Úrskurður miðvikudaginn 6. desember 2023 í mál i nr . 5/2023 Endurupptökubeiðni [A] 1. Dómararnir Karl Axelsson, Jónas Þór Guðmundsson, Stefán Geir Þórisson kveða upp úrskurð í máli þessu. 2. Með beiðni sem barst Endurupptökudómi 29. mars 2023 fór endurupptökubeiðandi , [A] , , fram á endurupptöku á máli nr. 1/1967, [B] gegn [C] og [D] , sem dæmt var í b æjarþing i Hafnarfjarðar 17. ágúst 1967 . Þá krefst endurupptökubeiðandi málskostnaðar fyrir Endurupptökudómi. 3. Gagnaðil ar [E] og [F] krefjast þess að beiðni endurupptökubeiðanda verði hafnað auk þess sem þau krefjast málskostnaðar fyrir Endurupptökudómi. Gagnaðilar [G] , [H] , [ I ] , [J] , [K] og [L] létu ekki málið til sín taka og er því litið svo á að þær krefjast þess að beiðni endurupptökubeiðanda verði hafnað, sbr. 3 mgr. 3. gr. reglna Endurupptökudóms nr. 245/2022 . Gagnaöflun lauk í málinu 29. nóvember 2023. Málsatvik 4. Á árinu 1959 höfðaði móðir endurupptökubeiðanda , [B] sem var hvorki gift né í sambúð við fæðingu endurupptökubeiðanda, barnfaðernismál á hendur [D] og [C] . Hinn 17. september 1965 var barnsfaðernismál ið tekið fyrir á bæjarþingi Hafnarfjarðar . Dómur féll í málinu 17. ágúst 1967 og kom þar meðal annars fram að endurtekin blóðflokkarannsókn á [D] útilokaði hann sem hugsanlega föður endurupptökubeiðanda en að blóðflokkarannsókn á [C] leiddi í ljós að hann g æ ti verið faðir endurupptökubeiðanda. Í dóminum var móð u r endurupptökubeiðanda dæmd til þess að vinna fyllingareið. Frestur til eiðvinningar var í dóminum ákveðinn fjórar vikur frá uppkvaðningu dóms. Í dómsorðinu kom fram að ef móðir endurupptökubeiðanda ynni eiðinn innan tímafrests þá skyldi [C] teljast faðir endurupptökubeiðanda en yrði eiðfall þá skyldi [C] sýknaður af öllum kröfum í málinu. 5. Móðir endurupptökubeiðanda lést 30. janúar 1975 og hafa e ngin gögn fundist um eiðstaf hennar. Endurupptökubeiðandi ætlar að orðið hafi eiðfall. [C] var af þeim sökum sýknaður í málinu. 6. Gagnaðili [H] er ekkja [C] sem lést 2011. Eftirlifandi börn [C] eru gagnaðilar [G] , [I] , [J] , [K] og [L] . 7. Gagnaði lar, [F] og [ E ] , eru tengdasonur og dótturdóttir [D] sem lést 1984. Rökstuðningur málsaðila Rökstuðningur endurupptökubeiðanda 8. Endurupptökubeiðandi byggir beiðni um endurupptöku á heimild 1. mgr. 191. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Hann vísar til mikilvæg r a hagsmuna sinna af því að faðerni hans ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 5/2023 - 2 - sé í ljós leitt og ákvarðað enda sé kveðið skýrt á um það í barnalögum að b arn eigi skýran rétt til að þekkja báða foreldra sína, sbr. 1. gr. a. barnalaga nr. 76/2003 . 9. Endurupptökubeiðandi byggir á því að [C] sé faðir hans enda hafi blóðrannsókn legið fyrir við uppkvaðningu dóms bæjarþings Hafnarfjarðar 17. ágúst 1967 sem staðfesti að hann g æ ti verið faðir endurupptökubeiðanda. 10. Frá því að dómur bæjarþings Hafnarfjarðar var kveðinn upp haf i miklar framfarir orðið á svið i líftækni og erfðarannsókna. Með tækni nútímans sé hægt að staðfesta faðerni barns með óyggjandi hætti ólíkt því sem reyndin var árið 1967 þegar blóðflokkarannsóknir gátu eingöngu útilokað menn frá faðerni en ekki staðfest það. Vegna framfara á svið i líftækni og erfðavísinda telur endurupptökubeiðandi að sterkar líkur séu á því að lífsýni geti nú leitt faðerni hans í ljós. 11. Endurupptökubeiðandi vekur loks máls á því að hann hafi farið í erfðapróf með einum af afkomendum [C] og staðfesti prófið skyldleika. Með erfðafræðilegri rannsókn sé hægt að skera nánar úr um hversu mikill skyldleiki sé á milli endurup ptökubeiðanda og [C] . Rökstuðningur gagnaðila 12. Gagnaði lar, [E] og [ F ] , mótmæla endurupptöku á umræddum dómi . Fram k omi í dóminum að ítrekaðar blóðrannsóknir hafi farið fram á [D] sem útilokað hafi að hann g æti verið faðir endurupptökubeiðanda. Að mati gagnaðila h afi ekkert breyst síðan sem hnekki þeirri niðurstöðu auk þess sem í beiðni um endurupptöku sé lagt til grundvallar að [D] sé ekki faðir hans. 13. A f framangreindu telja gagnaðilar ljóst að beiðni endurupptökubeiðanda uppfyll i hvorki lagaskilyrði a - liðar 1. mgr. 191. gr. laga nr. 91/1991 um að sterkar líkur mun i breyta niðurstöðu dómsins né heldur lagaskilyrði b - liðar sömu greinar um að sterkar líkur um ný gögn breyti niðurstöðunni. 