Úrskurður mánudaginn 8. júlí 2024 í máli nr . 14/2023 Endurupptökubeiðni A 1. Dómararnir Eyvindur G. Gunnarsson, Hólmfríður Grímsdóttir og Stefán Geir Þórisson, kveða upp úrskurð í máli þessu. 2. Með beiðni sem barst Endurupptökudómi 13. nóvember 2023 fór endurupptökubeiðandi, A , , , fram á endurupptöku á máli nr. 58/2019, Barnaverndarnefnd Hafnarfjarðar gegn A og B , sem dæmt var í Hæstarétti 10. mars 2020 . Þá krefst endurupptökubeiðandi málskostnaðar fyrir Endurupptökudómi . 3. Gagnaðili, Barnaverndarþjónusta Hafnafjarðar, áður Barnaverndarnefnd Hafnarfjarðar, krefst þess að beiðni endurupptökubeiðanda verði hafnað auk málskostnaðar fyrir Endurupptökudómi. Gagnaöflun í málinu lauk 11. apríl 2024 . Munnlegur málflutningur í má linu fór fram 14. júní 2024. Málsatvik 4. Með framangreindum dómi Hæstaréttar 10. mars 2020 í máli nr. 58/2019 voru endurupptökubeiðandi og eiginkona hans svipt forsjá tveggja barna sinna á grundvelli d - liðar 1. mgr. 29. gr. barnaverndaralaga nr. 80/2002 að kröfu gagnaðila. Börnin höfðu þá verið v istuð utan heimilis á vegum gagnaðila um nokkurra ára skeið en gripið hafði verið til þeirra ráðstafana þegar grunur vaknaði haustið 2015 um að endurupptökubeiðandi hefði beitt dóttur sína kynferðisofbeldi. 5. Upphaf málsins verður rakið til þess að dóttir e ndurupptökubeiðanda lýsti því í viðtali 2015 hjá sérkennslufulltrúa í grunnskóla sínum að faðir hennar, endurupptökubeiðandi, hefði beitt hana kynferðislegu ofbeldi. Viðtalið mun hafa staðið yfir í um tvær og hálfa klukkustund og að því loknu sendi sér kennslufulltrúinn tilkynningu til gagnaðila. Í tilkynningunni kom fram að stúlkan hefði að eigin frumkvæði greint sérkennslufulltrúanum frá ofbeldi á heimilinu og áhyggjum af líðan móður sinnar og bróður. Þá hefði stúlkan greint frá því að endurupptökubeið ítrekaðri kynferðislegri misnotkun af hans hálfu. Af tilkynningunni mátti ráða að bróðir stúlkunnar hefði einnig orðið fyrir árei ti af kynferðislegum toga af hálfu endurupptökubeiðanda. 6. Málið var þegar tilkynnt lögreglu sem boðaði endurupptökubeiðanda til skýrslugjafar sama dag. Við komuna á lögreglustöð var endurupptökubeiðandi handtekinn og sætti hann í framhaldinu gæsluvarðhaldi í fjóra daga. 7. Afskipti gagnaðila af málefnum barnanna hófust á sama tíma og rannsókn lögreglu á ætluðum kynferðisbrotum endurupptökubeiðanda. Samkvæmt skýrslu starfsmanna gagnaðila vaknaði grunur um vanrækslu barnanna í heimsókn þeirra og lögreglu á heim ili endurupptökubeiðanda og fjölskyldu hans við upphaf rannsóknar málsins. Á meðal þess sem fram kemur í gögnum málsins er að mikil óreiða hafi verið á heimilinu og að börnin hafi verið afar illa hirt. Móðir barnanna dvaldi ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 14/2023 - 2 - þá um tíma á heilbrigðisstofnun og með samþykki hennar var börnunum komið fyrir í tímabundinni vistun utan heimilis á vegum gagnaðila. 8. Vegna rannsóknar sakamálsins voru tekin viðtöl við börnin í barnahúsi 201 5 . Samkvæmt gögnum málsins komst stúlkan í mikið uppnám þegar hún gaf skýrs lu og í fyrstu sagst hvorki muna eftir því að endurupptökubeiðandi hefði gert nokkuð á sinn hlut né að hún hefði greint sérkennslufulltrúanum frá einhverju í þá veru. Stúlkan hafi grátið mikið og engin bein svör gefið við spurningum um hvort endurupptökube iðandi hafi brotið kynferðislega gegn henni eða bróður hennar. Sama dag var skýrsla tekin af drengnum sem gaf neikvæð svör við spurningum um það hvort endurupptökubeiðandi hafi brotið gegn honum. 9. Stúlkan gaf skýrslu að nýju í Barnahúsi 2015 og greindi þá frá því að endurupptökubeiðandi 10. Börnin sneru aftur til móður sinnar 2015 en endurupptökubeiðandi var þá fluttur af heimilinu. Gerð var áætlun um meðferð málsins skv. 23. gr. barnaverndarlaga þar sem áhersla var lögð á að börnin, einkum stúlkan, myndu ekki umgangast endurupptökubeiðanda nema að takmörkuðu leyti á meðan sakamálarannsóknin stæði yfir. Skömmu eftir að börnin komu aftur á heimili móður sinnar fór starf sfólk gagnaðila að hafa áhyggjur af högum barnanna er í ljós kom að endurupptökubeiðandi var í samskiptum við stúlkuna. Í byrjun árs 2016 ritaði sálfræðingur Barnahúss bréf til gagnaðila þar sem fram kom að stúlkan nyti ekki stuðnings móður sinnar og því v æru meðferðarviðtöl ekki líkleg til að skila árangri en þegar ung börn ættu í hlut væri mikilvægt að umönnunaraðili tæki þátt í meðferðarvinnunni og héldi áfram með hana á heimilinu . Móðir stúlkunnar lýsti þeirri afstöðu að skólinn hefði farið offari með t ilkynningunni sem byggð væri á misskilningi, barnið hefði ruglast í sinni frásögn og endurupptökubeiðandi hefði ekki gert það sem hann hafi verið sakaður um. 11. Leiddi þetta til þess að í 2016 úrskurðaði gagnaðili um vistun stúlkunnar utan heimilis endur upptökubeiðanda og eiginkonu hans í sex mánuði með stoð í 26. gr., sbr. b. - lið 1. mgr. 27. gr. barnaverndarlaga og var sú niðurstaða staðfest með úrskurði Héraðsdóms Reykjaness. Síðar úrskurðaði héraðsdómur um frekari vistun stúlkunnar utan heimilis og var sá úrskurður staðfestur í Hæstarétti í maí sama ár. 12. Tekin var skýrsla af stúlkunni í Barnahúsi í þriðja sinn 2016 og lýsti hún þá sem fyrr kynferðislegri misnotkun af hálfu endurupptökubeiðanda. Áfram greindi hún frá áhyggjum af bróður sínum og óskum sínum um að hann fengi að búa hjá sér og fósturforeldrum sínum svo hann væri öruggur fyrir endurupptökubeiðanda. 13. Vegna erfiðleika í samstarfi við móður barnanna og upplýsinga um að drengurinn væri í miklum samskiptum við endurupptökubeiðanda úrskurðaði gagnaðili í byrjun 2016, á grundvelli 31. gr. barnaverndarlaga, að drengurinn skyldi einnig færður af heimili mó ður og vistaður á sama heimili og stúlkan. 