Úrskurður mánudaginn 22. ágúst 2022 í mál i nr . 37/2021 Endurupptökubeiðni Magnús ar Ólaf s Garðarsson ar 1. Dómararnir Jóhannes Karl Sveinsson, Oddný Mjöll Arnardóttir og Stefán Geir Þórisson kveða upp úrskurð í máli þessu. 2. Með beiðni 11. október 2021 fór endurupptökubeiðandi , Magnús Ólafur Garðarsson , fram á endurupptöku á máli nr. E - 2318/2019 sem dæmt var í Héraðsdómi Reykjaness 14. maí 2020 . Beiðnin barst endurupptökudómi með rafrænum hætti 11. október 2021 en frumrit hennar barst réttinum 25. sama mánaða r . 3. Gagnaðili, Þrotabú Sameinaðs sílikons hf., krefst þess aðallega að málinu verði vísað frá dómi en til vara að beiðni endurupptökubeiðanda verði hafnað. Þá krefst hann málskostnaðar úr hendi endurupptökubeiðanda. Málsatvik 4. Endurupptökubeiðandi var í forystu við stofnun og byggingu verksmiðju Sameinaðs sílikons hf. og starfaði sem forstjóri félagsins um tíma. Síðar starfaði hann sem framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar en hann lét af störfum hjá félaginu í mars 2017. Endurupptökubeiðandi var jafnframt meðal hluthafa í félaginu í gegnum félög sem voru í hans eigu . Sam einað s ílikon hf. fór í greiðslustöðvun 14. ágúst 2017 og var úrskurðað gjaldþrota af H éraðsdómi Reykjaness 22. janúar 2018. 5. Með dómi H éraðsdóms Reykjanes s 14. maí 2020 í máli nr. E - 2318/2019 var staðfest kyrrsetningargerð sem s ýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu gerði að kröfu gagnaðila 16. september 2019 í nánar tilteknum eignum endurupptökubeiðanda . Jafnframt var endurupptökubeiðanda gert að greiða gagnaðila 1.235.181.117 krónur með nánar tilteknum vöxtum og málskostnað. 6. Málið var þingfest 27. nóvember 2019. Var þá sótt þing af hálfu endurupptökubeiðanda og óskað eftir fresti til að leggja fram skri flega greinargerð. Frestur í því skyni var veittur í tvígang með samþykki gagnaðila. Við fyrirtöku 22. janúar 2020 krafðist endurupptökubeiðandi þess að hann fengi ótiltekinn frest til að skila greinargerð með vísan til þess að hann hefði réttarstöðu sakað s manns við rannsókn héraðssaksóknara vegna sömu atvika og kröfugerð gagnaðila í málinu byggði á . Þeirri kröfu var mótmælt af hálfu gagnaðila. Héraðsdómur kvað upp úrskurð 31. janúar 2020 þar sem kröfu endurupptökubeiðanda var hafnað. Vísaði héraðsdómur ti l þess að skiptastjóri gagnaðila hefði lýst því yfir , sem opinber sýslunarmaður, að hann hefði fengið það staðfest hjá embætti héraðssaksóknara að endurupptökubeiðandi hefði ekki réttarstöðu sakaðs manns vegna þeirra atvika sem málið varðaði . Þá hefði endurupptökubeiðandi ekki lagt neitt fram um að rannsókn væri hafin á þeirri háttsemi sem lýst væri í stefnu málsins né að þær kærur sem hann hefði vísað til ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 37/2021 - 2 - hefðu fengið málanúmer hjá héraðssaksóknara . Var endurupptökubeiðanda veittur frestur til 12. febr úar 2020 til að leggja fram greinargerð í málinu . 