Úrskurður miðvikudaginn 4. september 2024 í mál i nr . 4/2024 Endurupptökubeiðni A 1. Dómararnir Eyvindur G. Gunnarsson, Karl Axelsson og Stefán Geir Þórisson kveða upp úrskurð í máli þessu. 2. Með beiðni sem barst Endurupptökudómi 18. júlí 2024 fór endurupptökubeiðandi , A , , fram á endurupptöku á máli Q - /2022: B og C gegn A sem lauk með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur 7. júní 2022 og á máli nr. 387/2022: A gegn B og C sem lauk með úrskurði Landsréttar 9. september 2022 . Þá krefst endurupptökubeiðandi málskostnaðar fyrir Endurupptökudómi. Málsatvik 3. Með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur 7. júní 2022 í máli nr. Q - /2022 var endurupptökubeiðanda gert að þola ógildingu kaupmála sem hún og eiginmaður hennar D , sem nú er látinn, höfðu gert 21. maí 2019. Sóknaraðilar í málinu voru tveir synir D heitins sem eru gagnaðilar í máli þessu . Endurupptökubeiðandi skaut málinu til Landsréttar með kæru 21. júní 2022. Landsréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms um ógilding u með úrskurði 9. september 2022 í máli nr. 387/2022. 4. Endurupptökubeiðandi hefur áður farið fram á endurupptöku framangreindra mála, sbr. endurupptökubeiðni 24. febrúar 2023. Þeirri beiðni var vísað frá Endurupptökudómi, sbr. úrskurður í máli nr. 4/2023. V ar sú frávísun studd þeim rökum að ákvæði 193. gr. laga nr. 91/1991, sbr. 191. gr. laganna, yrði hvorki beitt með rýmkandi lögskýringu né lögjöfnun þannig að það veiti heimild til endurupptöku úrskurða. Því teldist beiðni endurupptökubeiðanda um endurupptö ku framan greindra úrskurða bersýnilega ekki á rökum reist í skilningi 1. mgr. 192. gr. laga nr. 91/1991. 5. Til grundvallar þessari endurupptökubeiðni liggja sömu gögn og voru til umfjöllunar í máli nr. 4/2023 auk þess sem endurupptökubeiðandi leggur fram yfirlit yfir lögmannsþjónustu og málskostnað, 30. apríl 2024 og bréf þáverandi lögmanns hennar til skiptastjóra, 7. október 2022. Í tölvupósti, 16. ágúst 2024, reifa ði endurupptökubeiðandi síðan kröfur sínar o g sjónarmið nokkuð frekar. Rökstuðningur endurupptökubeiðanda 6. Með sama hætti og við átti í máli nr. 4/2023 sýnist endurupptökubeiðandi fyrst og fremst byggja á því að umræddur kaupmáli hafi í raun ekki öðlast gildi í upphafi og því hafi málsmeðferð fyrir héraðsdómi og Landsrétti verið tilhæfulaus og tilgangslaus á þeim forsendnum sem nánar eru raktar í endurupptökubeiðninni og fyrrnefndum tölvupósti hennar frá 16. ágúst sl. ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 4/2024 - 2 - Niðurstaða 7. Kröfugerð endurupptökubeiðanda verður skilin á þann veg að hún krefjist endurupptöku máls Landsréttar nr. 387/2022. Hvorki standa til þess lagaskilyrði, samkvæmt 28. eða 29. kafla laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, né lögvarðir hagsmunir endurupptökubeiðanda að endurupptaka samhliða úrskurð héraðs dóms í sama máli. Með úrskurði Landsréttar í máli nr. 387/2022 var staðfest sú niðurstaða héraðsdóms að ógilda umræddan kaupmála endurupptökubeiðanda og látins eiginmanns hennar. 