14. Svo sem rakið er í dómi Hæstaréttar í máli nr. 58/2019 gengu nokkrir úrskurðir um frekari vistun barnanna utan heimilis en þegar dómur í framangreindu máli Hæstaréttar var kveðinn upp hafði stúlkan verið samfleyt t vistuð utan heimilis foreldra í rúm fjögur ár og drengurinn í þrjú og hálft ár. 15. Lögregla hóf rannsókn í 2016 á ætluðum kynferðisbrotum endurupptökubeiðanda gegn drengnum í kjölfar þess að upplýsingar bárust frá fósturmóður hans um kynferðislega hegðu n endurupptökubeiðanda gagnvart honum. Drengurinn lýsti því svo á síðari stigum í skýrslugjöf og ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 14/2023 - 3 - nokkrum viðtölum í Barnahúsi að endurupptökubeiðandi hefði brotið á sér með kynferðislegum hætti. 16. Rannsókn lögreglu á ætluðum kynferðisbrotum endurupptökubeið anda leiddi til útgáfu ákæru á hendur honum 2017 þar sem honum var gefið að sök að hafa beitt bæði börnin kynferðisofbeldi. Líkt og fram kemur í dómi Hæstaréttar í máli nr. 58/2019 hefur endurupptökubeiðandi ætíð neitað þeim ásökunum og var hann sýknað ur af kröfum ákæruvaldsins með dómi Héraðsdóms 2017 í máli nr. . Í forsendum héraðsdóms segir að ekki hefðu verið færðar viðhlítandi sönnur á, svo hafið væri yfir skynsamlegan vafa, að endurupptökubeiðandi hefði gerst sekur um þá háttsemi sem honum var gefin að sök í ákæru. Er þar meðal annars vísað til þess að endurupptökubeiðandi hafi staðfastlega neitað því frá upphafi málsins að hafa beitt börnin kynferðisofbeldi og að framburður hans hafi á engan hátt verið ótrúverðugur að mati dómsins. Tekið va r fram að framburður barnanna hefði ekki verið á einn veg og að engin gögn væru til staðar sem styddu við frásagnir barnanna um að endurupptökubeiðandi hefði beitt þau kynferðisofbeldi. 17. Gagnaðili höfðaði mál á hendur endurupptökubeiðanda og eiginkonu hans í 2017 og krafðist þess að þau yrðu svipt forsjá barna sinna með vísan til a - , c - , og d - liða 1. mgr. 29. gr. barnaverndarlaga. Undir rekstri málsins var aflað matsgerðar C sálfræðings sem dómkvaddur var til að láta í ljós álit sitt á nokkrum atriðum, svo sem forsjárhæfni móður, tengslum barnanna við hana og því hver vilji barnanna væri. Í matsgerð hans frá 12. maí 2018 kom meðal annars fram að hann teldi að veikleikar hefðu verið í forsjárhæfni foreldranna og að ýmislegt hefði mátt fara betur í umönnu n og uppeldi barnanna. Þrátt fyrir sýknudóm í sakamáli á hendur endurupptökubeiðanda upplifðu börnin enn hræðslu og óöryggi í garð föður síns og sökum þess að móðir barnanna hefði tekið afstöðu með endurupptökubeiðanda næði hún ekki að skapa þeim öruggt og tryggt umhverfi. Einnig segir í matsgerð að börnin hefðu verið samkvæm sjalfum sér um að eitthvað hefði gerst og það væri mat sálfræðinga sem sáu um viðtöl við börnin í Barnahúsi að frásagnir þeirra væru trúverðugar. Að mati dómkvadds matsmanns væri vilji barnanna afar skýr um að þau vildu búa áfram á heimili fósturforeldra sinna en hvorugt þeirra vildi snúa aftur á heimil foreldra. Með dómi 16. júlí 2018 féllst Héraðsdómur Reykjaness á kröfur gagnaðila. 18. Dómi héraðsdóms var áfrýjað til Landsréttar sem ómer kti héraðsdóm með dómi sínum 1. mars 2019 og vísaði aftur heim í hérað til löglegrar meðferðar á þeim grundvelli að héraðsdómur hefði verið skipaður tveimur sérfræðingum á sama sviði auk héraðsdómara. Slík skipan hefði verið í andstöðu við ákvæði laga um m eðferð einkamála eins og til háttaði. 19. Með dómi héraðsdóms 6. júní 2019 var fallist á kröfu gagnaðila um sviptingu forsjár barnanna. Málinu var áfrýjað og kvað Landsréttur upp dóm 1. nóvember sama ár og sýknaði endurupptökubeiðanda og eiginkonu hans af krö fu gagnaðila. 20. Hæstiréttur veitti áfrýjunarleyfi 17. desember 2019 á þeim grunni að málið hefði verulegt almennt gildi að barnarétti, einkum að því er varðaði hversu mikið vilji barns ætti að vega í málum er snertu það með tilliti til aðstæðna allra en sýnt þætti af gögnum málsins að börnin vildu ekki búa hjá foreldrum sínum. 21. Í dómi Hæstaréttar er vísað til þeirra fjölmörgu gagna sem lágu fyrir við áfrýjun dóms Landsréttar og þeirra gagna sem aflað var að honum gengnum. Er þar um að ræða gögn frá ýmsum f agaðilum um börnin og foreldra þeirra, líðan barnanna, þroska og heilsu á hverjum tíma. Þar á meðal var getið um framangreinda matsgerð frá 12. maí 2018 sem aflað hafði verið undir rekstri málsins í héraði og foreldrarnir höfðu ekki leitast við að hnekkja með öflun yfirmatsgerðar. Á meðal annarra gagna voru skýrslur og vottorð sálfræðinga með upplýsingum um meðferðarviðtöl við ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 14/2023 - 4 - börnin úr Barnahúsi, mat á forsjárhæfni móður, vottorð starfsmanna gagnaðila um eftirlit með umgengni við móður, greinargerð félagsr áðgjafa gagnaðila, skýrslur skipaðs talsmanns barnanna, skýrsla stuðningsfulltrúa vegna viðtals við stúlkuna um hug hennar til foreldra sinna, skýrslur frá skóla barnanna, meðferðarteymis drengsins, skýrslur barnaspítala og heilsugæslu um andlega líðan stú lkunnar auk lýsinga fósturmóður um líðan barnanna. Þá voru lögð fyrir Hæstarétt endurrit af viðtölum í við börnin í Barnahúsi frá því í og 2016 en þau voru ekki á meðal gagna málsins við meðferð þess fyrir Landsrétti. 22. Í dómi Hæstaréttar kemur fram að í framangreindum gögnum hafi verið frásagnir barnanna af kynferðisofbeldi endurupptökubeiðanda, umfjallanir um vanlíðan beggja barna, einkum stúlkunnar, og afstöðu barnanna til búsetu þeirra og umgengni við foreldra. Taldi rétturinn að engin önnur ályk tun yrði dregin af gögnum málsins en að börnin hafi við alla meðferð málsins verið afdráttarlaus um að þau vildu ekkert samneyti eiga við föður sinn. Gögnin bæru með sér að börnin óttuðust hann og að áliti dómkvadds matsmanns væri sá ótti þeim raunverulegu r. Þá hefðu börnin allan þann tíma sem þau hefði búið hjá fósturforeldrum lýst þeirri afstöðu sinni að þar liði þeim vel og að þau vildu búa þar áfram. 