstöðu fenginni þarf ekki að taka afstöðu til þess hvort skilyrðum d - liðar 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 sé fullnægt. 56. Samkvæmt öllu framangreindu verður fallist á að skilyrði séu fyrir því að endurupptaka dóm Hæstaréttar í máli nr. 74/2012 hva ð varðar endurupptökubeiðendur. Í dómi Mannréttindadómstóls Evrópu í máli endurupptökubeiðenda gegn Íslandi nr. 22007/11 var eingöngu fjallað um atvik sem vörðuðu I. og II. kafla ákæru sem leyst var úr í dómi Hæstaréttar . Í dómi Hæstaréttar var hins vegar leyst úr fleiri ákæruliðum og endurupptökubeiðendur sakfelldir fyrir fleiri atriði en vegna brota samkvæmt I. og II. kafla ákæru nnar . Í ljósi þess að refsing var ákvörðuð í einu l agi þykir ekki annað unnt en að endurupptaka dóminn í heild sinni hvað endurupptökubeiðendur varðar. ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 18/2021 - 12 - 57. Ekki eru efni til að kveða á um að réttaráhrif dóms í framangreindu máli haldi gildi sínu að neinu leyti þar til nýr dómur hefur verið kveðinn upp, sbr. 1 . mgr. 231. gr. og 3. mgr. 232. gr. laga nr. 88/2008. 58. Skipuðum v erjanda endurupptökubeiðe nda verður í samræmi við 1. mgr. 230. gr. , sbr. seinni málsliður 2. mgr. 232. gr., og 6. mgr. 231. gr. , sbr. 6. mgr. 232. gr. laga nr. 88/2008 ákvörðuð þóknun með virðisaukaskatti eins og greinir í úrskurðarorði. Úrskurðarorð: Fallist er á beiðni endurupptökubeiðenda, Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar, um endurupptöku á dómi Hæstaréttar 7. febrúar 2013 í máli nr. 74/2012 hvað þá varðar . Þóknun skipaðs verjanda endurupptökubeiðenda, Gests Jónssonar lögmanns, 1.240.000 krónur, greiðist úr ríkissjóði.