Úrskurður fimmtudaginn 16. desember 2021 í mál i nr . 3 6 /2021 Endurupptökubeiðni Kristjáns S. Guðmundssonar 1. Dómararnir Aðalsteinn E. Jónasson, Eyvindur G. Gunnarsson og Jóhannes Karl Sveinsson kveða upp úrskurð í máli þessu. 2. Með beiðni sem barst Endurupptökudómi 17. september 2021 fór endurupptökubeiðandi fram á endurupptöku á dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 21 . október 20 03 í máli nr. E - 13455/2002: Garðyrkja ehf. gegn Kristjáni S. Guðmundssyni og Elínu R. Finnbogadóttur . Má lsatvik 3. Með beiðni 3. júlí 2001 óskuðu endurupptökubeiðandi og Elín R. Finnbogadóttir eftir því að Héraðsdómur Reykjavíkur dómkveddi matsmann til að meta fjárhagslegt tjón sem þau töldu sig hafa orðið fyrir vegna þess að eigandi neðri hæðar í fjöleignarhúsi sem þau áttu íbúð í, felldi tré og an nan gróður í sameiginlegum garði við nánar tilgreinda götu í Reykjavík . 4. Á dómþingi 30. sama mánaðar var Steinþór Einarsson skrúðgarðyrkjumeistari dómkvaddur til þess að framkvæma umbeðið mat. Skilaði hann í framhaldi matsgerð til þáverandi lögmanns endurup ptökubeiðanda en ágreiningur kom upp um efni hennar. Málið var þá tekið fyrir á dómþingi 30. nóvember 2001 þar sem matsgerðin var lögð fram ásamt reikningi matsmanns og kröfu matsbeiðenda um að annar matsmaður yrði dómkvaddur . 5. Með úrskurði héraðsdóms 11. janúar 2002 var fallist á það með matsbeiðendum að matsmaður hafi ekki metið það sem honum bar samkvæmt dómkvaðningunni. Með vísan til 66. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála var þar lagt fyrir matsmann að framkvæma matið svo fljótt sem verða mætti. Samkvæmt því var ekki fallist á k röfu endurupptökubeiðanda um að nýr matsmaður yrði dómkvaddur til að framkvæma ma t ið . 6. Sendi matsmaður breytta matsgerð 18. mars 2002 í póstkröfu til endurupptökubeiðanda og Elínar R. Finnbogadóttur en hennar var ekki vitjað af þeirra hálfu. 7. Garðyrkja ehf. höfðaði mál á hendur endurupptökubeiðanda og Elínu R. Finnbogadóttur 26. september 2002 til greiðslu kröfu að fjárhæð 86.216 krónur ásamt vöxtum og málskostnaði. Í reikningi sem málatilbúnaður Garðyrkju ehf. byg gði á kom fram að krafan væri vegna vinnu fyrrgreinds matsmanns við matið . Stefndu í málinu neituðu greiðslu . 8. Með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 21. október 2003, sem endurupptökubeiðandi fer fram á endurupptöku á , voru stefndu sýknuð af kröfu Garðyrkju ehf. Var síðastnefndu félagi jafnframt gert að greiða þeim málskostnað vegna úrlausnar um efnishlið máls . Komst dómurinn hins vegar að þeirri niðurstöðu að hver aðili ætti að ber sinni kostnað af rekstri málsins að öðru leyti, en endurupptökubeiðandi og Elín R. Finnbogadóttir höfðu sjálf flutt mál sitt fyrir dóminum . Var sú ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 3 6/ 2021 - 2 - niðurstaða meðal annars rökstu dd af lítt rökstuddum gífuryrðum og reiðilestri í garð gagnaðila, ma dómurinn málatilbúnað þeirra að því leyti ámælisverðan. Jafnframt var vísað til þess að þau hefðu kosið að kæra ekki fyrrgreindan úrskurð 11. janúar 2002 til Hæstaréttar, eins og þau hefðu átt kost á samkvæmt c - lið 1. mgr. 14 3. gr. laga nr. 91/1991 , og að þau hefðu kosið að innleysa ekki póstkröfuna sem þau hefðu verið grandsöm um að væri vegna fyrrgreindrar matsgerðar. Rökstuðningur málsaðila 9. Endurupptökubeiðandi byggir beiðni sína einkum á því að fyrrgreind málsókn Garðyrkju ehf. hafi verið tilefnislaus og að niðurstaða dómsins um að hver aðili bæri sinn kostnað af rekstri málsins hafi verið ranglát og röng . Hafi niðurstaðan ekki stuðst við lög og verið geðþóttaákvörðun dómarans. Brotið hafi verið gegn mannréttindum hans. Niðurstaða 10. Samkvæmt 1. mgr. 191. gr. laga nr. 91/1991 getur Endurupptökudómur orðið við beiðni um að mál verði endurupptekið í héraði ef skilyrði a - eða b - liðar sömu lagagreinar er fullnægt, enda mæli atvik með því að le yfið verði veitt, þar á meðal að stórfelldir hagsmunir aðilans séu í húfi . Skilyrðin eru nánar tiltekið að; a. s terkar líkur séu leiddar að því með nýjum gögnum eða upplýsingum að málsatvik hafi ekki verið leidd réttilega í ljós þegar málið var til meðferðar og aðilanum verður ekki um það kennt og að gögnin eða upplýsingarnar muni verða til breyttrar niðurstöðu í mikilvægum atriðum ; eða að b. s terkar líkur séu leiddar að því að ný gögn eða upplýsingar um annað en málsatvik muni verða til breyttrar niðurstöðu í mikilvægum atriðum. 11. Af hálfu endurupptökubeiðanda hafa engin gögn verið lögð fram eða upplýsingar gefnar sem gefa til kynna að framangreindum skilyrðum a - eða b - liðar 1. mgr. 191. gr. laga nr. 91/1991 sé fullnægt. Verður heldur ekki ráðið af gögnum málsins að atvik þess mæli með því að leyfið verði veitt eða að stórfelldir hagsmunir endurupptökubeiðanda séu í húfi. Samkvæmt því þykir beiðnin bersýnilega ekki vera á rökum reist, sbr. 2. mgr. 192. gr. laga nr. 91/1991. Ver ður henni því hafnað. 12. Málskostnaður verður ekki úrskurðaður. Úrskurðarorð: Beiðni Kristjáns S. Guðmundssonar um endurupptöku á dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 21. október 2003 í máli nr. E - 13455/2002 er hafnað. Málskostnaður verður ekki úrskurðaður .