7. Framangreindur úrskurður héraðsdóms var kærður til Landsréttar 11. febrúar 2020 . Við fyrirtöku málsins í héraði 12. febrúar þar ár var dómurinn upplýstur um það og var endurupptökubeiðanda þá á ný veittur frestur til 4. mars 2020 meðan beðið væri úrskurðar Landsréttar. Þann dag var aftur á móti ekki sótt þing af hálfu endurupptökubeiðanda og var málið þá dómtekið að kröfu gagnaðila . Með úrskurði 10. mars 2020 vísaði Landsréttur máli endurupptökubeiðanda frá réttinum þar sem lagaheimild skorti til kærunnar. Héraðsdómur Reykjaness kvað loks upp framangreindan dóm sinn 14. maí 2020 og voru kröfur gagnaðila teknar til greina með vísan til 2. mgr. 96. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála . 8. Með beiðni 12. júní 2020 til Héraðsdóms Reykjaness óskaði endurupptökubeiðandi eftir því að málið yrði endurupptekið á grundvelli XXII. kafla laga nr. 91/1991 . Héraðsdómur hafnaði beiðninni með úrskurði 9. júlí 2020 á þeim grundvelli að endurupptökubeiðandi hefði ekki gert g rein fyrir þeim málsástæðum, réttarheimildum og sönnunargögnum sem hann ætlaði að byggja kröfur sínar á , líkt og kveðið væri á um í 1. mgr. 138. gr. laga nr. 91/1991. Endurupptökubeiðandi kærði úrskurðinn til Landsréttar 23. júlí 2020. Kærumálið var aftur á móti aldrei þingfest fyrir Landsrétti, sbr. 4. mgr. 147. gr. laga nr. 91/1991 . 9. Með beiðni 28. júlí 2020 til Héraðsdóms Reykjaness fór endurupptökubeiðandi aftur fra m á endurupptöku málsins. Þeirri beiðni var hafnað með bréfi 28. ágúst sama ár án fyrirtöku , sbr. 2. mgr. 138. gr. laga nr. 91/1991 . 10. Á grundvelli dóms Héraðsdóms Reykjaness óskaði gagnaðili eftir því að fjárnám yrði gert í tilteknum eigum endurupptökubeiða nda. Fjárnámið fór fram hjá s ýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu 19. ágúst 2021. Á grundvelli dómsins óskaði gagnaðili einnig eftir gjaldþrotaskiptum á búi endurupptökubeiðanda hjá S jó - og verslunarrétti Kaupmannahafnar , þar sem endurupptökubeiðandi er með skráð lögheimili. Bú endurupptökubeiðanda var tekið til gjaldþrotaskipta með úrskurði Sjó - og verslunarréttar Kaupmannahafnar 12. október 2021. Auglýsing um skiptin var birt á Íslandi í Lögbirtingablaði nu 19. október s ama ár . Hinn 13. janúar 2022 staðfesti Eystri Landsrétt ur í Danmörku úrskurð Sjó - og verslunarréttar Kaupmannahafnar . B eiðni endurupptökubeiðanda um áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Danmerkur var hafnað 8. apríl 2022. Rökstuðningur málsaðila Rökstuðningur endurupptökubeiðanda 11. Endurupptökubeiðandi byggir á því að skilyrði a - og b - liðar 1. mgr. 191. gr. laga nr. 91/991 séu uppfyllt um að sterkar líkur hafi verið leiddar að því að ný gögn eða upplýsingar um málsatvik eða annað muni verða til breyttrar niðurstöðu í mikilvægum atriðum. 12. Endurupptökubeiðandi vísar í þessu sambandi til þess að hann hafi enn ekki lagt fram efnislegar varni r sínar í málinu. Ástæðan fyrir því sé annars vegar sú að hann liggi undir grun um refsiverðan verknað vegna sömu háttsemi og málið varð i og njóti hann af þeim sökum réttarstöðu sakbornings. Því þurfi hann ekki að tjá sig um ætlaða refsiverða háttsemi. Hin ástæðan sé sú að þegar málið hafi verið dómtekið hafi endurupptökubeiðandi ekki átt kost á að leggja fram g ögn til stuðnings málatilbún aði hans þar sem hann h efði ekki haft aðgang að þeim. Honum hafi því ekki verið kleift að að grípa til nauðsynlegra varna með fullnægjandi hætti. ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 37/2021 - 3 - 13. Endurupptökubeiðandi vísar jafnframt til þess að gagnaðili hafi byggt skaðabótakröfu sína í málinu á fjölda millifærslna af bankareikningum í eigu Sameinaðs sílikons hf. , eða félaga sem síðar sameinuðust félaginu , til endurupptökubeiðanda eða nánar tilgreindra félaga . Sé málatilbúnaður gagnaðila á því byggður að allar greiðslurnar hafi verið ólögmætar og eftir atvikum refsiverðar og að endurupptökubeiðandi hafi hagnast á greiðslunum á kostnað gagnaðila. Þessu mótmælir endurupptökubeiðandi sem röngu og ósönnuðu . Byggir hann á því að gagnaði li eigi engar kröfur vegna umræ ddra millifærslna og vísar um það til gagna sem hann hefur lagt fram fyrir Endurupptökudómi eða kveðst munu afla undir rekstri málsins . Þá hafnar endurupptökubeiðandi kyrrsetningarkröfum gagnaðila á sömu forsendum. Í þessu sambandi vísar endurupptökubeiðan di meðal annars til dóms H éraðsdóms Reykjavíkur 7. apríl 2022 í máli nr. E - 7223/2020 þar sem skaðabótakröfum gagnaðila á hendur endurskoðanda og endurskoðunarfyrirtæki var hafnað. Kveður endurupptökubeiðandi gagnaðila hafa byggt á því í málinu að greiðslur frá endurupptökubeiðanda til tiltekins félags ættu ekki við rök að styðjast, en um sé að ræða sömu fjármuni og fjallað er um í málinu sem krafist er endurupptöku á. Hafi H éraðsdómur Reykjavíkur staðfest að greiðslurnar ættu sér eðlilegar skýringar. Jafnframt kveður endurupptökubei ðandi varhugavert að byggja um efnisatriði málsins á því sem fram kom í skýrslutökum hjá skiptastjóra . Hvað varðar framlögð gögn sem urðu til áður en útivist varð í málinu byggir endurupptökubeiðandi á því að þau séu ný gögn í þeim skilningi að hann hafi e kki haft aðgang að þeim fyrir það tímamark. Jafnframt er á því byggt að það nægi til endurupptöku málsins í heild sinni ef athugasemdir og gögn sem endurupptökubeiðandi færi nú fram hnekki hluta þeirra krafna og málsástæðna sem gagnaðili hafi haft uppi í m álinu. 14. Endurupptökubeiðandi byggir á því að hann hafi með framangreindum hætti leitt sterkar líkur að því með nýjum gögnum og upplýsingum að málsatvik hafi ekki verið réttilega leidd í ljós þegar málið var til meðferðar hjá héraðsdómi, sbr. a - lið 1. mgr. 191. gr. laga nr. 91/1991 . Jafnframt byggir hann á því að fram séu komin ný gögn eða upplýsingar um annað en málsatvik, sbr. b - lið sömu málsgreinar , en í því sambandi vísar hann einkum til þess að honum hafi með dómi Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E - 231 8/2019 verið gert að greiða kröfur gagnaðila þrátt fyrir að í málinu sé um að ræða millifærslur til sjálfstæðra lögaðila sem endurupptökubeiðandi beri enga persónulega ábyrgð á auk þess sem s kilyrði sakar r eglunnar um sök sé ekki uppfyllt í málinu. Kveð ur endurupptökubeiðandi sterkar líkur vera á því að niðurstöðu málsins verði breytt í mikilvægum atriðum verði það endurupptekið. 15. Endurupptökubeiðandi byggir jafnframt á því að honum verði ekki kennt um að málsatvik hafi ekki verið réttilega í ljós leidd þegar málið var til meðferðar í héraði, sbr. a - lið 1. mgr. 191. gr. laga nr. 91/1991. B eita eigi ákvæðinu með hliðsjón af þeirri stöðu sem hann hafi verið í þegar málið var dómtekið. 