Úrskurður fimmtudaginn 30. desember 2021 í máli nr . 26/2021 Endurupptökubeiðni Styrmis Þórs Bragasonar 1. Dómararnir Eiríkur Elís Þorláksson, Hólmfríður Grímsdóttir og Jóhannes Karl Sveinsson kveða upp úrskurð í máli þessu. 2. Með beiðni sem barst Endurupptökudómi 23 . júní 2021 fór endurupptökubeiðandi fram á endurupptöku á dómi Hæstaréttar frá 31. október 2013 í máli nr. 135/2013. 3. Endurupptökubeiðni í máli þessu beinist að ríkissaksóknara sem gagnaðila. Málsatvik 4. Mál þet ta lýtur að kröfu endurupptökubeiðanda um að honum verði heimiluð endurupptaka á fyrrgreindum dómi Hæstaréttar. Með dóminum var endurupptökubeiðandi, sem var framkvæmdastjóri MP fjárfestingarbanka hf., sakfelldur fyrir hlutdeild í umboðssvikum Jóns Þorstei ns Jónssonar, formanns stjórnar Byrs sparisjóðs, og Ragnars Zophoníasar Guðjónssonar, sparisjóðsstjóra Byrs sparisjóðs, með því að hafa lagt á ráðin um að Byr sparisjóður veitti lán til félagsins Tæknisetrið Arkea ehf., síðar Exeter Holding ehf., til að fj ármagna kaup félagsins á stofnfjárbréfum sem meðal annars voru í eigu áðurnefnds Jóns Þorsteins og nokkurra starfsmanna sparisjóðsins og félags sem að hluta var í eigu áðurnefnds Ragnars Zophoníasar. Var lánið talið veitt án fullnægjandi trygginga og í and stöðu við reglur sparisjóðsins. 5. Endurupptökubeiðandi hafði upphaflega verið sýknaður með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 29. júní 2011, ásamt meðákærðu, Jóni Þorsteini og Ragnari Zophoníasi. Hæstiréttur sneri við dómi héraðsdóms með dómi sínum 7. júní 2012 í máli nr. 442/2011 og sakfelldi meðákærðu. Byggði dómur Hæstaréttar á því að héraðsdómur hefði ekki með réttum hætti beitt og túlkað 249. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Hvað endurupptökubeiðanda varðaði taldi Hæstiréttur að héraðsdómur hefði sýknað hann einungis á grundvelli niðurstöðu um háttsemi meðákærðu. Þannig hefði héraðsdómur ekki ráðist í sjálfstætt mat á því hvort, og þá með hvaða hætti, meta þyrfti munnlegan framburð fyrir dómi hvað varðar sök endurupptökubeiðanda. Ómerkti Hæstiréttur dóm héraðsdóms hvað varðar endurupptökubeiðanda og vísaði málinu aftur heim í hérað til dómsálagningar að nýju. Með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 31. janúar 2013 var endurupptökubeiðandi sýknaður á ný. Hæstiréttur sneri við þeim dómi með dómi réttarins 31. októb er 2013 í máli nr. 135/2013 og dæmdi endurupptökubeiðanda til þess að sæta fangelsi í eitt ár. 6. Í dómi Hæstaréttar í máli nr. 135/2013 sagði að í hinum áfrýjaða dómi kæmi fram að endurupptökubeiðandi hefði staðfastlega neitað því að honum hefði verið kunnug t um hvernig staðið var að málum hjá Byr sparisjóði varðandi lánveitinguna sem rétturinn hefði slegið föstu í dómi sínum í máli nr. 442/2011 að hefði verið ólögmæt. Samkvæmt 2. mgr. 208. gr. laga nr. ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 26/2021 - 2 - 88/2008 um meðferð sakamála gæti Hæstiréttur ekki endurm etið niðurstöðu héraðsdómara um sönnunargildi munnlegs framburðar nema hlutaðeigandi vitni eða ákærði hefði gefið skýrslu fyrir Hæstarétti. Slík skýrslugjöf hefði ekki farið fram. Yrði því við það miðað að endurupptökubeiðanda hefði ekki verið kunnugt um h vernig lánveitandi stóð að veitingu lánsins. Á hinn bóginn væri í niðurstöðu héraðsdóms ekki vikið að atriðum sem lytu að öðrum þáttum í brotum, sem þeir Jón Þorsteinn og Ragnar Zophonías hefðu hlotið dóm fyrir og ákærða væri gefin að sök hlutdeild í, en f jallað væri um þau atriði í málskjölum og skýrslum ákærða og vitna fyrir dómi. Af þeim sökum væri ekkert því til fyrirstöðu að dómurinn liti til þessara sönnunargagna við úrlausn málsins, að því leyti sem þau vörðuðu annað en það hvernig staðið hefði verið að lánveitingunni af hálfu sparisjóðsins. 