Úrskurður mánudaginn 28. mars 2022 í mál i nr . 41/2021 Endurupptökubeiðni Mohamad Kourani 1. Dómararnir Eyvindur G. Gunnarsson , Jóhannes Karl Sveinsson og Karl Axelsson kveða upp úrskurð í máli þessu. 2. Með beiðni sem barst Endurupptökudómi 10. desember 2021 fór endurupptökubeiðandi, Mohamad Kourani, [...], fram á endurupptöku á dómi Héraðsdóms Reykjaness 10. desember 2020 í máli nr. S - 1110 /20 20. 3. Endurupptökubeiðni í máli þessu beinist að ríkissaksóknara sem gagnaðila en g reinargerð hans barst réttinum 7. mars 2022. Málsatvik 4. Með framangreindum dómi Héraðsdóms Reykjaness var endurupptökubeiðandi dæmdur sekur um brot gegn 1. mgr. 15 5 . gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og 1. mgr. 58. gr. umferðalaga nr. 77/2019, sbr. 1. mgr. 48. gr. eldri umferðalaga nr. 50/1987 . Var hann dæmdur til 45 daga fangelsisvistar. 5. Við þingfestingu málsins 27. maí 2020 neitaði endurupptökubeiðandi sök . Útivist varð af hans hálfu við aðalmeðferð málsins 9. september 2020. Verjandi endurupptökubeiðanda kvaðst án árangurs hafa reynt að ná í hann í síma og með símaskilaboðum. Þar sem vitni í málinu voru mætt ákvað dómarinn að skýrslur yrðu teknar af þeim, þrátt fyrir fjarveru endurupptökubeiðanda, o g að dómur skyldi lagður á málið samkvæmt heimild í 1. mgr. 161. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. 6. Endurupptökubeiðandi áfrýjaði málinu til Landsréttar og var áfrýjunarstefna gefin út 10. nóvember 2020. Með bréfi 7. október 2021 afturkallaði ríkissaksó knari áfrýjunarstefnuna þar sem hún hafði verið gefin út fyrir mistök en lagaheimild skorti fyrir útgáfu hennar. S amkvæmt 3. mgr. 161 gr. laga nr. 88/2008 getur ákærði ekki áfrýjað dómi sem kveðinn er upp samkvæmt heimild í 1. mgr. sama ákvæðis. Málið var því fellt niður í Landsrétti 13. október 2021. 7. Með beiðni til Héraðsdóms Reykjaness 8. nóvember 2021 óskaði endurupptökubeiðandi eftir því að málið yrði endurupptekið í héraði með vísan til XXIX. kafla laga nr. 88/2008. Beiðni endurupptökubeiðanda var hafn að með bréfi dómstjóra Héraðsdóms Reykjaness 16. febrúar 2022 þar sem hún uppfyllti ekki skilyrði 1. mgr. 187. gr. og 188 gr. laga nr. 88/2008. ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 41/2021 - 2 - Rökstuðningur málsaðila Rökstuðningur endurupptökubeiðanda 8. Endurupptökubeiðandi byggir beiðni sína á 1. mgr. 232. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, sbr. XXXV. kafla sömu laga. Til vara byggir hann á 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008, sbr. XXXV. kafla sömu laga. 9. Endurupptökubeiðandi heldur því fram að ekki hafi mátt fara með mál hans sem útivistarmál samkv æmt 1. mgr. 161. gr. laga nr. 88/2008 þar sem skýrslur voru teknar af vitnum við aðalmeðferð málsins að honum fjarstöddum. Ákvæðið veiti dómara aðeins heimild til að ljúka máli með útivistardómi þegar framlögð gögn telj i st nægileg til sakfellingar . Endurup ptökubeiðandi byggir á því að skilyrði d - liðar 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 séu uppfyllt enda hafi verulegir gallar verið á meðferð málsins þar sem ekki hafi verið skilyrði til að fella dóm á málið á framangreindum grundvelli. Rökstuðningur gagnaðila 10. Ríkissaksóknari telur að með vísan til d - liðar 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 séu efni til að verða við beiðni endurupptökubeiðanda. Er sú afstaða hans á því byggð að héraðsdómara hafi ekki verið heimilt að ljúka málinu á grundvelli 1. mgr. 161. gr. lag a nr. 88/2008 enda hafi skilyrði þeirrar greinar ekki verið uppfyllt. Niðurstaða 11. Þegar sakamáli hefur verið lokið með útivistardómi á grundvelli 1. mgr. 161. gr. laga nr. 88/2008 getur dómfelldi krafist endurupptöku fyrir héraðsdómi innan fjögurra vikna frá því að dómur var birtur fyrir honum eða frá því að dómur var kveðinn upp ef birtingar var ekki þörf, sbr. 1. mgr. 187. gr. laga nr. 88/2008. Eins og áréttað er í athugasemdum við frumvarp það sem varð að lögum nr. 88/2008 eru í ákvæðinu ekki sett önnur skilyrði fyrir endurupptöku en að beiðni komi fram innan framangreinds frests. Að frestinum liðnum verður slíkt mál aftur á móti ekki tekið upp á ný nema með úrskurði Endurupptökudóms, sbr. 3. mgr. 187. gr. laganna. Í því ákvæði er jafnframt vísað til XXX IV. kafla laganna en þar er að finna hin almennu ákvæði um endurupptöku óáfrýjaðra mála. Í þessu felst að við mat sitt á skilyrðum endurupptöku máls leggur Endurupptökudómur til grundvallar ákvæði XXXIV. kafla , hvort sem um er að ræða útivistarmál eða ekki en þó áréttað að þar sem dómur hafi ekki gengið í málinu í Landsrétti komi ekki til álita að það verði endurupptekið með vísan til 1. mgr. 232. gr. laga nr. 88/2008. 