16. Hvað síðastgreinda málsástæðu varðar vísar e ndurupptökubeiðandi til þess að ákvörðun héraðsdóms um að fallast ekki á ótímabundna frestun málsins haf i verið byggð á röngum forsendum . Hafi það orðið til þess að útivist varð í málinu. Héraðsdómur hafi lagt til grundvallar að endurupptökubeiðandi h afi ekki haft réttarstöðu sakaðs manns vegna þeirra viðskipta sem málið varðaði og vísað til þess að endurupptökubeiðandi h afi ekki lagt fram gögn um að rannsókn væri hafin á viðskiptunum né að kærur vegna þeirra hef ðu fengið málsnúmer hjá héraðssaksóknara. A ftur á móti liggi fyrir tölvupóstur 10. febrúar 202 0 þar sem stjórnandi lögreglurannsóknar á málefnum Sameinaðs sílikons hf. staðfesti að viðskiptin sé u til rannsóknar og hafi fengið tiltekið málsnúm e r. Kveður endurupptökubeiðandi yfirstandandi lögreglurannsókn lúta að störfum hans í þágu Sameinaðs sílikons hf. og öllum þeim viðskiptum og ráðstöfunum sem kærðar hafi verið , þar ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 37/2021 - 4 - með talið þeim sem málið varði . E ndurupptökubeiðandi hafi því réttarstöðu sakbornings í tengslum við málið , burtséð frá þ ví hvort honum hafi verið tilkynnt um það formlega . 17. Þá byggir endurupptökubeiðandi á því að h ann njóti réttinda sakbornings samkvæmt l ögum um nr. 88/2008 um meðferð sakamála, stjórnarskránni og mannr éttindasáttmála Evrópu , sbr. lög nr. 62/1994 . Sé honum þannig óskylt að svara spurningum um þá refsiverðu h áttsemi sem honum er gefin að sök, sbr. 2. mgr. 64. gr. laga nr. 88/2008 . Ú tilokunarregla sú sem kveðið er á um í 5. mgr. 101. gr. laga nr. 91/1991 leiði til þess að hann væri sviptur framangre indum rétti ef honum væri gert að leggja fram greinargerð í einkamálinu sem endurupptökubeiðnin varðar . Jafnframt væri honum ókleift að neyta annarra réttinda og réttarfarsúrræða laga nr. 88/2008 við meðferð einkamálsins. Þá hefði hann ekki haft aðgang að rannsóknargögnum sem geri honum erfitt um vik að grípa til varna í einkamálinu, auk þess sem þær varnir kynnu að vera notaðar gegn honum í sakamálinu . Kveðst hann jafnframt ítrekað hafa óskað eftir aðgangi að gögnum í fórum gagnaðila án árangurs. Hafi hann af þessum s ökum kosið að leggja ekki fram greinargerð í málinu og óska eftir því að málinu yrði frestað ótímabu ndið , sem héraðsdómur hafi hafnað . Af þeim sökum verði honum ekki kennt um að málsatvik hafi ekki verið leidd réttilega í ljós í skilningi a - liðar 1. mgr. 191. gr. laga nr. 91/1991 þegar útivist varð í málinu . 18. Endurupptökubeiðandi mótmælir kröfu gagnaðila um að máli þessu verði vísað frá Endurupptökudómi og málsástæðu hans um aðildarskort . Kveður hann það myndu skjóta skökku við ef hann þyrf ti heimild skiptastjóra til að verjast kröfu þeirri sem er grundvöllur gjaldþrotaskip t a. Þá hafi endurupptökubeiðni ekki borist Endurupptökudómi eftir að hann missti forræði á búi sínu, líkt og gagnaðili haldi fram, heldur 11. október 2021 í samræmi við fy rirmæli á vefsíðu Endurupptökudóms sem hafi á þeim tíma tilgreint að gögn teldust móttekin þegar Endurupptökudómur hefði móttekið rafrænt eintak þe i rra . Núgildandi reglur Endurupptökudóms frá 24. mars 2022 breyti engu þar um . Jafnframt hafi lögmætar ástæður legið til grundvallar því að frumrit endurupptökubeiðni