7. Þá sagði að samkvæmt 1. mgr. 22. gr. laga nr. 19/1940 væri nægilegt að maður hefði átt þátt í því með saknæmum hætti að brot hefði verið framið til þess að hann yrði sakfelldur fyrir hlutdeild, en ekki væri þar g ert að skilyrði að hann hefði vitað hvernig brotið yrði útfært í einstökum atriðum. Vegna þess að endurupptökubeiðanda væri gefin að sök refsiverð hlutdeild í umboðssvikum Jóns Þorsteins og Ragnars Zophoníasar yrði við úrlausn um hvort háttsemi hans félli undir 249. gr., sbr. 1. mgr. 22. gr. laga nr. 19/1940 að hafa hliðsjón af forsendum fyrir sakfellingu þeirra tveggja í dómi Hæstaréttar frá 7. júní 2012 í máli nr. 442/2011 þar á meðal þeirri túlkun á fyrrnefndu lagagreininni sem þar væri stuðst við. 8. Taldi Hæstiréttur það hafið yfir skynsamlegan vafa að endurupptökubeiðandi hefði ekki síður en Jón Þorsteinn og Ragnar Zophonías tekið þátt í því að leggja á ráðin um hvernig staðið skyldi að lánveitingunni frá Byr sparisjóði til Tæknisetursins Arkea ehf. til k aupa á stofnfjárbréfum í sparisjóðnum. Að virtri vitneskju endurupptökubeiðanda um tiltekin atriði, menntun hans og þekkingu á starfsemi banka og annarra lánastofnana var talið að honum hefði ekki getað dulist að lánveitingin væri ólögmæt og til þess falli n að valda sparisjóðnum verulegri fjártjónshættu. 9. Var háttsemi endurupptökubeiðanda talin varða við 249. gr., sbr. 1. mgr. 22. gr. laga nr. 19/1940, en fyrrnefnda ákvæðið var talið tæma sök gagnvart þágildandi 264. gr. laganna um peningaþvætti. Við ákvörðu n refsingar var litið til þess að brot það sem endurupptökubeiðandi var talinn hafa átt hlutdeild í varðaði verulega fjárhæð. Hins vegar hefði hann ekki hagnast persónulega á brotinu og ekki með sama hætti og Jón Þorsteinn og Ragnar Zophonías brotið gegn t rúnaðarskyldum sínum, heldur hefði hann borið að hann hefði verið að starfa í þágu fjármálafyrirtækis þess sem hann veitti forstöðu. Þá hefði hann ekki áður gerst sekur um refsivert brot. Með vísan til þessa var refsing endurupptökubeiðanda ákveðin fangels i í eitt ár. Um nánari atvik máls vísast til dóms Hæstaréttar í máli nr. 135/2013. Rökstuðningur málsaðila Rökstuðningur endurupptökubeiðanda 10. Endurupptökubeiðandi bendir á að 16. júlí 2019 hafi Mannréttindadómstóll Evrópu kveðið upp dóm í máli nr. 36292/14 þar sem komist var að einróma niðurstöðu um að íslenska ríkið hefði í framangreindu sakamáli brotið gegn rétti hans til réttlátrar málsmeðfer ðar fyrir Hæstarétti samkvæmt 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. 11. Um skilyrði fyrir endurupptöku er annars vegar vísað til a liðar 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 eins og ákvæðinu var breytt með 11. gr. laga nr. 47/2020. Um ákvæðið hafi verið fj allað svo í athugasemdum við það í frumvarpi til síðastnefndra laga að ekki sé með breytingunum gert ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 26/2021 - 3 - ráð fyrir efnislegum breytingum á þeim skilyrðum sem sett séu í 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008. Þó hafi texti a - liðar 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 verið samræmdur þeim breytingum