Úrskurður föstudaginn 18. mars 2022 í mál i nr . 7/2022 Endurupptökubeiðni Önnu Kristín ar Garðarsdótt ur 1. Dómararnir Eiríkur Elís Þorláksson , Eyvindur G. Gunnarsson og Karl Axelsson kveða upp úrskurð í máli þessu. 2. Með beiðni sem barst Endurupptökudómi 22. febrúar 2022 fór endurupptökubeiðandi , Anna Kristín Garðarsdóttir , [...], fram á endurupptöku á dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 13. febrúar 2019 í máli nr. E - 2779 /20 18. Málsatvik 3. Landsbankinn hf. höfðaði mál fyrir Héraðsdómi R eykjavíkur á hendur endurupptökubeiðanda með stefnu birtri 13. ágúst 2018. Dómkröfur Landsbankans hf. voru þær að endurupptökubeiðanda yrði gert að greiða bankanum skuld að fjárhæð 773.083 krónur með nánar tilteknum dráttarvöxtum auk málskostnað ar . Af hálfu endurupptökubeiðanda var aðallega krafist frávísunar málsins, til vara sýknu af öllum kröfum Landsbankans hf. og til þrautavara að krafa bankans yrði lækkuð verulega. 4. Með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 13. febrúar 2019 var kröfu endurupptökubeiðan da um frávísun hafnað og henni gert að greiða Landsbankanum hf. 773.083 krónur með dráttarvöxt u m samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verð t ryggingu frá 19. júní 2014 til greiðsludags. Þá var endurupptökubeiðanda gert að greiða bankanum 450. 000 krónur í málskostnað. 5. Endurupptökubeiðandi sótti eftir leyfi til að áfrýja dómi héraðsdóms til Landsréttar. Var umsókn hennar um áfrýjunarleyfi byggð á b - og c - lið 4. mgr. 152. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Með ákvörðun 13. júní 2019 hafn að i Landsréttur umsókninni . Byggði niðurstaða Landsréttar á því að ekki væru líkur til þess að niðurstöðu héraðsdóms yrði breytt svo einhverju næmi og að ekki væri fallist á að úrslit málsins vörðuðu mikilvæga hagsmuni endurupptökubeiðanda þannig að fullnæ gt væri skilyrðum 4. mgr. 152. gr. laga nr. 91/1991. Rökstuðningur endurupptökubeiðanda 6. Endurupptökubeiðandi byggir beiðni sína um endurupptöku dóms Héraðsdóms Reykjavíkur á b - lið 1. mgr. 191. gr. laga nr. 91/1991. Fram kemur í endurupptökubeiðni að lög nr. 38/2001 hafi tekið breytingum 18. desember 2010 með tilkomu ákvæðis XIV til bráðabirgða, sbr. e - lið 2. gr. laga nr. 151/2010. Við ákvæðið hafi bæst annar málsliður 14. maí 2014, sbr. 1. gr. laga nr. 38/2014, og hafi ákvæðið síðan þá kveðið á um að fyrn ingarfrestur uppgjörskrafna vegna ólögmætra verðtryggingar lánssamninga í formi gengistryggingar skyldi reiknast frá 16. júní 2010 og fyrningarfresturinn vera átta ár frá því tímamarki. Sá fyrningarfrestur hafi átt við um kröfu Landsbankans hf. á hendur en durupptökubeiðanda. ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 7/2022 - 2 - 7. Endurupptökubeiðandi byggir á því að Landsbankinn hf. hafi tvívegis endurreiknað lán hennar í kjölfar dómafordæma Hæstaréttar sem hafi dæmt lán eins og endurupptökubeiðandi hafði tekið ólögmæt vegna gengistryggingar. Fyrningarfrestur k röfunnar hafi á grundvelli bráðabirgðaákvæðis XIV laga nr. 38/2001 verið átta ár og reiknast frá 16. júní 2010. Síðasta greiðsla endurupptökubeiðanda af láni hennar hafi verið 1. júní 2010. Mál Landsbankans hf. hafi verið höfðað með stefnu birtri 13. ágúst 2018 og því hafi átta ára fyrningarfresturinn verið liðinn við málshöfðun . 8. Endurupptökubeiðandi bendir á að átta ára fyrningarfrestinum, í málum er varða kröfur á borð við þá sem hún var dæmd til að greiða, hafi verið slegið föstum með dómi Landsréttar 1 3. nóvember 2020 í máli nr. 741/2019. Með dómi Landsréttar hafi því verið hafnað að almennur tíu ára fyrningarfrestur samkvæmt lögum nr. 150/2007 um fyrningu kröfuréttinda ætti við þar sem tilgreint bráðabirgðaákvæði laga nr. 38/2001 væri sérregla og gengi framar almennum reglum. 