23. Hæstiréttur rakti alþjóðlegar og íslenskar grunnreglur barnaréttar um að hagsmunir barna skuli ávallt h afðir í fyrirrúmi eftir því sem velferð þeirra krefjist og samspil þeirra við stjórnarskrárvarinn rétt til friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu, sbr. 1. mgr. 71. gr. stjórnarskrárinnar, og 3. mgr. 76. gr. hennar sem mæli fyrir um að börnum skuli try ggð sú vernd og umönnun sem velferð þeirra krefjist. Þegar hagsmunir barns væru metnir í því tilliti væri nauðsynlegt að líta til vilja þess eftir því sem aldur þess og þroski stæði til. Að framangreindum reglum virtum og því sem ráðið yrði um vilja barna endurupptökubeiðanda af gögnum málsins þótti það ekki ráða úrslitum að hann hefði verið sýknaður í sakamáli samkvæmt þeim ströngu sönnunarkröfum sem gerðar væru í slíkum málum. 24. Í forsendum Hæstaréttar kemur fram að samkvæmt fyrirliggjandi gögnum, einkum m atsgerð dómkvadds matsmanns frá 12. maí 2018 sem ekki hefði verið hnekkt, væri ljóst að börnin upplifðu verulegan ótta við endurupptökubeiðanda. Fallist var á það með gagnaðila að líklegt væri að heilsu barnanna og þroska væri hætta búin í umsjá endurupptö kubeiðanda sökum þess að breytni hans væri til þess fallin að valda börnunum alvarlegum skaða, sbr. d - lið 1. mgr. 29. gr. barnaverndarlaga og hann því sviptur forsjá beggja barna. Þá bæru gögn málsins með sér að forsjárhæfni eiginkonu endurupptökubeiðanda væri skert og vandséð væri að henni yrði unnt að byggja upp tengsl og traust við börnin að nýju. Var því talið að það yrði börnunum fyrir bestu að fallast á kröfu gagnaðila um að endurupptökubeiðandi og eiginkona hans yrðu svipt forsjá þeirra. 25. Endurupptök ubeiðandi og eiginkona hans kærðu framangreindan dóm Hæstaréttar til Mannréttindadómstóls Evrópu sem komst að þeirri niðurstöðu með dómi 2022 að meðferð málsins hjá Hæstarétti og hjá barnaverndaryfirvöldum hefði ekki brotið gegn ákvæðum Mannréttindasáttmála Evrópu. 26. Í 2022, áður en dómur Mannréttindadómstólsins var kveðinn upp, höfðaði eiginkona endurupptökubeiðanda mál á grundvelli 34. gr. barnaverndarlaga á hendur gagnaðila og fósturforeldrum barnanna til að fá fóstursamningi um fóst urvistun barnanna hnekkt og krafðist þess jafnframt að sér yrði falin forsjá barnanna að nýju. Endurupptökubeiðandi gekk inn í málið með meðalgöngustefnu sem þingfest var 2022. 27. Undir rekstri þess máls var aflað matsgerðar dómkvadds matsmanns og síðar yfirmatsgerðar tveggja dómkvaddra matsmanna, meðal annars til að meta forsjárhæfni foreldra og svara því hvort afstaða barnanna til þeirra hefði breyst. ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 14/2023 - 5 - 28. Í matsgerð D sálfræðings frá 3. janúar 2023 kemur fram að stúlkan hafi greint matsmanni frá því að hún hafi búið til frásagnir af þeim atburðum sem endurupptökubeiðandi var sakaður um en þeir hafi aldrei átt sér stað. Stúlkan hafi sagst skammast sín fyrir það sem hún hafi sagt um hann og þyrði ekki að hitta hann vegna þess sem hún hafi gert honum. Hana lan gaði þó til þess að því gefnu að móðir hennar og bróðir yrðu viðstödd. Þá væri hún ekki hrædd um að pabbi hennar yrði vondur. Í niðurstöðu matsgerðarinnar kemur fram að börnin hafi lýst yfir þeim vilja að móðir færi með forsjá þeirra og að þau yrðu búsett hjá henni. Bæði hefðu börnin lýst yfir áhuga á því að eiga samskipti við föður sinn en í ljósi þess að þau hefðu ekki verið í samskiptum við hann undanfarin ár teldi matsmaður rétt að aðlögun færi fram í áföngum. Um afstöðu barnanna til fósturforeldra sinn a kemur fram að svo virtist sem breytingar hefðu orðið á tengslum þeirra en óvíst hvað væri þess valdandi. Samkvæmt lýsingum þeirra sem til þekktu væri sem börnin bæru ekki lengur traust til fósturforeldra og taldi matsmaðurinn ljóst að bregðast yrði við þ eirri upplifun barnanna með markvissum hætti. Þá taldi matsmaður ekki horft framhjá því að börnin væru að eldast með tilheyrandi þroskabreytingum. Að sama skapi væru fósturforeldrarnir að eldast og ættu sífellt erfiðara með að fylgja eftir breyttum þörfum systkinanna. Um forsjárhæfni foreldranna kemur fram að matsmaður líti svo á að móðir sé hæf til að fara með forsjá barnanna og að faðir hafi burði til að efla sína forsjárhæfni svo fremi að virt yrðu skilyrði um markvissa meðferðarvinnu og aðlögun í samski ptum við börnin á þeirra forsendum. 29. Að beiðni gagnaðila voru dómkvödd til yfirmats þau E og F sálfræðingar og skiluðu þau yfirmatsgerð sinni 17. apríl 2023. Þar kemur meðal annars fram að stúlkan hafi greint yfirmatsmönnunum frá því að fósturmóðir hefði sa gt sér hvað hún ætti að segja í viðtölum. Sjálf myndi hún ekki eftir að hafa sagt að sér liði betur á fósturheimilinu en hjá móður sinni en hún hefði farið að trúa því sem fósturmóðir hefði sagt um foreldra sína, að þau og fjölskyldan öll væru vond. Drengu rinn hafi tekið í sama streng og systir sín en hann myndi ekki eftir því að hann hafi einhverntímann viljað búa frekar hjá fósturforeldrum en hjá móður. Hann vildi flytja til hennar og kynnast föður sínum sem hann vildi að myndi síðar flytja inn til þeirra . Töldu yfirmatsmenn niðurstöður sínar í öllum matsliðum styðja mjög sterklega að breyting á forsjá teldist réttmæt vegna breyttra aðstæðna barnanna og að öll skilyrði 3. mgr. 34. gr. barnaverndarlaga væru uppfyllt. 30. Framangreindu héraðsdómsmáli lauk með g erð dómsáttar 5. maí 2023 þar sem endurupptökubeiðanda og eiginkonu hans var falin forsjá barnanna á ný. Þá liggur fyrir að endurupptökubeiðandi og eiginkona hans hafa hvort fyrir sig og sameiginlega fyrir hönd barna sinna höfðað mál á hendur gagnaðila til viðurkenningar á skaðabótaskyldu og greiðslu miskabóta. Rökstuðningur málsaðila Rökstuðningur endurupptökubeiðanda 31. Endurupptökubeiðandi reisir beiðni sína á 193. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála og byggir á því að uppfyllt séu skilyrði a - og b - liðar 191. gr. fyrir endurupptöku, þ.e. að ný gögn og upplýsingar liggi fyrir og að sterkar líkur verði leiddar að þv í að hin nýju gögn og upplýsingar muni leiða til breyttrar niðurstöðu. 32. Endurupptökubeiðandi vísar til þess að eftir málshöfðunina fyrir Mannréttindadómstól Evrópu hafi honum og eiginkonu hans tekið að berast gögn og upplýsingar um megna óánægju barnanna h já fósturforeldrum og að umönnun þeirra væri þar verulega ábótavant. Þá kæmi fram í þessum gögnum að börnin væru ekki lengur hrædd við endurupptökubeiðanda. ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 14/2023 - 6 - 33. Eiginkona endurupptökubeiðanda hafi höfðað mál 2022 á hendur gagnaðila og fósturforeldrum barn anna fyrir Héraðsdómi til að hnekkja fóstursamningi barnanna og krafist þess að sér yrði veitt forsjá þeirra að nýju. Endurupptökubeiðandi hafi gengið inn í málið með meðalgöngustefnu. Undir rekstri málsins hafi verið aflað matsgerðar dómkvadds matsman ns og síðar yfirmatsgerðar. 34. Í matsgerð D sálfræðings frá 3. janúar 2023 komi meðal annars fram um afstöðu stúlkunnar til endurupptökubeiðanda að hún væri ekki búin að gleyma honum en að það yrði skrítið að hitta hann aftur eftir svona langan tíma. Hana la að hún myndi kjósa að hafa móður sína og bróður með sér þegar það yrði, engan annan. Hún treysti móður sinni. Jafnframt væri haft eftir henni í matsgerð að hún væri ekki hrædd um að enduruppt frá því að hún hafi búið til frásagnir af þeim atburðum sem endurupptökube iðandi hafi verið sakaður um en þeir hafi aldrei átt sér stað. Hún hafi greint matsmanni frá því að hún skammaðist sín fyrir það sem hún hafi sagt um endurupptökubeiðanda og að hún þyrði ekki að hitta hann vegna þess sem hún hefði gert honum. 35. Gagnaðli haf i ekki fellt sig við matsgerðina og farið fram á yfirmat. Í yfirmatsgerð frá 17. apríl 2023 komi fram að stúlkan hafi greint yfirmatsmönnum frá því að fósturmóðir hennar hefði áður fyrr sagt sér hvað hún ætti að segja í viðtölum. Stúlkan myndi ekki eftir þ ví að hafa sagt að sér liði betur á fósturheimilinu en hjá móður sinni og haft væri eftir stúlkunni að hún hafi farið að trúa því sem fósturmóðir hennar segði um foreldra hennar, að þau væru vond líkt og fjölskylda þeirra öll. Í yfirmatsgerð segi síðan af frásögn drengsins, aðspurður um breytta afstöðu sína til búsetu hjá móður, að hann myndi ekki eftir því að hafa einhvern tímann frekar viljað búa á fósturheimilinu en hjá móður sinni. Hann vildi flytja til móður og kynnast föður sínum, sem hann vildi að my ndi síðar flytja inn til þeirra. 36. Héraðsdómsmálinu hafi lokið með gerð dómsáttar um að endurupptökubeiðandi og eiginkona hans skyldu fara sameiginlega með forsjá og lögheimili barnanna. 37. Endurupptökubeiðandi kveðst hafa búið við það að hafa verið sakaður um að hafa sýnt af sér óverjandi kynferðislega hegðun gagnvart börnum sínum allt frá því að málið hófst 2015. Þrátt fyrir sýknudóm Héraðsdóms 2017 hafi þessar ásakanir verið sem rauður þráður í gegnum allt forsjársviptingarferlið sem hafi staðið yfir hátt í átta ár. 38. Í dómi Hæstaréttar komi fram að talið hafi verið með vísan til gagna málsins, einkum matsgerðar dómkvadds matsmanns frá árinu 2018, að börnin upplifðu verulegan ótta við endurupptökubeiðanda þannig að heilsu þeirra og þroska væri hætta bú in í umsjá hans sökum þess að breytni hans væri til þess fallin að valda börnunum alvarlegum skaða. 39. Nú hafi verið sýnt fram á að endurupptökubeiðandi hafi aldrei sýnt af sér þá háttsemi sem hann hafi verið sakaður um og hafi verið megin ástæða forsjársvip tingarinnar. Hann hafi þurft að sitja undir þeim ávirðingum um árabil með gríðarlegum afleiðingum fyrir sig. Börnin hafi verið tekin frá honum á grundvelli rangra sakargifta og málið hafi gengið svo langt af hálfu barnaverndaryfirvalda að lagt hafi verið a ð eiginkonu hans að losa sig algerlega við hann til að eiga möguleika á því að fá börnin aftur til sín. Í ofanálag hafi samfélagið hafnað honum, honum hafi verið vísað úr kórastarfi sem hann hafi verið í um árabil og hann hafi dregið sig úr öllu félagsstar fi. Endurupptökubeiðandi kveðst hafa liðið sálarkvalir og leiti nú eftir uppreist æru. ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 14/2023 - 7 - 40. Við endurupptöku málsins muni endurupptökubeiðandi gera kröfu um að staðfestur verði dómur Landsréttar um sýknu endurupptökubeiðanda af kröfu gagnaðila um forsjársvipti ngu og að sér verði dæmdur málskostnaður. Rökstuðningur gagnaðila 41. Kröfu sína um að beiðni endurupptökubeiðanda verði hafnað byggir gagnaðili í fyrsta lagi á því að endurupptökubeiðandi hafi ekki stórfellda hagsmuni af endurupptöku málsins, svo sem áskilið sé í 1. mgr. 191. gr. laga nr. 91/1991. Með dómi Hæstaréttar í mál i nr. 58/2019 hafi endurupptökubeiðandi og eiginkona hans verið svipt forsjá barna sinna, þar sem fyrirliggjandi gögn málsins, einkum matsgerð dómkvadds matsmanns frá árinu 2018, þóttu bera með sér að börnin upplifðu verulegan ótta við endurupptökubeiðanda þannig að heilsu þeirra og þroska væri hætta búin í umsjá hans. Jafnframt að forsjárhæfni eiginkonu endurupptökubeiðanda væri skert og að vandséð þætti að henni tækist að byggja upp tengsl og traust við börnin að nýju, sem auk framangreinds þóttu hafa sýn t sterkan vilja til að búa áfram hjá fósturforeldrum sínum. 42. Gagnaðili vísar til þess að mál sem barnaverndaryfirvöld höfði til sviptingar forsjár lúti öðrum lögmálum en einkamál almennt. Vegna eðlis málanna sé málsmeðferð þeirra nokkuð frábrugðin því sem almennar reglur laga um meðferð einkamála geri ráð fyrir, líkt og nánar greini í X. kafla barnaverndarlaga. Af sérstöku eðli forsjármála leiði jafnframt að meginregla einkamálaréttarfars um bindandi réttaráhrif dóma (res judicata), sem komi fram í 116. gr. laga nr. 91/1991 eigi ekki við um þau mál með sama hætti og um önnur einkamál. 43. Með 2. mgr. 34. gr. barnaverndarlaga sé foreldri sem svipti hafi verið forsjá á grundvelli 29. gr. laganna tryggður réttur til að krefjast þess fyrir dómi að fyrri dómi um fo rsjársviptingu verði breytt og því falin forsjá barnsins að nýju, enda hafi aðstæður þeirra breyst til hins betra og breyting verði að öðru leyti talin í samræmi við hagsmuni barnsins. 