Úrskurður fimmtudaginn 31. mars 2022 í máli nr . 3 /202 2 Endurupptökubeiðni X 1. Dómararnir Hólmfríður Grímsdó ttir, Jóhannes Karl Svein sson og Stefán Geir Þórisson kveða upp úrskurð í máli þessu. 2. Með beiðni 12 . janúar 20 22 fór X f ram á endurupptöku dóms Hæstar éttar í máli nr. 10/20 18, Ákæruvaldið gegn X . Þess var jafnframt krafist að réttaráhrifum dómsins verði frestað á meðan á meðferð málsins stendur hjá Endurupptökudómi samanber 2. mgr. 230. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Í beiðninni var þess jafnframt óskað að Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lög maður yrði skipaður verjandi hans. Fallist var á skipun hans hinn 8. mars 2022. Sama dag var fallist á frestun réttaráhrifa dómsins á meðan málið væri til meðferðar. 3. Endurupptökubeiðni í máli þessu beinist að ríkissaksóknara sem gagnaðila. Með erindi sem b arst dóminum 17. febrúar 2022 taldi hann ekki efni til að veita umsögn í málinu með vísan til úrskurða Endurupptökudóms í málum nr. 2/2021 og 15/2021 . Málsatvik 4. Með dómi Hæstaréttar í máli nr. 10/2018 frá 24. maí 2018 var staðfestur dómur Landsréttar frá 2 3. mars 2018 þar sem staðfestur var dómur Héraðsdóms Reykjaness frá 23. mars 2017 þar sem endurupptökubeiðandi var sakfelldur fyrir umferðarlagabrot með því að hafa ekið bifreið sviptur ökurétti og undir áhrifum ávana - og fíkniefna. Var hann dæmdur til 17 mánaða fangelsisvistar og ævilöng ökuréttarsvipting hans áréttuð. 5. Dóm í fyrrgreindu máli endurupptökubeiðanda í Landsrétti skipuðu þrír dómarar, þar á meðal dómarinn Arnfríður Einarsdóttir . Í kjölfar dóms Hæstaréttar kærði endurupptökubeiðandi meðferð mál sins til Mannréttindadómstóls Evrópu. Með dómi Mannréttindadómstóls Evrópu [...] 2019 í máli nr. [...] , X gegn Íslandi, var komist að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hefði brotið gegn 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu árið 2017 við skipun dómarans Arnfríðar Einarsdóttur. Hefði skipun dómsins því ekki verið ákveðin með lögum. Íslenska ríkið skaut málinu til yfirdeildar M annréttindadómstólsins og með dómi 1. desember 2020 staðfesti hún fyrrgreint brot íslenska ríkisins. Rökstuðningur málsaðila Rökstuðningur endurupptökubeiðanda 6. Í endurupptökubeiðni segir að samkvæmt a - lið 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 verði mál endurupptekið ef fram eru komin ný gögn eða upplýsingar sem ætla má að hefðu skipt verulega miklu máli fyrir niðurstöðu málsins ef þau hefðu komið fram áður en dómur gekk. Með úrskurðum ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 3/2022 - 2 - Endurupptökudóms í málum nr. 2 og 15/2021 frá 11. j anúar 2022 hafi því verið slegið föstu að dómur Mannréttindadómstólsins í máli endurupptökubeiðanda hafi skipt verulega miklu fyrir niðurstöðu í þeim málum hefði hann komið fram áður en dómur gekk í málunum. Þegar af þeirri ástæðu og að öðru leyti með vísa n til forsendna og niðurstöðu í framangreindum úrskurðum Endurupptökudóms sé skilyrði a - liðar 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 fyrir endurupptöku á máli hans fullnægt. 7. Þá vísar endurupptökubeiðandi til þess að með sama hætti sé skilyrði d - liðar 1. mgr. 2 28. gr. laga nr. 88/2008 fullnægt, enda séu það alvarlegir gallar á málsmeðferð að endurupptökubeiðandi hafi í Landsrétti ekki fengið úrlausn um réttindi sín og skyldur fyrir dómstól sem var skipaður samkvæmt lögum sbr. 59. gr. stjórnarskrárinnar nr. 33/19 44 og 1. mgr. 