9. Að mati endurupptökubeiðanda fellur dómur Landsréttar undir b - lið 1. mgr. 191. gr. laga nr. 91/1991 og sterkar líkur séu á að niðurstaða Landsréttar verði til breyttrar niðurstöðu fyrir hana í mikilvægum atriðum. Þannig muni fordæmisgildi dóms Landsréttar leiða til sýknu endurupptökubeiðanda þar sem krafa á hendur henni hafi verið fallin niður vegna fyrningar. Þá mæli atvik málsins með því að fallist verði á endurupptöku þar sem umrædd sérreg la um fyrningarfrest hafi ekki legið fyrir fyrr en 18. janúar 2021 þegar Hæstiréttur hafnaði áfrýjunarleyfi vegna fyrrnefnds dóms Landsréttar í máli nr. 741/2019. Niðurstaða 10. Áfrýjandi reisir beiðni sína um endurupptöku í málinu á b - lið 1. mgr. 191. gr. la ga nr. 91/1991. Samkvæmt því ákvæði getur Endurupptökudómur orðið við beiðni um endurupptöku óáfrýjaðs héraðsdóms séu sterkar líkur á því að ný gögn eða upplýsingar um annað en málsatvik muni verða til breyttrar niðurstöðu í mikilvægum atriðum. Þ á er það a lmennt skilyrði samkvæmt 1. mgr. ákvæðisins að atvik mæli með endurupptöku, þar á meðal að stórfelldir hagsmunir aðilans séu í húfi. 11. Í héraðsdómi var hafnað sjónarmiðum endurupptökubeiðanda um að krafa Landsbankans hf. hafi verið fyrnd þegar málið gegn he nni var höfðað 13. ágúst 2018 en héraðsdómur taldi að tíu ára fyrningarfrestur ætti við um kröfu bankans. Fyrir héraðsdómi reisti endurupptökubeiðandi sýknukröfu sína meðal annars á því að um kröfu Landsbankans hf. gilti fjögurra ára fyrningarfrestur samkvæmt lögum nr. 150/2007 . Þá lýsti hún því yfir, meðal annars í greinargerð til héraðsdóms, að upphafsdagur fyrningarfrests hefði verið 1. mars 2012 þegar hún greiddi síðast af kröfunni. 12. Sem fyrr segir byggir endurupptökubeiðandi nú á því að dómur Lan dsréttar 13. nóvember 2020 í máli nr. 741/2019 feli í sér ný gögn eða upplýsingar um annað en málsatvik í skilningi b - liðar 1. mgr. 191. gr. laga nr. 91/1991 . Fyrir Endurupptökudómi færir endurupptökubeiðandi fram sjónarmið sem eru á skjön við þau sem hún byggði á í héraði og voru lögð til grundvallar í þeim dómi sem krafist er endurupptöku á. Þannig er nú af hálfu endurupptökubeiðanda byggt á því að fyrningarfrestur kröfu Landsbankans hf. hafi verið átta ár, en ekki fjögur ár eins og áður var teflt fram og að um fyrningarfrestinn hafi gilt lög nr. 38/2001 en ekki lög nr. 150/2007 . Þá er byggt á því að upphaf fyrningarfrests hafi verið árið 2010 en ekki árið 2012 eins og byggt var á fyrir héraðsdómi. Hér er til þess að líta að í dómi héraðsdóms var komist að þeirri niðurstöðu að fyrningarfrestur kröfu Landsbankans hf. hafi verið rofinn í ágúst 2017 þegar endurupptökubeiðandi sendi kvörtun til Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki. Með þeirri niðurstöðu héraðsdóms er ljóst að ENDURUPPTÖKUDÓMUR NR. 7/2022 - 3 - fyrning var rofin þó litið væri til þess málatilbúnaðar sem endurupptökubeiðandi teflir nú fram um upphaf fyrningarfests og lengd hans . Endurupptökubeiðandi hefur ekki fært nein rök fyrir því að fyrrgreindur dómur Landsréttar geti haft þýðingu hvað varðar það mat héraðsdóms a ð fyrning kröfu Landsbankans hf. hafi verið rofin í ág úst 2017. 13. Sem fyrr segir gildir það almenna skilyrði fyrir endurupptöku óáfrýjaðs héraðsdóms, sbr. 1. mgr. 191. gr. laga nr. 91/1991, að atvik mæli með endurupptöku, þar á meðal að stórfelldir hagsmuni r aðilans séu í húfi. Endurupptökubeiðandi leitaði eftir áfrýjunarleyfi til Landsréttar meðal annars á grundvelli b - liðar 4. mgr. 152. gr. laga nr. 91/1991 sem kveður meðal annars á um að nái krafa ekki áfrýjunarfjárhæð geti Landsréttur orðið við umsókn um áfrýjunarleyfi ef úrslit málsins varða mikilvæga hagsmuni þess sem leitar slíks leyfis. Landsréttur taldi þessu skilyrði ekki fullnægt en hagsmunir málsins náðu ekki áfrýjunarfjárhæð samkvæmt 1. mgr. 152. gr. laga nr. 91/1991. Í beiðni sinni til Enduruppt ökudóms hefur endurupptökubeiðandi heldur ekki fært nein haldbær rök fyrir því að stórfelldir hagsmunir hennar séu í húfi í skilningi 1. mgr. 191. gr. laganna . 14. Með vísan til alls fra mangreinds er hvorki fullnægt skilyrði b - liðar 1. mgr. 191. gr. laga nr. 91/1991 né hinu almenna skilyrði fyrir endurupptöku í 1. mgr. ákvæðisins , að atvik mæli með henni. Að mati Endurupptökudóms er beiðni endurupptökubeiðanda bersýnilega ekki á rökum reist, sbr. 2. mgr. 192. gr. laga nr. 91/1991 , og ber því að synja henni þeg ar í stað. 15. Málskostnaður verður ekki úrskurðaður. Úrskurðarorð: Beiðni endurupptökubeiðanda, Önnu Kristínar Garðarsdóttur, um endurupptöku á dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 13. febrúar 2019 í máli nr. E - 2779/2018 er synjað . Málskostnaður verður ekki úrskurðaður .