8. Samkvæmt 1. mgr. 193. gr. laga nr. 91/1991 getur Endurupptökudómur leyft samk væmt beiðni aðila að mál sem dæmt hefur verið í Landsrétti eða Hæstarétti verði tekið þar til meðferðar og dómsuppsögu að nýju ef fullnægt er þeim skilyrðum sem greinir í 1. mgr. 191. gr. laganna. Mál verður ekki endurupptekið í Landsrétti nema frestur til að leita áfrýjunarleyfis til Hæstaréttar sé liðinn eða Hæstiréttur hafi synjað um áfrýjunarleyfi. Í 1. mgr. 191. gr. laga nr. 91/1991 segir að hafi héraðsdómur gengið í máli, sem hefur ekki verið áfrýjað, og áfrýjunarfrestur er liðinn, geti Endurupptökudó mur orðið við beiðni um að málið verði endurupptekið í héraði ef skilyrði a - eða b - liðar er fullnægt, enda mæli atvik með því að leyfið verði veitt, þar á meðal að stórfelldir hagsmunir aðilans séu í húfi. 9. Í 2. mgr. 193. gr. laga nr. 91/1991 kemur fram að aðili geti að jafnaði ekki sótt um endurupptöku máls , s amkvæmt 1. mgr. oftar en einu sinni nema ný gögn eða upplýsingar hafi komið fram eftir að leyst var úr fyrri beiðni hans og sterkar líkur séu leiddar að því að gögnin eða upplýsingarnar muni verða til breyttrar niðurstöðu í mikilvægum atriðum. 10. Í framangreindum ákvæðum laga nr. 91/1991 er ráð fyrir því gert að verða megi við beiðni um endurupptöku á dómum, svo sem orðalag ákvæðanna ber með sér. Í 1. mgr. 193. gr., sem heimilar endurupptöku á málum sem d æmd hafa verið í Landsrétti eða Hæstarétti, er vísað til 191. gr. en hún gerir samkvæmt orðanna hljóðan aðeins ráð fyrir endurupptöku hafi héraðsdómur gengið í máli en hvergi er vikið að heimild til að endurupptaka úrskurði dómstóla. Í 4. og 5. mgr. 192. g r. er jafnframt áréttað að úrskurður Endurupptökudóms skuli fjalla um dóm, sem beiðst er endurupptöku á, og að tekin skuli afstaða til þess hvort áhrif fyrri dóms falli niður á meðan málið er rekið. Ekki er minnst á úrskurði sem gengið hafa undir rekstri m áls eða bundið endi á málsmeðferð. Í lögskýringargögnum með framangreindum lagaákvæðum um endurupptöku dóma er ekki að finna skýringar á ástæðu þess að heimild til endurupptöku hefur ávallt verið bundin við dóma. 11. Í tilvitnuðum úrskurði Endurupptökudóms nr. 4/2023 sem tekur til nákvæmlega sama sakarefnis var það rökstu tt í forsendum úrskurðarins, meðal annars með vísan til eldri úrskurða Endurupptökudóms 27. maí 2021 í málum nr. 1, 4, 9 og 17/2021 og 12. október 2021 í máli nr. 33/2021, að ekki stæðu til þess lagaskilyrði samkvæmt 193. gr. laga nr. 91/1991, sbr. 191. gr. laganna, að heimila endurupptöku úrskurða. Sú réttarstaða er óbreytt. Þótt ekki sé útilokað að aðili geti sótt oftar en einu sinni u m endurupptöku, sbr. 2. mgr. 193. gr. laga nr. 91/1991, er þess að gæta, eins og hér hefur verið rakið, að lagaskilyrði standa ekki til endurupptöku úrskurða. 12. Með vísan til framan greinds telst beiðni endurupptökubeiðanda um endurupptöku úrskurða r Landsré ttar 9. september 2022 í máli nr. 387/2022 bersýnilega ekki á rökum reist í skilningi 1. mgr. 192. gr. laga nr. 91/1991. Ber því þegar af þeirri ástæðu að vísa máli þessu frá Endurupptökudómi með vísan til 1. mgr. 24. gr., sbr. 7. mgr. 192. gr. laga nr. 91 /1991. 13. Það athugist að með vísan til úrskurðar E ndurupptökudóms í máli nr. 4/2023 telst beiðni þessi um endurupptöku tilefnislaus. ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 4/2024 - 3 - 14. Málskostnaður verður ekki úrskurðaður. Úrskurðarorð: Máli þessu er vísað frá Endurupptökudómi.