barst dóminum ekki fyrr en síðar þar sem lögmaður endurupptökubeiðanda hafi greinst með Covid og verið í einangrun til 14. október 2021. Enn fremur hafnar endurupptökubeiðandi þ eirri málsástæðu gagnaðila að þar sem fjárkröfunni í málinu hafi verið lýst fyrir skiptastjóra í Danmörku sé það einungis á valdi danskra dómstóla að dæma um efni hennar. Endurupptökudómur taki einungis afstöðu til þess hvort skilyrðum 191. gr. laga nr. 91 /1991 sé fullnægt en í því felist ekki að taka efnislega afstöðu til fjárkröfu gagnaðila. Loks standi útivistardómur H éraðsdóms Reykjaness um kröfuna óhaggaður þótt kyrrsetningargerðin, sem þar var einnig staðfest, sé fallin úr gildi vegna gjaldþrots endur upptökubeiðanda. Dóm um fjárkröfuna beri að endurupptaka á grundvelli 191. gr. laga nr. 91/1991 þrátt fyrir að kyrrsetningargerðin sé fallin úr gildi. 19. Endurupptökubeiðandi vísar loks til þess að það yrði honum afar þungbært að fá ekki tækifæri til að verjast kröfum gagnaðila fyr i r dómi og krefjast sýknu. Um sé að ræða mikla fjárhagslega hagsmuni. Verði fallist á endurupptökubeiðnina verði jafnframt unnt að f á úrskurð i danskra dómstóla um gjaldþrotaskipti á búi hans hnekkt. Loks sé því mótmælt sem gagna ðili heldur fram að endurupptökubeiðandi væri gjaldþrota án tillits til þeirrar skaðabótakröfu gagnaðila sem málið varðar og hafi því ekki hagsmuni af því að fá málið endurupptekið, en aðrar fjárnáms - og kyrrsetningargerðir hjá endurupptökubeiðanda hafi en ga þýðingu í því sambandi. Enn fremur hafnar endurupptökubeiðandi þeirri málsástæðu gagnaðila að útivist í héraði valdi því að hafna beri beiðni hans en í því sambandi verði að meta atvik hvers máls. Endurupptökudómur eigi aðeins að leggja mat á það hvort málsástæður hans og framlögð gögn séu líkleg til að leiða til breyttrar niðurstöðu . Í ljósi þeirra sérstöku aðstæðna sem uppi séu í málinu beri honum að njóta vafans í því ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 37/2021 - 5 - efni svo hann geti gripið til varna og leitt fram vitni eftir að málið hefur verið endurupptekið . Jafnframt vísar endurupptökubeiðandi í þessu sambandi til réttar síns til að fá úrlausn um réttindi sín og skyldur fyrir óháðum og óhlutdrægum dómstóli samkvæmt 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar og 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu . 20. Með vísan til 5. mgr. 192. gr. laga nr. 91/1991 fer endurupptökubeiðandi loks fram á að áhrif fyrri dóms falli niður verði málið endurupptekið. Rökstuðningur gagnaðila 21. Gagnaðili krefst þess aðallega að málinu verði vísað frá dómi. Byggir hann kröfu sína á því að Endurupptökudómi hafi einungis borist rafrænt eintak af endurupptökubeiðni þessa máls 11. október 2021. Daginn eftir hafi endurupptökubeiðandi verið úrskurðaður gjaldþrota í Danmörku. Endurupptökubeiðandi hafi síðan ekki skilað frumriti beiðninnar fyrr en 25. október sama ár, eftir upphaf skipta í Danmörku. Meðan á gjaldþrotaskiptum standi fari skiptastjóri með forræði þrotabús og sé einn bær um að ráðstafa hagsmunum þess. Þar sem frumrit beiðni endurupptökubeiðanda hafi ekki borist Endu rupptökudómi fyrr en 25. október 2021 hafi hann óskað eftir endurupptöku eftir að hafa misst forræði á búi sínu og án þess að hafa til þess umboð frá skiptastjóra búsins . 