44. Gagnaðili bendi á að endurupptökubeiðandi og eiginkona hans hafi þegar neytt þessa úrræðis 34. gr. barnaverndarlaga er þau hafi höfðað héraðsdómsmálið nr. E - fyrir Héraðsdómi til breytingar á dómi Hæstaréttar í máli nr. 58/2019. Undir rekstri héraðsdómsmálsins hafi verið aflað matsgerðar dómkvadds matsmanns og síðar y firmatsgerðar. Niðurstaða beggja matsgerða hafi verið sú að afstaða barnanna gagnvart endurupptökubeiðanda hefði í reynd breyst þannig að þau væru ekki lengur hrædd við hann, líkt og það sé orðað í endurupptökubeiðni. Gagnaðili sjái þó ástæðu til að árétta sérstaklega að árum saman og samkvæmt fjölda sérfræðinga sem höfðu komið að málum barnanna hafi börnin óttast endurupptökubeiðanda og ítrekað lýst skýrum vilja til að búa ekki hjá foreldrunum. Breytt afstaða barnanna hafi fyrst komið fram undir rekstri hé raðsdómsmáls nr. E - en málinu hafi á grundvelli þeirrar forsendu lokið með dómsátt 5. maí 2023 þar sem endurupptökubeiðanda og eiginkonu hans hafi verið falin forsjá barnanna að nýju. Með því hafi réttaráhrif dóms Hæstaréttar endanlega fallið niður. 45. Ga gnaðili byggi á því að þar sem aðila forsjármáls sé að lögum tryggður réttur til að krefjast breytingar á dómi um forsjársviptingu geti hann ekki talist hafa stórfellda hagsmuni af því að fá mál endurupptekið þannig að fullnægt sé skilyrði 1. mgr. 191. gr. laga nr. 91/1991. Aðila forsjármáls sé þegar tryggður rýmri réttur til að fá dómi breytt með ákvæðum barnaverndarlaga, svo sem með tilliti til nýrra gagna eða upplýsinga í málinu. Því séu ekki skilyrði til endurupptöku forsjármála nema þá aðeins að aðili eigi þess ekki kost að neyta umræddrar heimildar 34. gr., þ.e. séu ekki liðnir tólf mánuðir frá því að foreldri var svipt forsjá með endanlegum dómi, sbr. 3. mgr. 34. gr. barnaverndarlaga. ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 14/2023 - 8 - 46. Í öðru lagi byggir gagnaðili á því að endurupptökubeiðanda skorti lögvarða hagsmuni af endurupptöku málsins. Sú meginregla gildi í einkamálaréttarfari að ekki verði leyst úr kröfu aðila í dómsmáli nema það geti skipt máli fyrir stöðu hans að lögum að fá dóm um hagsmuni sína. 47. Um þetta vísi gagnaðili til þess að endurupp tökubeiðandi og eiginkona hans fari þegar sameiginlega með forsjá barna sinna eftir að réttaráhrif dóms Hæstaréttar féllu endanlega niður með gerð framangreindar dómsáttar 5. maí 2023. Því verði ekki séð að endurupptökubeiðandi hafi sérstaka eða lögvarða h agsmuni af því að fá dóm Hæstaréttar um forsjársviptingu endurupptekinn og réttaráhrifum dómsins hrundið. Myndi það engu breyta um stöðu hans að lögum þótt fallist yrði á kröfu hans um endurupptöku málsins og Hæstiréttur féllist á kröfu hans um staðfesting u dóms Landsréttar um sýknu af kröfu gagnaðila um forsjársviptingu. Raunar telji gagnaðili fyrirséð að Hæstiréttur myndi vísa máli endurupptökubeiðanda frá réttinum án kröfu, ef fallist yrði á kröfu hans um endurupptöku málsins, með vísan til þess að endur upptökubeiðandi hafi enga sérstaka hagsmuni af því að fá dóm um kröfur sínar í málinu að nýju þegar fyrir liggi að réttaráhrif dóms í máli nr. 58/2019 hafi fallið niður með gerð fyrrgreindrar dómsáttar. 48. Gagnaðili byggir í þriðja lagi á því að sjónarmið en durupptökubeiðanda um uppreist æru geti ekki leitt til endurupptöku málsins. Gagnaðili áréttar að krafa um sviptingu forsjár hafi ekki verið gerð á þeim grundvelli einum að grunur léki á því að endurupptökubeiðandi hefði gerst sekur um kynferðisbrot gegn b örnunum, heldur á því mati að uppfyllt væru skilyrði a - , c - og d - liða 1. mgr. 29. gr. barnaverndarlaga og að önnur og vægari úrræði hefðu verið fullreynd. 49. Gagnaðili taki undir þá forsendu Hæstaréttar að það geti ekki ráðið úrslitum í málinu að endurupptö kubeiðandi hafi verið sýknaður af ákæru um refsiverða háttsemi í sakamáli, heldur verði að virða atvik málsins í heild sinni með hliðsjón af því hvað sé börnunum fyrir bestu. Ráðið verði af forsendum dómsins að niðurstaða réttarins byggi á heildstæðu mati allra gagna málsins, þar á meðal matsgerð dómkvadds matsmanns sem endurupptökubeiðandi og eiginkona hans hafi ekki leitast við að hnekkja, og fjölmargra annarra gagna sem hafi þótt sýna afdráttarlaust að skilyrði forsjársviptingar væru uppfyllt. 50. Krafa end urupptökubeiðanda virðist að mati gagnaðila byggja á þeim grundvallarmisskilningi að meginástæða forsjársviptingarinnar hafi verið ásakanir á hendur honum um kynferðisbrot gagnvart börnunum. 51. Gagnaðili bendi á að niðurstaða Hæstaréttar um forsjársviptingu geti með engu móti talist vera áfellisdómur yfir endurupptökubeiðanda vegna kynferðisbrots enda hafi legið fyrir að hann hefði verið sýknaður af þeim sakargiftum. Endurupptaka dóms Hæstaréttar geti því í engu tilfelli breytt stöðu hans að lögum, né veitt h onum uppreist æru. Það hugtak vísi enda almennt til þess að aðili fái að njóta aftur þeirra borgaralegu réttinda sem glatist við uppkvaðningu 12 mánaða fangelsisdóms eða lengur. 52. Þá árétti gagnaðili að Mannréttindadómstóll Evrópu hafi þegar komist að þeirr i niðurstöðu að meðferð málsins fyrir Hæstarétti og hjá barnaverndaryfirvöldum hafi ekki falið í sér brot á ákvæðum Mannréttindasáttmála Evrópu. Sérstaklega hafi verið tekið fram í dómi Mannréttindadómstólsins að dómurinn teldi ljóst að Hæstiréttur hefði e kki byggt niðurstöðu sína um forsjársviptingu á því að ásakanirnar á hendur endurupptökubeiðanda væru sannar þrátt fyrir að hann hafi verið sýknaður af þeim í sakamáli. Þvert á móti hafi Mannréttindadómstóllinn talið ljóst að Hæstiréttur hefði tekið tillit til sýknudómsins og tekið fram að sýkna ein og sér gæti ekki verið ráðandi um niðurstöðu í barnaverndarmáli. ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 14/2023 - 9 - 53. Loks byggi gagnaðili á því að engin fullnægjandi rök séu færð fyrir því í endurupptökubeiðni að fullnægt sé skilyrðum a - og b - liðar 1. mgr. 191. gr. laga nr. 91/1991. Gagnaðili telji, svo sem að framan sé rakið, að endurupptökubeiðandi eigi enga stórfellda hagsmuni af endurupptöku dómsins þar sem réttaráhrif hans hafi fallið niður með gerð dómsáttarinnar 5. maí 2023. Þá geti endurupptökubeiðandi ek ki heldur talist hafa sérstaka hagsmuni af endurupptöku málsins á grundvelli þeirrar málsástæðu hans að nú liggi fyrir að hann sé saklaus af þeim ávirðingum sem á hann hafi verið bornar enda hafi hann þegar verið sýknaður af þeim sakargiftum þegar dómur Hæ staréttar hafi verið kveðinn upp. 54. Gagnaðili mótmæli því sérstaklega að sterkar líkur hafi verið leiddar að því að ný gögn eða upplýsingar leiði til þeirrar ályktunar að málsatvik hafi ekki verið leidd réttilega í ljós þegar málið hafi verið til meðferðar fyrir Hæstarétti og að gögnin muni leiða til breyttrar niðurstöðu í mikilvægum atriðum. Sýknudómur endurupptökubeiðanda geti sem fyrr segi ekki talist til nýrra gagna í skilningi a - og b - liða 1. mgr. 191. gr. laga nr. 91/1991, enda hafi upplýsingar um dómi nn legið fyrir þegar málið hafi verið dæmt í Hæstarétti. 55. Jafnframt mótmæli gagnaðili því að breytt afstaða barnanna til endurupptökubeiðanda geti talist til nýrra gagna og/eða upplýsinga í þeim skilningi að málsatvik hafi ekki verið réttilega leidd í ljós þegar málið var til meðferðar fyrir Hæstarétti. Málsatvikin hafi verið réttilega leidd í ljós í málinu og lagður á það dómur á grundvelli fyrirliggjandi gagna og upplýsinga á þeim tíma er málið var til meðferðar. Breytt afstaða barnanna eftir að dómur Hæs taréttar var kveðinn upp geti ekki leitt til þeirrar niðurstöðu að málsatvik teljist ekki hafa verið réttilega leidd í ljós fyrir Hæstarétti. Breytt afstaða barnanna hafi hins vegar leitt til þess að réttaráhrif dóms Hæstaréttar hafi verið felld úr gildi m eð gerð framangreindrar dómsáttar þegar endurupptökubeiðanda og eiginkonu hans hafi verið falin forsjá barnanna að nýju. 56. Niðurstaða um að svipta endurupptökubeiðanda og eiginkonu hans forsjá barnanna hafi meðal annars byggt á matsgerð dómkvadds matsmanns frá 12. maí 2018 sem aflað hafi verið undir rekstri málsins í héraði. Niðurstaða matsgerðarinnar hafi verið sú að hvorugt foreldranna væri hæft til að fara með forsjá barnanna en þau hafi ekki freistað þess að hnekkja niðurstöðum matsgerðarinnar með því að afla yfirmats. Gagnaðili byggi á því að jafnvel þótt litið yrði á nýjar matsgerðir sem ný gögn og upplýsingar í skilningi a - liðar 1. mgr. 191. gr. laganna þá leiði útilokunarregla einkamálaréttarfars til þess að þær geti ekki verið grundvöllur þess að fal list verði á beiðni um endurupptöku málsins. Andsvör endurupptökubeiðanda 57. Endurupptökubeiðandi áréttar að mál þetta hefði aldrei farið af stað ef ekki hefði verið fyrir ásakanir á hendur sér um kynferðisofbeldi gegn börnum sínum. Þessar ásakanir hafi verið sem rauður þráður í gegnum alla málsmeðferðina og ráðið afstöðu dómara. L ögð hafi verið áhersla á ofsahræðslu barnanna, einkum stúlkunnar, við endurupptökubeiðanda og að þau gætu ekki hugsað sér að vera í námunda við hann. Ásakanir um kynferðismisnotkun hafi því verið eina ástæða forsjársviptingarinnar ásamt afstöðu barnanna ti l endurupptökubeiðanda. 58. Endurupptökubeiðandi kveður málsástæður gagnaðila alls ekki eiga við í máli þessu. Tilvísun til 34. gr. barnaverndarlaga komi málinu ekki við enda fjalli þar um rétt foreldra til að krefjast forsjár barna að nýju vegna breyttra aðs tæðna. Krafa hans um endurupptöku hvíli hins vegar á þeirri forsendu að dómur Hæstaréttar hafi verið rangur þar sem hann byggi að meginhluta á frásögn stúlku sem fengin hafi verið með óheiðarlegum hætti. Því til stuðnings bendi endurupptökubeiðandi á að að gagnaðili hafi fellt málið niður um leið og stúlkan hafi leiðrétt framburð sinn um kynferðislega ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 14/2023 - 10 - misnotkun af hálfu endurupptökubeiðanda og um afstöðu sína til hans. Gagnaðili hafi ekki kannað heimilisaðstæður og í reynd fallið algerlega frá öðrum ástæðum forsjársviptingarinnar. Því sé eðlilegt að líta svo á að gagnaðili telji ásakanir um kynferðislega misnotkun barnanna og hræðslu þeirra við endurupptökubeiðanda vera einu ástæðu forsjársviptingarinnar. 59. Um tilvísun gagnaðila til niðurstöðu Mannréttindadóm stóls Evrópu bendi endurupptökubeiðandi á að dómstóllinn horfi eingöngu til þess hvort formskilyrðum hafi verið fullnægt, þ.e. hvort Hæstiréttur hafi gætt allra lagaákvæða sem snúi að forsjársviptingu en fari ekki efnislega yfir málið. Vísun til dóms Mannr éttindadómstólsins hafi því enga þýðingu í máli þessu enda sé hér ekki til umfjöllunar hvort gætt hafi verið lagaákvæða við forsjársviptinguna heldur hvort efnisleg niðurstaða Hæstaréttar hafi verið röng þar sem byggt hafi verið á forsendum sem hafi reynst ósannar. 60. Hvað varði þá másástæðu gagnaðila að endurupptökubeiðandi hafi ekki lögvarða hagsmuni af endurupptöku málsins þar sem forsjá barnanna hafi verið breytt með dómsátt vísar endurupptökubeiðandi til þess að endurupptökubeiðni hans byggi á 191. gr. l aga nr. 91/1991 og fullnægi þeim skilyrðum sem þar séu talin. Í máli þessu séu lögð fram ný gögn sem kollvarpi forsendum dóms Hæstaréttar. Hæstiréttur hafi kosið að líta að hluta til fram hjá sýknudómi Héraðsdóms og vitni til forsendna dómkvadds matsma nns sem hafi algerlega litið fram hjá sýknu endurupptökubeiðanda. Það að gerð hafi verið dómsátt í héraðsdómsmáli vegna nýrra gagna breyti því ekki að yfir endurupptökubeiðanda hvíli rangur dómur Hæstaréttar. Hann hafi lögvarða hagsmuni af endurupptöku efn islega rangs dóms, þar sem hann sé úthrópaður kynferðisafbrotamaður og ómögulegt foreldri. Dómur Hæstaréttar sé grafalvarlegur fyrir endurupptökubeiðanda og standi þar til honum hafi verið breytt eða hann felldur úr gildi með öðrum dómum Hæstaréttar. Dómsá tt í héraði breyti engu þar um. 61. Nú liggi fyrir raunveruleg afstaða barnanna þar sem þau afturkalla fyrri framburð sinn og skýri satt og rétt frá. Sú afstaða hljóti að teljast til nýrra gagna og nýrra upplýsinga en meðal annars hafi nú komið í ljós að þeim hafi verið stýrt um það sem þau hafi átt að segja í viðtölum. Hefðu þessi nýju gögn legið fyrir á sínum tíma hefðu þau án nokkurs vafa breytt niðurstöðu Hæstaréttar. Gögnin hafi þegar leitt til þess að gagnaðili hafi gefist upp þegar þau voru lögð fram í Héraðsdómi og afhent endurupptökubeiðanda börnin. 