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu og að Hæstiréttur hafi ranglega hafnað kröfu endurupptökubeiðanda um ómerkingu hins áfrýjaða dóms og heimvísun málsins, heldur staðfest dóm Landsréttar. Rökstuðningur gagnaðila 8. Eins og fyrr segir taldi Ríkissaksóknari ekki efni til að veita umsögn í málinu með vísan til úrskurða Endurupptökudóms í málum nr. 2/2021 og 15/2021 . Niðurstaða 9. Samkvæmt 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 getur Endurupptökudómur orðið við beiðni manns sem telur sig ranglega sakfelldan, sakfelldan fyrir mun meira brot en það sem hann hefur framið eða telur refsingu bersýnilega ranglega ákvarðaða um að mál verði endurupptekið ef eitt fjögurra skilyrða sem greint er frá í a - d liðum eru uppfyllt. Í skilyrði a - l iðar 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 felst að endurupptaka megi mál ef fram eru komin ný gögn eða upplýsingar sem ætla má að hefðu skipt verulega miklu fyrir niðurstöðu málsins ef þau hefðu komið fram áður en dómur gekk. Í d - lið 1. mgr. kemur fram að mál geti verið endurupptekið ef verulegir gallar hafi verið á meðferð máls þannig að áhrif hafi haft á niðurstöðu þess. 10. Við mat á skilyrðum samkvæmt 228. gr. laga nr. 88/2008 kemur fyrst til skoðunar hvort fullnægt sé því skilyrði að endurupptökubeiðandi telj i sig ranglega sakfelldan, sakfelldan fyrir mun meira brot en það sem hann hefur framið eða telur refsingu sína bersýnilega ranglega ákvarðaða. Í endurupptökubeiðni kemur fram að endurupptökubeiðandi telji að Hæstiréttur hafi ranglega hafnað kröfu endurupp tökubeiðanda um ómerkingu hins áfrýjaða dóms og heimvísun málsins. Þess í stað hafi Hæstiréttur staðfest dóm Landsréttar. Verður að líta svo á að með þessum orðum í endurupptökubeiðninni sé því haldið fram að rétturinn hafi ranglega ákvarðað refsingu hans í framangreindum skilningi. 11. Er og til þess að líta að í dómi Mannréttindadómstóls Evrópu í máli endurupptökubeiðanda gegn Íslandi segir í málsgrein 251 , að þegar innlendur dómstóll kemst að niðurstöðu um að brotið hafi verið gegn gildandi innlendum reglum verði mat á réttaráhrifum brotsins að fara fram á grundvelli réttarframkvæmdar samkvæmt mannréttindasáttmálanum og þeirra meginreglna sem af henni leiða. Þá s egir í málsgrein 278 að Hæstiréttur hefði verið bær til þess að fjalla um og bregðast við framang reindum annmörkum á rétti kæranda til réttlátrar málsmeðferðar með því að ómerkja dóm Landsréttar vegna aðkomu dómarans Arnfríðar Einarsdóttur að máli hans þar. Óumdeilt væri að í dómi Hæstaréttar 24. maí 2018 í máli nr. 10/2018 hefði Hæstiréttur staðfest fyrri niðurstöðu sína um brot ráðherra og Alþingis við skipun dómara í embætti við Landsrétt árið 2017. Virtist sem ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 3/2022 - 3 - Hæstiréttur hefði þó ekki dregið nauðsynlegar ályktanir af eigin niðurstöðum eða lagt mat á málið þannig að það samræmdist mannréttindasáttm álanum. 12. Telja verður að skilyrði a - liðar 228. gr. laga nr. 88/2008 séu til staðar í máli endurupptökubeiðanda, enda má gera ráð fyrir því að það hefði skipt verulega miklu máli fyrir niðurstöðu málsins ef dómur Mannréttindadómstóls Evrópu í máli endurupptökubeiðanda gegn Íslandi í máli nr. 26374/18 12. mars 2019 eða eftir atvikum dómur yfirdeildar sama dómstóls 1. desember 2020, hefðu legið fyrir áður en dómur var kveðinn upp í Hæstarétti í máli því sem hér er krafist endurupptöku á. 13. Með vísan til framangreinds, auk þeirra röksemda sem koma fram í beiðni endurupptökubeiðanda og rakin eru hér að framan, sem og að sínu leyti með vísan til þeirra röksemda sem fram koma í úrskurðum Endurupptökudóms í málum nr. 2/2021 og 15/2021 telur dómurinn skilyrði til að fallast á beiðni endurupptökubeiðanda. 14. Samkvæmt því verður fallist á beiðni endurupptökubeiðanda um að málið verði endurupptekið fyrir Hæstar étti á grundvelli a - liðar 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008. Þegar af þeirri ástæðu verður ekki tekin afsta ða til þess hvort skilyrði d - liðar 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 séu jafnframt uppfyllt í málinu. 15. Endurupptökubeiðanda verður, í samræmi við 1. mgr. 230. gr. og 6. mgr. 231. gr. laga nr. 88/2008, ákvörðuð þóknun til handa skipuðum verjend a sínum sem á kveðin verður með virðisaukaskatti eins og greinir í úrskurðar orði. Úrskurðarorð: Fallist er á beiðni endurupptökubeiðanda, X , um endurupptöku á máli nr. 10 /2018 sem dæmt var í Hæsta rétti 2 4. maí 2018. Þóknun skipaðs verjanda endurupptökubeiðanda, Vilhjálms H. Vilhjálmssonar lögmanns, 372 .000 krónur greiðist úr ríkissjóði.