22. Gagnaðili byggir frávísunarkröfu sína einnig á því að f járkröfu samkvæmt þeim dómi sem óskað er eftir endurupptöku á hafi verið lýst fyrir skiptastjóra í gjaldþrotaskiptum endurupptökubeiðanda í Danmörku. Aðeins s kiptastjórinn sé bær til að taka afstöðu til kröfunnar og danskir dómstólar hafi einir lögsögu til að skera úr um ágreining vegna afstöðu skiptastjóra til kröfunnar, sbr. 3. mgr. 131. gr. og 133. gr. danskra gjaldþrotaskiptalaga. 23. Þá sé kyrrsetningargerð sú er málið varðar sjálfkrafa fallin úr gildi vegna gjaldþrots endurupptökubeiðanda, sbr. 3. mgr. 3 1. gr. danskra gjaldþrotaskiptalaga, sbr. einnig 138. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. Ómögulegt sé að endurupptaka kyrrsetningarmál þegar kyrrsetningin sjálf er fallin úr gildi og áskilnaður um lögvarða hagsmuni ekki uppfylltur, sbr. 2. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991. Ekki sé heimilt að reka endurupptekið bótamál fyrir héraðsdómi án þess að kyrrsetningarþáttur málsins sé einnig til meðferðar. Efniságreiningur málsins ætti því að vera leiddur til lykta fyrir dönskum dómstólum eftir upphaf gjald þrotaskipta. 24. Ef ekki verð i fallist á frávísun með vísan til framangreindra röksemda byggir gagnaðili á því að sömu röksemdir leiði til þess að hafna beri beiðni endurupptökubeiðanda . 25. Gagnaðili byggir jafnframt á því að hafna beri endurupptöku beiðninni vegna aðildarskorts til sóknar, sbr. 2. mgr. 16. gr. laga nr. 91/1991, þar sem þrotabú Magnúsar Ólafs Garðarssonar sé réttur sóknaraðili þessa máls. Þá hafi endurupptökubeiðandi enga hagsmuni af því að málið verði endurupptekið þar sem gjaldþrota skipti hans séu orðin endanleg að fenginni niðurstöðu Hæstaréttar Danmerkur. Skilyrði 1. mgr. r fellda endurupptökubeiðanda sé því ekki uppfyllt. Auk þess sé það margstaðfest að endurupptökubeiðandi sé ógjaldfær en á árunum 2017 til 2021 hafi s ýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu gert hjá honum s ex árangurslaus ar fjárnáms - og kyrrsetningaraðgerð ir. Endurupptökubeiðandi sé gjaldþrota óháð endurupptöku í máli þessu og hagsmunir af því að fá kröfur í búið l ækkaðar heyri undir skiptastjóra . 26. Auk framangreinds vísar g agnaðili til 116. gr. laga nr. 91/199 1 um að dómur skuli vera endir þrætu og sama sakarefnið því ekki dæmt að nýju. Hann byggir á því að skýra verði endurupptökuheimildir 191. gr. sömu laga þröngt og enn þrengra í einkamálum en sakamálum. ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 37/2021 - 6 - 27. Gagnaðili byggir jafnframt á því að endurupptökubeiðanda verði sjálfum kennt um málsatvikalýsingu í þeim dómi sem krafist er endurupptöku á og séu skilyrð i a - liðar 1 . mgr. 191. gr. laga nr. 91/1991 því ekki uppfyllt. Endurupptökubeiðandi hafi viðurkennt að hann hafi talið mikilvægara að nýta ætlaðan þagnarrétt sinn en að gera athugasemdir við málsatvik og setja fram málsástæður fyrir sýknu í skriflegri greinargerð. Þá hafi hann haft útivist við fyrirtöku málsins 4. mars 2020. Með því að láta undir höfuð leggjast að taka til varna fyrir dómstólum hafi endurupptökubeiðandi fyrirgert rétti sínum til endurupptöku. Þá hafi hann notið aðstoðar lögmanns og látið hjá líða að taka þau skref sem nauðsynleg eru samkvæmt réttarfarslöggjöf til að gæta réttinda sinna . Beri hann sjálfur hallan n af því. Auk þess séu þau mótmæli sem endurupptökubeiðandi tefli nú fram við málsatvikalýsingu í héraðsdómi í andstöðu við þær skýringar sem hann gaf sjálfur í skýrslutöku hjá skiptastjóra og byggt var á í stefnu málsins. 