12. Ákvörðun um það hvort fallist verði á kröfu endurupptökubeiðanda ræðst því af mati á því hvort fyrir hendi séu skilyrði d - liðar 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 en þar er kveðið á um að endurupptaka geti verið heimil ef verulegir gallar hafa verið á meðferð máls þannig að áhrif hafi haft á niðurstöðu þess. 13. Samkvæmt 1. mgr. 161. gr. laga nr. 88/2008 er heimilt að leggja dóm á mál þótt ákærði mæti ekki við þingfestingu máls eða sæki ekki þing á síðari stigum þess, án lögmætra forfalla, hafi honum verið löglega birt ákæra þar sem þess er getið í fyrirkalli að mál kunni að verða dæmt að honum fj arstöddum, sbr. 1. mgr. 155. gr. laganna. Heimilt er að beita þeim reglum þegar brot þykir ekki varða þyngri viðurlögum en sex mánaða fangelsi, upptöku eigna og sviptingu réttinda og dómari telur framlögð gögn nægileg til sakfellingar, sbr. a - lið 1. mgr. 1 61. gr. laga nr. 88/2008, eða að ákærði hefur komið fyrir dóm við rannsókn máls, játað skýlaust þá háttsemi sem honum er gefin að ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 41/2021 - 3 - sök og dómari telur ekki ástæðu til að draga í efa að játningin sé sannleikanum samkvæm, enda verði ekki dæmd þyngri refsing e n eins árs fangelsi, sbr. b - lið sömu greinar. 14. Við þingfestingu málsins 27. maí 2020 neitaði ákærði sem fyrr segir sök. Í því þinghaldi var aðalmeðferð ákveðin nefndan dag, 9. september sama ár. Endurupptökubeiðandi mætti ekki til aðalmeðferðar svo sem honum var að óbreyttu heimilt, sbr. 1. mgr. 166. g r. og XVII. kafli laga nr. 88/2008, enda liggur ekki fyrir að ákæruvaldið hafi gert um það kröfu að hann kæmi fyrir dóminn til skýrslugjafar. Dómara var hins vegar ekki heimilt að ljúka málinu með dómi á þeim grundvelli sem hann gerði nema uppfyllt væru fy rrgreind skilyrði 1. mgr. 161. gr. laga nr. 88/2008. Fram kemur í dómi héraðsdóms, sem beiðst er endurupptöku á , að niðurstaða hans byggist m.a. á skýrslum sem teknar voru af vitnum við aðalmeðferð ina. Með því voru ekki fyrir hendi þau skilyrði niðurlags a - liðar 1. mgr. 161. gr. laga nr. 88/2008 að lagður yrði dómur á málið á grundvelli fyrirliggjandi gagna. Þá var ekki heldur fyrir hendi sá áskilnaður b - liðar 1. mgr. 161. gr. að e ndurupptökubeiðand i hefði komið fyrir dóm við rannsókn máls og játað skýlaust þá háttsemi sem honum var gefin að sök. Af þessu er ljóst að ekki voru skilyrði til að fara með málið eftir ákvæðum 1. mgr. 161. gr. laga nr. 88/2008. 15. Að framangreindu gættu verður því talið að fu llnægt sé þeim skilyrðum d - liðar 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 að verulegur galli hafi verið á meðferð máls endurupptökubeiðanda fyrir héraðsdómi þannig að áhrif hafi haft á niðurstöðu þess . Þá telur gagnaðili jafnframt, eins og áður segir, rök standa til þess að verða við beiðninni með vísan til sama lagaákvæðis. 16. Samkvæmt öllu framangreindu verður fallist á að skilyrði séu fyrir því að endurupptaka dóm Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S - 1110/2020. 17. Með hliðsjón af niðurstöðu málsins eru ekki efni til a ð kveða á um frestun réttaráhrifa dóms í málinu á meðan meðferð endurupptökubeiðninnar stendur svo sem endurupptökubeiðandi krefst, sbr. 2. mgr. 230. gr. laga nr. 88/2008. 18. Endurupptökubeiðanda verður, í samræmi við 1. mgr. 230. gr. og 6. mgr. 231. gr. laga nr. 88/2008, ákvörðuð þóknun til handa skipuðum verjanda sínum sem ákveðin verður með virðisaukaskatti eins og greinir í úrskurðarorði. Úrskurðarorð: Fallist er á endurupptöku máls nr. S - 1110 /20 20 sem dæmt var í Héraðsdómi Reykjaness 10 . september 2020. Þóknun verjanda endurupptökubeiðanda, Stefáns Karls Kristjánssonar lögmanns, 248.000 krónur, greiðist úr ríkissjóði.