62. Varðandi þá málsástæðu að meginþungi málsins hafi byggt á meintu kynferðisofbeldi gagnvart börnunum sé rétt að víkja að því að í forsendum dóms Landsréttar komi fram að afstaða gagnaðila hafi virst mót ast af þeirri sannfæringu starfsmanns nefndarinnar að endurupptökubeiðandi hefði misnotað börnin þrátt hann hefði verið sýknaður af þeim sakargiftum í sakamáli. Að mati Landsréttar hafi sú afstaða samræmst illa þeim sjónarmiðum sem ákvæði 1. mgr. 70. gr. s tjórnarskrárinnar og 2. mgr. 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu séu reist á, en þar sé kveðið á um að hver sá sem borinn sé sökum um refsiverða háttsemi sé saklaus þar til sekt hans hafi verið sönnuð. Sýkna af sakargiftum hafi að mati réttarins gefið gagna ðila fullt tilefni til að endurskoða í heild aðkomu sína að málinu. Andsvör gagnaðila 63. Gagnaðili kveður fullyrðingu endurupptökubeiðanda um að málið hefði aldrei farið af stað ef ekki hefði komið til ásakana um kynferðislega misnotkun ekki eiga við nein r ök að styðjast. Þó svo að upphaf málsins megi rekja til tilkynningar 2015 um að stúlkan hefði greint frá kynferðislegri ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 14/2023 - 11 - misnotkun af hálfu endurupptökubeiðanda hafi gagnaðili höfðað forsjársviptingarmálið á þeim grundvelli að endurupptökubeiðanda og ei ginkonu hans skorti hæfi til að fara með forsjá barnanna. Að mati gagnaðila hafi heilsu barnanna og þroska verið hætta búin í umsjá foreldra við óbreyttar aðstæður en börnin hafi eindregið lýst þeirri afstöðu sinni að þau vildu ekki búa hjá foreldrum sínum . 64. Hæstiréttur hafi með fyrrgreindum dómi sínum svipt endurupptökubeiðanda og eiginkonu hans forsjá barnanna á grundvelli fyrirliggjandi gagna málsins um forsjárhæfni móður og neikvæðrar afstöðu barnanna til endurupptökubeiðanda og búsetu hjá móður. Getið sé um sýknudóminn í dómi Hæstaréttar en niðurstaða um forsjársviptingu hafi ekki byggt á því að ásakanir á hendur endurupptökubeiðanda væru sannar. 65. Þá séu haldlausar fullyrðingar endurupptökubeiðanda í þá veru að gagnaðili hafi eingöngu fallist á að fela honum og eiginkonu hans forsjá barnanna að nýju vegna þess að stúlkan hafi horfið frá fyrri frásögn sinni um kynferðislega misnotkun af hálfu endurupptökubeiðanda. Málinu hafi verið lokið með dómsátt þar sem í mati dómkvaddra matsmanna hafi komið fram að b örnin væru ekki lengur hrædd við endurupptökubeiðanda og að þau hafi lýst yfir eindregnum vilja til að búa hjá móður sinni. Málinu hafi verið lokið með gerð dómsáttarinnar með hliðsjón af áðurnefndri meginreglu um að taka skuli tillit til vilja barna við ú rlausn mála er varða hagsmuni þeirra. 66. Þá hafni gagnaðili sérstaklega sem röngum og ósönnuðum fullyrðingum endurupptökubeiðanda um að frásögn stúlkunnar um kynferðisbrot endurupptökubeiðanda hafi verið fengin með óheiðarlegum hætti. Í málinu liggi fyrir fjölmargar skýrslur fagaðila um viðtöl við börnin, matsgerð dómkvadds matsmanns, viðtöl barnanna við skipaðan talsmann og meðferðaraðila þeirra í Barnahúsi sem beri um ótta barnanna við endurupptökubeiðanda og skýran vilja þeirra um að búa ekki hjá foreldr um. 67. Síðari frásögn stúlkunnar þar sem hún hverfi frá upphaflegum framburði um kynferðisbrot endurupptökubeiðanda geti ekki rennt stoðum undir endurupptöku dóms Hæstaréttar enda hafi niðurstaða Hæstaréttar ekki byggt á meintum brotum hans heldur afstöðu bar nanna til hans og forsjárhæfni móður samkvæmt þeim gögnum sem fyrir lágu á þeim tíma. 68. Endurupptökubeiðandi hafi ekki lagt fram neinar nýjar upplýsingar eða gögn í málinu sem sýni að afstaða barnanna hafi í reynd verið önnur þegar dómur Hæstaréttar hafi ve rið kveðinn upp. Skilyrði a - og b - iða 1. mgr. 191. gr. laga nr. 91/1991 séu því ekki fyrir hendi. 69. Endurupptökubeiðandi fari fram á að vera hreinsaður af ólögmætum ásökunum um kynferðislega misnotkun og um leið að vera alls óhæfur forsjáraðili, líkt og ha nn komist að orði í greinargerð sinni til Endurupptökudóms. Hann fullyrði jafnframt að hann hafi með dómi Hæstaréttar verið úthrópaður kynferðisbrotamaður og ómögulegt foreldri. Þessar málsástæður endurupptökubeiðanda virðist að mati gagnaðila byggðar á mi sskilningi um forsendur Hæstaréttar en líkt og fram hafi komið hafi niðurstaða Hæstaréttar byggt á fyrirliggjandi gögnum og afstöðu barnanna. Þess sé raunar sérstaklega getið í forsendum Hæstaréttar að endurupptökubeiðandi hafi verið sýknaður af ákæru um k ynferðislega misnotkun barnanna og því vandséð að dómur Hæstaréttar geti falið í sér einhvern áfellisdóm vegna þeirra brota þannig að endurupptökubeiðandi hafi einhverja lögvarða hagsmuni af endurupptöku hans. Niðurstaða ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 14/2023 - 12 - 70. Samkvæmt 1. mgr. 191. gr., sbr. 1 . mgr. 193. gr. laga nr. 91/1991 getur Endurupptökudómur orðið við beiðni um að mál sem dæmt hefur verið í Hæstarétti verði endurupptekið ef skilyrðum a - eða b - liðar ákvæðisins er fullnægt, enda mæli atvik með því að leyfið verði veitt, þar á meðal að stór felldir hagsmunir aðilans séu í húfi. Í a - lið 1.mgr. 191. gr. er kveðið á um heimild til endurupptöku máls ef sterkar líkur eru leiddar að því með nýjum gögnum eða upplýsingum um að málsatvik hafi ekki verið leidd réttilega í ljós þegar það var til meðferð ar og aðilanum verður ekki um það kennt og að gögnin eða upplýsingarnar muni verða til breyttrar niðurstöðu í mikilvægum atriðum. Samkvæmt b - lið er endurupptaka heimiluð ef sterkar líkur eru leiddar að því að ný gögn eða upplýsingar um annað en málsatvik m uni verða til breyttrar niðurstöðu í mikilvægum atriðum. 