28. Gagnaðili mótmælir því að endurupptökubeiðandi hafi notið þagnarréttar sakbornings og að það afsaki að hann hafi ekki tekið til v arna í einkamálinu. Þessum málsástæðum hafi verið hafnað með úrskurði Héraðsdóms Reykjaness 31. janúar 2020. Sá úrskurður sæti ekki endurskoðun og sé því endanlegur. Vísar gagnaðili jafnframt til staðfestingar frá embætti héraðssaksóknara 2. júlí 2020 þar sem fram kemur að endurupptökubeiðandi hafi á þeim tíma hvorki verið yfirheyrður né fengið réttarstöðu sakbornings vegna atvika málsins. Þetta hafi endurupptökubeiðandi sjálfur viðurkennt í kæru sinni til Landsréttar 23. júlí 2020. Hafi mat héraðsdóms á þe ssu atriði því verið rétt . Þá eigi þagnarréttur sakbornings aðeins við í sakamálum en ekki einkamálum. Engin heimild sé fyrir því í lögum nr. 91/1991 að veita þagnarrétt í einkamálum vegna rannsóknar lögreglu. 29. Gagnaðili hafnar þeirri málsástæðu endurupptökubeiðanda a ð h ann hafi skort gögn til að geta haldið uppi vörnum. Endurupptökubeiðandi tilgreini ekki hvaða gögn vantaði, hvaða tilrauni r hann hafi gert til að afla gagnanna eða af hverju þær mistókust. Þá hefði hann getað lagt fram gögn undir rekstri einkamálsins, eftir skil greinargerðar. Þau gögn sem endurupptökubeiðandi legg i nú fram fyrir Endurupptökudómi séu auk þess öll dagsett áður en endurupptökubeiðandi átti að skila greinargerð í héraði 12. febrúar 2020 og geti því ekki talist ný gögn í skilningi 191. gr. laga nr. 91/199 1 . 30. Gagnaðili mótmælir einnig þeim efnislegu vörnum endurupptökubeiðanda sem fram koma í beiðni hans. Kveður hann skýringar endurupptökubeiðanda vera í andstöðu við skrifleg gögn málsins og fyrri frásagnir endurupptökubeiðanda og annarra í skýrslutöku m hjá skiptastjóra. Þá vísi endurupptökubeiðandi til dóm s H éraðsdóms Reykjavíkur 7. apríl 20 2 2 í máli nr. E - 7223/2020 hvað varðar atvik málsins, en ekki verði í endurupptökumáli byggt á nýjum dó mum nema þeir feli í sér nýjar upplýsingar um annað en málsatvik. 31. Loks byggir gagnaðili á því að í endurupptökubeiðni sé hvergi vísað til nýrra gagna eða upplýsinga sem falli undir b - lið 1. mgr. 191. gr. laga nr. 91/1991. Í andsvörum endurupptökubeiðanda við greinargerð gagnaðila sé aftur á móti vísað til dóms H éraðsdóms Reykjavíkur 7. apríl 20 2 2 í máli nr. E - 7223/2020 . Hann breyti þó engu í málinu þar sem honum hafi verið áfrýjað til Landsréttar og áskilnað i b - liðar 1. mgr . 