sem gerðar voru á skilyrðum til endurupptöku samkvæmt lögum nr. 91/1991 um meðferð einkamála með því að nýjar upplýsingar geti verið tilefni endurupptöku, sbr. b - lið 11. gr. frumvarpsins. Þá sé þar áréttað að skýra beri orða - lið 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 svo rúmt að það taki ekki eingöngu til sönnunargagna heldur geti það átt við úrlausnir alþjóðlegra dómstóla, sbr. skýringar við 7. gr. frumvarpsins um breytingar á sambærilegu ákvæði laga nr. 91/1991. Í athugasemdum við 7. gr. frumvarpsins sé sérstaklega tilgreint að dómar Mannréttindadómstóls Evrópu geti fallið þar undir. Endurupptökubeiðandi telur að bersýnilega séu uppfyllt skilyrði fyrir endurupptöku málsins með vísan til a - liðar 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008. 12. Hins vegar vísar endurupptökubeiðandi til d - liðar 228. gr. laga nr. 88/2008 um að verulegir gallar hafi verið á meðferð málsins fyrir Hæstarétti sem hafi haft áhrif á niðurstöðu þess. Brotið hafi verið gegn rétti hans til réttlátrar málsmeðferðar. Þeir ágallar sem um ræði hafi falist í því að meginreglna sakamálaréttarfars hafi ekki verið gætt heldur hafi sakfelling hans verið reist á framburði vitna sem ekki hefðu gefið skýrslu fyrir réttinum andstætt fyrirmælum sakamálal aga, stjórnarskrárinnar og mannréttindasáttmála Evrópu. Þannig hafi verulegir gallar verið á málsmeðferðinni sem hafi haft áhrif á niðurstöðu málsins. Endurupptökubeiðandi telur ljóst af dómi Mannréttindadómstóls Evrópu í mái nr. 36292/14 að sú málsmeðferð sem lokið hafi með sakfellingu hans hafi brotið gegn rétti hans samkvæmt 1. mgr. 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu og að bersýnilega séu uppfyllt skilyrði fyrir endurupptöku málsins með vísan til d liðar 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008. Rökstuðningur gagnaðila 13. Gagnaðili skilaði skriflegum athugasemdum til dómsins 30. ágúst 2021. Kemur þar fram að hann telur ekki skilyrði til endurupptöku málsins á grundvelli a - liðar 1. mgr. 228. gr. laga nr. ni með vísan til d. liðar 1. mgr. 228. 14. Því til stuðnings að heimild til endurupptöku málsins skorti á grundvelli a - liðar 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 vísar gagnaðili til þess að með engu móti sé hægt að lesa það út úr texta þess skýra beri þennan hluta ákvæðisins á þá leið að þar sé verið að vísa til upplýsinga um staðreyndir máls, ný vitni o.s.frv. sem ekki hafi legið fyrir upplýsingar um þ egar dómur var kveðinn upp enda megi ætla að þær geti miklu skipt fyrir niðurstöðu málsins. Dómar Mannréttindadómstóls Evrópu séu eingöngu lögskýringargagn fyrir íslenskum dómstólum vegna tvíeðlis landsréttar og þjóðaréttar og séu ekki, frekar en dómar ann arra alþjóðlegra dómstóla, bindandi að íslenskum rétti. 15. Gagnaðili telur að gera verði ríkar kröfur til skýrleika lagaheimilda vegna reglu réttarfars um bindandi réttaráhrif dóma og að þeir skuli vera endir deilu, sbr. 186. gr. laga nr. 88/2008. Enduruppta ka dæmdra mála sé viðurhlutamikil ákvörðun sem kalli á skýra lagaheimild sem ummæli í greinargerð geti aldrei talist vera. 16. Þá vísar gagnaðili orðrétt til kafla í forsendum dóms Hæstaréttar frá 21. maí 201 9 , í máli nr. 12/2018. Telur hann að samkvæmt dómin um hafi skort á heimild til endurupptöku á sama grundvelli og í máli endurupptökubeiðanda. Telur gagnaðili að ljóst sé af dóminum að ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 26/2021 - 4 - lið 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 svo að þau tækju til dó ma Mannréttindadómstóls Evrópu. 