14. Beiðni endurupptökubeiðanda sé að mati gagnaðila bersýnilega ekki á rökum reist og be ri Endurupptökudóm i af þeim ástæðum að synja endurupptöku þegar í stað, sbr. 2. mgr. 192. gr. laga nr. 91/1991. 15. Loks halda gagnaðilar því fram að endurupptökubeiðandi sé ekki að óska eftir breyttri niðurstöðu á dómi bæjarþings Hafnarfjarð ar sem kveðinn var upp 17. ágúst 1967 og því séu almenn skilyrði fyrir endurupptöku dómsins ekki til staðar. Niðurstaða 16. Samkvæmt 1. mgr. 191. gr. laga nr. 91/1991 getur Endurupptökudómur orðið við beiðni um að héraðsdómur sem gengið hefur í máli verði endu rupptekinn sé öðrum tilteknum skilyrðum laganna fullnægt. Í a - lið ákvæðisins er kveðið á um heimild til endurupptöku ef sterkar líkur eru leiddar að því með nýjum gögnum eða upplýsingum að málsatvik hafi ekki verið leidd réttilega í ljós þegar málið var ti l meðferðar og aðilanum verður ekki um það kennt og að gögnin eða upplýsingarnar muni verða til breyttrar niðurstöðu í mikilvægum atriðum. Samkvæmt b - lið er endurupptaka heimiluð ef sterkar líkur eru leiddar að því að ný gögn eða upplýsingar um annað en má lsatvik muni verða til breyttrar niðurstöðu í mikilvægum atriðum . Í málinu grundvallar endurupptökubeiðandi beiðni sína með almennri vísan til 1. mgr. 191. gr. án þess að vísa þar sérstaklega um til a eða b - liðar. ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 5/2023 - 3 - 17. Svo sem fram hefur komið beinist krafa endurupptökubeiðanda að því að fá endurupptekið barnfaðernismál sem móð i r hans [B] höfðaði gegn þeim [C] og [D] . Öll eru þau látin og beinir endurupptökubeiðandi málinu að ekkju og eftirlifandi börnum [C] og tengdasyn i og dótturdóttur [D] . 18. Í lögum nr. 91/1991 er ekki að finna sjálfstæða heimild fyrir börn látinnar manneskju til þess að krefjast endurupptöku á dómi í einka máli sem viðkomandi hefur átt aðild að. Þá er ekki finna heimild af þeim toga í II. kafla barnalaga nr. 76/2003. Slík skilyrt heimild er á hinn bóginn í 5. mgr. 228. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008, sbr. 29. gr. laga nr. 78/2015. Þegar af þeirri ástæðu er ekki unnt að verða við k röfu endurupptökubeiðanda þar sem hann getur ekki að lögum átt aðild að slíkri beiðni sbr. til hliðsjónar 2. mgr. 16. gr. laga nr. 91/1991. Hvað sem framangreindri niðurstöðu líður er til þess að líta að í 2. mgr. 10. gr. laga nr. 76/2003 er mælt fyrir um að barn geti sjálft höfðað faðernismál og í 2. málslið 2. mgr. kemur fram að sé maður látinn áður en mál er höfðað megi höfða það á hendur þeim lögerfingja hans sem gangi barninu jafnhliða eða næst að erfðum. Í þessu samhengi er þess að gæta að dómur bæjarþings Hafnarfjarðar 17. ágúst 1967 í máli nr. 1/1967 batt einun gis aðila þess máls og þá sem að lögum komu í stað þeirra, sbr. 116. gr. laga nr. 91/1991. 19. Að öllu framangreindu virtu er beiðni endurupptökubeiðanda hafnað. 20. Með vísan til 7. mgr. 192. gr., sbr. 3. mgr. 193. gr. og 130. gr. laga nr. 91/1991, verður endurupptökubeiðanda gert að greiða gagnaðil unum [E] og [ F ] 250.000 krónur hvoru um sig í málskostnað. Úrskurðarorð: Beiðni endurupptökubeiðanda, [ A ] , um endurupptöku á máli nr. 1/1967, [ B ] gegn [ C ] og [ D ] , sem dæmt var í bæjarþingi Hafnarfjarðar 17. ágúst 1967 er hafnað. Endurupptökubeiðandi greiði gagnaðilunum [ E ] og [ F ] 250.000 krónur hvoru um sig í málskostnað.