191. gr. laga nr. 91/1991 sé því ekki fullnægt . Auk þess sé vandséð og órökstutt af hálfu endurupptökubeiðanda hvernig dómurinn geti orðið til breyttar niðurstöðu í mikilvægum atriðum í því máli sem hér sé krafist endurupptöku á. 32. Gagna ðili mótmælir loks þeim málatilbúnaði endurupptökubeiðanda að það nægi til endurupptöku málsins í heild ef athugasemdir og gögn sem endurupptökubeiðandi færi nú fram ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 37/2021 - 7 - hnekki hluta krafna og málsástæðna gagnaðila í málinu . Endurupptökudómi sé heimilt að fall ast á endurupptökubeiðni að hluta . Niðurstaða 33. S vo sem að framan greinir var bú endurupptökubeiðanda tekið til gjaldþrotaskipta með úrskurði S jó - og verslunarréttar Kaupmannah afnar 12. október 2021, sem staðfestur var í Eystri Landsrétti Danmerkur 13. janúar 2022. Beiðni endurupptökubeiðanda um áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Danmerkur var hafnað 8. apríl 2022. Auglýsing um skiptin var birt á Íslandi í Lögbirtingablaði nu 19. október 2021. 34. Mál það sem endurupptökubeiðni lýtur að varðar fjárhagsleg réttindi og skyldur endurupptökubeiðanda. Samkvæmt 72. gr. laga nr. 21/1991 tekur þrotabú skuldara við öllum fjárhagslegum réttindum og skyldum sem hvíldu á þrotamanni við uppkvaðningu úrskurðar um gjaldþrotaskipti nema réttarre glur eða löggerningur kveði á um annað eða það leiði af eðl i þeirra . Þá er kveðið á um það í 74. gr. laganna að við uppkvaðningu úrskurðar héraðsdómara um að bú sé tekið til gjaldþrotaskipta missi þrotamaðurinn rétt til að ráða yfir réttindum, sem falla ti l þrotabúsins eftir 72. gr. , og til að stofna til skuldbindinga svo þýðingu hafi gagnvart búinu. Ákveði skiptastjóri að halda ekki uppi hagsmunum sem þrotabúið kann að njóta eða geta notið , og grípi enginn lánardrott inn til slíkra aðgerða, getur þrotamaður , ef um einstakling er að ræða, þó gert það í eigin nafni til hagsbóta búinu hafi skiptastjóri ekki þegar skuldbundið það á annan veg, sbr. 2. mgr. 130. gr. laga nr. 21/1991 . Í réttarframkvæmd hefur dómsmálum sem þrotamaður höfðar um hagsmuni sem heyra myn du undir bú ið verið vísað frá dómi nema fyrir liggi með skýrum hætti að hann haldi hagsmununum uppi til hagsbóta fyrir búið eða , eftir atvikum, að hann sæki kröfu sem búið hefur framselt honum, sbr. til hliðsjónar úrskurð Landsréttar 14. maí 2018 í máli nr. 356/2018. Ekkert slíkt liggur fyrir í máli þessu. 35. Samkvæmt 1. gr. samnings milli Íslands, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar um gjaldþrotaskipti frá 7. nóvember 1933, sbr. lög nr. 21/1934, gilda lagaákvæði þess ríkis, sem g jaldþrotaskiptin eru úrskurðuð í, um þær takmarkanir sem gjaldþrotið hef u r í för með sér á umráðarétti þrotamanns yfir eignum sínum, um réttindi og skyldur þrotamanns meðan á gjaldþrotaskiptum stendur, um stjórn og meðferð búsins o.fl. Málatilbúnað u r endurupptökubeiðanda byggir ekki á því að hann hafi heimild að dönskum rétti, eftir uppkvaðningu úrskurðar S jó - og verslunarréttar Kaupmannahafnar 12. október 2021, til að fara með þá fjárhagslegu hagsmuni sem dómur H éraðsdóms Reykjaness 14. maí 2020 í mál i nr. E - 2318/2019 varðar . 36. Samkvæmt öllu framangreindu er óhjákvæmilegt að vísa máli þessu frá Endurupptökudómi. 37. Með vísan til 2. mgr. 130. gr. , sbr. 7. mgr. 192. gr. laga nr. 91/1991 verður endurupptökubeiðanda gert að greiða gagnaðila málskostnað eins og nánar greinir í úrskurðarorði. Úrskurðarorð: Máli þessu er vísað frá Endurupptökudómi. Endurupptökubeiðandi, Magnús Ólafur Garðarsson, greiði gagnaði l a, þrotabúi Sameinaðs sílikons hf., 800.000 krónur í málskostnað.