17. Sem fyrr greinir kemur fram í greinargerð gagnaðila að sterk rök standi til þess að verða við beiðni endurupptökubeiðanda á grundvelli d - liðar 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008. Í því samhengi vísar hann til ákvörðunar Hæst aréttar um endurupptöku frá 13. júní 2012, í máli nr. 390/1997, í svokölluðu Vegasmáli. Í dómi Mannréttindadómstóls Evrópu 15. júlí 2003 í máli nr. 44671/98 hafi verið komist að þeirri niðurstöðu að við meðferð þess máls fyrir Hæstarétti hefði verið brotin n réttur á dómþola til réttlátrar málsmeðferðar af sömu ástæðum og byggt sé á í þessu máli. Niðurstaða 18. Í 1. mgr. 111. gr. og 1. mgr. 112. gr. laga nr. 88/2008 er kveðið á um reglu sakamálaréttarfars um milliliðalausa málsmeðferð. Felur reglan í sér að sön nunarfærsla fyrir dómi skuli að jafnaði fara fram fyrir sama dómara sem fer með málið og sem dæmir í því. Er reglunni ætlað að tryggja að dómari kynni sér framlögð sönnunargögn af eigin raun, þar með talið að hann hlýði sjálfur á framburð ákærða og vitna. Horfir reglan að því að auka líkur á að dómur byggist á efnislega réttum forsendum og er hún ein af meginreglum sakamálaréttarfars sem ætlað er að tryggja ákærða réttláta málsmeðferð fyrir dómi í skilningi 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. og 1. mgr . 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu um sama efni, sbr. lög nr. 62/1994. Hafa fyrirmæli 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar og 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu um réttláta málsmeðferð fyrir dómi verið skýrð svo í íslenskri réttarframkvæmd að þáttu r í henni sé að sönnunarfærsla í sakamálum skuli vera milliliðalaus, sbr. dóma Hæstaréttar 18. febrúar 2021 í máli nr. 30/2020 og 29. nóvember 2012 í máli nr. 429/2012. Þá hefur í réttarframkvæmd Hæstaréttar ítrekað verið litið til úrlausna Mannréttindadóm stóls Evrópu við skýringu mannréttindasáttmálans þegar reynir á ákvæði hans sem hluta af landsrétti. Í ákvörðun Hæstaréttar 13. júní 2012 féllst Hæstiréttur á endurupptöku á máli nr. 390/1997 sem rétturinn kvað upp dóm í 22. maí 1998. Var ákvörðunin byggð á því að við meðferð þess máls fyrir réttinum hefði verið brotið gegn reglunni um milliliðalausa málsmeðferð og að slíkt brot teldist vera verulegur galli á meðferð málsins í skilningi þágildandi d - liðar 1. mgr. 211. gr. laga nr. 88/2008. Var niðurstaðan u m brot gegn reglunni um milliliðalausa málsmeðferð í samræmi við dóm Mannréttindadómstóls Evrópu 15. júlí 2003 í máli nr. 44671/98, Sigurþór Arnarsson gegn íslenska ríkinu. 19. Samkvæmt framangreindu verður að líta svo á að brot gegn reglunni um milliliðalaus a málsmeðferð feli í sér verulegan galla á meðferð sakamáls í skilningi d - liðar 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008. Endurupptökudómur telur rétt að líta til dómaframkvæmdar Mannréttindadómstóls Evrópu við mat á því hvort telja megi að verulegur galli hafi v erið á meðferð máls endurupptökubeiðanda fyrir Hæstarétti svo efni séu til að verða við beiðni hans um endurupptöku málsins. 20. Eins og fyrr hefur verið rakið var það niðurstaða Mannréttindadómstóls Evrópu í máli endurupptökubeiðanda að brotið hefði verið ge gn reglunni um milliliðalausa sönnunarfærslu og þar með gegn rétti hans til réttlátrar málsmeðferðar samkvæmt 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Var vísað til þess að endurupptökubeiðandi myndi eiga kost á að óska eftir endurupptöku á dómi Hæstaré ttar í máli nr. 135/2013. ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 26/2021 - 5 - 21. Tók dómstóllinn meðal annars fram í niðurstöðu sinni að þegar Hæstiréttur hefði komist að ólögmætum hætti hefði rétturinn beitt rýmr i aðferð en héraðsdómur til þess hvaða þættir skiptu máli fyrir matið út frá lagalegu sjónarhorni. Hefði aðferð Hæstaréttar óhjákvæmilega haft í för með sér að rétturinn hefði orðið að leggja nýtt og víðtækara mat á staðreyndir málsins. Ráða mætti af dómi réttarins að hann hefði byggt þetta nýja mat á gögnum málsins, þar með talið endurritum af framburði endurupptökubeiðanda og vitna fyrir héraðsdómi, umfram það sem fram hefði komið í dómi héraðsdóms. 22. Þá tók dómstóllinn fram að framangreint mat á því hvað e ndurupptökubeiðanda hefði ekki getað dulist, út frá þeirri vitneskju sem hann bjó yfir á þessum tíma, því sem hann gat ráðið í og bjó yfir hæfni til að skilja, að lánveitingin væri ólögmæt, hefði falið í sér huglæga þætti þar sem skynjun og viðhorf endurup ptökubeiðanda, og þeirra sem beina aðkomu hefðu átt að málinu, og þar með framburður þeirra, hefði haft vægi. 23. Að lokum tók dómstóllinn fram í niðurstöðu sinni að þegar litið væri til málsmeðferðarinnar í heild fyrir hinum íslensku dómstólum, til hlutverks Hæstaréttar á þeim tíma sem um ræddi og til eðlis þeirra álitaefna sem dæma átti um að engum sérstökum atriðum hefði verið til að dreifa í málinu er réttlættu að Hæstiréttur léti undir höfuð leggjast að kalla til endurupptökubeiðanda og vitni, sem máli ski ptu, til þess að hlýða milliliðalaust á framburð þeirra áður en dómur yrði kveðinn upp. 24. Í ljósi alls framangreinds verður hér lagt til grundvallar að verulegur galli hafi verið á meðferð máls endurupptökubeiðanda fyrir Hæstarétti í máli nr. 135/2013 . Með vísan til þeirrar meginreglu sakamálaréttarfars að sönnunarbyrði um sekt ákærða hvíli á ákæruvaldinu og að allan vafa um sök hans beri að meta honum í hag, sbr. 108. gr. laga nr. 88/2008 og 2. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar, verður jafnframt lagt til grun dvallar að þessir gallar hafi haft áhrif á niðurstöðu þess. Samkvæmt því verður fallist á beiðni endurupptökubeiðanda um að mál hans verði endurupptekið fyrir Hæstarétti á grundvelli d - liðar 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008. 25. Gagnaðili, eins og áður er fra m komið, telur sterk rök standa til þess að verða við beiðninni með vísan til d - liðar 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008. Verður að líta svo á að í því felist að hann leggist ekki gegn endurupptöku málsins á þeim grunni. 26. Ekki eru efni til að kveða á um að r éttaráhrif dóms í framangreindu máli haldi gildi sínu að neinu leyti þar til nýr dómur hefur verið kveðinn upp, sbr. 1. mgr. 231. gr. laga nr. 88/2008. 27. Verjanda endurupptökubeiðanda verður, í samræmi við 1. mgr. 230. gr. og 6. mgr. 231. gr. laga nr. 88/200 8, ákvörðuð þóknun með virðisaukaskatti eins og greinir í úrskurðarorði. Úrskurðarorð: Fallist er á beiðni endurupptökubeiðanda, Styrmis Þórs Bragasonar, um endurupptöku á dómi Hæstaréttar 31. október 2013 í máli nr. 135/2013. Þóknun verjanda endurupptöku beiðanda, Ragnars H. Hall lögmanns, 496 .000 krónur, greiðist úr ríkissjóði. ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 26/2021 - 6 -