71. Af 3. mgr., sbr. 7. mgr. 192. gr. laga nr. 91/1991 leiðir að um málsmeðferð fyrir Endurupptökudómi gildi almenn ákvæði laganna að því marki sem ekki er að finna sérreglur um hana í XXVIII og XXIX. kafla þeirra. Í ákvæðum 116. gr. laga nr. 91/1991 felast re glur um réttaráhrif dóma byggðar á þeirri grunnreglu að dómur skuli vera endir allrar þrætu og sama sakarefni því ekki dæmt að nýju. 72. Með 2. mgr. 34. gr. barnaverndarlaga er foreldri sem svipt hefur verið forsjá á grundvelli 29. gr. laganna tryggður réttur til að krefjast þess fyrir dómi að fyrri dómi um forsjársviptingu verði breytt og því falin forsjá barnsins að nýju, enda hafi aðstæður þess breyst til hins betra og breyting verði að öðru leyti talin í samræmi við hagsmuni barnsins, sbr. 3. mgr. 34. gr. Að þessu leyti lúta mál sem barnaverndaryfirvöld höfða til sviptingar forsjár öðrum lögmálum en önnur einkamál almennt, en um sérreglu er að ræða sem leiðir af sérstöku eðli slíkra mála og tryggir foreldrum rýmri aðgang að dómstólum en í hefðbundnum einkam álum. Í athugasemdum við frumvarp það er varð að lögum nr. 80/2002 kemur fram að ekki þyki hjá því komist að gera ráð fyrir því að foreldrar sem sviptir hafi verið forsjá hafi leiðir til að fá því breytt ef aðstæður þeirra hafa breyst til hins betra og bre yting er að öðru leyti talin í samræmi við hagsmuni barnsins. Sem endranær skulu hagsmunir barns hafðir í fyrirrúmi við töku ákvarðana sem það snerta, sbr. 1. mgr. 4. gr. barnaverndarlaga. Sú regla felst jafnframt í 3. mgr. 76. gr. stjórnarskrárinnar og 1. mgr. 3. gr. samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins frá 20. nóvember 1989 sem veitt var gildi með lögum nr. 19/2013. Þá ber að taka tillit til vilja barna eftir því sem aldur þeirra og þroski leyfir. 73. Endurupptökubeiðandi og eiginkona hans neyttu úrræðis 34. gr. barnaverndarlaga þegar þau höfðuðu héraðsdómsmálið nr. E - fyrir Héraðsdómi til breytingar á dómi Hæstaréttar í máli nr. 58/2019. Undir rekstri héraðsdómsmálsins var aflað nýrra gagna; matsgerðar dómkvadds matsmanns og síðar yfirmats gerðar. Niðurstaða beggja matsgerðanna var sú að afstaða barnanna til forsjár og búsetu og afstaða þeirra gagnvart endurupptökubeiðanda hefði breyst frá því að dómur Hæstaréttar var kveðinn upp. Þá hefðu báðir foreldrar bætt foreldrahæfni sína og töldu yfi rmatsmenn að uppfyllt væru öll skilyrði 3. mgr. 34. gr. fyrir því að veita foreldrunum forsjá barnanna að nýju. Á grundvelli framangreinds mats gerðu málsaðilar framangreinda dómsátt 5. maí 2023 og féllu þar með niður réttaráhrif dóms Hæstaréttar. 74. Svo sem fram kemur í dómi Hæstaréttar í máli nr. 58/2019 var áfrýjunarleyfi veitt á þeim grundvelli að málið hefði verulegt gildi að barnarétti, einkum um það hversu mikið vilji barns ætti að vega í málum er það snerti með tilliti til allra aðstæðna. Niðurstaða Hæ staréttar um að svipta endurupptökubeiðanda og eiginkonu hans forsjá barnanna byggði á fjölda gagna sem þá lágu fyrir frá ýmsum sérfræðingum í málefnum barna og starfsfólki gagnaðila sem þóttu sýna fram á skerta forsjárhæfni foreldranna, vanrækslu barnanna , ótta þeirra við endurupptökubeiðanda og eindreginn vilja til að búa ekki hjá foreldrum sínum. Matsgerða þeirra sem endurupptökubeiðandi reisir nú endurupptökubeiðni sína meðal annars á var aflað undir rekstri framangreinds héraðsdómsmáls ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 14/2023 - 13 - sem hann og eigi nkona hans höfðuðu til breytingar á dómi Hæstaréttar um forsjársviptingu. Grundvöllur slíkra mála er sem fyrr segir að breytingar hafi orðið á aðstæðum foreldra til hins betra og að breytingar á fyrri dómi séu að öðru leyti í samræmi við hagsmuni barns. Ve rkefni matsmanns og yfirmatsmanna var að meta hvort þeim skilyrðum væri fullnægt eins og aðstæður voru á þeim tíma. Upplýsingar sem fram koma í matsgerðunum og niðurstöðum þeirra leiða í ljós þær breytingar sem þá höfðu orðið á afstöðu barnanna og aðstæðum foreldranna en leiða ekki líkur að því að málsatvik hafi ekki verið réttilega leidd í ljós þegar málið var til meðferðar fyrir Hæstarétti. Geta þær því ekki talist til nýrra gagna eða upplýsinga skilningi a - eða b - liðar 1. mgr. 191. gr. laga nr. 91/1991. 75. Afstaða barns á hverjum tíma getur vegið þungt í forsjársviptingarmálum en getur eðli málsins samkvæmt ekki fallið undir það að teljast ný gögn eða upplýsingar í skilningi a - eða b - liðar 191. gr. laga nr. 91/1991, enda verða dómstólar í málum af þessu t agi að leiða þau til lykta á grundvelli þeirra sönnunargagna sem fyrir liggja á hverjum tíma. Breytt afstaða eins og fyrir liggur í máli þessu felur í sér seinni tíma afstöðu barnanna sem ekki var fyrir hendi við þá meðferð málsins fyrir dómstólum sem lauk með dómi Hæstaréttar 10. mars 2020. Málsatvikin voru réttilega leidd í ljós í málinu á grundvelli fyrirliggjandi gagna og upplýsinga á þeim tíma sem forsjársviptingarmálið var til meðferðar fyrir dómstólum. Breytt afstaða barnanna eftir að dómur Hæstarétt ar hafði gengið þann 10. mars 2020 felur þannig ekki í sér að málsatvik teljist ekki hafa verið réttilega leidd í ljós fyrir Hæstarétti í skilningi a - liðar 1. mgr. 191. gr. laga nr. 91/1991 eða um annað en málsatvik í skilningi b - liðar 1. mgr. 191. gr. Þan nig voru málsatvik í raun réttilega í ljós leidd í skilningi ákvæðisins þegar forsjársviptingarmálið var til meðferðar fyrir Hæstarétti. 76. Ekki er fallist á það með endurupptökubeiðanda að sjónarmið um uppreist æru hans geti verið grundvöllur endurupptöku m álsins. Engin lagaskilyrði eru til þess. 77. Breytt afstaða barnanna og dómsátt sú sem gerð var 5. maí 2023 þess efnis að endurupptökubeiðandi og eiginkona hans fengu að nýju sameiginlega forsjá barna sinna felldi í raun úr gildi réttaráhrif dóms Hæstaréttar sem hér er beðist endurupptöku á. Með vísan til alls framangreinds er það niðurstaða Endurupptökudóms að ekki séu uppfyllt skilyrði laga fyrir endurupptöku málsins og ber því að hafna beiðni endurupptökubeiðanda. Með hliðsjón af atvikum öllum er rétt að má lskostnaður milli aðila falli niður. Úrskurðarorð: Beiðni endurupptökubeiðanda, A , um endurupptöku á máli nr. 58/2019 sem dæmt var í Hæstarétti 10. mars 2020 er hafnað. Málskostnaður fellur niður.